Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 4
4. BLADSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV., 1928 fleimskrítvgla iNtofnun 18M> Krnor at I ktcrjaa nlVtlkided. KIGBNDUJt: VIKING PRESS, LTD. HB3 »K »K3 SAKGENT AVE. WIASIPBG TALglMIl 86 537 &rsan6urlni> bor*- Allar boriranlr sendlat Var« blabslns er »3.00 tst fyrlrfrara. Allar ------ _ __ THE VIKING PKE68 LTD. 8IGFÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjórl. UtftnAskrlU tll blnHslnftl TBE VIKI.td PKESS, LttL, Bol «166 Utanaskrlfl III rltetiArnnni EDITOR HEIMSKRINGLA, Boi bioo WmNlPEG, MAN. “HelmskrlnKla Is publlsbed by Tke viklnic Prenn Ltd. and prlnted by CtTV PHINTING * PIIBI.lSHHtB C». BSS-SBfl Inrirnt A»e- Wlnnlne*. Mnn. Telephonei .86 53 7 WINNIPEG, 14. NÓV., 1928 kjör þeirra myndu ekki endilega blíðkast við það. Og í öðru lagi er sá þroski, sem fæst við sjálfsforræði og skyldur þær, er hverjum sæmilegum dreng ber af hendi að inna, langt um meira virði en þótt um fáeina dali á nef hvert, árlega í nokkur ár, væri að ræða. Því meiri menning sem í arf er þegin, því meiri og æðri skyldur. O ghver íslendingur er svo “allt- of uppgefinn,” á Bifröst, að hann vilji láta sjálfsvirðingu og menningararf falan við einum spaðbita, svo gómsætur sem þurfamannsbitinn er, þegar nú kemur til sveitarkosninganna ? Vér vonum allra hluta vegna að kjör- seðlarnir svari ágreiningslaust: “Sá ís- lendingur er ekki til í Bifröst.” --------X------- Einn hring enn Pennadellan á honum er ólæknandi. —St. G. St. Sveitarkosningarnar í Bifröst Hingað tO bæjarins kom á mánu- daginn Mr. Thor Lífman, sveitaráðsmað- ur frá Árborg. Kvað hann fund hafa verið haldinn að Davíðs Guðmundssonar í Árborg, fyrra sunnudag og voru þar viðstaddir Valdi Jóhannesson og Jón Sigurðsson frá Víðir; Sveinn Thorvalds son, Friðgeir Sigurðsson og Skúli Hjör- leifsson frá Riverton; Páll Sigurðsson, Jimmy Page og Gísli Sigmundsson frá Hnausa, P. O., og svo nokkrir menn frá Árborg. Dr. S. E. Björnsson vai beðinn að stýra fundinum. Var lögð fyrir fundinn tillaga um að fundurinn lýsti því yfir að hann væri algerlega mót- fallinn því, að Bifröstsveit yrði sett und- ir ráðsmennsku fylkisins. Greiddu all- ir viðstaddir atkvæði með þessari tillögu. Skorað var á Sveinn kaupmann Thor- valdsson frá Riverton, að gefa kost á sér til oddvitaembættis við komandi sveita- stjórnarkosningar. Greiddu allir við- staddir þeirri áskorun samþykki sitt og atkvæði. Fundurinn var einhuga um það, að núverandi fyrirkomulag væri óviðunan- legt, og var samþykkt tillaga frá Mr. Page þess efnis, að skora á stjórnarvöld- in að skera norðan og vestan af sveitinni, enda var skýrt frá þvi að fylkisritari (Mr. McLeod) hefði lofað því, að í það minnsta fengist “township”-röð skorin norðan af sveitinni.— XXX Það kom í ljós í því samtali er vér átt iim við Mr. Lífman, að hann áleit, að nú gegndi allt öðru máli en við undanfarnar sveitarstjórnarkosningar í Bifröst 1926 og 1927, að því leyti, að nú ættu héraðs- búar ekki að greiða atkvæði um menn, heldur um það, hvort sveitin skuli glata sjálfstæði sínu eða eigi. Sjálfur kvaðst hann hafa veitt núverandi oddvita að kosningum 1926, en ekkert lagt til þeirra mála í fyrra. Hefði hann í mörg ár ver- ið nágranni oddvita og vel farið með þeim jafnan, svo að ekkert persónulegt lægi til grundvaliar fyrir afstöðu sinni nú. Óttaðist hann að nokkrir íslendingar í héraðinu myndu vera þess reiðubúnir, að leggja lið sitt til þess að svifta sveitina sjálfsforræði. Myndi það í flestum til- fellum stafa af misskilningi einum, að þeir héldu að nokkuð betra myndi taka við, ef öllu væri velt á stjórnina. Auk þess væri það sorgleg þrotabúsyfirlýsing íslenzku sjálfstæði og framkvæmdasemi, að halda svo upp á 1000 ára sjálfstjórnar- minningu forfeðra sinna er nú fer í hönd, að lýsa yfir getuleysi sínu til þess að stjórna sveitinni sinni með því að varpa allri umsjón og fyrirhyggju á stjórnina. XXX Lesendum Heimskringlu er kunnugt um það hvernig vér lítum á þetta mál. Skoðanir vorar falla þar nákvæmlega sam an við skoðanir Mir. Lífmans, og þeirra manna, er hann getur um að hafi sótt fundinn í Árborg. Það er biátt áfram óskaplegt tii þess að hugsa, ef nokkur íslendingur er sá í Bifröstsveit, svo úrættis öllu því sem áreiðanlega er og hefir verið verðmæt- ast í menningu forfeðra hans austanhafs, og þá ekki síður vestanhafs, einmitt á þeim slóðum sem hann þýr, að hann vilji af einhverjum orsökum fara húsgangs veginn að stjórninni. — Fyrst er það, að Mr. Jónas Pálsson tekur enn þann kostinn, að þenja sig yfir marga dálka í Lögbergi — og fær svo sem ritstjórnar- dálkana til þess — í stað þess að hefjast handa til þess að ná með lögsókn afgang- inum af “Varnarsjóði Ingólfs Ingólfsson- ar” (undir því nafni voru samskotin birt í Heimskringlu) úr sjóði eða byggingar- sjóði Þjóðræknisfélagsins til handa Ing- ólfi; sem hann fullyrðir enn að eigi pen- , ingana og enginn annar. (Mr. Páls- son finnst það auðsjáanlega afar miklu máli skifta með tilliti til þess hver á í raun réttri peningana, hvort þeir eru í aðal- sjóði félagsins eða byggingarsjóði þess, og er sú lagastafsspeki reiðilaus af oss). Fyrir utan þaé hvað Mr. Pálsson virðist hafa særst af smáspörvahöglun um, sýnist það helzt gremja hann, að vér skulum skrifa “vér álítum” um þetta mál, í stað þess að skrifa fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagsins. Vér getum því miður ekki hugnast Mr. Pálsson öðruvísi; vit- um aöeins um sjónarmið þeirrar nefndar, er málið hafði fyrst með höndum, og höf um, þrátt fyrir alla þvælu Mr. Pálsson ekkert bieytt skoðun í þeim efnum, og svörum í þetta skifti því aðeins, að hann vill nú endilega láta iíta svo út, færandi meðal annars til síns máls skjal, sem hann víst hefir fengið aírit af hjá Mr.Berg man, er vér vissum ekki betur en að væri lögmaður Þjóðræknisfélagsins er hann reit það bréf. Það tvennt, sem á milli ber og nokkru máli skiftir, er það hvort Ingólfur eða félagið eigi peningana og hvort þeir hafi verið gefnir til þess að ala önn fyrir honum. Til þess að sýna ótvírætt hve ágæt> rök liggja fyrir skoðun vorri á því, að Þjóðræknisfélagið hafi fullan heimildar- rétt til afgangs “Varnarsjóðsins” skal hér prentaður jiessi útdráttur úr fundargern- ingnum af þeim fundi, er Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins boðaði almenning á í tilefni af þessu máli: “Stjórnaraefnd Þjóðræknisfélags ís- lendinga boðaði til almenns fundar í Good templara húsinu 19. des. 1924, kl. 8 e.h. Forseti setti fundinn og skýrði frá að nefndin hefði boðað til fundarins í tilefni af því að henni hefðu borist tilmæli og áskorun —— þess efnis að Þjóðræknis félagið tæki í sínar hendur mál landa vors, Ingólfs Ingólfssonar, sem dæmdur hefði verið til þess að hengjast fyrir morð. 4. febr. 1925 ..... “Gunnlaugur Jóhannsson kvað nauð- synlegt, að Þjóðræknisfélagið áby.igðist nauðsynlegt fé til ransóknar og fram- kvæmda í þessu máli. Vildi fá að vita hvað væri í sjóði í því sambandi.*— Forseti kvaðst ekki vita það svo gerla, en kvað félagið hafa boðað til al- menns fundar til þess að vita hvort Þjóð- ræknisfélagið mætti ekki vænta fjárstyrks frá almenningi, ef það tæki málið að sér, því ekki muni sjóðurinn nægja til þess.*— Þá kom fram tillaga frá Gunnlaugi Jóhannssyni um að Þjóðræknisfélag ís- lendinga takist á hendur fjárhagslega á- byrgð í þessu máli,* og sé framkvæmdar- nefnd (stjórnarnefnd) Þjóðræknisfélags- ins falið að hafa allar nauðsynlegar fram- kvæmdir í málinu. Tillaga þessi var studd af Mrs. Björgu E. Johnson. Mr. Þorsteinn Borgfjörð vildi, ef til- *Auðkennt hér. laga G. Jóhannssonar næði fram að ganga,* bera fram aðra tillögu, þess efn- is, að allir íslendingar, sem utan Þjóð- ræknisfélagsins eru, séu hvattir af alefli til þess að liðsinna Þjóðræknisfélaginu á allan hátt, og sérstaklega með fjár- framlögum.* Því næst var borln upp tillaga Mr. Gunnlaugs Jóhannssonar um að fela framkvæmdarnefnd Þjöðræknisfélagsins ábyrgð og framkvæmdir í þessu máli. Var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.* Þá var borin upp tillaga frá Mr. Þor- steini Borgfjörð, studd af Mr. G. Félsted, að allir fslendingar staddir á þessum fundi í kveld, skuli gera sitt ítrasta til þess að hjálpa Þjóðræknisfélaginu með fjá»fram- lögum að leiða þetta mál til lykta, og skora á alla íslendinga að gera hið sama. Var þessi tillaga samþykkt í einu hljóði.¥ _ff Hér kemur svo Ijóst fram, sem mest má verða, að skilningur allra aðila á þessum fundi, stjómamefndar Þjóðrækn- isfélagsins, meðlima þess, og viðstaddra utanfélagsmanna er sá, að félagið verði að bera fjárhagslegu ábyrgðina. Forseti fél. biður um fjárstyrk félaginu til handa frá almenningi; Mr. Borgfjörð, viðstaddur Utanfélagsmaður1, skorar á alla íslend- inga að liðsinna Þjóðræknisfélaginu, með fjárframlögum úr því að samþykkt er tillaga G. Jóh., er kemur ábyrgðinni á félagið. Þótt óþarft hefði átt að vera er ómögulegt að taka þetta skýrara fram. Og að auki hyggjumst vér muna það rétt, að Mr. Bergman lagði áherzlu á það, á fundi, er hann hafði með nefndinni á skrifstofu sinni er hann tók málið að sér, að hann héldi stjómarnefndinni ábyrgri fyrir öllum kostnaði, er hann taldi óhjá kvæmilega myndi verða mikinn, hvað sem samskotunum liði...... Getur nú nokkur láð þáverandi stjórn amefnd og oss, þótt vér vel vitandi um þær forsendur, sem hér eru að framan skráðar, álitum og álítum, að það hafi aldrei verið nema sjálfsagt, að fél. njóti af gangs varnarsjóðsins í launaskyni fyrir áhættuna og ábyrgðina. Húgsum oss. sem dæmi, þótt auðvitað sé að sú hugsuna raun verði mörgum því nær að ofurefli, að allir Vestur-íslendingar hefðu farið að dæmi hr. Jónasar Pálssonar, og ekki gefið eitt einasta öent í vamarsjóðinn. Verk Mr. Bergmans hlaut að vera jafn mikils virði fyrir því. Þjóðræfenisfélag- ið hefði þá orðið laglega gjaldþrota. Og hr. Jónas PáJsson kannske ekkert kennt í brjósti um það. En að félagið, sem tók að sér málið, eftir það, að stjórn þess, hafði borlst fregnir um að því hefði verið vísað til ýmissa málsmetandi manna, er Mr. Pálsson þekkir máske alveg eins vel og vér, og að þeir hefðu einhverra hluta vegna ekkeft viljað skifta sér af því; að félagið fái afgang varnarsjóðsins, sem vér álítum, að því væri í raun og veru gefinn,það getur Mr. Pálsson ekki þolað. Þá tekur hann í hjartað fyrir hönd ógæfu mannsins. Já, það er sannarlega svo margt sinnið, sem skinnið! En að nokkurt ósamræmi sé í því; að vér höfum talað um að peningar þess- ir væru til styrktar Ingólfi Ingólfssyni, þótt þeir væru g'efnir Þjóðræknisfélaginu, að það mætti koma fyvir hann nauðsynleg ustui vörnum, það fáum vér ekki séð, jafnvel með tilstyrk Mr. J. P. Eða væri honum enginn styrkur í því að Þjóðrækn- isfélagið leitaði samskota til þess að forða honum frá hengingu, ef svo stæði á, og ífél. álíti taka því, nema að hann sjálfur fengi að njóta afgangsins er kynni að verða! Fyr má nú vera mammons- hyggjan. Auðvitað datt Þjóðræknisfél. ekki í lifandi hug er það tók málið, að annast Ingólf Ingólfsson fyr né síðar, að öðru leyti en að koma fyrir han sjálfsögðustu vörn. Engum nefndarmanni datt í hug, í upphafi, að slíkt gæti komið til mála. En samt prentar hr. J. P. yfir- lýsingu í þá átt, undirritaða af settum ritara nefndarinnar herra Gísla Jóns- syni prentsmiðjustjóra, og stendur nú fattari eftir. En til þessa bréfs liggur dálítil saga: Það er rétt meðfarið, að því er vér bezt getum niunað, að þá er Mr. Bergman tók að sér málið fyrir stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins, þá áskildi hann sér al gerlega frjálsar hendur, til þess að leita þeirra framkvæmda, er hann áliti heppi- legastar. Nefndin gekk að því og sjáum vér eigi hvað hún gat annað gert. Um þær mundir er áminnst bréf er ritað, stóð svo illa á fyrir nefndinni, að ná saman til fundarhalda, sem mest mátti vera. Forseti búsettur að Lundar, og oft í önnum þar; *Auðkennt hér ritari á sjúkrahúsi eftir hol- skurð, fjármálaritari fluttur vestur á Kyrrahafsströnd; vara fjármálaritari búsettur í Sel- kirk og erfitt um að sækja fundi; vararitari eigi í bænum (eða veikur) og varagjaldkeri búsettur í Brown og gat eigi sótt fundi. Talaðist því svo til með nefndinnii, að varafor.teti skyldi í stað fors. og ritara jafn an vera til reiðu, er Mr. Berg- man óskaði einhverrar aðstoð- ar. Þetta bréf, er hr. J. P. prentar, mun Mr. Bergman sjálfur hafa látið skrifa á skrif- stofu sinni, og fært rök að því við Mr. Gísla Jónsson, að það væri heppilegra en ekki, að senda það, svona orðað, hvort sem hr. G. J. hefir litist svo í fyrstu eða eigi. —En hvað um það, vildi máske einhver segja, svona var nú bréfið sent. Að vísu; en hr. Gísla Jónssyni barstj líka svar, sem hr. Jónasi Pálssyni láist að birta, sjálf- sagt af þvl, að hann hefir sjálf ur ekki vitað um það, og enginn náttúrlega haft tækifæri að benda honum á það. En það bréf, er vér höfum fengið leyfi til að birta, er á þessa leið: COPY Office of Superintendent of Peni- tentiaries WSH/EJ Ottawa, Feb. 7, 1925 Dear Sir:— Re Hans Johnson, convicted of murder at Edmonton, Alta. Relative to the above. Copy of your letter of January 16 addressed to the Hjonourable the Minister has been forwarded to me for reply. I note you are anxious to have this inmate transferred from Saskatchew- an to Stony Mountain Penitentiary, also that it is your committee’s in- tention to charge themselves with the welfare of this prisoner. May I ask, please, what is meant in this connection. This branch is now charged with the care and maintenance of this in- mate. He will be well looked af- ter, well clothed, well fed, educated. if he is not already educated; in fact, his every interest will be look- ed after by the Penitentiary officers. I would be glad of information as to just what you would propose to do in the matter when I will be pleased to discuss the suggestion further with you. Yours sincerely, (Sgd.) W. S. Hughes, Superintendent. Gísli Johnson, Esq., Winnipeg, Man. Islenzk þýðing: Skrifstofa yfirsjónarmanns hegningar húsa Ottawa, 7. febr., 1925. Kaeri herra:— Viövíkjandi Hans Johnson, sem fundinn hefir veriö sekur um morö að Edmonton, Alta. Að því er hér að ofan snertir. Afrit af bréfi yÖar, dagsett 16 jan., stílað til hans hágöfgi, ráðherrans, hefir verið mér sent til svars. Eg sé að yður er áhugamál að fá þenna fanga fluttann frá Sask. til Stonv Mountain hegningarhússins, og það er ennfremur ásetningur nefndar yð- ar að annast um þenna fanga. . Mú cg spyrja, mcð leyft, hver cr vtein. irtgin í þcssu sambandi* Þessari deild er nú falin umsjá og framfærsla þessa fanga. Það verð ur vel annast um hann; hann fær gott fæði; menntun, ef hann ekki þeg ar er menntaður; í stuttu máli; yfir- nienn hegningarhússins munu líta eftir hveri hans þörf. Það myndi gleðja mig nð fá vitneskju um það, hvað þcr ciginlcga atlið yður að gcra í þessu máli, og mun það þá vera mér ánægja að ræða frekar þessa uppástungu við yður. Yðar einlægur, (Sgd.) W. S. Hughes, Yfirumsjónarmaður. Gísli Jónsson Esq., Winnipeg, Man. Það þarf nú sjálfsagt ekki einu sinni eins greindan mann og vel að sér um opinbera fram komu og Mr. Jónas Pálsson, til *Auðkennt hér Yiss merki «m nýmavelkl eru bakverkir, þvag- leppa og þvagstelnar. GIN PILLS lœkna nýrnavelkl, meB því a® deyfa og græHa sjúka parta. ■— 50c askjarv ojá ðllum lyfsölum. 131 þess að skilja það, að jafnvel þótt herra Gísli Jónsson hefði ekki ritað undir þetta bréf að ráöi lögmannsins, að þá hafi bæði honum, og þá ekki síður þeim Öðrum nefndarmönnum. eins og t.d. ritstjóra þessa blaðs, er ekki hafði um bréfið heyrt getið fyr en þetta svar kom og aldrei dottið nokkur umönnun í hug, fallið allur ketill í eld með þá hugmynd. Því eins og menn kannske skilja, þá kom nefndinni saman um það, að þetta svar væri eigi hægt að taka öðruvísi en svo, að það væri kurteisleg snupra og kaldfyndin að vonum fyrir framhleypni, er nefndinni hefði orðið á að áliti Mr. Hughes, hversu góð sem meiningin með þessapi málaleitíjn kynni að hafa verið. Og það er enginm efi á því, að langflestum, ef ekki öllum nefndarmömvum fannst, eftir að hafa séð svarið, eins og ritstjóra þesisa blaðfe, hvað sem þeim kann að hafa fundist áður, að allar frekari til- raunir Þjóðrk.fél. til þess að taka að sér umönnun hins seka, að hve miklu eða litlu leyti sem yæri, úr höndum hegningar- valdsins, væri næsta óþarfar, svo ekki séu önnur lýsingarorð notuð og áhrifameiri. * * * Þannig hrundu þá þessar meginstoðir hr. J. P., og má hann sjálfur um það hvernig hann kemst úr rústunum. Skoðanir vorar á þessu máli hafa frá upphafi ekkert breytzt enn. Vér álítum að félagið eigi peningana, áreiðanlega sið- ferðislega, og það er oss meira virði, og jafnvel lagalega. Þó má vel vera að einhver lagastaf- ur kunni að finnast, er mætti gera fél. eitthvað erfitt fyrir um notkun peninganna. En satt að segja er oss algerlega sama um ef svo er. Sanni lög- in það, að Ingólfur eigi pening- ana, þá má hann gjarna njóta þeirra öfundarlaust af oss, ef hann getur notið. Vér höfum trú á hvorugu. En úr því getur einungis málshöfðun á hendur félaginu skorið, eins og vér höfum áður sagt. Og sem einstaklingur í Þjóðræknisíé!.. og sem ritstjóri opinbers blað. þá álítum vér að sæmra sé fyr- ir hr. J. P., og þá sem honum eru viljugir að veita að málum, að beita sér fyrir málssókn, og sýna að honum sé alvara, heldur en að fylla hvern dálkinn á fætur öðrum með öðm eins, og úr penna hans hefir gengið undanfarið um þetta mál. — Tilganginn geta menn gert sér í hugarlund, hver á sína vísu og gera auðvitað. Og hvernig sem fer, þá getur Þjóðræknisfélagið aldrei tap- að meiru en þessum dölum. Það er hægt að tapa meiru en pening um við málssókn. Því þótt til séu þeir auðvitað,sem svo eru þjáðir af maurahyggju og búksorgum, að þeir myndu selja æru sína, ef þeir ættu hana nokkra, fyr- ir fimmeyring, eins og til er:u líka menn, sem þykir tilvinn- andi að gera sjálfan sig að kvik- endi ef þeir héldu að þeir gætu um leið unnið einhverjum öðrum í nöp, þá eru þó sem bet- ur fer, enn flestir góðir íslend- ingar á þeirri skoðun að góður málstaður og hreinar hendur séu gulli betri.—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.