Heimskringla - 27.02.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. FEBR., 1929
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
MACDONALD'S
HneCut
Bezta tóbak fyrir þá sem
búa til sína ei£in vindlinga
Með hverjum tóbakspakka
ZIG-ZAG
Vindlinga pappír ókeypis
Rödd frá Sinclair
(Grein þessi átti að birtast í síSasta
blaði en varð aö bíöa sökum
þrengsla.—Ritstj.)
Og þaö er þá nýtt
sem aldrei skeður.
Það er auðsjáanlegt, að fólk i
þessari litlu sveit hér, hefir ekki að
vana eða vilja, að senda íslenzku
blöðunum í Winnipeg svo að segja
neinn útdrátt af fréttum frá oss hér,
eða um ein eða nein mál. Eg játa
það, að hér er fámennt og frekar
góðmennt, og því ekki rokið upp með
nein blindviðris eða brjálsemis ólæti
að ástæðulausu. Strax í æsku
byggðar vorrar hér kom hið gagn-
stæða í ljós, að greiða götu allra eins
vel og föng voru á. Þetta má nú
einnig rekja til annara byggða. En
þetta hefir þó haldist við hér hjá
oss töluvert lengur en víða annars-
staðar því, “misjafn sauður er oft í
mörgu fé,” og þá vilja koma misfell-
urnar á ýmsa vegu og með ýmsu
móti, og “oft heggur þá sá, er lilífa
skyldi.” Oft koma þær sem skrugga
úr heiðskiru lofti, eða holskeflur í
dúnalogni, og þá hvessir og kemur
bráðlega rok. Þessar skruggur,
þessar holskeflur og þetta freyðandi
rok fáum við.hér við og við, eða
þegar íslenzku blöðin, Heimskringla
og Lögberg, heimsækja okkur hing-
að vestur. Ekki hafa “að sinni’
fylgt þeim neinir jarðskjálfta-kipp
ir, eða ekki hér. Við hér sjáum
hvar fiskur liggur undir steini; höf-
um ekki ritað um þessi mál frekar en
um önnur mál, enda er þar víða oí
mikið sagt og óþarflega langt mál.
Þó tekur út yfir allt 8 dálka grein í
Eögbergi rituð af hr. H. Bergman í
Winnipeg um Ingólfsmálið. (Hefði
að líkindum átt betur við að segja
um “Ingólfssjóðinn eða leifar hansý.
Nú spyr ég: var ekki þessum herra
Bergman fengið þetta Ingólfsmál al-
gerlega i hendur, og þá um leið treyst
og trúað öllu þessu máli viðvíkj-
andi. En nú bendir þessi 8 dálka
grein hans á, að hann sjálfur álíti
þenna Ingólf saklausann af þeim
glæp, sem á hann var borinn. Hvern-
ig á nú að skilja þetta'? Eg spyr
aftur: því er Ingólfur þá í fangelsi
í öll þessi ár? Eða hefir hr. Berg-
man ekki gert skyldu sína, eða sitt
bezta i þessu ? Hann bendir einnig
á að Ingólfur hefði átt að vera skoð-
aður af lækni. Nú, það er sannar-
Ieg’a mitt álit, að hr. Bergman hefði
átt að láta gera það, þegar hann
hafði málið til meðferðar.— Að vera
nú að fylla marga dálka með þetta
Ignólfsmál og slá svona skugga á allt
málið, með sínum eigin penna! At-
hugið að þetta er lögfræðingur, og
vér viljum trúa því, að hann hafi
eitthv&ð afrdkað, eða réttara sagt,
allt það, er hann þá treysti sér til að
gera.
Nú, þræta ykkar nú heimfararmál-
ið hefir einnig fyllt marga dálka,
eða ollu heldur mörg blöð, og í
fljótu "bragði virðist sem þessi styrk
ur sé þar aðal þrætueplið. En eft-
ir mínu hugboði get ég tæplega skoð-
að það þannig, eða að brúka eigi
þenna styrk til útflutninga frá Is-
landi. Það má annars sjá seinna,
hvað góða og mikla spámenn við
Vestur-Islendingar eigum. Tíminn
mun leiða þetta í ljós, og það greini-
lega.
Annars vil ég ekki fara langt út í
þetta mál, aðeins geta þess, að ég
fékk bæði Heimskringlu og Lögberg
í sumar, þegar bæði blöðin voru
sprengfull um þessi mál. Það var
á sunnudagsmorgun, að ég las um
þetta i báðum blöðunum. Fyrst um
stund fannst mér allt þetta vera sorg
legt, og svo litlu síðar ergjandi. Gg
enn litlu síðar með öllu móti
þolandi,” og þá grýtti ég báðum
blöðunum út á gólf og sagði eitt-
hvað mergjað við sjálfan mig. Eg
var i rúmi mínu; reis upp fljótlega
aftur, til þess að sjá hvert blöðin
sem á gólfinu lágu væru nú rótlaus,
eða komin í hár saman. Þau lágu
bæði kyr. “Það var þó mikið,”
varð mér að orði. Um stund hugs
aði ég um þetta allt. Já, allt þetta
dauðans kulda ástand og mótlæti,
sem er fjöllunum hærra; grimd og
hatur, sem tíminn einn leiðir i ljós
i komandi tíð, hvort læknast. — En
blessuð sólin kom brennandi heit inn
um gluggann, til að verma og græða.
Eg fór því út, það var heitur morgun
og það þaut í fuglavængjum af ýms-
um stærðum og tegundum. 0,g
fljótlega komu út 2 lítil hjú: Allan
og Hazel; hann 4. ára, hún 2 ára.
Þau komu strax hlaupandi til afa;
bæði með Ijóst hár, blá augu og rjóð-
ar kinnar. Við gengum öll ofan
hólinn og að girðingunni, þar sem
hestarnir og margt af gripunt og allra
handa skepnum og fu-glum Voru inni.
Það hafði verið svali um nóttina, og
enn var töluverð dögg. En nú var
blessuð sólin að þurka þetta af jörð-
unni, og verma allan himingeiminn.
Þrjú lítil folöld lágu þarna, og
teygðu út alla anga, nú var gott að
hvilast i móðurskauti jarðar;. nú
var grasið að verða þurt og nógur
hiti, hestarnir, sem flestir voru vinnu
hestar, voru að bíta þarna, einnig
kýr og -kálfar. Lítið stöðuVatn
var þar stutt frá. Þar var mar.gt
af hænsnum og ungurn, og í litlu
DIXON MINING CO. LTD.
CAPITAL $2,000,000 SHARES
Stofnii5 Niimkvæmt
SamhnndNlögu m
Kannila
NO PAR
VALUE
Félagið hefir í Fjárhirzlu sinni
800,000 hlutabréf
FJELAGIÐ HEFIR EKKI MEIRA A BOÐSTÖL-
VM EN 100,000 HLUTABRJEF
At
50
G Per
Share
Seld án umbofislauna og
koMtnnfinrlnufit
FJEÐ NOTAÐ TIL FREKARA STARFS í
FJELAGSÞÁGU
Gerist
þátt-
takendur
Nú í þessu auðuga
námu fyrirtæki, með
óendanlega mögu-
leika, þar sem centin
geta á stuttum tíma
orðið að dollurum.
TWELVE GROIJPS OF CLAIMS
Dixie Spildurnar
tJtbúnabur bœtSi nægur og gót5-
ur Af þv sem numiS hefir
verib sézt, ab Kvars æft ein,
sem á mörgum stöfium hefir
verib höggvin og rannsökub,
3000 fet á lengd, hefir sýnt hve
ögrynni af málmi þarna er,
svo sem gulli, silfri, blýi og
eyr, sumstabar yfir 11 fet á
breidd.
Waverly Spildurnar
T'Ttbúnatiur nægur og góbur.
Þessi spilduflokkur hefir sul-
phide-æð, nokkur þúsund fet
á lengd, sem gnægt5 aut5s í
gulli, silfri og eyr má vinna úr.
Kinnig hefir þarna veritS upp-
götvub þýbingarmikil ætí, sem
úr horni af 3000 feta löngu og
4 feta breit5u, var teki?5 $54.
virbi af gulli, silfri, blýi og
eyr.
Hinar Spildurnar
Radiore mælingar og kannanir
sýna miklar líkur til a?5 au?5-
ur sé mikill á þessum svæÖ-
um.
KIGNIR
Nærri 5,000 ekrur af náma
landi, valið af sérfræðingum í
þvf efni, allt mjög nærri járn-
braut í nánd við Flin Flon og
Flin Flon járnbrautina.
II * nyT- í** -aiií r* m anf 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete Compressor,
j jCir£ll 1 piilCtl 1 Outfit with hoist, Ore Bucket, Ore Wagon and Miniature Rails,
2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 Large Motor Boats, 1 Barge, 2
Canoes with Outboard Engines, Horses, Caterpillar Snowmobile and all necessary small tools and
equipment, also 3 Complete Camps.
100,000 hlutir er allt sem Selt verður í þetta sinn
LesitS þetta aftur og íhugitS og þér munits sann fœrast um at5 nú er tíminn til atí kaupa.
PÖNTUNUM Á 50c HLUTINN—Veröur v eitt móttaka á skrifstofu félagsins
DIX0N MINING C0. LTD. 408 PAR^™G
Or at Our Agents, Messrs. WOOD DUDL EY and HILLIARD, LTD, 305 McArthur
Bldg., Winnipeg, Man.
rjóðri þar við, voru litlar kaninur
að tína í sig græn lauf og einnig
nokkrar rjúpur að vappa. En úti á
tjörninni sjálfri voru andir í ákafa
að dýfa sér, og tóku ekki eftir neinu.
Allt þetta var sitt nieð hverjum
hætti, en þarna ríkti ró og friður.
Hin heilaga ró; ekki neitt lík blöðun
um, sem ég var að rusla í. Menn og
blöð; á aðra hlið, en skepnur og dýr
á hina. Og það var skrítið að ein-
mitt dýrin skyldu geta grætt þau sár,
sem þessir svokölluðu blöð og menn
voru búin að veita. Mér kom til hug-
ar hin fallegu gömlu stef;
“I fagri sveit um fagra morgna,
þá fríðir vindar anda rótt,
og tára-böð af blómum þorna,
sem blessuð úrsvöl grætur nótt,
þá er sem Drottins englar gangi
í ást og náð um vora grund,
og þá er sem oss öllum langi
út með þeim fara á guðs vors
fund”.
Þessi dýrðlegi rnorgun, þessi dýrð-
lega stund, mitt á milli liinna skyn-
lausu skepna og dýra, þar setn ríkti
þessi “friður og heilaga ró,” vildi
ég óska að væri jafnan með lönd-
um mínum í Winnipeg, er þeir athuga
rnáiin, þá held ég að allt færi betur
með þeirn.—
Við gengunt dálítið lengra, að
‘ læknum”. Hann rennur eftir litlu
dalverpi og gegnum þessa ' sörnu
girðing. Þar var færra á hreyfingu,
en úti á læknum voru þó allmargar
andir, “viltar,” og margt af litlum
andarungum af ýmsri stærð og teg-
undunt. Allt var þar líka með ró
og spekt, og auðsjáanlega engin beig-
ur í skepnunum. En nú, þegar mað-
urinn sást, þá fór allt að hreyfa sig.
“Mamma” fór að garga á ungana
sina, sem kontu á augnabliki, bæði
fljúgandi og syndandi út úr grasinu
hér og þar. Þessutn börnum haföi
verið kent að hlýða henni móöur
sinni og það fyllilega. —Og nú fór
allt að hafa sig til burtferða. hópur
eftir hóp synti á burtu. Litlu ung-
arnir fylgdu hver sinni móður, sem
teygði úr hálsinum, og hugði til
baka, sem hún vildi segja: “ég treysti
þér ekki maður.” Og hóparnir
hurfu hver eftir annan, unz ekkert
sást af þeim.
A leiðinni til hússins
var ég í þungum þönkum, því mér
fannst ég ekki geta, eða gat ek|ki
séð neina friðar von, alls ekki neitt
sem sefað gæti þessa æstu landa mína
í Winnipeg; alltaf væri dálítið að
versna, ef verra gæti orðið. Þjóð-
ræknisfélagið er undir ofsókn mikilli
Þar verður á næsta þingi að öllum
líkindum “sótt með sverði,” og var-
ist með skildi, og bitið í skjaldarend-
um; bitið á jaxlinn og bölvað i
hljóði.
Já, þvilíkt dauðans ástand vor á
meðal. Og margur er sá, er vildi
vera kominn langt í burtu út úr
“þessu öllu,” burtu þangað, þar sem
maður friðast, eins og stendur í þess-
ari gömlu ágætu vísu:
Ef kominn ertu þreyttur heims úr
glaunii,
hér er rótt, hjá mínum bláa straumi;
DR. C. J. HOUSTON
i DR. SIGGA CHRISTIAN-!
SON-HOUSTON
GIBSON ULOCK
Yorkton —:— Sask.
upp við hamra hliðin
heyrði ég lóu kliðinn
blandast undur blítt við lækjar nið-
inn.
Eg hefi nú gripið við ýmsum lið-
um, þótt lauslega sé ýmislegt sett
fram. Geri ég það af ásettu ráði,
svo orðalengingar verði ekki um of.
En ég tek það hér skýrt fram, að
ég brúka hér mitt persónulega álit,
en alls ekki annara, urn þessa liði eða
málefni.
Vinsamlegast,
A. Johnson.
Húsfrú Ingibjörg Sig-
urðardóttir Laxdal
Dáin 13. des. 1928.
Þú biður mig Um lítið ljóð,
Því lætur þú svona kona góð?
Þú veizt ég á svo fátt af fé
er frama megi láta í té.
EnE vinsemd mín, hún verður þín,
þó viðhorf breytist allri sýn.
Þú hefir fundið föður þinn,
og fús hann með þér kom hér inn.
Glaður í anda og hávær, hann
heimti þig úr jarðar rann.
Á vinafund þú varst svo leidd.
og veiklun gömul sýndist eydd.
Þú veizt hve glöð ég við það er,
að vita hvernig líður þér,
þðT aldrei hefðir kónga kross
né kápu lærdóms fyrir hnoss.
En annað, sem er æðra því,
þér átti að skapa kjörin ný.
Þitt blað var minni skrifum skráð,
en skatna þeirra,’ er hafa ráð
á völdum heims og vaxta fé,
og virðing, sem þeim talin sé.
Og sjálfir þukla’ um silfur kút,
og segjast borga Guði út.
Þér skilst það nú, að annað er,
sem orkar þvi að maður hver
á ekkert nema reiknings rit,
hið rétta, þurra yfirlit,
hins áður liðna æfidags,
og er því bezt að svara strax.
Magic Baking Powder
er alt af áreiðanlegt Ú1
þess að baka sætabrauð,
kökur o. fl. Ekkert
álún er í því, og er þaÖ
ósvikij) að öllu leyti.
Verið viss um að fá það
og ekkert annað.
En kynlegt sýnist þétta þeim,
er þekkja lítið nema seim,
oig metorð heims, hið mesta gort,
er meiðir heilbrigt ástand vort.
Því er þeim þessi vizku vog
sem völ um lög, er hafa tog.
Eg þakka allt og allt, sem þú
mér áður varst, svo dygg og trú.
Um fögnuð þinn ég efast ei
í öðrum heimi, sei-sei nei,
því blessun guðs og bræðralags
þér beiddi faðminn móti strax.
Æ, komdu sæl með köppum þeim,
er koma hér, og sækja’ oss heim.
Eg veit þú leyfi vinar fær.
er veitir þau, ag er oss kær.
Svo blessuð, kveðju ber frá mér
til beztra vina’, er unna þér.
—Gömul vinkona.
I
U N G A R
Ungar úr eggjum af ágætu kyni borga sig vel. Þegar
þeim er snemma unga?5 út verpa þeir snemma næsta haust; og
þá er ver?5 eggja hátt. Vi?5 getum sent þér unga frá Winnipeg,
Saskatoon, Regina e?5a Calgary útúungunarstö?5vum vorum. Viö
ábyrgjumst þá í bezta standi þegar þú fær?5 þá. White Leghorns
eru^ 18c hver, Barred Rocks 19c, White Wyandottes 20c hver.
Pöntun ekki sint ef fyrir minna er en 25 ungum. Ef margar
sortir eru keyptar og 25 af hverri er hver ungi 16 cent.
32. bla?5sí?5u catalogue frítt, me?5 öllum upplýsingum vi?5-
víkjandi hænsnarækt.
Skrifi?5 eftir því til:
HAMBLEY WINDSOR HATCHERIES LTD.
>9000SOSOGOS>SOSOOSOS>
601 Logan Ave., Winnipeg, Man
COKE
ZENITH
KOPPERS
COAL
McLEOD RIVER
GALT
ALL STEAM COALS
J. D. CLARK FUEL CO. LTD.
Offlce: 317 Garry Str.
PHONES YARD:
23341 - 26547 - 27773 - 27131
Upward of 2,000
Icelandic Students
HAYE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS
COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909
THE
SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Wiaaipeg, is a strong,
reliable school—its superior service bas resulted in its
annual enrollment greatly exceeding the comblned year-
ly attendance of all othef Business Colleges in the whole
Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at
any time. Write for free prospectus.
1
O
I
i
í
i
i
í
BUSINESS COLLEGE, Limited
385'/2 Portage Ave.—Winnipeg, Man: