Heimskringla - 03.10.1927, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRIN GLA
»—" 1 ■ "
l^amskringla
(StofnuD 1886)
Kemar tlt á hrrrjam miVTlkndfffi
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
853 OK 855 SAKfiENT AVE . WlMIPBf.
TALSIMI: 80 537
VerB blafislns er »3.00 árgangurinn borg-
lat fyrirfram. Allar borganir senalat
THE VIKING PRÍEftS LTD.
8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Rltstjórl.
UtanAskrlft tll blaTSnlne:
THE VIKING PKESS, I.td., Box 8105
UtaaflHkrift tll rltHtJörann:
EDITOK HEIMSKKISiGI.A, Box 3105
WlííNIPEG, MAN.
‘‘Heimskringla is pnbllsbed by
The Vlklnir Preaa Ltd.
and printed by
CITV PKINTUVG A PUBI.ISHING CO.
003-855 SarKent Aee., Wlnnlpeg:, Man.
Telephone: .80 53 7
L i ....
WINNIPEG, MAN. 3. OKTÓBER 1927.
I minningu
um
Stephan G. Stephansson
er þetta blað helgað honum á 74. afmæl-
isdegi hans. Á það vel við fyrir þá sök,
að fráahans höndum hafa oft, og í mörg
ár samantalið, Heimskringlu borist höf-
uðdjásn alls þess, er hún hefir birt. Sömu-
leiðis á það við fyrir þá sök, að ekki gæti
núverandi ritstjóri hennar kosið sér að
mega starfa í annars anda fremur, en
hans, er nú er minnst. Og í þriðja lagi
á það við, að vestur-íslenzkt blað minnist
þess rækilega, að slíkur maður féll hér af
vorum stofni. Því þótt hann væri holl-
ur þegn þessu landi, þá var hann fyrst
vor íslendinga', enda vissi Canada jafn-
lítið og Bretaveldi, aðfaranótt hins 10.
ágúst 1927, að þá hefði brostið voldug-
asti hörpustrengur samtíðarinnar í því
mikla ríki. Hvernig mátti slíkt líka ske,
þegar stórblað sem Free Press í Winni-
peg, með íslenzka fréttaritara, verður að
taka andlátsfregnina seint og síðarmeir
úr blaði vestan úr Alberta.
* * *
Þessi ummæli vitum vér að lesendum
koma eigi ókunnuglega fyrir sjónir frá
vorri hendi. Og það. er oss gleðiefni, að
hinn ágæti vinur vor, er lesendur Heims-
kringlu kannast við sem “L. F.” tekur sízt
grynnra í árinni. En vér hyggjum að
ekki muni margir Canadamenn dómfær-
ari en hann um þau efni, og veldur þar
um hvorttveggja, fróðleikur hans og list-
ræni. En því er þetta tekið fram, að
hann er hér einn málsvari hér fæddrar
íslenzkrar kynslóðar, er tamari^er ensk
tunga og bókvísi en íslenzk.
: * * *
Öllum viljum vér þeim einlæglega
þakka, er lagt hafa lauf og blóm í þenna
minningarsveig á leiði Stephans G. Ste-
phanssonar. Vér finnum ei að þar sé
nokkuð ofsagt, er afsökunar þurfi lesend-
ur fyrir að biðja. Oft eru þó dauðir menn
moldausnir oflofi. Margir fyrir það eitt
að hafa dregið' andann í 60—70 ár. Ste-
phan er einn af þeim mönnum, sem ekki
er oflofi ausinn, þrátt fyrir það sem um
hann er nú sagt, og áður hefir vérið sagt
— í Heimskringlu. Slíkir menn eru svo
eilíflega sjaldgæfir, að við lát þeirra geta
orðvísustu og slyngustu menn, óhræddir
gripið til þeirra hástigsorða, er þeir geyma
vandlegast reyfuð í hugfórum sínum.
Stephans verður lengi saknað. Eigi
aðeins af ástvinum og málvinum, heidur
af alþjóð.
Og því lengra sem líður, því betur
skilst íslenzku þjóðinni, hvílíkt afhroð
hér er orðið. Því betur skilst henni, að
hér hafa ræzt orð skáldsins: að hér átti
“....hún mann að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir.”
En í þeirri viðurkenningu felst að vísu
sú huggun, að í verkum sínum lifa slíkir
menn að eilífu með oss — þótt þeir
deyi.
Stephan G Stephanssson
Ræða flutt við minningarathöfn í Sam
bandskirkju sunnudaginn 2 okt. 1927.
af séra Ragnari E. Kvaran.
“Síðasti söngfugl
Sumars ins fyrra,
Horfinn er úr högum.
Þjóð hans mun þykja
Þögn hans vera
Stærst með stórtíðindum.”
kvarta undan því, að hann hafi ekki þjón-
að henni með þeirri hollustu, er hún kynni
að krefjast, þá hafi hann þó reynt að
gæta þess að gjalda henni aldrei svikinn
biending
“í brota-silfrinu mínu.”
Henni þykir svarið ónógt og bendir hon-
um á. að hann hafi helgað
“— stritinu hraustleik og dag,
Mér hríðar og nótt og þreytu.”
Hann s/arar þvi sem beint iá við, að
hann hafi þó orðið að gegna skyldum
sínum, hversu mikið sem hann hafi unn-
að henni.
Svo yrkir Stephan G. Stephansson um
Matthías Jochumsson látinn. Á engan
hátt verður sagt, að þessi orð yrðu heim-
færð upp á höfundinn, svo stórkostlegur
atburður sem fráfall hans er. Þjóð hans
mun ekki þykja þögn hans stærst af stór-
tíðindum. Hún er naumast enn tekin að
lesa rit hans. Ýmsir ágætir menn hafa
bent á hve stórfelld sál hafi hér verið að
verki, en það verður ekki með nokkru
móti sagt, að þjóðin sem heild hafi orðið
fyrir þeim áhrifum af þessum manni, sem
búast hefði mátt við sakir atgervis hans.
Jafnvíst og þetta er, þá er hitt ekki síð-
uf áreiðanlegt, að fá íslenzk skáld að
fornu og nýju hafa náð því valdi á ein-
stöku mönnum sem þetta skáld. Mörg-
um mönnum hér vestan hafs þykir sem
svipleysið yfir hinni andlegu flatneskju
þjóðlífs vors, sé nú þess aðal einkenni,
eftir að St. G. St. er fallinn frá. Sú til-
finning er að sjálfsögðu ríkust nú, með-
an enn er skammt um liðið, enda ekki lík-
legt að hún ágerist. Hin yngri skáld vor
hafa orðið fyrir ótvíræðum áhrifum frá
Stephani, og iíkindi eru afar mikil fyrir
því, að áhrifin frá honum aukist í fram-
tíðinni, en dvíni ekki. Hann er ekki
þagnaður, þegar til kemur, heldur mun
andvökudrápa hans hljóma því magn-
meiri, sem fleiri fá skilning á honum og
læra að leggja hlustirnar við vitsmunum
hans og snilld hans.
Það er þetta sem því veldur, að oss hér
í Sambandskirkjunni finnst ásfæða til
þess að minnast þessa manns við guðs-
þjónustu vora. Oss langar til að temja oss
að veita athygli þeim mönnum, sem hafa
einkenni spámannlegs anda í vorri eigin
samtíð, og þá ekki sízt í voru eigin þjóð-
lífi. Vitaskuld er oss ljóst, að vér erum,
eins og gervalt mannkyn, sjónd'aprir á
andríkið og snilldina, en sjóndepran gengi
næst blindu, ef þessi félagsskapur kæmi
að engu leyti auga á þetta hér, því að
St. G. Stephansson hefir haft stórkostleg
áhrif á lífsskoðun ýmsra beztu forystu-
manna vorra í hinni frjálslyndu trúar-
hreyfingu. Hann hefir ekki átt fulla sam-
leið með þeim ölium, ef til vill, en innsýni
hans og ákafa réttlætistilfinning hefir
varpað frá sér þeirri birtu, sem þeir menn
gera einir, sem eru ljós heimsins og salt
jarðar.
Eins og tilkynnt hefir verið, þá tekur
annar maður til máls, er eg hefi lokið
þeim fáu orðum, er eg ætla að segja.
Séra Rögnvaldur Pétursson, vinur skálds-
ins að fornu og nýju, flytur hér aðalræð-
una. Fyrir þá sök mun eg enga tilraun
gera til þess að segja hér sögu Stephans
G. Stephanssonar, hvorki hina ytri né
innri. Enda brestur mig með öllu þekk-
ingu til þess. Eg mun láta það eitt nægja,
að reyna að bregða upp örfáum dráttum
af einum eða tveimur hliðum skapferlis
hans, sem einhverra hluta vegna hafa
sezt fastar í huga mér síðustu daga,
heldur en annað, er eg þó hefi orðið hug-
fanginn af við lestur bóka hans.
Fyrir réttum fjórtán árum síðan, eða
afmælisdag sinn hinn sextugasta, orti
Stephan undurfagurt kvæði. Hann nefn-
ir það Afmælisgjöfin. Kvæðið er þess efn-
is að hann liggur vakandi í rúmi sínu
þennan morgun og hugsar um framtíð-
ina:
“— t------------verður hann fagur
Minn samverutími við sjöunda tug,
Og sunnu- og hvíldar-dagur?”
Hann heyrir létt fótatak um húsið og
skynjar þegar, að skáiddís hans er á ferð-
inni til hans “með hörpu og víðir-sveig-
inn”. Hún kemur með það erindi að kveðja
hann alfarin. Honum verður svo þungt
um þær fréttir, að
“Mér þótti sem Hel væri að rista mér rún
í rekkju, á úrkula megin.
Svo döpur varð æfin, ef hyrfi mér hún,
Með hörpu og víðir-sveiginn.”
Hann reynir að verja sig fyrir þeirri ó-
gæfu, og bendir henni á, að enda þótt
hún kunni að hafa ástæðu til þess að
“Hún greiddi mér svarið með samskonar
raust
Sem svalkar í drápsbyl, um grandalaust
haust:
“Á dyggðinni sveikstu þig, sök átt við
neinn,
Þá synd eru fortök að milda.
Því guð þinnar listar á alhug þinn einn—
í afguða-trú snýst skylda.”
Eg veit ekki hve ótalmörgum sinnum
eg hefi séð skáld gera þenna árekstur að
umtalsefni — áreksturinn milli listgáfu
sinnar og þess, er bindur þá við dagleg
störf. En eg held ekki, að eg hafi í ann-
an tíma séð það átakanlegar gSrt, en í
þessu kvæði, er skáldinu finnst
“-------------_gína við myrkari göng
í myrkrið, sem glötunin örvæntis-löng—”
þegar dísin gengur snúðugt frá honum.
Einhver kynni ef til vill að láta sér
koma til hugar, að í þessu kenni þess er
nefna mætti vanþakklæti við lífið. Ste-
phani befir tekist — þrátt fyrir allar
skyldur, sem á hann hafa hrópað — að
yrkja fimm stórar bækur, sem beztu
menn þjóðar hans eru sammála um,
að búi yfir eins miklum andlegum auði,
eins og þau verk, sem hingað til hafa á-
gætust verið samin á tungu þjóðar vorr-
ar. Þrátt fyrir það, að skáldið hefir bú-
ið við eignaleysi og orðið mikið fyrir líf-
inu að hafa, þá hefir hann jafnframt bú-
ið yfir þeim lífsþrótti, sem þetta fékk ekki
bugað. Forsjónin hefir géfið honum
langsamlega mikið meira af dýrmætum
gjöfum sínum, en fiestum öðrum sam-
tímamönnum hans. En af hverju stafar
þá þunglyndið?
Eg hygg að það stafi ekki af því einu,
að þráin eftir meira lífi og æðra er ávalt
sterkust í þeim, sem mest hafa af lífi. Eg
held að auk þessa stafi þetta af tveim á-
stæðum aðallega.
Önnur ástæðan er sú, að Stephan G.
Stephansson er þunglyndur í beztu merk-
ingu þess orðs.
Þungiyndi (eða svartsýni mætti jafn-
vel segja) birtist, eftir því sem enskur,
ágætur bókmenntafræðingur hefir ný-
lega bent á, með tvennu móti á vorum
tímum í bókmenntum og listum. Ann-
arsvegar eru þeir menn, sem annaðhvort
ekki sjá neitt í lífinu annað en forsmán
og andstyggð, eða finna nautn í því að
ljúga ósóma á öfl og viðleitni tilverunn-
ar, og hinsvegar eru þeir, sem óhjákvæmi
lega verða þunglyndir og raunamæddir
vegna þess hve mikla ást þeir hafa á
því, sem þeir sjá veglegast í lífinu. Fyrri
fiokkurinn er fjölmennfir — fullyrt er að
öflug alda þessa lífsskilnings hafi risið
upp í öllum löndum, svo að segja, eftir
ófriðinn — en í hinum flokknum eru þeir
menn, sem göfugastir eru og mikilfeng-
legastir uppi. Þeim finnst svo mikið til
um þá örðugleika, sem fegurð, sannleiki
og gæði verði að berjast við, að það ligg-
ur við að það sligi þá suma. Þeir eru
þess fullvísir, að þetta sé ekki aukaatriði
eða skrautblóm, vaxin af tilviljun á mold-
arhaug blindrar náttúru, heldur vottur
um innsta eðli hennar og vilja og við-
leitni. En þeir finna, eins og postulinn,
að “öll skepnan stynur” í þessari bið eft-
ir “sonarkosningunni” — því ástandi, er
samboðið sé mönnum. Þeim er ljóst, að
ailar okkar hugmyndir og skilningur á
fegurð, sannleika og gæðum er fátækur,
ónógur og lítilsigldur, en hann er það
eina, sem gerir lífið þess vert að lifa það.
Þess vegna er sem helköldum hrömmum
sé læst um hjarta þeirra, þegar þeir sjá
dýrustu djásn mannlegs lífs troðin ofan
í skarnið. Og enginn hörgull er á þeim
sýnum.
Stephan G. Stephansson er einn í þess-
um flokki, er eg hefi nú minnst á. Hann
æðrast aldrei og telur sér ekki harma-
tölur, en í öllum kvæðum hans er þessi
þungi straumur af þunglyndi, sem stafar
af tilfinningunni fyrir því, sem verðmætt
sé, og hvílíkir boðar að því steðji. Hann
veit raunar að drengskapur Iiluga Grett-
isbróður og Hergilseyjarbóndans, bjarg-
vætts Gísla Súrssonar, er sjálfum sér
nógur. Hinir göfugustu eigin-
leikar þurfa ekki að sigra í hinni
ytri baráttu, til þess að réttlæta
tilveru sína, en samt eru þrengsl
in, sem þetta verður að búa í,
svo mikil, að það verður aðal-
sorgarsaga lífsins. Það er ekki
skáldgáfa hans ein og snilli, er
situr í hinum þrönga stakki ytri
ástæðna, heldur allt, sem hefur
líifið upp úr ómerku, 'gróður-
lausu dalverpi óþroskans.
Mér finnst við lestur síðustu
bóka hans, sem þetta skapferli
og þessar tilfinningar skáldsins
hafi orðið að álcveðnum lífs-
skilningi er á leið dag æfi hans.
Og sjaldan hefir kvæði náð svo
tökum á mér og það, er hann
nefnir “Nift Nera”, og birtist í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins
fyrir fáum árum. Örlaganorn-
irnar hafa gefið Helga Hund-
ingsbana við vögguna allar þær
gjafir, er ágætan mann mega
prýða. En ein nornin bregður
að lokum einum þætti “á norð-
urvega”, og var sá þáttur með
öðru móti en hinna. Örlóg hans
urðu á þá leið, að hann varð
“við heilum hörmum orðstír
kaupa ævarandi—svo er frægðin
fengin!” Helgi á það atgervi,
að svo er sem lífið hafi rétt að
honum alla kjörgripi sína, er
auðnu valda og hamingju. Hann
gri'pur til þeirra óvitahöndum
og veit ei hvað liann handleik-
ur. Hann öðlast ást og bregst
henni, skýtur öllum örvum um
mark fram, því að hann þekk-
ir ekki mátt sinn.
“Ramarí raunir rekkum öðrum,
gef eg þér sveinn til sigurs.”
Sjö komu saman systur hennar
— Örlaga-dísir allar —
Ágæti, atgervi, yfirmennsku,
ijúflingi létu í té —
En allt var það failvait fé!
Ein gaf sorgin til sigurs!
Því var Helga-kviða kveðin.”
í Er það of djarft til getið, að
þetta sé ekki saga Heiga eins,
heldur og saga Stephans G.
Stephanssonar? Hann hefir
vissulega sigrað þær takmark-
anir, er að honum þrengdu, bet-
ur en títt er um menn, en mér
fær ekki úr hug komið, að þetta
mjúka og styrka kvæði sé þess
vottur, að hann hafi hugboð
um, að baráttan við þær — bæði
hinar ytrí og innri — hafi vald-
ið því, að honum varð þess sig-
urs auðið, er óneitanlega féll í
hans hlutskifti.
Eg átti tvisvar sinnum tal við
Stephan G. Stephansson á heim
ili hans í Markérville. í fyrra
skiftið eyddi hann því nær heil-
um degi til samtals við mig. Eg
get ekki í þetta skifti sagt yður
frá viðræðum hans, en þá'varð
eg þess var, sem eg hefi síðar
talið orsök þessa þunglýndis-
hljóms, sem kveður við 1 strengj
um hans. Það stendur, þótt
furðulegt megi virðast, í sam-
bandi við ást hans á þjóð hans
og annars allri alþýðu heims.
Stephan G. Stephansson er
ekki enn orðinn, eins og eg þeg-
ar hefi bent á á, þjóðskáld í
þeirri merkingu, að þjóðin hafi
sökkt sér niður í kvæði hans og
mótað sína eigin lífsskoðun að
verulegu leyti eftir anda hans.
En Stephan orti ekki sjálfs sín
vegna eingöngu. Hann orti
vegna þjóðar sinnar. Og hann
fann stundum, að þótt hann
tæki á öllu afli róms síns, þá
gat hún ekki heyrt mál hans,
eða að minnsta kosti ekki heyrt
rétt. Það er til dæmis óhugs-
andi annað, en að margt láti
nú á annan veg í eyrum manna,
en það gerði fyrir tíu eða tólf
árum, er hann var að yrkja út
af ófriðnum. En það er stund
um heldur komið í ótíma, sem
heyrist tíu eða tólf árum eftir
að það er sagt. Hann laut
aldrei að því að segja mönnum J
það, er þeim geðjaðist að, ef
það var ekki sannfæring hans,
og það vill svo til, að skoðanir
viturra manna eiga ekki ávalt
samleið með þessu, ‘sem ekkert
gat lært nema hárvissu sína”,
WINNIPEG 3. OKT. 1927.
r
Viss merki
um nýrnaveiki eru bakverkir, þvaff-
teppa og þvagsteinar. GIN PILLS
lækna nýrnaveiki, meb því ab deyfa.
og græía sjúka parta. — 50c askjan
hjá öllum lyfsölum.
131
eins og hann sjálfur kemst að
orði.
Stephan hefir ort kvæði eftir
vin sinn einn, og lýsir honum á
þá leið, sem hvert orð kvæðisins
eigi við höfundinn sjálfan. Þar
segir svo meðal annars:
“Óslyngt var Ólafi
Almennings-fjas,
En svanur var hann í sveit
Sinna líka.
Hverfull úr háreysti
Hrópendanna,
En spakur á spámannsBekk
Spekinganna.
Aldrei var han einmani,
Hann átti að félögum
Aðalsmenn andans
Á öllum tímum —
Vera mun vorkunn
Þó verða kunni
Fágengt til fjöldans
Úr frændhóp þeim.
Þér vitið öll, að um fáa ís-
lenzka menn vorrar kynslóðar
á þetta betur við, en einmitt um
Stephan. En hitt er og víst,
að hann hefði eigi harmað það,
þótt marggengari hefði vegmn-
ir verið, er lágu milli hans sjálfs
og almennings þjóðar hans. —
Hann fann til þess, að .
“Makalaust mannvit
fer munaðarlaust.”
Og það er eftirtektarvert um
þennan stórgerða “aðalsmann
andans”, sem svo oft átti svo
litla samleið með almennfhgi,
að trú hans á almenningi fór
þrátt fyrir það vaxandi, en eigi
minnkandi með aldrinum. Hann
bar innst inni svo mikla vfrð-
ingu fyrir þjóð sinni, að hann
kenndi til, er hann gat eigi átt
samleið með henni.
Eg hygg einmitt að þetta at-
riði, er eg nú hefi bent á, megi
teljast eitt hið veglegasta ein-
kenni í skapgerð skáldsins. Það
vill fara svo um flesf andans-
menni, að er þau verða vör mik-
ils skilningsleysis hjá almenn-
ingi, þá vekur það fyrirlitningu
á honum og trúleysi á honum.
En svo var eigi um Stephan G.
Stephansson. Sjötugur að aldri
yrkir hann eitt sitt ágætasta
kvæði — “Martíus” — sem er
hvorttveggja í senn, dýrðlegur
lofsöngur til gróandans í mann-
lífinu, og játning skáldsins*um
trú sína á mátt lýðsins til að
endurleysa sjálfan sig. Hann
telur “hetju-dýrkun” vora hafa
verið hina mestu meinsemd frá
öndverðu, því
“Oft voru fjötrar foringjans,
Fastast sem að að þér reyrðu.
Sagan gjarnast eignar einum
Afrekin þín, dreifði múgur!
Samt mátt bera, svara-bljúgur,
Sakir alls, sem hlauzt af mein-
um.”
Hann endar svo þessa trúar-
játningu sína á vorið í mann-
heimum:
“Fyrir gluggann minn gengu
Glaðar sumar-vonir!
Stefndu blysförum beint til
Bjarmalands í framtíð,
Girtar megingjörð morguns,
Mannprýði og sannleiks,
Merkt var handsal á hjálma,
Hjartarót á skjöldu.
Slógu Ijóma fram um löndin,
Leiftrum út í fjarlægð,
Glæstu rósir og runn, að
Regnbogum í austri.
/