Heimskringla - 18.07.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.07.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. JLNÍ 1928 Hetmskringla < StofnuW 188«) Krranr nt á hverjnm mlQTlkndfgl. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 »K 855 SABfiENT AVE , WINNIPEO TALSIMI l 8« 537 Vartl blaUslna er $3.00 árg&ngurtnn borg- lat fyrlrfram. Allar borganlr sendlat THE VIKING PK'EftS LID. 8TGEÚS HALLDÓK8 frá HöfnHm Kltstjórl. LtnnAnkrllt tll IiIhTVmIdm: TTTR VIKI\t; PIIESS, L,td.f Box 8105 rtanáttk rlft tll rllaljáramti RDITOH HEIMSKHlNGLA, Hnx 8105 WIIVNIPEG, MAN. "Heimskrinzla is publishcd by The Vlklnic Preran l,td. and printed by CITY PKINTING A PUBI.ISHING CO. K53-H55 Haricent Ave., Wlnolpeg, Man. Telephonei .H6 58 7 WINNIPEG MANIT0BA( 18. JÚNÍ 1928 OF “NORSE” NORÐMENN. “The Captains and the Kings de- part,” eða eitthvað á þá leið, sagði Kipling, meðal annars, eitt sinn hér á ár- unum, meðan hann gat ort. Norðmannahátíðin mikla er nýaf- staðin hér í bænum, og leiðtogar þeirra og höfðingjar farnir, hver til síns heima. í»ótt að vísu yrði ekki þátttakan eins stórkostleg og auglýsingamar gerðu ráð fyrir, sjálfsagt engir tuttugu þúsund Norðmenn komið í bæinn, þá fór hátíðin vel og skörulega úr hendi, eins og búast mátti við, svo miklu mannvali, sem þeir hafa á að skipa, frændur vorir, sér- staklega sunnan landamæra. -T)g víst var full ástæða fyrir oss íslendinga að samgleðjast þeim hjartanlega. Þó bar lítinn skugga á gleðina fyr- ir oss, og má gjarna að því víkja. En sá skuggi er fullvissan um það, að Norð menn hér eru sýnilega jafn einráðnir í því nú, eins og þeir voru 1925, er þeir héldu hina miklu 100 ára afmælishátíð sína í Minneapolis, að tileinka sér einum nafnið “Norse.” Þetta nafn hefir að þessu verið sam- eiginleg eign vor allra, norrænna þjóða, að minnsta kosti Skandínavp, og íslend- inga. Hvílíkt tjón það er oss öllum útávið, ekki sízt oss íslendingum, er Norð mönnum erum skyldastir, að Norðmenn dragi sér það einum, með öllu er því fylgir, er bersýnilegra en svo, að á það sé löngu máli eyðandi. Og satt að segja skiljum vér jafn lítiö í þessari þrotlausu ásælni, sem oss finnst hún óbilgjörn. Svo marga ágæt- ismenn hefir Noregur framieitt, svo ó- trúlega marga stórum heimsfræga menn, sérstaklega á síðustu hundrað árum, sam anborið við mannfjöldann, að oss finnst. þeir mættu vel við una að kallast á ensku máli aðeins “Norwegians,” er um þá ræðir eina, en lofa oss hinum að sitja óáreittum að jafnri hlutdeild í orðinu og hugtakinu “Norse.” Það er verkefni fyrir Þjóðræknisfél- agið, að halda áfram að banda við þess- ari norsku áleitni, meðal annars með því að koma ensku blöðunum hér, er í þessu vaða algerðan reyk,í réttan skilning um merkinguna. Það hefir t. d. hlotið að orka til hláturs fleiri íslendingum en oss, að sjá Free Press lýsa því yfir, að Joseph T. Thorson sambandsþingmaður sé skyldur “The Norse.” Ef hann og vér aðrir af íslenzkum ættum ekki erum “Norse,” þá væri fróðlegt að vita hverjir væru það. GÓÐA FERÐ, HAWKINS. f Ottawablaðinu “Citizen” stóð svo- hljóðandi grein á mánudaginn: “Fyrirskipað hefir verið að reka héðan af landi James Henry Hawkins, skipuleggjara Ku Klux Klan í Saskatch- ewan, þar sem hið ósýnilega keisara- dæmi” hefir orðið mjög sýnilegt. Haw- kins hefir verið gefinn frestur til 20. þ. m., til þess að fara með góðu, en geri hann það ekki, verður hann rekinn úr landi. Nefnd, er skipuð var til þess að ransaka mál hans, átti fund með sér í Saskatoon, og skipaði að vísa honum úr til Canada sem innflytjandi og settist hér iandi af þeim orsökum að hann kom ekki að, án þess að “gera vart við landgöngu sína.” Áfrýjun Hawkins var ekki sinnt, og fyrirskipunin um brottresktur sam- þykkt. Svo virðist, sem Klaninn hafi gerst býsna umsvifamikill í Sask., og að flokks pólitík hafi komið þar til greina. Gard- iner forsætisráðherra og Mr. Hawkins leiddu saman hesta sína um verðleika Klansins og starfsaðferðir hans. TiL vitnun um atróðurinn í Sask. varð orsök til snarprar deilu, þinglokakveldið, í neðri málstofunni, milli Hon. C. A. Dunn- ing og Hon. R. B. Bennett.” * # '* Þótt vér yfirleitt séum mótfallnir allri skerðingu á persónulegu frelsi manna, þá grétum vér þurrum tárum, er vér lásum það, að Canadastjórn hefði vísað aðskotadýri þessu heim aftur yfir landamærin. Orsökin er ekki sízt sú, að vér höfum nýlega verið í Sask. og komist betur að raun um það, en af því einu að lesa Winnipegblöðin, hvílíkri fót- festu þessi andstyggjlegi félajgsskapur hefir þegar náð í fylkinu, undir forystu hr. Hawkins. En það mætti telja ó- hamingju í mesta lagi, ef þetta félag, er blómgvaðist í Bandaríkjunum undir meinfölsku yfirskini guðhræðslu, kyn- ferðisdyggðar og föðurlandsástar.og saug i sig kraft frá þjóðflokkaríg, hatri og heimsklu stríðsáranna, skyldi nú, er Bandaríkjamenn eru sem óðast að reka þenna fjanda af höndum sér, geta fengið sér nýtt fjörmagn, með því að flytja yfir landamærin. Það mætti að vísu ótrúlegt þykja, að nokkur jarðvegur hér gæti fundist fyr- ir þenna illræmda félagsskap, er svo eftir minnilegan feril á sér, ekki lengri en hann er, stráðan fjárdrætti, mútum, lim- lestingum, blóðsúthellingum og manndráp um,og sem skilað hefir að lokum í tugthús ið ýmsum helztu fyrirliðunum og ofbeldis- dólgunum, t. d. Stephenson frá Indiana, o. fl. En bæði er það, að allur fjöldinn les fréttablöðin og meltir þau álíka og f jandinn biblíuna, og svo hitt, að hér eru nógar glæður þjóðarrígs, og nógir paurar, með aðra eins herra og Lloyd Saskatchewan-4>iskup í broddi fylking- ar til þess að blása þeim í eldhaf. Enda er enginn efi á því, að ótrúlega mikið vannst Hawkins þessum á þar vestra. Jafnvel hinar ágætu íslendingasveitir, Vatnabyggðirnar höfðu ekki farið var- hluta af þessum þokka. Rétt áður en vér komum vestur höfðu Klúxarnir hald- ið allsherjar krossabrennu víða um fylk- ið. Mun það vera einn af “helgisiðum” þeirra, samfara öðrum særingum. Einn krossinn höfðu þeir brent á landareign merkiskonu íslenzkrar í Vatnabyggðun- um, og með því gert hana nær frá sér af ótta, sem ekki er að furða, því fólki er tæpast láandi, þótt það álíti slíkar heim- sóknir fyrirboða meiri tíðinda, slíkan orðstír sem Klaninn hefir getið sér syðra. Einn af merkari íslendingum þar vestra var spurður því af enskum kunningja sínum, er annars hefir orð á sér sem góð ur og gegn borgari, hvernig honum lít- ist á Klaninn. Er hann svaraði eitthvað á þá leið, að sér þætti lítt hugsandi, að svo fáránlegur félagsskapur ætti þar framtíð fyrir höndum, var honum sagt að honum væri betra að vera “dam care- ful’ hvernig hann talaði í garð Klansins! Og það lá fullkomin hótun í þessari ráð- leggingu. Vér vonum því, að stjórnin í Ottawa hafi tekist að lama höggorminn, með því að stíga á höfuð hans. Og því frem- ur, sem Saskatchewanblöðin, er vér sá- um þar vestra, þóttust hafa kynnst svo ferli herra Hawkins heimafyrir í Banda ríkjunum, að þau treystu sér nokkum- veginn til þess að fullyrða það, að hann hefði þar verið frægari fyrir loddaraskap, en alit annað, getum vér af heilum hug óskað Canada til hamingju með burtför hans, og í allri einlæigni sagt: Góða ferð, Hawkins! AFMÆLISHÁTÍÐIN í N. DAKOTA. (Frh.) Við vöknuðum tímanlega næsta morgun, eftir væran svefn. Og satt að segja leit ekki vel út, er til veðurs var gáð. Storminum var að sönnu löngu slotað, og úrfellislaust, en norður og suð- ur, austur og vestur, uppi yfir og allt um kring var ekkert annað en regnsorta að sjá. En við vorum, gestirnir, sammála húsráðendum okkar um það, að þá væri fornum mætti og kunnáttu presta mjög afturfarið, ef þeir gætu ekki sameiginlega afstýrt því, að veður gerði veizluspjöll til nokkurra muna, svo margir vígðir menn, er þar voru samankomnir. Hvað sem um það hefir verið, er það eitt víst, að um það er dögurði var lokið, var hann allur farinn að heiða af sér. Og þegar við lögðum á stað til há- tíðarinnar, um kl. 10 var það sýnilegt, að minnsta kosti veðurlöggum mönnum og kunnugum, að sólguðinn myndi þann dag að minnsta kosti aka vagni sínum ó- hindraður. Þegar á vettvang kom á Mountain var aðstreymið sem óðast. Og á lítilli stundu var bílvöllurinn alskipaður, svo að þyrpingin sýndist enn meiri og þéttari en kveldið áður. Mun * ekki ofætlað, þó gizkað sé á, að þarna hafi um 5,000 manns verið saman komnir, samkvæmt því að einhver hefði talið þar nálægt 1, 000 bílum. Fólk tók nú að raða sér meðfram götunum er skrúðækin skyldu um fara. Þurfti ekki lengi að bíða að Skrúðakstur inn hæfist, því allt skipulag var með sama fyrirmyndarsniði og daginn áður. Fyrst ók bíll, skrautbúinn og prýdd- ur þjóðlitum böndum. Þá tvíeyki, uxar að vísu, og á undan tveir landnemar, með pjönkur á baki. Þá gekk fram- hjá hljóðfærasveit frá Walhalla,, 27 hvítklæddir sveinar og meyjar, með kviku fótataki, eftir léttum trumbu- slætti, og á hælum þeim hljóðfærasveit Mountainbúa, skipuð 34. Nú kvað við úr öllum áttum “Sko! Nei, líttu á! Sjáðu, sjáðu! Ne-i, er það ekki fallegt!” Og fyrir götuhornið, yf- ir mannfjöldan, leið gullroðið drekahöf uð, gapandi blóðrauðu gini; svo stafninn og söxin og smásaman skipið allt, feg- ursta ækið í fylkingunni og líklega feg- ursta ækið, er vér nokkurntíma höfum séð; drekinn mikli; að öllu gerður af Geirmundi Olgeirssyni trésmið og bónda að Garðar. En að vísu mun hinn góði listmaður Friðrik Swanson frá Winni- peg, einn af heiðursgestunum, hafa að nokkru lagt á ráð um búning skips og skipshafnar, o. fl. Hægt og rólega seig drek inn áfram, eins og hann hefði komið vind fylltu segli inn í lognvör, svo að “Heil var stund frá hausi að sjá er hljóp á storðu boða þar til mundu aftan á ýtar sporðinn skoða.” Aðdáun manna var verðskulduð, enúa mun áhorfendum seint úr minni. líða drekinn, og öll áhöfn. Sporðurinn gullroðinn og hreistraður, eins og háls og haus. Blástafað segl og vindþanið: skjöldum skarað á bæði borð, sex hvoru megin. Á þilfani níu vænghjálmaðir víkingar; foringinn í lyftingu og bar hátt; stórir menn, rekklegir og sólbrend- ir; glæst búnir, en þó einfaldlega, sem væru þeir nýkomnir, hlaðnir “Vala ript,” úr strandhöggi frá Vallandi, þar sem lin- geðjaðri lýður lá á knjám, og sá sér það eitt til bjargar, að biðja Drottinn að frelsa sig frá ofurreiði norrænna manna. Næst drekanum kom hestæki með eftirlifandi landnemum; siáttuvéjl frá landnámstímum; léttivagn; hestæki með frumbýlinguim, eldri og yngri, hátíðar- dubbuðum, sem forðum var 4. júlí og máttu þar glöggir menn skilja sér til fróunna að æskan þá muni hafa líkst æskunni nú, og að “petting” og “neck. ing” séu aðeins ný (orð yfir gamalt hugtak; hestæki !með leifunum af fyrsta hljóðfæra- flokk Mountainbúa, þar sem Dr. Magnús B. Halldórsson gnæfði í stafni, að ég held við fjórða ifiann; önnur sláttuvél, forn, og jafnharðan ný galdravél, sömu teg- undar; hestvagn með kornpoka, á leið til afhendingar; McCormick mótorplógur, fulltrúi nýja tímans; nýtízku kornflutn- ingabíll; nýtízku bílar bænda, afkomenda frumbýlinganna í fyrsta og öðrum lið, og síðast lítill drengur á íslenzkum hesti með íslenzku beizli og stöngum. Bftir litla stund kemur skíúðförin aftur í ljós, og fer fram hjá með einum vagni fleira en áður. Á þeim vagni sitja þau hjónin “Uncle Sam” og Fjall- konan í allri sinni dýrð; Uncle Sam á flaggbuxum og í stjörnuvesti, með geit- arskegg og gríðarlegan “stromp,” en Fjalikonan í faldbúningi, fögur og björt eins og dagurinn. A bak viS þau er ógurleg afmæliskaka, í mynd og likingu Babelsturns eöa hinna hang- andi garöa í Babýlon; mannhæðar- há, og hvert lagiS upp af öSru, þaö neSsta mest aS ummáli, og nöfn allra bygSarlaganna, eins á hverju lagi, skrautritaS sykurstöfum. En á bak viS kökuna sitja svolitlir híalínsálf- ar; glóhærSar smámeyjar, eins og sóleyjar kringum ísjaka. — Þegar ég kemst aftur frá skrúS- förinni er áhorfendapallurinn þvi næst fullur, svo aS ég, fyrir ys og þys, sem er á bak viS pallinn, missi af hinni snjöllu ræSu séra Jónasar A. SiigurSssonar, nema setningu og setningu á stangli. AS baki hanum og fyrir ofan hann er sveigprýdd mynd af föSur byggSarinnar, séra Páli heitnum Þorlákssvni, og fyrir. neSan hana stort málvverk, eftir K. P. Ármann, er - sýnir mismun- inn á kjörum frumbýlinga og af- komenda þeirra, nútímamanna. Upp úr hádegi er gengiS til veizlu skála, þar sem bókstaflega eru mett- aSir 5,000 manns, og borSin svigna undir ótal gómsætum réttum, en hver réttur var eins og sá er Matthías kvaS um: “munn er mjólkaSi sem marmelaSi.” En á hápalli gnæfSi kakan mikla, og skáru hana nú faldbúnar hefS- arkonur ofan í manngrúann, og var sem eigi sæi högg á vatni. — KI. 2 er aftur gengiS á áheyrenda og ræSupall. GuSmundur lögmaS- ur Grímsson, forseti dagsins, hiSur sér hljóSs og auglýsir fyrst aS hann hafi sett órjúfandi “hávaSa- vörS” um pallinn, svo aS þeir rnegi njóta ræSumanna, er vilja, ótruflaS- ir. AS baki forseta og honum til hliSar sitja ræSumenn og fulltrúar, sem áætlaS hafSi veriS, aS undan- skildum Sveinbirni Johnson, prófess- or, og Sorlie ríkisstjóra, hinum norska, er eigi höfSu getaS komiS, sökum anna. Fyrir framan forseta sitja söngflokkarnir tveir, éldri og yngri undir veldissprota Brynjólfs Þorlákssonar. Þegar allir eru búnir aS syngja “The Star Spangled Banner,” mælir forseti nokkur orS til frumbyggj- anna, “er ekki einungis voru kjarki oig hugdirfS búnir, heldur einnig sjaldgæfri fyrirhyggju og dóm- greind, aS taka sér bólfestu í N. Dakota, og þá einmitt í þessari hyggS, ágætrastri allra í Bandaríkj- unum.’’ SíSan lyftir Brynjólfur sprotanum, og söngflokkurinn syngur “Ó GuS vors lands,’’ og svo vel aS aSdáanlegt má kalla, er litiS er til alls: takmarkaSs undirbúningstíma. og takmarkaSs fjölda úr aö velja. Nú rekur hver ræöan aSra. Mrs. J. K. Ölafsson frá Garöar flytur á- gætt minni frumbýlingsmæSranna; Dr .Brandson flytur minni Islands snjallt erindi og skáldlegt, svo aS jafnvel er ekki laust viö aS læknir- inn höfuöstafi enskuna; Frazer öld ungaráSsmaöur þakkaSi boöiö, og kvaS sér oft hafa dottiS í hug “upp á síökastiS hvort ekki myndi hin voldugasta þjóS í heimi (Bandaríkj- in) margt mega læra af hinni minnstu (Isl.)” Burtness þingmað- ur frá N. Dakota í neöri málstof- unni í Washington, risavaxinn NorS- maöur, þakkaSi einnig qg! bar þar aS auki vingjarnlegar og merkilegar kveöjur frá Coolidge forseta og Davies InnflutningaráSherra. Er leitt aö mega hvoruga birta, sér- staklega hina síSari, seni og reyndar erindi þau og kvæSi, er flutt voru á hátíöinni, en hátíöanefndin ætlar aS koma því öllu í minningarrit, og verður birtinig aö bíSa þess tíma. Sífelldlega var sungið á milli, og sungu þær einnig einsöng meö kór- inu frú H. Sigmar og ungfrú Olöf Thorleifson. Einnig las forseti fjölda símskeyta úr öllum áttum og meðal annars kveöjur frá Vilhjálmi Stefánssyni og Hirti C. ÞórSarsyni. — AS síöustu kallaSi forseti ýmsa fram, aö segia fáein orS, og mæltu þar eftirminnilegast Ásmundur Benson löigmaöut, er flutti framúr- skarandi skörulega og áheyrilega ræðu; Hjalti Þorfinnsson frá Moun- tain, er afburSa snjallt flutti kvæði "North Dakota,” fyrir hönd Snorra bróöur síns, höfundarins, er var fjarverandi, og hinn eldforni vinur allra Dakota Islendinga, austan fjalla, Kneeshaw dómari, er kominn var í héraöiö á undan öllum Islend- ingum, og fylgst hefir meS í kjörum þeirra, blíðum og stríöum, oftlega veitt þeim aðstoð og hjálp, samfagn- að með þeim og samhryggst; lært aS meta þá og unna þeim, eins og þeir honum, unz svo kom sem hann lýsti nú yfir, aS hann væri svo samrunn- inn þeim í blóð og merg, að sér fyndist hann vera frekar Islending- ur, en nokkuð annaS. JafnharSan og síðasti ræðumaður haföi lokiS máli sínu, var ræðupall- urinn ruddur fyrir Sleipnismenn frá Winnipeg, er suSur höfðu komiS til aS sýna íslenzka glímu. HöfSu áhorfendur gaman af, en þó fannst þaö á sumum gömlu mönnunum aS þeir hefðu heldur viljaS kappglímu en sýningu aðeins. ÁS glímusýningunni lokinni var knattleikur hafinn. En hann gafst ekki færi aö sjá, né heldur að taka þátt í laufskáladansinum um kveld- iS undir eikunum, viS guSföðurbros hins fleytifulla mána, því nú kallaði Kringla og vinur vor “Mundi’’ Gísla- son, er ferjaSi okkur norðurýfir, fimmtíu milur á klukkustund, eins: og viö liöum á svanadúni, sem ég aS vísu hef ekki hugmynd um hvern- ig er viðkomu, nema fyrir lýgina úr Benedikt Gröndal mínum elskuleg- am. — ViS náSum í gestgjafa okkar, Mr. og Mrs. Arna Jóhanns- son, reyndum af veikum mætti a5 þakka, og stigtim “um borS.” HátíSin var á enda fyrir okkur, þótt aö vísu næðum viS í einskonar eftirrétt, er “Mundi” þurfti aS koma viS í Cavalier, aS fá bílgjörð og “bílæti,” eins og vinur minn Sveinn doktor Björnsson í Arborg kallar olíitna. (Jú — þaS á aS lesa þaS “bíl-æti” —Heyr! Heyr!) og stakk okkur á meðan inn að rjúkandi kaffiborSi, hjá hálfbróður sínuni ‘ Bill’’ Anderson, sem er uppgangs- kaupmaður, og á skáp fullan af bókum eftir hina og þessa grínagtuga náunga, eins og t. d. Tuma Paine, Frazer og Russel, Kant og Keyser- ling, — heimspekinga eins og GuS- mund og Agúst — og hefir gaman af aS lesa þessa karla. En tíminn var guðsélof nógu naumur til þess, að ég gæti sloppiö viS aS svifta yfirborösfortjaldinu frá helgidómi fáfræSi minnar. — HátíSinni var lokiS, áreiSanlega einhverri allra eftlrminnilegustu há- tíöinni, er haldin hefir veriS meSal' Vestujr-ísfendinga. 'En hennar verður lengi minnst af öllum viS- stöddum meS þakklæti og aðdáun, hvort heldur sem er yfir framúrskar- andi skipulagi og stjórnsemi, svo a5 allt féll í löS, sem áætlað var, eSa y f ir ötulleik, vinnu og sam- tökum byggöarfbúa, til þess að hátíöa höldin gætu fariS svo úr hendi sem raun varð á. 5. H. •/. H- ------x---------— Opið Bréf til Þjéðræknisféiagsins Blaine, Wash., júní 30, 1928- Kæri herra! Yfirlýsingin, sem þessu bréfi fylg- ir, skýrir aS vísu vora afstööu í málinu, en þess má þó geta: aS þess var farið á leit viS herra Andrew Danielson, þinigmann, sem undir- skriftunum safnaöi fyrir 15 manna nefndina, aö láta allar undirskriftir falla niöur, því flestir Blaine búar vildu halda sér utan viS þessa deilu. Þegar þessu var neitaö hófum viö einnig undirskriftasmölun, án þess þó að þrengja nokkrum til þátttöku í málinu. Heyrst hefir að þeir hafi fengiö 21 nöfn á sitt umburöarskjal; og eitt er víst, aS miklu færra fólk

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.