Heimskringla


Heimskringla - 17.10.1928, Qupperneq 4

Heimskringla - 17.10.1928, Qupperneq 4
4. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. OKT. 192& Ijeimakrin^la (IKfaal 18M> Kfaar at I hTtrJaaa ■ItÍTlkaKad. EIGRNDUR: VIKING PRESS, LTD. 8SS af 866 IARGENT AVK. WIR.IIP88 TALSIMI t 8« 687 YarW blaVatna ar 18.98 A.rg&agurlaB barg- lat fy rlrfr&m. AJIar borg&atr aanglat THE VIKING PHH»* VTO. 8IGFÚS HALLD6RS frá HSfnum Wt«tJ4rt. VlaalaMII ttl blaSalauai THR VIKIKH PRHKI. MA, B«i Hlaalakrlll tll rltftl*rmma 1 RDITOR HDI»IKHI8nLL Rai WINNIPBO, MAIf. [ 8186 8186 'Helmakrlngla la publlabad by Tkt Vtklag Prvaa LI4. and prlntad by CITY P»IWTllin * PBBLIIHHÍS C8. 858-866 largral A T«.. Wtaalyeg, Haa. Telnhaati .86 M T WINNIPEG 10. OKT 1928 ísland er fyrirsögnin á grein er birtist 5. sept- ember síðastliðinn í “Canadian Ukrain- ian,” vibublaði Úkrajnemanna, sem gef- ið er út hér í Winnipeg. Segir ritstjórinn svo í formála fyrir greininni: “Lemberg* Newstar,” málgagn hins “Kristilega Kirkjufélags í Úkrajne,” hefir birt greinabálk, ritaðan af fréttaritara blaðsins sjálfs, um alþjóða bókmennta og blaðasýninguna, sem nýlega var haldin í Köln við Rín, á Þýzkalandi. Vér leyfum o3S að endurprenta eina af þessum fróð- iegu areinum, og leiða með því lesendum fyrir sjónir samanburð á hinni litlu ís- lenzku þjóð og fjörutíu miljóna þjóðinni í Úkrajne.” > Þessu næst kemur greinin sjálf, er herra Jakob P. Kristjárisson útvegaði oss í enskri þýðingu. Er hún birt hér í ís- lenzkri þýðingu, að undanskildum kafla, er fræðir Iesendur blaðsins um lifnaðar- hætti og stjórnmálasögu Islendinga, þótt að vísu fari hann rétt með í höfuð-atrið- um. * * * “Og þarna leggur það fram sýnis- horn blaðamennsku sinnar og bók- mennta! .............. Ultima Thule, fátækast allra fátækra, land íss og gróð- urlausra klappa — “Island” — sem skek- ið er af hræðilegum eldfjöllum... Eg trúi ekki mlnum eigin augum — — sérstaklega af því, að ég sé hvergi aukatekið orð um hana, (Fjallkonuna), í sýningarskránni, sem er 400 blaðsíður. En þama er hún! Þaraa stendur hún og kynnir sig öllum heimi, í litla snjó- hvíta herberginu sínu með bláu hliðar- göngunum. Yfirskriftin er greinileg: ísland- — Eg hefi á þessu herrans ári 19 28, 102,000 íbúa; höfuðborgin, Reykja- vík, telur 23,000 íbúa. Eg er óháð kon- ungsríki, tengt Danmörku með persónu sambandi. Eg á mér minn eigin há- skóla, þó nokkra aðra skóla og bókhlöð- ur og-----60 (sextíu) blöð og jafnmarg- ar prentsmiðjur. Þetta—með 102,000 íbúum, og þá eru smábörnin talin með. Já, hvert einasta hérað í Galizíu hefir jafn marga, eða fleiri, íbúa. Og sextíu blöð! Ótrúlegt, en satt. Deilið þið blaðafjöldanum í fólkstöluna, og þá sjáið þið hveraig menn lesa þaraa, og borga auðsjáanlega fyrír það, því annars myndu ekki þessi sextíu blöð lifa. En þetta er nú ekki allt. Hér eru bækurnar, sem prentaðar hafa verið í þessu landi. Og hvílíkar bækur! Eg stend blátt áfram steini lostinn af undrun og efa, hvort þetta liggi virkilega eftir þetta litla ríki í útsænum, þar sem þrír- fjórðu hlutar landsins eru þaktir jöklum, og hraunum; afskaplega einmanalegum eyðimörkum, að sögn þeirra er séð hafa.... Og hve snemma á öldum þessi bók- menntaframleiðsla hefir átt sér stað! Og með hvílíkri nákvæmni og um- hyggju þessi handrit, er sum hafa þegar verið rituð á tólftu öld, hafa verið geymd og varðveitt! Varðveitt — þrátt fyrir hinn hræðilega usla er landið hefir beðið af gosum 29 eldfjalla, en af þeim gjósa ennþá sjö, við og við; varðveitt — þrátt fyrir afskaplegar drepsóttir, eins og t d. *Lemberg, eða Lwow, er áður til- heyiði Austurríki, er nú pólsk borg með hérumbil 220,000 íbúum og liggur skammt fyrir norðan Dnjesterfljótið--- 1402—4, sem deyddi tvo-þriðju hluta í- búanna, sem ætíð hafa verið fáir, eins og þessar skýrslur sýna: Árið 1703 eru íbúarnir 50,444 1766 1786 1902 46,201 38,142 78,489 Og nú í dag hefir landið aðeins 102, 000 íbúa. Byggilegt land nemur aðeins 42,068 ferkílómetrum, miklu minna svæði en Galizía....” Hér kemur dálítill kafli, höfuðatriði úr stjórnmálasögu íslands, sem er öllum íslenzkum lesendum svo kunn, að óþarfi er að birta hér En svo heldur greinin á- fram: “íslenzk tunga er fornnorska, sem Is- lendingar hafa geymt og varðveitt frá þeim breytingum, sem orðið hafa á henni í sjálfum Noregi. íslenzk þjóðsagnafræði er mjög gömul og afar merkileg, sérstak- lega forasögurnar. Dýrmæt handrit hafa geymst frá 12. öld. Biblían var þegar prentuð á íslenzka tungu árið 1584, og það var líka engin smáræðis bók. Hve ör útbreiðslan var meðal þjóðarinnar, (þrátt fyrir fátæktina og fámennið), sézt bezt á því, að fimm áram síðar varð að prenta nýja útgáfu, og fjölmargar eftir það. — — Og þaraa sé ég — það gengur al- veg yfir mig. Fyrsta almanakið var prentað 1671 Og sko!---------þarna er alfræðisbók (sic) íslenzkra skálda frá árinu 1748,------og það er önnur út- gáfa! Og hverjir hafa getað lesið allt þetta á þessum forau tímum, þegar þjóð þessa fátæka lands taldi aðeins 50,000 sálir? — Ja, það er bersýnilegt að einhverjir hafa lesið; annars hefði ekki verið mögulegt að framleiða slíkar bókmenntir. íslenzk blaðamennska hefst sama ár- ið og okkar eigin — 1848 Blaðið “Þjóð- ólfur” hélt áfram að koma út þangað til 1919. (Sic). Það er eftirtektarvert, þetta þolgæði við útgáfuna (fyrsta blað- ið okkar, “Galizíustjarnan,” fór á höfuðið eftir fá ár — með þjóð, sem telur margar miljónir á frjósamasta landi í veröldinni!). Og þarna sérðu virðulega bundið sýnis- horn af málgagni íslenzkra kvenna. “Kvennablaðinu.” Þarna eru 25 árs- rit, í fallegu bandi Og enn sérðu, þarna undir glerlokinu, útgáfur með undur samlegum myndum! í sannleika — lit myndir.og hvað litskyggingarnar eru fín- gerðar! Og hvað frágangurinn á lit- myndunum er vandvirkur! Þaraa eru engin villimannleg andlit, eins og finna má í blöðum sumra þjóða, er telja tugi miljóna, þar sem þorparaandlit stundum eiga að tákna engla, t. d. í jólablöðunum Og þetta er aðeins ein staðreynd af mörg- um. Eg stari á öll þessi afrek hinnu litlu íslenzku þjóðar og get ekki haft augun af þeim. Á meðal myndanna eru kynfestu- andlit kvenna og stúlkna; evrópisk; fall- eg Klæði þeirra bera vott um fíngerð- an smekk. Þaraa er lítil kirkja með torfþaki; gömul, veðurbarin. Og undursamlegar eru fjallamyndimar frá þessu ægilega veldi eldfjallanna, rokstormanna og geys- iranna. Og þarna------uppdráttur af ís- landi — gefinn út 1585. Og hann er líka með litum. Á svo löngu liðnum árum var þessi litla þjóð þess megnug að gefa út slíkan uppdrátt! Eg virði allt þetta fyrir mér aftur og aftur, og margar ólíkar hugmyndir fljúga mér í brjóst í þessu íslenzka herbergi ”— * Það hljóta líka að fljúga margar hugsanir í brjóst íslenzkum manni, er les þetta. Fyrst það, að hér ritar fulltrúi stórþjóðar, sem þar að auki er gömul menningarþjóð, auðug af gamalli og nýrri list. Og næst flýgur manni þá í hug, að lík ummæli hafa heyrst frá enn eldri og stærri menningarþjóðum, sérstaklega >essi síðustu árin, að ísland, fámennt, af- skekkt og svo hrjóstrugt, sem það er tal ið, er óneitanlega að kynna sig umheim- inum, en ekki einungis fáeinum einstakl- ingum hér og þar, sem merkilega einstætt menningarland; ekki einungis í foraöld og nútíð, heldur einnig frá miðbiki sögu sinnar, einmitt frá niðurlægingar- tímabili sínu. Langtum fjölmennari menningarþjóðir furða sig ekki mest á >ví, hve skammt vér séum á veg komnir, afnvei í verklegu tilliti, heldur þvert á móti yfir því hvað mikið hafi tekist að gera, halda við og — nú á síðustu tím- að endurbæta. um Og manni flýgur það að síðuStu í hug, að meðal allra þeirra, er nokkur skilyrði hafa tU þess að vita rétt, finnist líklega hlutfallslega hvergi eins margir oö einmitt á Vestur-íslendinga, algerlega skilningslausir á það hvað hin litla, fá- tæka íslenzka þjóð hefir afrekað, bæði fyr og ekki sízt nú. Það eru til menn hér, og allt of margir, sem hefir ekki ein- ungis tekist að lesa nákvæmar frásagnir vestur-íslenzku blaðanna um allt sem hugsað og framkvæmt er heima á íslandi heldur jafnvel að fara þangað sjálfir, dvelja þar nokura tíma, án þess að koma aftur með nokkurn snefil af hugmynd um það, að allt hjakki ekki í sama farinu og fyrir 20—30—40 árum síðan, er þeir sjálf ir fluttu búferlum vestur um haf Marg- ir af þessum mönnum bera vitanlega ekk- ert skyn á það sem hugsað er, hvorki austan hafs né vestan, svo allur saman- burður á þeim sviðum, er þeim þar af leið andi frekar erfiður viðfangs. En þeini finnst ekkert til um verklegu framkvæmd irnar heldur, sem vafalaust hafa þó verið engu síður stórstígar síðustu árin, hvort sem sporin hafa öll legið á heppilegustu braut, eða ekki. Þeir sjá einungis að ísland er fámennt; að þar eru ekki jára- brautir; ekki hundrað miljóna hákarlar; engar stórborgir; engar himinsköfur. Þótt þeir að vísu beri ekkert skyn á hvar skorturinn er tilfinnanlegastur, þá reka þeir þó augun í ýmislegt það, sem ísland skortir á við önnur lönd, en eru star- blindir gagnvart öllu því sem áunnist hefir. Svo ganga þeir um hér vestra og leggja út af textanum: “Hvera fjandann eigum við með ísland að gera?”og “Hvaða gagn höfum við af þessari ........ þjóð- rækni?” Leynt og ljóst sitja þeir sig ekki úr færi að pota hníflunum í þá átt- ina. HARMKVIÐAN MIKLA Fyrir nokkru síðan birti hr Jónas Pálsson grein í Lögbergi, einskonar sátt- fýsisyfirlýsingu. til heimferðarnefndarinn- ar. Hvort greinin, “Litið undir löfin” er hann birtir í síðasta Lögbergi, á rót sína að rekja til þess, að nefndin hafi ekki svarað þeirri málaleitan á hæfilegan hátt, skulum vér láta ósagt. Nefndin á sjálf til þeirrar syndar að svara. En það er ef til vHl ekki úr vegi að vér gerum fáeinar athugasemdir við þessa “lafa”- grein. Ritstjóri þesa blaðs var ritari Þjóðræknisfélagáins, er það hafði Ing- ólfsmálið með höndum. Og þessi grein er árás á Þjóðræknisfélagið fyrir ráðstöf- un þess á “Varnarsjóði Ingólfs Ingólfs- sonar,” sem kallaður hefir verið í dag- legu tali styttra nafni: Ingólfssjóðurinn Hr. Pálsson kemur hér fram sem hinn þefvísasti snuðrari. Bendir fyrir- sögn greinarinnar ótvírætt til þess, meðal annars, Honum hefir nú tekist að kom- ast að því, tveimur eða þremur árum eft- lr að afgangi varaarsjóðsins var ráðstaf- að, að meðferð félagsins á sjóðnum hafi verið einhverskonar kápu hulinn. Til gangurinn er auðsjáanlega sá, að svifta þeirri kápu á burt, og fletta ofan af því sem þar er undir. Auðskilið er á orðum hans sjálfs, að skynfærin, sem leiddu hann í þessa snuðrunarferð, hafa þegar vísað ásjónu hans undir kápulöfin. Næst náttar hann sig þá eðlilega á þessari kross ferð við uppsprettuna sjálfa Sá er eini gallinn á gjöf Njarðar, að hann hlýtur að hafa farið lafavillt, og það herfilega. Því það var aldrei minnsta hula á ráðstöfun sjóðsins. Þjóðræknis- þingtíðindin voru birt í báðum íslenzku blöðnnum. Og afgangur varnarsjóðsins var ekki látinn ganga til Þjóðræknisfél- agsins fyr en búið var að opinberlega að veita einstökum, sem öllum gefendum tækifæri með ríkulegum fresti til þess að mótmæla því, eða leggja eitthvað til um það hvað gert skyldi við þenna afgang. Ekki einn einasti maður af gefendum mót mælti þessari fyrirhuguðu ráðstöfun, afnvel ekki hr. Jónas Pálsson; ekki einn einasti gefandi lagði nokkuð annað til um ráðstöfunina. Orð herra Pálsson í lafagreininni: “Taka mætti hér fram, að þetta” (ráðstöfunin) “var gert í al- gerðu leyfisleysi þeirra, er féð lögðu fram,” eru því annaðhvort vísvitandi eða heimskulegur, rakalaus þvættingur- “Spámaðurinn Jeremías gekk fram fyrir fólkið og sagði” .... var upphafið á skrítlu, sem gekk víða á ís- landi, og höfð var eftir smá- skrítnum karli. Mikill hluti þessarar lafa- greinar, er ljóðrænn harma- grátur í óbundnu máli yfir þeim ósköpum, að einhverjir hafa í kviðlingum lagt nafn Mr Bergmans við hégóma í sam- bandi við Ingólfssjóðinn svo- kallaða. Nei, hvað erum vér annars að segja, hr. Pálsson tekur auðvitað upp móðgunina fyrir hönd Ingólfs, en alls ekki fyrir hönd Mr. Bergmans. Hr. Pálsson verður klaksár í rómn- um eins og náttsvala, og það fer hneykslunarhrollur um hann allan, þegar hann hugsar til þessarar ónærgætni Á þess<u furðar sig anðvitað enginn.sem þekkir til þess hvílíka óbeit hr. J. Pálsson hefir á öllu flimti um náunga sinn, hversu nær- gætnum höndum hann fer um orðstír allra smælingja mann- félagsins, eða þeirra sem eitt- hvað frásagnarvert hendir. Gallinn er aðeins sá, að þessi ríka meðaumkvunartilfinning hleypur í gönur með hann,í þetta skifti að minnsta kosti. Hann lyftir sér að síðustiu á það flug í þessari J e.re m í asar k við u sinni, að hann gefur Ingólfi Ingólfssyni allan afganginn af varnarsjóðnum; telur hann “al- eigu” hans; talar um “rétt lít- ilmagnans,” og bendir á hvað gera megi við þenna afgang,hin um sakfellda til raunaléttis. Það er vonlegt að hann hrylli við þessu miskunnarleysi Þjóðræknisfélagsins, að stinga aleigu Ingólfs, $882-67 í vasann. Við hinu hrýs herra Pálsson auðvitað ekki hugur, að Mr. Bergman skyldi setja lítUmagn- anum rúmlega þrisvar sinnum meira, eða $2,500.00 fyrir ó- mak sitt, auk ferðakostnaðar. Eitthvað hefði þó verið hægt að létta betur undir með ógæfu- manninuim, þótt honum hefði nú ekki verið eftirskilin nema svo sem helmingurinn af þeirri upphæð, sem ekki er ólíklegt að Mr. Bergman hefði gert, ef honum hefði nokkurn- tíma dottið í haig, að hann ætti að taka ómakslaun sín hjá lít- ilmagnanum, en ekki hjá hinu volduga Þjóðræknisíélagi, eða hinum fjölmenna gefendahóp En ef nokkrum dytti í hug að taka þessa angurværðardellu hr J. Pálsson alvarlega, þá má rekja stuttlega tildrög vara arsjóðsins: Gamalkunnur óhappamaður íslenzkur, er ákærður fyrir rán- morð vestur í Alberta. Þjóð- ræknisfélaginu berast fregnir um að maðurinn muni ekki hafa verið varinn svo sem skyldi, og áskoranir um að gangast fyrir því, að hann fái nauðsynlega vörn. Þjóðræknisfélagið fær Mr. Bergman til þess og leitar til almennings um nauðsynlegt fé til þess að greiða kostnað- inn Almenningur brást við, sem kunnugt er, og gaf féð til þess eins að sjá því borgið, að því leyti sem í mannlegoi valdi stóð að hann fengi fullri vörn fyrir sig komið. Menn gáfu í sjóðinn til þess að verja sak- borning, en ekki til þess að ala önn fyrir honum, hvorki í fang- elsi né utan þess. Orð hr. J. P.: “Ingólfur á féð og enginn annar Honum var það gef- ið,” eru því ómengað bull. HVer skyldi líka hafa orðið að borga brúsann, ef samskot- in hefðu eigi hrokkið fyrir kostnaðinum? Auðvitað Þjóð ræknisfélagið. — Nema þá að hr. J. P hefði hrærst til með- aumkvunar og hlaupið undir baggann! AV ARP ---til- Islenskra Fiskimanna í Manitoba II. Eg ætlaðist til aft fyrirsögnin á. grein minni er út kom í Heimskringlu þann 26. september s. 1. væri eins og að ofan er ritað, en ekki eins og hún var þar prenituð. Ennfremur er i téðri grein önnur yfirsjón, sem ég vil nú leiðrétta, n. 1. tölurnar i dæminu um verðið á fiskinum sem ' fiskaður var á Winnipegosis, sam- kvæmt leyfi sem stjórnin veitir yfir haust-vertíðina, eða einna miljón punda. Þar er sagt að 1,000,000 pd. seld á 14}4c gjöri $1,450,000.00 en á að vera $145,000.00. Kostnaður á l)4c á pd. geri $150,000.00, en á að vera 15,000.00, og fiskimönnum horg' að $500,000.00, á að vera $50,000.00, og gróði félaganna $800,000.00, á að vera $80,000.00. Þessa yfirsjón sáu náttúrlega allir, semi kunna nokk- uð að reikna, en þeir sem hafa verið að setja út á alla og allt, sem vér félagsmenn erum nú að igera, gripu vitanlega þetta atriði sér til inntekta gegn okkur félagsmönnum. Eg vil ennfremur geta þess, að mér hefir verið bent á, að of lítið sé álagd með kostnaðinn 1 yíc, til þess að gefa kaupmönnunum fyllilega sinn kostn- að og verður því, eftir að leiðrétt- ingarnar á tölunum eru gerðar. meiri og betri upplýsingar gefnar á kostnaðinum, dæmið þannig: CTJ H *—* »-►* » 8 O 5- 3 P Oi i ■ri Q 3 3 3 3 P Q& *• o P Ln i-ti n P' P' 3 3 3 3 O- P' CL i. vj o ■Vt l\> Ln O S 4- U\ -P Ln Menn ættu ekki að sitja sig úr færi að sækja söngsamkom- uraar í Riverton og Árborg, nú á fimtudaginn og föstudaginn. Þeitta sýnir það sem ég var að sanna með grein minni, að gróðí félaganna. verði ekki einungis eins mikill og alh það sem fiskimaður- inn fengi fyrir alla sína fyrirhöfn, • kostnað og kaup, heldur 2 centuin meira á hvert pund og á þessarí upphæð, $20,000.00 meira en horgun til fiskimannsins. Eg vona því að þér fiskimenn, látið ekki gabba eða ginna yður á neinu þessu líku. En brúkið yðar góða íslenzka vit og dómgreind í þvi að igerast sem fyrst rrneðlimir i þessu félagi yðar, yður sjálfum til blessunnar og öðrum til uppbyggingar og eftirdæmis. • Komið allir. “Og kviðið þið engu, og komið þið þá, Sem lcyrrir og tvíráðir standið; Því djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá, Sem eyðimörk harðstjóranns leiddi okkur frá Og guð, sem mun gefa okkur land- ið.” Þ. E. Þér fiskimenn megið ennfremur muna, og minnast þess ætið, að þetta eru útlend auðfélög, sem eru að þessu við ykkur, en ekki kanadisk. I>essa vöru, sem þið eruð að framleiða fyr- ir þessi útlendu auðfélög, taka þau til Bandaríkjanna, og selja hann þar fyrir enn hærra verð og taka enn á ný sinn gróða fyrir sömu vöruna þar syðra. Félagsskapur vor er til þess stofn- aður, að þetta viðgangist ekki þann- ig í komandi tíð. Starfsmenn yðar munú leggja það fram, sem þeim er framast möigúlegt, að þér en ekki út- lend auðfélög, fáið að njóta þeirra gæða, sem hér liggja fyrir og þér eigið. Yður til fróðleiks vil ég setja hér fram, það sem fiskað var á Winnipegosis vatni síðastíiðlinn vetur og haustið 1927.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.