Heimskringla - 01.02.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
flBIUSKRIN OLÁ
WINNIPBG 1. FEBRUAR 1928.
Slóðin frá ’98
(Skáldsaga úr Norðurbyggðum.)
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
“Nei, nei, eg get það ekki. Þú veizt, hvað eg
er búin að segja. Eg hefi ekki tekið neinni breyt
ingu síðan. Eg er sama persónan og áður — ó-
heiðarleg stúlka. Þú getur ekki gengið að eiga
mig. Eg get ekki tekið nafn þitt.”
! “Þú ert hrein eins og nýfallinn snjór, elsk-
an mín.”
; “Enginn maður nema þú mundi hugsa þann
ig. Og það gerir allan mismuninn. Allir menn
vita þetta. Nei, eg get aldrei gifst þér! Aldrei
bundið þig við mig!”
■ “En hvað eigum við þá að gera?”
“Þú verður að fara burtu — eða vera kyr.”
“Kyr?”
“Já. Þú ert búinn að lifa með mér einni í
heilan mánuð. Eg lét menn taka þig upp í dans-
salnum og flytja þig hingað. Eg þjónaði þér og
hirti þig. Og heldur þú að fólk hér muni taka
það trúanlegt? Við erum bæði saklaus eins og
börn. En veiztu það ekki, að eg er alveg búin
að missa mannorð mitt? Allir halda að eg sé
fylgikona þín, o genginn maður hirðir minnstu
ögn um það. Það eru svo margir hér, sem lifa
þessu lífi. Ef að þú færir að segja þeim, að við
værum saklaus, þá myndu þeir hæðast að þér.
Og ef að þú yfirgæfir mig og færir eitthvað i
burtu, þá myndu þeir segja, að þú værir orðinn
leiður á mér og hefðir yfirgefið mig.”
. “En hvað á eg að gera?”
“Þú átt að vera kyr. Hvers vegna getum við
ekki haldið áfram að vera saman? Þetta hefir
verið mér sannarlegt heimili. Ó, farðu ekki frá
mér, kæri! Eg vil ekki binda þig. Eg vil vera
þér til einhvers gagns, og vera hjá þér æfinlega.
Eg vildi að þú elskaðir mig dálítið, og þegar þú
ert orðinn þreyttur á mér, þá getur þú farið
burtu og yfirgefið mig — en farðu ekki núna
atrax!”
Eg varð alveg dasaður — og hún hélt á-
fram:
“Hvað þýðir hún, þessi athöfn? Við elskum
hvort annað. Er það ekki nægilegt hjónaband?
Eg vil segja, að það sé meira — að það sé full-
komnasta hjónaband. Við erum bæði frjáls að
fara, ef við viljum. Bönd ástarinnar halda okk-
ur saman. Er það ekki fagurt, að við viljum
llfa saman, lifa hvort fyrir annað áh þess að
nokkur mannleg lög geti knúð okkur til þess.
Ó, vinur minn! Vertu hjá mér! Vertu hjá mér!”
Hún lagði armana um hálsinn á mér — og
gráu augun hennar litu svo biðjandi til mín
og hinar sætu varir hennar voru svo girnilegar
— að eg gat ekki annað en látið eftir henni.
“Jæja,” sagði eg: “við skulum halda áfram
avona fyrst um sinn, — þó með einu skilyrði,
og það er að þú giftist mér einhverntíma —
seinna.”
“Já, það vil eg — eg lofa þér því — eg heiti
því — ef að þú verður ekki orðinn leiður á mér.
Þegar þú ert áreiðanlega orðinn viss um, að þú
ajáir aldrei eftir því, þá skal það vera mín mesta
gleði og unun, að giftast þér.”
♦
r
i
8. KAPÍTULI.
í
|' Það er eins og það sé eitthvert grimmdar-
háð tilverunnar, að hinir góðu hlutir lífsins koma
ekki til vor fyrri, en vér höfum misst alla löng-
»|in til að njóta þeirra. Árið næsta, þegar við
Berna héldum hús saman, var langt frá því að
ýera farsælt ár. Það var rétt eins og við bæði
hefðum tapað einhverju. Við höfðum liðið svo
mikið og tekið svo mikið út, og vorum veik, ekki
á líkamanum, heldur á sálinni. Hugsunin um hina
voðalegu reynslu hennar, ásótti hana sí og æ.
Hún var viðkvæm sem hið fínasta blóm, og oft
sá eg varir liennar titra og angistina skína í
augum hennar; og þá vissi eg hvað hún var að
hugsa um, og eg kvaldist með henni.
En hvar var nú Locasto? í heilt ár hafði eg
ekkert heyrt um hann. Hann hlaut þó að vera
einhversstaðar í þessu villta og óbyggða landi
Einhversstaðar var hann þar að berjast. Það
höfðu komið flugufregnir um tvo gullnema, er
hefðu farist. Menn höfðu fundið tvö lík af mönn
um, sem skriða hafði hlaupið á. Og eg var far-
•nn að gera mér vonir um að annar þessara
manna hefði verið Locasto, því að eg hataði hann
meira en nokkurn annan mann, og hefði orðið
stórglaður að frétta dauða hans. Eg elskaði
Bernu af innsta grunni hjarta míns, og blessaði
hana fyrir nærveru hennar og sólskinið, sem
stafaði til mín frá henni. En stundum kom svart-
ur, Ijótur skuggi upp á milli okkar, og þá hvarf
öll ánægjan og gleðin af augum mínum. Mér
hafði dottið Locasto í hug.
Hvað átti eg að gera ef að hann kæmi aftur?
Eg var ráðalaus hvað gera skyldi. Ef hann skifti
sér ekkert af okkur, þá var bezt að við gerðum
hið sama. En ef hann kæmi og færi að ónáða
hana? — Ja — eg fór að hreinsa hlaupin á
skammbyssunni minni, og ætlaði að vera reiðu-
búinn að skjóta hann. Þetta skal hann hafa,
hugsaði eg, ef hann móðgar hana með einu
einasta orði eða tilliti. Og þetta var fullkominn
ásetningur minn. Og þetta herti mig, — eg hefði
verið svo glaður, ef eg hefði getað drepið hann.
En svo leið mánuður eftir mánuð og ekk-
ert heyrðist um Locasto; og eg fór að verða ró-
legri. Og eg sá mikinn mun á Bernu. Hún fór
að verða glöð og kát. Hún fór aftur að syngja
og hlæja. Sólskinið kom í augu hennar, og
sjaldgæfari og sjaldgæfari urðu skuggarnir þar.
Stundum fór eg að hugsa um það, að við vær-
værum ekki löglega gift. En allt í kringum okk.
ur voru menn og konur, sem lifðu saman sem
hjón, annaðlivort opinberlega eða leynilega.
Enginn skifti sér af því. Við áttum fáh kunn-
ingja, og það var eins og enginn skifti sér af
okkur.
En eyðsluseggurinn var harður við mig út
af þessu. Og eg reyndi ekki að deila við hann.
En fljótt fór honum að líka við Bernu; og þegar
fram í sótti, varð hún uppáhald hans. Og oft
var það, að hann kom til okkar að heimsælkja
okkur.
“Hvers vegna ferðu ekki í kirkjuna með
hana og lætur gefa ykkur þar saman, þegar þú
elskar hana svona innilega?”
"Eg ætla að gera þaö,” svaraði eg rólega.
“Eg er að bíða þangað til við erum búin að koma
okkur betur fyrir.”
Við vorum á kafi í önnum á. þessum dögum.
Eignin okkar á gullhæðinni gaf af sér míkið
gull. Við höfðum þar heilan hóp anna að vinna
fyrir okkur, og eg fór margar ferðir til Bonanza
námunnar. Y ið höfðum gefið kynblendingnum
hluta í námuni og höfðum hann fyrir verkstjóra
þar. En Jim félagi okkar var önnum kafinn
við að setja upp verkstæði, knúð af vatnsafli við
Ofíi-Iækinn, svo að við höfðum nóg að hugsa
Eg hafði einsett mér að hætta ekki fyr en eg
hefði hundrað þúsund dollara, og eftir því sem
þá leit út, mundi eg hafa það upp á tveimur ár-
um.
“Þá,” sagði eg við Bernu, “skulum við fara
og ferðast um allan heiminn og ekkert til spara.’
“Ætlar þú að gera það,” svaraði hún. “En
eg þarfnast peninganna núna, og eg er ekki viss
um að mig langi til að ferðast um veröldina.
Það sem mig langar nú til er að fara heim til
þín og lifa þar rólegu lífi. Mig langar til að hafa
þar blómagarð og lítinn hest til að keyra með
inn bæinn; og heimili vildi eg eiga. Eg mundi
bródera, lesa og leika á hljóðfæri og matbúa
handa þér — og svo vildi eg hafa þig hjá mér.”
Hún var mjög hugfangin af lýsingu minni
á Glengyle, og henni leididst aldrei að spyrja
mig um þann stað. En þó var hún forvitnust um
allt, sem á einn eður annan hátt snerti Garry,
og lá nærri að henni þætti nóg um lýsingu mína
á honum.
“Það hlýtur að vera dásamlegur maður,
þessi bróðir þinn. Maður skyldi ætla að hann
væri hálfur guð og hálfur maður. Heldur þú
að honum myndi lítast á mig?”
“Hann mundi elska þig, stúlkan mín; hvaða
maður sem væri, mundi elska þig.”
“Vertu nú ekki flón, elskan mín,” sagði
hún og lagði armana um hálsinn á mér og kyssti
mig.
Eg held við höfum átt fallegasta húsið í
Dawson. Bjálkarnir voru stórir og börkurinn tek
inn af þeim og endarnir sagaðir. En allar rifur
voru fylltar með sandsteypu, en allt var það mál.
að með hárauðum lit. Járnþak var á húsinu og
var það einnig málað rautt. Fordyr voru á hús
inu; og var það eitt af hinum snotrustu heim-
ilum.
En fegurst af öllu þessu voru blómin í blóma
garðinum; voru þar fjölda margar tegundir
blóma með ótal litum og í öllum myndum; enda
var þeim safnað saman úr hinum köldu norð-
!ægu beltum og frá suðlægum löndum. og voru
þau svo fögur að unun var á! að horfa. Enda
störðu margir á þau sem framhjá gengu.
Þarna sat Berna oft, einkum á sumarkvöld-
um, og eg get hugsað mér hana koma þaðan
með arminn fullan af blómum. En sjálf var hún
fegurst allra blómanna, og augu hennar skinu
skær af ánægjunni.
Eg man svo vel eftir því eitt kvöld, er eg
sat þar og var að lesa. Hún kom til mín, og eg
hefi aldrei séð hana eins sæla. Hún var rétt eins
og tólf ára barn í gleði sinni. Hún settist niður
hjá mér og leit til mín. Svo lagði hún armana
um hálsinn á mér og hallaði höfðinu upp að
brjósti mínu.
“Ó, eg er svo sæl!” og fylgdi orðum hennar
lítil stuna.
“Ertu hamingjusöm, ástin mín?” sagði eg
og strauk hárið á henni.
Já, eS vildi óska þess að við gætum lifað
svona til eilífðar,” og hún hjúfraði sig enn
betur upp að mér.
Já, hún var lukkuleg og eg skal æfinlega
blessa minninguna um þessa daga. Og guði sé
lof fyrir það, að eg gat þá veitt henni þessar
^leðistundir. Hún var sæl, og þó lifði hún nú
í synd, sem heimurinn mun kalla það. Við vor
um ekki gift að kirkjusið, en fágætt var það, hvað
við elskuðum og virtum hvort annað. Og aldrei
hefir karli eða konu þótt eins vænt um hvort
annað eða borið jafnmikla virðingu hvort fyrir
öðru. Við höfðum svo hreinar og hájleitar hug-
myndir um ástina, sem við bárum í brjósti. Og
þó voiru margir, bæði kaljlar og ^konur, sem
gengu framhjá Bernu með fyrirlitningarsvip. En
við gáfum því sáralítinn gaum.
9. KAPÍTULI.
Tveir menn fetuðu sig áfram eftir sléttunum
freðnum og vindbörðum. Þeir voru tilsýndar að
sjá eins og svartir maurar. Annar maðurinn
var stór og digur og að útliti ákaflega hraustur.
En liinn var lítill vexti en sterklegur að sjá.
Hann var einn af þeim mönum, sem hanga sem
lús við lífið, þegar betri og eiri menn farast.
Þeir voru að fara yfir vatn eitt frosið, og
voru hæðir til beggja hliða þaktar furuskógi; en
þegar hæðunum sleppti, tóku við risavaxin fjöll,
sem gnæfðu við himin. — Loftið var grátt og
kuldalegt, en landið var allt snævi þakið, og lá
snjórinn yfir því sem þykkur dúkur.
Litli maðurinn var á undan að brjóta leið-
ina. Oft varð hann að vaða snjóinn í hné. og
sökk hann niður í hverju spori. Varð hann þá
að draga fótinn upp úr, og var hann orðinn
þreyttur á þessu; og einlægt var hann að detta
niður um snjóskánina.
“Haltu áfram litli snígillinn þinn. Reyndu
að hreyfa þig!” grenjaði stóri maðurinn.
En litli maðurinn hrökk þá við og barði
höndunum með vetlingunum á brjóstið, og leit
flóttalega til stóra mannsins. Það mátti sjá að
hann var lafhræddur við hann.
“Fari hann bölvaður, margbölvaður!” En
hann þorði ekki annað en að halda áfram, og
lyfti upp snjóskónum og staulaðist áfram.
Stóri maðurinn lamdi hundana af grimmd,
og hló dátt, þegar þeir hljóðuðu undan höggurn
hans. En þeir tóku í akólarnar og lögðu kviðinn
að jörðu. Það voru stórir hundar og sterklegir.
En allir voru þeir hvítir orðnir. Hitinn, sem
lagði út úr líkama þeirra, fraus og varð að frost
kögglum og því sýndust þeir hvítir. En svo vom
fætur þeira rifnir, að blóðið sást í hverju spori
þeirra.
“Haldið það áfram, seppar, eða eg hegg ykk
ur í sundur, hvern ykkar!” sagði stóri maður.
inn, og aftur reið langa, þunga svipuólin á hund
ana. Þeir tóku nú á öllu því sem þeir áttu til, og
það skein í hvítar tennurnar á þeim, og tungurn-
ar löfðu út úr kjaftinum. Þeir voru að berjast
fyrir Iflnu; berjast til að blíðka húsbóndann —
harðstjórann, sem grimmari var og verri en
nokkur þeirra.
Þarna í villtu landi þekkist engin miskunn.
Það var allt barátta fyrir lífinu, og hún tók
aldrei enda. Hundur einn hékk í ólunum og
vildi ekki draga; veinaði mikið og féll niður, er
næsti hund'ur glefsaði til hans. En þá stökk
stóri maðurinn fram og skein bræði og grimmd
út úr augum lians. Hann reiddi upp svipuna
aftur og aftur, og lamdi hundinn, er engdist sund
ur og saman undir höggum hans. Svo vafði
hann ólinni um hendi sér og lamdi hundinn með
skaftinu. Hudurinn veinaði fyrst iítið eitt, en
þagnaði svo alveg. Hinir liundarnir horfðu á
þetta með uppspertum eyrum og berum tönnum.
Þá langaöi svo mikið að stökkva á hundinn og
rífa hann í sig. Og hefði það ekki verið fyrir
manninn með svipuna, sem þeir allir voru svo
hræddir við, að þeir þorðu það ekki, þá hefðu
þeir tafarlaust gert það.
“Þú brýtur rifin í honum og við komumst
ekki í skóginn áður en myrkt er orðið.”
“Hver sagði þér að leggja orð í belg?” urg-
aði í þeim stóra. “Hvort ræður þú, eða eg hér.
Eg mölva rifin í honum ef mér sýnist, og þig set
eg fyrir sleðann með hundunum, og læt þig draga
hann með þeim.”
Litli maðurinn sagði nú ekki meira; en liund
urinn, sem hinn hafði verið að berja, vildi ekki
standa á fætur. Þá stekkur maðurinn í loft upp
og kemur með báða fætur niður á hundinn, og
heyrðust nú smellir er beinin brotnuðu, og eymd-
arfullt vein frá hundinum.
Stóri maðurinn rann til og datt; en á sama
augnabliki og hundamir sáu hann detta, stukku
þeir á hann og ætluðu að rífa hann í sig. Eftir
þessu höfðu þeir verið að bíða; þeir rifust um
það að komast að honum; þeir rifu skinnhúf-
una af honum, og j>á langaði svo mikið til að
læsa tönnunum í hold hans. En þeim heppnað-
ist það ekki. Hann lamdi þá með svipunni, sem
hann hélt á með hægri hendi, en með hinni hélt
hann í fremsta hundinn, og hafði hann sem
skjöld á móti hinum. Og svo loksins fóru hund-
arnir að fljúga hver á annan, og þá komst mað-
urinn á fætur.
En þegar han komst á fætur, þá varð hann
sem djöfulóður og lamdi þá á báðar hendur, þar
til þeir lúpuðu sig fyrir honum.
Hann var móður af baráttu þessari, en óð
samt að litla manninum og sagði:
“Því hjálpaðirðu mér ekki, litli, skítugi hvolp
urinn þinn? Þig hefir dauðlangað til þess að sjá
hundana éta mig upp og rífa mig í stykki. Þú
reyndir ekki að lyfta fingri til þess að bjarga
mér. Eg veit það vel. Eg er búinn að fá nóg
af þér. Og eg hata þig og eg skal gera þér lífið
að helvíti sem eftir er af leiðinni. Þú skalt finna
núna. Eg byrja strax.”
Litli maðurinn varð ákaflega hræddur.
Það var eins og hann yrði minni og minni; hann
fór allur í kút, en fljótlega var honum fleygt nið
ur og lá hann flatur í snjónum, en stóri maður-
inn stóð uppi yfir honum og lamdi hann með
svipunni. Hvað eftir annað lét hann svipuhögg-
in ríða, þangað til hljóðin í litla manninum urðu
að samanhangandi veini. Þá hætti hann loksins,
kippti hinum á fætur og skipaði honum að fara
að brjóta slóðina.
Þeir héldu nú áfram. Dagsljósið var farið
að minnka, og þeir hugsuðu nú ekki um ann-
að en að komast í skóginn, áður en aldimt yrði.
Þarna heyrðist ekkert hljóð, nema marrið í snjó-
skónum og sleðunum, og þegar þeir stönzuðu., þá
féll þögnin yfir þá eins og ullarvoð. Það var rétt
eins og eitthvert yfimáttúrlegt efni hefði lagst
yfir þá og legði sig utan um þá og vildi helzt
kyrkja þá.
Sannarlega voru menn og hundar þreyttir,
þegar þeir loksins komust í skóginn. Og lét þá
Locasto litla manninn strax fara að búa undir
náttstaö. Hann var fús til þess og þagði nú
ekki lengur. Hann söng fjörug lög og var hinn
kátasti, er han tíndi sprekin í Yukonstóna. —
Y^atnið fór fljótlega að sjóða, og lagði angandi
lyktina af teinu um tjaldið. Svo steikti hann
brauðið í fitu og matbjó elgsdýrssteikina.
Þegar út úr tjaldinu kom, blasti við máninn
á lofti, en heljarkuldi var eins og veggur um tjald
ið. Inni var litli maðurinn að bæta moccasin-
skóna sína og söng um leið írskan þjóðsöng, og
brosti er lionum datt eitthvað kátlegt í hug.
“Hættu að syngja þetta rugl, eg er orðinn
dauðleiður á því,” sagði þá Locasto.
Litli maðurinn hætti undireins að syngja og
varð þá þögn í tjaldinu. En hundarnir ýlfruðu
af sulti; þá langaði svo mikið í frosna fiskinn,
sem þeir voru búnir að vinna fyrir, og undruð-
ust það að fisknum var ekki kastað til þeirra,
svo að þeir gætu lagst á hann og þýtt úr hon-
um mesta frostið, aður en þeir færu að éta hann.
Þeir voru vitrir þessir hundar. En nú fengu þeir
engan fisk og veinuðu og ýlfruðu sáran.
“Er enginn matur til handa hundunum?”
“Enginn,” svaraði litli maðurinn.
“Hver fjandinn; eg skal þó láta þá þegja!”
Fór hann svo til hundanna og barði þá
þangað til þeir skriðu burtu út í skugga trjánna.
En þeir grófu sig niður í snjóinn og fóru ekki
að sofa. Þeir voru á smávakki kringum tjaldið,
óðir af sultinum og til í hvað sem var.
Við höfum aðeins mat handa okkur sjálf-
um,” sagði þá stóri maðurinn, “og þó heldur
lítinn. Þú getur ekki fengið nema hálfan skamt
af matnum héðan héðan af.”
Hann hló að þessum orðum sínum, eins og
honu fyndist þau hin mesta skemtun. Svo vafði
hann feldinum að sér, lagðist niður og fór að
sofa.
En litli maðurinn svaf ekki. Hann var að
velta því fyrir sér, hvað hann skyldi gera. Úti
fyrir í grimdarhörkunni voru hundamir, að veina
og ýlfra af sultinum og færðust einlægt nær og
nær. Það voru grimmar skepnur, þessir hund-
ar; þeir voru af úlfakyni, því að úlfur einn var
faðir þeirra. Og nú kvöldust þeir af sultinum og
veinuðu eftir freðnum fiski. En þeir fengu engan
fisk; högg og slög og formælingar fengu þeir
og ekki annað. Og þeir grenjuðu og ýlfruðu enn
ájtafar.
“Þetta er að spara matinn,” sagði nú litli
maðurinn og skreið inn í svefnpokann sinnn,
en lokaði ekki augunum. Hann var að hugsa og
bíða þess að birti.
Hann reis á fætur í dögun. Það var allt
annað en fagur morgun. Loftið var þungt og
skýjað og grimmdarharka; en Locasto var stein-
sofandi.
Litli maðurinn fór hljótt að öllu og stillilega.
Hann þuklaði vandlega um járnhúninn á svip-
unni. Svo vafði hann ólinni um úlflið sinn, og
átti nú ekki af að draga. Reiddi hann svipuna
af afli og sló Locasto á gagnaugað, og virtist
það vera honum nóg, því að hann fór í kuðung.
Síðan tók hann ólar og batt hann, svo hann gæti
ekki staðið upp, ef hann kynni að rakna við
eftir höggið. Síðan tók hann matinn, sem eftir
var og batt í böggul á bak sér, og var svo reiðu-
búinn að leggja af stað.
Hann vissi það, að áður en hann væri
kominn 50 mílur, þá myndi hann finna manna-
byggðir, ef hann héldi til suðurs og þá væri sér
óhættt.
Pln áður en hann færi, þá gekk hann þang-
að, sem félagi hans Locasto lá, og sparkaði í
hann og spýtti á hann. Svo leit hann í seinastá
sinn haturslega á hann, og skildi svo við hann
þarna, bundinn en þó lifandi.
Loksins var klomið að því að Maðkurinn
hafði ekki legur getað þolað harðræði og yfir-
gang Locasto; og hafði snúist á móti ofureflinu.