Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 1
FATAliITUJf OO HRBIN9UN KIII«« Ar». and Simaoa 8tr. 9Íml RTX44 — ív»r llnur Hattar brrlnMiðlr og endurnýjatlir. Betri hreinann Jafnódýr. NÚMER 35 Agætustu nýtízku litunar og fatahreins unarstofa í Kanada. Verk unniö A 1 degi. ELLICE AVE., and SIMCOE STR. Winnipeg —*— Man. Dept. H XLm. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 29. MAÍ, 1929 aocoeccccgcoaoaooi&ooosooo&ooaoocooogoogccqioooeoooigooqq C D t T T I R | y xesðooðeðsðoðsseoððððððöc wcooococc líov. u. Pétuisson •>•> Horníe St. _ oit KANADA VeSrátta hefir verið óvenju köld * vor hér í Manitoba, en i vikulokin síðustu skifti mjög um, til mikilla Viita og stórfeldra rigninga. Hefir gras þotið upp og tré laufgast á ör- fáum dögum, svo að nú er algrænt um allt, þar sem áður var kalið og gróðurlaust. Var þetta hin mesta blessun, ékki sizt um miðbik fylkis- •ns norðanvert og þar norðuraf, þar sem í mestu vandræði var komið ^iða, sökum bit'hagaleysis. Eldsvoðar urðu allmiklir hér í Winnipeg nú um helgina. A sunnu- ’daginn síðdeigis kom upp eldur í ■stórgripakvíunum í St. Boniface, og «r skaðinn metinn til $50,000. Um 150 gripum varð nauðulega bjargað. Aðfaranótt mánudagsins kom upp eldur í veitingaskála bæjarins í -Vssiniboine skemtigarðinum. Br(arín ■skálinn til kaldra kola á tæpri klukku ’stund, án þess að eldliðið fengi að gert. Skálinn var byggður 1908— 1909 og kostaði þá um $200,000. Mun hann hafa verið vátryggður að fullu. Á mánudaginn um miðjan dag kom upp eldur í Woolvvorth bygg- ingunni er áður var, 262 Portage Ave. Manntjón varð ekkert, sem betur fór, og lá þó nærri, með því nð tveir eldliðar urtV.i yfifkonmir •af reyk og varð nauðulega bjargað. Var farið með þá á almenna sjúkra húsið og eru þeir á góðum batavegi, þetta er ritað. Eylkiskosningar fara fram í Sask. ^nnan fimmtudag, 6. júní. Er sagt, að kosningin sé sótt með heitasta roóti. Hafa liberalar nú setið að völdum i samfleytt 24 ár, og mun andstæðingunum þykja timi kominn til að þeir víki. 134 þingmannsefni v«ru auglýst í kjöri í lok síðustu viku. Að sögn conservatíva standa Örir ráðherrarnin tæpt, sénstaklejra Álr. Latta í Last Mountain kjör- 'dæmi, en þar hefir conservatív fram bjóðandi dregið sig í hlé fyrir fram- bjóðanda framsóknarmanna. I 11 Ejördæmum aðeins eru þrír fram- bjóðendur hver frá sinum flokki. Eftir margra ára þjark og þret' hafa báðar málstofur sambandsþings ins í Ottawa nú loksins samþykkt frumvarp um að endurgjalda póst- þjónuni i Winnipeg, er þátt tóku í verkfallinu 1919 þau laun, er þeir hafa síðan farið á mis við af þeim ástæðum. Nær þetta aðeins til þeirra, er gengu í póstþjónustu aft- ur eftir verkfallið. Var þeirn hegnt með þvi að þeir voru settir á lægstu laun, (aðstoðarpóstþjóna), hversu mörg ár sem þeir höfðu ' póstþjónustu áður verið, og hafa laun þeirra síðan verið miðuð við það, að þeir hefðu allir byrjað póstþjónustu sína eftir verkfallið. Samkvæmt þessum nýju lögum á nú að greiða þeim mismuninn á þeim launum, — hafi þeir gegnt ábyrgðarmeira starfi —og þeim »er þeir liefðu úr býtum borið, ef þeir hefðu einskis misst af embættistíma sinum. M,un þeim verða greiddur sá mismunur fyrir öll árin, er liðin eru síðan þeir aftur tóku til starfs eftir verkfallið. — Eins og áður er sagt, var þetta frum varp samþykkt í báðum málstofum þingsins og bíður því aðeins kon- ungsstaðfestingar. I>ess er þó vert að geta, að Mr. Glen “prógressívi” þingmaðurinn frá Marquette kjör- dæmi i Manitoba, mótmælti því, að nokkurt tillit væri tekið til starfs- íranna í stjórnarþjónustu, er tekið hefðu þátt í verkfalli. Yrðu slíkir menn sjálfir að ábyrgjast afleiðing- arnar. Frá Ottawa var símað 20. þ. m., að sennilega yrði þingi slitið föstu- daginn 7. júni. — I fyrra var þvi slitið 14. júní. — Fróðir menn hafa reiknað út. að í umræðunum um fjár- lögin, er vöruðu 14 daga, hafi hátt- virtum þingmönnum orðið um 1,200,- 000 orð ■ á munni. Eru það 537 blaðsíður í þingtíðindunum. Gteta þeir, er þau fá þá reiknað út, hve mikið verði komið í orðabelginn í þinglok. -----x------ BANDARÍKIN Flugmaðurinn frægi, Charles A. Lindbergh ofursti og unnusta hans, Anne Morrow, dóttir DWight W. MorrOw, sendiherra Bandarikjanna í Mexico, voru gefin i hjónaband i Ertglewood, N. J., á mánudaginn var. Eitt helzta ágreiningsmálið er uni •alþýöuskóla fylkisins. Hefir Gar- diner forsætisráðherra verið brugðið Urn það, að hann dragi um of taum Tk»?pól(skra manna; leyfi þeim sum- staðar að hafa kirkjutákn sín (krossa °g annað) á skólaveggjunum, og l>alda skóla í samkunduhúsum sín- l,ni. Hafa conservatívar og fram- sóknarnienn Iíka í stefnuskrá sinni að breyta skólalögunum svo að þetta bannað. — Forsætisráðberra hef- lr svarað því til, að einurtgis tólf hennarar i fylkinu af hverjum hundr að séu kaþólskir, þótt 19 af hverju bundraði fylkisbúa játi kaþólska trú. Sé svo langt frá því, að stjórnin hafi ívilnað þeim, að ef hún þyrfti nokkra trúflokka afsökunar að biðja á því, þeir hefðu orðið heldur útundan en hitt, að þá myndu það verða ka- þólskir menn. Ætlaði hann, að í engum íylkjum í Kanada væri minna OHit tekið til kaþólskra manna en í Sask., ef til vill að undanteknu Mani toba og British Columbia. En ann- ars 7rSi auðvitað jafnt yfir alla trú- flokka að ganga, og væri ekkert báskalegra en óþol og ofstæki eins truflokks gagnvart öðrum. A. Soucek, liðsforingi í flotaflug- liði Bandarikjanna, setti nýtt. met í hæðarflugi 8. maí, er hann náði 39,- 140 feta hæð, 722 fetum hærra en landi hans, C. C. Champion liðs- foringi komst, er hann setti metið 1927, er staðið hefir síðan fram að þessu. Pulitzer verðlaunin fyrir 1928—29 hefir fengið fyrir skáldsagnagerð frú Júlia Peterkin; fyrir leikrit Elmer Rice; fyrir sagnaritun Fred Albert Sliannon; fyrir ljóðagerð Stephen Vincent Benet ? fyrir æfisagnaritun J. Burton Hendrick; fyrir beztu blað fréttagrein Paul Scott Mowrer, frá “Daily Newis,” í Chicago; fyrir bezta ritstjórnargrein Louis T. Jaffe, frá “Virginian Pilot” í Norfolk; fyrir fregnritarastafsemi Paul Y. Ander- son, frá “Post Dispatch” i St. Louis (ritar • einnig stjórnmálafréttir í ‘ The Nation”) ; fyrir bezta háðmynd Rollin Kirby, frá “World” í New York, (mynd af oliumökuðum re- públíkum er í kosnipgunum síðustu fórna höndum til himins í hneykslan sinni yfir "Tammany); og fyrir' blaðastarfsemi, bezt af hendi leysta’ í þarfir almennings, blaðið “Evening World” i New York. Knecshcnv dómari hciðraður Héraðsbúar í Pembína hafa tekið höndum saman til þess að heiðra hinn aldraða góðvin allra N. Dakota Islendinga, W. J. Kneeshaw dómara, við hátíðlega athöfn, er fram á að fara í Cavalier, miðvikudaginn 26. júni, og hefst um hádegi, í sam- bandi við ársmót “Old Settlers’ As- sociation,” og með þátttöku lögfræð- ingafélags N. Dakota. Kneeshaw dómari hefir verið bú- settur í héraðinu meira en hálfa öld og gegnt dómaraembætti í 28 ár. Hefir hann reynst Islendintg,um frá- munalega vel, og þeir honum senni- lega lika, af því er ráða má af þvi er hann oft hefir sagt, að hann teldi sig eiginlega fremur vera orðinn is- lenzkan en brezkan. En yfirleitt er hann maður stórum vinsæll og vel metinn. Enda kemur ritstjórinn George F. Shafer til þess að mæla fyrir minni hatis við þetta tækifæri, ásamt Jaines Mori*fs dómsmálaráð- herra N. Dakota, og fleiri merkis- mönnum. Þessir Islendingar eiga sæti i und- irbúningsnefndum héraðanna, er kosnir hafa verið í tilefni af þessari athöfn: Bjarni Dalsteð, Backoo;; A. F. Hall, Walhalla; John K. Ol- afson, Jónas Hall og Sig. Sigurðs- son, allir frá Garðar; Paul Johnson Mountain; B. J. Austfjörð og John Norman, Hensel. -----x----- BRETAVELDI Nú er kornið að “dómsdegi” hinna pólitízku flokka á Bretlandi. Telja allir þeirra sér visan sigur, en í raun oig veru hefir enginn hlutleys- ingi trevst sér til að spá nokkrtt um úrslitin. Víst er um það, að Lloyd George hefir fengið miklu hetri und- irtektir en búist var við i fyrstu, og því liklegra að fjölgi þingsætum liberala. Að úrslit eru svo óviss, stafar niest af hinunt mörgu miljón- unt kvennaatkvæða, er nú bætast við. Er þó helzt talið að þau muni flest falla í vil jafnaðarniönnum og kon- servatívum. Mil^la eftirtekt heflir vakið framboð Sir Charles Trevelyan í Newcastle af hálfu jafnaðarmanna. Er hann aðalsntaður af beztu ætt- um, kunnur mannvinur og uppeldis- fræðingur. Telur hann heintsku að óttast byltingu, þótt jafnaðarntenn nái yfirráðum; sé hrezk alþýða of róleg og íhugunarsöm til þess; íhuigi vandlega hvað framundan er áður en hún tekur nýtt skref í einhverja átt, enda hafi það tekið hana mörg hundrqð ár að komast það áleiðis i lýðfrelsisátt, sem hún er nú kontin. ---------x--------- F/á íslandi. Kartöflum sáS.— Sagt er að á Seyðisfirði hafi Jón bóndi í Firði sáð kartöflum 27. ntarz og er sagt einsdænii að svo snenima sé sáð. Björgunarbátur er nú kominn hingað til Slysavarnarfélagsins, vand aður og góður að sögn, og kostaði 12 þúsund kr. Hann á að vera í Sandgerði. Slysavarnarfélagið ætl- aði að kaupa bátinn, en frú Guðrún Brynjólfsdóttir og Þorsteinn skip- stjóri í Þórshamri hafa tekið af fél- aginu þann bagga að borga bátinn, þvi unt leið og hann kom í land til- kynntu þau félagsformanninunt, G. Björnsson, landlækni, að þau gæfu félaginu bátinn. Frá Islandi Pétur Jónsson Eins og mönnum er kunnugt, hef- ir Pétur Jónsson síðustu fjögur ár- in verið aðalsöngvari óperunnar í Bremen, en þess utan hefir hann, þegar tími gafst til, sungið sem gest- ur við ýms söngleikhús í Þýzkalandi og nálægum löndum og þá til dæmis nýlejga í Rotterdam, er hann söng hlutverk Sigmundar í Valkyrjunni eftir Wagner. Lofa blöðin Pétur mjög fyrir meðferð hans á hlutverk- inu, hljómfegurð raddarinnar og góð- an leik, og eitt blaðið bætir við, að sjaldan eða aldrei hafi þeir i Holl- andi heyrt hlutverk þetta sungið með álíka styrk og hljómfegurð. I Hamborg hefir Pétur oft sung- ið í vetur, til dæmis Othello, Tann- hauser og Radames í “Aida,” og ávalt fengið mikið lof fyrir. Og af þeim erfiðari hlutverkum, er hann hefir sursgið í Bremen i vetur, má sérstak- lega geta Tristans, er hann nýlega söng með læztu Wagner söngkonu Þýzkalands, Eugenie Burkhardt, sem Isolde. Segir gagnrýnandinn, dr. Kurt Zimmermann, að þótt þeir hafi oft í Bremen heyrt Tristan vel sung- inn, þá skari Pétur langt fram úr fyrirrennurum sínum í þessu hlut- verki. Hljómur, innileiki og styrk- ur raddarinnar virðist enn alltaf vera að aukast, og njóti það sín ekki ist í Tristan. Þetta afarerfiða hlutverk sé hæði líkamlega og and- Iega (physisch wie psychisch) eitt af hans allra beztu, og endar með að segja, að hetri Tristan leikur sjá- ist ekki í Bayruth, Berlín, Munchen né Dresden. —Mbl. Stjórn Sambands íslenskra karlakóra hefir kosið Jón Halldórsson, ríkis- féhirði aðalsöngstjóra á væntanlegu söngnnóti sambandsins 1930, bæð:i hér í Revkjavík og á Þingvöllum. —Alþýðublaðið. l>egar togarann “Jón forseta” braut á Stafnesrifi og 15 menn fórust, en margar konur urðu ekkjur og börn munaðarlaus, vaknaði allmikill áhugi manna um að finna ráð, til þess að tryggja hag ekkna á Islandi. — Mtðal annars birtust þá hér i blað- inu tvær ritgerðir um málið, önnur eftir J. J. ráðherra og nefndist; "Hver horgar manngjöldin?” Hin nefndist “Mannfallið og Ekknasjóð- ur tslands.” ‘— Nú hafa konurnar látið þetta mál til sín taka. Héldu þær fund um þetta mál i Nýja Bíó 21. þ. m. Töluðu þar ýmsar af fremstu konum i félagsmálum af miklum áhuga um þetta stórfelda velferðamál þjóðarinnar. Fer vel! á því, að konur hafi forgöngu um þetta mál, en hljóti samúð og stuðn- ing allra góðra manna og félaga svo og ríkisvaldsins sjálfs. Sláttur.— Fyrsti túnbletturinn í Reykjavík var sleginn 22. apríl, bletturinn fyrir framan hús frú Katrínar Magnússon t Suðurgötu og eru fá dæmi þess, að slegið hafi verið fyrir vetrarlok. Dr. Helgi Pjeturss. hefir sótt um 20 þúsund kr. styrk til þingsins, en hefir um 4 þúsund kr. á ári. 238 menn í Reykjavík hafa sent Alþingi áskorun um að verða við beiðninni, en neðri deild sinti henni ekki. —Lögrétta. Kosningin í Wynyard- kjördæminu Sem kunnugt er, fara fram fylkis- kosningar í Saskatchewan 6. þ. m. I Wynyard kjördæminu hafa þrír Is- lendingar boðið sig fram. Eru ekki líkindi til að framboð verði fleiri, og þá vissa fyrir því, að islenzkur verð- ur þingmaðurinn hér, hver sem það verður, fer líka vel á því.þvi Islend- ingar eru allfjölmennir i kjördæmi- mt. Eins niá segja, að sætið verði sæmilega skipað, hver þeirra sem kosinn verður, þvi öll eru þingmanns efnin valinkunnir sæmdarmenn. Þó hika ég ekki við, að mæla fastlega með endurkosningu núyerandi þing- nians, W. H. Paulsons. Hann hefir um langt skeið , verið þingmaður þessa kjördæmis, og flestir kunnugir munu viöurkenna, hvar sem þeir ann ars standa í fylkispólitíkinni, að þing störf sín hafi hann leyst af hendi, af fráhærri lipurð og samviskusemi, sem annars einkennir öll hans störf, hvar sem hann leggur hönd að verki. Er þvi ekki nema sanngjarnt, að kjósendur sýndu honum það traust, fyrir vel unnið verk á undanförnum árum, í þágu þessa kjördæmis, að fylgja honttm einhttga, við þessar kosningar, og það því frekar, sem þetta mun verða í síðasta skifti, að hann leitar kosninga. Að engintt af vinum Mr. Paulsons héðan úr hyggðinni hefir mælt opin- berlega i blöðunum með kosningu hans, stafar sjálfsagt af því, að þeir álíta honttm sigurinn svo vísan, að óþarfi sé að gera slíkt að blaðamáli. Þo það kunni rétt að vera, þá er var- hugavert að sýna of mikið tómlæti, þegar ttm kosninigar er að ræða. Margttr frambjóðandi hefir fallið fyrir þá sök, að of margir stuðnings menn hans hafa talið honunt kosn- ingu svo vissa, að hvergi þyrfti nærri að koma. Vil ég því alvarlega leyfa mér að minna vini og stuðn- ingsmenn Mr. Pattlsons á: ekki að- eins að sækja kjörstað og greiða honttm atkvæði sitt, sem er sjálfsagt, heldur einnig að beita áhrifum sin- ttm að því að hann verði kosinn með meira atkvæðamagni en nokkurntíma fvr. Leslie, Sask., 23. mai 1929. X’h. Guðmundson. Heimboðin 1930 Hér í blaðinu hefir áður verið skýrt frá því, að forsetar Alþingis buðu þingum ýmissa ríkja að senda hingað einn eða þrjá fulltrúa á þús- und ára hátíð Alþingis 1930. Meðal þeirra þinga, er slíkt heimboð fengu. var hið fornfræga þing á eynni Mön. Hefir þing það staðið ómunatíð og hefir verið háð nteð svipuðu fyrir- komulagi og Alþingi hið forna. Það- an var boðið einum manni. Er ný- lega komið svar frá þinginu. Þakk- alðii jJað kurteislega heimboðið, en spurði hvort það mætti ekki senda þrjá fulltrúa. Hafa forsetar Al- þingis svarað á þá leið, að þeir teldu landinu lieiður að því, ef þingið í Mön vildi senda hingað þrjá menn á Alþingpshátíðina. — Mbl. Strandvarnarskipið “Ægir” Strandvarnarskipið íslenzka, sent nú er í smíðum hjá Burmeister and Wain hljóp af stokkunum á sumar- daginn fyrsta. Kona Jóns Svein- björnssonar konungsritara skýrði skipið og hefir því verið gefið nafn- ið “Ægir.” Mælti hún jafnframt til þess, að skipið mætti verða landi og lýð til blessunar. Bondegaard forstjóri mælti fyrir minni Islands, en Jón Krabbe skrifstofustj. fyrir minni ski pasm íðastöð vhrinnar. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið til reynslufarar í ’.ok júnímánaðar. —Tíminn. Opið bréf til hr. G. T. Athelstan, Minneapolis. Portland, Ore., 14. maí, 1929. Kæri Mr. Athelstan:— Eg sé, niér til leiðinda, að þér hafið komist í uppnám út af nokkr- um meinlausum og hversdagslegum athugasemdum, sem ég setti fram í bréfi til ritstjóra Heimskringlu. Eg held að þér takið yður þetta allt of nærri. Eg leg'g þann dóm á, sam- kvænit beztu samvizku, að Sigfús Halldórs frá Höfnum hugsi ljósast og sé læzti ritstjórinn, þeirra manna, er komið hafa fram i islenzkri blaða- mennsku vestanhafs. Þér eruð mér ósammála, en hvers vegna að rífast um það ? Eg játa, að ég sé ekki mikið að- dáunarvert við ‘’booster-sálinaj’ eins og ég sé hana vanalega hegða sér. F.g ber langt um meiri virð- ingu fyrir manninum, sem leitar sann leikans í einlaagni, og segir hann æðrulaust, heldur en fyrir þeim manni, er eilíflega gengur hipp-hipp- húrrandi. um það, að þetta sé bezta landið í læztu veröldinni, er nokkurn tíma hafi verið til. Sannleikurinn vinnur aldrei mein. Ef illa e r á- statt, ættum vér að vita það, svo vér getum kippt þvi í lag. Ef vel er á- statt, þá ættum vér samt að reyna að bæta það enn meira. Ekki dáist ég heldur að þeim anda, seni einkennir 100% manninn. Eg hygg í einlægni, að af þessu 100% sálarástandi séu 98% hræsni og faríseaháttur. Sannur föður- landsvinur stendur ekki á strætis- liornum, galandi um föðurlandsást sína, fremur en góð móðir rásar um allt til þess að stæra sig af því hve mikið hún elski börnin sín. A hinn bóginn hefir óþokki aldrei leitt stúlku í glötun, án þess að sverja - fyrst að hann elski hana. Ojg hef- ir ekki hrópið um “100% Atneri- kana” verið notað sem hjúpur yfir hverja hugsanlega tegund opinberrar óráðvendni, og af þeim sterkari til ^ þess að rýja hina veikari ? Reið ekki William Hale Thompson, við- bjóðslegasti óbótamaður, er það sæti hefir skipað í Ghicago, aftur til valda við herópið: “Ameríka fyrst!”? Er ekki sama hræsnisópið grenjað á móti hverjum hugsjónamanni, sem berst gegn hervaldsstefnu og fyrir heimsfriði, eða á móti því að sálar- lausir prangarahagsmunir nái ýfir- ráðum í landinu? Föðurlandsást- in er ekki lengur síðasta hæli þorp- aranna. eins og Samuel Johnson sagði, heldur leita þeir nú þangað fyrst. Það virðist hafa íengið töluvert á yður að ég fæ ekki aðdáunarkrampa yfir vélamenningu ntitímans. Það skortir illa ýmsar frekar nauðsynleg ar skilgreiningar í mál yðar, og þér blandið sumum atriðunum býsna ó- heppilega. Sérstaklega slysalegt er það, að þér skulið ráðast svo á upp- fræðslu í sömu greininni er þér há- lofið vélamenninguna. örlítil í- hugun, sem ég býst við að þér séuð fær um, myndi hafa jgiert yður ljóst, að án tæknifræðslunnar, er menn öðlast í skólunum, sérstaklega við hinar æðri mentastofnanir, gæti véla menning vor ekki staðið degi leng- ur. Eg játa það, að þau ummæli mín, að engin vél hefði verið fund- in upp, er skapaði i oss dyggðir, voru mjög hversdagsleg, — svo hversdagsleg, satt áð segja, að hver meðalgreindur 12 ára drengnr hefði átt að skilja við hvað ég átti. En úr því að það virðist hafa farið fram hjá yður, skal ég endurtaka það með öðrum orðum. (Framh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.