Heimskringla - 21.11.1928, Síða 6
6. BíLAÐSÍÐA
HEIM8KRIN OLA
WINNIPEG 21. NÓV., 1928
GÖFUG FÓRN
Eftir Harry Jansen
Harry Holm hafði nú ákveðið að fá sér
nokkurra mánaða hvíld og fara heim til Dan-
merkur, heimsækja fósturforeldra sína og
Kitty, fóstursysytur sína.
Þegar hann fór til Englands fyrir þrem-
ur árum síðan, var hún átján ára gömul, ung
og fríð stúlka, sem öllum leizt vel á og honum
ekki sízt. Hann, sem var nú að byrja á að
skapa sér framtíð, ásetti sér að láta enga
stúlku hafa áhrif á sig, og þó gat hann ekki
við það ráðið, að Kitty var alltaf í huga hans,
og því oftar eftir því sem heimförin nálgaðist.
Þegar Harry var fjögra ára missti hann
foreldra sína, þá tók föðurbróðir hans, Úlrík
Holm bankari, hann til sín og ól hann upp, og
strax varð þessi fjörugi, fallegi drengur uppá
hald allra, eins og hann væri sonur bankar-
ans.
Þegar hann fór að heiman og kvaddi
Kitty, hélt hann lengi hendi hennar og spurði,
hvort hún ætlaði að vera eins gagnvart sér
hér eftir, eins og hún hefði verið hingað til.
Þá lagði hún hendur sínar um háls honum,
kysti hann og sagði, að hann væri reglulegt
flón, ef hann héldi að hún myndi breytast þó
hann legði upp í ferð.
Nú voru liðin þrjú ár, og Harry var bú-
inn að ná góðri stöðu í Englandi. Mörg bréf
höfðu farið á milli hans, heimilins og Kitty, en
í sínum bréfum hafði hann aldrei minnst á til-
finningar sínar til hennar.
í síðasta bréfinu iýsti Kitty ánægju sinm
yfir því að hann kæmi heim, og að hún hefði
leyndarmál sem hún ætlaði að segja honum.
Tveim dögum eftir heimkomu hans, þegar
allar kveðjur og lukkuóskir voru afstaðnar,
sagði Harry:
“Eg hefi saknað þín Kitty,” og leit um
leið í augu hennar.
“Eg hefi líka saknað þín Harry,” svaraði
hún; “þú veizt að ég hefi engann haft til að
stríða eða( rífast við, nema Milly, en það er
engin ánægja í því að þræta við hana, því hún
samþykkir alltaf minn málstað.”
“Já, Milly er góð stúlka,” sagði Harry.
“En ég nota hana líka til annars,” sagði
Kitty dularfull.
“Nú, og til hvers,” spurði Harry forvitinn.
“Það er nú leyndarmál,” svaraði Kitty.
“Það er einkennilegt hvað þú ert orðin
dularfull, síðan ég fór,” sagði Harry. “Það
er nú raunar satt, þú sagðir í seinasta bréf-
inu þínu, að þú hefðir leyndarmál að segja
mér, þegar ég kæmi heim.”
“Það hefi ég líka,” sagði Kitty, “en þú
færð ekki að vita það nema með einu skil-
yrði, og það e rað þú sigrir mig í tennisleik í
dag.”
“Já, það skal ég gera með mestu ánægju,
Kitty mín, en ég verð að segja þér að ég hefi
æft mig í þeim leik og er orðinn duglegur
tennisleikari.”
“Og svo þykist þú viss um að þú getir
sigrað mig,” svaraði hún; “mannstu ekki hve
oft ég sigraði þig, þegar við lékum saman?”
“Já, við getum nú reynt, og ef ég vinn,
þá segir þú mér þetta mikilsverða leyndar-
mál.”
“Það er líka mikilsvert,” sagði Kitty eins
og í draumi.
“Gott, svo verður það eins og við höfum
komið okkur saman um,” sagði Harry, snéri
sér við og fór til að líta eftir hvort allt væri
í reglu.
Kitty horfði á eftir honum og hugsaði
um hve glaður hann myndi óska sér til ham-
ingju, þegar hann fengi að vita að hún væri
heitbundin Kai Dyring, hinum unga og fallega
formanni í skrifstofu föður síns. Þetta var
ennþá dulið öllum, því Kitty hafði ákveðið að
Harry, hinn gamli og góði vinur hennar, skyldi
vera sá fyrsti til að vita þetta og til að óska
henni til haipingju. Ef hún hefði þekkt til-
finningar Harry sér viðvíkjandi, þá hefði hún
breytt áformi sínu.
Kai Dyring og Kitty fundust með leynd,
sem aðallega var að þakka Milly, því hún var
tryggur og áreiðanlegur boðberi milli þeirra.
Kai var í rauninni göfugmenni, þótt almennt
væri sagt að hann gerði helzt til of mikið af .
því að bralla í kauphöllinni, enda hafði hann
erft þá tilhneigingu frá föður sínum, hinum
alkunna gróðabrallsmanni. Þegar Kai vissi
að Kitty elskaði sig og hann hana, hætti hann
öllum slíkum tilraunum, sem vini hans furðaði
mjög, af því þeir þekktu ekki orsökina til
þess. En eitt var það, sem olli honum kvelj-
andi kvíða, og það var hugsunin um hinn
mikla skaða sem hann yrði fyrir, þegar hlutir
hans féllu svo mikið í verði, að hann sá sér
ekki fært að bæta úr því af eigin ramleik, og
skrifaði því víxil með nafni föður síns undir,
sem féll í gjalddaga einn af næstu dögunum,
en nú sá hann engin ráð til að geta borgað
hann. Þetta orsakaði að Kai varð þögull og
viðkvæmur, sem Kitty gat ekki vitað af hverju
stafaði.
Tennisleikurinn var endaður og Harry
sigraði.
“Nú,” sagði Harry, “þú viðurkennir Kitty
að ég sigraði; nú verður þú að segja mér
leyndarmálið.”
“Já,” svaraði Kitty lágt, “ég er heitbund-
in.”
“Heitbundin?” — Harry slepti hendi
hennar og horfði agndofa á hana, eins og hann
hefði ekki heyrt rétt. “Heitbundin.”
“Já,” endurtók Kitty hlægjandi, “skrif-
stofu formanni Kai Dyring; en pabbi og
mamma vita það ekki, þú ert sá fyrsti til að
taka þátt í gleði minni.”
Harry svaraði engu, honurn kom þetta
svo óvænt, að hann heyrði naumast hvað hún
sagði.
“Þú óskar mér ekki einu sinni til ham-
ingju,” sagði Kitty, “en situr og starir á
mig.”
‘Já, afsakaðu Kitty,” svaraði Harry, “en
þetta kom svo óvænt. Já, ég verð að óska
þér til hamingju,” sagði hann, um leið og hann
rétti henni hendi sína ósjálfrátt.
“Þökk fyrir,” sagði Kitty hlýlega, “ég
vissi að það kæmi þér á óvart og rnyndi
gleðja þig. — mér þykir svo undur vænt um
hann.
Þau urðu samferða heim frá tennisleikn
um. Harry var orðinn svo breyttur og þög-
ull, en þar eð Kitty var svo glöð yfir því að
hafa sagt vini sínum leyndarmál sitt, tók hún
ekki eftir því.
Tveir dagar voru liðnir síðan að Harry
fékk að vita um leyndarmálið. Hann var nú
orðinn sem annar maður, þögull og alvarlegur.
Tvisvar hafði hann talað við Dyring," og fann
að hann var glaður, alúðlegur og göfugur í
framkomu og hugsun. kkibar Harry hatur
til hans, þó hann vissi sig hafa mist mikið.
Eftir rækilega umhugsun um kringumstæð-
urnar, afréði Harry að snúa aftur til Englands
hið bráðasta, til að reyna að gleyma von-
brigðum sínum cg sorg við vinnu sína.
Kai Dyring vissi ekki hvemig hann átti
að losna við þenna víxil, sem féll í gjalddaga
á morgun kl. 12. Ef hann gæti ekki borg-
að hann, þá yrði faðir hans blandaður inn í
þetta, og hann, sonurinn, yrði sannur að sök
sem víxilfalsari og svikari.
Síðari hluta þessa dags, eftir að bönk-
unum var lokað var borguð allmikil upphæð
sem varð að geyma í peningaskáp verzlunar-
innar þángað til daginn eftir, þar voru þeir
óhultir, þar eð aðeins Holm bankari og Dyr
ing höfðu lykla að skápnum, sem stóð í prí-
vat skrifstofu Holms.
í örvilnan sinni hafði Dyring ákveðið að
læðast inn í skrifstofuna eftir að hætt var
•viðskiftum, og taka eins mikið af peningun-
um og hann þurfti, til að borga með víxil-
inn. — ....Vesalings ungi maðurinn, að eðlisfari
var hann enginn glæpamaður, en örvílnanin
neyddi hann til þess.
Kveldið var komið og myrkrið hvíldi yfir
bænum. Dyring kom, og með skjálfandi í"
hödum opnaði hann skrifstofuna og þreif-
aði sig áfram, því dimmt var í skrifstofunum. I
Af hræðslu við Holms fjölskylduna, sem bjó
hins vegar við götuna, beint á móti, þorði hann
ekki að kveikja á rafljósunum, en notaði litla
vasaljósberann sinn.
Þetta sama kveld hafði Harry ákveðið að
segja fósturföður sínum að hann ætlaði aftur
á stað til Englands, en þar eð hann fann hann
ekki heima, áleit hann að hann myndi vera í
prívat skrifstofu sinni, gekk því þvers yfir
götuna og fann sér til undrunar, að dyr bygg-
ingarinnar voru opnar. Hann gekk upp stig-
ann að aðaldyrum skrifstofanna, þær voru líka
opnar, svo hann komst óhindraður inn í
fremstu skrifstofuna. Hann ætlaði að fara
að kveikja á rafljósinu, þegar hann sá litla Ijós
glætu í gegnum rúðu á hurð prívat skrifstof-
unnar. Harry datt strax í hug að hér væri
þjófur á ferð. Hann læddist því bak við
bókaskáp; þaðan sá hann glöggt hvað fram
fór. Að fáum augnablikunj liðnum sá hann
mann standa við peningaskápinn, sem var að
blaða í skjölum og peningaseðlum. Harry
ætlaði að þjóta til hans, en kom þá óvart við
regnhlífa geymslustólpa, sem valt um koll.
Þessi hávaði kom því til leiðar að Ijósið var
undir eins slökkt.
Harry þreifaði sig áfram að rafljósinu,
en þá heyrði hann fótatak í nánd við sig.
Hann þreif skammbyssu sína úr vasanum og
skaut, því hann vildi síður þurfa að lenda í
áflogum.
Hann var nú kominn að aðal ljósakveik-
irinum, snéri honum strax, svo bjart varð í
öllum skrifstofunum, og Harry stóð nú beint
á móti þjófnum. Hann rak upp undrunaróp,
þegar hann sá að þetta var ekki almennur
þjófur, heldur Kai Dyring, unnusti Kitty, sem
hélt á stórum seðlavöndul í hægri hendi.
Harry varð hálfgert utan við sig, að finna
Dyring vera að stela, og honum kom til hugar
að nú hefði hann tækifæri til að koma upp
um hann og eyðileggja giftingaráform hans.
Hann leit á Dyring, og þegar hann sá hinn
kvalaþrungna svip hans, en ekki undrun
þjófs yfir því að vera uppgötvaður, þá fann
hann til meðaumkunar yfir honum; hann
vissi hvað Kitty myndi þjást, þegar hún fengi
að heyra þetta, og göfgi hans hvíslaði að
honum — þú verður að frelsa Dyring — vegna
Kitty. Hann leit ráðalaus í kring um sig —
en það var nú orðið of seint, hann heyrði brátt
fótatak í stiganum. — Holm bankari var kom-
inn heim og heyrði skotið yfir götuna, og þegar
hann sá Ijós í öllum skrifstofunum fékk hann
grun um þjófnað. og hraðaði sér þangað með
lögregluþjón. Harry þekkti rödd frænda síns
í stiganum, og nú datt honum í hug hvemig
hann ætti að frelsa Dyring. Á sama augna-
bliki hljóp hann til Dyrings, greip seðlana úr
hendi hans og smokkaði skammbyssunni þar
í staðinn, og þegar dymar voru opnaðar var
það Harry Holm sem hélt á seðlunum, en Kai
stóð með skammbyssuna í hendinni í algerðum
vandræöum. Bankarinn horfði á þá utan við
sig, svo Holm varð næstuma magnþrota yfir
því að hugsa sér að Harry launaði alla sína
góðsemd með því, að stela frá sér.
“Hér er ekkert fyrir yður að gera,” sagði
bankarinn við lögregluþjóninn, og hvíslaði
nokkur orð í eyra hans, og að því búnu fór
þjónninn.
“Frændi, fyrirgefðu mér að ég hef launað
þér svo illa allt það góða, sem þú hefir gert
fyrir mig,” sagði Harry um leið og hann nálg-
aðist Holm og lagði peningana á borðið. “Ea
stend hér sem sá, er ætlaði að stela frá þér,
og nú getur þú aðeins verið mér reiður og fyr-
irlitið mig.”
Föðurbróðir hans svaraði engu, en studdi
sig skjálfandi við borðið.
“Eg er heldur ekki sá, sem þér álítið mig
vera,” bætti Harry við, “ég er eyðilagður mað-
ur, eyðilagður af spilafíkn í Englandi, og það
var til þess að geta borgað nokkuð af skuld-
um mínum, að ég með þjófalyklum fór inn í
skrifstofu yðar og tók nokkuð af peningum
yðar — en Dyring hefir líklega séð ljósglætu
hér uppi, þar sem hann var niðri á götunni,
kom svo upp og eyðilagði áform mitt með
skammbyssuskoti.
Kai Dyring hlustaði með undrun á skýr-
ing Harrys, en hann gat ekki þolað að hann
tæki sökina á sig, gekk því til þeirra og
sagði:
“Mr. H|Olm, þetta er ekki satt,” en Hólm
veifaði hendinni til hans til merkis um, að
hann skyldi þegja.
“Þér hafið gert skyldu yðar Dyring,”
sagði hann, “með því að breyta eins og þér
hafið gert, og ég bið yður að fara og láta
okkur vera einsamla, svo ég geti talað við
hann.”
Kai Dyring hikaði, en augnatillit Harrys
lét hann skilja, að hann ætlaði að fullkomna
fóm sína, svo að hann gekk til dyra, en Hölm
gekk inn í prívat skrifstofu sína. —A sama
augnabliki var Harry hjá Kai.
“Það er vegna Kitty að ég geri þetta,”
sagði hann, “lofið mér því, að þér að þér verðið
henni góður eiginmaður.”
Kai Dyring gat engu svarað, en í aug-
ium hans blikuðu þakklætistár, sem sögðu frá
tilfinningum hans.”
“Peningana, sem þér þurfið til að borga
skuld yðar með, getið þér sótt til mín á morg-
un,” sagði Harry.
“Nei,” hrópaði Dyring, “ þá get ég ekki
þegið. Þér eruð búnir að fórna meiru en öllu
gulli heimsins.”
“Þér skuluð,” sagði Harry ákveðinn, “og
þér getið skoðað það sem brúðkaupsgjöf til
yðar og Kitty.” Um leið og hann sagði þetta
ýtti hann Kai lipurlega út úr dyrunum.
Kveld hins næsta dags fór Harry aftur til
Englands, þegar frændi hans hafði lofað því.
að minnast ekki á þetta við fjölskyldu sína.
En Kai Dyring var of eðallyndur til að
geta lifað með þessi ósannindi í samvizku
sinni.
Lengi barðist hann við sjálfan sig, en
daginn áður en hann giftist Kitty, bað hann
tengdaföður sinn að tala við sig, og þá sagði
hann honum á hvern hátt allt hefði skeð, og
að það hefði eingöngu verið af ást til Kitty,
að Harry hefði tekið sökina á sig fyrir það
afbrot, sem hann af tilviljun varð vitni að.
“Eg er orðinn annar maður eftir þenna dag,”
sagði Dyring síðast,” rólegur og glaður hefi
ég aldrei getað verið, og ég fann það nú, að
til þess að verða Kitty viðeigandi eiginmaður,
varð ég að segja yður þetta og láta yður
fella úrskurð um það, hvort þér eftir þetta
vilduð trúa mér fyrir dóttur yðar.”
Holm var í mikilli geðshræringu, og sat
litla stund og studdi hönd undir kinn, þegar
Dyring þagnaði. Svo stóð hann upp og
studdi hendinni á öxl unga mannsins.
“Viðurkenning yðar, Dyring, hefir sýnt
mér, að ég má treysta yður, og fela yður á
hendur velferð barns míns,” sagði hann. “Og
þér hafið endurvakið hjá mér traustið á þeim
manni, sem ég elskaði eins mikið og hann
væri minn eigin sonur. Mikið hefi ég syrgt
framkomu hans, og tilveran hefir orðið mér
svo undarlega ömurleg, síðan ég varð að á-
líta hann annan mann en þann, sem ég hélt
hann vera. Leyndarmálið er nú eign okkar
þriggja, og ég vona að Harry öðlist nýjan
kjark fyrir tilveru sína, þegar við getum skiftst
á bréfum sem faöir og sonur. Guð blessi
hann og láti hann koma heim enn þá einu
sinni. |
ENDIR.
Hvernig Patsy komst út
á landið
Þær voru líkar og þó svo ólíkar. Báðar
voru ríkar, ungar og heilbrigðar. Báðar
voru laglegar, hver á sinn hátt. En þar end ■
aði líka líkingin. Elizabeth Harmont, í
skrautlega fatnaðinum og verðmiklu lóðkáp-
unni, hafði óánægjulegt og ömurlegt andlit,
með niðurbeygðan munn og daufleg augu.
Maiy Carlton, í skrautlausa, bláa kjólnuin,
með hvítt háls- og úlnliðalínið, átti andlit, gló ■
andi af eldlegum áhuga og gleði yfir lífinu.
í háskólanum höfðu þær verið bekkjar-
systur og góðar vinstúlkur. Að afloknu
prófi hafði Mary (eins og Elizabet komst að
orði) “sökt sér niður í óþrifalegt starf. Mjög
heimskuleg skoðun af dómgreind Elizabetar.
“En þú unir ekki lengi við þetta,” hafði
Elízabet spáð, þegar hún í skrautklæðnaði
sínum ferðaðist til einnar af viðhafnarlaugum
sumarsins.
En sumarið leið og veturinn kom, og
Mary “undi enn við starf sitt.” Nú var marz-
mánuður, og Elízabet kom í fimmta eða sjötta
skifti til litla hússins í austurhlið bæjarins, til
að reyna að fá vinstúlku sína til að hætta við
þetta afleita, óviðeigandi starf.
“En ég get ekki skilið hvemig þú getur
þolað þetta,” sagðl hún óþolinmóð, og 'leit í
kring um sig með fyrirlitningu. “Svo hræði-
legt og — og óhreint.”
“Eg elska það,” sagði Mary hlæjandi.
• “Auk þess er hvorki hræðilegt né óhreint —-
hérna inni,” bætti hún við.
“En fyrir utan?”
“Já, en það er einmitt þess vegna, að ég
er hér,” svaraði Mary. “Við reynum að
sýna íbúunum hérna, hve aðlaðandi og fallegt
getur verið hér, ef þeir aðeins vildu halda öllu
hreinu og reglubundnu — eins og við.”
“En ég held að þú hljótir að deyja við
þetta strit, og tilvera þín er svo slæm og öm-
urleg. Að hugsa sér —allt sumarið og allan
þenna vetur! þessum langa tíma fleygir þú
burt, á meðan þú ert ung og getur notið lífs-
ins.”
“Fleygja burt! Njóta!”
Undarlegum svip brá fyrir augum Mary’s,
(sem horfðu á óánægjuandlitið vinstúlkunn-
ar. Hún hikaði, opnaði munninn til að segja
eitthvað, en lokaði honum aftur og ypti öxlum,
sem Elízabet sá samt ekki, þar eð liún nú stóð
og horfði á fátæklegu götuna.
Dálítil þögn varð, en svo sagði Mary glað-
lega:
Hugsaðu aldrei um mig. Segðu mér
eitthvað um þið sjálfa. Hvað hefir þú gert
síðan þú varst hér seinast?”
Elízabet stundi og lyfti augabrúnunum
upp, með þreytu og leiðindasvip.
“Ó, þetta sama heimskulega og vant er:
tedrykkju samkomur, dajgveröar samkomur,
dans samkomur, heimboð — og sama umferðin
aftur. Eg er veik af öllu þessu! Hvers
vegna má ekki finna upp eitthvað annað?
Eitthvað nýtt?”
Mary hló glaðlega.
“Ó, Elízabet!” hrópaði hún. “Nú seg-
ist þú sjálf vera sjúk og þreytt af þessu, og
þó hvetur þú mig—” Hún þagnaði; lítil
stúlka á hækjum hafði opnað dymar.