Heimskringla - 31.10.1928, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
I *fl
H EIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. OKT 1928.
i
WINNIPEG, 31. OKT 1928.
Yirkið Þrœlafossana
Eins og kunnugt er, verður greitt
atkvæði um það nú við bæjarkosningarn-
ar, hvort vatnsvirkjunarkerfi Winnipeg-
borgar (Hydro) skuli ráðast í það að
virkja Þrælafossana (Slave Falls).
Það kann sumum að þykja óþarfi, að
brýna fyrir kjósendum, að greiða þess-
ari virkjun atkvæði. Að minnsta kosti
telur Free Press, sem átti sinn stóra og
góða þátt í því, að afhenda Winnipeg El-
ectric Co. Sjö-systra fossana, það næsta
barnalegt að gera sér í hugarlund, að
nokkur muni hafa á móti því opinberlega
að bærinn virki Þrælafosana, þótt hann
mætti undir engum kringumstæðum
virkja hina.
Það er vafalaust alveg rétt, að svo
langt þorir hvorki Winnipeg Electric Co.,
eða aðrir vildarvinir þess, eins og t. d.
Free Press, að ganga, að hefja opinbera
baráttu gegn því að bærinn virki Þræla-
fossana. En hitt er á allra vitorði, að
Winnipeg Electric hlakkar ekkert til þeirr
ar virkjunar, fremur en þeir, er helzt
vilja sjá allar auðsuppsprettur landsins í
höndum einstakra stórgróða hákarla. Og
menn þurfa ekki að ganga að því grufl-
andi, að þau verða svo sem nógu mörg,
atkvæðin, sem greidd verða á móti virkjun
Þrælafossanna. Það er fjöldi manna
hér í Winnipeg, og meðal þeirra margir,
er mega sín mikils, sem er velgengni
“Hydro” verstur þyrnir í augum, og sem
áreiðanlega gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að sporna við því að fjár-
veitingin til virkjunarinnar nái fram að
ganga við þessa auka-atkvæðagreiðslu.—
Menn skulu ekki láta blekkjast til
að sitja heima kosningardaginn, þótt
engin opinber mótspyrna eigi sér stað.
Sá, sem mestu ræður með Winnipeg El-
ectric, er enginn kjáni, né liðsmenn hans
margir. Þeir vita, að þótt auðvitað
kynni að vera hægt að rægja og hræða all
marga kjósendur frá því að greiða at
kvæði með bæjarleyfi til virkjunar Þræla-
fossanna, þá myndi sú aðferð reka á
fætur, og að kjörborðinu, tvo eða fleiri,
sem greiddu bæjarvirkjun atkvæði sitt, á
móti hverjum einum, er takast mætti að
hræða frá því. Þeir vita líka vel, hve
margir kjósendur eru áhugalausir um
sinn hag, hve margir hugsa á þá leið, að
öllu sé óhætt, þótt þeir séu ekki að þvæl-
ast á þessa kjörstaði, að jafnvel helztu á-
hugamálum þeirra sé óhætt, ef þeir ekki
sjá opinber andmæli reist gegn þeim. Það
er þessvegna engin goðgá, þótt þögn ást-
vina Winnipeg Electric og fjáenda City
Hydro sé að einhverju leyti þökkuð, eða
kennd, þessum ástæðum. Eða dettur
mönnum yfirleitt í hug að hún komi til af
góðu? Af hjartagæzku og umhyggju-
semi fyrir City Hydro, hinum þrauthataða
keppinaut?
Farið þessvegna, menn og konur,
hvert mannsbarn, sem atkvæðisrétt hef-
ir, og skilur hverja þýðingu City Hydro
hefir fyrir bæjarbúa, og greiðið atkvæði
með virkjun Þrælafossanna. —
.v * *
Ein ótvíræð bending um þá leyni-
,mótstöóu gegn bæjarvirkjuninni, sem
vikið er að hér að framan, eru athuga-
semdir þær, er gerðar hafa verið við
þau ummæli Mr. Glassco, að ef City Hydro
'fengi að virkja Þrælafossana, þá gæti
bærinn ráðið orkuverðinu þangað til ár-
ið 1937. Honum er auðvitað ámælt
fyrir að hafa ekki sagt, að bærinn gæti
ráðið verðinu miklu lengur. Það fylgir,
að enginn heilvita maður trúi því, að
orkuverðlag í Winnipeg verði með tvennu
móti, annað hjá félaginu. en hjá bænum.
Verðlagsnefndin myndi aldrei leyfa fél-
aginu að setja hærra verð en hið opin-
bera setti.
Nú hefir vitanlega engum heilvita
manni nokkumtíma dottið þetta í hug.
Verðlagið verður aðeins eitt, það sem
City Hydro ákveður, og auðvitað ekki
lægra. En þegar City Hydro neyðist til
þess að hækka verðið, þá hækkar félagið
líka, hvað sem allar verðlagsnefndir segja.
Og sannarlega kennir fremur bjartsýni
en hins í ummælum Mr. Glassco, því ef
Winnipegborg vex svo sem vonir standa
til og útlit er á, þá verður City Hydro
orkufátt áður en árið 1937 heldúr innreið
sína, og þegar bæjarvirkjunin verður
orkuvana, þá hækkar verðið. Það er
eins og Winnipeg Tribune segir:
“Þessir menn virSast ekki gá aS því, að
opinber virkjun þolir ekki kyrstööu. Gerum nú
ráö fyrir aö fullnytjuö sé orkan frá Pointe du
Bois og Þrælafossum. Hvaö þá? Getur City
Hydro neitaö nýjum viðskiftavinum? Fari
svo, hver ræður þá hverjum viðskiítamönnunum
skuli hafnaö? Og þegar gamlir viöskiftavinir
biðja um meiri orku — eins og flestir viðskifta-
menn gera, ár frá ári — á þá City Hvdro aö
segja viö þá, við höfum enga orku, þiö verðið
að leita til annara?
...“Þetta er óhugsandi. City Hydro verður
að fá meiri orku eða lognast út af að öðrum
kosti.
“Bærinn á aðeins eina von eftirskilda um auk-
ið vatnsafl. Það eru Merkjafossar (Boundary
Falls), sem eru i Ontariofylki, og satt að segja
ekki sérlega ákjósanleg orkustöð. Kenorabær
vill tryggja sér Merkjafossana. Og eitt eða
tvö einkafélög hafa líka augastað á þeim. Ltk-
indin eru þvi eigi mikil til að City Hýdro fái þá.
Tækist það, þá myndu Hydro þar fá orku-
viðbót til tveggja eða þriggja ára.”
Fái Hydro ekki Merkjafossana, þá
verður hún að framleiða orkuna með
kolum, en það yrði að minnsta kosti 20
per cent. dýrara, en það verð sem Hydro
getur nú selt orkuna við. Til þess að
standast þann aukakostnað verður Hydro
að hækka verðið. Og menn geta reitt
sig á það að Winnipeg Electric verður
ekki síðbúið í það kjölfar.
* * ¥
Kjósendum hlýtur að þykja fróðlegt
að sjá hvemig bæirinn gerir ráð fyrir að
fjárhagshliðin á þessari fossavirkjun lít-
ur út. Er hér farið eftir áætlun þeirri, er
City Hydro hefir nýlega sent skattgreið-
endum bæjarins, um virkjun Þrælafoss-
anna.
Talið er að virkjunin muni alls kosta
»$10,528,365. Bærinn getur fengið að
láni fé til þessa fyrirtækis með betri kjör-
um en nokkurt einstaklingafélag, svo að
munar um 2 per cent. á vöxtunum, sem
er ekki lítið fé, þegar á svo miklum upp-
hæðum veltur. Með því að gera ráð
fyrir 5 per oent. vöxtum, nema vextirnir
af öllum höfuðstólnum $526.418.— Sam-
kvæmt venjulegri fjárreiðu, er gert ráð
fyrr að afborgun og rýraum nemi 4 per
cent. eða $421,134.00. Verður þá árleg-
ur stofnkostnaður $947.552.00.
Allur reksturskostnaður við virkjun
ina nemur $190,000 á ári. Eru þar í
talin ráðmennska, vinnulaun og viðhald,
$115,000 og viðskiftahúsa og lóðaleiga, er
nemur $75,000.
Með því orkuverði sem nú er liér í
borginni greiðir orkustöðin vexti og af-
borganir, ásamt reksturskostnaði og við-
haldi á tuttugu árum, og hefir þó árlegan
ágóða að auki. Eftir tuttugu ár er að
fullu greiddur allur stofnkostnaður við
virkjun Þrælafossanna og City Hydro fær
þá 90,000 hestöfl á ári fyrir $190,000, eða
hérumbil á tvo dali hestaflið. Orkuverð
það sem nú er hér í Winnipeg, gefur arð í
hönd hverjum félagsskap, er framleiðir
orku innan við tuttugu dali hestaflið.
Sést bezt á þessu hvílík fásinna það er
af almenningi, sem einn á alla ónotaða
vatnsorku, að selja hana í hendur ein-
stökum auðfélögum, til þess að okra svo
á henni aftur á kostnað fólksins.
* * *
Það virðist annars dálítið skrítið,
svona í fljótu bragði, að City Hydro skuli
þurfa að verja fé til þess að sannfæra
borgara bæjarins um það, að það borgi
sig fyrir þá að virkja Þrælafossana, til
þess að spara sjálfum sér miljónir dala á
ódýrri orku til iðnaðar og ljósa. Að sér-
stök atkvæðagreiðsla skuli þurfa fram að
fara meðal skattgreiðenda til þess að
vatnsvirkjunarstöð bæjarins geti fengið
að njóta þessa orkuvers.
Og þá virðist það ekki síður einkenni-
legt að keppinautur og skæðasti fjandi
bæjarvirkjunarinnar, Winnipeg Electric
Co., skuli fá sér í hendur lagt þetta ljóm-
andi orkuver, Sjö-systra fossana, síðasta
ónytjaða orkuverið við Winnipegfljót, án
þess að almenningur hafi minnstu ögn um
það að segja með atkvæði sínu, án þess
jafnvel, að löglega kosnir fulltrúar fylkis-
búa, þingmenn Manitobafylkis, séu spurð-
ir til ráða á réttum vettvangi.
Hafið allt þetta hugfast, er að kosn-
ingardeginum kemur. Gleymið ekki að
fara á kjörstaðinn, hver sem vetlingi get-
ur valdið af þeim er atkvæði eiga, og
greiðið atkvæði með virkjun Þrælafoss-
anna. Og munið þá h'ka hverjir bæjar-
ráðsmenn lögðust á móti því að virkja
Sjö-systra fossana! Sýnið þeim að þér
munið lengra en til næsta máls, og látið
þá gjalda afstöðu sinnar og þýlyndi við
stórgróðafélagið. Og látið þá um leið
þá bæjarráðsmenn, er stóðu á verði
fyrir hagsmunum yðar og reyndu að
koma í veg fyrir afhendingu Sjö-systra
fossanna, njóta þess. Greiðið þeim at-
kvæði yðar — og félögum þeirra!
DRENGSKAPARLUND
er það, sem stílað hefir yfirlýsingu
séra Halldórs E. Johnson, er birtist á öðr-
um stað hér í blaðinu. Hverjum rit-
stjóra, er vill sigur djarfmannlegs víðsýn-
is, sigur hins sanna og góða, hlýtur að
vera ánægja að birta slíkar játningar,
Og vér viljum leggja að lesendum að lesa
þessa yfirlýsingu með athygli.
Til þess að koma í veg fyrir óþarfa
misskilning, skal það tekið fram, að á-
nægjan yfir því, að fá að birta slíkt skrif,
stafar ekki endilega af málalokunum
sjálfum, beinlínis. Það sem mestu máli
skiftir er það, að á bak við þessa yfirlýs-
ingu stendur maður, góðum gáfum gædd-
ur, sem eftir auðsjáanlega langa yfirveg-
un og sjálfsprófun, hefir ekki einungis
séð veginn til sáluhjálpar framundan sér,
heldur hiklaust þorað að leggja út á hann,
hinn þrönga veg trúmennskunnar við
sjálfan sig. Og þegar um er ræða mann
í opinberri stöðu, einn af kirkjunnar þjón-
um, sem hafa valið sér það hlutskifti að
sitja að fótum meistarans frá Nazareth,
þá finnst oss í allri einlægni ástæða til
þess að gleðjast margfaldlega.
Vér erum sannfærðir um það, að sá
maður, er ritar sh'ka yfirlýsingu hefir
ekki mætt óverðskulduðum vinsældum
hjá söfnuði sínum, hversui miklar sem
þær kunna að vera.
------x------
NOKKRAR ATHUGASEMDIR
Herra Jónas Pálsson telur sér hafi
verið sómi sýndur með því að virða sig
svars. Vér viljum ekki hafa á móti þess-
ari staðhæfingu. En það er ekki rétt
að kenna Þjóðræknisfélaginu um þessa
ávirðingu. Sökin er vor eingöngu.
Hann telur oss hafa hamast að sér.
Það er misskilningur. Vér notum ekki
fallbyssur á smáspörva. Eða myndi
nokkrum detta í hug að hann væri að
leggja til stórorustu, þótt hann svaraði
herra Jónasi Pálssyni, og það jafnvel þótt
hr. J. P. gæti ættfært sig alla leið, ofan
an “Norður-(og - Niður -) Reykjum?”
Hr. Jónas Pálsson játar, meðal ann-
ars, að hann hafi ekkert lagt til þess máls,
sem hann gerir að umtalsefni (Ingólfs-
sjóðsins). Þetta mun flestum þykja
trúlegt, og ekki dettur oss í hug að draga
það í efa. Hann játar ennfremur, að
sér komi það því ekkert við (“nema að
því leyti, sem ég hefi hér áður tekið
fram”). Hann þurfti enga undantekn-
ingu að gera. Það er á allra vitorði, að
honum hefir aldrei komið málið neitt við,
eins og það er líka á allra vitorði, að þessi
broslega móðgunarella hans fyrir hönd
Ingólfs Ingólfssonar er aðeins tilraun til
að feta í fótspor þeirra manna, er reyndu
að nota heimferðarmálið til þess að svala
hatri sínu á Þjóðræknisfélaginu. Upp
til þeirra manna má hr. J. P. gjarna líta
með aðdáun. Hann verður tæplega fyr-
ir öfund góðra Islendinga af
þeirri tilfinningu.
Hr. Jónas Pálsson telur oss
hafa brígslað sér um heimsku.
Það var nú ekki endilega mein-
ingin. Jafnvel greindum
mönnum getur orðið á heimska
—svona í andvaraleysi. Og satt
að segja höfum vér ætíð álitið
hann heldur greindan mann.
Þó skal við það kannast, að
þar um réði metra sögusögn:
en viðkynning.
En hafi einhverjir lesendur
skilið orð vor á sama veg og hr.
J. P., að þessu leyti, þá vitum
vér, að þeir hafa afsakað oss
í hjarta sínu, er þeir lásu sam-
líkingar hr. J. P. í síðasta Lög
bergi. Þar sem hann telur
ráiðstöfun Þjóðræknisfélagsáns
á varnarsjóð Ingólfs Ingólfsson-
ar, er það hefir áður leitað mót-
mæla gefenda sjóðsins, hlið-
stætt dæmi við það að vér
hóuðum “saman 20 mönnum, og
með einhverskonar kænsku*
geti narrað 15 af þeim 20 til
þess að samþykkja það, að slá
eign sinni á húskofann hans
Jónasar Pálssonar, o. s. frv.,”
eða þá þetta dásamlega dæmi:
“Setjum svo, að ég biðji eitt-
hvert félag að geyma bílinn
minn um óákveðin tíma. Þeg-
ar ég svo kem að sækja bílinn,
er mér tilkynnt að félagsmenn
hafi samþykkt að slá eign sinni
yfir bílinn, en þeir hafi auglýst
samþykktina fyrir viku síðan í
í blaðinu Free Press. Hefi ég
þá enga'n rétt til bílsins?”
Vér höfum lesið og heyrt
margt vitlaust. En ekkert sem
tekur þessari röksemdaleiðslu
fram. Auðvitað er það hr.
Jónasi Pálssyni til málsbóta,
hve lengi hann hefir legið í
kviði stórfisksins, sem hann lét
gleypa sig í vor, svo vér notum
biblíulíkingar, er hann hefir svo
gaman af. Vér skiljum svo
vel, að hann sé ekki “Jónas
samur,” eftir þann meltinga-
leik.
En hvað sem um það er, þá
er þó það eitt víst, að vér erum
óbifanlega sannfærðir um það,
að sé hr. Jónasi Pálssyni al-
vara, með þessar samlíkingar,
sem auðsjáanlega eru ritaðar
að yfirlögðu ráði, þá er honum
sannarlega engu síður þörf á
því en Ingólfi Ingólfssyni, að
rannsakað sé, hvort hann er
með réttu ráði eða ekki. Og
má hver lá oss sem vill.
Skoðun vor um það, að mál
Ingólfs Ingólfssonar hafi verið
í góðum lögmannshöndum, þar
sem var hr. H. A. Bergman, hef-
ir í engu breytzt. Að það
komi þessu máli við, sjáum vér
ekki. Heldur ekki að hr. Berg
man hafi afrekað meiru en hann
var skyldugur að gera, sam-
kvæmt embættiseið sínum, og
því sem ætlast er til af hverjum
heiðarlegum (lög)manni.
Hr. Jónas Pálsson leggur 12
spurningar fyrir ritstjóra Hkr.,
sem fyrverandi ritara Þjóð-
ræknisfél., hvort ekki hafi kom-
ið fram hinar og þessar tillögur
og bendingar um hvað mætti
gera við afganginn af varaar-
sjóðnum. Ja, því ekki það9
Því ekki að hafa spurningarnar
tólf hundruð, eða tólf þúsund?
Því ekki að spyrja hvort ekki
hefði mátt lána hr. Jónasi Páls-
syni þenna afgang til þess að
spekúlera með á Grain Ex-
change? Eða kaupa ríkisskulda
bréf? Eða námuhluti? Eða
henda fénu í sjóinn?
Jú, vér álítum að félagið hafi
mátt gera hvern skrambann
sem því sýndist við þessa pen-
inga, er enginn gefandi mót-
mælti því að það legði þá í
félagssjóð, og megi gera enn, af
því að það á peningana.
Vér endurtökum það: Vér
álítum að Ingólfur Ingólfsson
hafi aldrei peningana átt. Vér
álítum að Þjóðræknisfélagið
*Leturbreyting hér
/—---------------
FORD COKE
—All Sizes—
Western Gem Coal
Lump, Stove and Nut Pea
THE
WINNIPEG SUPPLY
& FUEL CO. LTD.
Tel. 876 15 — 214 Ave.Bldg.
hafi með fullri heimild lagt af-
gang varnarsjóðsins í sinn fél
agssjóð. Vér erum sannfærð-
ur um að hr. Bergman hefir
aldrei dottið í hug, að Ingólfur
ætti peningana, að honum
hefði aldrei dottið í hug að taka
þrjá fjórðu hluta af aleigu um-
komuleysingjans fyrir það, að
bjarga honum frá lífláti.
Hr. Jónas Pálsson virðist
vera á annari skoðun. En að
deila um þetta, verður aldrei
annað en orðaskak um “Keis-
arans skegg.” En það er eitt
ráð til þess að skera úr þessu.
Sé hr. Jónas Pálsson sannfærð
ur um það, að Ingólfur Ingólfs-
son eigi þetta fé, að Þjóðrækn-
isfélagið hafi stolið því, eða með
ofbeldi lagt hald á það, og
skyldi svo ólíklega vera ástatt,
að hr. H. A. Bergman sé sömu
skoðunar, og hafi þessvegna
ekki leitt hr. Jónas Pálsson í
allan sannleika, þá erum vér
þess fullvissir, að þeir láta ekki
undir höfuð leggjast, að beita
sér fyrir það, að umkomuleys-
inginn nái rétti sínum og eign-
um, með aðstoð laganna. Vér
vitum að hr. Jónas Pálsson læt-
ur engum torfuskekli óbylt úr
flagi til þess. Hann getur ekkí
verið það dusilmenni, að gera
það ekki, ef nokkur minnsta
sannfæring er á bak við orð
hans. En þangað til væri það
vafalaust heppilegast fyrir sjálf
an hann — auk þess hvað það
væri nú skemtilegt fyrir kunn-
ingja hans — ef honum þókn-
aðist að skrafa sem minnst.
Jafnvel hreint og beint þegja.
-------x--------
Yfírlýsing
Fátækur kom ég heiman af Fróni,
eins og fleiri — fátækur af fé og
trú. Að vísu hafði ég verið upp-
fræddur í Lúterskum sið og fermd-
ur, en sú uppfræðslan hafði gagn-
stæð áhrif við það sem ætlast var
til. Eg gat illa samræmt helvíti við
Guðs almætti, og blóðfórnina við
réttlæti alvizkunnar. Sú trúfræði
sem í mig var troðin, gufaði algerlega
upp í sólskini æskuáranna.
Eg var næsta sinnulaus um þau
málefni er ég kom til Ameríku. I
Norður Dakota dvaldi ég í nokkur
ár. Þar voru þá allheitar trúar-
deilur milli manna, en sá stormur fór
framhjá mér. Eg hafði sem sé
öðru að sinna, því efnalausuin dag—
launamanni er ekki auðkleift að stunda
framhaldsnám í æðri skólum. Loks
komst ég þó svo langt, að innritast
á undirbúningsdeild Valparaíso há-
skólans árið 1909. Þar kynntist ég
mönntim af ýmsum ættum og skoðun-
um. Skólinn var á þeim árum afar
stór — yfir 5,000 nemendur og á
þriðja hundrað kennarar. Auðvitað
drógust þeir saman, sem “dámlíkast-
ir” voru. Mér til mikillar gæfu
komst ég fljótlega í félagsskap með
ungum mönnum, sem ég hef alltaf
síðan álitið fyrirmyndir, að siðgæði
og lífsskoðun. Þessir ungu menn
komu úr öllum áttum, og voru upp-
aldir við margvíslegar og afar ólik-