Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. NÓV., 1928 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐa 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurlflenndiu pieðuji, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- hm, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — eru til sölu í öllum lyfabúð á 50c askjan eða 6 öskjur tyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda ondvirðið þangað. Sjálfstæði eða sveitarómegð “Þaí er svo bágt að standa í stað “og mönnunum' um munar “Annaðhvort aftur á bak “ellegar nokkuð á leið.—J. II. Ekki er það ólíklegt, að fleirum en niér hafi fundist það ligja nær e'nhverjum öðrum heldur en rit- stjóra Heimskringlu, að vekja ís- fenzka kjósendur í Bifröstsveit til l>nihugsunar um þeirra eigin sinnu- leysi i sveitarmálum. En svona er Sigfús Halldórs frá Höfnum nvelur daglangt norður í Nýja Is- landi og verður snortinn af þeirri lllfinningu, að yfir höfðum okkar v°f> sú hætta, er hnekkt geti sjálf- st*ði okkar Islendinga í Bíifröst. ®-nginn aðili hafði sinnu á því að Vekja opinberlega máls á þessu. En S°tt þyhir mér til þess að vita, að arninnst ritstjórnargrein hefir komið rotl á hugi niargra hér nyrðra. Og ^kk fyrir k’að er kunnugra en frá þurfi að Se8ja, að allmikil æsinga.alda hefir óðið yfir Bifröstsveit hin síðastl. 2 ar' Ekki er mér kunnugt um upp- at hennar, og gerir það minnst, en 1,1111 hefir hagað sér líkt og hafaldan, a® því leyti, að stundum hefir hún r,sið all hátt, og hjaðnað niður á mill figuleik En hana hefir .vantað allan haföldunnar. óðallega eru það Galicíumenn, er j,* 1 * lll^13 þenna æsingasjó, en þó má þar a 1 fararbroddi nokkra íslenzka nienn> og þá fremstan oddvita þess- arar sveitar. Ekki alls fyrir löngu Iri nokkur í hópinn. Hefir ann Serst merkisberi oddvita. Hann ^ niargra manna maki að munn- °£§vast, en hefir aldrei hitt nagl- n a höfuðið enn svo menn viti. Stefnt hefir verið að því, og róið Framtíðinni ^minn til at5 leggja horn- y^aninn framtítSar velmegun í*‘ inn smá upphæSir fyjkj &a * sparisjóCsstofnun efnit5 til efnalegrar ytSar í framtííinni. 3'/2% Vextir Startstímar 9 til 6—Lauerardög- *t»0 t'yrj um 9 til 1. ar SparlwjótSsrelknliiit:. Province of Manitoba Savings Office n«nHl<l nnil Eilice «K »84 Main St. til íÓfrnan °S Stofnats almennlngl efungar 0g þrifa.” ölluni árurn, að leysa upp sveitarfél- agið, og fá fylkisstjórninni umráðin. Hafa i því tilefni verið haldnir marg- ir fundir, smærri og stærri. Mark- verðastir eru 3 fundir haldnir í Ar. borg. Hinn fyrsti í júní 1926, þar sem kosin var 9 manna nefnd til að semja kæruskjal á hendur þáverandi sveitarráði, og koma þvi á framfæri við sveitarráðgjafann. Aftan við kæruskjalið er áskorun til sitjórnar- inar um að taka í sínar hendur öll forráð sveitarinnar. Var þetta síð- an gert að kosningabeitu um haustiö, og vann núverandi oddviti kosning- una með atfvlgi æstra Galiciumanna. Fundur númer tvö var haldinn í Ar- lx>rg í ágúst þ. á. Var hann fjöl- sóttur mjög af hálfu Galicíumanna, en aðeins fáir landar. Maður skyldi ætla að sú fundargerð hefði birzt á prenti, þvi hraðritari hafði fyrir- fram verið fenginn, og var lögð á- herzla á að allar ræðurnar skyldu skráðar. En ráðgáta er mér það. —og hef enga úrlausn gctað fengið —hversu Iangt á veg er komin þessi vestræna list, og tel ég það krafta. verk, ef rétt er bókað allt sem þar var sagt, því bæði var það, að þar voru allmargar tungur talaðar, sem ekki munu skiljanlegar neinuni öðr- um en þeini sem þær tala og naumast það, og svo hitt, að hraðritarinn hafði tímum saman ritblýið í munni sér. Það hefir ekkert birzt í íslenzku blöðunum um þenna fund, né heldur hina, og má það kynlegt kallast, þar sem nauðsyn þykir að birta fundar- gjörðir sveitarráðsins i íslenzkri þýð- ingu í Ixigbergi. Þótti mér ræða oddvitans á þessum fundi eiga það skilið, að konia fyrir almenningssjón- ir, sem spegill af sjálfs hans sam- kvæmni. Fjárhagsáætlun fyrir þetta ár hafði nýlega verið samin af odd- vita (því það er hans starf að semja fjárlagafrumv'árpið) og lögð fyrir sveitarráðið og samþykkt þar. Á fundinum tætir oddviti sundur eigin fjárhagsáætlun, segir að skattar hækki svo mikið, að ókleift verði, að rísa undir þeirri byrði. (lófaklapp, org og d.....(....gangurj. Nú sé ekkert annað úrræði en að leita á náðir stjórnarinnar og biðja hana að taka sveitina upp á sina náSaratma. Skattar muni þá lækka um $10,000 árlega. Þetta lét vel í eyrum, og trúðu flestir. Við skulum síðar taka skattmiða og reyna að sundur- liða hann og sjá til hvað mögulegt væri að lækka skattana og hverjar afleiðingar yrðu. Fundur núnier 3 var haldinn t Árborg snemma í október. Húsið var troðfullt, þrátt fyrir það, þó engar auglýsingar væru birtar. Það barst út á meðal manna á vængjum vindanna, að sveitaráðgjafi stjórn. arinnar rnyndi heiðra fundinn með nærveru sinni. Það var nóg. A'llir vildu heyra hvað ráðgjafinn hafði að leggja til niálanna, líklega fyrst og fremst af því, að hann er ráð- gjafi, og svo hinu, að hann tilheyrir engri klikku hér i Nýja Islandi. Hann er einskonar alríkisborgari í >essu litla riki “Bifröst.” Fundarstjóri var sjálfkjörinn fyr- ir þannig lagaðan fund, sá hinn sanii og stjórnað hafði hinum tveimur undangengnu, hr. Signi. Sigurðsson. Var það niál manna, að hann hefði komið alla leið norðan frá La Pas, til þess að stýra ágúst fundinum. Það var enginn hraðritari á þessum fundi, hefir líklega ekki verið álitið til neins því Irinn álti aö tala (Riley frá Riverton), og þeir sem þekkja hann vita að honum fvlgir enginn hraðritari .til lengdar. Samt sem áður var getið um þenna fund í Free Press, þó mjög ómerki- lega sé og stórvillandi. Sá sem les þá unisögn, myndi ætla. að þar sé sagt satt og rétt frá öllu, er gerðist á fundinum, og ekikert undan dregið, (því flestir, ef ekki allir, er tóku til máls,. eru itilgreindir og einnig út- dráttur úr ræðum þeirra'. En svo er þó ekki, og það sem eftirtektavert er í sambandi við þessa Free Press grein er að veigamestu atriðum fund arins er algerlega sleppt úr frásögn- inin. Einmitt þeim atriðum, sem sanna það skýlaust, að ákærur Gali- cíumanna og umkvartanir hafa alls ekki við neitt að styðjast. Þessurn i atriðum er auðsjáanlega sleppt aö yfirlögðu ráði. Þetta er bardagaað- ferð, sem notuð er til sigurvinninga fyrir vissa klikku, en ekki til úrlausn. ar vandamálum sveitarbúa yfirleitt. Það má fullyrða að ræða Mr. Mc- Leod’s (sveitaráðgjafa) kom algerlega i bág við það, sem vonast hafði ver- ið frá honum af miklum hluta fund- armanna. Hann stóð upp undir dynjandi lófaklappi, fékk að vísu góða áheyrn, en að aflokinni ræð- unni var næstum ekkert lófatak. Það var eins og mikill fjöldi fundarmanna hefði talið það sjálfsagt að Mr. Mc- Leod væri nú “snúinn til réttrar trú- ar,” að hann hefði alls ekki verið að taka sér ferð á hendur hingað, ef ekkert nýtt væri uppi á teningnum. Já, auðvitað ætlaði hann nú að taka við sveitinni. En í staðinn fyrir þessar glæsilegu vonir fer Mr. Mc- Leod milduni háðsorðum tim þá tii. trú, er sveitarbuar sýni stjórn sinni, að hún geti afstýrt uppskerubrestum og flóðum og afnumið skuldir og lækkað skatta. Hann sýnir fram á að skuldir sveitarinnar verði að borgast; að skólaskattar verði að borgast, og ýms fleiri atriði, sem eru óhjákvæmileg útgjöld, hver svo sem fer með völdin. Hvilík vonbrigði. Og þurfa svo að keyra heim af fund inum uni miðja nótt, með þenna snoppung, að fá ekki að gefa upp sjálfstæði sitt, þó maður hiðji um það, sem þó er oft tekið frá manni í trassi við allar mótkærur. “Such is life.” Ekki mun það heldur hafa bætt skapsmuni þeirra rnanna, er mænt höfðu vonaraugum upp á himin stjórn arinnar, að Jón Sigurðsson frá Víð- ir, bar það fram á fundinum, að menn gætu yfirleitt borgað alla skatta; að uppskera væri vel í meðallagi, og engin vandræði fvrir höndum hvað rekstur sveitarinnar áhrærði. Að þessi hrevfing innan sveitarinnar, að leysa upp sveitarfélagið væri frá mönnurn, sem ekki vildu borga skatta. Ennfreniur lagði Mr. Sig- urðsson fram skýrslu yfir hlutföll niilli þeirra hluta sveitarinnar, sem byggðar eru af Galicíumönnum, og hinna, sem mestmegnis eru bvggðar af Islendinguni. Eða milli útjaðra og miðbiks, eins og það er nefnt hér manna á milli. Mr. Sigttrðsson fékk skýrslu sína hjá skrifara sveit- arinnar, svo óhæt; mun að ganga út frá henni sem ábyggilegril En skýrslan er til komin fyrir þá skuld að all mörgum Islendingum hér i sveit er farið að skiljast, að sambúð við Galicíumenn er að verða óbæri- leg, og hefir Mr. Sigurðsson gerst svaramaður þess máls og fengið þaö samþykkt á sveitarráðsfundi, að þess sé farið á leit við fylkisstjórni.ia, að minka sveitina, þannig að teknar séu ræmur vestan og norðan af henni. Einmitt þau svæði, sem byggð eru aí þeim mönnum, sem enga sveit vilja hafa, eða sveitarstjórn. Þessir hlutar sveitarinnar hafa jarðaniat sem nemur um $278,000 af 1 00 að K • ganga í Orthofíhonic OG RADIO JÓLA KLÚBB OKKAR —Sérstök hlunnincli fýrir meðlimi Meðlimatala takmörkuð Veljið yður hljóðfæri í dag, nieö- an birgðir eru nógar. Lægsta verði í Kanada. E. Nesbitt LIMITED Sargent Ave. and Sherbrooke St. SfMI 22 688 rúmu miljón dollara mati sem er í allri sveitinni; segir skýrsla Mr. Sig- urðssonar. Ennfremur set ég hér útdrátt úr henni í átta liðum. 1. liður: Utistandandi skattar um ára mót 1927—28 nániu alls $42,485. 00. Af þeirri upphæð voru $20, 391.00 í útjöðrunum. 2. liður: Uppgjöf á sköttum árið 1926 nam alls $2,533.00 Af þeirri upphæð voru $1,512.00 í útjöðrunum. 3. liður: Uppgjöf á sköttuni árið 1927 nam alls $12.386.50. Af þeirri upphæð voru $8.102.00 í útjöðrunum. 4. liður: Frá 1921—1927 nam skatt- sala i sveitinni alls $65,484.00. Af þeirri upphæð tilheyrði $28, 325 útjöðrunum. 5. liður: Spítalasikuldir nema alls í sveitinni nú $6,426.00. Af þeirri upphæð eru $4,135.00 í lútjöðrunum. 6. liður: Sveitin á útistandandi íyrir útsæði siðan árið 1925 $3,660.00 Af þessari upphæð lilheyra $2,014. 00 útjöðrunum. 7. liður: Til hjálpar bárstöddum legg ur sveitin $1,500 árlega og gengur helmingur þess til útjaðranna. 8. Iiður: Það eru 33 skólahéruð í sveitinni. 15 af þeim liggja í útjöðrunum. Meðal virðing í hverju þeirra er $15.105.00. Sveitin borgar árlega til þessar.i 15 skóla um $10,000. Nú þarf hvert skólahérað að hafa jarðamat, er nenii $27,000 til þess að vera ekki sveitarómagi. Það er þess vegna auðsætt, að þessi 15 skólahéruð þiggja af sveit, að upphæð $4.400.00 árlega. Hér höfum við þá útdrátt úr skýrsl- unni eins og hér var lögð fyrir fund. inn og hvað getum við lært af henni ? 1 fyrsta lagi það, að jarðamat i útjöðrunum er nálægt því að vera 26 per cent. af öllu mati sveitarinnar. Eða með öðrum orðum, útjaðrarn- ir ættu að bera byrði sveitarinnar að einúni fjórða hluta rúmlega, og ættu þá lield’ur ekki að- vera aðnjótandi meirr en fjórða hluta þeirra peninga er sveitin hefir með höndum. Við lítum á Ista lið skýrslunnar og sjáum a?| útýaöralrnir skulda skaitt um síðustu áramót rúm 20 þúsund, en ef þeir greiddu skatta sína hlutfalls Iega,' við aðra gjaldendur, ættu aðeins rúm 10 þúsund að vera ógoldin hjá þeim. Með öðrum orðum: sveitin væri næstum því 10 þúsund dollurum bet- ur stæð um síðustu áramót ef þessir útjaðramenn greiddu skatta sina eins og menn, eins og góðum borgurum sæmir. Við lítum á annan lið skýrslunnar og sjáum að 1926 var útjaðramönnum gefnar upp skattskuldir að upphæð rúm $1,500. Það er um 9 hundr- uðum of mikið eftir hlutföllum. Þá er 3. liður einnig um uppgjöf á skattskuldum, og sýnir hann að út- jaðramönnum hefir verið gefið eftir um 5 þúsund dollara fram yfir rétt hlutföll. Samt kvarta þeir yfir að þeir séu beittir meiri hörku, við inn- köllun skatta, heldur en Islendingar. Fjórði liður fræðir okkur um það, j að sveitarráðið verður í ítrustu neyð !að selja skattskuldir manna. Af rúmlega 65 þúsundum er seld voru um 8 ára skeið, eru 28 þúsund rúrn í útjöðrunum, og er um 12 þúsundum frarn yfir rétt hlutföll. En i sam- bandi við þetta er aðgætandi, að skatt sala í miðbiki sveitarinnar er alls ekki tap fyrir sveitafélagið, því í langflestum tilfellum eru nógir kaup- endur að þeim skuldum. Öðru máli gegnir þetta í útjöðrunum. Þar verður sveitin sjálf að kaupa í langflestum tilfellum. Og fæstir af eigendunum kæra sig um að inn. leysa löndin. Þeir eru löngu búnir að rýja þau þeirra verðmætum — viðnum.— Svo í raun og veru er skattsalan í mörgum tilfellum sama sem uppgjöf á skatti. Af 5. liðnum sjáum við, að sveit- in hefir orðið að l>orga rúmlega 4 þúsund dollara af spitalaskuldum jfyrir útjaðramenn, og er það 25 j hundruð dollurum fram yfir hlut- föll. Ef útjaðramenn hefðu greitt út- sæðisskuldir sínar i hlutfalli við aðra, þá mvndu þeir skulda aðeins 900 hundruð dollara en þeir skulda rúml. 2 þúsund. Styrkþiggjendur eru helmingi fleiri í útjöðrunum en um miðbikið. Síðasti liðurin kórónar þó alla hina, því nærri stappar, að miðbiksmenn kosti útjaðraskólana að hálfu leyti. Og hvað á þetta svo lengi til að ganga? Eigum við Islendingar að halda áfram í það óendanlega, að leggja vegi, borga spitalaskuldir og útsæðisskuldir fyrir Galicíumenn, og menta börnin þeirra, og fá ekkert í staðin nema skilningsleysi og skamm- ir ? Er ekki tími til kominn fyrir okkui að hrista af okkur svefnmóikið. að láta okkur ekki Iengur standa á sama um velferð okkar sjálfra og af- Lomendanna ? Eigum við að sofa enn þá lengur og láta Galicíumenn vaxa yfir okkur og eyðileggja það starf, sem siðferðisleg skylda og borgaraleg skylda og framsækni og dáðríki býður okkur að inna af hendi ? Eða væri það í samræmi að byggja upp heimilin okkar, að leggja árar í bát hvað vegagerð snertir? Hvaða samræmi er í því að brjóta upp lönd °S byggja sitórhýsi, en hafa ófull- komna eða enga vegi til markaðar ? Það er nú búið að gera tveggja ára tilraun til að níða af okkur það sjálfstæði, sem við höfum búið við hér frá því fyrsta. Eg óska ekki frekar en að tilraunin misheppnist, og við megum halda áfram að að eiga með okkur sjálfir, halda áfram að byggja. upp og láta okkur niuna á. fram, en ekki aftur á bak. Og aðferðin er þessi: Að rísa upp sem einn maður, og heimta rétt okkar, og réttur okkar er sá, að fá að lifa óáreittir i lögbundnu sveitar- félagi. Og óáreittir lifum við aldr- ei fyr en við höfum losast við út- jaðra sveitarinnar! Er það mögulegt að við Islending- ar höfum skapgerð til þess að fylkja okkur undir merki þeirra, sem vilja sveitina undir fylkið ? Hvað mvndu skattar geta lækkað, ef í það ítrasta væri farið'? Við skulurn taka skattmiða og sjá til. Efst á blaði er “General Muni- cipal Tax” 26 mills. Er hægt að lækka hann ? McLeod gaf i skyn að hægt myndi að klípa lítið eitt af þessunt lið, með því að alls engar sérstakar fjár- veitingar ættu sér stað til vegagerða. En nú vitum við að það er óaflátan. lega knúð á sveitarráðið með sér- stakar fjárveitingar. Það myndi ekki vera gert ef engin þörf væri fyr- ir það. Svo það er ekki líklegt, að þessi liður lækkaði mikið í höndum stjórnarinnar, því auðvitað yrði það Iagt á skattana ef eitthvað yrði frá henni fengið. “Municipal Commissioners Levy” er næsti liður; hann er settur af stjórninni og er óbifanlegur. Skólaskattur er einnig óviðráðan- legur. Þá er góðra vega skattur- inn. Það er skuld sem óhjákvæmi- legt er að greiða. Að síðustu er “Ward Appropria- tions,” sem hægt væri að fella hurt, með því móti að ekkert væri gert við vegi eða brýr; að brautir væru aldrei sléttaðar. Og hvað niyndu þessar brautir okkar endast lengi, ef ekki væri alltaf verið að gera við þær? Setjum svo, að þessi liður yrði sett. ur undir atikvæðagre,:ðs!iu í haustt Hvað myndi verða uppi á tcningnum? Það eru bílar svo að segja á hverju heimili í miðbiki sveitarinnar í. nú. Jarðamat á því svæði er nálægt því, að jafna sig upp með $5.00 á ekruna. eða $800.00 á hvert land. I>essi Hður skattsins myndi nú nema um $6.40 á hvert land. Skyldu ekki flestir heldur greiða atlcvæði með skattinuni ? Skrifað 10. nóvember 1928. Valdi Jóhanncsson, . ... frá Víðir. ---------X-------— Fjær og nær. Dráttur um dúk, er stúkan Hecla hafði með höndum. til arðs fyrir veika stúlku. fór frani á síðasta fundi stúkunnar. Var happdrátturinn nr. 518 og hlaut hann B. P. Thompson, 664 Beverly stræti. Eyrir komandi arsfjórðung voru þessir bræður og systur sett inn í embætti í stúkunni Heclu, I.O.G.T. F. Q.—Stefania Eydal Q- T.—G. P. Magnússon F. R.—B. M. Long V. T.—Sigríður Johnson G. —J. Th. Beck Kap.—Salónie Backman R-—Stefán Einarsson A. R.—S. B. Benediktsson D.—Veiga Chris/tie A. D.—Lilja Backman V.—B. F. Bjering G. U.—G. K. Jónatansson. Þegar Samein. skaust í leikinn Labbar voru að missa móð. Meiddur í orða-klipu óðamála Einar stóð efst á Lögbergs-gnípu. Liðið var á flótta flæmt, flatur Jónas skollinn. Bergmann hafði belginn tænit Brandur hristi kollinn. Sameiningin súr á brá, sögu þessa frétti: köldu vígslu-vatni á vini sína skvetti. XXX ---------X---------- Hitt og þetta Notkun flugvéla til flutninga á far- þegum og varningi eykst stöðugt. Fyrir nokkru síðan lentu 21 flugvél- ar í flugstöðinni Le Bourget við Parísarborg. Þær komu með 112 farþega ogtó tonn af varningi á ein- um degi. Sama dag fóru þaðan 20 flugvélar með 170 farþega og 5 tonn af varningi. Hefir aldrei áður verið jafn nii.kið um flugvéla- komur og burtfarir á einum degi i þessari stöð. Farþegaflugsantbandi hefir nú verið komið á milli Parísar og Biarritz, suður við landamæri Spánar. Frá London til Biarritz komast farþegar á átta klukkustund • um. Fishermen’s Supplies 1 Limited, Winnipeg 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. TANGLEFIN NETTING Veiðir meiri fisk. Haldgæðin eru tryggS áSur en nafnið er sett á. ---Búið til hjá- NATIONAL NET and TWINE COMPANY Vér höfum hirgðir með lögákveðnum möskvastærðum i Winnipeg og pantanir verða afgreiddar nieð næstu póstferð. Verðskrá og upplýsingar um fyrirliggjandi birgðir eru sendar mönnum póstleiðis, ef æskt er.. Fishermen s Supplies Limited 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. SÍMI 28071 - ~

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.