Heimskringla - 26.06.1929, Síða 2

Heimskringla - 26.06.1929, Síða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929 HannesJHafstein Aldarfjórðungs Afmæli innlendrar stjórnar I. 1. þ. m. voru 25 ár liöin frá því, er ísland fékk heimastjórn. Ný stjórn arskipunarlög gengu í gildi 1. febr. 1904 og samkvæmt þeim var skip- aöur innlendur ráðherra, sem skyldi hafa aðsetur í Reykjavík. Jafnframt var mikil breyting gerö á æðri em- bættaskipun í landinu og var húu einkum í því fólgin að sameina yfir stjórn umboðsvaldsins hjá stjórnar- ráði við hlið ráðherrans í Reykja- vík. Þessi breyting hafði náðst með langvinnri baráttu við stjórn Dan- merkur. Þar höfðu hægrimenn set- ið að völdum langa tima og verið andvígir öllum breytingum á stjórn arfari Islands og afstöðu þess til Danmerkur. Samt höfðu þeir að lokum fallist á þá tilhliðrun, að ís- lenzkur ráðherra yrði skipaður, við hlið konungs í Kaupmannahöfn, til þess að fara með mál íslands og bæri hann ábyrgð fyrir Alþingi. En frá 1874 höfðu íslenzku málin verið falin dómsmálaráðherrum Danmerk- ur, og enginn þeirra hafði haft nokkra þekkingu á þeim málum og enginn þeirra skilið íslenzku tungu. Æðsta innlenda stjórnin var falin landshöfðingjunum. Þeir höfðu þrír farið hér með völd, hinn fyrsti, Hil- mar Finsen, í raun og veru danskur, þótt af íslenzkum ættum væri, en tveir hinir síðari, Bergur Thorberg og Magnús Stephensen, íslenzkir. Það var orðinn eindreginn og almennur vilji íslendinga, að.fá þessu breytt. —Það þótti óhæfa, að lögum Al- þingis væri í sífellu neitað staðfest- ingar eftir tillögum dansks ráðherra suður í Kaupmannahöfn, sem enga þekkingu hefði á högum né framtíðar hugsjónum íslenzku þjóðarinnar og enga ábyrgð bæri á gerðum sinum fyrir íslenzkum málsaðilum. Menn fundu sárt til kyrstöðunnar hér heima fyrir og vildu fá stjórn, sem hefði forgöngu í umbótum og fram- kvæmdum í stað stjórnar, sem lengi hafði verið þröskuldur í vegi fyrir hvorutveggja. Um þetta voru allir Islendingar sammála, en þá greind' á um fyrirkomulagið, sem við ætti að taka. Og að síðustu hnigu allar deilurnar hér heima fyrir að því hvort taka bæri því, sem fáanlegt var hjá hægrimannastjórninni eða hafna því vegna þess, að það veittí of lítið, færi of skammt. Krafan, sem flokkum skifti hér, varð sú, að hinn fyrirhugaði íslenzki ráðherra skyldi vera búsettur í Reykjavík. Kallaði sá flokkur, sem bar hana fram og ekki vildi lúta að laegri Látið CANADtAN NATIONAL- CUNARD LINE 1 sambandi við The Icelandic Millennial Celebration Cornmittee. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, S. K. Hall, Dr. S. J. Jóhannesson .G. Stefansson E. P. Jonsson A. C. Johnson, Dr. B. H. Olson J. H. Gíslason, S. Anderson, Jonas Palsson, A. B. Olson, P Bardal, G. Johannsson M. Markusson, L. J. Hallgrimsson, W. A. Davidson. Annast um farðir yðar á hina ÍSLENZKU— Þúsund ára Alþingishátíð Islendingar í Canada, eins og landar þeirra, sem dvelja ví?5s- vegar annarssta?5ar fjarri fóst- urjör'ðinni, eru nú meir en nokkru sinni áður farnir að hlakka til þúsund ára Alþingis- hátíðarinnar í Reykjavík, í júnímánuði 1930. Island, vagga lýðveldisins, eins og vér nú þekkjum það, stofnaöí hið elzta löggjafarþing í júnímánuði árið 930. í»að er ekkert íslenzkt hjarta, sem ekki gleðst og slær hraðara við hugsunina um þessa þúsund ára Alþíngishátíð, sem stjórn íslands hefir ákveðið að halda á viðeigandi hátt. Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir -------------------- hjá ------------------------------ W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg. W. STAPLETON, District Passenger Agent, Saskatoon. J. MADILL, District Passenger Agent, Edmonton. CANADIAN NATIONAL RAILWAYS eða einhverjum umboðsmanni CII.YARD STEAMSHH' LINE R IYKJAVIK JÚNf - - - 1930 Canadian National járnbrauta- kerfið og Cunard eimskipafélag- ið vinna í samlögum að því, að flytja íslendinga hundruðum saman og fólk af íslenzku bergi brotið, til íslands til að taka þátt í hátíðinni og siglir sérstakt skip frá Montreal í þessu skyni. Með- al annars, sem á borð verður bor ið á skipinu, verða íslenzkir, gómsætir réttir. I>ar rerða leik- ir og ýmsar skemtanir um hönd hafðar og fréttablab gefiö út. kröfum, Heimastjórnarflokkur. Hinn flokkurinn, kendur við foringja sinn, Valtýr heitinn Guðmundsson pró- fessor, sem útvegað hafði loforð hægrimannastjórnarinnar fýrir sam- þykki á hinni breytingunni, hafði auðvitað ekkert á móti kröfunni um heimastjórn annað en það, að henni fengist ekki frumgengt, og vildi sætta sig í bráðina við það, sem fáanlegt væri. Þá gerðist það i Danmörku vetur- inn 1901, að hægrimannastjórnin féll og vinstrimenn komust til valda. Sendi þá Heimastjórnarflokkurinn Hannes Hafstein á fund nýju stjórn arinnar með þeim erindum, að hann kæmi fram kröfunni um ráðherrabú- setu í Reykjavík, og kom hann aftur með loforð um, að henni fenigist framgengt, ef Alþingi kysi heldur það fyrirkomulag. Var svo í einu hljóði samþykkt á Alþingi 1902 og 1903 frumvarp um breyting á stjórn arskipunarlögum með því ákvæði að ráðherra íslands skyldi búsettur í Reykjavík. Var það hiklaust stað- fest af konungi og kom í gildi 1. febrúar 1904, en Hannes Hafsteinn varð, svo sem kunnugt er, fyrsti ís- lenzki ráðherrann. II. Menn bjuggust við miklu af stjórn arfarsbreytingunni 1904. En þó hefir farið svo, að áhrif hennar hafa orð- ið miklu meiri og örari en flestir þeir menn höfðu hug'boð um, sem fyrir henni börðust. Hannes Haf- stein reyndist á fyrstu fimm árun- um, sem hann fór með völdin, hinn ötulasti forvígismaður margskonar umbóta og framfara og var studdur til þeirra af mjög samhuga þing- flokki. Þegar á fyrsta þingi, sem háð var eftir stjórnarbreytinguna, sumarið 1905, var samþykkt frum- varp um ritsímalagningu til lands- ins og yfir það. Og þessu stórmáli var svo rösklega fylgt fram, að verk inu var lokið á næsta ári, Island komið í símasamband við umheiminn og málþráðasamband komið um endi- langt landið haustið 1906. Áhrií þessa framfaraspors eru ómetanleg. I stað þess að miðstöð verzlunarinn- ar hafði áður verið í Kaupmanna- höfn, færist hún smátt og smátt til Reykjavíkur, dönsku selstöðuverzlan- irnar hverfa ein eftir aðra, og nú er svo komið, að 25 árum liðnum, að þær eru með öllu horfnar og verzlunarstéttin orðin að miklu leyti innlend. Sú mikla breyting er vart hugsanleg án símasambands. —Stofn- un landsbanka 1904 veitti nýjum fjár straumi inn i landið og með honum reis upp á næstu árunum stórútgerð- in, sem margfaldaði fjármagnið, þeg ar frá leið, og skóp möguleika ti! aukinna framkvæmda á mörgum svið um. Þá er stofnun Eimskipafélags ins, sem sýnir ef til vill betur en allt annað, hverjar breytingar voru á þessum árum að gerast í hugsuna- ferli Islendinga, hvernig kjarkurinn fór vaxandi og trúin á framfaramög- uleikana. Til ræktunar landsins og búnaðarframfara er nú varið margfalt stærri fjárhæðum en áður. Vegir hafa verið Iagðir, brýr byggðar og vitar reistir á síðustu 25 árunum miklu meiri en áður, og í Reykjavík er nú komin dýr hafskipahöfn. I menntamálunum hafa einnig orðið miklar franifarir, og má þá sérstak- lega nefna stofnun háskólans 1911. og einnig byggingu landbókasafnhússi ins, fræðslulögin og stofnun kennara skólans í sambandi við þau, og svo stofnanir unglinigaskólanna eða hérað askólanna, sem nú eru að rísa upp á síðustu árunum. Á sviði heilbrigðis- málanna má benda á hina vönduðu spítala og sjúkraskýli, sem risið hafa upp til og frá um landið. En þetta eru aðeins bendingar, gerðar við fljót legt yfirlit, og má vel vera, að ein hverju sé þar gleymt, sem rétt hefði verið að taka með. 25 ára tímabil frá 1904 er stærsta og mesta framfaratímabilið í sögu íslenzku þjóðarinnar, en engum get- ur dulist, að það er heimfærsla æðstu stjórnarvaldanna frá Kaupmannahöfn sem þessu veldur. Stjórnarskráin frá 1874, sem veitti Alþingi löggjaf- arvald, var mikið framfaraspor og gerði þúsund ára hátíðina að tíma- mótahátíð. En þau tímamót höfðu ekki í för með sér svo fljótvirkar, gagngerðar og áþreifanlegar breyt- ingar eins og heimflutning stjórnar- innar 1904, sem er upphaf hins verk- lega framfaratímabils hér í landi, sem við nú lifum á. Og það var líka markmið þeirra manna, sem fyrir breytingunni börðust, að svo skyldi verða. Við vorum orðnir lanigt á eftir nágrannaþjóðunum í öllum verk legum framförum og urðum það meir og meir eftir þvx sem árin liðu Þetta gramdist mönnum. Þingið vildi sækja fram en stjórnin hélt öllu í kyrstöðu. Þetta breyttist 1904. Og breytingarnar urðu jafnvel ör- ari og hraðvirkari en mennirnir, sem fyrir þeim gengust, gerðu sér þá vonir um. Þeir, sem muna ástandið hér í landi í lok 19. aldarinnar og fram- yfir aldamótin, og bera það saman við núverandi ástand, hljóta að við- urkenna, að hér hafi verið mikið unnið síðasta aldarfjórðunginn af ekki fleiri mönnum en hér er á að skipa. Sá, sem þetta skrifar, fór í fyrsta sinn lanigferð um landið, úr Múlasýslum til Reykjavíkur, nál. 1890. Þá var nýlega komin brú á Skjálfandafljót, en ekkert vatnsfall annað var brúað á allri þeirri leið fyr en kom að Elliðaánum við Reykja vík. Á gömlu, rauðu brýrnar, sem j þá voru þar, leit hann eins og væru ! þær mikið mannvirki. Akvegar- spotti var ekki á allri þessari leið nema frá Elliðaánum niður í Reykja vík. Skipin, sem menn þá ferðuð- ust með kringum landið, voru að stærð og útgerð engu veglegri en Suðurlandið okkar er nú. Reykja- vík myndi, eins og hún þá var, lita út í augum nútíðarmanna eins og kotbæjarþorp. Og svona mætti lengi halda áfram. Það er auð- vitað margt Qg mikið, sem hér er enn eftir ógert, margt sem þarf að laga og umbæta, og margt, sem þarf að skapa að nýju. Og það má vel vera, að einhverjir gallar hafi fylgt þeim breytingum, sem orðið hafa, og . ýmisleg víxlspor hafi verið stigin, sem betur hefði mátt stíga á annan veg. Hér er ekki um það að ræða, þótt svo kunni að vera. En heiklar- yfirlitið sýnir ómetanlega stórfeldar framfarir, og þær eiga upptök í stjórnarfarsbreytingunni 1904. III. Auðvitað er það fjöldi manna, sem nefna mætti sem forgangsmenn þeirra framfara, að meira eða minna 1 leyti, sem taldar eru hér á undan, bæði stjórnmálamenn og aðrir. En minnisstæðastur verður sá maðurinn, sem forustuna hafði á fyrsta áfangan um, þ. e. Hannes Hafstein ráðherra. Hann fór með völdin fimm fyrstu ár þessa tímabils. Deilurnar við Dani um sjálfstjórnarmálið skiftu þá flokkum og svo var fram til þess, er heimsstyrjöldin hófst árið 1914. Fyrir forgöngu Hannesar Hafstein vat nefnd skipuð af Dönum og Islend- ingum til þess að ráða fram úr þeim deilum. Árangurinn af starfi þeirrar nefndar varð sá, að Danir gáfu yfirlýsingu um miklu víðtæk- ari sjálfstjórnarréttindi fyrir Island en þeir höfðu nokkru sinni áður gert. Lötgin frá 1871 um stöðu íslands í ríkinu áttu að falla úr gildi og nýir samningar milli landanni að koma í þeirra stað, en stöðulögin höfðu upphaflega verið valdboð frá Dönum, sem Islendingar áttu ekkert atkvæði um. Fylgjendur frumvarps dansk-íslenzku millilandanefndarinn- ar, sem svo var kölluð, urðu undir í harðri kosningarimmu sumarið 1908, og á Alþingi næsta vetur var frum varpið fellt með miklum atkvæðamun og Hannes Hafstein þá jafnframt feldur frá völdum. Ekki tókst þó andstæðingaflokknum að þoka sjálf- stæðismálunum neitt áfram að þvi sinni. Oft kváðu þær raddir við á þeim árum frá andstæðingum Heimastjórnarflokksins, Landvarnar- mönnum og Sjálfstæðmönnum, að hann væri þröskuldur í vegi fyrir því að fylstu sjá/lfstæðiskröfujm Islend- inga fengist framgengt. En þetta var frá því fyrsta og fram til loka þeirrar deilu algerl. rangt, jafnrangt og hitt hafði áður verið hjá Heima- stjórnarmönnum, að dr. Valtýr og flokkur hans vildu ekki frekara sjálfstæði en fram var boðið af hægrimannastjórninni dönsku. Allir íslenzkir stjórnmálaflokkar, bæði fyrir og eftir heimflutning stjórnar- innar, vildu fá sem víðtækast sjálf- stæði fyrir Island. En menn greindi á um, hverjar leiðir væru greiðfær- astar til þess að ná því. Andstöðu- flokkar stjórnarinnar gerðu eftir heimflutninginn hæstar kröfur í sjálfstæðismálunum, og héldu þeim mjög á lofti. Þetta var i raun og veru ekki erfitt, þar sem stjórnar- flokknum var ætlað það hlutverk, að fá kröfunum framgengt. En þjóðar- viljinn sýndi sig á þann hátt, að yfirboðin á þessu sviði voru sigur- vænlegust hjá kjósendunum, án til- lits til þess, hvers síðar mætti vænta um efndirnar. Helztu forvígismenn Sjálfstæðismanna á Alþingi fyrst eft ir heimflutning stjórnarinnar voru þeir dr. Valtýr Guðmundsson og Skúli Thoroddsen, en síðar Björn Jónsson, Bjarni frá Vogi og Sig- urður Eggerz. A styrjaldarárunum breyttist síðan allt viðhorf þeirra mála. Islendingar urðu þá í raun og veru að spila á eigin spýtur í við- skiftum sínum út á við, og tengslin I Stofnað 1882. Löggilt 1914. D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary I (I'iltarnlr xnn ölliim reynu níí ItCiknnNt) Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SÍMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Anington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. I Peningar PENINGAR LÁNAÐIR út á BÚLÖND OG BÆJAREIGNIR iLeitið upplýsinga hjá agentum í ykkar bygðarlagi eða á aðal skrifstofu félagsins — í lánsdeildinni. THE GREAT WEST LIFE ASSURANCE CO., LTD.. Winnipeg, Manitoba, Canada S LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg — Manitoba Maður, sem færa konu bezta mjöl aldrei bregst, ur heim til poka af RobinHood FLOUR ÁBYGGILEG PENINGATRYGGING f HVERJUM POKA

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.