Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.01.1929, Blaðsíða 6
6. HLAÐSlÐA HEIM6KRINGLA WINNIPEG, 30. JAN. 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Hann hélt enn á hesliviðarstafnum í hendinni, og nú stökk hann fram og lét þungt högg ríða á baki kjallaravarðarins frá hægri öxl og niður á vinstri mjöðm. Annað höggið og hið þriðja fylgdi á eftir áður enn Rudimann hafði náð sér eftir viðbrigðin. Stéinbrúsinn féll úr hendi hans og brotnaði í mél á gólfinu, en Kerhildur flýði. ‘‘í nafni hins helga kers í brúðkaupinu í Kana!” hrópaði Rudimann, “Hvað á þetta að þýða?” Hann snéri sér við og sækjandi og verj- andi sáu nú í fyrsta skifti hvor framan í annan. ‘‘í>að er gjöf frá St. Gallus til St. Pirmin!” sagði Ekkehard reiður og reiddi enn stafinn til höggs. “Eg hefði mátt geta mér þess til,” svaraði kjallaravörðurinn æfur. ‘‘Krabbaepli frá St. Gallus! Þér þekkist af ávöxtunum. Hörð jörð, ófrjó trú og dónamenni! Bíddu eftir gjöf inni sem eg skal launa þér með!“ Hann leit umhverfis sig eftir vopni. Stór sófl stóð í einu horninu. Hann tók sér hann að vopni, og var rétt í þann veginn að ráðast á óróasegg inn, þegar skipandi rödd heyrðist frá dyrunum: “Hættu! Friður sé með yður!” Og önnur rödd með erlendum framfiurði, spurði: ‘‘Hvaða Hól- ófernes er hér kominn upp úr jörðunni?’’ Skipunin kom frá Wazmann ábóta, sem var að koma frá helgun hins nýja víns, ásamt vini sínum.Símoni Bardo, fyrverandi lífvarðar- foringja gríska keisarans. Hávaðinn frá deil- unni hafði truflað Grikkjann í mjög fræði- mannslegri skýringu á umsátri Jósúa um borg- ina Ai, og hversu mikið hernaðarlegt glappa skotinn konungur borgarinnar hefði gert, er hann hélt í broddi liðs síns út á eyðimörkina, Gamli Grikkinn, sem skilið hafði við heimili sitt í stökustu reglu, því að friðsamt var þá í Miklagarði, eyddi tómstundum sínum til þess að sökkva sér ofan í fræði hernaðarlistarinnar; og þeir kölluðu hann í gamni kapteininn frá Kapernaum, þótt hann bæri búning reglunnar. “Gefið rúpi fyrir bardagann,’’ hrópaði Simon Bardo, því að honum fanst óþarfi að taka fyrir ágæta skemtun áður en hún hófst. ‘‘Mig dreymdi í nótt um tindrandi ljósneista, og það er fyrir barsmíð.’’ En ábótinn, sem jafnan lét sér fátt um finnast ef ungir bræður sýndu sjálfstæði eða einþykkni, skipaði fyrir um frið og að sér yrði skýrt frá málavöxtum, svo að hann gæti miðl- að í málinu. Rudimann hóf frásöguna og skýrði rétt frá öllu. ‘‘Lítil yfirsjón,” sagði ábótinn. -‘‘Sjá grein 47, sem ræðir um syndir framkvæmdar meðan verið er við vinnu, við garðyrkju, fiskiveiðar. í eldhúsi eða kjallara; Alemanisk lög: um það sem gert er gagnvart stúlkum. Lát gagn- sækjanda tala.” .... Ekkehard skýrði nú frá því, sem fyrir augu sín hefði borið og hversu réttlát reiði hefði kúð sig til þess að grípa fram í. Þetta er að verða margþætt,” sagði á- bótinn. ‘‘Sjá grein 70: Enginn bróðir skal berja annan bróðir nema með samþykki ábóta. Einnig 72, er ræðir um þann áhuga, er sómir sér vel hjá munki og leiðir til eilífs lífs. Hversu gamall ert þú?” ‘‘Tuttugu og þriggja!” ‘‘Deilunni er lokið,” sagði ábótinn alvar- lega. “Þú, kjallarabróðir, getur litið á förin á baki þér sem verðskulduð laun fyrir gleymsku þína. En þér, gestinum frá St. Gall, myndi ég ráða til þess að halda áfram ferð þinni, því að ritað er: Aðkomumunkur, er til klausturs kem- ur, skal jafnan vera ánægður með þær ástæð- ’ ur er fyrir eru, skal ekki leyfa sér að finna að nema með stökustu varúð og skal á engan hátt vekja óánægju.” En sökum æsku þinnar og þess, að þér hefir gengið gott til, þá skalt þú einungis afplána synd þína með því að eyða klukkustund við bænariðkun í kvöld frammi fyrir altarinu í kirkjunni. Eftir það ert þú vel- kominn gestur.’’ Það fór um ábótann og dóm hans eins og svo oft hefir farið um réttláta dómara, sem hafa haft með höndum hið vanþakkláta verk gerðarinnar. Hvorugur aðili var ánægður; þeir hlýddu en sættust ekki. Ekkehard kom margt til hugar um góðvilja, sjálfsagða og rétt- láta vandlæting og um dómgreind sumra á þessum efnum, er hann lá yfir iðrunarbæn sinni. Þetta var elnn fyrsti árekstur hans við aðra menn. Hann gekk um hliðardyr aftur inn í klaustrið. Yfirþernan Kerhildur sagði stallsystrum sínum sögu um kvöldið í saumastofunni í Ob- erzell, þar sem þær sátu við að sauma tylft af nýjum munkakuflum, en frásagan var svo blandin ókvæðisorðum um lærisveininn frá St. Gall, að réttara þykir að skrásetja hana ekki. 6. KAPITULI. Nú brakaði í greinunum og veðurbarið og hrukkótt andlit kom í Ijós. Maðurinn var í gamalli presthempu, sem hafði verið skorið neðan af með sljóum hníf um hnén, og hengu tætlurnar niður. Örfamæli bar hann í stað talnabands, og sterkur bogi lá í stafni bátsins. “Megi drepsóttir.........,Hann var að byrja á annan leik á bölbænum, er honum varð litið á krúnuna á Ekkehard og búning hans að siö lærisveina St. Benedikts. Röddin breyttist þá tafarlaust— velja á um ekkert eða reyktan fisk, þá er mað- ur feginn að kjósa hið síðara.” Þeir, sem eru félagar í sömu reglu, verða brátt málkunnugir, og eigi skorti viðræður undir máltíðinni. Gamli maðurinn spurði miklu fleiri spurninga en Ekkehard gæti svar- að. Um marga gamla félaga hans var það eitt að segja, að kistumar þeirra lægu við hlið ann- ara í hvelfingunni, en kross á veggnum og nafn í skránni var eitt til merkis um, að þeir höfðu eitt sinn lifað og dregið andann. Nyjar sögur, nýtt gaman og nýjar deilur voru komnar í stað þeirra, er verið höfðu fyrir þrjátíu ár- um, og Moengal hafði engan áhuga fyrir því, sem gerst hafði á seinni árum. En hann sagði, þegar Ekkehard skýrði honum frá ferð sinni og fyrirætlunum— Ó, confrater, hvemig getur þú mælt svona mikið á móti veiðum, en ert þó sjálíur á hæl- unum á svona göfugu dádýri!” En Ekkehard braut upp á öðru efni og spurði hann hvort hann hefði aldrei saknað friðarins og vísindanæðisins innan klaustur- veggjanna. En það var sem eldur brynni úr augum sóknarprestsins við þessi orð. “Þráði Catalina nokkum sinni trébekkina í öldungaráði Rómverja eftir að þeir höfðu sagt við hann: excessit, evasit, empit? Æsk- an skilur þetta ekki. Kjötkatlar Egyptalands? Ille terrarum mihi praeter omnes. . . . sagði hundurinn við byrgið, sem hann hafði legið í í sjö ár.” ‘‘Nei, eg skil þig sannarlega ekki,” svar- aði Ekkehaírd. “Hvað hefir valdið þessari breytingu á hugsanalífi þínu?” Hann leit út undan sér á veiðitækin. “Tíminn gerði það,’’ sagði sóknarprest- urinn og barði fiskinum sínum við borðið, til þess að gera hann mýkri. “En það er óþarfi fyrir þig að minnast á þetta við ábótann. Eg var eins og þú í æsku minni, því að írland framleiðir guðhrædda menn, eins og íbúum þessa lands er kunnugt um. Já, eg var sann- arlega óaðfinnanlegur maður í þeirri tíð, er eg kom með föðurbróður mínum Markúsi úr píl- agrímsförinni til Róm. Þú hefðir átt að sjá unglinginn Moengal í þá daga. Ekkert var neins virði í hans augum í þá tíð,nema sálma söngur, bænarvökur og andlegar æfingar. Þetta var huggun hans og þróttur. Á þennan hátt gengum við í klaustrið St. Gall—-hvaða heiðarlegur íri sem væri, vildi töluvert á sig leggja til þess að heiðra landa sinn—og eg staðnæmdist þar. Búningur, bækur, fé, þekk- ing—allur maðurinn— varð eign klaustursins. Og Moengal írski var nefndur Marcellus og hann þeytti silfri og gulli föðurbróðurs síns út um gluggann, til þess að allar brýr, sem til veraldarinnar gátu leitt, væru brendar að baki. Þetta var sæll tími. Eg vakti og baðst fyrir og nam eins og hjarta mitt lysti. "En of miklar kyrsetur eru ekki mannin- um hollar og of mikil þekking er ekkert annað en ónauðsynlegt erfiði. Margt kvöldið hafði eg setið og grúskað í handritum eins og bóka- ormur og skrafað um margvísleg efni og deilt eins og skjór. Ekkert var hulið. Hvar hafði höfuð Jóhannesar skírara verið grafið, á hvaða tungumáli talaði höggormurinn við Adam— alt var rannsakað og um alt var komist að nið- urstöðu. Eina hugsunin, sem aldrei vaknaði í heila mínum var sú, að eg væri sjálfur hold og blóð og bein. Ó, confrater, nú fóru margar stundir að ssékja á mig, er mér leið illa! Eg vona að þú þurfir aldrei að reyna það! Höfuð mitt varð þungt, hönd mín skjálfandi. Eg gat hvorki fundið frið við skrifborðið né í kirkj- unni. Burt, burt! hrópaði innsta rödd sálar minnar, út, út í víðáttuna! “Eg sagði einusinni við THieto gamla, að eg hefði gert uppgötvun. ‘Hvaða uppgötvun?’ spurði hann. ‘Að það er ferskt loft fyrir utan klausturveggina. . . . ’ ‘ Þeir bönnuðu mér þá að fara út fyrir múrana, en marga nóttina klifraði eg upp í turninn og horfði út í fjarskann. Eg öfundaði leðurblökurnar, því að þær fengu að fljúga yfir í furuskóginn. “Confrater, við þessu er bæn og fasta eng- in lækning. Því að það sem er innra fyrir í manninum, verður að fá útrás. ‘Að lokum fór samt svo, að ábótinn reyndi að átta sig á málinu á óvilhallan hátt, og hann sendi mig til Radolfszell um eins árs skeið. En bróðir Marcellus sneri ekki aftur. Það tók að daga fyrir réttum skilningi í huga mínum á því, hvað heilbrigði væri, er eg hjó furutré í sveita míns andlitis eða náði fugli á hlaupum. Dýra- og fiskiveiðar reka mjög bráðlega sjúk- ar hugsanir burtu. Og þannig hefi eg gegnt embætti mínu sem prestur í Radolfszell í þrjá- tíu ár, rusticitate quandum impetus, hætt við að verða dálítið búralegur, en hverju skiftir það? ‘Eg er eins og pelikani úr viltu landi, eg er eins og ugla úr eyðiskógi,' sagði sálma- skáldið, en eg er sterkur og heilbrigður, og Moengal gamli ætlar sér að lifa mörg árin enn, og hann kemst að minsta kosti hjá illu í einu efni.” Moengal. Sama kvöldið sem Ekkehard var neyddur til þess að liggja á bæn í klausturkirkjunni í Reichenau, stóð Heiðveig hertogafrú á svöl- unum á Hohent wiel og horfði út í fjarska—en ekki í áttina til sólsetursins. Hún snéri and- litinu í austur og horfði hvast á vatnið og veg- inn, sem lá upp að hömrunum við Hohentwiel. Hún virtist ekki ánægð með það , sem hún sá. Hún neyddist til þess að fara inn aftur er rökkva tók, en sendi þá eftir stallara sínum og talaði lengi við hann um eitthvert nauð- synjamál. Ekkehard stóð snemma næsta morguns á þröskuldinum á klaustrinu, reiðubúinn til þess að halda áfram för sinni. Ábótinn var einnig kominh á fætur og var að hressa sig á morgungöngu í garðinum. Strangur dóm- arasvipurinn var horfinn af andliti hans, og hann hvíslaði brosandi í eyra Ekkehards um leið og þeir kvöddust— “Sæll er sá sem fær svona laglegan nem- anda eins og þú!’’ Ekkehard féll þessi setning illa. Hann mintist gamallar sögu—jafnvel í klaustrum eru illgjarnar tungur og.... þvaður berst frá manni til manns. “Eg er hræddur um, heilagi faðir, að þú sért að hugsa um þá tíma, er þú varst að kenna Clotildis nunnu rökfimi!’’ sagði hann fyrirbtlega og gekk niður að bátnum. Ábót- inn hefði heldur viljað eiga að gleipa heila skeið af pipar, en að láta rifja upp þessa gömlu sögu. ‘‘Góða ferð!” kallaði hann á eftir gesti sínum Ekkehard hafði aflað sér óvináttu munk- anna í Reichenau með þessari heimsókn, en hann lét það ekki á sig fá, og sami ferjumað- urinn réri nú með hann yfir vatnið. Hann horfði dreymandi umhverfis sig í bátnum. Vatnið gáraðist lítið eitt í gagnsærri morgunþokunni. Grannir turnarnir á klaustri Eginos í Niederzell gnæfðu upp á vinstri hönd; eyjan teygði ystu nes sín á hægri hönd, og var dálítið vígi sýnilegt á einu þeirra innan um pílviðinn. En Ekkehard horfði lengra, þar sem brattar fjallagnýpur risu upp yfir hæðirnar við ströndina. Geislar morgunsólarinnar skinu á hamrana og þverhnýptar gjárnar. Lengra til hægri handar voru minni tindar, sem litu út eins og væru þeir varðmenn, er risinn, ná- granni þeirra, hefði sett þama. “Þarna fyrir handan er Hohentwiel,” sagði ferjumaðurinn. Ekkehard hafði aldrei sé<$ ákvörðunar stað sinn, en hann þurfti ekki á skýringu ferj- umannsins að halda. “Einmitt svona hlýtur fjallið að líta út, þar sem hún hefir valið sér bólfestu,” sagði hann við sjálfan sig, og hann gerðist hugs- andi og alvarlegur í skapi. Fjallgarðar, stórar vatnsbreiður og víður himinn og tignarlegt landslag vekur alt djúpa alvöru í huganum. Það er ekki stórfengleik- inn í þessu, heldur verk mannanna, sem bros- ið vekur á vörum þess, er á horfir. Ekkehard fór að hugsa um postulann Jóhannes, sem kom til fjalllendiseyjarinnar Patmos, og um þá miklu opinberun, er hann hafði þar orðið fyrir. . . . Ferjumaðurinn réri jafnt og þétt áfram og þeir færðust nær nesinu í landi, þar sem Rad- olfszell var og fáein hús á stangli. En rétt í þessari svipan skaust einkennilegur bátur í Ijós. Hann var högginn úr stórum trjástofni og reft yfir hann með grænum greinum og vatnareyr, svo líkast var sem hann væri knú- inn áfram af ósýnilegu afli. Hann rak fyrir vindinum að sefinu við ströndina. Ekkehard bað ferjumanninn að stöðva þetta einkennilega farartæki og hann gerði það með því að reka árina í gegnum grænt þakið. “Fjandinn hirði ykkur!” heyrðist sagt með dimmri röddu innan úr trjástofninum, “oleum et operam perdere, alt mitt erfiði til einskis! Villigæsir og endur farnar til fjandans!” Skari af vatnafuglum, sem nú flugu upp með skrækjum, staðfestu sannleikann um þetta. ‘‘Hæ, salve confrater! Eg sver við skegg St. Patriks frá Armagh að ef forvitni þín hefði látið mig í friði stundarfjóröung lengur, þá hefði eg getað boðið þér til ljúffengrar mál- tíðar—fuglakjöt af vatninu!" Það leyndi sér ekki hversu mikið honum ‘varð um þetta, er hann horfði á eftir fugla- hópnum. Ekkehard rétti u*pp fingurinn og brosti. “Ne clericus venationi incumbat! Eng- inn helgaður þjónn drottins skal á veiðum vera.” “Bókaspeki!’’ hrópaði hinn. “Þetta á ekki við okkur héma við vatnið. Þú ert þó ekki sendur hingað til þess að setja á kirkju- rannsókn hjá sóknarprestinum í Radolfs- zell?” ‘‘Sóknarpresturinn í Radolfszell!” hróp aði Ekkehard. “Þú ert þó ekki bróðir Mar- cellus sjálfur?” Hann leit út undan sér á hægri handlegg- inn á veiðimanninum, en erminn hafði brest þar upp, og sá þá litstungna mynd af frelsar- anum, sem höggormur hringaði sig um, og var ritað fyrir ofan hana: “Christus vindex.” “Bróðir Marcellus?” sagði hinn hlæjandi og dró hendjna yfir ennið. “Fuimus Troes, velkominn á Moengals land.” Hann klifraði yfir á bát Ekkehards. “Heill heilögum Gallusi!” sagði hann og kysti Ekkehard á kinn og brá. “Við skulum fara í land. Þú ert gestur minn, þótt eg geti engan villifuglinn gefið þér.” “Eg hafði haldið að þú litir öðravísi út,” sagði Ekkehard og satt að segja var það eng- in furða. Ekkert gefur rangari hugmyndir um fólk, en að koma þangað, er það hefir dvalið og starfað, eftir burtför þess; að sjá smábrot af því, sem eftir það liggur, hlusta á umtal þeirra, sem eftir hafa orðið og mynda sér skoðun af því. Fæstir taka eftir því, sem dýpst er og persónulegast í fari þeirra, er þeir eru sam- vistum við, og jafnvel þótt eftir þessum ein- kennum hafi verið tekið, þá er þeirra að jafn- aði síðast getið. Bróðir Marcellus var farinn úr klaustr- inu til þess að gegna hinu vanrækta prests- embætti í Radolfszell um það leyti sem Ekke- hard kom til klaustursins. En fallega rituð handrit, De Officiis eftir Cicero og Priscian á latínu með írskum bókstöfum innan um á milli línanna, hafði haldið minningu hans vak- andi. Nafn hans var mikils virt í innri klaust ursskólanum, þar sem hann hafði eitt sinn verið kennari og lifað óaðfinnanlegu lífi. En frá þeim tíma hafði ekkert til hans spurst í St. Gall, og Ekkehard hafði auðvitað búist við að hitta alvarlegan fræðimann, fölan og gugginn yfirlitum, en síst af öllu kátan veiðimann. Báturinn lenti bráðlega við Radolfszell- ströndina. Ferjumaðurinn kvaddi þá í góðu skapi, því að honum hafði verið gefinn þunn- ur silfurpeningur, myntaður einungis öðru megin, en klerkamir stigu á land. Fáeinir j húskofar og fiskihjallar voru reistir umhverfis minningar-kirkjuna, þar sem bein Radolfs voru grafin. “Hér á Moengal heima," sagði prestur. “Gakk inn. Eg vona að þú berir ekki sögur um mig til biskupsins í Constance, eins og djákninn frá Rheinau gerði, sem sagðist hafa séð svo stóra vínbrúsa og drykkjarhorn í húsi mínu, að það væri til skammar, á hvaða aldri sem eigandinn væri.” Þeir komu inn í stórt þiljað herbergi. Yfir dyrunum hengu hjartarhorn og úr-uxa; veiðispjót, greinar með fuglalími í snörur og fiskistengur láu upp við veggina í einni þvögu, og í einu horninu hafði brúsa verið velt um við hliðina á teningskassa. í stuttu máli, hefði þetta ekki verið bústaður prests, þá hefði vel mátt ætla, að skógarvörður ætti þar heima. Eftir litla stund var brúsi með frekar súru víni, brauðhleifur og smjör komið á eikarborð. ið, og þegar presturinn hafði brugðið sér inn í eldhúsið, þá kom hann aftur og hélt kufl- inum sínum upp eins og svuntu, og hvolfdi svo stórri hrúgu af reyktum laxi á borðið fyrir framan gestinn. Heu! quod anseres fugasti antvogelosque et horotumblum! Ó, að þú skyldir fæla í burtu viltar gæsir, endyr og jafnvel hegra. En þegar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.