Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIM8KRINCLA WINNIPEG, 30. JAN. 1929 Upton Sinclair fimtugnr Eg býst kannske við, aö þaS sé eftir dúk og disk að geta fimtugsaf- mælis Sinclairs í Alþýöublaöinu. Líkl. búiS aö því fyrir löngu. Hann er, eins og allir vita, einstæSur meöal rithöfunda í Bandarkjunum, vegna þess aS hann hefir gengiö fram fyrir slcjöldu og barist fyrir mannlegum hugsjónum í mörg ár, en það gerir hér um bil enginn rithöfundur i þessu landi. Þeir eru allir útvaldir og leigðir af verzlunarvaldinu. Næst síöasta bók Sinclairs heitir Money writes, þ. e. Peningarnir skrifa, og »r það rannsókn á nútíðarbókmennt- um Bandaríkjanna, og setur Sinclair þar fram hin stórviturlegu ^gthugun á vali því, er auöurinn igerir á höf- undum. Vali þessi er svo háttaS, að öll umtalsverS blöð og tímarit eru i hondum stórauSsins, og prenta ekk- ert, sem fer í bága viS hugSarefni hans. I sömu höndum eru bóka- útgáfufélögin. Þannig hefir enginn rithöfundur í Bandarí|kjunum neitt ækifæri til aS koma ritum sínum á prent, nema því aSeins aS hann semji í þágu auSsins. Hér er því ekki um beinar mútur aö ræSa, heldur val, selection. SíSasta bók Sinclairs er BoSton og fjallar um aftöku Sacco og Van- zetti og allan aSdragenda hennar I>essir saklausu verkamenn voru drepnir í fyrra eftir óslitnar pisiir og meiSingar í 7 ár,og hefir þessi réttar farsglæpur vakiö andstyggö alls hins siSaSa heims. Boston er tvö þykk bindi — allt ritaö í heilagri bræöi út af ranglæti og kúgun. Því miSur hefi ég ekki tíma tií aS geta hennar What will you be doing one year from today? A course at the Dominion Business College will equip you for a well paid position and prepare you for rapid promotion. Enroll Monday DAY The “Dominion” and its branches are equipped to render a complete 9ervice in busi- ness education. BRAJíCHES: ELMWOOD 210 Hespeler Ave. ST. JAMES 1751 Portage Ave. AND EVENING CLASSES Dominion Business Gollege CThe'Mall. WlNNIPEG. i “WHITE SEAL BruggaS af æfSustu bruggurum úr úrvals malti og humli. — Eins og bjórinn sem þú varst vanur aö drekka. BEZTI BJÓR f KANADA TIL HEIMIUSNOTA A JOLUNUM Fluttur beint til leyfishafa gegn pöntun BiSjiS um hann á bjórstofunum > Sími 81 178, -817fi KIEWEL BRE\4 ÍVG CO.,LTD. St Boniface, Man frekar sem stendur, en mikil freist- ing aS rita um hana langt mál. Eg leyfi mér aSeins aS mæla sterklega meö henni viS íslenzka enskulesendur. Betri heimildir um Ameríku en bæk- ur Sinclairs eru hvort sem er ófáan- legar. enda hefir hin mentaSa Ev- rópa löngu séS þaS, þar sem þar er, svo til, enginn ameriskur höfundur lesinn, nema hann. ÞaS er einkum til marks um mentunarleysiö í Am- eriku, hve grandgæfilega fólki er varnaö aö afla sér nokkra upplýsirugu um þjóöfélagsmál. I þeim efnum er hver 100 pro cent. AmeríkumaSur hreinn bjálfi. Allar þær barnalegu og úreltu hugmyndir, sem fólk hér hefir um þjóSfélag og stjórnmál, gera þaö aö verkum, hve Evrópumönnum hættir til aö líta niöur á Ameríku- manninn og álíta hann fífl. En þar sem skýrar og tímabærar skoöanir í stjórnmálum eru grundvöllur flestrar annarar nýtilegrar þekkingar nú á dögum, þá er ekki aS furða, þótt margt sé reikult og fáránlegt í am- erískum skoSunum yfirleitt. Þessari heimsku og fáfræöi landa sinna hef- ir Upton Cinclair veriö aö berjast gegn alla sína æfi, og orSiS meira agengt en nokkrum einum manni. Þótt Upton sé langmerkasti maSur Ameríku sem stendur, þá hefir fim- tugsafmælis hans ekki fremur veriö getiö hér en þótt hann væri hundur. nema í hinum földu og bönnuöu blööum umbótamanna. Sem stendur er U. S. í New; York aö undirbúa sýningu á Singing Jailbirds á leik- sviSi og hjálpa til aS gera leikrit úr Oil, — hinni nafnkunnu bók sinni, þriSju síöustu í röSinni. Sinclair á annars heima hér í Long Beach rétt hjá LosAngeles. Eg hefi orS- iö fyrir þeirri heppni aS kynnast honum, og hann hefir gert mér meiri greiöa en nokkur annar maöur ó- þektur og óvandabundinn. Hann er fjörlegur eins og unglingur, alveg einstaklega ljúfmannlegur Qg hógvær, andlit hans er hið göfugasta og mann vænasta, sem ég h'efi séS í Amer- íku og hiS lang tignarlegasta. I litarhætti er hann svipaSur Þorbergi Þóröarsyní. Skrífarar hans em klæddir eins og borgarar, en sjálf- ur er hann klæddur í hvít verka- mannaföt, — ég held alltaf heima- fyrir. Hann er ákaflega léttur í spori. ÞaS sem einkennir Upton Sinclair mest í mínum auigMm, bæöi sem mann og rithöfund, er, hve ger- sneyddur hann er allri yfirnáttúrlegri hygS. ÞaS hefir gleymst aS skapa í hann hiS trúarlega skilningarvit. En hatur hans gegn fjendum mann- kynsins er sterkara en hjá öllum ver- aldarinnar trúarhetjum saman IögS- um. Fyrirgefiö flaustriS. Los Angeles, 15. nóv. 1928. Halldór Kiljan Laxness. —AlþýSublaSiS Hkr. leyfir sér aS taka traustataki á þessari igrein og vonar aS jíiöf. mis- virði ekki. auki hefir á flestum málum komiS út urmull af allskonar “alþýðubók- um” um þessi efni, undir meira eSa minna vísindalegu yfirskini. En mikið af slíkum ritum sem fjalla um hjónaástir, heilsufræSi, leyndardóma lífsins og þessháttar er einber hé- gómi og fánýtur vaSall, þótt innan um séu einnigj sæmilegar bækur. Ástamál og hjúskapur á Rússíandi StofnaS 1882. Löggilt 1914. L D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að h»tta mannorði voru og1 valgengni á við»kiftin SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR' TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að sklfta við ow SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arfington 8tr. Vér færum yður kolin hvenær sem þár víljið Astamál og hjúskapur hafa frá fornu fari veriö eitt af erfiöustu viöfangsefnum löggjafar og ríkis- valds, aS svo miklu leyti, sem þaö hefir náö til þeirra. Eins hafa líka þessi mál um langan aldur verið eitt af lielztu yrkisefnum skálda og lista- manna. Á siöustu tímum eru einn- ig' fræðimenn, einkum sálarfræöing- ar og læknar, farnir aS gefa málum þessum vaxandi gaum, til þess aS finna einhver lögmál eða leiöbein- ingar til þess aö fólk geti öðlast sem almennasta og mesta heilbrigöi og ham ingju í ástum sínum. Og loks eru ættgengisfræSingar farnir að veita þessum málum vaxandi athygli í viðleitni sinni og ráögerSum til kyn- bóta á æðstu skepnu jarðarinnar, en þeirri einu, sem þeir segja aö alvar- legar kynbætur hafi ekki veriS reynd- ar viS, þótt hvergi sé þörfin meiri en þar. Um margvíslegustu viS- fangsefni þessara mála fara nú víöi um menningarlönd fram merkilegar rannsóknir og umræSur, hvað sem úr þeim kann aS verða. Þar aS En þessi mál eru enganveginn nýtt umræSuefni og ýmislegt af því, sem nú er talaö um sem “nýtízku” skoöan- ir, eru æfagömul umræöuefni. Þeir, sem kunnugir eru rússneskum skáld- sögum frá síSastliöimii öld munu t. d. minnast margra lýsinga á hjóna- böndum og “frjálsum ástum.” En jafnvel hugmynd eins og “þjóönýt- ing á konum,” sem stundum er nú nefnd í gamni og alvöru. er aö vissu leyti eldgömul hugmynd. Plató ræS- ir um áþekkt skipulag í riti sínu um ríkið. Hann gerir ráS fyrir því, aö barneignir og uppeldi verSi háS ríkiseftirliti og ríkiS velji úr hinar hæfustu konur og menn til þess aS eiga fyrirmyndar borgara framtiSarinnar og séu upphafin venju leg íhjónabönd og heimilislif, en börnin alin upp í opinberum stofn unum og foreldrarnir lifi í frjálsum ástum, innan vissra takmarka, sem ríkiS setur, og á veguin þess. Slikar hugmyndir hafa kommunistar allra alda fengist viS. Eftir byltinguna á Rússlandi hefir hinn ráöandi flokkur þar einnig tekiS ásta- og hjúskaparmálin til endur- skoðunar. Ut á viS hefir mönnum orðiS mjög tíörætt um afstööu bol- shevíka til þessara mála. Til þess aS gefa nokkura hugmynd um ástand þeirra þar nú verSur skýrt frá frá sögn dansks manns, Anker Kirkeby’s sem nýlaga var á ferS í Rússlandi. Hann segir meðal annars: Nýji rússneski sifjarétturinn er gott dæmi um hugsunarhátt nýja tímans. Menn hugsa sem svo: Lög- in eiga aö benda á reglurnar fyrir lífinu, svo lifaS sé eins fagurlega og siðlega og auöiS er. En þau mega ekki fjarlægast um of hiö raunveru- lega ástand, svo aS IífiS verði eitt Qg lögin annaS. AS því er til ásta- lífsins kemur eru sífellt geröar til- raunir til þess aS finna lög, sem á I sem beztan hátt styöji mennina i þrá þeirra eftir hamingju. Hjóna- bandslögin eru þess vegna sífelldum breytingum undirorpin í flestum lönd um, en eru óneitanlega endurskoS- uö æriö oft í Rússlandi. I Rússlandi getur fólk gengiS í hjónaband á tvennan hátt. Þar eru til skrásett og frjáls hjónabönd, en hafa bæði sania bindandi lagagildi. Skrásettu hjónaliöndin eru i því fólgin, aS aöiljarnir fara fyrirvara- laust til yfirvaldanna ogi lýsa því yfir, að þau óski aS gifta sig. Yfir- völdin spyrja þá aöeins einnar spurn ingar: Veiztu hvort mannsefniö (eSa konuefniSJ er heilbrigt? SíSan er hjónabandiS skrásett og eru hjóna- efnin þar með gift. Frjálst hjónaband er í því fólgiS, aö hjúskapurinn gerist án skrásetn- ingar yfirvaldanna, aöiljarnir gifta sig blátt áfram sjálf. En maður- inn ‘eöa konan) hafa sömu fram- færsluskyldur eins og í lögskráöu hjónabandi. ÞaS er sífellt hægt aS sanna þaö, aS þau hafi veriö {jift, þau hafa búiö saman, eða tjáö sig þriðja manni sem hjón. ÞaS var algengt áöur fyr í Rúss- landi, aö fólk gifti sig mjög ungt, cinkum voru sveitastúlkur oft giftar þegar þær voru orönar 15 ára. 'Þær áttu börn undir eins og unnu jafn- framt erfiöa útivinnu (viö heyskap eSa uppskeru) og þess vegna uröu þessar ungu óþroskuöu bændastúlkur 'tslitnar eftir fárra ára hjónaband. Nú má engin kona giftast yngri en 18 ára. Fyrir rétti í Moskva kom þaö nýlega fyrir, aö ung bóndakona sagöi igrátandi: “Eg fæ ekki leyfi til þess aö gifta mig, af því aS ég er of ung. En ég hefi veriS gift einu sinni áður eftir gömlu lögunum.” HjónaskilnaSi er hægt að koma í kring umsvifalaust ef annar aöili óskar þess og er ekki krafist, aS til- greindar séu neinar ástæSur. MaS- urinn er þá skyldur aö sjá fyrir kon- unni í hálft ár, ef konan er veik eöa getur ekki unniS fyrir sér. Allar konur, sem orðnar eru 45 ára, eru taldar í þessum flokki. En ef þaS er konan í hjónabandinu, sem vinnur fyrir meiru, en maSurinn er heilsu- veill eSa óvinnufær, þá er þaS kon- an, sem veröur aö leggja með hon- um eftir skilnaöinn. ÞaS sést á eftirfarandi dæmi hversu skilnaðurinn er auðveldur : Hjón höföu búiS saman í 30 ár og áttu 3 syni, sem allir voru komnir á legg og sjálfir voru orðnir fjölskyldu- menn. Konunni var farin að þykja sambúSin alveg óþolandi, á heimilinu var daglega rifrikli og arg og aö lokum hættu hjónin aö tala saman. Þá skrifaöi konan yfirvöldunum og óskaði skilnaöar. Daginn eftir fékk maSurinn, sér til mikillar undr- unar, opinbert bréf um þaö, aS hjóna bandi hans væri slitið. Hann mald- aöi eitthvað í móinn, en varS aö flytjast heimanaö. Nú lifa þau haminigjusöniu lífi hvort í sínu lagi. Enginn munur er geröum á börn- um, sem fædd eru í skrásettum og frjálsum hjónaböndum. “Öskilget- in” börn þekkjast ekki á Rússlandi. Öll börn eru jafn skilgetin. ÞaS veröur þar aldrei nein skömm eöa ógæfa aS eignast barn og meS því er loku skotiö fyrir barnamorö og útbqrö. A dögum zarveldisins báru ógæfusamar mæöur út 20 þúsund börn á ári í borginni Moskva einni. I fyrra voru aöeins borin út 600 börn. Maður og kona eru bæSi skyld aö gefa meS börnum sínum. ÞaS eru börnin sem fyrst og fremst eru tryggö meö löiggjöfinni. Ef foreldrarnir hafa ekki sjálf efni á þvi aö borga meS börnum sinum, eru frændur og frænkur og jafnvel afar og ömmur lagalega skyld til þess aS veita fjár- hagslega hjálp. Hvernig svo sem fer um ástalíf hinna fulloi;Snu mega breytingar þess aldrei koma niöur á saklausum börnunum. 1 þessu sambandi er þess aS geta, aS fyrir tveimur árum var skipuö opinber nefnd lækna og vísindamanna til þess aö finna hinar hollustu og öruggustu aöferðir til þess aS koma í vegrfyrir barneignir. Nefndin lauk störfum sínum núna í nóvember og ríkið auglýsir um allt Rússland aö- ferSir þær, sem vísindin telja beztar. Varnarmeðölin verSa látin af hendi ókeypis í öllum lyfjabúðum lands- ins. Þar aS auki er fóstureySing á fyrstu þremur mánuöum ekki hegn- ingarverS og getur undir vissum kringumstæSum fengist ókeypis. ÞaS er ekki mitt aS dæma um þessar rússnesku hjúskapartilraunir, segir höfundurinn, sem hér er fariS eftir. En hinn auSveldi aSgangur aö hjónaböndum, þegar aSeins þarf Yiss merki am nýrnavelkl eru bakverkir, þvasr- teppa og þvagsteinar. GIN PILL.S* lœkna nýrnaveiki, meí því aT5 deyf» og græía sjúka parta. — 60c askjan njá öllum lyfsölum. 131 FORD COKE —All Sizes— Western Gem Coal Lump, Stove and Nut Pea THE WINNIPEG SUPPLY &FUELCO. LTD. , Tel. 876 15 —- 214 Ave.Bldg. Þ J E R S E M NOT IÐ TIMBUR KAUPIÐAF The Empire Sash and Doer COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Htamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. ftH SfMI 57 348 SfMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með altekonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir Jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður |»ur og vei vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEC MANITOBA. MO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.