Heimskringla


Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 1

Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 1
XLIII. ÁHGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 19. JÚNÍ, 1929 NÚMER 38 | FRÉTTIR | SwcCOOSOSOOSSOOSCCCOSOCCíSOaWOSOOMOSMOMOMOOOOÖSCÍ KANADA. Sambandsþinginu í OttaNva var slitiö á föstudajg'inn var. Hermir simfregn þaöan, aö viö töluveröan óröleika hafi orðiö vart í þinginu, undir þingslit, út af því hvað konia myndi á daginn til næsta þings í sam bandi við hækkun tollmúrsins um Bandarfkin. Vildu conservativar gjalda Randaríkjunum í sömu mynt, fylgismenn stjórnarinnar ekki að- hyllast það, þótt margir þeirra vilji ekki láta Kanadastjórn sitja aðgerð- arlausa. Mun stjórnin og þing- flokkur hennar helzt hafa í huga að leita markaðar annarsstaðar en í Bandaríkjunum fiyrir kanadiskar af- urðir, heldur en að gjalda í sömu vnynt, þótt þeir finni sér íþyngt með tollhækkuninni syðra, og þá til dæm- is huigsa til þess á næsta þingi að veita Bretlandi enn meiri tollívilnun hér í Kanada, og greiða þannig götu kanadiskra framleiðenda á Bret- landi. Nokkur orðrómur komst á um «itt skeið um einhverjar breytingar á ráðuneytinu, en ekki er talið, að taka beri mark á þeim. Er sagt að ýmsir þingmenn hafi lagt til að eigi skyldi leysa upp þingið til nýrra kosninga fyr en 1931, sökum þess, að þá fyrst yrði auðið að sjá hver áhrif tollhækkunin syðra hefir á verzlunarviöskifti Kanada og Banda rikjanna. Frá Ottta'wa var símað 13. þ. m., að öldungaráðið hefði í fjórða sinn fellt frumvarpið er neðri málstofan hefði samþykkt um breytingu á hegningarlög'unum, á þeim greinum þeirra, er fjalla um landráð, og sam- þykktar voru eftir Winnipeg-jverk- fallið 1919. Var frumvarpið fellt með 16 atkvæðum gegn 13, og greiddu þeir F. L. Beique (lib.) og J. G. Turriff (framsókn.) atkvæði með conservatívum, er hafa fellt allar breytingar á þessari löggjöf síðan þ«r voru fyrst bornar fram á þing- inu 1926. Frá Regina var símað 11. þ. m., að conservatívar byggjust við að taka stjörntauma fylkisins í sínar hendur, að því er þeir hefðu opin- berlega skýrt frá, að loknum alls- herjar flokksfundi conservatíva í Sask., er haldinn var í Regina þann dag. Var þar einnig skýrt frá því að hinir tíu þingmenn óháðra og framsóknarmanna, er náð hefðu kosningu, hefðu látið conservatíva flokkinn á sér skilja, að þeir myndu fúsir til þess að styðja hann að völdum, ef conservatívar vildu lofa því, að vinna sameiginlega með þeim að því að þetta þrennt feng- ist: 1. ) fullgilt loforð um að koma á endurbótum um embættaskipanir inn- an fylkisins. 2. ) Að hver flokkur fengi að halda óháður sérstefnu sinni og sér- cinkenntim. 3. ) Algert frjálsræði í alríkispóli- tík. Var einnig tilkynnt að þingmenn conservatíva hefðu gengið að þess- um skilmálum og að dr. J. T. M. Anderson væri til þess kjörinn af conservatívum, að takast á hendur fotiystuna í fyrirhugaðri samvinnu þessara þriggja þingflokka. •Veðráttn hefir undanfarið verið rnjög óstöðug víðast í Kanada; SKÍfst á mildir kuldar og megnir hitar. Aðíaranótt fyrra miðviku- dags kom eitt hið mesta frost, er komið hefir hér í fylkinu í júní og fraus mjög v'tða til skaðskemmda, sérstaklega í matjurta og blómgörð- um. Nú um helgina var aftur á móti mjög heitt. Á sunnudag'inn voru 94° F. í skugga hér í Winni- peg, og var þá hvergi heitara í Norður Ameriku, nema í Emerson, Man.; þar voru 96°. Frá Regina var símað á sunnu- dagÍHii, að Gardiner forsætisráð- herra hefði afráðið að segja ekki af sér, heldur bíða dóms á þingi, er kallað verður saman hið bráðasta. Heldur hann áfram að vera leiðtogi liberala flokksins í Sask. Var þetta allt samþykkt á allsherjarflokksfundi Iiberala í Sask., er haldinn var á Iaugardaginn. Marga furðar á því að Mr. Gar- diner skuli hafa brugðist á þetta ráð, þar sem nokkurnveginn fullvíst er. að því er önnur fregn hér í blaðinu hermir, að bæði óháðir fylkisþing menn og framsóknarmenn ætli sér að styrkja leiðtoga conservatíva, dr. J. T. M. Anderson, á rnóti stjórn- inni, sem þá hlýtur að verða í all- tniklum minnihluta. Cyril W. Agnew, er kærður var fyrir að hafa myrt Mrs. Elizabeth McLean, er fannst myrt allsnakin. hálsbrotin, handleggsbrotin og hroða lega útleikin á annan hátt, á skrif- stofu hans í “Canada-”byggingunni í vetur, eftir að hafa setið þar að drykkju með honum lengi næt- ur, eins og þá var skýrt hér frá, var á föstudaginn sýknaður ;á kvið- dómi, er virðist hafa tekið gilda sögusöign Agnews um það, að hún hefði dottið ofan stiga í bygging- unni, eftir að hafa sjálf rifið af sér fötin, hann síðan borið hana upp, og hún svarað honum einhverju er hann yrti á hana; hann síðan sofnað, og fundið hana dauða á gólfinu, dottna úr stólnum, er hann hefði sett hana í. Frá Edmonton, Alta., var símað í fyrradag, að dr. J. T. M. Anderson, leiðtagi conservatíva í Sask., sem þar var þá staddur, hefði sagt að sér kæmi ekkert á óvart ákvörðun Mf. Gardiners, að þrjózkast við að segja af sér, þótt hann vel vissi, að hann verður í algerðum minnihluta, er til þings kemur. Væri það í samræmi við aðferðir liberala i Sask. Hvað hann stjórnina ejkki myndi komast langt fram i þingtim- ann, þar sem hún skipar aðeins 26 þingsæti, en á móti þeim eru con- servatívar með 25; einn óháður con- servativ og níu óháðir og framsókn- armenn, er allir hafa lofað conserva- tívum stuðning. En nú féllu bæði þingforsetinn og varaforsetinn, svo að fyrsta vefk stjórnarinnar, er hún kemur á þing verður að reyna að fá þessa em- bættismenn þingsins kosna úr minni- hluta, og kvað dr. Anderson það i meira lagi broslegt hvernig Mr. Gardiner hugsaði sér að fá því fram gengt, þar sem hann hefði sjö at- kvæða meirihluta á móti sér i þing inu, að minnsta kosti, þótt hann ynni í báðum kjördæmunum, þar sem kosn ingar hafa enn eigi farið fratn. BANDARIKIN Fulltrúadeild ríkisþingsins sam- þykkti með 265 atkvæðum gegn 147, um mánaðamótin, “endurskoðunar”- frumvarp tolllaganna, er hækkar toll á því nær öllum matvörum, á flestum persónulegum nauðsynjavör- um og á mörgum helztu byggingar- efnum. Mrs. Mabel Walker Willebrandt, sagði um mánaðamót af sér aðstoðar dómsmálaráðherra embættinu, er hún hefir gegnt siðan i tíð Coolidge, og verður lögfræðisráðunautur “The Áviation Corporation.”— I ræðu, er Hoover forseti hélt um mánaðamótin, skoraði hann opinber- iega á allar þjóðir, að koma í upp- fyllingu þeirri “háleitu von,” er íeldist i Kellog-Briand samningun- utn, um að takmarka allan vígbún að svo að hann yrði miðaður við varnir eingöngu. Hefir Stimson ríkisráðherra bent á það, í santbandi við þessa áskorun forsetans, hvílíka afskaplega byrði sjóveldin bindi sér á herðar með vígflotum sínum, og tekur til dæmis, að jafnvel eitt 10,000 tonna beitiskip aðeins, af nýjustu gerð. kosti meira en helmingi meira, en t.emur stofnkostnaði hins mikla bókasafns ríkisþingsins, og að áætl- unarkostnaður við nýjar vígskipa- byggingar, sem heimilaðar hafi ver- ið nenii $1,170,8090,000. Frá Windsor, Ont., er símað 15. þ. m., að svo langt sé frá því, að vinemygglar sunnan við stórvötnin ætli að láta sér segjast, af ráðstöf- unum þeim, er Heimskringla gat um siðast að Seymour Lokvman aðstoð- arfiármálaráðherra hefði gjert til þess að koma í veg fyrir vínsmygl- uti yfir Erie-vatnið, að þeir vseru sent óðast að búa smyglbáta sína með Lewis vélabyssum. Annars hefir lengi verið mikil óánægja mjög vtða í Bandaríkjun- um. og símagnast, tyfir því hversu ósleitilega smyglverðirnir í Bandr.- rtkjunum inntu af hendi gæzluna. Hafa þeir hvað eftir annað drepið alsaldausa menn, er þeir hafa grun- að um vínsmyglun, og engar bæt- ur komið fyrir, ef menn hafa eigi gáð að stanza nógu fljótt. Var þann- ig drepinn til dæmis vel þekktur borgari í Niagara Falls, Jacob Han- son í fyrra, og voru lötggæzlutnenn sýknaðir af drápinu. Nýlega var dtepinn á sama hátt James Kendrick, seytján ára gamall námsmaður við Emory og Henry College, er var á bílíerð að kveldlagi með tveim vinum sínum. Var hann skotinn í þeirri nálægð, að kúlan, sem drap hann fór i gegnum stálvarða aftur- súð bílsins, gegnum höfuð Ken- ctricks og gegnum vindhlífina fram- f.n á bilnum. Eru ættingjar Ken- dricks vel fjáðir og mikils metnir og ætla að sækja málið til hins ítr- asta, til bóta. Hafa og námsfél- agar hans sent Byrd ríkisstjóra (bróðir Byrd pólfara) áskorun um að hefja rannsókn í málinu. Enfremur skaut E. J. White, banngæzlumaður, til bana Henry nokkurn Virkula, sætindasala frá Big Falls, Minn., á laugardaginn var, og þykir það ganga morði næst, enda hefir handtökuskipan verið gefin út á hendur White, og verður mál hans tekið fyrir 2. júli. * * * Einn af þingmönnum fulltrúadeild ar ríkisþingsins í Washington, La Guardia, nafnkunnur mælsku og at- kvæðamaður, þrumaði nýlega í þing inu hin öflugustu mótmæli gegn lög- leysuathæfi víngæzlulögreglunnar. Minntist hann á síðustu manndráp- in í Detroit og Minnesota; minnti þingtnenn á það, að árið sem leið hefði víngæzlulögreglan skotið ti! bana 254 menn, og komst meðal ann ars svo að orði um eitt þetta mann- dráp er hann hafði lýst: “Eg stað- hæfi það, að þetta framferði stjórn- arvaldanna, að gera út þessa lög- gæzlumenn, er myrða saklaust fólk; að drepa mann ,sem er á heimleið. með fjölskyldu sína, þar á meðal tvö börn, er ekki til þess að glæða ást manna á stjórninni. Blóð og eymd þessara fjölskyldna kemur yfir höfuð þessara óhæfu, svívirðilegu laga, sem þér getið ekki trúað á i hjarta yðar.” Viðskifti Bandaríkjanna við Rúss- land hafa aukist um helming síðast- liðið ár. ’ Hefir American Russian, Chamber of Commerce stofnað til k 1 Rússlandsferðar sendinefndar amer- ískra viðskiftahölda í sutnar, og er áætlað, að þeir dvelji mánuð á Rúss landi. Eru fleiri amerískir við- skiftahöldar að snúast á þá skoðun að stjórnin eigi sem fyrst að viöur- kenna opitíberlega Sovjetstjórnina. Rússneska stjórnin hefir gert samning við Henry Ford um að selja htnni bila fyrir $30,000,000 á næstu árum. Hefir Ford einnig sam- þykkt að reisa verksmiðju í Nizhni Novgorod á bökkum Volgu, er fram leiða skal 100,000 bíla og dráttar- bíla á ári. Ætlar Sovjetstjórnin í tilefni af þesum samningum, að veita $150,000,000 til veigagerða, en vegir hafa að þessu verið í mjög lélegu sjandi á Rússlandi. BRETAVELDI Frá London er simað 12. þ. m., að konungur hafi samkvæmt tilskip- an, samþykktri í ríkisráði, aftur tek ið í sinar hendur öll sín opinberu störf, er hann lét af hendi þá er hann var sem mest veikur í vetur. Er mikill fögnuður um allt ríkið í þessu tilefni, þar eð þetta er sönnur. þess, að ígerðin, er tekið hafði sig upp um daginn, er af læknum hans talin algerlega hættulaus. Frá London er símað 17. þ. m., að Charles G. Dafwes, sendiherra Bandaríkjanna hafi um helgina farið til Skotlands til samtals við forsætis ráðherra Bretlands, Rt. Hon. Ram- say MacDonald til þes sað þeir gætu orðið ásáttir um sameitginlegan grundvöll til þess að byggja á samn inga um það, að Bretland og Banda rikin, og þá önnur stórveldi minnki við sig flotabúnað. Fregn frá Skotlandi hermir að þeir forsætisráðherrann og sendiherra hafi talast við í hérumbil klukkutima. Tilkynnti forsætisráðlherra síðan blaðamönnum, að þeir hefðu komið sér saman um samningsgrundvöll, og myndu þeir gera helztu atriði hans hvor á sínum stað, nú í vikunni. Vildu þeir báðir taka það fram, að þeir ætluðust til þess að önnur flota veldi tækju þátt í samningstilraunun- um, er af þessu samtali leiddi, en undir því að þær tilraunir heppnuð- ust yrði heimsfriðurinn að miklu leyti kominn. Fregnin hermir að menn geri sér miklar vonir, beggja megin hafsins unt það, að eitthvað verulegt muni leiða af þessum samningstilraunum. Frá London er símað 17. þ. m., að látist hafi á sunnudaginn fyrverandi yfirhershöfðingi Hjálpræðishersins, Branjwell Booth, 73 ára að aldri. Hafði hann verið veikur síðan í fyrravor og segir fréttin að honum hafi síversnað síðan hann var sett- ur af embætti í vetur, sem Heims- kringla hefir áður skýrt frá. Bram- well Booth tók við yfirstjórn Hjálp- ræðishersins fyrir 16 árum síðan, við lát föður síns William Booth, er hafði þá verið hans hægri hönd í 30 ár. | Þingsályktunartillaga Burtness Samþykkt í Fulltrúadeildinni Washington, 11. júní — Full- trúadeildin samþykkti í dag þingsályktunartillögui, er fram bar O. B. Burtness þingmaður frá Norður Dakota, er heimilar forsetanum að tilnefna fulltrúa frá Bandaríkjunum til fslands. til þess að sitja þúsund ára af- mælishátíð stofnunar löggjaf- arþings á íslandi. Ýmsar smá- breytingar voru geir'ðar, hin helzta sú, að kostnaður fari ekki fram úr $55,000... Mr. Burtness tilkynnti að hann myndi gera sitt ítrasta til þess að öldungaráðið afgreiddi þetta hamingjusamlega fyGr þing- slit. * * * Fregrt þessi barst Heimskringlu í fyrradajg jafnsnemma frá Guðmundi Grímsson dómara, og séra H. Sigmar, fyrir hönd J. K. Ólafsson, Dakotarík- isþingmanns. Hafði Mr. Burtness sent þeim og fleirunt skeyti sam- hljóða þesari blaðafregn. Mun öll- um þykja að Mr. Burtness hafi giftusamlega tekist, og eru miklar vonir til þess að tillagan strandi ekki i öldungaráðinu né annarsstaðar úr þessu. ÞÝZKALAND Eftir tíu ára þjark og þrek hafa Þjóðverjar loks komist að borgunar- skilmálum, er þeir geta þolanlega rnað, við Bandamenn. Er það að þakka Bandaríkjamanninum, Owen D. Yountg, er sýnt hefir við það frábæra lipurð. Eiga Þjóðverjar að greiða 2,050,000,000 gullmörk á ári (um $492,000,000) í 37 ár. En þannig á að skifta borguninni yfir 59 ár; fyrsta árið 1,685,000,000 gullmörk (um $404,400,000L Síðan smáhækk- andi árlega upp í 2,200,000,000 mörk (um $528,000,000). Eftir 37. árið fer afborgunin niður i 1,700,000,000 ntörk (um $408,000,000) og helzt svo, unz lokið er greiðslunni á 59 árum. Munar þetta um $1,000,000,- 000 frá þeirri upphæð, er Bandamenn vildu áður minnsta þiggja af Þjóð- verj um. Frá Islandi. Fossafl í Arnarfirði Svo sem kunnugt er hefir hr. Páll Torfason unnið að því um margra ára skeið, að koma í framkvæmd virkjun fossa í Arnarfirði, sumpart til þes að vinna þar áburðarefni úr loftinu og verðmæt efni úr sjó, og suinpart til þes sað útvega kaupstöð- utn og sveitum á Vestfjörðum ódýrt raftnagn, til ljósa, hitunar o. fl. Vatnsorkan þar vestra er afarmiki! og aðstaða öll svo góð til virkjun- ar, að hvergi mun betri á Islandi, samkvæmt áætlunum þeirn,, er igerðar hafa verið af erlendum verkfræðing- um. Til þess að koma þessu máli í fram kvæmd hefir hr. P. T. fengið útlend inga í lið með sér og stofnað félög til þess að virkja fossana, og hefir Alþingi veitt félögum þessum einka- leyfi til virkjunar. En ýmissa or- saka vegna hafa félögin engu komið í framkvæmd af fyrirætlunum sín- um, en nú er svo komið, að Páll Torfason hefir einn umráð yfir öllu fossaafli þar eystra, sem er þinglýst eign hans. Er liann nú horfinn frá samvinnu við erlend tilstofnunarfél- ög, en hefir boðið Alþingi að fá því í hendur umráð fossanna, gegn sér- stökum skilyrðum, og væntir hann þess, ef Alþingi veitir þessari gjöf hans viðtöku, að þá muni skriður komast á virkjun fossanna þar eystra, og muni það verða landinu í heild sinni til ómetanlegs gagns, en þó einkanlega ibúum Vestfjarða, sem gefast mun kostur á miklu ódýrara rafmagni, en þekst hefir hér á landi áður. Hann gerir ráð fyr- ir, að vinna tnegi með fossaafli þessu feiknamikinn loftáburð til útflutn- ings, auk þess sem séð verði fyrir þörfum islenzks Jandbúnaðar, hvað slíkan áburð snertir, fyrir lægra verð en nú er kostur á. Jafnvel gefins. Reykjavík, 9. maí. Víða um land mun hafa orðið meiri eða minni fjárskaðar í of- viðrinu mikla um helgina. Vita menn þó ekki glögt um það enn, hve mikil bröigð hafa þar að orðið, vegna þess að fé var víðast hvar kom ið á afrétt. Úr Borgarfirði hafði frézt um talsverða fjárskaða i framsveitun- um. Mjorgunblaðið átti tal við sýslumanninn í Borgarnesi í gær og var hann þá nýlega kominn úr ferða lagi ofan úr Norðurárdal. — Kvaðst hann ekki hafa spurt til fjárskaða neins staðar, en á ýmsum bæjum væru margar kindur enn ófundnar, og væri von utn að þær myndu koma 'eftirnar síðar. Uln fjárskaða í neðanverðu Borgarfjarðarhéraði og á Mýrum væri ekki að tala, því að þar hefði alltaf verið auð jörð, og veðriö varla það hart, að það hefði hrakið fé í vötn eða ár. Mbrgunblaðið átti tal við Jón (Framh. á 8. bls.) HIÐ 7. ÁRSÞING HINS SAMEINAÐA KIRKJUFJELAGS ----verður haldið að----- RIVERTON 28. JÚNf — 1. JÚLf og hefst í kirkju Sambandssafnaðar í Riverton kl. 2 e. h. Föstudaginn 28. jání. Fulltrúar eru beðnir að leggja kapp á að vera komnir þegar fvrir þingsetningu. Séra Benjamín Kristjánsson flytur erindi að kveldi föstudagsins kl. 8.30. Laugardaginn 29. Júní gerir Samband Kvenfélaganna ráð fyrir að halda sinn árlega fulltrúafund, o>g að kveldi þess dags flytur Miss Björg Peterson erindi kl. 8.30. Eftir hádegi á laugardaginn sækja kirkjuþingsfulltrúar og gestir heimboð til Arborgar. Sunnudaginn 30. júní verður hin nýja kirkja safnaðarins í Riverton vigð kl. 2. e. h. Að aflokinni vígsluathöfninni býður söfnuðurinn kirkju- gestum til samsætis i samkomuhúsi bæjarins. A mánudaginn 1. júlí verður lokið við þingstörf og efnt til almennrar skemtisantkomu um kveldið. Winnipeg, 14. júní, 1929. RAGNAR E. KVARAN.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.