Heimskringla - 05.06.1929, Síða 6

Heimskringla - 05.06.1929, Síða 6
6. HLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚNÍ, 1929 EKKEHARD ? Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. “Minning þeirra sé blessuð. Megi blóm vaxa yfir beinum þeirra og börnin viðhalda nöfnum þeirra, er orðið hafa sér til sæmdar,'’ mæiti ábótinn og varpaði mold á gröfina, er hann hafði lokið máli sínu. Hertogafrúin gerðLslíkt hið sama og aðrir fóru að hennar dæmi. Alvarleg þögn hvíldi yfir öllum. Stundin var komin, er þeir, er sólarhring áður höfðu barist hlið við hlið, urðu að skilja. Mátti sjá djúpa geðshræringu á mörgu harð- legu anditi, og margist tókust í hendur og féllust í faðma að skilnaði. Munkarnir frá Reichenau bjuggust fyrstir á brott; þeir báru með sér félaga sína á líkbörum, en aðrir báru vaxkerti og sungu sálma. Lík Öldungsins í Heiðarhelli, sem svo lengi hafði verið þreyttur á lífinu, var einnig flutt til Reichenau. Hestur hins ókunna hermanns lét höf- uðið hanga langt og gekk með líkklæði á bak- 3nu við hliðina á börum húsbónda síns. Lík- förin fór hæigt og hvíldi vissulega sorgarsvip- ur yfir henni, en hún hvarf að lokum inn í skógarþyknið. Landvarnarfm kvaddi hertogafrúna næst. Fridinger magri reið í fararbroddi út dalinn og var með hendina í fatla. Riddarinn frá Randegg varð eftir með nokkura menn til þess að gæta kastalans. Hertogafrúin horfði hrærð á eftir þeim og reið í hægðum sínum yfir orustusvæðið. Hún hafði staðið upp á svölunum og horft með ákafri eftirvæntingu á orustuna. Hún spurði nú Spazzo um mörg smáatriði, og þótt hann hikaöi ekki við að ýkja nokkuð, þá lét hún sér frásögn hans vel líka. Við Ekkehard talaði hún ekkert. Þegar hún var aftur kominn heim var eins kyrlátf yfir sléttunni, eins og ekkert hefði komið þar fyrir. Troðið grasið eitt og rauð- leitur svörðurinn bar vitni um þá uppskeru, er dauðinn hafði hér fengið. Blóðið þornaði bráðlega í burtu, grasið gréri að nýju og mosi og villirósir þöktu dvalarstað hinna dánu. Vindur og fuglar báru fræ þangað, og runnar og lágjurtir blómguðust ríkulega — þar sem menn eru grafnir, þróast jurtir vel. En sögurnar um bardagann við Húna hefir borist með kynslóð til kynslóðar. Kletturinn sem velt var á gröf Húnanna, þekktist í He gauhéraðinu undir nafninu '‘Heiðnakryppa,’’ og eginn vill í dalnum dvelja á iangafrjádag, því að þá nótt ráða hinir dánu yfir jörð og lofti og þeir rísa úr gröfum sínum. Enn á ný þjóta litlu hestarnir fram og aftur, enn á ný sækja kappar kristninnar fram fótgang- andi, það blikar á herklæði undir slitnum munkaklæðum, vopnabrak og heróp heyrast í gegnum storminn g anda-bardaginn hamast í loftinu. En skyndilega kemur riddari fram úr eyju í vatninu, hann er klæddur í gullin herklæði og ríður svörtum hesti og hann rek ur alla þyrpinguna aftur á kaldann hvíldar- staðinn. Foringi Húna reynir að aftra hon um og sveiflar ógnandi íbognu sverðinu yfir hc ði sér. En riddarinn keyrir stríðsöxi sína í höfuð honum og Húninn fellur til jarðar. Enn á ný er allt þögult og kyrt — en ung birkilaufin titra í vindinum. Páskadagur leið seint og þunglamalega. FTú Heiðveig sat um kveldið í salnum ásamt Ekkehard, Spazzo og riddaranum frá Randegg. Auðvelt er að gera sér í hugar- lund, um hvað þau voru að tala. Hinir hræðu- legu atburðir síðustu daganna ófust inn í allt, sem þau mintust á, eins og bergmálið frá Lorelei-klettinum við Rín deyr út öðru megin en er jafnskjótt komið sem holur hljóm- ur hinumegin, og heldur svo áfram að endur- takast í fjarlægari klettum, eins og það ætlaði aldrei enda að taka. Ábótinn í Reichenau sendi mann til þess að skýra frá því, að þegar þeir hefðu komið heim, hefði klaustrið verið allmikið skemt en alveg óbrunnið, og að þeir hefðu hreinsað það með því að stökkva á það vígðu vatni og bera helga dóma umhverfis; og að lokið væri greftri hinna dánu. ‘‘Og hvað varð um bróðirinn sem varð eftir heima?’’ spurði hertogafrúin. “Húnum hefir drottinn sýnt, að almætti hans gleymir ekki hinum veikluðu á sinninu, á stundum hættu og voða. Heribald stóð á jþreskildinum þegar við komum heim, eins og «ekkert hefði í skorist. “Hvernig féll þér wið Húnana?’’ kallaði einn okkar til hans. Og hann svaraði með sama brosinu, sem jafnan var á honum: ‘‘Mér féll sannarlega vel við þá. Eg hefi aldrei fyrirhitt eins káta pilta og þeir voru hinir alúðlegustu yfir drykkju eða mat. Hinn góði byrlari vor hefir alltaf látið mig þ.yrsta, en þeir gáfu mér yfirfljótanlegt vín. Og ef þeim varð þá á, að gefa mér á hann eða sparka í mig, þá bættu þeir úr því með því að gefa mér vín á eftir, og það er meira en þið hafið nokkuru sinni gert! Það var að vísu ekki mikill agi eða reglusemi hjá þeim, en þeir höfðu ekki lært að hafa hljótt um sig í kirkju.’’ Hann bætti því svo við að hann vissi enn fleira skemtilegt í sambandi við gestina, en að hann vildi ekki segja frá því, nema undir þagnarloforði skriftanna.’’ Heiðveg hertogafrú var enn ekki komin í það skap, að hún gæti haft skemtun að þessari sögu. Hún lét sendimanninn náð- arsamlega frá sér fara og gaf honum að skiln- <£kði hina ágætu hringabrynju og skjöldmn, er Ellak hafði borið. Hvorutveggja átti að hengja upp í kirkjunni í Reichenau, í minn- ingu um bardagann. Það hafði orðið að al- mennu samkomulagi, að hún skyldi úthluta herfanginu.. . Spazzo, sem annars hafði alls ekki verið spar á að segja frá frægðarverkum sínum — tala þeirra sem hann hafði lagt að velli, óx í hvert skifti er hann gat um það, rétt eins og snjókökkur, er fellur ofan hlíð — tók til máls með allmikilli áherzlu — “Eg hefi einnig minjagrip úr bardagan- um til þess að gefa náðugri frú minni.” Hann brá sér ofan í kjallarann, þar sem Cappan, fangi hans, lá á stráfleti. “Stattu á fætur, þú sonur fjárans!” hróp aði Spazzo og sparkaði óþyrmilega í hann. Húninn reis upp og var einkennilegur efi ritaður á svip hans. Hann bjóst sýnilega ekki við því, að eiga margar stundir eftir ó- Iifaðar. En hann studdist við lurk og haltr- aði út úr klefanum. “Áfram!’’ sagði Spazzo, leiddi hann upp og inn í salinn. Veslingurinn staðnæmdist er leiötogi hans hrópaði grimmilega: ‘‘Nem staðar!” Hann leit spurnaraugum allt um hverfis sig. Frú Heiðveig athugaði vandlega þetta einkennilega fyrirbæri mannlegrar myndar. Praxedis færði sig einnig nær. Sigurmerki þitt verður naumast talið fagurt, en það er vissulega markvert!” mælti hun við Spazzo. Hertogafrúin sló saman höndunum. “Og þetta er þjóðin, sem Þýzka- land hefir skolfið fyrir!” kallaði hún upp fyrir sig. “Þeir voru svo margir og svo samhentir, að þeir gátu valdið ótta, svaraði riddarinn frá Randegg; “en þeir koma ekki oftar hing- að.” “Ertu svo alveg viss um það?V spurði hertogafrúin hvatlega. Húninn skyldi lítið af því, sem sagt var umhverfis liann. Hann kendi ákaft til í sára fætinum, en hann þorði ekki að setjast niður. Praxedis ávarpaði hann á grískri tungu, en hann svaraði ekki öðru en því að hrista höfuðið. Hún leitaðist við að koma á einhverju sambandi við liann með táknum og bendingum. En allar urðu þær tilraunir árangurslausar. “Leyfið mér,” sagði hún við hertogafrúna. "Eg þekki aðra aðferð til þess að fá hann til þess að sýna að hann sé lifandi. Eg heyrði sagt frá þessu í Konstantínópel.” Hún skaust út úr salnum og kom nærri samstundis með bikar í hendinni, sem hún rétti fanganum með háðslegri kurteisi. í bikarnum var sterk blanda búin til úr kirsiberjavíni og margskonar öðrum legi, á þann hátt sem Vincentius sálugi hafði oft verið vanur að brugga. Það lifnaði yfir andliti Húnans, er hann sá bikarinn, kubbs- nefið á honum ýfðist við er ilminn lagði að vitum hans. Hann drakk í botn og hélt sýnilega að þetta væri friðarbikar einskonar, þvínæst krosslagði hann armana, kastaði sér til jarðar að fótum Praxedis og kysti skó henn- ar. Hún gaf honum merki um það með bend- ingum, að það væri hertogafrúin sem taka ætti við hollustu hans, en er hann snéri sér við til þess að endurtaka þakklaéti sitt fyrir henni, hörfaði hún undan og benti Spazzo á að taka þennan mann í burtu. ‘ Þér hugkvæmist hitt og annað skrítið,” sagði hún við stallarann, þegar hann kom aft- ur, “en vissulega var það dásamlegt af þér að muna eftir mér er hæst stóð bardaginn.” Ekkehard sat meðan þessu fór fram, við gluggann og horfði þegjandi á landið fram- undan. Honum féll ekki framkoma Spazzos og jafnvel Praxedis hafði sært hann með gamni sínu. “Drottinn sendir oss,” hugsaði hann með sjálfum sér, “þessi börn eyðimerkurinnar til þess að auömýkja okkur, til þess að vara oss við og kenna oss að allt tímanlegt er fallvalt og vér eigum að snúa oss að því, sem eilíft er; — jörðin er enn laus, sem hylur líkama þeirra, sem fallið hafa, en þeir, sem eftir lifa, eru þeg- ar teknir að hafa glens og gletni um hönd, eins og þetta hefði allt saman verið draumur.” Praxedis gekk til hans og mælti glaðlega: “Hvers vegna komst þú ekki með neitt handa okkur til minja úr orustunni, herra prófessor? Þeir segja að undursamleg skjaldmær hafi verið í liði Húnanna. Hefðir þú náð henni, þá hefðum við hér allra lagleg- ustu hjónaleysi.” “Ekkehard var að hugsa um æðri hluti en konur Húna einar,” skaut hertogafrúin beisklega inn í. “Auk þess hefir hann sýni- lega gert þagnarheit. Hvers vegna ættum við að kæra okkur um að heyra, hvernig hon- um hafi farnast í bardaganum?” Þessi beisku ummæli særðu hinn alvar- lega Ekkehard djúpt. Gamanyrði, sem sagt er á rangri stundu, hefir samskonar áhrif, eins og edik hefir á hunang. Hann gekk þegjandi fram fyrir Heiðveigu hertogafrú, brá sverði Burkhards lávarðar úr sliðrum og lagði það fyrir framan hana. Rauðir blettir glitruðu enn á göfugu vopninu og nýleg skörð voru í egginni. ‘‘Þetta skal bera um það vitni. hvort skólakennarinn hefir legið á liði sínu!” mælti hann í þungu skapi. “Eg hefi ekki látið tungu mína lofa dáðir mínar.” “Hertogafrúnni varð töluvert um þetta. Hún var enn allgröm við hann í hjarta sínu og hún hafði mikla freistingu til þess að láta gremju sína í ljós með bitrum orðum. En margskonar tilfinningar gerðu vart við sig í brjósti hennar, er hún leit sverð Burkhards; hún stillti skap sitt og rétti Ekkeliard höndina. “Eg ætlaði ekki að sæfa þig,”.mælti hún. Honum fanst þýðleikinn í röddinni vera eins og ásökun við sig og hann'hikaði við að taka í útrétta höndina. Hann langaði til þess að biðja afsökunar á því hvre hranalegur hann hefði verið í orðum, er hann hafði ekki vald á rödd sinni, og rétt í þessu lukust dyrnar upp og losaðist hann á þann hátt við frekari ræður. Það var Hadumoth, gæsatelpan litla, sem inn kom. Hún staðnæmdist feimin við dyrnar og þorði ekki að mæla. Hún var guggin og tekin í framan af svefnleysi og gráti. “Hvað er það, barntetur,” mælti liertoga- frúin, “-komdu nær.” Gæsatelpan læddist liægt fram og kysti á hönd hertogafrúarinnar. En þá varð henni litið á Ekkehard. Hún virtist fyllast lotningu við klerksbúninginn og gekk einnig til hans og kysti á höndina á honum. Hún reyndi þvínæst að taka til máls, en kom engu oiði upp fyrir ekka. V ertu óhrædd, sagði Heiðvreig hertoga- frú blíðlega við hana, og þá náði barnið vald á rödd sinni og sagði stamandi: Eg get aldrei framar gætt gæsanna. Lg verð að fara. Og þú verður að gefa mér eins stóran gullpening og þú átt stærstan til. Þegar ég kem aftur skal ég vinna fyrir þig alla mína æfi til þess að endurgjalda það. Eg get ekki við þessu gert, ég verð að fara.” “Af hverju verður þú að fara, litla barn?” spurði hertogafrúin. “Hefir einhver gert á hluta þinn?” “Hann hefir ekki komið til baka.” “Þeir eru margir, sem ekki hafa komið til baka. En ekki getur þú farið burt fyrir þá sök. Þeir, sem ekki hafa komið aftur, eru hjá guði á himnum, í fallegum garði, og eru miklu sælli en við erum.” En gæsatelpan hristi höfuðið og mælti: “Adifax er ekki hjá guöi, hann er hjá Húnunum. Eg hefi leitað að honum úti á vellinum, en hann er ekki á meðal þeirra, sem dánir eru. Og drengur kolagrafarans frá Hohenstoffeln, sem einnig var með boga mönnunum, sá að Húnarnir tóku liann til fanga. Svo ég verð að fara og sækja hann. Eg fæ aldrei frið fyr en ég geri það.” “En hvar heldur þú að þú finnir hann?” “Eg veit það ekki, en ég ætla að fara á eftir þeim. Heimurinn er stór, en ég finn hann á endanum, ég veit það. Eg ætla að taka gullpeninginn, sem þú gefur mér, til Húnanna og segja við þá: “Gefið mér Adifax aftur og ég skal gefa ykkur þetta.” Og þegar ég er búin að ná lionum, komum við aftur heim.” Hertogafrúnni fanst mjög til um þenn- an óvenjulega atburð. “Vér gætum öll lært af þessu barni,” mælti hún og dró Hadumoth, þótt feimin væri, að sér og kysti hana á ennið. “Guð er með þér barn, þótt þú vitir það ekki, og fyrir þá sök eru hugsanir þínar djarf- ar og stórar. Hver af yður hefir gullpening á sér?” Riddarinn frá Randegg tók einn úr pússi sínu. Það var stór gulldalur og var höfuð- ið 3< Karli keisara stimplað á hann öðru meg- inn. Var reiðisvipur í aflöngum Mongóla- augunun^. Hinumegin var kyenmannshöf- uð og áletrun undir. “Þetta er sá seinasti sem ég hef,” sagði hann, og brosti framan í Praxedis. Hertogafrúin rétti barninu peninginn. “Legg þá af stað og drottinn sé með þér. Hann hefir sjálfur ákvarðað þetta.” AHir fundu til þess að þetta var hátíð- legt augnablik, og Ekkehard lagði höndina á höfuð stúlkunnar, eins og hann ætlaði að blessa hana. “Eg þakka þér fyrir,” sagði hún og sné.ri séi \ið til þess að fara, en leit svo enn við og mælti: “En ef þeir vilja nú ekki láta mig fá Adi- fax fyTir einn gullpening?” Þá skal ég gefa þér annan,” svaraði hertogafrúin, en litla telpan hélt á stað, full af trúnaðartrausti. Og nú lagði Hadumoth á stað út í ókunna heiminn, með gullpeninginn saumaðan inn í barminn á úlpu sinni, malurinn fullur af brauði en í hendinni hélt hún á stáfnum, sem Adifax hafði eitt sinn skorið fyrir hana úr ylliviðar- grein. Hún hafði engan tíma til þess að fá áhyggjur af því að hún þekkti ekki leiðina né hvar hún ætti að fá skjól og viðurværi um kveldið. Húnarnir hafa flúið til sólsetursins og tekið hann með sér.” Þetta var hennar eina hugsun, stefna Rínar og sólsetrið hennar eini leiðarvísir, en Adifax takmarkið. Er frá liðu stundir, tók landslagið að koma henni ókunnuglega fyrir sjónir, Con- stance-vatnið að baki varð minna, nýjir fjalla- tindar risu upp umhverfis hana og huldu liina tigulegu gnýpu, sem heimili hennar var reist á. Hún hafði oft litið til baka á þann stað, þar til turnarnir og virkin hurfu síðast með öllu í bláma fjarskans. Ókunnur dalur laukst. upp fyrir henni, vaxinn þéttum greniskógi, en kofar með stráþökum og stóru þakskeggi foldu sig í skuggum skógarins. Hadumoth kinkaði kolli í síðasta sinn til Hegau.hæðanna og hélt ótrauð áfram. Hún nam staðar stundarkorn er sólin var hniginn bak við skóginn. Nú eru þeir að hringja klukkunum heima til aftansöngs,” sagði hún, “ég ætla líka að biðjast fyrir.” Og hún kraup á kné á einmanalegri hæð- inni og baðst fyrir — fyrst fyrir Adifax, því- næst fyrir hertogafrúnni og að lokum fyrir sjálfri sér. Þögnin ríkti umliverfis hana Hun heyrði ekkert hljóð, nema sinn eigin hjarta slátt. Hvað skyldi nú verða af gæsunum mín- um?” hugsaði hún með sjálfri sér, er hún reis á fætur- “Nu er tíminn, þegar á að reka þær heim.” En þessi hugsun vakti enn betur myndina af Adifax í huga hennar, því að við hans hlið hafði hún svo oft þrætt leiðina frá enginu og heim til kastalans, og hún flýtti sér af stað aftur. Lngin lífsmerki sáust á bóndabæjunum, sem hún fór framhjá í dalnum. Þó sá hún eina eldgamla konu fyrir framan einn kofan með stráþökunum. Þú verður að jofa mér að vera í nótt, amma,” sagði Hadumoth með miklu trúnaðar- trausti, én liún fékk ekkert svar, annað en merki um, að hún mætti vera. Gamla konan var gjörsamlega heyrnarlaus og hafði verið ein eftir í kofa sínum, er allir nágrannar henn- ai flýðu upp til fjallanna undan Húnunum. Hadumoth var lögð á stað aftur fyrir sól- arupprás æsta dag. Leið hennar lá um stóra skóga, sem virtust aldrei ætla að taka enda. En fyrsti viðkvæmi vottur vorsins var hér sýni- legur. Fyrstu blómin voru að gægjast upp úr mosanum, fyrstu bíflugurnar sveimuðu yfir þeim og suðuðu lágt, og loftið var fullt af sterk um ilm greniviðarins, þessari brennifórn, sem trén senda upp til sólarinnar, í þakklætisskyni fyrir hið elskulega líf, sem liún vekur við ræt- - ur þeirra. En smalatelpan var ekki ánægð. “Hér er allt of fagurt,” sagði hún við sjálfa sig. “Hér geta Húnarnir ekki hafa ver- ið.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.