Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 6
6. BÍLAÐBÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 29. MAÍ, 1929 í EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “In te speraverunt patres nostrl, Speraverunt et liberasti eos. Sancte deus, Ad te clamaverunt patres nostri, Clamaverunt et non sunt confusi. Sancta fortis." I Og síðan komu frá báöum flokkunum hin fögru orð, þótt vopnabrakið og fall særðra manna truflaði sönginn — “Ne despicias nos in tempore senectutis, Cum deficerit virtus nostra; Ne derelinquas nos. Sancte et misericors salvator, Amarae morti ne tradas nos.’’ Þannig stóðu þeir þéttir fyrir í bardag- anum. Húnunum hafði brugðið nokkuð, er þeir sáu þessar svörtu fylkingar nálgast. Öskur og djöfullegt hví var svar þeirra við "Media Vita.” Ellak skifti reiðmönnum sín- um og raðaði til reglulegs áhlaupk og bardag- inn varð hamslausari en nokkuru sinni áður. Húnarnir brutust bráðlega í gegnum þunn- skipaðar raðir St. Gall-munkanna og hófst nú áköf orusta í návígi. Styrkleikur átti hér við liðleika, þýzkt seinlæti við magyariska kænsku. Hegau-jörðin drakk í sig blóð margra góðra drengja. Tutilo sterki lá fallinn. Hann hafði hlaupið undir hest eins Húnans, dregið reiðmanninn af baki á fótunum, sveifl- að honum upp í loftið og slegið honum við stein, svo að heilinn lá úti; en augnabliki síð- ar stóð ör í gagnauga hins gráhærða lista- manns. Svo var, sem sigursöngur hinna himnesku hersveita færi um sært höfuð hans, en svo hneig hann dauður ofan á líkama ó- vinarins. Hinn slóttugi Sindolt afplánaði með dauðasári í brjósti margt hrekkjabragð ið, sem hann hafði gert félögum sínum; og Skotanum Dubslan kom það ekki að haldi þótt hann héti St. Minwialoiusi að ganga ber- fættur til Róm, ef dýrlingurinn verndaði hann nú — hann var líka borinn af vígvellinum með ör í hjartanu. Höggin féllu á hjálma eins og hagl á þakskífur. Moengal dró hettuna fram yfir höfuð sitt, svo að hann sæi hvorki til hægri né vinstri. Spjótið hafði hann mist. “Út með þig, Cambutta!” hrópaði hann harkalega og losaði kylfuna, sem hann hafði bundið á sig og ávalt hafði fylgt honum í bar- daganum. Hann stóð þarna mitt í ósköpun- um eins og þreskjari á þreskivelli. Reiðmað- ur hafði um skeið verið að leitast við að brjótast í gegnum fylkinguna. ‘‘Kyrie eleis- on!” söng gamli maðurinn og braut haus- kúpuna á hestinum. Reiðmaðurinn stökk léttilega af baki, ættlaði að höggva á hand- legginn á honum, en skeindi hann aðeins lítt. ‘‘Hæ!” hrópaði hann, “Það er gott að taka sér blóð á vorin. Gættu þín, skurð- læknir litli!” og hann lamdi með kylfunni eins og hann æltlaði að keyra mótstöðumanninn marga faðma ofan í jörðina. Húninn vék fimlega undan högginu, en hjálmur hans féll frá um leið, og kom, þá í ljós blómlegt andlit og féll hár um það, fléttað saman við rauð bönd. Áður en Moengal gæti höggið í annað sinn, hafði andstæðingurinn ráðist á hann eins og tígrisköttur. Ungt, blómlegt andlitið var fast upp að andlitinu á honum. Það var engu líkara en að honum ætlaði að veitast tækifæíri á gamals aldri til þess að smella kossi á rjóðar varir. En í þess stað var hann bitinn í kinnina. Hann brá hend- inni utan um fjandmanninn — og hélt þá utan um kvenmannsmitti! “Púli fjandi!” hrópaði hann. “Hefir helvlti spúið út kvendjöflum sínum líka?” En þá var hann aftur bitinn — á hina kinnina — til þess að ekki skyldu lögmál sam- ræmisins rofin. Hann hörfaði til baka; en áður en hann gæti hafið kylfuna til höggs, var Erika komin á bak mannlausum hesti, sem fram hjá hljóp, og reið skellihlægjandi í burt — hvarf eins og draumur, sem er fokinn út í veður og vind um leið og haninn galar í morgunsárinu. Spazzo hafði forystu fyrir flokk manna úr landvarnarliðinu á miðjum bardagavellin- um. Það hafði átt vel við hann er fylkingar sigu fyrst saman, en hann tók að þreytast dálítið, er orustan virtist aldrei ætla að taka enda o gmenn héngu hver á öðrum eins og hundar á hirti á dýraveiðum. Því var líkast sem einhver draumaværð félli á hann þarna mitt í hættunni og háskanum, og hann skókst ekki fyr upp úr hugrenningum sínum, en mað- ur reið fram hjá o greif af honum hjálminn. En þegar sami náunginn færði sig upp á skaft- ið og ætlaði að rífa af honum skikkjuna líka, þá hrópaði hann æfareiður — ‘‘Hefir þú ekki fengið nóg, skotmaður fjandans?” Og hann stakk um leið svo hatramalega til hans með löngu sverði sínu, að hann negldi Húnann í gegnum fótinn við hestinn. Spazzo ætlaði sér að veita hon- um banahöggið tafarlaust, en þegar honum varð litið framan í manninn, þá sá hann, að hann var svo óvenjulega ljótur, að hann á- kvað að taka hann heim til húsmóður sinnar eins og lifandi minjagrip um atburðinn. Hann tók því Særða manninn til fanga. Húninn hét Cappan, og þegar honum skildist,' að hann ætti að halda lífi, þá hneigði hann höfuð sitt fyrir Spazzo sem tákn undirgefni sinnar og tvær raðir af skínandi hvítum tönnum komu í ljós, er brosgrettu brá á andlit hans af gleði. Hornebog hafði forystu fyrir flokki sín- um, er réðist gegn bræðrunum frá Reichen- au, og hér fékk dauðinn mikla uppskeru. Klausturbræðurnir sáu aðeins glitta í klaustur veggina handan yfir vatnið, og það varð þeim áminning að beita öllu því, er þeir áttu til; og margur Húninn komst að raun um, að hann var staddur í svabisku landi, þar sem þung högg eru ekki sjaldgæfari en jarðarber í skógum þess. En fylking bræðranna þyntist einnig. Skrifarinn Quirinus fékk fyrir fullt og allt hvíld frá ritkrampa þeim, sem valdið hafði því, að spjótið hristist í hendi hans. Skammt frá honum lá Wiprecht stjörnufraöðingur, Kerimold, snillingurinn við fiskiveiðar, og Wittigowo byggingarmeistarinn — hver má lýsa þeím öllum, þessum nafnlausu hetjum. er létu þann dag lífið sem sigurvegarar? En einum munkinum varð Húna-ör til góðs, og var það bróðir Pilgeram. Hann var fæddur í Köln við Rín og hafði komið með þekkingarþorsta sinn og heljarmikinn hálseitil til eyju St. Pirmins og þar var hann talinn einn lærðastur og guðhræddastur allra munk- anna. En hálseitillinn jókst og olli honum slíks þunglyndis yfir Siðfræði Aristotelesar að Heribald sagði oft við hann, fullur af samúð: “Pilgeram, mér lízt ekki á þig!” ‘‘En í orustunni tókst svo til að ör var skotið í gegnum ofvöxtinn í hálsinum. “Verið sælir, æskuvinir!” sagði hann og hné til jarð- ar. En sárið var ekki banvæ/nt, og hann fann til mikils léttis bæði í höfði og hálsi, þegar hann vaknaði aftur úr yfirliðinu, og frá þeirri stundu lauk hann aldrei aftur upp bók eftir Aristoteles. Umhverfis merki St. Galls hafði drengi- legt lið safnast. Rlökku veifurnar blökktu enn út frá mynd hins krossfesta, en baráttan var áköf. Ekkehard uppörvaði félaga sína með orðum og eftirdæmi að hopa ekki, en Ellak sjálfur var fyrir atlöguninni. Búkar dauðra hesta og manna lágu um allan völlinn í hræðilegri þvögu. Sá sem lifði eftir þann dag hafði áreiðanlega gert skyldu sína, og þar sem allir eru hugrakkir, er ekki hægt að ágæta eina dáðina framar öllum öðrum. Sverð Burkhards lávarðar fékk nýja blóðskírn, en Ekkehard reyndi árangurslaust að brjótast fram til þess að ná til Ellaks, foringjans. Þeir höfðu ekki skifst á nema fáeinum högg- um, er alda orustunnar gerði þá aftur að- skila. Krossinn var þegar tekinn til að riða undan stöðugri skothríð, er undrunarópi laust upp um alla fylkinguna. Tveir óþekktir reiðmenn í einkennilegum herklæðum komu ofan af hæðinni, sem Hohenfridingen-turn- inn er á. Sá er framar reið, var afar mikill fyrirferðar og sat þungt í söðli sínum. Skjöld- ur hans og herklæði voru forn að útliti, en sjá mátti, að hvorttveggja var slegið með gulli, er glitraði á, og bar það vott um, að eigandinn væri af tignum ættum. Gullborði var um hjálm hans og stóð fjaðraskúfur upp úr hjálminum. Skikkjan blakti frá í andvar- anum; hann hélt spjótinu hátt og líktist mynd frá öðru tímabili. Einmitt á þennan hátt hafði myndin af Sál verið teiknuð í sálmabók Fólkards, er hann hélt af stað á móti Davíð. Rétt við hlið hans reið félagi hans, árvakur við að gæta og vemda húsbónda sinn, dyggur lénsmaður. Meðal hinna kristnu hófst ópið: “Þetta er Mikael erkiengill!” og það hvatti þá til nýrrar atlögu. Það blikaði á herklæði hins ókunna reiðmanns í sólskininu — eins og það væri fyrirboði um sigurinn. Eftir fáein augnablik vom báðir komnir í bardagann. Sá, sem gullbúna hjálminn hafði, virtist svip- ast um eftir andstæðing, er sér væri sarnboð- inn. Hann þurfti ekki lengi að leita. Skörp augu Ellaks höfðu ekki fyr séð hann, en hann snérist gegn þessum nýja fjandmanni. Spjót ókunna riddarans misti marksins og skaust framhjá Ellak án þess að saka hann og sverð Húnans var á loft komið til þeSs að veita banahöggið, er hinn tryggi þjónn varpaði sér á milli þeirra tveggja. Sverð hans náði eigi nema til hests Húnans, hann beygði höfuðið fram og tók við högginu, er húsbóndanum var ætlað. Sverðið skarst langt inn í háls- inn og dauðinn tók hinn dygga þjón. Hestur Ellaks féll til jarðar, en dynkur- inn af fallinu var naumast dáinn út, er Ellak stóð aftur á fótunum. Hinn ókunni riddari hóf upp kylfu sína til þess að mola á honum höfuðið. En Ellak stóð með vinstri fótinn fast á hestskrokknum og þreif um handlegg- inn á andstæðingnum og hélt honum frá sér, jafnframt því sem hann reyndi að velta hon- um af baki. Og nú hófst glíma milli þessara kappa, og þeir, sem umúverfis stóðu, létu snöggvast niður falla falla sitt blóðuga verk, til þess að geta horft á þá. Ellak tókst að vinda hendina svo til, að hann gat náð í rýtinginn, sem hékk við hægri hlið hans, samkvæmt venju Húna, en meðan hann var að bregða honum kom kylfa and- stæðingsins hægt en þungt í höfuð honum. Ellak stakk með rýtingnum, brá síðan hend- inni upp að enni sér, sem blóðið streymdi mikið úr, riðaði til baka yfir hestinn sinn og tók síðustu andköfin. “Sverð drottins og St. Mikaels!” hrópuðu munkarnir og mennirnir úr landvarnarliðinu, og gerðu nú' síðustu áköfu atlöguna, með riddarann í gullnu herklæðunum í farar- broddi. Fall foringja Húnanna hafði slegij þá ótta; þeir snéru undan og flýðu — flýðu í vonlausri óreglu. Skógarkonan hafði tekið eftir því, að bardaginn var að snúast í óheillavænlega átt. Hestar hennar stóðu albúnir með aktýgjum. Hún sendi munkunum, sem alltaf voru að færast nær, síðasta illgjarna augnaskeytið, leit snöggvast upp til hæðanna, þar sem hún hafði eitt sinn búið, og reið svo eins hart og henni var unt í áttina til Rínar. Til Rínar! kvað við um allt meðal Húnanna á flóttanum. Sá sem síðast snéri við og örðugast átti með að fá sig til þess að hverfa frá Hohentwiel, var Hornebog. ‘‘Við sjáumst að ári!” hróp- aði hann storkandi, um leið og hann fór. Sigurinn var fenginn. En sá, sem þeir höfðu haldiö að væri Mjikael erkiengill sendur af himni á bardagavöllinn, lét höfuð sitt hníga fram á háls hestinum. Kylfan og taum- arnir féllu úr höndum hans. Ef til vill hefir stunga Ellaks verið orsökin, ef til vill hefír hann sprungið af mæði í bardaganum, hvað um það, hann var dauður maður, er þeir lyftu honum af baki. Þeir lyftu upp hjálm- grímunni. Ánægjubros hvíldi yfir þessu hrukkótta andliti — Höfuðverkur kvaldi aldrei oftar öldunginn í Heiðarhelli. Hann hafði fundið friðþægingu í sæmdardayða fy”- ir afbrot fyrri tíma, og fyrir þá sök var hann sæll er hann kvaddi. Svartur hundur rann fram og aftur í valnum til þess að leita að einhverju, og hætti ekki fyr en hann fann líkama öldungsini Hann rak upp aumkunarvert spangól, lagðist niður við hlið hans og sleikti enni hans. Ekke- hard stóð hjá með tárin í augunum og bað fyrir sál hins látna manns. Sigurvegararnir bundu grenihríslur hjálma sína og gengu heim aftur til kastala fylktu liði. Eitt hundrað, áttatíu og fjóri; höfðu fallið úr liði Húnanna um daginn, af landvarnarliðinu níutíu og sex, átján af Reich enau-bræðrum, tuttugu frá St. Gall, auk öld- ungsins og Rauching, þjón hans. Moengal batt um kinnina á sér, ráfaoi um valinn með kylfuna í hendi í stafs stað. “Hefir þú ekki fundið Húna á meðal þeirra, sem er í raun og veru kvenmaður?” spurði hann einn af þeim tólf munkurn, sem höfðu verið skildir eftir til þess að gæta vals- ins. , / "Nei,” var svarið. "Jæja, ég má þá eins vel halda lieim,” sagði Moengal. 15. KAPÍTULI Hadumoth Það var að daga. Löng og þreytandi hafði nóttin verið fyrir varðmennina, sem sátu yfir h'kunum á vígvellinum. Það var sem einhver skelfing lægi yfir landi og þjóð. ‘‘Drottinn miskunni sálum vorum!” Veikt á- kall varðmannanna rauf eitt hina sligandi þögn sléttunnar. “Og leysi þær frá kvölum hreinsunareldsins!” var svarið frá félögunum sem sátu í hnappi við varðeldana í skógar- jaðrinum. Djúpir skuggar næturinnar huldu lík hinna föllnu, eins og himininn af náð sinni vildi hylja verk mannanna. Skýin söfnuð- ust saman í aftureldingu, eins og þau gætu heldur ekki þolað að horfa á sjónina. Önnur komu í staðin, flýðu líka, urðu að einkenni- legum, furðulegum myndum og formum —■ allt breytist og er hvíldarlaust í dauðanum einum er varanlegur friður. í valnum lá allt kyrt, vinir og fjandmenn, hver við annars hlið eins og þeir höfðu fallið í bardaganum. Varðmaður sá eitthvað hreyfast á orustu vellinum, litla veru, eins og væri það barn. Hún beygði sig niður, rétti sig svo upp, gekk dálítið áfram, beygði sig aftur niður, og hélt svo áfram að ganga fram og aftur. Varð- maðurinn þorði ekki að kalla á þetta, hann stóð eins og heillaður. “Þetta hlýtur að vera engillinn, sem set- ur merki á enni hinna dánu, svo að þeir þekk- ist, er andað verður á beinin, og þeir lifna við aftur og standa á fætur, hin mikla hersveit upprisunnar,” hugsaði hann með sjálfum sér og minntist orða spámannsins. Hann gerði krossmark fyrir sér, en þegar hann leit upp aftur var myndin horfin. Þegar birti komu nokkurir menn frá kastalanum, að boði hertogafrúarinnar, til þess að losa munkana af verðinum. Simon Bardó var ekki allskostar ánægður með þessa ráðstöfun. ‘‘Sigur er ekki nema hálfur sigur, sé hon- um ekki fylgt eftir; vér ættum að elta óvin- ina, þar til þeir eru allir upprættir,” sagði liann. En munkarnir kröfðust þess að snúa við vegna páskahátíðahaldanna, og hinir mæltu— ‘‘Við yrðum að ríða langt áður en við ná- um þessum náungum á þeirra skjótu hestum. Þeir komu og við brytjuðum þá niður; komi þeir aftur, þá skulu þeir aftur fá launað lamb- ið gráa. Vér eigum hvíld skilið eftir verk- ið í gær.” Þess vegna var ákveðið að grafa hina föllnu fyrir sólarupprás á páskadag. Bændurnir sóttu jarðhögg og rekur og grófu tvær stórar gryfjur. Öðrumegin við orustusvæðið var gryfja, þar sem möl hafði verið tekin. Þeir víkkuðu hana þar til hún var orðin að rúmgóðum hvíldarstað, fluttu líkin af Húnunum þangað, flettu þá herklæð- um og vopnum, og var það mikið herfang. Skrokkunum var fleygt ofan í gryfjuna hverj- um af öðrum, eins og þeir bárust að — var það voðalegt samsajfn af lausum Iimum, hestaskrokkum og manna í einni þvögu. Þannig lilýtur að hafa litið út, er uppreistar- englunum var varpað til vítis. Þegar gröfin var nærri því full, kom einn grafarinn með mannshaus í hendinni, haus, sem klofinn hafði verið í tvennt og sást grimdarsvipurinn enn á andlitinu. “Þetta tilheyrir heiðingj- unum,” hrópaði hann; ‘‘það getur sjálft leitað að búk sínum!” og hann fleygði því í hrúg- una. Er leitað hafði verið um allan valinn og ekki var hægt að finna fleiii Húna, var gröf- in þakin. Engin viðhöfn var við þessa jarð • arför; ekkert nema bölbænir fylgdu líkunum er þeim var varpað ofan, og hrafnar og rán- fuglar flugu umhverfis með krunki og gargi. Fuglarnir, sem hreiður áttu á sillunum í Ho- henkraenibjörgunum voru allir komnir, og einnig hinir, sem höfðust við í toppum furu- trjánna. Haukur Möengals var meðal þeirra, og þeir höfðu sýnilega komið til þess að he“ja mótmæli gegn því að vera rændir á þennan hátt sínum réttmæta feng. Moldarhnausar og möl féll með dynkjum ofan í gryfjuna. Því næst kom djákninn frá Singen með ker hins vígða vatns. Hann sökti því í grafar- mynnið til þess að særa burtu illa anda og til þess að halda hinum framliðnu útlendingum í friði í erlendri mold. Veðurbörnum steinhnullung, sem oltið hafði ofan í dalinn endur fyrir löngu úr Ho- hentwiel-björgunum, var velt á gröf Hún- anna. Síðan yfirgáfu verkamennirnir stað- inn með hryllingi og tóku til þess að búa aðra gröf, g nú fyrir sína eigin landsmenn. Alla sem af klerkastétt höfðu verið, átti að grafa í kirkjunni í Reichenau. Næsta dag í sama mund og orustan hafði hafist daginn áður, hélt sorgarfylking af stað frá Hohentwiel. Þarna voru mennirnir, sem sigrað höfðu fjandmennina. Þeir fylktu liði eins og til orustu, en nú gengu þeir hægum fetum og var merkið svart, er fyrir þeim var borið. Og svartur fáni hékk frá varðturni kastalans. Hertogafrúin reið ásamt með þeim, föl og alvarleg og í dökkri skikkju. Munkarnir, sem látist höfðu, voru bomir á trjám að gröfinni miklu, svo að þeir gætu einn ig notið árnaðarorðanna, sem töluð yrði yfir félögum þeirra í bardaganum. Þegar síðustu tónar helgiáöngsins voru þagnaðir, gekk Waz- mann ábóti að opinni gröfinni og mælti fram kveðjuorðin og vottaði þakklæti þeirra, sem eftir lifðu, til þessara níutíu og sex, sem hér lágu svo fölir og kyrlátir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.