Heimskringla - 01.05.1929, Síða 6

Heimskringla - 01.05.1929, Síða 6
6. HLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. MAl, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “'Burkard horfði í viðureignina þar til hér var komið, þá flýði hann og náði heim í hæiið okkar. Vér urðum sárhryggir við þessar fregnir, og um nóttina lagði lítill flokk- ur á stað, til þess að grenslast eftir hvað hefði orðið um Thieto. Allt var hljótt á hæðinni, þar sem einsetukonurnar höfðu hafst við, er þeir læddust að. Tunglið skein á dauða skrokka Húnanna og meðal þeirra sáu bræð- umir ...... ’’ 1 iPrásögumaðurinn þajgnaði því að nú heyrðist djúpt andvarp. Praxedis hélt fast um stólbak hertogafrúarinnar og grét beisk- lega. “Þar fundu þeir,” hélt ábótinn áfram, “limlestan líkama Romeiasar. Fjandmenn- irnir höfðu höggvið af honum höfuðið og farið með það. Hann lá á skildinum, en hægri hendinn var kreft utan um visinn blómvönd inn, sem hafði skreytt hjálm hans. Guð gefi honum frið! Sá á sanharlega skilið að ganga beint inn til fagnaðar himnaríkis, er lætur líf sitt fyrir að gegna . skyldu sinnar. Þeir börðu árangurslaust á hlera Wilborad. Þak- hellurnar voru rifnar frá og einn bræðranna klifraði upp og leit ofan. Einsetugonan lá fyrir framan altarið, alblóðug, og þrjú sverð- sár á höfði hennar. Drottinn hefir talið hana verðuga þess að vinna píslarVættiskórónu, undan höggum heiðingjanna.” Áheyrendurnir mæltu ekki orð, svo þótti þeim til um þessa frásögu. Jafnvel Heiðveig hertogafrú gat ekki dulið hvemig henni var innanbrjósts. ‘‘Eg kom hingað með slæðu hins bless- aða píslarvotts,” bæbtti ábótinn við, “sem nú er heilög orðin vegna blóðsins úr sárum henn ar. Þú getur hengt það upp í kapellu kast- alans. Thieto blindi varð ekki fyrir neinum miska. Fantarnir höfðu aldrei orðið hans varir, og við fundum hann sofandi friðsam- iega í litla kofanum við klettinn. Mig dreymdi að kominn væri eilífur friður á jörðu, sagði hann við bræðurnar, er þeir vöktu hann. En friðurinn entist ekki lengi, jafnvel í afskeftum Sitterdalnum, því að Húnarnir fundu leiðir til okkar; og nú hófst sá hávaði og hvinur og læti, sem greniskógurinn hafði aldr ei áður orðið vottur að. Veggir voru sterk- ir, og hugrekkið var mikið, en hungruðum mönnum þykir umsátur óskemtilegt og í fyrradag var síðasta bitanum lokið, og um náttmál sáum við reyk gjósa upp frá klaustr- inu, og vissum að það var að brenna. Vér ruddum oss því veg í gegnum óvinina um mið nætti; drottinn var með oss og greiddi leið vora. Góð sverð vor voru oss einnig til hjálpar, og þess vegna erum við nú komnir til Hohentwiel.” Ábótinn laut hertoga- frúnni — “heimilislausir og einstæðingar, eins og fuglar loftsins, er eiding hefir iostið nið- ur í hreiður þeirra, og ekkert getum við fært með okkur, nema fréttirnar um, að Húnarnir, sem drottinn ljósti með reiði sinni! séu á hæl- um okkar.’’ "Þess fyr sem þeir koma, því betra!” hrópaði ábótinn frá Reichenau og hóf upp bikar sinn. ‘‘Og sigur fylgi hermönnum drottins!” sagði hertogafrúin og skálaði við hann. “Og hefnd fyrir dauða hins hrausta Rom- eiasar!” bætti Praxedis hljóðlega við, og voru tár í augum hennar er hinn magri Fridinger skálaði við hana. Það var orðið framorðið. Úr neðri skálanum heyrðist glamur og hersöngvar. Ungi munkurinn, sem komið hafði frá Modena í ítalíu til Reichenau hafði hafið varðsönginn. Tíminn til alvarlegra starfa var kom- inn. 13. KAPfTULI Heribald og gestir hans Allt var kyrt og hljótt í Reichenau eftir að kiausturbúar voru farnir. Hálfvitinn Heri- bald var skilinn eftir sem drottinn og höfðingi yfir eyjunni. Honum féll einveran vel. Hann sat stundum saman við vatnsborðið og fleitti kerlingar með smásteimim. Sykkíju þeir strax lét hann skammirnar dynja. Hann gaf alifuglunum í garðinum reglu- lega og átti við þá miklar samræður. ‘‘Ef þið eruð góðir,’’ sagði hann, ‘‘og bræðurnir koma ekki aftur, skal Heribald prédika fyrir ykkur.” í klaustrinu fann hann margt sér til skemtunar — manni getur dottið margt nytsamt í hug í eins dags einveru. Brytinn hafði móðgað hann með því að neita honum um skóleður. Hann fór þess vegna inn í klefa brytans og braut stóra vatnsbrúsann hans í mél og þar á ofan blómsturjottana þrjá. Því næst skar hann strádýnuna upp og setti brotinn inn í hana. Svo lagðist hann niður á beðinn og brosti ánægjulega er hann fann harða oddana og eggjarnar undir sér. Þá hélt hann til kynna ábótans pg brosti enn með sjálfum sér. Hann bar kala til ábótans, því að hann átti honum marga hirtinguna að launa, en hér hafði allt verið tekið burt og lokað niður, svo að hann gat ekki fundið upp á neinu betra en að saga einn fótinn undan hægindastóln- um. ‘‘Þetta ætti að verða allra laglegasta fall, þegar hann kemur og ætlar að hagræða sér í stólnum. Þú átt að aga holdið, segir St. Benedikt. Það var ekki Heribald, sem sagaði fótinn af, — það voru Húnarnir,” sagði hann við sjálfan sig. Hann sinti bænum sínum, sálmasöng og öðrum helgum iðkunum með mestu sam- vizkusemi, samkvæmt fyrirmælunum. Stund- irnar Sjö voru vandlega haldnar, eins og hann væri hræddur við að verða fyrir skyndilegri refsingu ef út af einhverju væri brugðið í þeim efnum, og um miðnætti stóð hann á fætur til þess að flytja óttusöng í kirkjunni. / Á sömu stundu sem bræður hans voru að skemta sér með munkunum frá St. Gall í kastalanum, stóð Herfbald inni í kómum. Draugaleg dimma hvíldi yfir framkirkjunni og ljósið, sem aldrei mátti slökkna, logaði dauflega. En Heribald hóf byrjunarorðin ó- kvíðinn og óskelfdur: “Drottinn, ljáðu eyru máli mínu! Drottinn, flýt þér að bjarga mér!’’ og hann söng þriðja sálminn, er Davíð orkti er hann var á flótta undan Absalon syni sín- um. Þegar hann kom að þeim hluta, er svörin áttu að koma, hætti hann af gömlum vana, en það var þögn. Hann brá hendinni upp að enninu. “Æ, já!” sagði hann; ‘‘þeir eru farnir og Heribald er einn!” Næst reyndi hann að syngja tuttugasta og fjórða sálminn, sem fyrirskipaður er við næturþjónustu, en ljósið, sem aldrei mátti slökkna, slökknaði allt í einu ■— leðurblaðka hafði slökt það með vængjum sínum. Storm- ur og regn hamaðist úti fyrir. Þungir drop- ar skullu á þaki kirkjunnar og gluggum. Það fór nú hrollur um munkinn. “Heilagur St. Benedikt!” hrópaði hann, ‘‘gerðu svo vel að taka eftir því, að það er ekki Heribald að kenna, þótt messusvörin séu engin.” Hann fór út úr kórnum og gekk fram dimm göngin milli bekkjanna. Vindurinn gnauðaði við litla gluggann á kompunni und- ir háaltarinu. Þegar Heribald gekk fram þreif vindgustur í skikkjuna hans. ‘‘Ertu kominn aftur, helvískur freistar- inn?” hrópaði hann; ‘a ég að þurfa að berj- ast við þig aftur?” Hann snéri óskelfdur aftur að altarinu og þreif viðarkross, sem ábótinn hafði skilið eft- ir. “‘í nafni heilagrar þrenningar!” hróp- aði hann, ‘'komdu þá, djöfuli! Heribald er tilbúinn að taka á móti þér.” Hann beið fullur hugrekkis á altarisþrep- unum; vindurinn hvein og regnið lamdi, en enginn djöfull sýndi sig. “Hann hefir ekki gleymt því, hvað hann fékk seinast!” sagði hálfvitinn hróðugur við sjálfan sig. Hinn illi óvinur hafði birst honum árinu áður í líki stærðar hunds og hafði gelt grimmi lega að honum; en Heribald hafði ráðist á dýrið með stöng og lamið svo hraustlega að stöngin brotnaði. Heribaid hélt áfram að þeyta ókvæðis- orðum þangað, sem vindurinn var að reyna að brjótast hveinandi inn, en þegar ekkert kom í ljós, setti hann krosinn aftur á sinn stað, kraup enn einu sinni á kné frammi fyr- ir altarinu, hélt svo til klefa síns og söng um leið “Kyrie eleison.” Hann svaf svefni hinna réttlátu langt fram á næsta morgun. Sólin var komin hátt á loft þegar Heri- bald kom út og gekk ánægður fram og aft- ur fyrir framan klaustrið. Hann hafði aldrei haft tækifæri til þess að slæpast frá því að hann var drengur að aldri. ‘‘Letin er sálarinnar mesti óvinur!” hafði St. Benedikt sagt, og hann hafði mælt stranglega svo fyrir, að lærisveinar hans skyldu vera við nytsöm störf þann tíma, sem ekki var varið til guðrækilegra iðkana. Heribald kunni enga iðn eða list og hafði þess vegna verið látinn fást við að höggva eldivið og annað nytsamt af því tagi. En í dag gekk hann með krosslagðar hendumar frammi fyrir við- arhrúgunni og leit fyrirlitningaraugum upp í einn klausturgluggann. “Komdu ofan, fað- ir Rudimann!” kallaði hann, ‘‘komdu ofan og láttu Heribald höggva við! Þú, sem hélst svo dyggilegan vörð fyrir bræðrum þínum og kall- aðir Heribald gagnsiausan þjón drottins, ef honum varð það á, að líta upp í loftið í stað þess að hamast með öxina, hvers vegna gerir þú ekki skyldu þína?” Hann fékk ekki einu sinni bergmál að svari. Heribald laut niður og kippti nokkurum neðstu kubbunum undan, svo að öll hrúgan féll saman með braki og brestum. . “Fallið niður!” hélt hann áfram eintali sínu. Heribald hefir frí í dag; hann ætlar sér ekki að reisa þetta við aftur. Ábótinn hefir strokið, bræðumir hafa strokið — þeim er ekki nema mátulegt þótt allt falli niður.” Heribald hélt inn í klausturgarðinn, er þessu frægðarverki var lokið. Honum hafði dottið nýtt í hug. Hann ætlaði að skera fá- ein falleg kálhöfuð fyrir miðdegisverð og smyrja þau þykkar með góðu smjöri en mat- reiðslumaðurinn hafði nokkru sinni gert, með an hann hafði hér stjórn. Hann sá þetta allt svo freistandi fyrir hugskotssjónum sínum — hann ætlaði ekki að spara olíuna úr brúsan- um, en skera hinsvegar fáeina stóra lauka handa sér til smekkbætis. En rykský á ströndinni hinumegin, og ríðandi menn, sem komu út úr skýinu, skaut. loku fyrir þessa drauma. ‘‘Eru þeir þá strax komnir?” sagði munk- urinn. Hann gerði krossmark fyrir sér, og varir hans hreyfðust, er hann baðst fyrir í skyndi, en eftir augnablik var aftur kominn á andlit hans sami glaðlegi svipurinn og áð- ur. ‘‘Gestum og pílagrímum á að heilsa á kristilegan hátt við dyrnar á guðshúsi,” sagði hann í hljóði. ‘‘Eg skal taka á móti þeim.” Honum datt önnur hugsun í liug; Hann strauk sér um ennið. ‘Lærði ég ekki í klausturskólanum, þegar ég var að kynna mér sögu fyrritíðarmanna, hvernig rómverskir senatorar biðu eftir Göll- unum, sem réðust inn? Þeir vörpuðu af sér skikkjum sínum, tóku sér fílabeinsstaf í hönd, og biðu hreyfingarlausir í stólum sín- um, eins og þeir væru skurðgoð. Ekki skal latínukennarinn hafa að ófyrirsynju kent læri sveininum að þetta sé virðuleg og rétt aðferð. Heribald ætlar að gera hið sama.” Stundum kemur það fyrir að barnaskap- ur sýnist vera hin ágætasta gáfa. Leiðin, sem hálfvitinn velur, getur verið krókótt og snúin, en hann tekur ekki eftir höggorminum, sem læðist í grasinu, og hann getur kröngl- ast yfir hætturnar án þess að neitt beri út af, þar sem vitur maður myndi bíða tjón; hann kemst hjá hættunni af því að hann hefir ekki hugmynd um að hún sé til. í klaustrinu var enginn ‘‘goðastallur.” Heribald velti þess vegna stórum eikarbol að hliðinu inn í klausturgarðinn. ‘‘Að hvaða gagni kemur það að hafa kynt sér sögu fornaldarinnar, ef ekki skal nú að haldi koma?” sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann settist makindalega upp á viðar- bútinn og beið eftir frekari tíðindum. Lítill hópur ríðandi manna hafði stað næmst á ströndinni fyrir handan — forystu- flokkur Húnanna. Þeir höfðu brugðið taum unum um annan handlegginn og spent ör á streng og haldið af stað til þess að njósna um landið. En er ekki var skotið á þá úr runn- unum við ströndina, námu þeir staðar stutta stund, til þess að lofa hestum sínum að kasta mæðinni. En nú settu þeir örvarnar aftur í mælina, bitu með tönnunum utan um sverð- sigðina, keyrðu sporana í kvið hestanna og hleyptu út í vatnið. Hestarnir syntu frá- lega í gegnum bláar öldurnar — sá fyrsti var þegar kominn yfir til eyjarinnar og hristi sig þrisvar sinnum, eins og loðhundur, sem feng- ið hefði kalt bað. Flokkurinn litli rak upp hátt öskur, er hann komst allur á land. Heribald sat í sæti sínu eins og hann væri höggihn í klett, og aðgætti óskelfdur að- farir þessara einkennilegu gesta. Hann hafði aldrei orðið andvaka af umhugsun um fegurð mannlegs líkama. En honum virtist þó þessir náungar, sem komnir voru, vera svo andstyggilega ljótir sýnum, að hann gat ekki varist að fram á varir hans brytist langt andvarp: ‘‘Miskunna þú oss, drottinn, eftir þinni miklu miskunn!” Aðkomumennirnir lágu alveg fram á makkana á hestum sínum, og voru stuttir búk arnir klæddir dýraskinnum. Langt, strítt hár hékk niður með ferhyrntum hausum þeirra. Það glitraði á gul, ólagleg andlitin, eins og tólg hefði verið smurt á þau. Einn fremsti reiðmaðurinn hafði stækkað á sér varaþykkan munninn með því að skera út úr munnvikun- um, svo að þau námu næstum við eyrun. Lítil augun, langt inni í höfði, horfðu tor- tryggnislega á tilveruna. “Til þess að búa til Húna þarf ekki ann- að en að hnoða leirkögg í ferhyrning, skella smærri kökk á hann fyrir nef, og sneiða svo af, þar sem hakan á að vera,” hugsaði Heribald með sjálfum sér, er hann horfði á þá. Hann skildi ekki eitt orð í hvæsandi tungumáli þeirra og hélt áfram að brosa í mestu rósemd, eins og honum kæmi allur hópurinn ekki vit- und við. Húnarnir störðu litla stund for- viða á þessa sjón. Loksins tók einn þeirra eftir rakaða blettinum á höfði Heribalds og benti á hann með sverð-sigðinni. Hinir fpru að skellihlægja og einn þreif til boga síns og örfa og miðaði á munkinn. En nú var þolinmæði Heribalds lokið. Hið þýzka stolt blossaði upp í honuni er hann horfði niður á skrílinn. ‘‘í nafni krúnuskallans á St. Benedikt!” hrópaði hann upp fyrir sig og stökk á fætur, ‘‘ekki skal neinn heiðinn hundur vanvirða krúnuna á mér.” Hann þreif í taumana á hesti eins fremsta riddarans, kippti sverðinu af honum og rétti sig upp á hinn vígamann- legasta hátt, þegar Húni nokkur brá við eins og elding og fleygði kaðalshönk um hálsinn á honum og skelti honum hastarlega til jarð- ar. Hinir stukku jafnskjótt á hann og bundu hendur hans fyrir aftan bak. Það hvein þeg- ar í sverðinu, er átti að veita honum bana- höggið, er hávaði heyrðist úr fjarska og undir gangur, er dró athygli reiðmjannanna frá hálf- vitanum, munkinunx. Þeir fleygðu honum frá sér ofan á eikarbolinn einsi og hann væri pokadrusla, og hleyptu aftur til strandárinn- ar á stökki. Allur Húnaskarinn var kominn á strönd- ina fyrir handan og njósnarliðið hrópaði til þeirra og skrækti að allt væri örugt. Þeir höfðu tekið eftir því að vað myndi vera yfir sundið við þann endann á eyjunni, er mest var vaxinn sefi, og mátti þar komast nærri þurt yfir. Og þeir bentu nú félögunum á landi á þetta vað. Herfylkingin öslaði nú yfir með miklum hávaða, enda voru reið- mennirnir mörg hundruð að tölu. Skörð höfðu fallið á eggjar þeirra, er þeir hönvuðust gegn múrum Ágsborgar og bænum biskupsins, en nú voru þeir búnir að skifta sér í flokka og fóru rænandi um land- ið. i ásjónu, í vaxtarlagi og reiðlagi virtust þeir allir vera eins — ómannaðar þjóðir sýn- ast jafnan steyptar í sama rnótinu. Nú blikaði á vopn Húnanna í aldingörðun- um og blómagörðunum, þar sem munkarnir voru vanir að ganga um með bænabók í hendi. Bumbur voru barðar og fiðlur strokn ar og allskonar kliður heyrðist meðan reið- mannahópurinn var að komast yfir mjótt vað- ið, er skildi eyjuna frá meginlandinu. Hljóðin voru hvell og ámátleg. Eyrun á Húnum voru löng en ekki viðkvæm og engir aðrir fengust við hljómlist en þeir, er á einn eða annan veg voru óhæfir til hermensku. Hátt yfir fylkingunni blakti fáninn — grænn köttur á rauðum grunni. Foringj- arnir riðu undir honum og gnæfðu hinir há- vöxnu Ellak og Hornebog yfir alla aðra. Móðir Ellaks hafði verið frá Circassiu og frá henni hafði hann erft fölt andlitiö og svip mikil og skörp augun. Hann var vitmaður- inn í hernaði þessum. Það var haft eftir hon um, að fyrst plægja þyrfti heim þennan enn einu sinni með sverði og eldi, þá væri betra að vera plógurinn heldur en áburðurinn, og í þeirn ummælum var fólgin lífsstefna hans. Hornebog var grannur maður og horað. ur, og hékk dökt hár hans í tveimur lokk- um sinn hvoru megin við andlitið. Skínandi hjálm hafði hann á höfði og voru tveir út- þandir arnarvængir sitt hvoru megin á honum. Reiðmaður var hann með afbrigðum góður. Hnakkurinn var honum heimili, tjald og höll. Hann gat skotiö fugl á flugi þótt hann riði á harðastökki og sneitt höfuðið af fjand- manni af bolnum. Sexþætt hnútasvipa hékk frá söðulpoka hans og var hún tákn fram- kvæmdavaldsins.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.