Heimskringla - 19.12.1928, Side 7
WINNIPEG, 19. DES., 1928
HE1M8KRINCLA
7. BLADSIÐA
Melchett lávarður
um framtíð atvinnumálanna
Atvinnumál ýmsra landa eru nú í
mesta öngþveiti. Bretar eru t. d.
wjög áhyggjufullir út af iönaöi sin-
um og búnaði. Atvinnuleysi eykst
og iönaðurinn stenst illa samkeppni
yiÖ ýmsar aörar þjóöir. Þing og
stjórnir valda varla viöfangsefnum og
þau lenda í rneira eöa minna fánýtu
flokkaþrefi. Samt telja niargir, að
tönaöarmálin séu nú að komast inn
a nýja og betri braut í Bretlandi og
t>akka þaö fyrst og fremst forgöngu
^ins af helztu iöjuhöldum þjóöarinn-
ar, Melchett lávarði, sem hét Alfred
Mond áöur en hann var aölaöur nú
nýlega.
Melchett lávaröur er löngu kunnur
^nt atvinnurekandi og stjórnmála-
maÖur (f. 23. okt. 1868. Hann var
Irosinn á þing 1906, af frjálslynda
uokknum, og var í ráöuneyti Lloyd
^orges 1916 og heilbrigðismálaráö-
herra 1921. Hann féll 1923, en
var kosinn annarsstaöar árið eftir. I
ársbyrjun 1926 varð hann viðskila
við frjálslynda flokkinn vegna bún-
aðarmálastefnu Lloyd George. Hann
hefir skrifað allmargt, m. a. nýlega
athyiglisveröa bók um atvinnumál og
stjórnmál.
Það var hann, sem í desember í
fyrra bauð sambandi verkamannafél-
aganna að koma á allsherjarráðstefnu
við sig og ýmsa aðra atvinnurekend-
ur, til þess að ræða vandræði atvinnu
málanna. Þessu boði var tekið.
Samninganefndin hefir nú þegar skil-
að nokkrum álitum, en heldur störfum
sínum áfram og síðasti allsherjarfund
ur verkamanna, sem haldinn var í
Swansea, félst á gerðir og stefnu
samninganefndarinnar.
Melchett lávarður hefir nýlega
verið á ferð í Ameríku og flutti þá
m. a. 9 þ. m. fyrirlestur við Harvard
háskóla urn þessi efni. Hann mint-
ist fyrst á sögu ensks iðnaðar og
verkamannafélaga, hvernig þeim
hefði á ýmsan hátt verið haldið niðri,
svo að þau hafi espast til andstöðu
gegn þjóðfélaginu og svo orðið úr
öllu margvíslegir árekstrar og erjur,
atvinnulífinu til mesta rneins. Nú
eru í iðnfélögunum 5 milj. manna,
en þeim hefir fækkað siðan 1920.
Það má ekki svo til ganga, ef vel á
að fara, að einlægt sé alið á óvild-
inni og fjandskapnum milli vinnu-
veitenda og vinnuþiggjenda. Sam-
vinna þeirra er báðum hagur. Að
þeirri samvinnu á nefndin, sem fyr
getur, að vinna. Nú þegar hefir
orðið samkomulag um það, að koma
skuli á fót allsherjar iðnráði, með
frjálsu samkomulagi beggja aðilja, og
skipuðu fulltrúum þeirra beggja.
Þetta ráð á að vera sáttasemjari og
á einnig að rannsaka iðnmálin og
leiðbeina um þau og vera á verði
gagnvart öllu því, sem valdið gæti á-
greiningi og reyna að jafna það.
Menn vænta sér hins bezta af þessu.
En þetta er ekki nema upphafið
eitt, sagði Melchett i fyrirlestri sín-
um. Verkamenn eiga að fá kost
á ágóðahluttim í fyrirtækjum sínum,
svo að hver maður finni að hann á
sinn þátt í fyrirtækinu, gengi þess
eða halla, finni til sjálfstæðis síns,
en ekki þess eins, að hann sé ósjálf-
stæður og fjandsamlegur fyrirtækinu.
Vísindaleg vinnubrögð og starfsað-
ferðir á að. rannsaka og konta skipu-
lagi á framleiðsluna í stórum stíl,
því dagar smáfyrirtækjanna eru tald-
ir. Framleiðslan á að komast í vís-
indaleg kerfi, í þess stað að hvert
smáfyrirtæki fær að eiga með sig
sjálft af handahófi.
Erfiði er erfðahlutskifti mannkyns-
ins, sagði lávarðurinn að lokum.
Allir þurfa að vinna, annars fer allt
í hundana. Framleiðslumálin snú-
ast ekki einungis um fljótfenginn gróða
einstaklinganna, en um alþjóðarhag
og alþjóðarábyrgð. Framleiðslan
og atvinnulífið allt getur ekki veitt
alþjóð þessa þjónustu meðan allt
logar í ófriði. Allsherjarverkfall-
ið 1926 sannfærði flesta um bölvun
borgarastyrjaklarinnar i atvinnumál-
ntn. Nýr tími er í nánd. Það er
of oft sagt, að ekki megi' breyta mann
legu eðli. Það er hægt — hægt að
breyta því í áttina frá fjandskapnum
til samstarfsins fyrir betra lífi og
bættum kjörum.
því.
Það er verið að
—Lögrétta.
Capital Coal Co.Ltd-
Phones: 24512 — 24151
Wholesale and Retail
ALLAN, KILLAM AMcKAY BLDG.
364 Main Street
THE Best Grade Canadian and American
COAL
Elgin Lump ............... $12.00
Elgin Stove ..........*...... $10.50
Elgin Nut.................... $ 9.50
Ford and Solvay Coke ....... $15.50
Dominionj Lump .............. $ 7.00
Black Gem Lump ............. $11.00
Black Gem Stove ............. $10.00
WE WANT YOUR ORDER
Þessum skóla hefir lánast það sem hann er að gera
Með hverju ári fjölgar þeim háskóla- og
miðskölastúdentunum, sem innritast í þennan
mikla skóla. Margir þeirra koma frá öðrum
fylkjum en Manitoba, svo sem British Columbia,
Alberta, Saskatchewan, Ontario, North Dakota
og Minnesota. Meiri hluti þeirra, sem ganga
á verzlunarskóla í Winnipeg, ganga í Success
skólann, vegna þess að vorir stúdentar verða
betur hæfir fyrir viðskiftalífið, bæði hvað snert-
ir mentun og persónulega framkomu. Einnig
vegna vistráðninga skrifstofu vorrar, því frá
henni fá 1,500 félög í nágrenninu, skrifstofufólk
sitt.
Þeim sem útskrifast af honum lánast líka það sem þeir gera
i
^ENGUSH DFPAR.TMi.NT c
~*ONE OF OUR. £IÖHT SHORTHAHD JZOOtf?c
COXÞ7OtlETFR &-MACHWE CAICUIATING DEPARTNSNTZ 'SPEED DlCTATíON, SH0RTHAHD DEPAR.TMERT
r Nýttkenslu tímabil • Innritist snemma
J byrjar Miðvikudaginn 2. Janúar Ef þér getið ekki innritast strax, þá getið þér gert það hvenær sem er. Vér lítum persónulega eftir hverjum stúdent og sjáum urn að hann byrji á upphafi hverrar námsgreinar. Gestir eru oss kærkomnir •, ^ Skrifstofa vor verður opin á hverjum degi milli jóla og nýárs Koimið tímanlega svo þér getið byrjað 2. janúar. Skrifstofu tími: Jólavikuna: A daginn—9 f.h. til 6 e.h. A kveldin—Mánudaga og fimtudaga frá kl. 7.30 til 10 SÍMIÐ OG BIÐJIÐ UM UPPLÝSINGAR L.
accreditfd BY
Dagskóli
og
Kvöldskóli
COR. PORTAGE AVE, and EDMONTON ST.
Að norðan verðu við Portage Ave.
Miðja vegu milli Eaton og Hudson Bay búðanna
Sími
25 843
eða
25 844