Heimskringla - 03.07.1929, Blaðsíða 4
4» BLAÐStÐA
HEI MSKRINCLA
WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1929
Hdntakrin^la
(StofnaU ÍHHB)
KrHiur ri I hTrrJnm mlTlTlk "trfl
- EIGENDUK:
VIKING PRESS, LTD.
868 «K 858 SARGENT AVE , WWiJÍIPEG
TALiSIMIi 86 537
V»r* blaBslns er 83.00 árgangurinn borg-
tet fjrrlrfram. Allar borganir sendlst
the -VIKING PRlESS ltd.
iTGTÚS HALLDÓRS fré Höfnum
Rltstjóri.
VHK
Utanaekrlli tll blaBetnei
TIKIISG PRESS, Lrtd., Dol 8165
ItanAskrlft tll rltstjörnnai
KDITOR HEIMSKR IJiGLiA, Bol 8108
WIJVJilPEG, MA8.
•'Heimskringla ls prublished by
Tbe VlklnK Press Iut’d.
and prlnted by __
CIT* PRINTIJÍG * PIIBLISHWG CO.
853-868 SnrKent Are.. 'VlnnlpeK, Mnn.
Telepkonet .86 58 T
WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1929
samlagsins frá því þaö hóf viöskiftastarfsemi
sína, fyrsta janúar, 1928.*
Eldis- og bcitargripir
Þar eð töluvert mikið af þeim gripum, er
berast oss til markaðs eru eldis- og beitargripir,
þá leizt oss sem betur yrði séð borgið hag frani-
leiðenda vorra með því að stofna sérstaka sölu-
deild fyrir þessa gripi. Hafa nokkrar ráðstaf-
anir verið gerðar í þessa átt. Höfum vér sett
oss í samband við önnur stór gripasölufélög, er
starfa á samvinnugrundvelli i Kanada og Banda-
ríkjunum.
I Ontario hefir “United Farmers Co-Opera-
tive Compány, Ltd.,” ákveðið sig til samvinnu við
oss, og fela gripasamlaginu að annast öll kaup
fyrir sig á þessum gripum. Opnast þar og ný
leið og verður eldiskúm komið eins fljótt og unnt
er til eldisræktunarmanna í Ontario.
Næst oss í Bandarikjunum er “Central Co-
operative Association, Ltd.,” við markaðinn í St.
Paul. Þessi félagsskapur er gripasölusamlag á
ósviknum samvinnugrundvelli, er höndlar um 32%
af öllum búfénaði, er berst að South St. Paul
markaðnum. Samningstilraunir hafa verið gerð
ar við það félag, að það höndli eldis- og beitar-
uxa, er sendir verða til Bandaríkjanna.
Gripasamlagið.
Gripasamlagið mun vera yngsta
samlagið hér í Manitobafylki, annað en
Piskisamlagið, og ásamt því og Hveiti-
samlaginu, sá samvinnufélagsskapur, er
mest tekur til íslendinga, búsettra hér í
fylkinu. Ber það til, að íslendingar hér
nyrðra leggja töluverða stund á gripa-
rækt ekki sízt héruðin um miðbik Mani-
tobavatns, beggja megin. Einnig ber það
og til að íslendingar hafa tekið mjög
þátt í stofnun Grii>asamlagsins, bæði með
því að gerast meðlimir þess; með því að
afla því fylgis, og telja í sínum hópi einn
af þeim er gekkst fyrir stofnun þess, þar
sem er hr. I. Ingaldson, fylkisþingmaður
Gimlikjördæmis. Er hann fjármálaritari
samlagsins og hefir manna bezt og ótrauð
ast unnið að eflingu þess á alla lund. Auk
hans má af íslendingum, er unnið hafa
samlaginu, sérstaklega tilnefna hr. P.
K. Bjarnason frá Árborg, er hefir unnið á-
kaflega mikið og vel að því að skipuleggja
samlagsdeildir fylkishornanna á milli.
Það er því engin furða, þótt íslend-
ingum hér í Manitoba sé hagur Gripasam-
lagsins áhugamál, og langi til þess að
fylgjast með öllu því, sem á daga þess
drífur. Vill nú svo vel til, að hr. Ing-
aldson hefir leyft Heimskringlu grein, er
hann samdi nýlega fyrir samvinnublaðið
‘‘Scoop Shovel/’ og birtum vér hana hér
með:
Viðskiftin í ntaí
I maímánuði tóku gripakvíarnar í St. Boni-
face á móti því nær 25 gripavagnförmum. Þar
af höndlaði félag vort 164 vagna, eða 22.5% af
öllum aðburðinum. Er það hlutfallslega minna
en mánuðinn næst á undan. Vér bjuggumst við
minni aðburði sökum þess, að svo margir af fram-
leiðendum vorum og farmstjórum hafa verið önn-
um kafnir við jarðyrkjuna. Eðlilega sækjum
vér það sem fastast. að aðburðurinn verði hlut-
fallslega sem jafnastur. þótt vér látum ekki augna-
blik hugfallast af því að dálítið sljákki aðburð-
urinn um hábjargræðistímann.. Eftirfylgjandi
tala sýnir aðburðinn í maímánuði að fimm stærstu
gripasölufélögunum:
1. Central Livestock Co-Op... 164 vagnar
2. (fél. þar næst.) ......../............ 94 vagna
3. (fél. þar næst) ..................... 84 vagna
4. (fél. þar næst) ..................... 69 vagna
5. (fél. þar næst) ..................... 64 vagna
í maímánuði gekk gripasala vor dáindis vel
og urðuin vér þess þá varir, að allmargir gripa-
kaupmenn fóru út um sveitir til þess að kaupa
gripi. Arangurinn sést á aðburðinum til vissra
gripasölufélaga, sem var því nær helmingi meiri
en í aprílmánuði. Oss þykir þetta auðvitað leitt,
af því að vér vitum að framleiðendur vorir í
þeim héruðum, þar sem engin samlagsdeild er
skipulögð bíða halla á því að selja gripakaup-
mönnum. Vér höfum orðið þess vísari, að i
þeim sveitum, er engar samlagsdeildir eru, hefir
verðið, sem boðið hefir verið fyrir gripina, og
stundum jafnvel borgað fyrir þá, fyllilega jafn-
ast við það verð, er fengist hefir fyrir þessa
gripi, ef þeir hefðu verið seldir Samlaginu, og er
þetta igert til þess að vekja óánægju i héraðs-
deildunum. Vér viljum enn einu sinni taka það
fram, að þegar gripakaupmenn eru mikið á ferð-
inni út um sveitir, þá getið þér reitt yður á það,
að markaður vor er býsna góður.
“National Livestock Producers,” sem er feikn
alega stórt gripasölusamlag, er hefir umboðssölu-
deildir á þrettán stórum gripamörkuðum í Banda
ríkjunum, hafa igefið í skyn, að það væri reiðu-
búið til samvinnu við oss um að koma út eldis-
og beitaruxum. Verða ákveðnar ráðstafanir
gerðar um það innan skamms.
Er það sannfæring vor, að með þessum sam-
böndum, er nefnd hafa verið, muni samlag yðar
fyllilega getað séð fyrir þeim eldis- og beitargrip
um, er því er falið til sölu.
Arsfundir liéraðsdeilda
Rúmið leyfir oss eigi að telja upp ákveðna
ársfundardaga héraðsdeildanna. Vér vildum vin
samlegast biðja alla félaga, sem utanfélagsmenn,
er vinveittir eru gripasamlagssölunni, að sækja
ársfundi, hvern í sínu héraði. Auglýsingamið-
um er dreift út að tilkynna ársfundina, og bréf
verður einnig sent hverjum samlagsfélaga.
Auk formanns yðar, Mr. Roy McPhail, situr
ársfundinn fulltrúi frá búfénaðardeild rikisins
(Dominion Livestock Branch). Sömuleiðis hefir
verið séð fyrir farmbíl, er hefir meðferðis úrvals-
svín á fæti, til sýningar undir umsjón búfénaðar
deildar ríkisins.
* * *
Vér höfum hvað eftir annað hér í
blaðinu áminnt bæ|ndur, lesendur vora, er
að einhverju leyti vildu sinna samlags-
hreyfingunni, að fyrsta skilyrðið og síð.
asta til þess, að hún geti orðið að fyllstu
gagni öllum framleiðendum, er það, að
menn sýni henni hollustu, hvort sem
menn tilheyra hveiti-, fiski- eða gripasam
lagi. Menn mega ekki láta stundar von-
brigði eða óánægju setjast að hjá sér, eða
yfirbuga sig til þess að skiljast við mál
efnið í einu kasti. Og allra sízt mega
menn láta veiða sig á augnabliks kosta-
boðum einkakaupmanna. Þess betur sem
þeir bjóða, þess skemri tíma eiga þeir
eftir að rýja framleiðandann, ef framleið-
andinn aðeins lætur eigi blekkjast af þeim,
en heldur tryggð við samlag sitt. Því
aðeins bjóða einkakaupmenn betur, að
það er síðasta hálmstráið er þeir grípa,
til þess að leggja í veginn fyrir samlags-
hreyfinguna.sem þeir vita að mylur einok
un þeirra að lokum mélinu smærra. Menn
mega eigi lengur láta blekkjast af skraf-
inu um hina “frjálsu samkeppni.’’ Hún
er æ örar að breytast í miskunnarlausa
samvinnu voldugra einokunarhringa, er
fram leiða ódýrar en einstaklingar geta,
(sbr. allar “keðju” eða samsteypubúðirn-
ar og framleiðsluhringina) og eru smátt
og smátt að útrýma smákóðinu.
Framleiðslu og fjáraflaaðferð þessara
einokunarhringa er hin sama og samlag-
anna. En þjóðfélagsáhrifin eru öll önn-
ur, því í stað þess að hver samlagsfélagi
nýtur ágóðans af viðskiftarekstri sam-
lagsfélaganna, fer nær allur ágóði ein-
okunarhringanna í vasa fáeinna einstak-
linga.
Samlagsbæindur! látið því ekki tæla yð
ur frá hollustu við samlag yðar, þótt endr-
um og eins kunni aðrir örlítið betra að
bjóða í svip. Festið í minni yðar orð
Einars Benediktssonar:
‘‘Bíddu rótt sé boðið ótt
blekktist skjótt sá kættist fljótt.”
einkahagsmunanna byrgin, eini vegurinn
til þess að tryggja yður og afkomendum
yðar langt líf frjálsra manna í landinu. —
---------x---------—
Heimur batnandi fer.
Á öðrum stað hér í blaðinu er frétt
þess efnis, að MacDonaldstjórnin, sem
nýsezt er að völdum í Bretlandi, hafi neit-
að Leon Trotsky, hinum nafnkunna rúss-
neska útlaga, um landgöngu og dvalar-
leyfi. Ástæðan á helzt að vera ótti við,
að Sovjetstjórnin muni eigi verða jafn
fús til saminga við Breta, hýsi þeir Trot-
sky í griðum.
“Tímarnir breytast og mennirnir
með.” Fyrir einum eða tveimur manns
öldrum, eða svo, hýstu Bretar árum saman
tvo nafnkenndustu og áhrifamestu bylt-
ingamenn og pólitízka útlaga síðari tíma,
Þjóðverjann Karl Marx og Rússann Pétur
Kropotkin, fursta. Útlagar úr föðurlandi
sínu, hundeltir og fangelsaðir af lögreglu
þess og annara stórvelda í Evrópu, fundu
þeir hæli á Bretlandi í skjóli hinna íhalds-
sömustu stjórnvaida, jafnt og hinna
frjálslyndustu. Þar fengu þeir ótruflaðir
af leynispæjurum zars og keisara, næði til
þess að rita hvert bindið á fætur öðru af
byltingaritum sínum.
Já, ‘‘tímarnir breytast.” Svo illa hef
ir ófriðurinn mikli og sefasýkin, er hon-
um fylgdi, og gagntekið hefir allan vest-
ræan heim, leikið mannkynið, að fyrsta
verkamannsstjórnin á Bretlandi vogar á
enga lund, að leyfa landgöngu, hvað þá
heldur landsvist, arfþega Marx og Kropot-
kins, er hún í annað sinn hefst til valda
með stefnuskrá, sem á rót sína að rekja
til kenninga þeirra, er þeir fengu að pré-
dika undir verndarvæng íhaldsstjórnanna
á Bretlandi. íhaldið brezka fann aldrei
köllun hjá sér til þess að þóknast svo ein-
valdinum á keisarastóli Rússlands, að það
bannaði landsvist, hvað þá heldur fram-
seldi Pétur Kropotkin. Ramsay
MacDonald, leiðtogi fyrstu jafnaðarmanna
stjórnarinnar á Bretlandi, vill heldur láta
orðstír þann er Bretland hefir tugum og
hundruðum ára samfleytt getið sér, að
vera pólitízkur griðastaður allra manna,
hverrar þjóðar og hvers kyns sem væru,
en að hætta því til að styggja einvaldinn á
lýðræíðisstóli Rússlands. Víst breytast
tímarnir. Og menn eru alltaf, um allar
jarðir, að fullyrða að þeir séu sífeldlega
að breytast til hins betra.
* * *
Auðvitað þarf hvorki Ramsay Mac-
Donald né nokkur brezk blöð, hvort sem
þau vilja koma vörn fyrir hann sjálfan, eða
• þjóðina í heild sinni, að ætla sér þá dul
að telja mönnum trú um það, að Trotsky
sé bönnuð landsvist aðeins til þess að
þóknast Stalin, eða hafa hann góðan til
samninga. Allir vita, að rússnesku
stjórninni er engu síður aufúsa en hinni
brezku, að greiða fyrir viðskiftum milli
þessara tveggja stórvelda með opinberri
viðurkenningu, og að hún myndi hiklaust
verða þegin frá Bretlandi hvort sem
Trotsky væri leyfð landsvist þar eða eigi.
Ástæðunnar er auðvitað að leita
heima á Bretlandi sjálfu. Ramsay Mac-
Donald er enn í of fersku minni orsökin er
honum varð að falli áður, sem sé bolshe-
víkahræðslan á Bretlandi. Hann hefir
ekki algerðan meirihluta í þinginu; verður
að eiga líf ráðuneytis síns undir Lloyd
George. Og han veit, að svo mikið eim-
ir enn eftir af sefasýkinni miklu frá stríðs-
árunum, að honum myndi verða sessinn
óbægur, myndi sennilega verða bylt úr
honum, ef hann vogaði sér að bregðast á
þá dirfsku að leyfa Trotsky landsvist.
Það kann vel að vera að það sé “vit-
urlega” ráðið, að gefa ekki þannig högg-
stað á sér. En það er ómögulegt að
segja, að það stórmannlega ráðið. Það
er jafn sorglegt til þess að vita, að al-
mennri, heilgrigðri stjórnmálaskynsemi
skuii hafa hrakað svo á Bretlandi síðan á
dögum íhaldsstjórnanna (meira eða
minna) um miðju 19. öld og síðari hluta
hennar, að það sem þá var sjálfsagt póli-
tízkt velsæmi skuli nú vera orðið lýðræð-
isgoðgá, eins og til hins, að Leon Trotsky,
eða aðrir pólitízkir útlagar evrópiskra stór
velda og einvalda skuli nú þurfa að leita til
“Hundtyrkjans,” eftir þeim griðastað, sem
Fjárltagsárið, cr cndar 31. maí, 1929
Munið, að samlagshreyfingin
er hið
jafnvel svartasta íhaldið á Bretlandi á 19.
Fjárhagsár samlags yöar endar 31. maí.
Samlagiö hefir nú starfaö i seytján mánuöi, og
vér gefum yður hér með yfirlit yfir ö!I viðskifti
eina, er getur boðið samsteypufélögum öid hafði þó jafnan viðbúinn hverjum sem
—---------- hafa vildi, hvort sem það var í trássi við
*Sjá skýrslu í næsta blaði.—Ritstj. himneska eða jarðneska einvalda.
Bendingar til Ritstjóra
Heimskringlu.
Kvcddu nú “Bcrgi” bœnir,
Bíaðu honum rótt;
Hafðu nú aldrei framar
Fyrir honum Ijótt.
—St. G. St.
Herra Ritstjóri:—
Sálmur eftir S. í Lögbergi dag-
settu 26. þ. m., ber það með sér, að
bending sú, er ég gaf þér í fyrra
bréfi mínu, var ekki um skör fram.
Svo illt sem það er að hneyksla fína
V.-Islendinga á hroðyrðum, tekur
hitt út yfir allt; að skáld Lögbergs
skuli smitast af þvi Ijóta í Heims-
kringlu og taka upp klúryrðin í gæsa
lappir sínar, til að bera þau á borð
fyrir fína lesendur.
Eg býst ekki við að það sé bein-
línis þér að kenna, að Ijót orð í
Heimskringlu flækjast inn í helgi-
dóma Lögbergs. En þér ætti að
nægja að sjá, að svo er, og haga
verkum þínum þar eftir. Einnig er
auðsætt, að hin argvítuga betlistefna,
sem blaðið þit thefir hyllt nú í meir
en ár, er farin að grafa undan göfgi
og sjálfstæði hinna dýrlegustu labba-
kúta. Þú getur því nærri, herra
ritstjóri, hvort ekki hefir komið á
margan sjálfstæðismanninn, þegar
ritstjóri Lögbergs fór að miklast yf-
ir góðum árangri( !) af hinu stór-
kostlegasta betli, sem enn hefir fram
ið verið í sambandi við hina fyrir-
huguðu íslandsför. I stuttu máli:
telur það frú Thorstinu Walters-
Jacksön til heiðurs, að hafa komið
ágætum Bandaríkja-Islending upp í
þá hörmulegustu betliför, sem enn
hefir farin verið til nokkurra stjórn
arvalda í Ameríku, af hálfu Islend-
inga.
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hiu
viðurHenndiu meðuJL, viið bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mlörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfabúff
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Companyr
Ltd., Toronto 2, Ont., og send*
andvirðið þangað.
þau ná ekki til allra Vestur-lslend—
inga. Eg, til dæmis, tilheyri hvor-
ugum, neita að fara inn i garðinn,-
er ekki einu sinni séra Guðmurrdur^
hvað sem öllum áttavitum líður. Er
bara,
þinn sami,
Jón Jónsson (Utangarðs>
Hjörtur Þórðarson
heiðraður af
Wisconsinháskólanum
Á mánudaginn 24. júní sæmdi
hinn nafnkunni fræðimaður og rit-
höfundur dr. Glen Frank landa vorrx
Hjört Þórðarson,, rafmagnsfræðing
0 tempora! O mores!
Hefir þú gert þér grein fyrir því,
herra ritstjóri, hverjar afleiðingarn-
ar kynnu að verða, ef Lögberg lærir
svona af blaði þínu Ijót orð og Ijótar
stefnur? Þú getur sa.gt sem svo, að
margt sé gott og vel hugsað í
Kringlu, og að Lögberg geti tekið
það upp; að ritstjórinn hafi Manna-
siði og þetta nokkuð. En ég er ó-
viss um að í þeirri bók sé nokkuð
gert ráð fyrir því hvernig íslenzk-
ameríkanskir menningarmenn eiga að
haga sér, þegar til þess kemur að
rita í Lögberg. Svo verður þú að
muna það, að þegar sum börn eru
fyrst að læra að tala, nema þau helzt
blótsyrði og annan ljótan munnsöfn-
uð.
Þessar aðfinnslur mínar eru gerðar
í góðu skyni, og svo ég færi þér heim
sanninn um að ég vil blaði þínu vel,
leyfi ég mér að gefa þér nokkrar
vinsamlegar bendingar viðvíkjandi
stefnu þeirri, sem blað þitt ætti að
taka framvegis.
Mér finnst vel til fallið að þú fær-
ir á fjörurnar við helztu rithöfunda,
sem skrifa í Lögberg, og beiddir þá,
allra náðarsamlegast, að rita einnig
í Heimskringlu. 1 fyrstu myndi
þeim finnast þetta ósanngjörn bón,
en sýndir þú þeim fram á að það
væri hreinleik Lögbergs i hag, myndi
sanngirnin hjá þeim láta sig. Svo
væri ágætt að ráða einhvern sterkan
Islandsvin, fyrir næstu hundrað ár,
til þess að rita lof um Canada, Vest-
urlandið, og enda síðustu greinina
á sálmi. En það sem inest er árið-
andi er að fara með hvert skrif, sem
Heimskringlu berst, til ritstjóra Lög-
berigs, og láta hann dæma um hvort
blaðið rnegi flytja það (samkvæmt
Mannasiðum).
Einnig er mjög áríðandið að nafn,
aldur, lífsstarf, œtt og uppruni höf-
undarins sé nákvæmlega greint, þvi
slíkt skiftir niestu. Islendingar yfir
leitt, bæði hér og heima, geta ekki
bundið sig við stefnu eða málstað,
þeir verða að ná í manninn sjálfann.
Þetta mun vera ein sú ættarfylgja,
sem við erum stoltastir af. Svo er
heldur ekki þægilegt að uppnefna
þann, sem ritar, svo nokkur mynd sé
á, fyrir hinn, sem engin deili veit
á henum. Þó hefir þetta tekíst
(nefnilega Spenamenn og Labbakút-
ar), en menn bara hlægja að þessum
nöfnum. Þeim fylgir ekki lengur
islenzk alvara, og þau hafa ekkert
að segja lengur, sem sannanir i deil-
um. Svo eru þau ekki einhlit, fyrst
frá Chicago meistaratitli í heiðurs-
skyni (Master of Arts Honoris
Causa) fyrir hönd Wisconsinháskól-
ans, er dr. Frank veitir forstöðu. Var
ávarp hans til Mr. Thordarson á-
þessa leið:
“Mr. Thordarson:
Because you have brought to your
profession the genius of invention:
because you have displayed a richness
of mind and spirit that has refused
to be imprisoned by the technical
concerns of your craft: because yoa
are a living exempiar of that self-
education, into which universities
must increasingly strive to reach and
teach their students: because you
have brouight a disciplined intelligence
and unique insight to the collection
and care of rare lore: and because,
on your private holdings in Wiscon-
sin, you have given the State a
dramatization of what a far-sighted
philosophy of conservation may mean.
I am happy to confer upon you the
honorary degre of master of arts.”
Þýðing
Mr. Thordarson:
Sökum þess, að þér hafið boriö
snilligáfu uppfyndinganna að köllun
yðar: sökum þess, að hjá yður hefir
komið í ljós andagift og gáfnaþrótt-
ur, er aldrei hefir látið á sig festa
tæknisfjötra iðngreinar yðar: sökum
þess, að þér eruð lifandi dæmi þeirr-
ar sjálfsmenntunar, sem háskólarnir
verða stöðugt að keppa eftir að gera
handbæra stúdentum sínum: sökum
þess, að þér hafið beitt taminni skyn-
semi og einstæðri skarpskyggni vi'ð
söfnun og umhyggju sjaldgæfra
fræða: og sökum þess, að þér hafið
á einkaeignum yðar í Wisconsin
gefið ríkinu lifandi sýnishorn af þvx
hvers framsýn varðveizlu-lífsstefna
er megnug, þá er mér það ánægja
að veita yður fræðameistaranafnbót
í heiðursskyni.”
* * *
C. H. Thordarson er algerlega
sjálfmenntaður maður, er .með gáf-
um sínum og eljanþreki eingöngu hef-
ír komist í fremstu röð starfsbræðra
sinna.
En hann er ekki einungis afburða
maður á því starfssviði er hann hefir
valið sér, og sem hann opinberlega er
kenndúr við. Hann er einn af þeim
fágætu mönrrum, er ávalt virðist
hafa af nægum tima að taka frá að-
alstarfi' sínu, jafnvel til þess að efla
sig til afburða í öðrum greinum.