Heimskringla - 17.10.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSlÐA
HEiMSKRINCLA
WINNIPEG 17. OKT. 1928
HEIMKOMA FRANCOIS
Eftir K. Koch
“Litlu neðar á brautinni stóð lítil kirkja.
Eg fór út til að fara þangað, ég þoldi ekki
lengur að horfa á þessa voðasýn í húsinu.”<—
Hann virtist tala við myndina af þeim manni,
sem hafði frelsað fánann við Jena, og segja
honum sögu sína, eins og hann væri
skriftafaðir, sem myndi fyr‘rgefa honum-
“Eg ætlaði ekki að flýja, guð veit að það
er satt. Eg gat aðeins ekki þolað að vera
lokaður inni í bóndabýlinu, til þess að verða
sleginn um koll, eins og naut til slátrunar.
Hefðum við aðeins getað brotist áfram og
barist eins og maður á móti manni, en það
var óhugsandi. í nánd við mig sprakk kúla
og ég leitaði skjóls hlaupandi. Mér fanst
ég hafa hlaupið í marga daga. Þegar birti
af degi var ekkert bændabýli, engin kirkja
eða sprengikúlur, aðeins kyrð yfir öllu. Eg
heyrði fuglana syngja og sá gamla konu,
sem dró vatn upp úr brunni. Þar var eng-
in barátta, engin óvinur. Guð hafði losað
huga minn yið hræðsluna. Sólin skein, og
kornstangirnar vögguðu sér á ökrunum. Eg
var lifandi í aðdáunarverðum heimi, og ég var
aleinn.
“Nei, ekki aleinn, þegar sólin reis oipp og
skuggi minn sást á brautinni, sagði innri
rödd mín: þetta er skuggi heiguls. Eg mundi
að ég var strokinn og það kvaldi mig ósegjan-
lega; ég reyndi að hrinda þessari hugsun frá
mér en hún kom alltaf aftur. Eg mundi eft-
ir auða blettinum á veggnum, og um leið og
tíminn hélt áfram, spurði ég sjálfan mig:
Hvað er hræðsla, er hún þinn versti óvinur?”
De Royan stóð upp, opnaði lítið skrif-
horð og tók upp gamalt blað.
“Francois,” sagði hann.
Sonurinn leit á hann biðjandi augum.
“Við vorum ekki allir hetjur árið ’70.
De Royan las grein fyrir hann úr blað-
inu frá árinu ’70, er sagði frá hvernig lautin.
ant de Royan hefði bjargað afganginum af
hersveit sinn' út úr bóndabýl'nu La Clere í
nánd við Chalons, og rutt sér braut í gegnum
hergarð óvinanna.
“Sama gamla bóndabýlið,” sagði hann
um leið og hann lagði blaðið frá sér. “Eg
var lautinantinn. Eg hef aldrei minnst á
það af því ég skammast mín yfir því.”
“Skammast þín yfir því?”
“Já, það er stutt saga. Við vorum lok-
aðir inni í þessu húsi, eins og þú. Það var
nótt. Óvinirnir voru í nánd, þeir voru I
þorpinu, ekki á hæðunum Við gátum séð
dökku persónurnar á milli húsanna og leiftrið
af fallbyssunum, sem uppihaldslaust sendu
okkur kúlur sínar. Poringjar okkar féllu
hver á fætur öðrum, og garðshliðið var molað
í sundur. Þakið brann og heyið einnig, sem
stóð í göltum fyrir utan húsið. Þar var
römm og sterk lykt af blóði og dauða í and-
rúmsloftinu. Við vissum allir að við urðum
að deyja í þessu helvíti. Eg þoldi heldur
ekki þessa voðalegu sýn. Svo sá ég Prúss-
ana koma út úr þorpinu. Þeir mundu drepa
okkur uppihaldslaust þessa dimmu nótt. Þá
kom tunglið í ljós; ég sá glampa af byssu-
mig sjá andlit þeirra. Eg skreið í kringum
stingjunum þeirra. Eg gat séð — ég hélt
gömlu steingirðinguna, aðeins til að sjá bet-
ur. Mér hafði aldrei komið til hugar að
hlaupa drengur minn. Eg sá litla skóginn
bak við okkur og h^jóp — ég hljóp; ég var
aðeins kominn að skógarröndinni þegar ég
heyrði fótatak bak við mág. Prússarnir,
hugsaði ég — ég snéri mér við og sá inn í
byssuhlaup. Sá maður, sem miðaði á hjarta
mitt var Erakki.”
«
Francois flutti sig til í stólnum órólegur,
og röku fingurnir hans, sem tóku um staupið,
gerðu merki á því.
'“Frþkki,” jendurtók hannl
De Royan kinkaði kolll.
“Já, Frakki, óbreyttur liðsmaður. Hann
kom til mín um leið og hann lét byssuna
síga. Eg heyri rödd hans ennþá. “Komið þér
aftur herra lautinant,” sa,gði hanní “Þér
eruð sá eini foringi sem eruð lifandi, ef þér
farið------Francois, ég snéri við.”
Sonurinn stóð upp og gekk niðurlútúr
út úr salnum. En gamli de Royan sat kyr.
Hann sat þar og starði framundan sér, þang-
að til Antoine, sem hélt að salurinn væri tóm-
ur, kom inn til að taka af borðinu.
“Á ég að bera á borð fyrir tvo í fyrra-
málið,” spurði gamli þjónninn.
De Royan brosti og stóð upp. *‘Nei,
Antoine, aðeins handa einum. Francois de
Royan er farinn aftur til herdeildar sinnar.”
(ENDIR)
Sérhver sína skyldu
(Eftir Randolph Lichfield)
Frú Manu féll magnþrota niður á stól-
inn, meðan hún hló svo tárin runnu niður
kinnar hennar.
“Tom, þú ert sannarlega mesta barnið a*.
þeim öllum,” hrópaði hún.
Mann læknir losaði sig úr faðmlögum
Gladys.
“Fred,” sagði hann afar mæðinn, þegar
Ronny sló vasaklútnum sínum á kinnina hans,
“pabbi er þreyttur — uppgefinn —; þið eruð
allt of mörg fyrir mig. Sjáið þið ekki að ég
hef dregið upp hvíta flaggið? Þið verðið að
hlýða hernaðarlögunum.”
“Og nú er einmitt kominn háttatími fyr-
ir ykkur,” sagði frú Mann um leið og hún tók
minnsta barnið í faðm sinn. “Vesalings
pabbli er þreyttur.”
“Eg er staðuppgefinn,” sagði Tom Mann,
um leið og hann settist. “Ronny, þetta er
nóg, þú heyrðir hvað manna sagði.”
“Já- nú verðum við að fara. Kystu nú
pabba, og kondu svo Gladys.”
Gladys hristi ljósbjörtu lokkana sína aft-
ur á bakið, gekk svo í áttina til föður síns en
nam skyndilega staðar.
“En— hann er óvinurinn,” sagði hún,
leit á læknirinn og lét brún síga.
“Ekki núna Gladys,” svaraði hann og lézt
vera reiður. “Við höfum komið okkur sam-
an um Iriðarskilmálana, þá nefnilega, að þið
háttið báðar, yfirgefið orustusvæðið undireins,
og það ert þú sem verður að undirskrifa samn
inginn með því að kyssa mig. Ronny farðu
nú.”
En Gladys, sem samþykkti þenna skil-
mála samningsins, klifraði upp á hné pabba
síns og kysti hann innilega — svo hrífandi að
hann tók hana upp til að bera hana að rúm-
inu.
“Ó,” stundi frú Mann, dálítið óþolinmóð,
þegar hún kom aftur inn f dagstofuna ásamt
bamfóstrunni, “er þetta ekki sjúkrahúsbjall-
ann sem er að hringja? Það er um of.”
Læknirinn lét handleggina hanga niður
og höfuðið hníga aftur á bak, til að sýna hvað
þreyttur hann var. Svo þaut hann inn í
næsta herbergi til að þvo af sér bardagareyk
inn.
“Já,” sagði hann þegar barið var að dyr-
um.
“Sjúklingur í biðstofunni’ herra,” sagði
vinnukonan.
“Eg skal vera þar að mínútu liðinni.”
“Hann segist hafa skorið handlegg sinn
og sárið hætti ekki að blæða.”
“Kem strax.”
XXX
Læknirinn gekk fram í ganginn frá bað-
stofunni, þegar hann, var búinn að vitja um
manninn í sjúkrahúsinu, einmitt á sama augna
bliki og frú Mann kom út úr svefnherberg-
inu.
“Nú, máske við fáum frið um litla stund,”
sagði hún, þar sem hún beið fyrir neðan stig-
ann. “Gladys og Ronny eru sofnaðar. Þær
skemtu sér yfirburða vel við þenna tryllta
leik.”
“Eg hafði líka gaman af honum,” svar-
aði læknirinn og leiddi konu sína inn í dag-
stofuna, “en friður er eftirsóknarverður eftir
að hafa unnið hart allan daginn, Fló.”
“Á ég að sækja gólfskóna þína?”
“Nei, það er of snemt ennþá,” svaraði
hann um leið og hann leit á úrið sitt. “Eg
býst við að verða að fara til frú Mattesly.”
“En —” hún snéri aftur við dyrnar hugs-
andi. “En þú þarft ekki að fara? Þarftu
þess? Ólæknandi veiki er það ekki?”
“Jú, máske. n hún fær sára kvalir
með köflum, og ég verð að álíta — nei, ég vil
ekki gólfskóna enn þá fyrst um sinn, góða.”
“Þú ert um of samvizkusamur Tom,”
tautaði Fló, um leið og hún lokaði dyrunum og
settist aftur.
Læknirinn teygði úr sér í hægindastóln-
um.
“Það held ég ekki,” svaraði hann bros-
andi og stundi.
“Þú vinnur frá því á morgnana og langt
fram á nætur — oft alla nóttina — eyðileggur
.heimilinu, engra heimilis >æginda?” spurði
hún fremur óþolinmóð.
“Ekki til að vanrækja skyldu sína vegna
þess, eða skerða álit sitt. Fyrst vinna, svo
skemtanir — góð og gömul bamastofuregla,
sagði hann og duldi geispa sinn. “Eg varð
í rauninni of þreyttur.”
“Á þá læknir engrar gleði að njóta á
heilsu þína- styttir aldur þinn—”
“Eg hefði ekki átt að leika við bömin,”
er það ekki?”
“Búðarþjónn hefir meiri ánægju af lífinu
heldur en þú, Tom.”
“Ekki ef sálin hans er eins löng og must-
arðsjurt,” hrópaði hann fjörlega. Lítið eft-
irsóknarverð vinna að vikta smjörlíki og syk-
ur, verð ég að álíta.”
“Eg talaði um skemtanir,” tautaði hún.
“Með þeim meinar þú frístundir,” svar-
aði hann. “En mannsins stærstu skemtanir
er reyndin í vinnu hans, góða — með hugsun-
inni að gera allt eins vel og mögulegt, að vita
að maður gerir alltaf skyldu sína, hvað sem
það kostar, hvað sem maður á á hættu eða
vogar. , Er það ekki betra að fara úr rúminu
sínu volgu út í kuldann, til þess að gefa ein-
um eða öðrum, sem kvelst voðalega- morfín-
dæling, skuluín við segja, en að ganga hreyk-
inn' á milli mynda að skoða þær.” Hann
snéri sér skyndilega að henni, og hló hrein •
skilnislega.
Þetta er hlægileg rökfærsla,” sagði kona
hans brosandi. “En ég held að starf lækna
sé eitt hið lakasta. Hann er allra þjónn og
einskis húsbóndi. Er nokkur maður til sem
vildi vinna eins fyrir hann og hann vinnur fyr-
ir aðra? — hættir lífi sínu, stofnar heilbrigði
sinni í voða, svarar undireins hverju kalli.
Hver myndi gera jafn mikið fyrir þig?”
“Kringumstæðurnar við starf læknisins
eru sérstakar,” muldraði Tom og lokaði aug-
unum.
“Skyldi gamli Burgess hafa farið á fæt-
ur kl. 2 eins og þú gerðir síðustu nótt, og vera
hjá Gladys eða Ronny þangað til hann varð
að þjóta heim aftur, þvo sér, borða fáeina
munnbita og vera svo viðbúinn að taka á móti
næsta sjúkling til að gera holdskurð á hon-
um?”
“Eg held það, ef hann gæti gert verulegt
gagn,” svaraði læknirinn syfjaður.
“Það er nú ekki sennilegt,” sagði hún al-
úðlega. Hún þagði nokkrar mínútur, og þeg-
ar hún talaði aftur, svaraði hann ekki; hann
var sofnaður.
Hún leit alúðlega á hann og stundi.
Hann svaf ennþá’ þegar þeman kom inn
tíu mínútum seinna.
“Þey,” sagði Florence aðvarandi; “hann
sefur.”
“Það er maður í biðstofunni,” hvíslaði
hún, um leið og hún læddist á tánum til henn-
ar. “Hvað á ég að segja honum?”
“Þökk sé forlögunum,” tautaði frúin.
“Sagði hann ekki hvað hann vildi?”
“Læknir — áríðandi.”
“Það er alltaf áríðandi. Segðu honum
að læknirinn hafi vakað alla síðustu nótt, og
verði á ferðinni í allan dag. Vísaðu honum
á Whitemann lækni.”
Stúlkan kinkaði kolli og læddist út. Lít-
illi stundu síðar kom hún aftur inn.
“Lafði Branton bað hann að fara til
Mann læknis,” segir hann.
“Segðu honum að það sé næstum áreiðan
legt að læknarnir Brooke og Whitemann séu
heima.”
Tom hreyfði sig, opnaði augun og sá þær
horfa meðaumkunaraugum á sig.
“Hvað — hvað er nú?” spurði hann?
Er nokkur sem leitar minnar hjálpar hér?”
“Já, en það dugar ekki,” sagði kona hans.
“Eg sendi hann til Brooke, góði minn.”
“Ó rugl,” sagði Tom, um leið og hann
stóð upp. “Þeir sem leita Brooke koma ekki
hingað. Er hann í biðstofunni?”
“Já herra,” svaraði stúlkan.
Hann flýtti sér út úr herberginu, en að
mínútu liðinn1 kom hann aftur inn, og í andliti
hans sá konan að í stað þreytu og svefns
lýsti svipurinn ákveðnu áformi, eins og venja
var þegar hann átti vandasömu starfi að
gegna.
“Eg verð að fara góða,” sagði hann- og
strauk hárið aftur með hendinni, “og ég býst
við að verða lengi. Mér þykir leitt að verða
að yfirgefa þig.” Hann gekk nær og laut
“Eg verð.”
niður að henni. “Eg hefði helzt viljað vera
hjá þér, mín kæra; en þú krefst þess líklega
ekki?”
“Auðvitað ekki, ef þú verður að fara.”
“Gott, þú verður. En það sýnist undar-
legt, þegar svo marga aðra lækna er mögulegt
að kalla þangað.”
“Krafan er komin til mín góða,” sagði
hann, um leið og hann lagði hendina á öxl
hennar. “Herklukkan hefir hríngt hér —við
mínar dyr góða.”
“Skylda — allt af skylda,” tautaði Flor-
ence Mann mótmælandi, þegar hann lokaði
dyrunum á eftir sér. Eg verí neydd til þess
að hata þetta orð, og allar þýðingar þess.
Þetta er fjórða nóttin sem hann vakir, næst-
um því án hvíldar. Hve — hve lengi heldur
hann að þetta blessist? Vesalings, góði mað-
urinn. Og hann ætti að hugsa meira uffl
okkur. Setjum svo að hann missi heilsuna,
hvað verður þá um bömin og mig?”
Hún fleygði frá sér því sem hún var að
gera, gekk að glugganum, ýtti blæjunni til
hliðar og starði út í myrkrið til að sjá hann
fara. Hún heyrði til hreyfivélarinnar hinS
vegar við húsið.
Hvers vegna á sá maður að stofna heilsu
sinni í hættu, sem hefir konu og börn að hugsa
um? Auðvitað verður fyrst að hugsa uffl
þau’” tautaði hún og þurkaði döggina af rúð-
unum, sem orsakaðist af því að hún andaði á
þær.um leið og vagninn kom í ljós fyrir hornið.
Tom sá hana og veifaði hendinni; svo
rann vagninn út á þjóðveginn og hvarf úr aug-
sýn. Hún hafði sent honum handkoss, því
hún sá mann í vinnufötum sitja við hlið hanS.
* *
í þrjár eða fjórar mínútur ók læknirinn úr
einni götu í aðra með löglegum hraða, en und-
ireins og hann kom út á þjóðveginn ók han»
eins hart og vélin þoldi.
Á meðan sat fylgdarmaður hans stein-
þegjandi.
“Þér eruð ekki vanur við slíkan hraða?”
spurði læknirinn, þegar hann sá að maðurinö
var hræddur.
“Nei,” svaraði hann hörkulega.
“Menn spara mikinn tíma með því að aka
hratt.”
“Það er bara ágætt, ef — ef þér veltið
ekki vagninum; þá sparar það ekkert.”
“Ó, ég geri það ekki,” sagði læknirinö
sannfærandi. “Eg þekki veginn mjög vel>
Fyrir nokkru síðan fór ég þennan veg næstuiö
hverja nótt.”
“0 já’ Lafði Brenton- Það var hesta'
sveinninn hennar, sem sagði mér að sækja yð'
ur.”
“Eg skll,” svaraði læknirinn, og nú varð
aftur þögn um stund.
“Eg er hræddur um að hún sé dáin,”
sagði maðurinn dimmraddaður, þegar hann sá
birtuna af lampaljósi, sem skein í gegnuö1
glugga á kofa, sem stóð uppi á bakka spotta-
korn frá þeim. “Hún var mjög veik þegar ég
fór.”
Vagn’nn komst með erfiðismunum upP
brekkuna- og læknirinn stöðvaði hann og vaf
búinn að grípa töskuna sína áður en maðuT'
inn hafði hreyft sig.
“Eg er hræddur við að fara ofan úr vagö'
inum,” sagði maðurinn, þegar læknirinn stöðV
aði vélina og stökk ofan.
Á sama augnabliki voru dymar opnaðaí.
og kona sást í dyrunum.
“Ó, þér eruð kominn? Guði sé lof!”
hrópaði hún veiklulega. “Hélt að þér mund'
uð ekki koma. Er það Mann læknir. Já.
nú sé ég það.”
“Já, við erum komnir,” sagði læknirinö.
tók handlegg hennar og gekk inn með henni-
“Hvar er sjúklingurinn?”
“Komið þér upp,” svaraði hún, og fóí
með hann að rúmi lítillar stúlku, sem var sVö
lík Gladys hans að hann varð hissa.
Hann fleygði yfirhöfninni á stól og laut
niður að barninu, sem var blóðrautt af hita'
veiki, og nær dauða en lífi.
“Því senduð þér ekki eftir mér fyrri?”
spurði hann fljótlega, tók af sér glófana oí
fór að spyrja hana um barnið.
“Við — við héldum ekki að hún væri svö
hættulega veik,” svaraði móðirin kjökrandi.
“Það er ekki of seint, herra, er það? — EkKl
of seint?”
(Framhald)