Heimskringla - 05.06.1929, Qupperneq 1
Ágætustu nýtízku litunar og fatahreins
unarstofa í Kanada. Verk unnih & 1 degi
ELLICB AVE., and SIMCOK STR.
WinnipeK —!— Man.
Dept. H
XLm. ÁRGANGUR
^ FATALITUM OO HREINSUN
EUicc Ave. and Slmcoe Str.
Ojj^
Mul 372 M — tv»r llnnr
Hnttar hreliiHaftlr ok endurnýjatllr.
Betrl hreinsun jafnödýr.
NÚMER 36
WINNIPEG MIÐVíJKUDAGINN 5. JÚNf, 1929
Stjórnarskifti
Kosningarnar á Bretlandi snérust
í algerðan ósigur fyrir Baldwin-
stjórnina. Við næstu kosningar á
undan hófst hún til valda með tveim
þriðju hlutum allra þingsæta, en nú
liefir hún um 30 þingsætum færra en
verkamannaflokkurinn undir forystu
Ramsay MacDonald.
Alls eru 615 þingsæti i parlament-
inu brezka. Eru þau svo skipuð
tiú eftir kosningarnar að því er síð-
ast hefir frétzt:
.Verkamenn hafa 287 sæti
Conservatívar hafa 255 sæti
Liberalar hafa 57 sæti
Oháðir hafa 5 sæti
Bannmenn hafa 1 sæti
Övíst er um 7 sæti
* * *
Símað var frá London i gærdag,
að BaldWin forsætisráfíljerra hefði
fengið konungi i hendur lausnar-
heiðni sína, ag jafnframt lagt til, að
lconungur kallaði Ramsay MacDon-
ald á fund sinn, til þess að biðja
hann að mynda ráðuneyti. Undir-
<eins og Baldwin hafði lokið erindi
sínu kallaði- konungur, á Rams|ay
MiacD'onald og fól honum, að þvi
<er talið er, að mynda hið nýja ráðu-
neyti. Er talið víst, að MacDonald
muni verða við þeirri niálaleitan
konungs. Hefir hann þó ekki al-
gerðan meirihluta í þinginu; skortir
til þess 21 þingsæti.
Ekki vita nienn enn um hverja af-
stöðu Lloyd George muni taka, en
talið er víst að MacDonald nnmi
■ekki lita til þess áður en hann mynd-
ar ráðuneytið, þótt það verði auð-
vitað komið undir liberölum hvort
✓ fj Ramsay McDonald
3. Dreuanai myndar ráðuneyti.
hann situr skemur eða lengur að
völdum.
Sagt er að MacDonald muni ekki
verða búinn að skipa í ráðuneytið fyr
en í lok þessarar viku, og vita menn
auðvitað ekki með nokkurri vissu
hvernig ráðunevtið muni verða skip
að, en líklegast þykir að það verði
eitthvað á þessa leið; Philip SncAv-
den er talinn alveg sjálfsagður til
að igegna embætti fjármálaráðherra,
er hann gegndi áður í ráðunevti
MacDonalds. Arthur Henderson,
fyrverandi innanríkisráðiherra þykir
líklegt að muni verða skipaður utan
ríkisráðherra; J. B. Clynes, fyrver-
andi innsiglisvörður konungs og
varaforseti þingsins, er talið að muni
annaðhvort liljóta sitt gamla em-
bætti, eða innanríkisráðherrastöð-
una: Sankey dómari hákanzlaraem-
bættið; J. K. Thomas nýlenduráð-
herraembættið; Thomson lávar^ur
verða skipaðhr flugmálaráðlherra;
fræðslumálaráðherra Sir Charles
Tvevelyan; hermálaráðherra Arnold
lávarður .eða Hugh Dalton ; ráð-
herra fyrir Indland Olivier lávarður;
flotmálaráðherra Chelmsford lávarð-
ur, Right Hon. J. C. Wedgwiood eða
Benn sjóliðsíoringi; verkamálaráð-
herra Arthur Greentwood; ráðherra
fyrir Skotland Tom Johnson; heil-
brigðismálaráðherra Miss Susan
Lawrence, eða Miss Margaret Bond-
field, sennilega hin síðari; Les Smith
póstmálaráðherra, landbúnaðarráð
herra Noel Buxton; námaráðherra
Emanuel Shinwell. Einnig er talið
að sæti í ráðuneytinu muni fá Sir
Oswald Mosley og George Lansbury
ritstjóri verkamannablaðsins “Her-
ald.”
* * *
Fjórtán konur hafa náð kosningum
að þessu sinni, en alls buðu sig
fram 9. Þesar náðu kosningu. Miks
Edith P. Turberville (verkam.) ; Miss
Susan Lawrence (verkam.); Miss
Megan Lloyd George (lib.); her-
togafrúin frá Atholl (con.); Miss
Murgaret Bondfield (verkam.); Mrs.
Mary Hamilton (verkam.); lafði
Astor (con.); lafði Cynthia Moslev
(verkam.); Dr. Marion Phillips
(verkam.) ; Miss Ellen Wilkinson —
“Wee Ellen” (verkam.); Dr. Ethel
Bentham (verkam.); Iveagh greifa-
frú (con.); Miss Jennie Lee (verk-
am.); Miiss Eleanor Rathbone (ó-
háð).
* * *
Svo er að sjá sem ýmsir liberal-
ar kenni Lloyd George sjálfum um
ófarir flokksins við kosningarnar.
Hefir einn af fyrverandi meðlimum
ráðuneytis hans opinberlega skorað
á hann að segja af sér, af því að
flokkurinn þurfi öllu framar að fá |
sér “leiðtoga, sem njóti almennings-
trausts.”
Georg Bretakonungur varð 64 ára
að aldri 4. júní. Varð eigi svo
mikið um hátíðahöld sem skyldi,
því skömmu áður kenndi konungur
sér meins, þar sem ígerðin var í
brjóstinu á honum í vetur, og segja I
læknar hans að igerð hafi sezt þar !
að á ný. Hefir konungtir legið '
rúmfastur nú í nokkra daga, en ekki
telja þó læknar hans þetta hættulegt,
sem betur fer.
K A N A D A
Frá The Pas var símað í gærdag,
að þá um morguninn hefði skógareld
tir læst sig í landnemaþorpið Cran-
berry Portage, myndarlegasta og efni
legasta þorpið fyrir norðan The Pas
og lagt um helming þess í rústir.
Um 800 manns’ bjuggu í þorpinu. í
gærkveldi höfðu menn unnið bug á
oldinum í þorpinu sjálfu, en skógar-
oldurinn igeisar enn þar í kring og
eru menn hræddir um, að hann kunni
að ná í það sem eftir er af þorpinu
ef vindstaða breytist. Hafa skógar-
eldar geisað afskaplega á stóru svæði
á þessum slóðum í vor, og segir
þessi fregn, að fjöldi skógarelda sé
til og frá ennþá á þessu svæði.
Albert V. Westgate, er dæmdur
var til dauða samkvæmt likum, fyrir
að hafa m'yrt Mrs. Lottie Adams í
fyrra, hefir verið náðaður, og dómi
hans breytt til æfilangs fangelsis.
Kosningar til fylkisþings hér í
Manitoba eiga fram að fara í næstu
viku og verða aðeins tveir í kjöri,
annar af hálfu conservativa, en hinn
af hálfu Brackenstjórnarinnar, þar
eð liberalar hafa ákveðið að tefla ekki
fram þingmanni, heldur styrkja
stjórnarþingmannsefnið til þess að
tryggja sér það, að conservatívar
aái ekki þingsætinu. 1 dag verða
tilnefningarfundir haldnir í Bois-
sevain fylkiskjördæmi og verða þar
tilnefnd þingmannsefni conserva-
tíva og stjórnarflokksins.
Frá Ottawa var símað í gær, að
aukafjárlögin veiti Manitoba $362,-
-391. Af þeirri upphæð fær fylkið
$144,091 fyrir sinn hluta af Lac
Seul flóðgarðinum, sem er einn hluti
stokkunarkerfis Winnipegfljóts. Um
$100,000 ganga til þess að greiða
póstþjónum fitistandandi laun síðan
í verkfallinu 1919, eins o\g getið var
Jim í siðasta blaði. Er það um $23,-
4)00 minna en Hon. Peter Veniot,
póstmálaráðherra hafði upprunalega
áætlað. $60,000 fara í Fort Os-
borne hermannaskálann og um $25,-
000 til konunglegu rannsóknarnefnd-
arinnar, er ákveða skal fjárhagsskil-
mála við endurheinit Manitobafylkis
á auðsuppsprettum sínum.
BANDARÍKIN
Öldungaráð Wisconsinríkis hefir
samkvæmt almennri atkvæðagreiðslu
er fram fór í ríkinu, samþykkt frum
varp, er nemur úr gildi lagaákvæðið
um bannlagabeitinguna. Áður hafði
fulltrúadeild ríkisins samþykkt þetta
frumvarp og er það því, með öldunga
ráðssamþykktinni afgreitt til ríkis-
stjórans.
Offjuhákarlinn Harry Sinclair,
sem nú er að afplána þriggja mán-
aða fangelsisvist fyrir fyrirlitningu
auðsýnda rannsóknarnefnd ölduqga-
ráðsins, hefir nýlega verið dæmdur
í sex mánaða tukthús í viðbót, af
hæstarétti Bandaríkjanna, fyrir að
múta kviðdómendum og umsitja þá,
þá er mál hans var síðast fyrir yfir-
rétti.
Hoover forsætisráðherra hefir
skipað Dwight F. Davis, hermála-
ráðherra i stjórnartíð Coolidge for-
seta, landstjóra á Filipseyjum.
Hoover forseti hefir nú fullskip-
að nefnd manna til þess að rannsaka
orsakir til eftirlitsleysis með lögun-
um og slælegar framkvæmdir dóms-
og hegningarvalds og eiga þessir
sæti i henni: George W. Wickers-
ham, formaður ; Nekvton D.' Baker;
Frank J. Loesch; Roscoe Pound;
William T. Grubb; Monte M. Leh-
mann; William S. Kenyon; Kenneth
R. Maclntosh; Paul J. MacCormick;
Henry W. Anderson og Ada L.
Comstock. Er sagt að nefndin sé
engum öígamönnum skipuð; hvorki
rennandi “votum” né eyðimerkur-
“þurrum..”
“The Big Four” í Chicago, glæpa
mannahringirnir alræmdu, sem svo
eru nefndir, hafa nú komist að þeirri
niðurstöðu, að það borgi sig ekki
lengur að standa í innbyrðis mann-
drápum né strandhöggi (hi-jacking).
Hafa þeir nú gert frið með sér og
samsteypusamninga. Eru manndráp
t'yrirboðih og glæpamönnum í þjón-
ustu þessara hringa bannað að læra
vopn. Rétt til þess að nota véla-
byssur hafa engir nema “fram-
kvæmdastjórnin,” sem hefir hegning
arvaldið í sínum höndum, og hegna
skal með llífláti hverjum ræningja
eða innbrotsþjóf, er brýtur þessa
samninga. Ránsfénu, sem þessi
skýrsla United Press segir að nemi
um $15,000,000 á ári á að skifta jafnt
á rnilli “The Big Four.” Meðal
helztu tekjulindanna eru, að því er
skýrt er frá með mjög aðlaðandi
hreinskilni, þrír hundaveðhlaupavell-
ir, þrjú spilavíti, skækjuhús, bjór-
sölustöðvar og félagsskapurinn “Uni-
one Siciliano (Sikileyjarfélagið).
Hinn alræmdi A1 (“Scarface”) Ca-
pone, frægastur allra glæpamanna-
höfðingja á síðari tímum, marg-
faldur miljónungur, sem nýlega lét
dæma sig í eins árs fangelsi fyrir að
bera á sér byssu, eftir að hafa árum
saman óáreittur látið drepa menn i
tugatali og ræna, — tók fangelsis-
kostinn til þess að komast undan
hefnd keppinauta sinna fyrir blóð-
baðið á hátíð St. . Valentínusar í
Chicago í vetur, — hefir verið
“settur af,” og í hans stað kosinn
foringi þess ræninigjaflokks helzti
aðstoðarforingi hans, Johnny Torrio.
Og svo segja menn að ekki séu
framfarir í mannfélaginu I
--------x---------
Þefyísi
Þessi blessuð búmanns nef
Bj óða góðan þokka
sem að finna ólykt ef
Einhver nefnir “sokka.”—
—L.
Ingólíur Gilbert Arnason
B. A.
Ingólfur Gilbert Árnason er fædd
ut að Winnipegosis, Man., 7. mai,
1901. Er hann sonur þeirra hjóna
Sveinbjarnar Arnasonar, frá Hrísum
í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu og
konu hans Maríu Bjarnadóttur frá
Uangholti við Hvítá í Borgarfjarðar
sýslu. Eru þau hjón nú búsett í
Chicago, en bjuggu um margra ára
skeið hér í Winnipeg, oig voru vel
kunn löndum hér.
Sveinbjörn stundaði hér trésmíði
og tók mikinn þátt í opinberum mál-
um meðal íslendinga; prýðilegh
greindur maður, bókhneigður ög
hagmæltur, en kona hans fríðleiks og
ágætiskona, og áttu jafnan þau mál-
efni, er í frelsisáttina hnigu, sér
liðsmenn, þar sem þau hjón voru.
Gilbert (undir því nafni hefir
hann jafnan gengið) ólst upp hér í
Winnipeg og gekk á “Manitoba Cen-
tral Collegiate,” og tók stúdentspróf
(Bachelor of Arts in Science) við
Manitobaháskóla árið 1921. Hann
var kennari við unglingaskólann í
Winnipegosis í þrjú ár, en fluttist
síðan til Winnipeg, og gegnir nú
kennaraembætti í náttúruvísindum
við Aberdeen Junior High School hér
í borginni.
Gilbert hefir ávalt verið samvizku
samur og duiglegur námsmaður og
jafnan verið í fremstu röð náms-
Inæðra sinna, enda hlaut liann á-
gæiiseinkunn við meistarapróf sitt
í vor, en aðal viðfangsefni hans var
dýrafræði, eins og Heimskringla hef-
ir áður skýrt frá.
Þess er vert að geta, að Gilbert
ei afbragðs skákmaður og hefir með
heiðri tekið þátt í ýmsum kappskák-
um, er haldnar hafa verið hér í fylk-
inu. M]un hann þó hafa stundað
þá list í hjáverkum, og því eigi þrosk
að þá gáfu sínu líkt því, sem hann
hefði getað, ef hann hefði einbeitt
sér í þá átt, því kunnugir hafa látið
svo um mælt, að hann sé ef til vill
eii(hvfer a,llra skákgáfaðasti Islend-
ingur að eðlisfari, en eins og kunn-
ugt er, hafa íslendingar hlutfalls-
lega skarað mjög fram úr öðrum
tnönnum hér í fylkinu í þeirri í-
þrótt.
En auk þess er Gilbert maður ó-
venjulega dagfarsprúður, enda virð-
ist hann hverjum manni vel, er
kynni hefir af honum.
Frá Islandi.
"Við Þjóðveginn”
Nýlega er fallinn dómur í máli
því, er bæjarfógetinn á Siglufirði
höfðaði gegn séra Gunnari Bene-
diktssyni í Saurbæ fyrir skáldsögu
hans, “Við Þjóðveginn,” og ummæli,
er bæjarfógetinn taldi að stefnt væri að
sér. Gunnar var algerlega sýknaður
af öllum ákærum bæjarfógetans.
Málskostnaður fellur niður.—Alþ.bl.
R’vík 14. maí
Síðastl. sunnudag lézt séra Einar
Friðgeirsson, prestur að Borg á
Mýrum. Séra Einar var fæddur að
Ungfrá Ólöf Sigurðsson Anganíýr Arnason
B. A.
B. A.
er í vor lauk vig meistarapróf í j
sögu, við Manitobaháskólann, eins
og Heimskringla hefir getið um, er j
fyrsta íslenzka konan er hlotnast hef-
ir þessi nafnbót við háskóla Mani-
tobafylkis. Og er hún efalaust
yngst allra íslenzkra kvenna, er hafa
tekið meistarapróf, en hún er aðeins
23 ára að aldri.
Það er mjög athugavert og má
vera íslendingum til mikillar ánægju,
að ungfrú Sigurðsson, er fædd er og
uppalin hér í landi, skuli hafa snúið
sér til íslenzkrar sögu og landnáms- j
tíðar Islendinga í Vesturheimi, til
þess að sækja efnið í prófritgerð ;
stna. ‘Tslenzkt landnám í Manitoba |
og annarsstaðar i Ameríku, ásamt
stuttu ágripi af íslenzkri sögu” (Ice-
landic Settlements in Manitoba and
Other I’oints in America With a
Brief Outline of Icelandic History).
Ungfrú Olöf Sigurðsson er fædd1
að Leslie, Sask., 8. nóv. 1905. For-
eldrar hennar eru þau Sigurður G.
Sigurðsson og kona hans Guðrún,
fædd Halldórsson, búsett að Arborg,
Man.
Eftir að hafa lokið fyrsta bekk
miðskólans í N(oi|wtood, útskrifaðist
ungfrú Sigurðsson frá Winnipeg
Collegia‘e Institute vorið 1923.
Angantýr Arnason er fæddur að
Red Deer Point. Man., 28. maí 1903.
Er hann albróðir Gilberts Árnason-
ar, M.A., sem getið er líka í þessu
blaði.
Angantýr er uppalinn hér í Winni
peg og fékk hér alla skólafræðslu.
Gekk hann á Jóns Bjarnasonar skóla
í tvö ár, og útskriíaðist frá Wesley
College árið 1921. Skólakennslu
hafði hann á hendi næstu ár, og inn
ritaðist síðan við Wesley deild Mjani
tobaháskiólans. Veturinn 1924—25
gekk hann á kennaraskóla hér í W’peg,
og lauk samtimis þriðja námsári við
háskólann. Stúdentspróf (B.A.)
tók hann vorið 1926, eftir að hafa
haft kennslu á hendi um veturinn.
Tvö árin næstu kenndi hann sögu
við framhaldsskólann í Portage La
Prairie, en fluttist hingað til bæjar-
ins i haust og hefir kennt sögu í
vetur við Maple Leaf Junior High
School og um leið búið sig undir
meistaraprófið, er hann lauk með
ágætiseinkunn í síðastliðnum maí-
mánuði.
í ágústmánuði 1927 var hann og
ungfrú Zora Ellen Jacquemort gef-
in í hjónaband. Er Mrs. Árnason
af amerískum ættum og var skóla-
kennari áður en hún giftist.
Það haust innritaðist hún við
Manitobaháskólann og stundaði aðal-
lega nám í ensku sögu, sálarfræði og
mannfélags'fræði. Lauk hún stjúd-
entsprófi vorið 1927.
Siðustu tvö árin hefir . UngJ|rú
Sigurðsson stundað nám við sögu-
deild háskólans og undirbúið sig
undir meistaraprófið, er hún lauk
með ágætiseinkunn, í maí, í vor.
Ætti þe'.ta afrek þessarar ungu og
efnile,gu íslenzku stúlku að verða
hvatning íslenzkum nemendum hér í
landi við háskólana, að ná sama
marki og hún hefir náð, með svo
framúrskarandi dugnaði, því auk
náms síns hefir hún unnið fyrir
sér 6Íðustu árin og þar á ofan tekið
mikinn þátt i félagslífi stallsystra
sinna, sem embættismaður í ung
meyjafélaginu “öldunni.” Hefir hún
þar, sem annarsstaðar, er hún hefir
komið nærri, unnið sér fjölda vina,
er ásamt oss óska henni allrar ham-
ingju á framtíðarbrautinni.
Eins og áður hefir verið getið um
í Heimskringlu, var aðalviðfangsefni
Angantýrs við meistarprófið í vor
valið úr sögu Canada: “Icelandic
Settlement in America” (íslenzkt
landnánt í Vesturheimi).
Mun hann og ungfrú Ólöf Sigurðs
son, er valdi sér samskonftr verk-
efni. eins og getið er á öðruni stað
hér í blaðinu, vera fyrstu íslenzku
nemendur við lærdómsstofnanir
hér vestra, er gert hafa tilraun til
þess að gera landnám Islendinga hér
minnilegt í sögu Canada. Hafa þau
með þessu hafið brautryðjandastarf-
semi í kanadiskum bókmenntum, er
ætti að vera öðru íslenzku náms-
fólki öflttig hvöt til eftirbreytni.
“Terry,” eins og kunningjar hans
kalla Angantýr, hefir ætíð staðið
framarlega meðal félaga sinna sem
nemandi. Og um leið hefir hann
ætíð og allsstaðar verið vinsæll og
vel metinn af þeim, er hafa kynnst
honum.
Garði í Fnjóskadal 2. jan. 1863.
Hann útskriíaðist úr Rjeykjavfiikur-
skóla árið 1885 og úr Prestaskólan-
um tveimur árurn síðar. Sarna ár
og hann útskrifaðist úr Prestaskólan
um var hann vígður aðstoðarprestur
séra Þorkels Bjarnasonar á Reyni-
völlunt og árið eftir var honum veitt
prestsembættið að Borg. Séra Ein-
ar var próíastur i Mýrarsýslu árin
1892—1903. Kona séra Einars var
Jakobína Sigurðardóttir frá Galta-
stöðum í Hróarstungu, fósturdóttir
Grims Thomsen á Bessastöðum.
Stórhrið
var viða um land um síðustu helgi.
En einkum var fannkoman mikil
hér austanfjal^s. Bilar sem voru
fyrir austan fjall komust ekki leiðar
sinnar og voru Um 40—50 manns
veðurteptir við ölfusarbrú á sunnu-
dagsnóttina. Fé hefir lent í fönn
á nokkrum stöðum bæði í Árnes- og
Rangarvallasýslu og á einum stað
höfðu hestar drepist í fönn.
Orkesttirleikurinn, Minni Islands,
op. 9, eftir Jón Leifs, verður leik-
inn á sinfoniuhljómleik í Iæipzig þ.
27. maí. Hljómleiknum verður út-
varpað.—Alþ.bl.