Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.05.1929, Blaðsíða 5
hluta á þingi, þó aS hann sé eigi nauösynlega fulltrúi meirihluta at- kvæöagreiöenda, sem ræöur lofum °g lögum og kýs ráöuneytiö úr sin- um eigin hóp, án nokkurs tillits til hæfileika eöa kosta. Þingtíminn er að mestu notaöur til þess að rífast og tefja og hamla. Flokkurinn í valdasessi notar alla króka og allar þær stööur sem í hans valdi er, til að skipa í hollum flokksmönnum og auka vinfengi sitt. Þau kjördæmi, sem dirfast að vera svo frjáls, að senda á þing mann, sem eigi er brennimerktur flokksmaður, eru sett út undan meö vegabætur og opinber fyrirtæki. Það eitt ætti að nægja til þess að fordæma flokkana. Vér erum allir skattgreiðendur jafnt, í hvaða kjördæmi sem er, og það, aö dirfast aö draga frá þeim kjördæm- um þeirra réttmæta hlut af fjár- framlölgjum samkvæmt skáttgreiðlsiu, og bæta honum í önnur flokksholl- ari, er ósvífni, og sýnir ljóslega, að eigi er hugsað um hag þjóðheildar- innar, heldur hag flokksins. Svo rammbyggilega er búið um sig af flokkunum, með því að ná haldi á öllum blöðum sem alþýða les, að frjálslyndra skoðana gætir varla. Þeir skapa með blöðunum fylgi við sig, en hatur og ótraust til hinna, og horndraga alþýðu í æsingu og blint fylgi, unz loku er skotið fyrir greini- lega hugsun og óháða ályktan um velferðamál, en alþýðan notuð sem peð á taflborði flokkanna. Eigi er hægt að ímynda sér á- hrifameiri aðferð til þess að setja hvern upp á móti öðrum; og hver er tilgangurinn og hvað er takmarkið? Eru þessar aðferðir í áttina til þess að bæta þjóðfélags-fyrirkomulag og fneinsemdir ? Nei, tilgangurinn er auðsær. Það hafa aldrei verið &erðar neinar varanlegar umbætur nieð því fyrirkomulagi. Fyrir 50 arum siðan börðust liberalar fyrir frjálsri verzlun, og vér erum eigi nær því nú en vér vorum þá. Agnes MicPhail segir um flokkana: “Lib- eralar hafa ætið verið falskir réttum hugsjónum, en conservatívar 'trúir fölskum nugsjónum.” Sambandsflokkarnir og fylkisflokk- amir eru eitt pg hið sama, og rófan hérna dinglar, þegar hausinn geltir * Ottajwa. f*að hefir verið lænt á það af tnótstöðumönnum vorum að vér vær- um flokkur og yrðum engu betri ef til valda kæmumst, en þetta er>eigi rétt, þvt þó vér höfum samband pg samvinnu þá er það í því augnamiði að koma málum vorum í framkvæmd, og ein af aðalstefnum framsóknar- manna er að eyðileggja flokkshug- tnyndina. Hver og einn framsókn- armaður er frjáls að koma fram á þingi, sem erindsreki þess kjördæm- 's, sem sendir hann, og fylgja fram þeim málum, sem honum er áhugi á. Erjálst samband með frjálsar jafnað armanna hugsjónir. Einnig er það stefna vor, að öll fjárframlög til kosnigabaráttu, séu gerð opinber í blöðunum, pg að alþýðan leggi til þá peninga, sem kosningabaráttan hefir í för með sér, eins og nú er. Hvaðan pólitízku flokkarnir fá alla þá peninga sem þeir ausa á báða bóga í kosningum, vitum vér eigi nema lítillega, en þar leggja i auð- félög og brennivínssmyglar, sem sjá sér einhvern hag í þvi og vilja nota stðan stjórnina til að kúga þjóðina, Pg er þetta einn stórþáttur í ójafnað arkeðju flokkanna. Vér viljum vinna að þjóðarnýt- mgu á öllum auðsuppsprettum lands tns; að rikið starfræki námur, rafafl, skóga og hvað annað, sem til heilla er fyrir þjóðfélagið í heild sinni; að útiloka auðfélög og gróðabralls- tnenn frá því að ná tökum á auðs- uppsprettum landsins, til að kúga oig sjúga mer,g og blóð úr alþýð- unni. Brjálæði er það næst, að sjá hvernig stjórnirnar hafa gefið hurtu skógana, námurnar, landið og fossaaflið. Sannar það með öðru auðvaldsstefnu flokkanna. Að styggja auðfélögin og stóreignamenn með nokkrum lagabreytingum eða stefn- uni þeim í óhag, kemur aldrei ti! tnála! Jafnaðarmanna umbótahreyf 'ng nær aldrei framkvæmdum fyrir þe*rra tilstyrk. Fyrir nokkrum árum skipaði stjórn in landbúnaðíarlánsnefnd, “Farm Loan Board,” og með því átti að gera bændum mögulegt aö veðsetja lönd sín við lægri og lengri skil- mála, heldur en að hægt væri að fá hjá privat lánfélögum. Lítið hefir veriö gert að því að þetta yrði að gagni; ekki skal styggja prívat blóð- sugurnar, og þvi segir stjórnin að eigi séu til peningar. En ef bændur vildu nú leggja fram féð sjálfir, nú, þá auðvitað geta þeir fengið það aftur, sem lán með rentu! Samvinnumálum og samvinnufyrir- tækjum til heilla fyrir alþýðu viljum vér vinna að af heilum hug. Vátrygging og lífsábyrgð undir urnsjón stjórnarinnar: Mætti rita mikið mál um þessi atriði og einn- ig viðvíkjandi almenningsheilbrigði, brautargerð, o. s. frv. En flokkur- inn hér við völdin sér svo um, aö kosningar séu haldnar á þeim heppi- lega tíma, þegar vér bændur eigum óhægast nieð að sinna þeim máluni. Hafa þó bændafélögin farið fram á það að eigi væru hafðar kosningar í vorvinnu, né um uppskerutíma. En oss er markaður bás, og þeir vita það, að fram að þessu hefir það ver- ið hægðarleikur með flokkabeizlið i munni að stjórna skepnunni! * * * Eg enda þessi orð min hér með því að skrásetja hér, með yðar leyfi, herra ritstjóri, stefnuskrá vora, framsóknarmanna í Saskathevvan við þessar kosningar: VJER STEFNUM AÐ 1. Jafnrétti fyrir alla, sérréttiudum fyrir engan. 2. Ábyrgri fnlltrúastjórn mcð; (a) Tilnefningu og kjöri þing- mannsefna með kjördæmasjálfstjórn. (b) Samvinnustjórn. (o) Lögákveðfmm kosningatíma. (d) Auglýsingaskyldu um alla kosningasjóði. (e) Hlutfallskosningum (Pre- ferential Ballot). /3. Ráðvandri og framki’ccmda- samri stjórn mcff: (a) Ströngu eftirliti fjármála hins opinbera. > (b) Embættaskipunum án tillits til pólitizkra skoðana. (c) Afnámi stjórnarflokksíviln- unar. (d) Strangri sparsemi í stjórnar- framkvæmdum án þess þó að koma í bága við öflugar framkvæmdir. (e) Opinberum samningstilboðum um opinber verk. (f) ,’ 1 i Gasolíuskatti til þjoð.vega- gerða og viðhalds. 2. Ökuleyfi, igegn jafnri borg- un (flat rate basis) í skrásetningar- augnamiði eingöngu. (g) Fækkun dómhéraða, jarða- skrásetningarhéraða og kjördæma. (h) Skila starfi gæzlumanns hins opinbera (Official Guardian) í hend- ur dómsmálaráðuneytisins. (i) Koma allri kjörgæzlustarf- semi undan áhrifum pólitízks flokks- gengis. 4. Viffurkcnning á mikilvagi at- mnnugreina í Saskatchewan meff: (a) Nota lánstraust fylkisins til þess að efla aðal atvinnugreinar vor- ar. (b) Endurskipun búlánanefndar- ínnar á viðskiftagrundvelli, lausri við pólitízk áhri.f, nfeð nægjilegu fjármagni til þess að koma á al- mennri vaxtalækkun er um jarðaveð setningar ræðir. (c) Efling og aðstoð almennra samvinnutilrauna. (d) Verulegri lækkun á kostnaði við að stunda nám við landbúnaðar- háskóla Sask.-fylkis, í því augna- miði að gefa hverjum pilti og hverri stúlku færi á því að öðlast tilhlýði- lega þekkingu á visindalegum land- búnaði. (e) Að létta tilhlýðilega undir með visindalegri rannsóknarstarf- semi. 5. Auffsuppsprettur. (a) Tafarlausri endurheimt auðs uppsprettna fylkisins, ásamt endur- gjaldi fyrir jarðnæði og auðsupp- sprettur, er frá því voru teknar og: 1. Eignarhaldi á endurheimtum auðsuppsprettum og virkjun þeirra í þarfir almennings. 2. Eignarhaldi, eða yfirráðum á opinberum fyrirtækjum og starf- rækslu þeirra í þarfir almennings. 6. Góffir vegir í Saskatchewan. (a) Skipuleggja þjóðvegastefnu, er laus sé frá öllum trafala og mis- beitingu til flokkshagsmuna með: 1. Að skipa allri ábyrgð á þjóðvega- skrifstofuna, með tilliti til allra þjóð- vega, er teljast til þjóðvegakerfis fylkisins, hvort sem þeir eru endur- bættir eða ekki. 2. Afnámi vegveitingafyrirkomu- lagsins. 3. Skipa helztu markaðs og flutn- ingsbrautum undir ráðsmennsku sveitarstjórnarmanna, og skapa tekju- lind, er miðist við erfiðleika braut- argerðanna og umferðamagnið. 7. Fullkomnu tœkifcrri til frœðshi fyrir alla pilta og stúlkur i Sask. (a) Endurskoðun 'fræðslumáJa- kerfis fylkisins og hagsmunalegum þörfum fólks vors. (b) Að skipuleggja innan fylkis- ins hæfa kennarastétt, fasta í sessi. c) Halda frá alþýðuskólum vor- um öllum trúflokksáhrifum og leggja aukna áherzlu á siðferðilegt upp- eldi. 8. Almennri hcilbrigffi. Viðurkennipgu á því, að heilbrigði alþýðu sé aðal undirstöðuatriði far- sældar fylkisbúa og að ábyrgð i því efni hvíli á stjórninni. (a) Að koma upp heilbrigðis- stofnunum, þar sem læknisslkoðun fari frani ókevpis. (b) Ihuga, sem fyrst að koma upp sjúkratryggingarkerfi á vegum fylk- isins með tillagi einstaklinga. (c) Vönun (sterilization) fá- bjána (niental defectives). 9. Sa nda gs-vá t ryggin gu. 10. Ókeypis tögfrcrffislciðbciningu. 11. Afnám cinkahagsmuna mcff til- liti til brnggunar og sólu áfengra drykkja. (a) Ráðsmennsk'u og eignarhaldi stjórnarinnar á öllum áfengisbrugg- húsum, meðan fylkisbúar eru með- mælti' sölu áfengra drvkkja. (Ib) Algerðu áfengisauglýsinga- banni ínnan fylkisins. 12. In nflutningastefuu, cr tryggir viffliald brczkra stofnana og hug- sjóna, 13. Vér trúum á vísindalega skipu- lagningu landnáms í fylkinu, Thórhallur Bárdal. Wynyard, Sask. Þjóðmenning og Þjóð- félagsmein MOLAR AF BORÐUM CHICAGO ISLENiDINGS ---eftir-- SÖREN SÖIRENSON Errare humanmn cst. (Það er mannlegt að skjátlast). “Til eru tvær öfgar, þér bræður, sem sá verður að forðast, er kosta vill kapps um að öðlast lausn. Ann- ars vegar er þráin eftir fullnæging fýsnanna. Hún er lág, lítilfjörleg, óvirðuleg og ósæmandi. Það er leið heimshyggjumannsins. Hins vegar eru sjálfspintingar og mein- lætalif. Það er hryggilegt, kvala- fullt og tilgangslaust. Leiðin, sem er bil beggja og boðuð var af Tatha- gata, sneiðir hjá þessum tveim öfg um, opnar augun, veitir innsæi og liggur til frelsis, til fullkomnunnar,” Klausa þessi er tekin úr Benares- ræðu Meistarans Buddha. M,unu margir við hana kannast, er kynnt hafa sér siðfræðikenning þessa forna fræðara. Gotama Buddha lagði á lierzlu á hina áttföldu leið eða hinn gullna meðalveg, sem flestir geta rætt um, en fáir fá ratað, og eigi myndu það nein býsn þykja þótt ekki fyndust fleiri á honum, en rétt trúaðir í Sódómaborg forðum daga. Hugsandi mönnum hefir lengi verið Ijóst, að harla vandrataður sé hinn gullni meðalvegur. Hyggj'a sumir, að það sé til heldurs lítils, að kosta kapps um að feta hann. Því það sé ekki í valdi dauðlegra manna. Og, ef dæma má eftir reynslunni, þá virðist þessu í fljótu bragði vera þannig varið, þvi harla mörgum hættir við að vera æfinlega í öfgun- um öðru hvoru megin, að meira eða minna leyti. Veldur slíku sennilega meðfætt upplag manna almennt og tilfinnanlegur skilningsskortur á réttu og röngu, fögru og ófögru, sönnu og lognu, í daglegu lifi. En á hverja sveifina menn snúast eða hvoru megin öfganna menn eru, fái þeir sér ekki haldið við bil beggja og lifað í bróðerni, fer vafalaust all- mikið eftir “efnum og ástæðum,” þ. e. viðhorfi þeirra og persónulegri af- stöðu til hlutanna. Nú vitum við, að viðhorf manna er eins breytilegt og menninFir erlu margir. Engfr tveir menn eygja sama hlutinn frá liinu sama skynhæfa sjónarmiði,og eng ir tveir menn fá svarað utanaðkom- andi áhrifum nákvæml. á sania hátt. Valda því meðfæddir eiginleikar og mismunandi næmleiki skynjana og kenda, er af skvnjunum láta stjórn- ast. Má því varla við þvi búast, að allir geti haft nákvæmlega sömu skoðanir á hlutununi eða verið gjör- samlega óhlutdrægnir í dómum sín- um og fullyrðingum um menn og málefni. Það væri raunar til of mik- ils ætlast Qg ekki með öllu sann- gjarnt. En þá siðferðiskröfu má þó gera til þeirra manna, er telja sig vera leiðtoga á einhverju sviði og hafa miðlungs dómgréind, að minnsta kosti, til brunns að bera, að þeir séu sanngjarnir í dómum og gætnir í fullyrðingum, jafnvel þótt þeir geti ekki látið vera að vera hlutdrægir af persónulegum eða öðrum ástæðum. Sanngjörn hlut- drægni ? Er nokkuð það til, er gef- ið verður þetta heiti? Eða er unt að hugsa sér hlutdrægni án ósann- girni? Hví ekki það? Getur ekki atvinnurekandi unnið sjálfum sér og verið sanngjarn? Og getur ekki atvinnuþiggijandi hugsað um sinn eigin hag eins og hinn og verið sanngjarn. Vissulega. Sanngirn- in er hinn gullni meðalvegur. Hún er sú dyggð, sem viðurkennir sann- leikann, hvar sem hann birtist og hvernig sem hann kemur í ljós. F.n hve erfitt veitist ekki mönnum yfir- leitt að þroska hjá sér þessa dyggð ? Og hve oft hefir ekki skortur sann- girni kveikt blossandi bál í sálum manna, sem leitt hafa svo til sundr- unga, blóðsúthellinga og biturs hat- urs? Svo til nýlega vöknuðu landar hér vestra við “vopnabrak” í dálkum hinna vestur-íslenzku blaða. Hafði löndum tveim Ient saman í all-snarpa rimmu, sem fátítt er mjög meðal friðelskandi Islendinga ! Hafði kunn ingja mínum Halldóri Kiljan Lax- ness verið haslaður völlur af fyrver- andi ritstjóra Heimskringlu, O. T. Johnson. Mun ýrnsurn hafa orðið erft við þessa árás og ekki sízt H. K. L. sjálfum, sem orðinn er átrúnaðargoð margra sem rithöfund- ur og sem býst þar af leiðandi ekki við, að sér sé sagt til syndanna af mönnum, “sem ekki eru sendibréfs- færir,” hvað þá meir. En þetta, að íslenzkur Canadamaður, gagn- tekinn af íslenzkum hugsjónum og elsku til Fjallkonunnar gömlu, skul taka málstað Bandaríkjanna þegar þeim er hallmælt, og dirfast að lUi’úðStrýkjla” ung(an og “uppVax andi” ísl. rithöfund, fyrir ummæli hans um yngsta stórveldi í heimi, er í sjálfu sér allmerkilegt sálfræðilegt fyrirbrigði Qg harla eftirtektarvert. Víst er um það, að ekki mun O. T. Johnson hafa minni ástæður til að einblína á dökku hliðar þessa menningarlands og finna hvöt hjá sér til að básúma meðal íslendinga heima og heiman hve fólkið hér sé heimskt og “helviti skítt,” en Halldór okkar Kiljan, sem dvalið hefir hér i landi aðeins skamma hríð og þvi vart laus úr “deiglunni” ennþá, sem enginn útlendingur kemst hjá að knda í. Vel skil ég samt Halldór og dettur sízt í hug að hallmæla honum fyrir skrif hans, þótt betri hafi þau getað verið. Það mun líkt ákomið fyrir okkur “emigrönt- unum” úr fámenninu heiman af Is- !andi. Okkur hættir flestum við að vera nokkuð svartsýnir og dæma hlutina nokkuð einhliða, sem fyrir sjónir .pkkar bera. Valda því á- (Frh. á 8. bls.) Opið bréf (Frh. frá 1. síðuý. Eg sakast ekki við vélarnar, heldur við það, hvernig þeim er beitt, og við þann skilning, sem þakkar, eins og þér hafið gert mjög opinskátt, allar framfarir endurbættum vélum og aukinni framleiðslu efnivarnings. Æðstu verðmæti lífsins og sanna mikilmennska hverrar þjóðar er að finna í göfugri karlmennsku, bróð- urlegum kærleika og kristilegum dyggðum, en ekki í eignagnægtum eða í auknum færum á að framleiða þær og komast yfir þær. Eg veit að þetta er ekki í sam- ræmi við tilfinningar yðar, eins og svo greinilega kenmr í ljós í hinni mælskufræðikenndu spurningu yðar: “Er það ekki sama hungrið og sarni þorstinn eftir auðleggð og völdum, sem rekur okkur áfram nú á dög- um eins og fyrir tvö þúsund árum?” Sömuleiðis segið þér í sömu grein- inni um vélarnar: “I þessu liggur næstum öll framför mannkynsins.” Eg verð að segja það, góðurinn minn, að beiskustu aðfinnslur og ofsa legustu ádeilur, er þessir hatramlegu Ameríku-“féndur” eins og hr. Lax- ness og hr. Halldórs frá Höfnum, menn, sem ætti að tjarga og fiðra íyrir að troða svo blygðunarlaust fótum hinar 'fíngerðu tilfinningar boostera og 100% manna, hafa stefnt að amerískri nienningu, komast hvergi i námunda við það, að vera jafn banvæns eða mannskemmandi eðlis, eins og þessi ásökun, sem þér varpið framan í allt mannkyn. Sem Iietur fer, farið þér hér alger- lega villur vegarins. Maðurinn hef- ir tekið framförum í öðru en í fram- leiðslu efnivarnings. Mannúðleg- um hugsjónum og. bróðurlegum kær- leiksanda hefir stöðugt vaxið ásmeg- in. Lýðhollusta hefir risið og náð áhrifum um allar jarðir. Sífeldlega hefir farið vaxandi virðingin fyrir verðleikum og göfgi persónuleika mannsins. Lýðfræðslu-hugsjóna gætir um meira en hálfan heiminn. Viðhorf mannkynsins gagnvart börn- um hefir tekið ekki litlum stakka- skiftuni frá þeim tímum er foreldrar gátu borið börn sín út eftir geð- þótta. Eg gæti nefnt örmul annara dæma. Hefðum vér ekki þá stað- reynd að styðjast við, að mannkyn- ið hefir tekið þó nokkrum fram- förum, féí'agisllega og. siðferðislega, þá lægi i sannleika skuggalqgt við- horf framundan. Þess vegna er líka ásökun yðar urn það, að driffjöður mannlegs lífs sé hungrið og þorstinn eftir auð- leggð og völdum, algerlega ósönn. Fegurstu kvæðin hafa ritað, og stór- feldastar uppfyndingarnar gert, menn, sem aldrei litu eftir myntuðum launum, né öðluðust þau. Véla- menninigin, sem þér lofið slíkum há- stöfum, hdfði aldnei gietsatí átt sér stað, nema fyrir uppfyndingar slíkra manna, sem Newton, Volta og Fara- day —er aldrei litu til endurgjalds í þekkingarleit sinni, og aldrei þáðu jarðnesk fríðindi að launum. Þegar þér sögðuð, að ég kendi vélamenningunni um allt illt, og að hún væri slikur bjálki í auga mér, að ég sæi allt svart, þá var það ann- aðhvort ávöxtur af mjög fúnu skiln- ingstré, eða þá vísvitandi rangfærsla. En ef éjgi tryði augnablik yðar eigin staðhæfingum, þá yrði ég sannarlega svartsýnn svo um munaði. En eins og skoðunum minum er nú farið, hlýt ég að líta á staðhæfingar yðar sem ómengaða endileysu. Það eitt mark er á þeim takandi, að þær eru vottur um allt of algengt viðhorf, sem þakkar allar framfarir fram- leiðslu efnavarnings og eignarhaldi á stórkostlegum vélum. I þessu við horfi er áreiðanlega hætta fólgin. Mér leikur fyllilega eins mikill hugur á því til hvers vélarnar eru notaðar, eins og á eignarhaldinu á þeim. Eg kannast við þau þægindi, að geta sent grein til Heimskringlu alla leiðina frá Portland, Ore., til Winnipeg, á 14 klukkustundum með flugvél, en ég kemst ekki á bug við þá staðreynd, að samskonar vél, er fer jafn hratt yfir, getur flutt með sér endileysu-samsuðu frá Minnea- polis. Áreiðanlega hafið þér eitt- hvað lært af heimsstyrjöldinni um Nýrun hreinsa blótSiS. begar þau Bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga. gigt, lendaflog og margir abrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- fœra nýrun, svo þau leysa starf sitt. og gefa þannig varanlegan bata. BOc askajan alstabar. 134 háskann, sem felst í einhliða fram- förum á sviði efnishyggjunnar. Sú styrjöld var svo mannskæð, ng- svo langt á veg kominn að gereyða menn ingunni, af því að í henni var aðal- lega barist með vélum, og manndráp ir. voru skipulögð á grundvelli stór- framleiðslunnar. Önnur heims- styrjöld, með öllum þeim endurbót- um, sem gerðar hafa verið í sam- bandi við notkun eiturgastegunda, , hásprengjuefna og stærstu fallbyssu- tegunda, myndi sennilega leggja menningu vora í rústir. Vissulega tel ég uppfyndingu flug vélarinnar til framfara, hr. Athel- stan. En ég verð að verða var við nógu miklar framfarir mannfélags- lega til þess að sannfæra'mig um það, að hún verði aðeins notuð til skap- andi starfsemi. Ef einhver flugvél- in skyldi nú hella tíu tonnum af eit- urgasi yfir Minneapolis og gereyða öllu lífi í þeirri fögru borg, þá efast ég um það, að jafnvel þér mynduð deyja með blessunarorð á vörunum, í garð uppfyndingamannsins og verk- smiðjueigandans, er framleitt hefðu flugvélina. Mig langar til þess að drepa á tvö atriði enn, og þótt ég neyðist til þess að verða dálítið persónulegur, þá bið ég yður að móðgast ekki við mig, því ég ber engan kala til yðar qg met yður töluvert mikils. Þér endið grein yðar með því að biðja mentaða menn að draga ekki dár að yður. Finnst yður ekki frekar ó- viðeigandi að bera upp þessa bón í grein, sem er hrokaful! af athlægis- tilraunum, þótt af veikum megni séu gerðar; í grein, sem bætir úr fyndnis skortinum, með gnægð illgirninnar ? Þér gangið berserksgang gegn þótta og yfirlæti þessara mentuðu manna. En eruð þér ekki sjálfur sekur um langtum fyrirlitlegri teg- und stærilætis ? Eg á við það, að þér þjótið i opinbert blað með runu af kreddukenndum staðhæfingum um viðfangsefni, seni þér auðisjáanlega vitið nauða lítið um. Nú er ég sannfærður um það, að þér eruð mjög hæfur maður á því starfssviði, er þér hafið kosið yður. Þér hafið orðið að verja mörgum árum til nánis og starfa, svo að ég tali í sem viðtækastri merkingu, til þess að öðlast þá hæfni. Aðrir menn hafa varið mörgurn árum til þess að kynna sér mannfélagsfræði og siðmenningar sögu. Þessir fræðimenn myndu fullyrða allt sem allra varlegast um þau atriði, sem þér teljið yður full- færan að prédika um. viðstöðulaust, þótt þér hafið sennilega aldrei varið fullri klukkustund til þess að kynna yður þau að gagni. Það er ómögu- legt að áfellast yður fyrir það, að þér hafið ekki varið æfi yðar til þess að nema mannfélagsfræði; áhugi yð- ar, eða kringumstæður, hafa einungis beint kröftum yðar á annað starfs- svið. En það ber vott um hið hróp legasta sjálfsálit, er þér haldið að þér séuð fær um að ráða fram úr þessum flóknu vi^ffangsefnum, án, nokkurs náms eða þjálfunar, aðeins af magni hyggjuvits yðar. Þær gátur eru ekki svo auðleystar. Hafið þér nú mín ráð framvegis, er þörf- in knýr yður til ritstarfa, og kynnið yður fyrst nákvæmlega það viðfangs- efni, sem þér ætlið að færast í fang að gera lýðum ljóst, áður en þér setjið nokkuð á pappírinn. Með beztu óskum um framtíðar- gengi yðar við ritmennskuna, Yðar einlægur, Björn Jóhannson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.