Heimskringla - 25.04.1928, Page 1

Heimskringla - 25.04.1928, Page 1
> XLII. ÁRGANGUR. *■ -- ~~~~~~ WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 25. APRÍL 1928. NÚMER 30. | t ÉTTIR | ^SQOQSOOOSOOðOSSCOOSOOOðOOSCCOOððSOOSOSOSOOOSOSOOeOSCX Forstööumaður verkfræðideildar háskólans í Sasketchewan, C. J. Mc- Kenzie flutti nýlega erindi fyrir sér- fræöingum um starfsemi nefndar þeirr ar, er F.ngineering Institute of Cana- da hefir skipað til 'þess að rannsaka áhrif þau er lútarsalt (alkali) hefði á steinsteypu. Sérstakan hróður bar prófessor McKenzie á starfsemi dr. T. Tihorvaldson, forstöðumann efna- fræðisdeildar háskólans, er hefir stjórnað efnafræðisrannsóknum nefnd- arinnar, þau tiu ár er hún hefir nú starfað. Fullyrti prófessor McKen- zie hiklaust, að prófessor Thorvald- son væri fróðari um ahrif lútarsalts á steinsteypu en nokkur maður annar í veröldinni, og kvað mönnum í Sask- atchewan ekki vera líkt því eins kunn- ngt um afburða þekkingu hans í þeini efnum, eins og mönnum væri ■viða annarsstaðar í heiminum. Útlit er fyrir, að mikið verði bygt hér í Winnipeg x sumar. Meðal ann- ars verður bráðlega byrjað á nýju stórhýsi, þar sem mætast Main Street og Portage Avenue. Á það að vera 15 hæðir, og verður þá hæsta bygg- ing er til þessa hefir verið komið npp í Winnipeg. Er gert ráð fyrir að bvggingarkostnaður muni nema að minnsta kosti $2,500,000. Er sagt að auðfélag eitt að austan hafi þegar íest leigu á allri neðstu hæð bygg- ingarinnar. Afdrif Sjö-systra fossanna í þingi og ibæjarstjórn eru farin að vekja almenna eftirtekt, sem oft er þó sein að vakna, út um sveitirnar. Barst sú símfregn nýlega frá Swan River, að þar hefði framkvæmdarnefnd framsóknarflokksins í Swan River hjördæmi boðað til fundar í tilefni af tnálinu, og stýrði fundinum kjör- dæmisforniaður flokksins, John Faw- oett. Var borin upp á fundinum og sarpþykkt vantraustsyfirlýsing til Brackenstjórnarinnar, út af aðgerðum hennar í málinu, og skorað strengilega á þingmann kjördæmisins, að lýsa sig tafarlaust óháðan stjórninni, og grípa fyrsta tækifæri er gæfist til þess að hera fram í þinginu vantraustsyfirlýs- ingu til stjórnarinnar fyrir afstöðu hennar. Fluggarparnir þýzku, Koehl höfuðs- maður og von Huenefeld ’barón, eru onn á Greenly eyjunni þar sem þeir lcntu fyrst. Munu þeir hafa afráðið íið halda þar kyrru fyrir, unz búið «r að gera við flugvél þehra, Bremen, svo að þeir geti haldið áfram ferð- inni til New York. Hinn frægi norski flugmaður, Bernt Balohen, er flaug með Byrd austur yfir Atlanzihaf i fyrrasumar, hefir flutt þeim þau vélstykki, er þeir þurftu til þess að pera svo við vélina að henni væri fleygt til New York. En þeir félagar ætla ekki að láta þar við lenda. Hefir Koelil ihöfuð- niaður skýrt canadiskum fréttaritara cinum frá því, að það sé hiklaus fyr- h'ætlun þeirra félaga, að fljúga Brern- vn frá New York ausltur um haf til hýzkalands, undireins og gæftir leyfi. Heppnist þeim sú ferð, leysa þeir fyrstir manna það afrek af hendi að fljúga báðar leiðir um Atlanzhaf, eins og þeir urðu fyrstir til þess að fljúga vesturyfir. Yfirhersihöfðingi alls Canadahers í hfriðnum mikla, Sir Arthur Currie, höfðaði fyrir nokkru mál, er enn er óútldjáð, á hendur F. W. Wilson, rit- stjóra og eiganda blaðsins “Port Hope Guide,” og W. T. R. Preston, fyrir grein í “P. H. G.,” eftir Prest- on, er Sir Ai'thur telur ærumeiðandi í sinn garð, og krefst hann $50,000 skaðabóta. Telur greinin að Sir Arthur hafi að nauðsynjalausu fórnað lífi manna sinna morguninn, er vopn- ahléð var samþykkt, til þes að ná borginni Mons á sitt vald í því einu axignamiði, að geta stært sig af þvi afreki, og því, að Canadaliðið hefði skotið síðasta skotinu í ófriðnum, og síðastir manna unnið þýzk vigi. Kvaðst Sir Ai'thur ekkert hafa vitað um vopnahléð fyr en eftir að borg- in var unnin, enda hafi þar ekkert ónauðsynlegt mannfall átt sér stað, því liðið hafi tekið borgina til þess eins að rétta fylkingar sínar, áður en haldið yrði frarn til nýrrar atlögu. Fjöldi manna gengur atvinnulaus hér í Winnipeg um þessar mundir. Um 2,000 stofnuðu til kröfugöngu á föstudaginn, en lögreglan bannaði, af þvi að sólarhrings fyrirvari hafði ekki verið gefinn. A mánudagjinn fóru 2,000 manns í ki-öfugöngu til þinghússins, og æsktu hjálpar af A. MacNamara, skrifstofustjóra verka- málaráðuneytisins. Hefir verkamála- íáðherrann Hon. W. R. Clufab, símað til Ottawa og ítrekað áskorun til Sambándsstjórnarinnar, um að fylgja fylkisstjórninni að málum í því að skora á helztu atvinnuveitandi félög t. d. Canadian National, Canadian Pacific og Hudsons Bay, að sjá bú- settum mönnum fyrst og fremst fyrir vinnu, áður en þau ráði í stóihóp- um til sín innflytjendur, eins og orð leikur á að þau ætli að gera. Yms félög hér i Winnipeg hafa lofast til þess, að gera þetta, og mun ekki af veita, ef nokkuð á að hrökkva til þess að þynna hóp atvinnuleysingj- anna. Fluffgarpar. Flugmennirnir gjera sér i sífellu dælla við höfuðskepnurnar í snatt- ferðum sínum um ihöf og heixnsálf- ur. Það liður ekki á löngu unz ekk- ert skúmaskot í híbýlum jarðar, móð- ur vorrar, er óhult lengur fyrir hnýsni þessara æfintýranianna. Nýlega brut- ust tveir I’jóðverjar og einn Iri vest- ur um Atlanzihaf, og nú berst sú fregn 21. april frá dagblaðinu “Poli- tiken” í Kaupmannahöfn, að Astral- íumaðurinn George H. Wilkins, gam- all félagi Vilhjálms Stefánssonar, og Norðmaðurinn Carl B. Eielson, hafi flogið þvert yfir norðurhvirfil jarð- arinnar, frá Point Barrow, Alaska, til Spitzbergen eða Svalbarða, eins og það land er nú almennt nefnt. Er það mikið ti! sama leiðin, í öfuga átt þó, er þeir Amundsen,, EHsworth og Nobile fóru í fvrra á flugskipinu '‘Norge.” Samkvæmt nánari skeytum frá Wil- kins, lögðu þeir félagar á stað frá Point Barrow sunnudaginn’ 15 april. Eielson stýrði alla leið, en Wilkins sá um mælingar og réði stefnu. Eft- ir 20 klukkustunda og 20 mínútna flug tóku þeir land á Dauðsmannsey, lítilli eyju óbyggðri, um 40 mílur norðan við Svalbarða, þar sem Isa- fjörður skerst inn í landið. Höfðti þeir þá flogið 2,200 mílur í stryklotu. Mestan hluta leiðarinnar fengu þeir blíðviðri, en er nálgaðist Svalbarða lentu þeir í rokstormi og hrið. Telur Wrlkins það framúrskarandi afrek, að Eielson skyldi takast að lenda heilu og höldnu í þeim ofsa, svo að vélina sakaði eigi hið minrista. Svo var ofsinn og hriðin mikil, að þeir félagar urðu að hýrast þarna í fimm Björgvin Guðmmidsson A.R.C.M. Símfregn barst ritara Björgvins- nefndarinnar Dr. B. H. Olson, á föstu- daginn frá Lundúnum þess efnis, að Björgvin Guðmundsson hafi lokið fullnaðarprófi við konunglega hljóm- listaskólánn (Royal Colleg'e of Mus- ic) i Lundúnum. Ber honum þvi titillinn A.R.C.M., (Associate Royal College of Music). — Þessi nafn- kunni hljómlistaskóli gerir ráð fyrir fimm ára námi, en Björgvin hafði að áliti kennai-anna næga þekkinga til þess að setjast í 3. bekk skólans er hann kom til Lundúna í fyrrahaust. Er og sannast að segja að Björgvin hefir ekki gert því áliti til skammar. né vonum velurmara sinna, þvi 3. vetíTi námi, er hann átti fyrir höndum, hefir hann lokið á tveimur vetrum. Þarf ekki að fjölyrða um það, hvi- líkt fagnaðarefni þetta er vinum Björg vins, og óskar Heimskringla að ham- ingjan verði honum, þótt ekki sé nema eitthvað í áttina, eins góð og hann hefir til unnið. — Sennilega leggja þau hjón á stað frá Englandi, áleiðis hingað, 12. maí. daga, en að vísu höfðu þeir útbúnað góðan. Á laugardaginn 21. apríl fengu þeir loks tekið sig aftur upp, og ihaldið til mannabygða á Svalbarða.— Engin merki sáu þeir félagar til latids, eftir að sleppti nyrztu jöklum Grænlands úr sýn. ¥ # ¥ Margar fleiri frækilegar flugferðir hafa nýlega farnar verið. Astralíu- maðurinn Bert Hinkler flaug nýlega aleinn í lítilli vél, er kostaði eigi nema $3,500, frá Englandi til Astraliu og var aðeins 12 daga á leiðinni. Hef- ir hann verið í flugliðinu brezka síð- an á ófriðarárunum og þykir Eng- lendingum og löndunx hans, þessi föi- engu siður frægileg, en för Lind- berghs yfir Atlanzhaf í fyrrasumar. Þá lentu og tveir franskir liðsfor- ingjar, Costes og Lebrix nýlega í París, heilir á húfi, úr lengstu flug- ferð er enn hefir verið farin. Aður en þeir lögðu i hana höfðu þeir flog- ið fram og aftur frá París til Sí’b- eríu, Paris til Persíu og frá París til Afríku. En í ihina miklu langferð sina lögðu þeir í fyrrasumar. Flugu þeir frá París til Alzír í Afriku; yf- ir eyðimörkina Sahara til St. Louis, á vesturströnd Afríku; þaðan yfir Suður-Atlanzhaf til Brazilíu; fram og aftur um þvera og endilanga Suður- og Mið-Ameriku; viða um Bandarík- in; stigu svo á skipsfjöl með vél sína á Kyrrahaísströnd, stigu á land í Japan, og flugu þaðan á sex döffum yfir Kína, Indó-Kina, Malaysiu, Ind- land, Persíu, Arabíu, Grikkland og Italiu, heim til Parísarborgar. Aldrei 9keikaði þeim um áætlun, alla þessa leið, og þykir mörgum, sem von er, aldrei jafn frægilegt flug hafa af hendi verið leyst. I ♦ ♦ * K I | li ♦ I 8 I ♦ § i i ■ 1 i Sumarmál, 192S. Horfi ég sumardís undrandi á: augun úr klaka og hárin grá, með valdsprota úr visnuðum teini, þungbúin eins og þjóðin mín þegar hún rnissir gullin sín og vor hennar verður að steini. Gefðu mér, sól, mína sumargjöf! Sigrandi plægðu upp frosin höf svo lífsvatna lindirnar streymi. Betra er heima við bráðinn mar á bárunum flytja kerlingar í æskunnar öðrum heimi. ‘Þegar hver leikur er leikinn af nauð, langar mig aftur í saltabrauð, og tuskast við skessu og skolla. “Guðs gæzku prísa” ég gæti þá gömlu bókina sungið á og látið í trú minni tolla. Sit ég hér inni við ofninn minn, úti svo hvass ep stormurinn, ég syng mér þar ekki til sóma. Horfi ég inn í eldsins glóð, andlit skagfirzk og svarfdælsk ljóð þar loga í einum ljóma. Hugur á sólelda sumrunum frá, sumardeginum fyrsta á, sem veraldir vorbjarma líta.------ Þráköld er nepjan, sem þjóð er seld, þegar hún missir sinn hjartans eld, og ber sér að halda á sér liita. Þ. Þ. Þ. W I I ♦ ♦ ♦ ♦ Í Fj ær og nær.i Séra Friðrik A. Friðriksson messa,- að Kristnesi, í' skólahúsinu, á sunnu- daginn kemur, 29. apríl, kl. 2 síðdegis. Björgvinssjóðurinn Áður auglýst ................$4254.18 Þjóðræknisdeildin Island á Brown P. O., Man ........... 30.00 Ar.ii Jóhannesson, Elfros, Sask .................... -- 5.00 Galxríel Gabrielsson, Elfros, Sask..................... 3.50 E. B. Stephanson, Elfros, Sask..................... 5.00 R. Guðmundsson. Ocean Falls, B. C..................... -- 2.00 Mrs. Cecil Knapp, Ocean Falls B. C. ................... -- 2.00 E. Erlendsson, Ocean Falls .... 5.00 T. C. Christie, Ocean Falls B. C.......... - - ....... 2.00 Mrs. B. Lyngholt, Ocean Falls 5.00 Dr. J. P. Pálsson, Elfros, Sask. ágóði af sölu á bók hans, “Hnausaför mín” ................ 4.50 Allur ágóði af leik, haldinn undir umsjón stúkunnar Heclu, afhent af Mr. Jóhanni Beck ..... - ............. 43.32 Kristján Einarsson, Gimli, Man........... .... ...... 10.00 Mrs. Rósa Johnson og synir, Leslie, Sask............. 5.00 $4376.58 T. E. Thorsteinsson. Ilingað kom í gærmorgun vestan frá Kenaston, hr. Snjólfur Austmann. Kemur hann hingað fyrst og fi'emst til þess að hitta dóttur sína, Mrs. Anthony Fokker, konu flugvélasmiðs- ins fræga, og kemur hún sennilega hingað á morgun, að sjá föður sinn og systur sínar, Mrs. Miller og Mrs Sanderson, er hér eru búsettar. — Mr. Austmann er ekki ráðinn i því enrtþá hve lengi hann dvelur hér, en sennilega verður hann nokkurn tíma um kyrt.— Sömu tíð og hér er, sagði Mr. Austmann úr sinu 'héraði, ekkert farið að hreyfa við ökrum sökum frosts, og heldur slæmt út- lit þar um slóðir, með því líka, að bændur urðu þar hart úti undan sum- rinu í fyrra. Kapprœ^a í Árborff! Föstudaginn 4. maí verður efnt til skeintunar í samkomuhúsinu í Anborg. Aðalatriði- skemtiskrárinnar er kapp- ræða milli dr. Sig. Júl. Jóhannesson- ar og séra Ragnars E. Kvaran um þetta mál: “Er rétt að vinna að pól- itiskum skilnaði milli Canada og En'g- lands?” Læknirinn játar því en piesturinn neitar. Oss hafa ekki borist fregnir af því hvað fleira verði á skemtiskrá, að því undanskildu, að séra R.E.K. nutn syngja þar og lesa upp, og þarf ekki að lýsa því, hvílíkur skemtunarauki það er áheyrendum. Slys vildi til í Riverton á Miðviku- dagskveldið, er Kristján Olafsson járnsmiður lenti með hægri höndina í vélarhefli. Skásneið hefillinn hönd- ina af fyrir neðan úlnlið. Dr. Thomp- son í Riverton kom uppeftir með Mr. Ólafsson á fimmtudaginn, og er Mr. Ölafsson nú á almenna sjúkra- húsinu hér í bænum. Líður honum vel, og betur en nokkur likindi myndu þykja til. Samkoma sú, er hra. Brynjólfur Þorláksson hélt á mánudaginn með barnasöngflokk þeim, er hann hefir æft síðan um miðjan janúar í vetur, | karlakóri, er hann einnig hefir æft, og með aðstoð annara íslenzkra söngkrafta, var honum sjálfum og börnunum til stórsóma, og öllum við - stöddum til fágætrar ánægju. Mun nánar verða vikið að samkomunni síðar. — Þess má geta að nú á mið- vikudaginn kemur stofnar hann til samkomu í Selkirk, með barnasöng- flokk þeim er hanr, hefir æft þar 1 jafntímis Winnipegflokknunx. Er ó- hætt að hvetja alla til þess að sækja i þá samkomu, því betri skemtun getur ckki. Veitið athygli! Þjóðræknisdeildin Frón eínir ti' síns síðasta fundar á þessu starfsári, fimtud. 3. ínaí 1928 í neðri sal Good- templarahússins, kl. 8 að kvöldi. Verður fundarstörfum lokið kl. 8.30 °g byrjar þá stundvíslega hin vand- aðasta skemtiskrá. Þar syn-gja ein- söngva: séra Ragnar E. Kvaran, Mr. Thor Johnson og Miss Inga Bjarna- son; auk þess samsöngur; fiðluspil, Mr. Pálmi Pálmason og fleira á sviði hljómlistarinnar. Mr. Jóhann G. Jó- hannsson kennari heldur ræðu. Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum les upp; einnig Mr. Bergþór Johnson o. fl. Þessi fundur er tileinkaður sér- staklega ungu íslenzku fólki, og er það einkanlega beðið að fjölmenna, en allir vngri og eldri Islendingar eru boðnir velkomnir. Gleðikvöldstund þessi er ókeypis, en samskota verður leitað. Ragnar Stefánsson, ritari. Kvenfélag Sambandssafnaðar er nú sem óðast að undirhúa hinn ár- lega vorbazaar sinn, er haldinn verð- ur í fyrstu vikunni af maí. Þarf ekki að efa það verður margt gagnlegt og gersemlegt á 'boðstólum, en annars I verður bazaarinn nánar auglýstur síð ar. Simpson olmfélagið. Heimskringla hefir verið beðin að vekja athygli á Simpson Oil auglýs- ingunni á öðrum stað hér í blaðinu. Var getið um þetta hlutafélag í viðskiftadeild Free Press nýlega, og þess getið, sérstaklega, að fyrsti brunnurinn sé þá (um miðjan apríÞ kominn 1400 fet niður. Býst stjórn- arnefnd félagsins við því að sneinma sumars verði komið niður á það dýpi, er hún væntir oliu á. — Segir blaðið að mönnurn þarna í nágrenninu hafi lengi þótt miklar lík- ur til þess, að þarna væru oiíulindi" í jörðu, því olíuseitlunar hafi víða orðið vart og sömuleiðis jarðrofa af gakþrýstingi. En þó var ekki félag myndað fyr en í hittifyrra, eða þar um bil. Var strax kostað til jarð- lagarannsókna, og þóttu þær gefa svp góðar vonir, að ákveðið var að hefj- ast handa. Peningana til fyrirtækis- ins lögðu til ýmsir menn í héraðinu. Byrjað var að bora í fyrrasumar en varð að hætta, er verulega kólnaði. En nú er fyrir nokku byrjað að Iiora aftur, og gerir stjórnarnefndin sér vonir um að komið verði niður á olíu- lag, er borað hefir verið niður 1000 fetum dýpra. En annars verur bráð- lega byrjað að bora á öðrum stað. Auk þeirra tóla, er nú eru noituð, hefir félagið nægileg áhöld til vara, ef eitthvað brotnar eða skeminist. Yfirverkf ræðingur félagsins, G. M. Reed, kvað olíu hafa fundist á 1320 feta dýpi, en lagið var ekki á- litið nægilegt til þess að hætta við borunina meðan væri verið að nýta það. Víða hefir orðið vart við gas- þrýsting, eitt sinn jafnvel svo mik- inn, að vatn og leðja spýttist í jafn- hæð við nafargrindina. Yms önnur félög eru í aðsigi með að bora á næstu grösum við landar- eign félagsins, þar á meðal The Devils Lake Oil and Gas Company frá Re- gina. Mun og heldur ekki látið þar við sitja, því almenn eru menn þeirr ar skoðunar, að um mjög stór olíu- svæði sé að ræða í Saskatchewan.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.