Heimskringla - 19.12.1928, Side 6

Heimskringla - 19.12.1928, Side 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. DES., 1928 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Ábótinn gekk til öndvegis sins, er allir voru komnir, og ráðstefnan hófst. En málið var örðugt viðureignar. Ratpert stóð upp og gat þess, að sagan bæri það með sér, að Karla magnúsi hefði eitt sinn verið leyft að koma inn í klaustrið. “Hann var,” mælti Ratpert, “tekinn inn í regluna við þetta tækifæri, jafn- lengi og hann dveldi á klausturjörð, og allir bræðurnir létu sem þeim væri hann með öllu ókunnugur. Ekkert orð féll um konunglega tign, um dáðrakkar herferðir eða nokkur vott- ur auðmýktar sýndur. Hann gekk um meðal vor eins og hver annar munkur, og bréfið sem hann fleygði yfir múrvegginn eftir að hann var farinn, þar sem hann hét klaustrinu vernd sinni, er þess vottur, að hann kunni meðferð- inni ekki illa. En með því að nú var það kona, sem baðst inngöngu, þá var það sýnt, að ekki gat þetta leyst vandkvæðin. Þeir sem fastast héldu við regiur allar, mölduðu í móinn og Notker “Pipardallur” mælti: “Hún er ekkja eftir mann sem lagði mikil lönd í auðn og braut klaustur og helgra manna hæli, og tók eitt sinn dýr- mætan kaleik frá okkur í herskatt og var svo ósvífinn að segja: “Guð etur ekki, og hann drekkur ekki heldur, hverju skiftir gullkaleik- ur hann?” Lúkið ekki upp fyrir henni.” En ábótinn var ekki ánægður með þessa lausn, og hann leitaði eftir miðlun. Umræður urðu heitar, einn stakk upp á einu, annar á öðru. En þegar bróðir Wolo varð þess var, að rætt var um kvenmann, þá laumaðist hann út og til klefa sins. Að lokum stóð einn af yngri bræðrunum upp og bað sér hljóðs. “Taktu til máls bróðir Ekkehard,” hróp- aði ábótinn og nú sljákkaði í hávaðanum því að allir vildu hlusta á Ekkehard. Hann var enn ungur að árum, vel vaxinn, háttprúður og þokkaðist öllum vel, er hann átti samneyti við. En auk þess var hann bæði vel máli farinn og viti borinn, ráðhollur og lærður vel. Hann kendi Virgil í klausturskól- anum, og þótt svo sé mælt fyrir í reglum, að enginn nema vitur og aldraður maður, sem trygging sé fyrir að ekki slæpist, og svo sé reyndur, að hann megi öðrum vera til leið- beiningar, skyldi valinn dyravörður, þá voru allir á einu máli um það, að hann hefði þessa eiginleika, og fyrir þá sök hafði honum verið trúað fyrir því starfi. Sérstakri athygli hefði þurft að beita til þess að taka eftir því, að bros lék um varir hans meðan þeir, sem honum voru eldri, deildu um málið. Hann hóf nú rödd sína og mælti “Hertogafrúin frá Svabíu er verndari þessa klausturs, og að því leyti er hún jafn- hátt sett karlmanni. Og þó að reglur vorar banni harðlega kvenmanni að stíga fæti inn fyrir þröskuld klaustursins, þá er hvergi bann- að að hún sé borin yfir hann.” Það birti yfir andlitum öldunganna við þessi orð, eins og mikil byrði hefði fallið af herðum þeirra. Menn kinkuðu kolli. Ábótinn sjálfur gat ekki annað en látið sér finnast til um þessi skynsamlegu orð. “Sannarlega opinberar,” sagði hann, “drottinn sig þessum unga bróður! Bróðir Ekkehard, þú ert saklaus eins og dúfa og vitur sem höggormur. Fyrir þá sök skalt þú sjálfur fullnægja þessu ráði. Þér einum skal þetta úthlutað.” Ekkehard roðnaði í framan. Hann hneigði sig til vitnis um hlýðni sína. “En hvað er um fylgdarkonur hertoga- frúarinnar?” hélt ábótinn áfram. En um það varð öll ráðstefnan sammála, að hversu liðlega sem reynt væri að túlka reglurnar, þá væri þó ókleift að leyfa þeim inngöngu. Sindolt stakk samt upp á því, að þær skyldu á meðan heimsækja hinar helgu konur, sem bjuggu í einveru á Iren-hæð. “Því það er ekki nema sanngjarnt,” sagði hann, “að Wilborad fái sinn skerf af plágunum, þegar þær sækja St. Gallus-klaustrið heim.” Ábótinn ráðfærði sig nú hvíslandi dálitla stund við Gerold, brytann, um kveldverðinn, en síðan reis hann upp í sæti sínu og gekk út með munkum sínum til þess að taka á móti gesti sínum. Gestirnir höfðu þegar riðið þrisvar sinn- um umhverfis kiausturmúrana og stytt sér stundir með glensi og gamni. Þeir staðnæmd- ust nú aftur frammi fyrir hliðinu og hlýddu á tilbreytingarlausan söng munkanna, sem fóru með lofgjörð til St. Benedikts við lagið “Justus germinavit” um leið og þeir gengu fram garð- inn. Það brakaði í þungri hurðinni, ábótinn gekk út og munkarnir á eftir honum, tveir og tveir saman í fylkingu. Ábótinn gaf merki og söngurinn hætti. “Hvemig líður þér, Cralo frændi, sagði hertogafrúin kerksnislega á hestbaki. “Það er iangt síðan eg hefi séð þig. Ertu enn haltur?” þrýsti honum niður í æðandi fljótið, þar til honum lá við örvinglun---- Ábótinn hafði skipað einum af bræðrun- um að bera fram sérstakt dýrmætt ker með tveimur handarhöldum, og hann bar það nú sjálfur út að lindinni og fylti það. Þvínæst gekk hann til frúarinnar og mælti: “Svo er fyrirmælt, að ábótinn skuli færa gestunum vatn, og þvo síðan hendur þeirra og fætur, í nærveru bræðranna—” “Vér þökkum yður, en kærum oss ekki um það,” sagði hertogafrúin og var full alvara í rómnum. hefir fundið vínbrúsa í herberginu sínu, þegar hann hefir komið heim, ha, Romeias?” Það lifnaði nokkuð yfir ásjónu Romeiasar við þessa ræðu, og hann gekk ofan í garðinn og slepti hundunum. Veiðihundarnir hlupu upp að honum og litli loðhundurinn gelti a£ kátínu, og reyndi líka að komast að honum, en hann rak hann frá sér með fyrirlitningar- orði, þri að veiðimaðurinn skiitir sér ekki að íiskitjórnum og þvl sem í þeim er. Og Rom eias hélt út úr garðinum með allri þvögunni. Praxedis og hinar þjónustustúlkurnar höfðu farið af baki og sezt á grasið í sólskininu oð voru að rabba um munka og munkahettur og voru að rabba um munka og munkahettur innar, þegar Romeias var alt í einu þar kominn og sagði — “Komið þið!” Praxedis leit á þennan vilta veiðimann og vissi ekki hvað hún átti um hann að halda. “Hvert, vinur minn?” spurði hún kank- víslega. En Romeias gerði ekki annað en lypta upp spjóti sínu og benda yfir hæðarnar framundan. Annað svar gaf hann ekki. En Praxedis sagði — "Eru viðræður svo dýrmætar í St. Gall, að þú getir ekki gefið neina frekari skýringu?” Hinar stúlkumar hlógu, en Romeias saði með mikilli alvöru — “Megi jarðskjálpti hirða ykkur allar, og grafa ykkur í sjö feta dýpi!” “Vér þökkum þér ástsamlega fyrir óskina vinur minn,” sagði Praxedis, og með því að samræöur höfðu nú hafist á viðeigandi hátt, þá tilkynti Romeias hvað honurn hefði verið falið, og stúlkurnar fóru fúsar með honum. Romeias áttaði sig smátt og smátt á því, að það var ekki svo erfitt verk að vera fylgd- armaður þessara gesta, og þegar gríska stúlk- an tók að spyija hann um verk hans sem va:ð- manns, þá losnaði um tungu hans og hann sagði henni hinar æfintýralegustu sögur um birni og villigelti. Hann sagði henni jafnvel hina furðulegu sögu um villigöltinn mikla, sem hann hafði hitt með spjóti sínu beint í síðuna, en ekki hefði særst. Því að fæturnir á kvikindinu voru eins og vagnshjól að um- máli, bustin eins og flurutré í skógi og tennurn- í r tólf álna langar. Hann gerðist mikið kurteis- ari eftir því sem viðræðurnar urðu lengri. Þegar gríska stúlkan nam staðar til þess að hlusta á þrastarsöng, þá nam hann h'ka þolin- móður staðar, þótt honum fyndist söngfuglar vera svo auðvirðilegir, að þeim væri ekki gaumur gefandi. Og þegar hún beygði sig niður til þess að taka upp fallega gullna bjöllu, þá var hann svo kurteis að ýta henni til hennar með fætinum. Og þó hann merði hana með fætinum, þá var það als ekki ætlunin. Hópurinn litli sneiddi upp hæðarslóða, en Schwarza-áin rann þar framhjá, síðan yfir klungur og loks niður í dalinn. Hér var það, sem Gallus helgi hafði eitt sinn fallið ofan í beð af netlum, en þegar félagar hans ætluðu að reisa hann á fætur, þá mælti liann: “Látið mig liggja hérna kyrran, hér ætla eg að dvelja það sem eftir er.” Þau komu eftir skamma stund inn í rjóð- ur milli furutrjánna. Og hér var dálítið bæna- hús bygt, í skjóli við klettana. Rétt hjá því var ferhyrndur steinkofi, og á honum einn gluggi með hlera fyrir. Ekki voru neinar dyr sýnilegar né nein leið, sem fær væri manni til þess að komast inn í kolann, nema gat á þakinu, rétt við klettana. Gengt þessum kofa var annar, einnig með aðeins einum glugga. Það var algengt á miðöldum, að þeir, sem tilhneigingu höfðu til munkalífs og fanst þeir vera, eins og St. Benedikt komst að orði, nógu sterkir til þess að halda uppi baráttu við djöfulinn án þess að hafa styrk af guö- hræddum félögum, létu byrgja sig þannig inni í kofum. Þessir einsetumenn áttu mikið sam- merkt, hvað nytsemi snertir og lífsstefnu, við súlubúana — menn sem höfðust við æfina alla uppi á háum steinsúlum — á Egyftalandi Að vísu girti vetrarvindar og snjókoma fyrir það, þarna norðan megin við AJpafjöllin, að unt væri að haldast við stöðugt undir berum himni. En einlífistilhneigingin var sú sama og jafnsterk. Og innan þessara fjögurra vegg- ja í Irenhæð bjó systir Wilborad, fræg einsetu- kona þeirra tíma. Hún var fædd í Klingau í Aargau, og hafði verið kaldlynd, þóttamikil stúlka, en vel að sér í mörgu er kvenmann má prýða. Bróð- ir hennar, Hitto, hafði kent henni að mæla fram Sálmana á latinu. En hún var því ann- ars ekkert mótfallin að veita einhverjum prúð um svein yndi og samvistir í hjúskap. En henni fanst lítið koma til æskumannanna í En ábótinn svaraði alvörugefinn— «* » “Betra er að hirðirinn sé haltur en hjörð- in. Hlýð á reglur bræðrasamkundunnar! Og nú las hann yfir henni skilmálana, sem hún yrði að sætta sig við, til þess að fá að koma inn. Heiðveig hertogafrú svaraði brosandi— “Mér hefir aldrei verið gert sh'kt tilboð, síðan eg tók við ríkjum í Svabíu. En ekki skal eg verða til þess að brjóta reglur yðar. Hver af bræðrunum hefir verið til þess valinn að bera stjórnara sinn yfir þröskuldinn ? ” Hún rendi augum yfir þennan klerka-hóp. Þá varð henni litið á ofstækis-andlitið á Notker, og hvíslaði þá að Praxedis— “Það má vel vera, að við snúum undan, tafarlaust!” “Það er skylda dyravarðarins,” svaraði ábótinn, “þarna er hann.” Heiðveig leit þangað, er ábótinn benti með fingrinum. Ekkehard laut höfði fyrir framan hana. Hún horfði lengi á þennan gjörfilega mann og gáfulega andlit, sem bar með sér merki æsku og heilbrigði. Hún kinkaði kolli til þjónustumeyjar sinn- ar og sagði, “Nei, við hættum ekki við það!” og áður enn stutthálsaður ráðsmaðurinn, sem að vísu vildi vel, en jafnan var nokkuð hæg fara, hafði fengið ráðrúm til þess að hjálpa henni, var hún komin af baki, gekk til dyra- varðarins og mælti: “Gerðu skyldu þína!” Ekkehard hafði verið með hugann við áð taka saman ræðu á gallalausri latínu, sem átti að réttlæta dirfsku hans við að framkvæma það, er fyrir honum lá. En honum var varnað málsins, er hún stóð fyrir framan hann, skip- andi og þóttafull. En þótt hann hefði ekki vald á rödd sinni, þá hafði hann fyrir ekki mist hugrekkið, og hann lyfti hertogafrúnni hiklaus upp á þróttmiklum örmum sínum! Frúin hallaði sér örugg upp að honum og lagði hægri hendina á öxl honum til þess að styðja sig. Hann bar nú þessa byrði sína inn fyrir þröskuldinn, sem enginn kvenmaður mátti yfir stíga, en við hlið hans gekk ábótinn og ráðs- maðurinn og fylgdarliðið á eftir. Klaustur- þjónar veifuðu reykelsiskerum; munkarnir komu á eftir tveir og tveir, eins og þeir höfðu komið, og sungu það, sem þeir áttu eftir af lofgerðinni. Þetta var furðuleg mynd og einstæð í sögu klaustursins. Þeir, sem gefnir eru fyrir gagnslítil ræðuhöld hefðu mátt finna hér texta—munkinn, sem bar drotninguna—og heimfært það upp á samband ríkis og kirkju, og þær breytingar sem tíminn hefir valdið. Þeir, sem vel eru að sér um náttúrulög, segja, að þegar lifandi líkamir snertist, þá taki ósýn- ilegt afl til starfa, streymi áfram, blandist sam- an og tengi þannig eikennilegt samband. Ekki er ómögulegt að sanna megi þessa kenningu með dæminu af drotningunni og dyraverðinum. Hún hugsaði með sjálfri sér, er hún hjúfraði sig við barm hans: “Kufl St. Benedikts hefir sannarlega aldrei hulið geð. þekkari vöxt!” Og þegar Ekkehard lét byrði sína niður, hæversklega og með lítillæti, í svölum klaustursgöngunum, þá var hugur hans við það bundinn, að aldrei hefði honum virst fjarlægðin frá dyrunum og að þessum stað svona stutt. Eg býst við að þér finnist eg vera þung “Frú mín og drotnari má vel segja um byrði,” sagði hertogafrúin lágt. sjálfa sig með orðum heilagrar ritningar: “Mitt ok er indælt og byrði mín létt,” svaraði hann. “Mér datt ekki í hug að þú gætir snúið orðum Ritningarinnar upp í gullhamra. Hvað heitir þú?” “Eg er nefndur Ekkehard,” svaraði hann. frúin og vék hendinni til með verulegum ynd- isþokka. Ekkehard gekk út að glugganum og horfði út í garðinn. Var það hugarburður einn, sem olli því að mynd St. Kristoffurs sótti á hann? Honum hafði líka virst byrði sín létt, þegar hann lét út í fljótið og bar á öxlum sér ókunna barnið; en byrðin þyngdist sífelt á baki hans Tveir af munkunum höfðu faiið á meðan og sótt kistil, sem nú stóð opinn í göngunum. Ábótinn tók upp úr honum spánýjan munka- klæðnað og mælti: “Eg lýsi því hérmeð yfir, að hinn voldugi verndari klaustursins er gerð- ur að heiðursfélaga bræðrafélags vors, og til vitnisburðar um það færi eg hana í hinn helga klæðnað reglu vorrar.” Heiðveig hneigði sig lítið eitt til merkis um samþykki sitt og tók víð fatnaðinum. Hún varpaði kuflinum lauslcga yfir fötin, sem hún var í, og fór vel á þessu, því að kuflinn var víður og féll niður í breiðum fellingum, enda var svo mælt fyrir í reglum: “Ábótanum er skylt að gæta þess að fatnaður sé ekki of þröngt sniðinn fyrir þann, sem bera á, heldur fari vel.” Björt augun voru töfrandi fögur undir brúnu hettunni Þér verðið að fylgja dæmi frúar yðar,” sagði ábótinn við fylgdarlið hennar. “Veistu,” hvíslaði hann í eyra ráðsmann- inum, “hvað það merkir, að fara í þennan fatnað? Að þú sverjir að varpa framvegis frá þér fýsn heimsins, og heitir að lifa framvegis siðprúðu og hreinu lífi.” Spazzo var kominn í hægri ermina á kufl- inum, en dró hana í skyndi til baka og hróp- aði: “Ekki lengra, eg mótmæli!” En þegar Sindolt rak upp skellihlátur, þá áttaði hann sig á, að þetta mundi ekki vera svona alvarlegt og sagði þá: “Vinur minn, þú ert svei mér sleipur hundur.” Ekki leið á löngu, þar til alt fylgdarliðið var komið í klæðnað St. Benedikts, en skeggið á mörgum nýju munkunum náði niður í mitti, þvert á móti öllum reglum. Ekki verður held- ur sagt, að þeir hafi með öllum farið eftir fyrirmælunum um að sýna hógværð og lítil- læti með því að horfa stöðugt til jarðar. Ábótinn lét það verða sitt fyrsta verk, að leiða gestina í kirkju. 3. KAPÍTULI. Wilborad einsetukona. Einn þeirra, sem minst glöddust yfir þess- ari óvæntu heimsókn, var Romeias varðmaður. Hann fór nærri með sumt af því, sem biði sín, en ekki alt. Meðan ábótinn var að taka á móti hertogafrúnni, kom Gerold, brytinn, til han^ og sagði — “Romeias, bú þú þig undir að leggja af stað! Þú verður að segja fólkinu á næstu bæj- um, að það verði að senda fuglana, sem fallnir eru í gjalddaga, fyrir dagsetur í dag, svo hægt sé að nota þá til kvöldverðar. Þú verður einn- ig að ná í eitthvað dýrakjöt.” Romeias féll þessi skipun vel. Þetta var ekki í fyrsta skifti, sem hann fór til þess að innheimta fuglana, þegar gesti bar að garði, og bændurnir og ráðsmennirnir voru orðnir vanir því að hlýða á orð hans, því að hann hafði lag á því að láta taka eftir því, sem hann sagði; þá voru einnig veiðarnar hans aðal- skemtun. Romeias tók sér því í hönd veiðispjót sitt, kastaði krossboganum á herðar sér, og ætl- aði einmitt að fara að leysa veiðihunda sína, þegar brytinn tók í ermina á honum. “Eitt er það enn,’” sagði hann. “Þú átt að fylgja þjónustustúlkunum hertogafrúarinn- ar, sem ekki mega koma hingað inn, til Schwarzatal, og segja hinni guðhræddu Wil- borad, að hún eigi að skemta þeim til kvölds. Og þú verður að vera mjög kurteis, og eg skal segja þér, að það er grísk stúlka í hópnum, og hún, hefir svo dökk augu — ” Djúpar rákir komu í enni Romeiasar er hann heyrði þessi orð, og hann laust spjótinu ofan í jörðina, svo að söng í. “Eg að fylgja kvenfólki!” hrópaði hann. “Það er ekki verk sem sæmir varðmanninum í klaustri hins helga Gallusar!” En Gerold kinkaði kolli framan í hann og sagði — “Þú verður að reyna, Romeias. Og hefir jiað ekki stundum borið við, að varðmaður, sem dyggilega hefir framkvæmt verk sitt,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.