Heimskringla - 03.10.1927, Side 7

Heimskringla - 03.10.1927, Side 7
WINNIPEG 3. OKT. 1927. HEIMSKRIN G L A 7. BLAÐStÐA. ÁVARP. (Prh. frá 3 bls.) Þar kennir og þeirrar ögrandi kaldhæðni, sem víða einkennir ljóðbúning hans — einkum gagnvart vissri tegund kirkju- legrar guðfræði, er hann grun- aði um smávegis óvandvirkni. Þar gefur ennfremur að sjá hann sem “kraftaskáldið”, er þorir, engu síður en Hjálmar, að eigast lög við guð — ef þörf gerðist sannleikans vegna. Þar talar hann að lokum — jafnvel Hjálmari fremur — sem það “á- kvæðaskáld”, er í trúartrausti gerhugsaðrar lífsskoðunar, kveð ur guð sinn, sannleikann, til valda. ¥ ¥ ¥ ' Og nú er Jþann að hverfa und- ir huluna þá, er hann aldrei treysti sér til að greina neitt í gegnum. Mun hann ekki hafa talið sig geta neitt um það vit- að, hvað við sér eða öðrum tæki á dánardægrum. Og svo skal virt varfærni hans og einlægni í þessum málum, að eigi mun eg, þótt á kveðjustund sé sem þessari, spá honum til handa neinum yndisvistarverum ný- numinna ódáinslanda — hverj- ar skoðanir sem helzt kunna að vaka fyrir sjálfum mér í því efni. Aðeins langar mig til þess að mega minna á, og helga burt för Stephans, tvær Ijóðlínur úr ágætiskvæðinu “Haustlag”. — Orðin þau líða mér vart úr minni, síðan eg las þau á síðast liðnu háusti: “Eg hef’ brúað yfir grámann . út í næsta sumars blámann.” i í “Haustlagi” ætlast Stephan vitanlega ekki til þess að hann sé skilinn svo, að það sé trú ó- dauðleikatrúarinnar, sem hann sé að byggja. Er þó sem hon- um liggi, í því'efni, véfrétt á vörum. Trúa mín er það, að ofrauií yrði það mannkyninu að bera hin köldu haustdægur harms og skelfingar, ef eigi væri því kennt og beint ætiað, blekk- ingarlaust, að brúa yfir gráma dauðans og hverfleikans, út í sumarbjáma áframhaldandi, og þó nýs lífs. En hversu sem honum varð litið til umskiftanna miklu, þá er með.öllu víst um það, að hann horfði þangað — geig- Jaust. Hann treysti lífinu, til- verunni. Og er nú nokkurt mannsbarn hér viðstatt, er beri í brjósti nokkurn minnsta ótta hans vegna? Uggar nokkurn um afdrifin? Nei, ekki einn! í dag hvílir trúfræðin sig heima í ritningunni er dæmisaga af manni, er boðinn var í hrúð- kaup, en kom óveizluklæddur. Menn skilja þetta ýmislega. Sumir líta svo á — flestir, hygg eg — að helzti viðhafnarfatn- aður kristindómsins séu hátíð- legar og íburðarmiklar játning- ar. Hitt mun þó sanni nær, að “veizluklæðin”, er bera skyldi og skal í brúðkaupi konungsson arins, séu — velbreytnisiðjan, góðgirnin og sannfýsin í um- gengni og umsvifum daglegs lífs. Vönduðu, vel hirtu dag- legu fötin — það eru skrúð- klæði kristinnar trúar. Og svo hefir Stephan látið um mælt: “Við hversdagsstörf uni eg á- hyggjulaust; mér óhult það sýnist og létt; og kem svo til dyranna, dauði, til þín í daglegu fötunum rétt. Hversu má mér missýnast um manngildi og skapgerð annara, ef eg sé það ekki rétt, að Ste- phan er genginn til dyra “í dag legu fötunum rétt”, og þó — veizluklæddur! ¥ ¥ ¥ Eigi á það við að eg lengi þetta mál mitt frekar. Aðeins fá orð að endingu. í minningar Ijóði eftir móður sína kveður Stephan meðal annars þetta: fegurð ykkar, líf og land!” Það hygg eg satt, að Jjóð Stephans í heild, beri það með sér, að lífsskoðun hans, guðs- trú hans á sannleikann, var ná- tengd eða lýsti sér hið ytra í trú hans á! lífið og landið — í norrænni lífsást og landást. - Langar mig því til að kveðja hann, hljótt og innilega,, með orðum er hann sjálfur mælti eftir látinn vin, sem hann var ekki alls-ólíkur: “Leyfir landást, . langminnugri, unnusta sinn, Eilífð.” ..Lærðist mér að unna, una, á að trúa, vona, muna STEPHAN G. STEPHANSSON. Frh. frá 5. bls.) ar hendingar, sem honum höfðu flogið í hug mitt í striti dags- ins. Að því loknu tók hann að yrkja og skrifa, um eitt eða ann að, eins og það kom honum í hug, — eins og hann sjálfur segir: “Eg — sem gjarnast yrki Alla- mína bragi Við augnabliksins nótur 1 dagsins veðurlagi.” Líkaminn var þreyttur og þarfnaðist hvíldar, — heimtaði hvíld, en kappið var óþreytandi og andinn glaðvakandi og á flugferð út um heim og geim, eins og ýms kvæði hans bera með sér. Eitt dæmi nægir: “Minn Ijóðgöngull hugur á há- . norður leið — Mig hrífur að ættarjörð sinni, Er vorsólin lýsir um lágnættis- skeið Sem Ijóshvel í vitfjarða-mynni, Þar eyjan vor hjartkæra heit- kennd við ís Sem hafmey úr báróttum norð- ursæ rís.” ' I Þannig sat hann og orti og ritaði langt fram yfir miðnætti, og ekki ósjaldan nóttina út, — j ekki endur og sinnum aðeins, heldur nótt eftir nótt, mánuð- um og enda árum saman. Óg svo loks þegar hann lagði sig út af, þá varð hann æðioft and- vaka og hélt þá áfram að yrkja. j Hann var andvökunum svo van- ur, að hann hafði æffniega laus J blöð og ritblý við hendina, svo . hann á svipstundu gæti ritað það, sem honum flaug í hug, eða svo mikið af því að hann myndi efnið að morgni. Nafnið “Andvökur”, er hann valdi ljóðasafni sínu, er aug- sýnilega réttnefni. örlög hans voru, lengst æffnnar, að mega helzt aldrei sleppa hversdags- verki úr hendi, en hamremmis skáld-aflið, sem í honum bjó, hlaut einhvern veginn að brjót- ast fram, og það gerði það þá í næturkyrrðinni, þegar sveit hans öll svaf og hvíldisf. Það segir sig sjálft, að hversu sterkbyggður sem Ste- phan var, hlaut líkamsafl hans að gefa sig, ef ekki fengist lengri hvfldartími. Má því ráða að líkum, að ástvinir hans hafi ekki ósjaldan beðið hann að hægja ferðina og fara gætilega með heilsu sína og krafta. Óg þá er nú engan veginn ólíklegt, að hann hafi! stundum svar- að einhverju, sem samrýmst gæti þeirri lífsskoðun, sem kemur fram í þessum hending- um: “Mig varðar það litlu hvort langt eða skammt Mér leiðin sé ákvörðuð hér! En hitt er mér kappsmál að kom ast þa^ð samt Sem kraftar og tíð leyfa mér.” Það að minnsta kosti er auð- sætt af ávöxtunum, að sjálfur hefir hann frá upphafi fylgt, og fylgt stranglega, þeirri kenning sinni, sem hann í þessum hend- ingum flytur hverjum þeim er heyra vill. Án þeirrar fyrir- settu reglu sinnar hefði hann ekki orðið það stórmenni, sem hann varð, á svæðum ljóðagerð- ar og bókmennta. Og án sams konar reglu nær enginn mað- ur nokkru eftirsóknarverðu háJ- marki í einni eða annari fræði- grein, á einu eða öðru starfs- sviði. Á fyrstu árunum eftir að Ste- phan flutti til Alberta, spurðu menn oft sjálfa sig hvernig stæði á því, að svo ramm-ís- lenzkur Ijóðsnillingur flytti svo langt frá fjölmennu íslenzku öyggðunum, þar sem félagslíf þeirra var þá óðum að þrosk- ast. Það vill nú einhvern veg- inn svo til, að eg spurði hann aldrei út í þetta. En mér finnst svarið auðfundið. Hann bar þar fram sína fyrstu fórn á altari skáldlistarinnar.Hans eigin löng un, hver sem hún kann að hafa verið, mátti ekki koma til greina. Stephan var gleðimað- ur, ör og fjörugur og æfinlega tilbúinn að ljá lið sitt og fylgi öllum þeim málum, sem á einn eða annan veg miðuðu til að efla íslenzkt félagslíf, og til að glæða íslenzkt líf, þar sem það áður lá annaðtveggja í dái, eða kalið til skemmda. Það segir sig sjálft, að gæddur afburða- hæfileikum eins og hann var, og ætíð boðinn og búinn að verða við öllum félagskvöðum, hefði hann áður en hann vissi af, bor ist með straumnum langt út úr stefnunni að því eina takmarki, sem hann hafði einsett sér að ná. Vera má og að vaxandi þrengsli, sem þá voru orðin í byggð hans, hafi átt nokkurn þátt í Alberta-förinni, því hon- um var æfinlega illa við ös og þrengsli. Hann þoldi engin ó- þörf höft, engin þvingunarbönd á einstaklingi, eða á þjóðfélags heild. Að þrengslin og þau höft sem þeim vilja fylgja, hafi átt sinn þátt í úrslitunum. má ráða af tveimur seinustu erindunum í kvæðinu “Sumarkvöld í Al- berta”, sem hann orti skömmu eftir að vestur kom: En mér er auðnin þessi Þúsund sinnum kærri En þröngbýlið í sveitum, Þeim auðugri og stærri, Því svifrúm lífs er þar svo Þrengt á allar lundir, Að þriðjungur af mönnum Er bara troðinn undir.” “Eg ann þér, vestræn óbyggð, Láðið lífs og bjargar! Með landrýmið þitt störa, Sem rúmar vonir margar, Því án þín móti þrældóm Væri hvergi vígi, Og vesturheimska frelsið Æfintýr’ og lýgi.” Stephan var framsóknar- maður í fyllsta skilningi og dró engar dulur á það. Fyrir það fékk hann á sig fæð ýmsra manna, sem fremur létu stjórn- ast af tilfinningum og gömlum siðum, en skynsamlegri hlut- drægnislausri athugun þeirra mála er ágreiningi ollu. Sumir, ef til vill margir af andstæðing- um hans sáu sig um hönd með tíð og tíma og reyndust hon- um staðfastir vinir síðan, án þess þó að láta af sinni skoð- un, enda sannast að Stephani hefði einst víst ekki verið nein þægð í því. Allt sem hann í taun réttri fór fram á, var það, að öll þvingunarbönd væru los- uð, ef ekki leyst, og að einstak- lingurinn hefði óskerðan rétt til að halda sinni- skoðun, sinni sannfæring, óáreittur og óvítt- ur, á öllum svæðum, í kirkju- og trúmálum, engu síður en í stjórnmálum eða hverju öðru ágreiningsmáli sem er. Stundum voru ástæðurnar til andmæla gegn skoðunum Ste- phans byggðar á veikum grunni. Sumar, máske flestar, hvíldu á misskilningi einum, og aðrar voru sprottnar af því, að það er stundum á fárra færi að fylgja honum eftir á fluginu, eða að geta greint deili á öllu því, sem opiö stóð fyrir hans hvössu sjón. Við því er ekki að búast. Meðalmaður sér og skilur flest af því, sem gerist í grenndinni dag frá degi. En , J8 ‘nSJora jísXj So jas unqdais Til Gamla Landsins um Jó 1 in og Nýárið með Lág FARGJÖLD AUKALESTIR ad SKIPSHLIÐ yfir desember „d SKIPSHLIÐ Frá Winnipeg- Fara frá Winnipeg 10.00 f. h. , I SAMBANDI VIÐ JOLA-SIGLINGAR 23. n6v, — ES Mellta frft 3. <leat — ES Montclare frft ((. dea, — ES MontroNe frft 11. den, — ES Moutnalrn frft 12. dem, — ES Montcalm frft Montreal — 2.V nftv. tll (íIhkitoh, RelfaNt, Liverpool St. John — «• dew. til Relfaat, ((Ihnkoh, Livcrpool St John — 9. ile** tll Relfant, GIhnkoh, Llverpool St. John —14. den* tll Cohh, C'herbouric, Southampton St. John — 13. den* tll HelfaMt, Llverpool I SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐINA SETTIR í SAMBaND VIÐ aUKa- LESTIRNAR f WINNIPÉG, GANGA FRÁ EDMONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA Clty Tteket Offlce Gor, Maln Fortace Pbone 843211-12-13 I Tlcket Office A. Calder & Co. C. P. R. Statlon 663 Maln St. I'hone S43216-17 Phone 26313 .... farbréfasalann um fullar upplýsingar. J. A. Hebert Co, Provencher Tache St. Honlface CANADIAN PACIFIC gerist á ókomnum árum, og þarf ekki til þess önnur áhöld en skuggsjá tímans — orsök og afleiðingar. Kemur þessi gáfa greinilega fram í meistara- kvæðinu: “Við vatnið”, og skýr- ást máske í seinasta erindinu: “Eg sit hér fangi flúinn svefni af, Mér finnst sem nóttin kalli mig til vitna: Hve andi tímans brýzt við hug - ans haf, Unz hofin stranda og ríkisfest- ar slitna, Á óp og stunur margra hjartna að hlýða í hljómi brimsins gegnum rökk- ur tíða.” % ( Þetta frábæra kvæði, í senn svo blítt, svo fagurt og — svo hræðilegt, að þau eru fá ís- lenzku kvæðin, sem komast til jafns við það, var ort árið 1893. Tuttugu árum síðar var heim- urinn fyrirvaralaust lostinn hrikalegasta stríðinu, sem sög- ur fara af á semni öldum, stríð- inu mikla, sem ekki tók enda fyr en slitnar og margslitnar voru ríkisfestar um þvera og endilanga Norðurálfu. Eru ekki hamfarir náttúruaflanna, sem Stephan lýsir í kvæðinu, nokk- urn veginn rétt lýsing á stríð- inu mikla? En hvað um hofin —- um kirkjuna? í hvaða til- gangi er verið að búa til bræð- ing úr tveimur eða fleiri vold- ugum kirkjudeildum? Er það gert í gróðaskyni, eða til að verjast strandi? Hvernig stend ur á því að fjölmargir biskupa- kirkjumenn tala um að leita sér skjóls undir vængjum róm- versku kirkjunnar? Hvernig stendur á því, að síðan stríðinu mikla lauk, sprettur upp sf-vax- andi svarmur af allskyns ó- freskju trúarbrögðum, sem bráð þroskaðri virðast en nokkur sveppur úr haug? Bendir þetta ekki á það, að þó kirkjan, sem þakklætisvert er, sé ekki enn hlaupin í strand, þá gangi samt eitthvað að innan vébanda henn ar? Ekkert af þeim atburðum, er hér hefir verið vikið á, var sýni legt um það leyti er kvæðið fyrst kom á prent — ekki fyrri en fjórðungi aldar síðar. Það er þess vegna afsakandi þótt ýmsum ístöðulitlum manneskj- um og vanaföstum, fyndist gapalegt, enda goðgá næst, að gera ráð fyrir að hofin strandi. En er ekki saga síðustu ára bú- in að réttlæta þau spádómsorð? Enginn einn maður hefir meira aukið veg Vestur-íslend- inga heima á ættjörð þeirra, heldur en Stephan. En þó hafa þeir alltof fáir metið hann og skáldfrægð hans eins og mátti ætla, alltof fáir sýnt honum þá sæmd, sem hann tvímælalaust verðskuldaði. Þeir eru alltof margir Vestur-lslendingarnir, er fremur hafa sýnt Stephani van- þakklæti og kulda en umburð- arlyndi og tilhliðrun. Það lætur nærri að með réttu megi heím- færa upp á vistar-ár hans hjá þjóðbræðrum hans í þessu landi, lýsingu hans af grenitrénu í kvæðinu “Greniskógurinn”: “Margur grær sem grenitrén gusti vetrar strokin: Starir í botnlaust fúa-fen Fólks um andann lokin. Kjálkagulur yfir er Oddborgara hrokinn. Upp úr skugga og sagga-svörð Sífrjó blöðin greinast, Varmaiaust í vetrarjörð Vonar-rætur leynast. Bognar aldrei — brotnar í Bylnum stóra seinast.” Víst eru seinustu setningarn- ar í seinasta erindinu nokkurn- veginn rétt lýsing á Stephani, — að minnsta kosti verður hon- un; ekki betur lýst í svo fáum orðum. Hann gugnaði aldrei, á hverju sem gekk, hversu oft sem hann þurfti, eins og greni- tréð, að “berja frost úr fagur- lims fingri og liðamótum”. Nei, kjarkur hans, kapp hans og þrek bilaði aldrei. Hann lét hvorki “unglegt bar .... lim né lit” fyr en hann hneig í byln- um stóra seinast. Það væri veglegt verk fyrir þá, sem hæfileika hafa til, að þýða eitthvað 'af úrvalsljóðum Stephans á enska tungu. Með því væri honum sýndur verð- skuldaður sómi, hérlendri þjóð gerður ómetanlega mikill greiði, og jafnframt aukinn vegur ís- lenzks þjóðernis að miklum mun. Víst ætti það að vera vinum hans ljúft verk, að gera það sem í þeirra valdi stendur til að út- breiða þekkingu á honum og skáldverkum hans, og að gera fólki skiljanlegt, einkum upp- vaxandi kynslóðinni, hvað mikla þýðingu verk lians hafa fyrir þjóðina. Það er á fárra færi auðvitað að þýða ljóð hans á ensku, eða önnur tungumál, en það er á fjölmargra færi að skýra þau fyrir okkar þjóðar fólki. Sá ak- ur hefir til þessa lítt verið yrkt ur, og er hann þó vel þess verð- ur, — tiltölulega stór og jarð- vegurinn engu síður frjóvsamuri en í samskonar akri hjá öðr- um þjóðum. Það var sagt um stórskáld Breta, Robert Browning, að það væri ekki fyrir aðra en iðjuleys- ingja að bisa við að skilja það sem hann segði í Ijóðum sín- um, og það álit varð svo rót- gróið að hann naut ekki almenn ingshylli fyr en eftir að hann var lagstur við hlið Chaucers í Westminster Abbey (1889). En síðan hafa honum græðst hundrað ef ekki þúsund vinir fyrir hvern einn sem hann átti í lifanda lífi. Eg get þessa eina dæmis, — því mörg eru til, — í þeim til- gangi að sýna að Stephan er ekki sá eini af stórskáldum heimsins, sem átt hefir við mót- spyrnu að stríða alla æfi, óg til þess einnig að sýna, að þær mótspyrnur smáhverfa eftir að lík skáldsins er orpið jörðu. Sé það rétt og satt, að ein- hver töluverður hluti af fólki okkar skilji ekki ljóð Stephans til hlítar, væri þá ekki velgern- ingur fyrir þá vini hans, sem svo eru settir og hæfileika hafa til, að þýða vafasetningar í ljóðum hans, svo þeir fái skilið og lært að meta, sem til þessa hafa annaðtveggja ekki séð ljóð hans, eða ekki treyst sér til þess að lesa þau. Með því móti að útbreiða þekkingu og skilning á verk- um hans, og með því eina mótr, geta vinir hans hér í landi sýnt honum lítinn þakklætisvott fyr- ir samferðina. Þau voru fá og smá blómin, sem þeir stráðu á lífsleið hans. Því brýnni þá þörfin að bæta upp fyrir ára hirðuleysi, með því að færa honum sívaxandi fjölda af vin- um og meðhaldsmönnum. Og þau blóm myndi hann sjálfur kjósa, fremur öllum jarðarblóm- um. Svq enda eg þessi lauslegir, “þankabrot” með eftirfylgjandi kveðjuorðum frá Stephani sjálf- um — tvö síðustu erindin úr kvæðinu: “Við verkalok”: “Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð’, Af frið’ mín sál. Þá finst mér aðeins yndi, blíða„ fegurð Sé alheimsmál, Að allir hlutir biðji bænum mín- um Og blessi ipig, Við nætur gæzku-hjartað jörð og himinn Að hvíli sig. En þegar hinzt er allur dagur úti Og upp gerð skil, Og hvað ?em kaupið veröld kann að virða, Sem vann eg til: í slíkri ró eg kysi mér að kveða Eins klökkan brag, Og rétta heimi að síðstu sátt- arhendi Um sólarlag.” Eggert Jóhannsson Vancouver, B. C. 24. sept. 1927.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.