Heimskringla - 03.07.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.07.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKR1NGLA WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1929 Steinunn Grimsodóttir Stefánsson F. 8. okt. 1847—D. 25. apríl 1929 Um það var getið hér í blaðinu á dögunum, að andast hefði að heimili sonar síns og tengdadóttur, Sigtryggs og Helgu Jónasson á Gimli, ekkjan Steinunn Grímsdó'tir Stefánsson. Hún var kona háöldruð og úr hópi er ærið er orðinn þunnskipaður, þeirra manna, er fyrstir námu land í Nýja íslandi, haustið 1875. Steinunn heitinn var merkiskona á marga lund, vitur og vel gefin, en fáskiftin og frábitin fjölbrotnu sam- kvæmislifi. Áttu æfikjör hennar ef til vill einhvern þátt í því. Æfi- brautin var hálfgjörð þyrnibraut, fram undir siðari árin. Erfiðleikar frumbýlingsáranna margir og sjaldn- ast ein báran stök. Mátti merkja það á orðum hennar, að lífsgleði hennar varð snemma alvörugefin, fremur þó á því hvernig hún sagði frá, heldur en því, sem hún sagði, þvi orðmörg var hún ekki um æfi sina, sízt við þá er hún hafði lítil kynni af. Steinunn var fædd 8. október 1847 á Brettingsstöðum á Flateyjardal í N. Þingeyjarsýslu, bjuggu þar móð- urforeldrar hennar. Foreldrar henn ar voru Grímur bóndi Grimsson er síðar bjó á Egg i Hegranesi og Steinunn Þorkellsdóttir bónda á Brettingsstöðum.Æfin byrjaði með því að foreldrum hennar var nieinað að eig ast, ólzt hún því fyrstu átta árin upp hjá móðurforeldrum sxnum. Að þeim liðnum fór hún vestur í Skaga fjörð, til föður síns, og dvaldi hjá honum fram að þeim tíma að hún giftist, 1873 Jónasi Stefánssyni frá Þverá í Blönduhlíð. Reistu þau bú á Skinnþúfu og bjuggu þar eitt ár, fluttu þá til Ameriku og komu til Kinmount í Ontario sumarið 1874. Þar voru þau þangað til haustið 1875, sem áður segir, að þau fluttu með fyrsta landnema hópnum til Nýja Is- lands. Þar bjuggu þau allan sinn búskap eftir það, fyrst nokkuð norð ur af Gimli, þar sem þau nefndu að Gimsum, en eftir 1882 rétt norðan við Gimlibæ. Þau eignuðust átta börn, og misstu fjögur á unga aldri, í Ontario og á fyrstu árunum í Nýja Salmagundi Enginn,—að minnsta kosti enginn af smurðum þjónum Krists— komst eins langt í þeirri list að smjúga í gegnum sjálfan sig á meðan á stríð- inu stóð, eins og Neu'eM Ehvight Hillis heitinn, prestur við Plymouth Islandi, er svo hétu: Steinunn, Jón, Steinunn og Eugenia. Þau er til ald- urs hafa komist eru: 1. Sigtryggur, bóndi á Gimli, kvæntur Helgu Jón- asdóttur; 2. Steinunn, fregnritari við dagblaðið “Free Press”, gift Andrew Neville Sommerville lækni í Winni- peg; 3. Eugenia, gift Pétri Fjelsted málara í Los Angeles, Cal.; 4. Jón- assína skólakennari, gift Valdemar Briem Friðrikssyni Abralhamssonar,, búa þau sunnan við W'ynyard, Sask. Hinn 1. sept. 1911 drukknaði Jónas maður Steinunnar. Eftir það bjó hún hjá börnum sínum á víxl, en lengst hjá syni sínunx og1 tengdadótt- ur og þar andaðist hún á sumardag- inn fyrsta (25. apríl síðasti.) eftir langvarandi heilsubilun, er hún bar með mestu hugprýði. Útför henn- ar fór fram laugardaginn næstan á eftir, frá heimili sonar hennar, og ísl. Unitara kirkjunni á Gimli. Hús- kveðju og ræðu flutti séra Rögnvald- ur Pétursson frá Winnipeg. Enn- fremur flutti séra Þorgeir Jónsson á Gimli ræðu í kirkjunni. Hún var jarðsett í grafreit Gimlibæjar að við- stöddum ættingjum og flestum síðari ára nábúum hennar. Eru það sögu- lok. Æfiárin liðu hjá, út að tím- ans ósi, stundum sólvermd en eins oft og engu skemur krept undir klaka. Æfi frunxbýlingsins er sjaldnast talin viðburðarík. Stóratburðir ger- ast ekki svo á verði bent. Öfllum breytingum nxiðar hægan, svipað og gróandanum í ríki náttúrunnar. Heimurinn er ungur á þeim slóðum. Það er ekki fyr en hann eldist að hinna miklu breytinga kennir er helztu verða söguefnin. Það er eft irtektavert að af frumbýlingsöldum allra þjóða eru fáar sögur sagðar aðrar en æfintýrin. Þó þessu sé þann ig varið, þarf þó ekki að ætla að frumbýlingsárin líði hjá í þögn og athafnaleysi. Þau eru tilrauna ár, —ár rannsókna og fróðleikssöfnunar um hinn nýja heim sem verið er að nema. Samfara tilraununum eru vanhöldin, vonbrigðin, erfiðið, er ríf- ar bera þekkingu en allsnægtir að launum, er kynni veita af þeim öfl- um og uppsprettum, er hönd og hug- ur verða að eiga félagsskap með og liðveizlu hjá, í baráttunni fyrir líf- inu. Ekki fyr en sú þekking er fengin er land nurnið og heimsbyggð in á hverjum stað komin á fastan fót. Æfibraut frumbýlingsins er órudd ur vegur, þungur og torsóttur; svip ar þannig til vegferðar mannlífsins sjálfs í hinum viðtækara skilning*i. Þegar einu er kynst er annað ónumið og svo áfram spor af sporti til hinsta áfangans. Má ekki svo að orði kveða að þetta sé og lika vegur sannleikans ? —R. P. HAFIÐ ÞJER REYNT Sumar Afhendingu Yora á HREINNI MJÓLK? Þar með fáið þér beztu mjólkina sem þér getið keypt, flutta í full- komnustu kælivögnum sem til Crescent er Gerilsneydd Mjólk, Rjómi, Smjör, fsrjómi, Áfir, Ostur. SÍMI 37101 CRESCENT CREAMERY COMPANY, LIMITED Church í Broklyn, sem Henry Ward Beecher þjónaði fyrrum. I byrjun hældi hann keisaranum á hvert reipi, og var digurmáll um þýzku þjóðina. Einn fyrirlestur sem hann nefndi “Hið nýja þýzka riki,” flutti hann meira en hundrað sinnum. Þar næst snér- ist hann öfugur við og fór að tala á móti Þjóðverjum, og þóttist þá sjá að þeir væru höfundar stríðsins Og ásældust bæði lönd og annan auð. Áður langt um leið var hann farinn að verða hávær um hryðjuverk Þjóð- verja í Belgíu — um -blessuð belg- isku börnin handalausu, o. s. frv. sem aldrei fundust, þegar farið var að leita að þeim. Þegar Bandaríkin sögðu Þjóðverjum stríð á hendur varpaði Hillis af sér síðustu flíkum kristninnar og tók að sýna— myndir af þessum hryðjuverkum, og tala með allri sinni miklu mælsku um þessa barbarisku fjandmenn, sem hann fyrir skömmu -—fyrir peninga—hældi svo röggsamlega. Enginn tók honum fram í bituryrðum og grimd, í garð Þjóðverja, og vel hefði höfundurinn að “Sálmi hatursins” mátt bera kinn- roða fyrir Hillis við samanburð í þeim 'efnum. F'yrir peninga tók Hillis þátt í mörgum viðsjárverðum brellum, og er meir en líkindi til að hempan hafi frelsað hann frá maklegum laga legum gjöldum í eitt skifti að minnsta jkosti. Og svo furðar fólk sig á því, að kirkjan sé á hallandi fæti! En skáld- leg—og kristileg—réttvísi var að verki í þvi, að á síðustu árum Dr. Hillis, er hann fann sig allslausanr. og í niðurlægingu, hafðist hann við á fé, gefnu af þýzkum manni.— (Þýtt úr “The Nation”) —L. F. Dánarminning Þann 21. júní síðastliðinn, andað- ist öldungurinn Jónas Jónsson Hún- ford að heimili sínu í nánd við Mar- kerville, Alberta. Fæddur 4. nóv. 1847 og uppalinn í Langadal, Húnavatnssýslu, og á þeim stöðvum dvaldi hann fram um 35 ára aldur, eða þangað til hann flutti vest ur um haf árið 1883. Kvæntur Margréti Bjarnadóttur frá Stafni, dáinn 15. marz, 1924). Eign- uðust þau 12 börn og af þeim eru 9 á lífi; sex synir og 3 dætur allar giftar.— Margrét, gift T. E. Stew- art, skozkum manni, eiga sex börn; Sigurlaug, ekkja eftir Helga Bardal, býr með Hólmfríði dóttur sinni og Benedikt bróður sínum rausnarbúi á 3-fjórðungum lands; Björg, gift J. Bergström, Svia, eiga eina dóttur. Fimm bræðurnir, Bjarni, Þórður, Stefán, Hannes og Jónas, búa saman umfangsmiklu búi á 1)4 section lands. öll eru þau systkini vel gefin andlega og líkamlega og mjög vinsæl. Sbr. að öðru leyti Almanak O. S. Th. 1911, bls. 52. Ofsagt er það hjá J. J. H. um sjálf an sfg, að hann hafi “enginn ráð- deildar maður verið,” þvi þrátt fyrir alla örbirgð landnáms áranna, ólu þau hjón sjálf og hjálparlaust, upp öll sin börn (eitt dó í bernsku). En má vera að honum hefði látið betur bókleg störf á íslandi, en landbúnað- urinn í Canada, hefði hann átt þess kost. Um tvítugt aflaði hann sér nokkurrar fræðslu og stundaði barna kennslu í byggðarlagi sínu um nokkur ár við góðan orðstír. Hér vestra hefir hann og mörgum fremur markað sér spor í sögu V.- íslendinga fyrir ritstörf, og meðal sveitunga hans i Alberta hefir enginn annar barist fyrir viðhaldi ísl. tungu og þekking á ísl. sögufróðleik. Um mörg ár var hann fréttaritari Heims- kringlu. Var frásögn hans jafnan hispurslaus á látlausu máli svo allir máttu vel við una.— Eins og kunnugt er ritaði hann landnámssögu Alberta íslendinga í Almanák O. S. Th. Er það gert með svo mikilli nákvæmni og óhlutdrægni að i því tilliti mun J. J. H. hafa tekist betur en flestum, ef ekki öllum, sem skrifað hafa um samskonar efni hér vestra. Innanbygðar var hann einn af stofnendum lestrarfélagsins “Iðunn.” Margir ötulir menn og góðvinir hafa stutt að velferð Iðunnar, en enginn j hefir borið hana fyrir brjósti sem Jónas Húnford. Var hann og for- seti hennar frá byrjun til síðastlið- ins hausts. Að skilnaði kvaddi hún hann með skrautlegum sveig á kistu hans. Þann 23. júni var hann jarðsung- inn og lagður til hinstu hvildar í fjölskyldugrafreitinn á landi þvi, er hann nam fyrir 41 ári og byggði á- valt siðan. —P. H. ----------x----------- Fréttabréf frá Innisfail Heiðraði fornkunningi! Héðan er það helzt að frétta að búið var að sá öllu hveiti um maí- byrjun. Þá var veður þurt og kalt. Það spíraði furðu fljótt, en þoldi ekki næturkulið, svo akrar grænkuðu vart fyr en undir miðjan maí, að snjóföl huldi og vökvaði nýgræðing- inn. Regnfall yfir nxaí varð aðeins rúmur hálfur þumlunigur, og meðal- hiti fyrir neðan tíu ára meðal hita- stig. Júní færði okkur fádæma regn- fall um suður-Alberta, svo flæddi um sum stræti í Calgary meðfram ánni, en hér norður frá voru smá- skúrir öðru hvoru; tæplega nóg til þess að grasspretta sé í meðallagi, en þó eru akrar furðu góðir. Fyrsti haglstormur gekk yfir mjóa rein við Markerville, 16. júni, og braut hveitifjöðrina og lagði flata, en snerti ekki viltar grastegundir. Að morgni hins 20. var sex stiga frost, er tók hin viðkvæmu blöð kartöflunn ar og annað matjurtagras ofan að mold. Heilsufar manna er allgott. Ný- látinn er fréttaritari Heimskringlu um margra ára skeið, J. J. Húnforð, eftir langvarandi heilsuleysi og litla fóta- ferð svo árum skifti, rúmlega átt- ræður að aldri. Ritaði hann land- námssögu Islendinga í Alberta, sem kunugt er, og var í mörg ár lífið og sálin i lestrarfélaginu “Iðunn,” og einn af stofnendum þess félags. Skepnuhöld hafa verið ágæt. Þó kom sú blaðafregn nýlega úr suðaust- ur horni fylkisins, að þar hefði kom ið upp bráðapest i fé. Var sendur þangað yfirdýralæknir fylkisins, Dr. P. R. Talbot. Sagði hann pestina stafa af eiturgrasáti. Vex það gras í sendinni jörð, og er hættuílegast fénaði í votviðrum, þegar féð er hungrað eða heitt. Ráðlagði hann að flytja það á frjósamara land og gefa því eitt “dram” af hverju: pot- assium permanganate” og “aluminium sulphate,” útþynnt í mörk af vatni, er væri nóg handa tólf kindum. — Einkenni veikinnar er krampi i kjálk um, froðufall af munni og nösum, á- samt tannagnístran, og drepst féð mjög fljótt. Hér var haldinn ísllendingaclagur 17. júní. Var veður þurt, en ekki neir.n hiti allan daginn. Ræðumenn voru séra Pétur Hjálmssön og Ed- ward Julius Thorlakson, háskóla- kennari frá Calgary. Er það skaði' bókmenntum vorum, ef ræður þeirra deyia út með þeim, er á hlusta, en ekkert viðlit að klípa orð, setning eða efniságrip úr þeim til birtingar, er gefur oft ranga hugmynd um alla ræöuna Skemtiskrá dagsins hef ég ekki við hendina. En söngur, hljóð færasláttur, veitingar og dans stóðu yfir nær alla nóttina. Minnast menn dagsins með ánægju, og þakklæti í garð Islendingadagsnefndarinnar. Með virðingu, þinn velunnari, J. Björnson. Stökur Heimskringla er góðfúslega beðin að birta þessar stökur: Til S. H. frá Höfnutn— Sögunni í þú sjást munt stór sannleikann að verja. Vínlendinga þú ert Þór þússum á að berja. Vorvísa Eygló sendir ylinn sinn inn á lendur snjóvgar gaddi brendan gróðurinn geisla hendin frjóvgar. Lárus B. Nordal. Fréttabréf til Hkr. Churchill, Man., 29. nxaí, 1929. S. Halldórs frá Höfnum! Kæri ritstjóri; Eg hélt að það væri rétt af mér að senda þér fáeinar linur héðan að norð an, þótt ekki sé stórmerkilegt urn að rita. En heldur gekk stirt að komast hingað norður. Við fórum ellefu saman frá Gimli 25. apríl og lentum hér 60 mílur frá Churchill eftir þrjár vikur og mætti okkur þá stórhríðarbylur, sem stóð yfir í níu daga, og voru þrír gufukatlar festir í sköflum sjö mílur frá 445. mílu- Héldum við þar til í tjöldum og vor- um á annað hundrað manns. Þegar veðrið skánaði fóru þrjár vélar með tvo snjóplóga að ná út þeim sem; fastar voru í snjónum og fór ég með til þess að sjá hvernig ástandið væri. Þegar við komum þangað, sem fremsta vélin var, sást ekkert nema reykháfurinn upp úr snjönum, og' hálfa mílu frá vélunum var sjúkra- vagn með 12 veikum mönnum, sem höfðu taugaveiki. Einn var dáinnr er vélarnar náðu í vagninn. Yfir Stofnað 1882. Löggilt 1914. D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary (Piltarnlr Nem öllum reyna aS l>öknaNt) í Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SfMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Ai'lington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. I MO ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Peningar PENINGAR LÁNAÐIR út á BÚLÖND OG BÆJAREIGNIR iLeitið upplýsinga hjá agentum í ykkar bygðarlagi eða á aðal skrifstofu félagsins — í lánsdeildinni. THE GREAT WEST LIFE ASSURANCE CO., LTD.. Winnipeg, Manitoba, Canada LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg — Manitoba Jimmy, May og Robert eru að boiða biaiið bóið til ór RobinHood FI/OUR 7At ÁBYGGILEG PENINGA TRYGGING í HVERJUM POKA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.