Heimskringla - 06.02.1929, Side 6

Heimskringla - 06.02.1929, Side 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JAN. 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Hvað ilt er það?’’ spurði Ekkehard. “Að Sankti Pétur hristi lykla himins fram an í hann og segi: ‘‘Burt með þig, sem hefir eytt dögum þínum yfir hégómlegri og heimsk- ulegri heimspeki!’’ Ekkehard kærði sig ekki um að örfa gamla prestinn til þess að ræða meira um lífsskoðun sína. “Eg býst við, að sálargæsla þín sé örðugt verk,’’ mælti hann, “hörð hjörtu, heiðindóm og villutrú við að etja." “Eg læt það alt vera,’’ svaraði Moengal. ‘‘Það er vafalaust hræðilegt þegar biskupar og ráðunautar á þingum og synodum lýsa hinni heiðnu villu og hóta refsingu. En það er göm ul trú hér um slóðir að finna megi guðdóminn í trjám og fljótum og andvaranum á fjallstind- um. Sérhver maður í heimi þessum hlýtur að hafa sína eigin opinberunarbók, og fólkið hérna í Hegau leitar að sinni út í frjálsri náttúrunni. Það þarf ekki annað en að standa út í sefinu og sjá sólina rísa á himninum til þess að hugsanir vakni. . . . ‘ ‘En þeir koma einnig til mín á hvíldardög- um og við messusöng, og þeir mundu leita meira til fagnaðarerindisins, ef yfirvöldin tæmdu eigi pyngjur þeirra jafnoft og létu þá sæta sektum. Drektu með mér, confrater, skál hins ferska lofts!’’ “Leyfðu mér,” sagði Ekkehard með mik- illi nærgætni, “að drekka skál Marcellusar, kennarans í klausturskólanum og höfundar írsku þýðingarinnar á Priscian!” "Eins og þú vilt,” sagði Moengal hlæjandi, “en eg held að bbezt sé að tala sem minst um írsku þýðinguna.’’*) Ekkehard langaði mikið til þess að kom. ast á ákvörðunarstað sinn. Sá, sem farið hef- ir langa leið, og er tekinn að nálgast takmark sitt, vill oftast hraða för sinni. “Fjöllin færast ekkert úr stað,” sagði Moengal til þess að fá hann til þess að doka við, ‘*þau hlaupa ekki í burtu frá þér!” En hvorki vín Moengals eða ræður hans um ferskt loft, var þess megnugt að stöðva mann, sem var á leiðinni til hertogafrúar, og Ekkehard stóð upp frá sæti sínu. ‘‘Eg skal ganga á leið með þér eins langt og sókn mín nær,” sagði presturinn gamli. “Þér er sama þótt þú gangir við hlið mér í dag, þótt hempan mín sé slitin og lítt ásjáleg, en þegar þú ert tekinn að búa þama uppi á fjallnu, verður þú að miklum höfðingja í sjálfs þín aug- um, og þú lætur þér nægja að veifa náðarsam- lega til mín hendinni, eins og þú værir að gefa ölmusu, þegar svo vill til að þú ert á reið um Radolfszell, og Moengal gamli stendur í kofa- dyrum sínum. Murtan nefnist silungur, er hún stækkar, og þá etur hún smáfiskana af sínu eigin kyni.’’ “Þú mátt ekki tala á þessa leið,” sagði Ekkehard, og faðmaði að sér írska munkbróð- urinn. Þeir lögðu nú af stað saman og hélt sókn - arpresturinn á greinum með fuglalími, til þess að geta lagt snörur í skóginum á leiðinni heim. Þeir töluðust lítið við á hinni löngu leið um skóginn. En hann tók að lokum að verða greiðfærari og mátti sjá í dökka tindana á Hohentwiel endrum og eins á milli trjánna. Moengal leit hvast fram eftir veginum í furu- skógarrjóðrinu. "Það er eitthvað á seiði!’’ sagði hann. Og þeir voru ekki komnir nema fáeinum skrefum lengra er gamli presturinn þreif í handlegg samferðamanns síns, benti framund- an og mælti: “Þetta er hvorki villiönd né skógardýr.” Hann hafði ekki lokið máli sínu er heyrð- *)Fyrir nokkurum árum kom einn af hinum lærSu sonum Irlands tíl St. Gall-klaustursins til þess að rann- saka og rita upp verk hins guðrækna samlanda síns. Hann fékk i hendur handritið af Priscian, sém hundið var inn í flauel, og hóf verk sitt, en varð bráðlega að hætta vegna hláturs, er að honum settist. En er munk- arnir komu til hans til þess að fregna eftir orsök kátínu hans, þá þýddi hann fyrir þá setningarnar, sem ritaðar voru með írsku letri— “Guði sé lof fyrir að bráðum fer að dimma!’’ “Eg vildi að eg hefði glas af göndu víni!” “St. Patrick frá Armagh leysi mig frá þessum skriftum! o. s. frv. betta var þýðing Marcellusar. ist líkast hneggi í fjarska. Moengal skaust til hliðar inn í lágvaxið kjarr, lagði eyrað að jörð- inni og hlustaði. “Það er einhver veiðimaður að gera að gamni sínu,” sagði Ekkehard við sjálfan sig og beið eftir því að Moengal kæmi aftur. Og presturinn kom að vörmu spori og spurði með nokkurum óróa— ‘‘Bróðir minn, er nokkur óvinátta milli St. Gall-klaustursins og höfðingjanna hérna í héraðinu?” “Nei.’’ “Hefir þú móðgað nokkurn?” “Nei.” “Undarlegt,” sagði gamli maðurinn, “því að þrír vopnaðir riddarar eru á leiðinni til okkar.’’ “Það hljóta að vera sendimenn hertoga- frúarinnar, sem eiga að fylgja mér,” sagði Ekk- ehard brosandi og dálítið stærilátur. “Nei,’’ sagði Moengal, “þetta er ekki rétt hjá þér. Þeir eru ekki í einkennisbúningi her togafrúarinnar. Það er ekkert einkenni á hjálmum þeirra, og ekki vefja menn frá Hohen- twiel sig í gráum kuflum, er þeir ríða út!” Hann nam staðar. “Áfram!” hrópaði Ekkehard. “Englar drottins eru umhverfis þann, sem hefir góða samvizku.” “Ekki er það ávalt svo í Hegau!’’ svaraði öldungurinn. En nú reyndist e^nginn tími til frekara sam- tals. Grundin dunaði undir hófum jóanna og þrír riddarar þeystu að með lokuðum hjálm- grímum og brugðnum sverðum. "Fylg mér,’’ kallaði sóknarpresturinn, “maturate fugam!” Hann fleygði niður fiskistöngunum og reyndi að draga Ekkehard með sér, en hann streittist á móti og Moengal hljóp einn inn í runnana. Fataræflar hans festust á þyrnun- um, en hann sleit sig lausan og skaust eins og liðugur íkorni inn í skógarþyknið. “Það er hann!” hrópaði fremsti riddar- inn og hinir tveir hlupu af baki. Ekkehard snerist ótrauður gegn þeim. “Hvað viljið þér?’’ spurði hann. Hann fékk ekkert svar við spurningu sinni. Hann þreif til krossins, sem hékk við belti hans. “í nafni hins krossfesta..” byrjaði hann; en honum var varpað harkalega til jarðar áður en hann kæmist lengra. Harðleiknar hendur héldu honum, handleggir hans voru bundnir á bak aftur, og hvítur klútur bundinn svo fast yfir augun, að hann gat ekki séð. Þá var hann reistur á fætur í skyndi og skipað að halda af stað. Árásin hafði verið með svo skjótri svip- an og hann var svo höggdofa, að hann kom í fyrstu ekki fyrir sig fótunum, hann hnaut en var þá jafnskjótt lyft upp og borinn dálitla veg- alengd. 1 skógarjaðrinum biðu fjórir menn með lokaðar börur. Fanganum var varpað á börurnar og hópurinn lagði allur af stað. Ekk- ehard heyrði jafnt og þétt hófatakið í hestun- um og réð af því, að riddararnir mundu éiga að gæta fangans. Moengal flýði liinsvegar í gegnum skóg- inn. Litlu fuglarnir flögruðu rólega umhverf- is hann og söngur þrastarins lét unaðslega í eyrum hans. Ekki leið á löngu, þar til hann var búinn að gleyma hættunni, sem hann hafði verið í, og farinn að sjá eftir að hafa fleygt frá sér fiskigreinunum. Og honum fanst það blátt áfram storkun, er kornhænan tók að kvaka þetta einkennilega: “Krakkara, krakkara!” Hann sneri við eins og örskot og gekk til baka þangað, er hann hafði skilið við félaga sinn. En þar var alt með kyrð. Hann sá hermenn- ina í fjarska. Það blikaði á hjálmana í sól- skininu. “Hinir fyrstu skulu verða síðastir,” mælti Moengal og hristi höfuðið þungiyndislega, um leið og hann tók upp greinarnar með fiskilím- inu. “Hann hélt að hann ætti að ganga inn í höll prinsessu, en fangelsið lýkst upp fyrir hon- um. St. Gallus biðji fyrir oss!” % En hann lét ekki atburð þennan frekar á sig fá. Þesskonar ofbeldisverk voru eins al- geng, eins og rósir á vordegi. Einu sinni var fiskur að synda á margra j’aðma dýpi í Constance-vatninu og hann skildi ekkert í því er skarfurinn skelti sér yfir hann. Svartur kraffuglinn tók hann í nef sér og flaug með hann langar leiðir í burtu, og þó skildi fiskurinn ekki í neinu. Ekkehard var eitthvað líkt farið, er hann lá. þarna, bundinn á höndum og fótum á bör- unum. Og þess meira, sem hann íhugaði mál- ið, því minna skildi hann í því. Honum kom til hugar sú óskemtilega hugsun, að vera mætti að einhver vinur eða skyldmenni myrtu greifanna ætti heima í Heg- au, og að þessi maður væri að hefna sín á sak- lausum lærisveini frá St. Gallusar-klaustri, vegna þess að Solómon hafði verið ábóti þar, þegar ódáðaverkið var framið. Ekkehard vissi að hann mátti búast við því versta, ef þessi til- gáta skyldi vera rétt. Honum var kunnugt um, að margur klerkurinn hafði komist að raun um, að rökuð krúna, og hempa gat að litlu haldi komið sem vörn gegn því að augu væru stungin úr höfðinu, eða hendur höggnar af skrokknum, er hefndin var annarsvegar. Hann hugsaði um dauðann. Samvisku hans var rótt og honum stóð engin ógn af dauðanum, en í djúpi hugar hans hreyfði sig þessi hugsun: “Hvers vegna ekki ári seinna, er fætur mínar hefðu stigið yfir þröskuldinn í Hohentwiel?” Burðarmennirnir hægðu nú á sér, eins og þeir væru að fara upp hæð. "Inn í hverja hræ- fuglaholuna hér um slóðir skyldu þeir vera að fara með mig?’’ spurði hann sjálfan sig. Hon- um fanst þeir hafa farið upp' á móti sem svar- aði hálfrar stundar göngu, er kvað við skyndi- lega undir hófunum, eins og verið væri að fara yfir trébrú. Ekkert hljóð annað heyrðist, eng- in varðmannakveöja, engin skipun. Úrslita- stundin gat ekki verið fjærri. Ekkehard fann að honum óx hugur í brjósti er hann mintist orða sálmaskáldsins: “Guð er oss hæli og styrkur örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörð- in haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Látum vötn hans gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hans. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi.’’ Nú var enn á ný farið yfir brú, hlið var opnað, börurnar staðnæmdust og fanginn tek- inn úr þeim. Hann fann jörðina undir fótum sér og stóð þá á grasi. Hvísl barst að eyrum hans. Honum fanst fólk vera alt umhverfis sig. Einhver losaði böndin um hendur hans og sagði honum að taka bandið frá augunum. Hann hlýddi—honum lá við að æpa upp yfir sig af fögnuði—hann sá, að hann var staddur í hallargarðinum í Hohentwiel. Andvarinn lék sér í greinum gamals linditrés, en undir því var strengdur tjaldhiminn, sem vafningsviðar og vínviðarlauf hékk niður úr. Allir kastalabú- arnir höfðu safnast umhverfis tréð, en hertog- afrúin sat á steinbekk undir tjaldinu. Kon- ungleg purpuraskikkja féll í þungum fellingum frá herðum hennar. Blítt bros mýkti andlits svipinn, sem annars var þóttamikill. Hún reis upp, rétti úr allri hæð sinni, steig fram á- leiðis*til Ekkehards og mælti: “Velkominn innan veggja Heiðveigar!” Ekkehard hafði ennþá naumast áttað sig á þessu öllu. Hann ætlaði að falla á kné en hún benti honum með miklum yndisþokka að rétta sig upp, og gaf Spazzo merki. Hann lyfti jafnskjótt hjálmgrímunni frá andliti sér. faðmaði Ekkehard að sér eins og hann væri fomvinur og nipelti/ “í nafni húsmóður vorrar bið eg þig að taka við friðarkossinum!” Það hvarflaði í huga Ekkehards að verið væri að henda gaman að honum, en hertoga- frúin sagði hlæjandi— “Þér hefir verið endurgoldið í þinni eigin mynt. Fyrir þremur dögum síðan var hertoga- frúnni í Svabíu meinað að koma inn í St. Gall- us-klaustrið nema með þeim hætti að vera bor- in inn fyrir þröskuldinn. Fyrir því var ekki nema sann^jarnt að maðurinn frá St. Gall væri borinn inn í kastala hennar.” Spazzo tók aftur í hönd hans og mælti: “Láttu þér ekki þykja fyrir um hátterni vort. Vér gerðum ekki annað en að hlýðnast ákveðn um fyrirskipunum frúar vorrar.” Hann hafði staðið fyrir árásinni og varð nú til þess að fagna Ekkehard; og hann gerði hvorttveggja með jafn hátíðlegum svip. Því að menn í hans stöðu verða að vera lipurmenni og verða jafnvel að vera færir um að samríma mótsagnir. Ekkehard brosti. “Sé þetta gaman eitt,” mælti hann, “bá hafið þér vissulega leikið hlutverk yðar vel.” Honum varð sérstaklega hugsað til höggs, sem einn riddarinn hafði slegið hann með málm- reknu skaftinu á spjóti sínu, um leið og honum var varpað á börurnar. Þetta högg hafði á- reiðanlega ekki verið þáttur úr fyrirskipunum hertogafrúarinnar, en spjótsmaðurinn hafði verið í þjónustu Luitfrieds, frænda greifans, er hann hafði tekið Salómon biskup til fanga. En frá þeirri stundu hafði hann jafnan haft þá hugmynd, að högg eða spark væri landssiður og ætti einstaklega vel við, í hvert sinn er klerkur væri tekinn til fanga.*) Heiðveig hertogafrú tók í hönd gesti sín- um,leiddi hann í gegnum garðinn og sýndi hon- um tígulegan kastala sinn með fagurri útsjón yfir Constance-vatnið og tinda Alpafjallanna. Fólkið í kastalanum kom til hans og bað hann að blessa yfir sér; jafnvel spjótmaðurinn kom og burðarmennirnir, og hann blessaði sérhvern þeirra. Hertogafrúin leiddi hann þvínæst til her- bergis hans, en þar beið hans bað og hrein nær- föt. Hún bauð honum að hvíla sig og hressa, og Ekkehard varð léttur í lund eftir æfintýrið, sem reynst hafði svo hættulítið. En í klaustrinu St. Gall gerðist það nótt- ina eftir þennan dag, að Romeias vörður þaut alt í einu upp úr bæli sínu og blés svo ákaft í horn sitt, að allir hundarnir í garðinum tóku til að gelta, og hvert mannsbarn hrökk upp með andfælum—og þó hafði enginn beiðst inn- göngu. Ábótinn kendi þetta illum öndum, en mælti jafnframt svo fyrir að kvölddrykkur Romeiasar skyldi minkaður um helming næstu sex daga—en þessi ráðstöfun var vitaskuld reist á mjög óréttlátum grun. 7. KAPITULI. Virgil að Hohentwiel. Það er mjög ánægjulegt verk að búa um sig á nýju heimili, er stryt og áhyggjur ferðar- innar eru farsællega til lykta leiddar. Og viss- ulega skiftir umhverfi manns miklu máli. Grá- leitar hugsanir og rykugar, frekar en bjartar og fagrar, sækja á þann, sem verður að horfa út um glugga, er snýr út að þjóðveginum, þar sem vagnaskröltið ónáðar eyrað. Ekkehard gat vel verið ánægður með, hvar hann var settur, því að turnamir báðir á Hohentwiel voru háir og einmanalegir. Samt sem áður var hann ekki allskostar ánægður, þegar Heiðveig hertogafrú *kom morguninn eft ir til þess að sýna honum íbúðina. Herbergið, sem honum var ætlað, var stórt með bogamynduðum gluggum, en dyrnar lágu út í sömu göngin, er salur hertogafrúarinnar og einkaíbúð var við. Hugsanir þess, sem dval- ið hefir langvistum í klausturklefa, leysast ekki upp á einni nóttu. Ekkehard fór að hugsa um, hversu oft hann mundi verða fyrir ónæði í djúpum hugleiðingum sínum, er sporaskrölt eða fótatak herklæddra manna, eða þytur í klæðnaði þjónustumeyja bærist að eyra sér; já, jafnvel fótatak sjálfrar hertogafrúarinnar, er framhjá gengi. Hann sneri sér blátt áfram og hæversk- lega að hertogafrúnni og mælti: “Eg þarf að beiðast greiöa af þér, göfuga frú.’’ “Talaöu,” sagði hún mildilega. “Væri ekki unt að láta mig fá annað fjar- lægara og kyrlátara herbergi í stað þessa? Það gerir ekkert til, þótt það verði minna, eða þótt það sé varðturn og hæzt undir þaki. Þekk- ingarleitin og bænariðkun kref jast hvortveggja algjörrar þagnar. Þetta er siður klaustursins.” Heiðveig hertogafrú varð ofurlítið ylgd á brún. Það var ekki reiði, en ofurlítill vottur hennar. “Þú hefir löngun til þess að vera oft ein- samall?’’ spurði hún háðslega. “Fyrir hverja sök yfirgafstu þá St. Gall?’’ Ekkehard laut höfði en þagði. ‘Væja,” sagði her^ogafrúin, “þér skal verða að ósk þinni. Þú getur litið á herbergið, þar sem kapelláninn okkar, hann Vincentius bjó til æfiloka. Hann hafði líka þennan rán- fuglasmekk að vilja frekar vera hæst uppi, en að láta fara þægilega um sig. Praxedis, sæktu lyklakippuna og fylgdu gesti vorum þangað.” t Praxedis gerði eins og fyrir hana var lagt. Herbergi kapilánsins sáluga var hátt uppi í ferhyrntum turni kastalans. Praxedis og Ekk- ehard klifruðu hægt upp dimman vindustigann. Lykillinn urgaði í skránni, sem lengi hafði ver- ið ónotuð; þau gengu inn og þar var heldur en ekki sjón að sjá! *)Og ekki aft ástæSulausu. Luitfried lávarður hafði reynt að reka Salómon biskup í gegn með sverði sínu. Föðurbróðir hans aftraði honutn, en ráðstefna var haldin til þess að ráðgast um hvað gera ætti við fangann. Luitfried lagði þá til, að stungin yrðu úr hon- um augun eða hægri höndin höggin af honum. A leið inni til Thietpoldsburg var kirkjuhöfðinginn neyddur til þess að kyssa fæturna á svínahirði, er fram hjá fór, o. s. frv.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.