Heimskringla


Heimskringla - 28.03.1928, Qupperneq 4

Heimskringla - 28.03.1928, Qupperneq 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINOLA WINNIPEG 28. MARZ 1928 ^Tetmskringlci (StofnnTI 188«) Kfmor It á hverjnm mlQrlkadegl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 SARGENT AVE, WINNIPEG TALSÍMI: 8« .'»37 Vmrtl blaflslns er $3.00 árgangurinn bor«* tnt fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIIÍING PREBS LTD. SIGPfrS HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjóri. I tnnAMkrlll tll blHftalnai TBR VIKING PHESS. Ltd.. Dox 8105 (ItnnAaikrlft tll rltMt JArnn* i ' EDITOR HEIVISKRINGLA. Dox 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringfla ls pnblishcd by The VlkiiiK PreMM Ltd. and prlnted by (TTY PRINTING X PIIBLISHING CO. <153-855 Snrjrrnt A «•».. Wlnnlpeg, M». Telephonei .8« 53 7 WINNIPEG MANITOBA, 28. MARZ 1928 Leikmótið. Hjeimskringla gat um leikmótið ný- afstaðna um daginn, og gaf þá í skyn um leið, að nokkru frekar myndi minnst á frammistöðu einstakra flokka. Skal svo gert, þótt að vissu verði eigi rakið efni leikritanna meðal annars sökum þess, að flestir kannast við þau, hafa annaðhvort séð þau leikin, eða þráð þeirra rakinn í blöðunum. Leikjflokkur Árborgar reið á vaðið með “Syndir annara,” eftir Einar H. Kvaran. Skildist flokikurinn svo við hlut- verk sitt, að vér teljum yfirleitt heldur framför frá því í fyrra, þótt hann þá fengi verðlaunin. en hlyti nú réttilega að láta þau af hendi. Framförin liggur að- allega í því að nú vóru áreiðanlega sum hlutverk betur af hendi leyst, en bes<t var gert í fyrra. Var það konunum mest að þakka. En annars skorti víða á, eins og í fyrra, að samleikurinn væri í góðu lagi, auk þess sem leiksviðsbúnaður og sum gerfi (t.d. Gríms lögmanns) vóru töluvert síður en skýldi. Sérstaklega var samleiksskorturinn tilfinnanlegur í tveim áhrifamestu köflum leiksins: ríf- rildinu milli Þorgeirs ritstjóra og Gríms lögmanns, og lokaatriði leiksins, sættinni milli hjónanna, þar sem ritstjórinn fékk alls eigi valdið hlutverki sínu, en varð að bjargast eingöngui við sérlega geðfelda og prúðmannlega framkomu, er að vísu var í fullu samræmi við persónugerfi leiks- ins. Eftirtekarverðast hjá konunum var leikur frú Jónasson í síðasta þætti; leikur ungfrú Johnson í skrifstofunni á móti Pétrí, og leikur frú Danielson, yfirleitt. Hún sýndi nú, eins og í fyrra, að hún heflr verulega góða ieikhæfileika, þrátit fyrír það að röddin er ekki enn svo þjál sem skyldi; helzt til stríð, ef verulega þarf á hana að reyna. Karlmennirnir vóru alt of daufir: Þó hefir einn þeirra, hra. Sig- mundur Jóhannsson ótvírætt ágæta leik- hæfileika. Röddin er ágæt; málhreimur hans og íslenzka fyrirtak. En mest er um það vert að hann sýndi sumstaðar mjög góðan skilning á hlutverki sínu. og eðlilegt látbragð, þótt því sé enn ábóta- vant er hann hreyfði sig á sviðinu. Þess óskiljanlegri var deyfð hans, eða ákefðar- leysi í rifrildinu við Þorgeir, einmitt þar sem hann hafði sérstaklega gott skilyrði til þess að láta til sín taka svo um mun- aði. — Sambandsflokkurinn lék næsta kveld “Brúðkaupskveldið,” eftir Caillavet de Flers og Etienne Rey, afbragðsvel sam- inn og bráðfyndinn gamanleik, er þar að auiki var fvrirtaks vel þýddur. Yfirleiitt fórst leikendum hann mjög vel úr hendi Leiksviðsbúnaður var góður — hin nýja stofutjöldun er ágæt tilbreytni. Samleik- ur var yfirleitt sérlega góðúr, og þættirnir runnu mjög .greiðlega og slindrulaust, þrátt fvrir leikendafjöldann. Smærri ‘hlutverkin vóru flest vel af hendi leyst, sérstaklega þau er vóru í höndum frú B. E. Johnson, frú S. B. Sfefánsson og frú Þórunnar Kvaran, að maður ekki tali um hra. Ragnar Stefánsson, er leýsti hlutverk sitt alveg snilldarlega af hendi. Líkt er að segja um stærri hlutverkin Ekkert þeirra var illa af hendi leyst; ein - staka stórvel. Gervi hr. Steindórs Ja- kobssonar var ágætt, og hann hélt vel uppi skilningi sínum á hlutverkinu. Sama er að segja um ungfrú Elínu Hall. Ungfrú G. Benjamínsson sýndí góða ieikhæfi- leika, og hr. Hafsteinn Jónasson virðist sem byrjandi mjög efnilegur leikari. En fremur öðrum báru þau leikinn á herðum sér, hr. P. S. Pálsson, er gerði góð skil sprenghlægilegu hiutverki. og ungfrú Guðbjörg Sigurðsson. Gervi hennar og leikur, er eitt hið besta er vér höfum séð hér á íslenzku leiksviði, og svo gott, að frambærilegt var, og látið hefði til sín taka, meðal hvers “amateur” — leikflokks sem vera skal. — Þriðja kveldið lék leikflokkur Geys- rsibygðar “Storma”, eftir Stein Sigurðs- son. Vér höfðum hvorki heyrt né séð þann leik áður, en nokkuð um hann, og á þá leið, að vér gerðum oss töluverðar vonir um hann. En þær vóru, því miður, allar komnar í kaldakol, um það er síð- asti þáttur leið að enda. Og það er satt bezt að segja-, að á því á leikritið sjálft sök, langt um frem- ur en leikendurnir. Það er svo innviða- rýrt og óhönduglega samið, að enginn leikflokkur gæti dregið það að landi. Eyrir höfundinum virðist eitthvað svipað þessu hafa vakað: í heiminum tog- ast á tvær stefnur: samkeppni og sam- vinna (eða auðvald og sameign). Báðar hafa nokkuð til síns máls. Þær halda innreið sína á ísland. Þar hagar svo til, að tiitölulega er auðfundinn millivegur- inn; úrslitastefnan. Þessar sitefnur eru svo persónugerðar sem kunnugt er í h'ki Ásdals kaupmanns og útvegsmanns, Harðar verkamannaforingja og Baldurs sonar hans. Sól og regni á að skifta jafnt miili frumstefnanna tveggja. En sökum tak markaðrar þekkingar, eða tækni höfund- arins, verður Ásdal fyrir öilu sólskininu, og samúð áhorfenda, er fylgir honum í dauðann, en Hörður verður fyrir öllu regn- inu. Úr honum hefir ekki tekist að gera anhað en ofstopafullann lýðskrumara, úrræðalausann, að því er séð verður. Ás- dal getur þó bent á og þakkað sér fram- för fjarðarins, hinn aðeins nöldrað og rifist, sem hann að vísu gerir sæmilega, í úrslitahríðinni milli hans og Asdals, eina atriði leiksins, er hafið er svolítið upp úr mollunni. Svo líitilfjörlega er frá Herði gengið, eða málstað hans, að hann springur eins og vatnstoóla, er Ásdal er dauður, við það eitt, að komskip kemur er vorar, með snögga kviðfylli í fjarðar- búa! Og úrlausn mesta vandamáls þjóð- skipulagsins er það, að Baldur ætlar sér að feta í fótspor Ásdals, að því breyttu, að hann gerir út bát og hugsar skipverj- um sínum hlut í útgerð og afla! Eins og íslendingar hafi ekki fyr róið upp á hlut. En svo er engin bygging á leikritinu. Að undanteknu rifrildinu milli Ásdals og Harðar, nokkrum kringilyrðum Bóasar gamla og orðbragði Petrónellu, er leikrit- ið, sem blóðvana og farlama sjúklingur. Út yfir tekur fjórði þátturinn, þar sem athAfnýa- og aðgerðhlleysið eridar í al gjörðum stjarfa hálf-heimspekilegra spakmæla, sem dreift er innan um ijóð- rænt borgarahjal. Það verður ekki lífrænt leikrit úr slíku, jafnvel þótt tí- unda eða fimmta hver setning heppnist prýðilega. Og langur samsetningur af því tagi verður aldrei annað en áferðar- snoturt, óáþreifanlegt skýjasax; andleg Maríutása. Þetta er mest sagt til þess að gera það skiljanlegra, að leikendunum var eng- án vegin hægt um vik. Því þóít gerfum þeirra margra væri mjög ábótavant, sér- staklega alþýðumannanna, þá átti þó við- leitni þeirra og leikhæfileikar sumra betra starfsefni skilið. ekki sízt þegar líka er litið til þess, að leikendum er víðast ætlað að segja erfiðustu setningarnar í ritmáli, sem er nokkumveginn það óþyrmilegasta, sem hægt er að gera við “amateur” leik- endur. Best léku þeir J. S. Nordal, sem Bóas og Björn Bjamason, er lék Petróneilu. Gervi Bóasar var ekki gott, en leikur hans í fyrsta þætti var yfirleitt mjög góður, og bendir til þess að þar sé efni í góðan skap- gerðarleikara. Bjarni Bjömsson sýndi góðan skilning á hlutverki sínu og lék vel, þótt hann að vísu sé um of úr grasi vax- inn, jafnvel þótt eins tilvalið kvenskass og Petrónella eigi í hlut. Ungfrú K. L. Skúlason lék frú Ásdal jafnt og geðfeld- lega; hr. Einar Benjamínsson leysti prýðis- vel af hendi sinn þátt í rifrildinu við Ás- dal, sem kom" yfirleitt vel fyrir, þótt leikur hans værí víðast of vélrænn; fremur á'gæt utaruhókarkunnátta. En yfirleitt kunnu ailir ieikendumir ágætlega hlutverk sín. — Wynyardflokkurinn lék “Apann,” eftir frú Heiberg fjórða kveldið. Um þann leik var langmest mjög gott að segja. Leiksviðsbúnaður var prýðdega við hæfi og tízku; einstaklingar fóru yfirleitt ljóm- andi vel með hlutverk sín, og samleikur var góður, þótt helstu aðfinnslur við leik- inn komi undir þann lið, sem sé sú, að stundum stóð nokkuð á einstaka leikenda. svo að leikurinn varð fyrir bragðið ekki eins greiður og rösklega fjörugur og búast hefði mátt við, af svo jafnvel völdum leikumm. Hr. Ámi Sigurðsson lék Óla gamla alveg fyrirtaksvel. Sömu skil gerði ungfrú Þorbjörg Bjarnason Margréti, og minnumst vér ekki að hafa séð þessháttar hlutverk ungrar stúlku jafnvel leikið meðal íslendinga hér. Þórður Axdal lék Iversen ágætlega, að öllu leyiti öðru en því að á einstaka sitað heyrðist eigi vel skýrt hvað hann sagði. Halli Axdal var fyrir- myndar “jómfrú,” þótt blætorigði í fram- sögn væri ekki jafn sniðug og gervi hans og látbragð. Veikasti hlekkurinn var hr. Haraldur Helgason, að því er framburð og fas snerti. En hann var snyrtilega klædd- ur, leit prýðisvel út, og söng laglega svo hann komst “ekki óloflega,” eins og þar stendur, frá hlutverki sínu. V ¥ # Vér erum sammála dómurunum um verðlaunaveitinguna. En þá skilur líka, og það sjálfsagt töluvert greinilega. Því satt að segja gátum vér aðeins örlítið gert upp á milli Wynyard- og Samhandsflokksins, svo fyrirtaks greiðlega* og víða ágætlega, sem Sambandsflokknum fór úr hendi, ekki sízt þegar tekið er tillit til leikendafjöld ans, Þessvegna þótti oss og óheppileg yfirlýsing dómnefndarinnar um það hver flokkurinn næst hefði komist. Því oss dylst ekki, að flokkamir úr Nýja Islandi eiga ef'tir að stíga drjúgt skref enn til þess að komast á hlið við hina tvo, hvað þá fram úr öðrumhvorum þeirra. En auðvitað verða menn aldrei sam- mála um slíka dóma. Og menn eiga ekki að setja það fyrir sig, þegar um svona bróðurlega samkeppni er að ræða, þótt þeim í svipinn finnist þeir hafa verið af- skiftir. Því síður eiga menn að setja fyrir sig ýmsar tilgátur, er breiðast svo út sem sögusagnir, eins og gengur og gerist. Það er svo víst og satt, er hra. Árai Sigurðsson sagði, er hann þá sigur- merkið, að það er ólíku minna undir hand- hefð þess komið, heldur en því, að þessi hreyfing falli eigi niður. Og það eitt er drengilegt, (“sportsmanlike”) að ganga ekki móðgaður úr leiknum, þótt maður hafi lægra hlut beðið, og finnist jafnvel, að hlutskiftið hefði átt að verða annað og betra. Og það er ekki sagt í sára- bætur, að þau félög, er hér höfðu eigi tækifæri til að sigra, eiga engu síður skil- ið óskifta þökk og samúð sveitinga sinna, og landa yfirleitt fyrir viðleitni sína, en þeir er hærri hlut hlutu frá borði að bera. Því það mun tíminn sanna, að sú viðleitni mun bera ávöxt, sé hún staðföst. Menn iæra aldrei neitt á því að gefast upp, 'held- ur hinu boðorðinu: að halda áfram, halda stöðugt áfram, eins og hinn mikli Kipling iæitur hinn mikla Kama segja. A víð og dreif. HRINGHENDU—SAMKEPPNIN Samkeppninni um verðlaun þau„ er hr. J. H. Pálmi hét í fyrravetur fyrir bezt kVeðna hring'hendu, iauk með því að sá dómur var kveðinn upp á Þjóðraðknis- þinginu að hra. Gunnbjörn Stefánsson frá Climax. Sask., hefði orðið hlutskarpastur. Þótti dómnefndinni, sem tvær af hring- hendum hans tækjui hinum fram, en átti ei’fitt með að átta sig á því hver þeirra væri fremur verðlaunaverð. Báðar vís- urnar em úr “Vorvísum til íslands.” Léit dómnefndin þessa getið á síðasta kveld- móti Þjóðræknisiþingsins, og þá líka, að sólarlagsvísan myndi heldur talin verð- launavisan ef gera þyrfti upp á m’illi vís- anna. Er hún svona: Klæðir fjallið fögrum hjúp fell og hjalla sína; yfir valla dimmblá djúp dvergahallir skína. Hin vísan er á þessa leið: Tíbrá skrýðir tún og lund töfraprýði dalsins fögur þýðir mjúkri mund mjöll úr hlíðum fjallsins. Dómnefndinni kom saman um það að birta þær hringhendur aðrar, er hún að síðustu hafði vinsað úr til verðlauna, og þola þæfr með sjálf dóm lesenda. Samkvæmt dómnum getur því hr. Gunnbjörn Stefánsson vitjað verðlaun- anna hjá hr. Pálma, en heimilisfang hans er: The Palmi Studio, Jackson. Michigan. Eru verðlaunin hin veglegustu og hefir kunnugur skýrt oss frá, að slík mynd, er lofað var, muni vera allt að þVí $200.00 virði. Og að endingu langar Heimskringlu til þess að þakka öllum er hlut áttu að máli, keppendum og verðlaunaveitanda. En hver býður nú næstu verðlauin? Hlkr. er reiðubúin fyrir aðra slíka samkeppni. FYRIRSPURN (Oss barst fyrir nokkru svohljóð- andi fyrirspurn.) Herra S. Halldórs frá Höfnum Gó8i vin ! Eg þykist hafa leyfi til aö ávarpa þig svona fyrir viðtökurnar í haust er leiS. Nú ætla ég: aS níðast á greiÖvikni þinni. Þú ert nú svo lærður í mörgum ■fræðum, ogi þess utati farið víðn, fyrir því býst ég viS, aS þú getir gefiS skýringu, mér og þeim öSrum, sem eru ekki betur aS sér í landa- fræSi en ég'er. HvaSa ár hér í Canada renna frá hafi til hafs? Eg sá þessa getiS í Lögbergi hér um daginn. En þaS hefir gfeymst aS geta um nöfnin á þessum undra ám, sem ég hygg- vera sérstakar, í þaS minnsta hefi ég ekki heyrt getið um iþær annarsstaðar á hnéftinum. Eg vona að þú lofir mér aS sjá árnöfn- in í næstu Heimskringlu. I>ú fyrirgefur kvabbið. Vinsamlegast, G. H. ¥ * ¥ Um leið og vér þökkum lofiS, þá Iþykir oss leitt aS játa oss svo fá- fróSan, að hafa ekki minnstu hug- mynd um þaS, hvar leita beri að 'þessum sérkennilegu vatnsföllum. En kannske þetta séu árnar, sem urSu Roblin aS aldurtila. Þær verða svo oft að slysi, þessar ’upplýsingar” Lö'g'berg.s. Vér segjum þetta ekki í neinu skopi, því vér erum enn á þeirri skoðun, að prentvillukast blaSa á milli, sé hégómleg íþrótt, og aumleg- asta óyndisúrræði til þess að firra sig vandræðum, er í öngþveiti er komið. Og aS ritstjóra Löigiiergs hefði því síSur átt að verSa það á, sem ómögulegt er að hugsa sér, að annar maSur geti átt meira á hættu með aS leggia í slíka orustu, en hann, er lætur sama töluWaðiS og hann notar enn einusinni til þess aS hneykslast yfir þeirri einu skyssu, er hann hefir getaS orSiS var við í fréttum Hkr., flytja lesendum þann fróðleik meðal annars, aS “Tidens Tegn,” helzta blaSiS í Noregi, sé dctnskt blað; (2) aS nýlátinn maður hafi verið kona annars manns, og (3). aS “Caviur!” sé sérstök fiski- tegund, er veidd hafi veriS í Man- itöba árið 1924! ----------*---------- Ur bréfi frá Blaine, Wash. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hiu viðurklenndu pieðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. Halldórs E. Johnsons, sem hér er getiS um. An þess að ég hafi heimild til þess frá meðstjórnendum minum í Þjóðræknisfélaginu, iþá hvg.g ég að ég geti fullyrt að stjórnin mun geta útvegaS þeim mann, sem heim- sækti landa þar vestra og ræddi við þá um íslenzk mál — aS því til- skyldu vitanlega, að ferSakostnaður yrði greiddur að vestan aS einhverju leyti. Væri ekki hugsanlegt að sá kostnaður fengist inn meS einni sam- komu ? —Ragnay E. Kvaran w-------x---------- Þrælahald MikiS er ritaS og rætt um það nú á dögum, hvaS þrælahald sé ósæmi- legt. Stórveldin gera sér mikiS far um að útrýma því meðal hálf-viltra þjóSa, því annarsstaðar er þaS nú ekki Ieyft með logum, í sinni fornu mynd. Þrælahald! Mansal! Okkur r's hugur við því þegar við lesum um hernaS forfeSra okkar, víking- anna. I>eir létu grei.par sópa um eignir manna, og fluttu heim meS sér ungt fólk, sem þeir héldu síSan í ánauð til æfiloka. Oft áttu þessir menn iHa æfi; en þó vóru margir vikingar svo miklir drengskaparmenn, aS þeir gáfu þrælum sínum frelsi, þegar þeir sáu að eitthvaS verulegt var í þá spunnið. —Þann 11. þ.m. var haldinn al- mennur fundur hér í kirkju Islend- inga í Biaine um hvort haldast skyldi Islendiragadagur hér í ár og var þaS samþykt, næstum í einu hljóði. Er þv,í máli var lokið gat ég þess meS nokkurum orðum að landar í Blaine og nágrenni þessu væru svo fjöl- mennir aS það væri vel viðeígandi aS þeir tæki meiri þátt í ÞjóSræknis- málum vorum, en- aðeins meS því að halda Islendingadag. AS því ó- löstuðu findist mér að þar sem um svo fjölmennan hóp er aS ræSa af löndum aS vér ættum að mynda hér deild af Þjö5'rækni;sfélaigin|u. Eg held ég hafi næstuni kastað skugga á oss hér fyrir aS hafa aldrei, hvorki á fundum eða upp á annan máta minst þess fagra spors sem þiS landar í Winnipeg hafið stígið í þjóðræknis átt. Undirtektir urðu litlar, nema frá séra Halld. E. Johnson. LagSi hann þá spurningu fyrir mig hvort ég hefSi hugmynd um að ÞjóSræknis- félagiS í Winnipeg, myndi vilja senda mann eða menn hingaS ef þess væri farið á leit héðan og svaraði ég því aS ég vonaðist til þess ef fólk óskaði þess. Eg get þessa við þig af því við erum gamal-kunnugir. Ef ég Hfi og held heilsu verS ég: einn í hópnum til gamla landsins 1930. — — 12. marz 1928. > —S. A. A. Mér hefir verið sýnt þetta bréf, og j þess hefir veriS vænst, að ég svaraði ^ aS einhverju leyti fyrirspurn séra “’O þeir vóru siðlausir villumenn!” segir unga fólkiS okkar, meS allra mestu fyrirlitningu. “Sögurnar ykkar eru ekki lesandi. Þær eru hrottaleg- ar og siðspillandi.’’ Við þetta er margt að athuga. ÞaS þarf margs að gæta, ef á að ber.i saman fornaldarmenningu og nútíðar- nienningu. I hvaða skóla lærSu fornmenn, og -hverjar urðu afleiSing- arnar? I hvaða skóla lærSu nútíð- armenn, og hverjar verða nú afleið- ingarnar ? — Þessu er ekki auðvelt að svara, en óg ætla aS gera tilraun til þess. ForfeSur okkar vóru Asatrúar- menn. Þeir lifSu og breyttu betur eitir trú sinni en flestir nútíðarmenn. Eftir þeirra trúarhrögðum var mann- dáð og drengskapur stærsta dyggSin. AS gera ekki órétt og þola ekki ó- rétt, hver sem í hlut átti, þaS var æðsta boSorS þeirra! HernaSur oT rán utanlands var í þeirra augum heiðarleg atvinna, en þjófnaður og undirferli svívirðilegir glæpir. Þræla- hald var þá löghelgað í ölum löndum. e-n því var aSeins beitt við útlendinga. Er þaS sízt láandi heiðnum mönnum því allir vita að ’það var meS löigum leyft í kristnum löndum fram á síS- ustvi aldir. Djarfir menn og dreng- lyndir vóru í mestum metum hafðir. Þeir vóru sjálfkjörnir til að ráða yfir öSrum, og vóru aðalstyrkur og rá'ð- gjafar konunga og annara stórmenna. — Þar með er ekki sagt að svik o-g undirferli ættu sér ekki stað; en þeir menn er slikt frömdu,, vóru óvin-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.