Heimskringla - 06.02.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.02.1929, Blaðsíða 1
Ágætustu nýtízku Utunar og fatahr«ln«- unarstofa í Kanada. Verk unnlS á. 1 degl. ELLICE AVE., and SIMCOE STR. Winnipeff —Man. Dept. H. FATALITUN OG HIIEINSUN ■Uiec At®. and Simcoe Str. Slxnl 37244 — tvær llnur Hattar hreiiu*a»ir og endurnýjatllr. Betri hreinann jafnódýr. XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 6. FEBR. 1929 i NÚMER 19 > sosososooocoosocooscoecososeooeooosoooeooosoeosoceoosQ^ FRETTI R Cí || 1 KAN A DA Mikið umtal hefir það vakið hér í Manitoba, að Brackenstjórnin hef- ir skipað konunglega rannsóknar- nefnd til þess að rannsaka hvort á rökum sé bygigð ákæra F. G. Taylor hersis, leiðtoga konservatíva í Man- itoba, á hendur Brackenstjórninni, uin að Winnipeg Electric félagið hafi haft áhrif á hana á ýmsan hátt í Sjö-systra máfinu, t. d. greitt um $50,000 í kosningasjóð stjórnarinn-' ar, o. fl. — Nefndina skipa þrír: Macdonald háyfirdómarj; Dysart dómari, og Kilgour dómari. Stjórnin hefix með f)yikisráðsitil- ■skipun takmarkað ransóknina við fimm atriði: 1) Gerði Bracken forsætisráðherra eða stjórnin “óheiðarlega” (corrupt) samninga, eða skifti við Winnipeg Electric félagið með tilliti til Sjö- systra fossanna? 2> Samþykkti Mr. Bracken eða stjórnin, að “láta Winnipeg Electric félagið hafa Sjö-systra orkuverið, gegn trilagi í kosningasjóð Brack- enstjórnarinnar 1927? Lagði félagið $50,000 í kosninga sjóð Brackenstjórnarinnar i kosn- ingunum 1927? 4) Lagði félagið nokkuð í kosn- íngasjóð Brackenstjórnarinnar, sem viðurkenningu fyrir loforði, að fá orkuverið? Hvað lagði félagið mikið í kosn- | ingasjóð hvers stjórnmálaflokks í kosningunum 1927, eða um j>að leyti? * * * rétt fyrir þingið, að ransókn væri tafarlaust nauðsynleig eftir, að vera búin að draga ransóknina í marga mánuði. Þá væri og það eitt at- riði, að Taylor hersi væri gert afar | erfitt fyrir með því, að ransóknin væri hafin á þessum tírna, þar eð | hann væri leiðtogi stjórnarandstæð- inga í þinginu og yrði því nauðsyn- lega að geta fylgst með öllu er þar færi fram.— Strax er nefndin settist á rökstóla á mánudagsmorguninn, gekk Sulli- van hersir fyrir nefndina, fyrir hönd Taylors hersis, og baðst leyfis að mega reifa málið að nokkru, áður en formlega væri gengið til ransókna. Fékk hann hljóð, þrátt fyrir mót- mæli Mr. Pitblado. — Tók hann fram hið sama og Mr. Phillips, og kvað Mr. Taylor alráðinn í því, að heimta þingransóknarnefnd skipaða, með fyllsta ransóknarvaldi, því þessi rannsókn virtist honuni eigi annað en kattarþvottur. Væri þá hálfbros- legt að sja tvær ransóknarnefndir sitja á rökstólum hvora á móti ann- aii við Broadway.— En sérstaklega lagði hann áherzlu á það, fyrir hönd Mr. Taylor, að stjórnin hefði með tilskipan sinni rnarkað nefndinni allt of þröngt rannsóknarsvið. Vildi hann því fara fram á það, að þessum liðum væri bætt við tilskipanina um rann- sóknina. f) að rannsaka allar kringumstæð- ur er leiddu til, standa í sambandi viö, eða leitt hafa af málaleitunum viðvíkjandi samningnum og því, að Manitobastjórnin tók aftur leyfis- beiðni sína að virkja Sjö-systra foss- ana. TILVERAN Skáldin lofa einatt herrann háa, Himin, jörð og allt, sem skapað fær. Andinn svífur út í geiminn bláa; Undra stærð og veldi hugann slær. Himintunglin hratt, á segul-eyki, Hendast, eins og fúglar væru' á leik, Fyrir mætti, er sem fysum feyki, Fram og aftur, þrotalaust á reik. Þvílíkt veldi vilja allir tigna; ^ u Von og ótti sífellt stríðast á. Jafnvel hinar stærstu sálir svigna, Sjatni þeirra lífsins bára smá. FjTir guðum menn á knjánum krjúpa, Kyrja bænir upp í himininn. Fegnir vilja færa lotning djúpa Fyrir þetta líf og arfinn sinn. En má ég spyrja þig, sem þetta háa, þarft í auðmýkt hjarta þíns að dá: Hver er sá, sem gaf hið ljóta og lága, Lífsins þrótt er einatt farga má? Hver er sá, sem inn í garðinn góða, Grandleysingjum sendi höggorminn? Hver er sá, sem heróp stórra þjóða Heyrði á, en bauð ei kærleik sinn? í>að er afl, sem öllum vorum högum Inn á sínar vissu brautir hratt. Gjörvöll skepnan fylgir föstum lögum; Forlög henni eðli þeirra batt. Það er hvorki gott né vont sem veldur; Vitið sjálft er fyrirbrigði smátt. Jöfnum höndum þjóna ís og eldur. Orkan skilur vart sinn eigin mátt. Eigin smæð vor ávallt hugann villir; Af því stóra mikilleikann svarf; Guði sínum hátt í hæðir tyllir. Hokra má hann þar, við lítinn arf. Ótti manna fyrir feigð og hrapi Fyllir hugann von og k?erleiks-trú. Finnst þeim lífið tilgang sínum tapi Tryggist ekki vonarhylling sú. Gæti nokkur smiður, alvídd utar, Ahrif sín í hverja frtjnyv leitt, Án þess fyrst að vera heild hvers hlutar? Hvernig mætti slíkri orku beitt? Þeim, sem nokkuð inn í grómið grillir, Guðinn litli, sem við áttum, hvarf. Guðlegt efni allan geiminn fyllir; Eðli þess er líf og sífellt starf. P. B. Á mánudaginn settist nefndin á rökstóla til þess að hlusta á mála- færslumenn aðilja. Þarf varla að taka það fram að þeim lenti þagar saman. Isaac Pitblado, K.C., mála- færslumaður stjórnarinnar, kvað rannsóknarnefndina eigi hafa verið skipaða fyrri, sökutn heilsubrests for- •KBtisríiðheran?, Mr. Bracken. Væri nauðsynlegt að komast fyrir hið sanna í þessu máli nú, áður en þing tæki til starfa, svo stjórnin sæti eigi þingið undir slíku ámæli ef annars væri kostur. J. A. Andrews K. C., málafærslu rnaður Winnipeg Electric félagsins, kvað skjólstæðinga sína vera fúsa ti! þess að segja af létta allt er þeir vissu. Samt sent áður vildi hann mótmæla því, að yfirskoðunarmenn væru settir til þess að “krafla” í viðskiftabókum félagsins. He’fði það lofað vissu blaði að yfirfara bækurnar, og hefði það að því er virtist, ekkert fundið þar athugavert. Félagið neitaði að hlíta yfirskoðun, «n myndi leggja fram þær bækur og skilríki, er nefndin áliti nauðsynlegt. 0 Hugh Phillipps, K. C., málafærsht Taylors hersis, kvað sjálfsagt að gefa rannsóknarnefndinni sem ó- bundnastar hendur, og Mr. Taylór allt færi á að færa sönnur á ásak- anir sínar, en það væri vitanlega ekki áhlaupaverk, þar sem, ef satt væri, þá hefði auðvitað verið farið með þetta af hinni mestu leynd. Einn ig hefði stjórnin átt að skipa rann- sóknarnefndina fyrir mörgum mán uðum síðan, ef henni væri svo umhug að um að allur sannleikurinn kæmi í Ijós, en væri ekki aðeins að gera þetta til þess að þvo hendur sínar kattarþvotti rétt áður en fylkisþing kæmi saman. Þætti mörgum brosleg þessi uppgötvun stjórnarinnar svona g) var nokkru fé eða nokkurri verðmætri þóknun lofað, í nokkuru Bracken flokkssjóð, eða nokkrum Manitobafylkisþinigtnanni, eða nokk- urri manneskju, annaðhvort af fél- aginu sjálfu, eða einhverjum, sem hafði áhrif á, eða getað hefði haft áhrif á málalok eða gerð nefnds samnings, eða á það, að Manitoba- stjórnin tók aftitr nefnda umsókn sína? — Þetta er fyrsti liðurinn í þeirri kröfu eða ósk Mr. Taylors, er Sulli- van hersir flutti rannsóknarnefnd- inni. Hinir eru þessir: 2> Að rannsóknarnefndin kalli þau vitni, og heimti þau skjöl og skilríki, er málafærslumaður Mr. Taylors kunni að krefjast og í þeirri röð, er hann æskir. 3) Að Taylor hersir, er ákærurnar hefir fram borið, n^gi stýra rann- sókninni til þess að færa sönnur á ákærur sínar. v 4) Að naitðsynleg hlé verði leyfð á rannsókninni, og að öðru leyti létt undir með' málafærslumönnutn Mr. Taylor, að kalla öll þau nauðsynleg vitni fyrir nefndina, er nú kunni að finnast, þau, er utanfylkis eru, hver sem séu, eða nauðsynlegt- kunni að þykja áð leita til, síðar í rannsókn- inni. 5) Að Taylor hersi verði leyft aji tilnefna löggilta yfirskoðunarmenn og stjórninni leyft að tilnefna aðra lög- gilta yfirskoðunarmenn, enda greiði stjórnin laun beggja, og skulu hinir tilnefndu yfirskoðunarmenn, er rann sóknarnefndin hefir staðfest tilnefn- 'nSu þeirra, yfirskoða og rannsaka allar bækur, ávísanir og skjö), er Taylor hersir, eða stjórnin kann að æskja, og að þessir yfirskoðunar- ntenn skuli tafarlaust yfirskoða og rannsaka bækur, ávísanir og skjöl Winnipeg Electric félagsins oig úti- búsfélaga þess, sambandsfélaga og samningsbundinna félaga, viðskifta- félaga eða einstaklinga, er annað- hvort stjórnin eða Taylor hersir kann að æskja, og samþykkt verður af rannsóknarnefndinni. 6) Að nefndin geri rannsóknarhlé, og kalli engin vitni fyr en þessi yf- irskoðun og rannsókn er á enda svo bæði stjórnin og Taylor hersir láti sér vel líka. 71 Að stjórnin sjá Taylor hersi fyrir lögfræðislegum ráðunaut, er hann sjálfttr tilnefni með sönnt kjör- um og stjórnin hefir tekið sér lög- fræðislegan ráðunaut sem verjanda. * * Þegar nefndin settist aftur á rök- stóla á þriðjudagsmorguninn, til- kynnti McDonald háyfirdómari, að nefndin neitaði að verða við nokkr- um lið í kröfu eða ósk Taylors hers- is. Viðvíkjandi ósk hans um að ntega stýra rannsókninni, sagði nefnd arforseti: “Tavlor hersir hefir rétt til þess að leitast við að sanna ákærur sínar með öllum gögnum er hann getur fram fært. En nefndin vill ekki afsala sér réttindum sínum til þess að stýra sinni eigin rannsókn.” 1 Eins og sjá má af þvi, sem að ofan er sagt, var Mr. Taylor neitað um vfirskoðunina, en nefndin ætlar að heimta þær bækur af félaginu, er henni þykir nauðsynlegar. Enda segir lögmaður félagsins í þessu máli, að það muni berjast gegn því til æðsta dómstóls að nokkrir yfir- skoðendur fari að “krafla” í bók- um þeirra. Snemma mánaðarins var sú fregn borin út frá Toronto, að Alberta- stjórnin, með Brownlee forsætisráð- herra í broddi fylkinigar, væri því hlynnt, að innflytjendur frá Mið- Evrópu skyldu lokaðir úti frá Kana- da, og hefði bundist þar að lútandi samningum við ríkisstjórnina í Ot- tawa. Jafnskjótt og Mr. Brownlee varð áskynja um þessa fregn, mótmælti hann henni opinberlega, og kvað hana algerlega tilhæfalausa. Kvað hann átylluna myndu vera þá, að í haust hefði atvinnuráðuneyti fylkis- ins, og einnig umboðsmenn Ottawa- stjórnarinnar grennslast eftir því, hve mikinn vinnukraft frá ýmsum löndum landbúnaðurinn í Alberta hefði þörf fyrir næstu ár. Hefði þá komið í ljós, að svo rnikið væri fyrir af ver+camönnum frá Mið- Evrópu, er atvinnulitlir eða atvinnu- lausir stæðu, að ályktað hefði verið að bezt myndi að flytja ekki fleiri inn í fylkið, fyr en búið væri að koma fyrir öllum þeim, er járnbrautar félpgin fluttu inn í fvrra. Eins og spáð var fór svo að síðasti mánuður varð kaklasti janúarmán., er koniið hefir í Winnipeg síðan 1912. Var meðalhiti hvers sólarhrings nú —ÍO.HF. (—23.4°C.) en 1912 var meðalhiti sólarhringsins í janúar —11.5°F. (—24.2° C.>. Janúannmán uður 1907 var þó heldur kaldari; með alhiti þá —11.8° F. (—24.3°C.). Kald asti dagur nú var 13. janúar, og mestur kuldi þá — 29.8°F. (—34.3° C). Víðat hefir verið kaldara vesturundan og eins austur í On- tariohæðum. Snjófall nam 4.9 þml. allan mánuðinn, en 152 sóLkins stundir voru Winnipegbúum gefnar eða nær 5 klukkustundir (4 klst. 54 rnínJ á dag að jafnaði, og er það engin smáræðis uppbót á kuldanum. Misjafnlega kátleg sjón þótti bann mönnum og andbanningum í Detroit það, fvrra fimmtudag, er fljótið var j orðið lagt sex þuml. þykkum ís landa j á milli, að undanskildum 100 feta breiðum ál í miðju, að vínsmyglarar frá Kanada notuðu tækifærið og þustu yfir ísinn með ógrynni af öli og brennivíni. Var þessu á ýms- an hátt komið yfir álinn ýmist á kænurn eða þá á smábílum, er fluttir voru yfir álinn á bátum, er sleða- meiðar höfðu verið negldir undir, og gekk þetta i loftköstum landa á milli. Detroitmegin biðu stóreflis húsgagna flutningsvagnar, er igleyptu í sig allt hafurtask er handan yfir kom og 'rurfu svo upp í borgina. Eins og nærri rná geta fóru smyglararnir ekk ert leynt með þetta, og er sagt að mörg hundruð manna hafi staðið á báðum fljótsbökkum, að horfa á þessa ókeypis skemtun. ----------x--------- BRETAVELDI Játvarður prins af Wales, brást á það ráð, síðustu daga janúarmánað- ar, hvað sem aðrir hafa kunnað að ráða honum, að sjá með eigin aug- um ástandið í kolanámuhéruðunum, þar sem atvinnuleysið og neyðin hafa verið voðalegust. Var hann þrjá daga í ferðinni, fór þar um„ utan dyra og innan, er honum sýndist, og er svo að sjá af fréttunum frá Eng- landi, að hann hafi verið sem steini lostinn af undrun og hryllirngu. Furðar sig víst enginn á því, nema þeir, sem ómögulega hafa viljað horfast í augu við ástandið þar, hverju sem gegndi. — Sagt er, að prinsinn muni hafa æskt eftir viðtali við ráðuneytið, þá er hann kom aftur til Lundúna úr ferðinni, með það fyrir augum, að á einhvern hátt yrði reynt að hefjast handa til þess að ráða varanlega bót á þessu sífellda hörmungarástandi. Fylgir það fregninni, að ýmsum harð soðnustu námaeigendunu^n þyki þrinsinn full afskiftasamur, oig telji hann enda munu hneigjast meira eða minna háskalega í jafnaðarmennsku- áttina. Fullyrt er, að brezka þingiðpnuni nú loksins afráða, að láta grafa járn brautargöng undir Ermarsund, til þess að komast í beint járnbrautar- samband við meginlandið. Hefir auðvitað alltaf verið hin mesta nauð syn á þessu, og verkleg vandkvæði etigin sérleg, enda til þess hugsað fyrir fjörutíu árum síðan. En það hefir aldrei náð fram að ganga fyrir herfræðingum brezkunr, er þóttust sjá voðann búinn, — þótt enigir hugsandi menn sæu hann — ef þessi göng yrðu grafin. En nú er úti um hina “ljómandi einangrun’’ Bret lands frá umheiminum, síðan flug- vélarnar og loftskipin miklu komu til sögunnar, svo að nú munu þeir herfróðu ekki treystast lengur til þess að hamla þessu nauðsynjamáli. ÝMSAR FRJETTIR Sjúkdómur Konungs Heilsufar konungs er mjög við hið sama. Er hann enn afar magn- lítill, svo að læknar hans hafa gef- ið út tilkynningu þess efnis, að eigi sé hann enn kominn i fullan aft- urbata, þótt aö vísu miði heldúr á- fram en aftur á bak. Mun kon- unigur verða fluttur til sjávar í þess ari viku eða hinni næstu, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Inflúenzupest geisar nú í Evrópu, að því er siðustu fregnir herma, og er sagt, að þúsundir manna hafi hrúg Frumherjar (Framhald) MATTHtAS JOCHUMSSON Hann Mátthías minn — og Matt- hías þinn engu síður, að ég vona. Fáir munu þeir Islendingar, sem ekkert gott hafa af honum hlotið, enda fáir átt meiri vinsældum að fagna. Hann þjáðist með þeim er þrautir liðu og á tungu hans láu alltaf ein- hver hughreystingarorð, sem léttu öðrum lífsbyrðarnar. Hann var mesta bjart§ýnis-skáld vorrar þung- lyndu þjóðar, en guðstfúin var hans gæfusmiður. Þess vegna megnaði hann að bera svo marga gleðiigeisla inn í muna manna. Um heilan mannsaldur var hann höfuðprestur Islendinga. Undantekn ingarlítið eru öll hans beztu ljóð sálmar, þ. e. a. s. tilbeiðslu og lof- gerðarljóð til lífsins og alverunnar, og sem klerkur kvað hann bezt. Hann er ef til vill mesti trúmaður- inn, er nokkru sinni hefir á Fróni fæðst. Kannske þið haldið að þetta sé geip eða glamuryrði. Látum okkur sjá, hvað er trúin? Er það sjálft sinnuleysið, sem hagvenur hugan við tjóðurband erfðakenninganna, en útilokar andann frá allri aðgæzlu í veröld veruleikans ? Ber það, að hinu leitinu, vott Um trúleysi að vilja leita að fegurri og fullkomnari guðsvitund en þeirri, sem kverið kennir? Þér er auðvitað frjálst að fallast á hið fyrra; en hvernig í ó- sköpunum geturðu þá búist við því að aðrir fáist til að trúa nokkru öðru en því, sem þeim var í æsku kennt? Það ætti þá að vera þarf- laust að senda trúboða út í heiðin lönd. Ef íslendingar ræða um trúmenn eru þeir Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín oftast tilnefndir. Eng- um dettur í hug að neita þvi, að þeir hafi verið trúmenn á sína vísu, en það verður æfinlega að taka nokkurt tillit til aldarfarsins, ef sanngjam- lega á að dæma um mennina eða málefnin. Hvað gat skapað trúar efasemd- ir i huga þeirra Hallgríms og Jóns? Hin hvasseygða, skarpskyggna gagn rýni var þá ekki kotnin til sögunnar. Þá var engin bibliukrítik kennd í skólunum, og allir féllust á kenni- setningar kirkjunnar, sem hina einu réttu útskýringu á hinu innbláspa orði guðs. Andstæðar lífsskoðanir höfðu aldrei barist unt völdin í brjóst um þeirra. Hlutverk þeirra var að blása nýjum lífsanda í beinagrind gömlu guðfræðinnar, af yfirburðum anda Síns. Öðru ntáli var að gegna með Matt hías. Hann hlaut sitt andlega upp- eldi i andrúmslofti frihyggjunnar. Vísindin höfðu kippt öllum stoðúm undan bókstafstrú Miðaldanna. Jörðiti var nú ekki framar miðstöð alheimsins né eina áhyggjuefni skap arans. Hún var aðeins sem lítil- fjörlegt duftkorn i lmattasveimi him ingeimsins. En þetta hnattkorn átti sér langa sögu. Mvndunarsaga jarðarinnar náði yfir margar miljón- ir ára, en ekki sex daga, eins og kirkjufeðurnir kenndu. (Steinkol skapast af gömlum jurtaleifum, sem þorna og þéttast af fargi jarðlagann er ofan á þær leggjast, en í kolalög- unum hafa stundum fundist heilar jurtir og tré. I Kanada eru ein- stöku kolanámur 14,570 fet á þykkt (Frh. á 5. bls.) ast niður í London og París. Væg kvað veikin vera, og er þetta sjálf- sagt sama inflúenzubylgjan, er geng- ið hefir hér um Ameríku frá vestri til austurs, í haust og vetur, komin austur yfir Atlanzhaf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.