Heimskringla - 03.07.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.07.1929, Blaðsíða 6
6. HLAÐStÐA HEIMSKRINCLA WTNNIPEG, 3. JÚLÍ 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. I ‘‘Eg skil þig naumast,” svaraöi hertoga- frúin kuldalega, en í hjarta sínu vissi hún að hún var ekki að segja sannlejkann. “Hvernig líður Virgli þínum?” spurði hún og breytti um umræðuefni. ‘‘Eg er hræddiur um að ryk og kongulóarvefur hafi safnast á hina ágætu bók í þessu annríki og áhyggjum upp á síðkastið.” "Hann mun ávalt eiga sér hæli í hjarta. mínu,” svaraði Ekkehard, “enda þótt bók- fellið skemdist. En mér datt í hug fyrir fá- «im augnablikum síðan það, sem hann segir akuryrkjunni til vegsemdar. Eg leit á þetta litla skógvarða hús, dökk, frjósöm akurjörð á brekkunni framundan því, nýgift hjón eiga að búa þar og vinna með lújárni og plóg brauð sitt úr skrauti móður jarðar. Eg fann nærri því til öfundar, er ég mintist myndar Virgils. -er hann talar um hið þægilega, kyrláta líf, örugt, öllum skaðlaust, en gnægð er þar af heima-brauði..... kolagrafir og veiðivötn, .... skuggasælir lundar, sem bjóða til hvíldar og svefns.’’ “Já, þú átt létt með að finna tilvitnanir,” svaraði Heiðvejg hertogafrú. “En mér virð- íst sem öfund þinni hafi alveg sést yfir skyldur Cappans við að drepa moldvörpur og akurmýs. og svo vetrar gleðin! Þegar snjórin nær eins og veggur alla leið upp undir þakskegg, svo jað dagsbirtan veit ekki inn um hvaða rifu hún á. að reyna að smjúga-----” ‘‘Eg gæti jafnvel borið slík óþægindi með .jafnaðargeði," svaraði Ekkehard, “og Virgil ssegir okkur frá því er húsbóndi og húsfreyja leitast bæði í senn að vinna á næturþeli og halda eldinum vakandi. Hann skerpir kyndla í rökkrinu hún stingur skyttunni í gegnum vef- inn og syngur til þess að reka leiðindin á braut.” ‘‘Húsfreyjan?” kváði hertogafrúin mein- lega; “en ef hann skyldi nú enga konu eiga?” FYá enginu hinumegin braust út mikill hlátur og kátínaóp. Þeir höfðu sett nýja skyidmennið upp á viðarborð og báru hann hátt í lofti eins og þeir höfðu borið nýkosna konunga sína á skjöldum í fyrndinni. ‘‘Og hann áti enga konu,” sagði Ekkehard annars hugar. Honum var brennandi heitt á enninu, og hann strauk hægri hendinni um það. Hvert sem hann leit varð eitthvað fyrir sjónum hans, sem olli honum sársauka. Þarna fyrir handan var fagnaðaruppþot í tilefni af hjú- skapnum, hertogafrúin var við hlið hans og fjöllin glitruðu í fjarska. Áköf ömurleika-til- finning sótti á hann, en hann bærði ekki var- írnar. ‘‘Vertu sterkur og þögull,” sagði hann <einbeittlega við sjálfan sig. Sannleikurinn var sá, að hann var ekki lengur sjálfum sér líkur. Hinn kyrláti friður, sem hvílt hafði yfir honum, er hann dvaldi með al bóka sinna í klaustrinu, hafði vikið frá hon um. Bardaginn við Húnana og öll æsingin, sem honum var samfara, hafði víkkað útsýni hans, og þau merki velþóknunar, sem her- togafrúin hafði sýnt honum, höfðu komið á stað ákafri baráttu í sál hans. Mynd hennar sótti á hann dag og nótt, eins og hann minnt- ist hennar, er hún stóð frammi fyrir honum, hengdi verndargripinn um háls honum og spenti á hann belti mannsins hennar. Og er hann átti örðugast, læddist. ásökunin við sjálf- an hann fyrir að hafa þegið gripina, eins og skuggi inn í hugskot hans. Frú Heiðveig hafði ekki hugmynd um ástríðu þá, er geisaði í hjarta hans. Henni hafði tekist að láta sér þykja minna til um hann, því hún fann til djúprar auð mýkingar yfir því að hann virtist ekki skilja neitt, er hún gaf honum undir fótinn. En hún hafði ekki fyr litið hann augum að nýju, áhyggj ur á göfuglega enninu og þegjandi sorg í aug unum, en gamli leikurinn hófst að nýju. ‘‘Ef þú hefir svona mikið yndi af bænda- iðjunni,” mælti hún hálf gletnislega, ‘‘þá gæti ég ef til vill orðið að liði. Ábótinn hefir ert mig með að biðja um ágætasta blettinn í lönd um mínum, rétt eins og það væri brauðmoli, sem umsvifalaust væri hristur af dúknum á borðinu.” Það brakaði í greinunum að baki þeim, en þau veittu því ekki athygli. Það glitti í eitt- hvað brúnt og svart í gegnum laufið. Var það refur eða var það munkakufl? ‘‘Eg skal gera þig að ráðsmanni yfir því,” hélt frú Heiðveig áfram. Þá getur þú haft gnægðir þess, sem þig vanhagar nú svo mikið um, að það hefir gert þig þunglyndann. Ses- pach liggur á fögrum stað við Rín, og gamla hæðin, eisarastóll, hefir það til síns ágætis að vera fyrsti staðurinn í landinu, þar sem vín hefir gróið. Fólkið þar er gott og dyggðugt, fenda þótt það tali ófagra tungu.” Ekkehard leit ekki upp frá jörðinni. “Eigi hefi ég gáfur Virgils, en þó get ég lýst lífinu þar. Hugsaðu þér, að komið sé haust. Þú hefir lifað heilnæmu lífi, farið á fætur með sólu, og gengið til rekkju með hænsnaungunum g nú er komið að vinnu- uppskerunni. Frá hæðunum flykkjast til þín menn og meyjar, og bera körfur, fullar af vín- þrúgum. Þú stendur við dyrnar------” Aftur mátti greina þruskið í runnanum. “—og hugsar um, hvernig vínið muni reyn ast og minni hvers þú eigir að drekka í því. í fjarska sérðu Vogesfjöllin, björt og blá eins og Alpatindana þarna. Og er þú ert á þetta að horfa heyrist jódynur og vagna frá gamla Breis ach-þjóðveginum. Jóreykurinn boðar komu ferðafólksins. Þú lítur upp og —jæja, meistari Ekkehard, hver er það, sem er að koma?” “Hver?” spurði hann lágt. “Hver annar en húsmóðir þín, sem aldrei hefir gefið upp sin konunglegu réttindi, að mega rannsaka hvernig þjónar hennar stjórna í hennar stað.” ‘‘Og svo?” spurði Ekkehard. “Svo? Eg mun þá krefjast fræðslu um, hvernig Meistari Ekkehard hefir gegnt starfi sínu, og allir munu segja: Hann er góður og dygur og lægi hann ekki eins mikið yfir hand- ritúm sínum, myndi oss falla enn betur við hann.” “Og svo?” spurði Ekkehard enn að nýju. Rödd hans var annarleg. “Þá mun ég segja með orðum ritningarinn ar: Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.” Ekkehard var eins og agndofa. Hann rétti upp arminn, lét hann aftur falla niður, og stóðu tár í augum hans. Honum leið mjög illa. En rétt í þessu læddist maður varlega út úr runnanum. Þegar hann var kominn út á vöMinn lét hann kufl sinn, er hann hafði strengt um mittið, falla ofan. Hann leit enn einu sinni til baka á þau tvö, er eftir sátu, og kinkaði kolli eins og maður, sem gert hefir uppgötvun. Hann hafði áreiðanlega ekki ver- ið að skríða inn um kjarrið til þess að tína fjólur. Smátt og smátt hafði svo farið með veizlufagnaðinn, að hann var að komast nær því stigi, er allt er á fulkominni ringulreið. Mjöðurinn hafði haft áhrif á marga. Einn maður hafði hengt yfirhöfn sína upp í trjá- grein og virtist haldinn af óstjórnlegri löngun til þess að berjast við hvern sem væri; hins- vegar var annar, sem sóttist fast eftir að fá að faðma alla, en þá þriðji, sem mintist þess að hann hafði stolið mörgum kossum af Friðrúnu fyrir tíu árum síðan, sat þungbúinn við borðið —Þar sem hann hafði tæmt eigi allfáa bikara— leit á maurana, sem skriðu við fætur hans, og sagði upphátt: “Hæ, þar eru allar eins!” “Piltarnir báðir, sem höfðu verið svo feimn ir, er þeir áttu að bjóða hertogafrúnni um morg uninn, voru nú að leika þýzkan leik við skyld- mennið nýja—Húnann. Þeir höfðu dregið stærðar lak út úr brúðarkistunni einni, slengdu Cappan á það, gripið var sterklega í öll fjögur hornin, en vesalingnum varpað upp í háa loft eins og hann væri einhver ný tegund af læ- virkja. Húninn tók þessu öllu með sínu vana lega jafnaðargeði sem vott um vináttu og virð ingu og botnveltist á lakinu í bezta skapi. Allt í einu rak Ftiðrún háa upp svo mikinn skræk, að allir snéru sér við og þeir, sem voru að leika sér með lakið, höfðu nærri því látið það falla sér úr höndum. Afskaplegu gleðiópi laust upp frá mannsöfnuðinum, ópi, sem var svo langvarandi og ofsafengið, að svo virtist sem jafnvel fjöllin horfðu undrandi umhverfis sig — og höfðu þau þó hlýtt á margan æðis- genginn storminn. Adifax og Hadumoth höfðu komið í ljós úr ferð sini frá Húnunum, þar sem þau höfðu verið herteknir fangar. Adifax teymdi klyfja- hestinn með fjársjóðnum, en Hadumoth gekk broshýr við hlið hans. Þau höfðu þennan dag fyrst séð tindinn á Hohentwiel, sem þau þekktu svo vej, og þau höfðu hljóðað upp fyrir sig af fögnuði. “Segðu þeim ekki frá neinu,” hvíslaði Adi- fax að litlu telpunni, um leið og hann faldi kistlana í körfunum undir víðistágum. Friðrún var fyrst til þess að stökkva á móti þeim og taka Hadumoth í fang sér. ‘‘Velkomin, litli týndi veslingurinn!” “Drektu litli lúðramaður, drektu litli félagi!” úr öllum áttum heyrðust kveðjurnar, því að allir vissu að Adifax hafði verið tekinn hönd- um, og allir réttu honum nú vínskálarnar sín- ar. Börnin höfðu rætt um það sín á milli, hvað þau skyldu gera, er þau hittu hertogafrúna. “Við verðum að þakka henni ósköp vel,” sagði litla gæsatelpan, “og ég verð að gefa henni gulldalinn aftur. Eg fékk Adifax fyrir ekkert, ætla ég að segja við hana.” “’Nei,” svaraði Adifax, ‘‘við skulum leggja tvo stærstu gullpeningana við hliðina á dalnum þínum, og biðja hana að halda áfram að vera okkar náðug frú. Það á að vera vottur um þakklæti okkar og mín sekt fyrir að hafa felt Skógarkonuna.” Svo þau höfðu nú gullpeningana til reiðu. Hertogafrúin og Ekkehard sátu enn undir furutrénu stóra. Þetta skyndilega uppþot hafði truflað samtal þeirra um jarðrækt. Prax- edis kom hlaupandi til þeirra til þess að færa þeim þessar ágætu fréttir. Og á eftir henni komu útlagarnir og leiddust. Þau krupu á kné frammi fyrir hertogafrúnni. Hadumoth hélt á dalnum og Adifax rétti henni gullpeninga tvo. Hann reyndi að tala en náði ekki valdi á röddunni. Heiðveig hertogafrú snéri sér með hinum prúðmannlegasta tignarsvip að þeim, sem á horfðu og mælti— “Þessi fallegi gamanleikur þessara litlu þegna minna veitir mér tækifæri til þess að sýna þeim rnildi mína.” Hún braut þvínæst grein af hezlivið þar rétt hjá, gekk fram, sló allt í einu gullpening ana úr höndurn barnanna, svo að þeir hrukku langt út í grasið, snerti hvort barnið fyrir sig og mælti: "Standið upp, bæði! Frá þessari stundu skulu enginn skæri stytta hár ykkar. Þið krupuð niður sem þrælar að Hohentwiel, þið standið upp sem frjálst fólk. Og megið þið unna hvort öðru eins innilega sem frjálsar manneskjur eins og þið hafið hingað til gert.” Þetta var aðferðin til þess að veita frelsi samkvæmt saliskum lögum. Á sama hátt hafði Lotarius keisari hrist gullpeninginn úr hendi gömlu þernunnar Doda, og um leið sleg- ið af hálsi hennar oki þrældómsins. Adifax var af Franka-ættum og fyrir þá sök hafði her- togafrúin ekki fylgt þýzkum sið við þetta tæki- færi. Börnin stóðu á fætur. Þau höfðu vel skil ið hvað fram var að fara. Geitnasmalinn litli fann til svima. Gamli draumurinn hans um frelsi og gullinn fjársjóð—allt hafði ræst. Þetta var varanlegur veruleiki og hélt áfram að vera það, alltaf, alltaf! Honum varð litið á alv- arlegt andlitið á Ekkehard, og hann varpaði sér, og Hadumoth með honum, fyrir framan fæt ur hans og hrópaði: ‘‘Vér þökkum þér einn- ig, faðir Ekkehard, því að þú varst okkur svo góður!” “En sú óheppni, hvað orðið er framorðið,” sagði Praxedis, “annars hefðir þú getað bundið annað hjúskaparbandið, eða að minnsta kosti trúlofað þau hátíðlega. Því sannarlega eru þessi tvö ekki síður valin hvort fyrir annað, en hjónin þarna fyrir handan.” Ekkehard horfði langa hríð bláum augum sínum á börnin: Því næst lagði hann hönd sína á kollinn á þeim og gerði krossmark yfir þeim. “Hvað er hamingja?” sagði hann svo lágt við sjálfan sig. Rudimann byrlari reið seint um kveldið heim í klaustrið sitt. Vaðið var gott og hann reið yfir í eyjuna. Frá klefa ábótans bar enn birtu út á vatnið. Rudimann barði þar að dyrum, lauk hurðinni upp í hálfa gátt og mælti: "Eyru mín hafa heyrt fleira í dag en þau fýsti að heyra. Það er öllu lokiö með Ses- pach-eignina við Rín. Hún ætlar að gera þennann brjóstmylking frá St. Gall að ráðs- manni þar.” “Varium et mutabile semper femina! Konan er ávalt óstöðug og hverflynd,” tautaði ábótinn án þess að líta við. ‘‘Góða nótt!” 17. KAPÍTULI Málfærzla Gunzos gegn Ekkehard Meðan þeir atburðir voru að gerast á ströndinni við Constance-vatnið, er skýrt hefir verið frá, sat munkur í klefa sínum langt vest ur í Belgíu, í klaustri St. Amandusar sur l’Elon. Hann sat þarna eins og heillaður, dag eftir dag, hverja stund er klausturaginn heimilaði. Veturinn kom með frosnar ár og snjóþakta velli—hann veitti því naumast athygli; vorið kom og rak veturinn á braut—hann hirti eigi um það. Bræður hans töluðu um ófrið og slæm tíðindi frá Rínarlöndum—hann hlustaði ekki á þá. Stólar og bekkir í klefa hans voru þaktir með handritum—það var eins og allt bókasafn klaustursins væri komið hingað inn— og hann las og las, eins og hann væri að reyna að uppgötva fyrstu orsök allrar tilveru. Á hægri hönd honum lá Saltarinn og heilög ritn ing í stórum bunka, á vinstri hönd voru skáldrit gullaldarmanna. Hann hljóp ekki yfir neina blaðsíðu, las hvert orð, stundum birti yfir alv- arlegum svipnum af illgirnislegu brosi, og hann flýtti sér að r’ita nokkurar línur á bókfellsræmu. Var hann að grafa gull og dýra steina upp úr námum fornrar speki? Nei. “Hvað getur hafa komið fyrir bróður Gunzo.” Spurðu munkarnir hvern annan. “Fyr á tímum gekk munnurinn á honum eins og mylnukvörn og hann lét bækurnar að jafn- aði í friði. Þær geta ekkert kennt mér, sem ég ekki veit fyrir, var hann vanur að segja— en nú? Penninn hans rispar nú og skvettir, svo hægt er að heyra það um öll klausturgöng- in. Ætlar hann sér að verða ritari eða ráð gjafi keisarans? Ætli hann sé að leita að vizkusteininum, eða er hann að rita lýsingu á ferðum sínum um ítalíu?” En bróðir Gunzo hélt áfram iðkunum sín- um. Hann tæmdi vatnsbrúsann sinn og las gullaldarritin, án þess að láta nokkuð á sig fá. Fyrstu þrumuskúrarnir skullu á og boðuðu mið sumarið, sem var að nálgast með þunglamaleg an hita sinn. En það skifti engu máli hvort þrumur gengu eða eldingar lýstu—hann hvik- aði ekki frá bókum sínum. Oft stökk hann upp úr fleti sínu á nóttunum og þreif pennann, eins og til þess að skjalfesta einhverja snjalla hugsun, er honum hefði hugkvæmst í svefni: hugsanirnar höfðu of oft gufað burtu, án þess að hann fengi fest hald á þeim og komið þeim í ritað mál. Samt miðaði honum látlaust að markmiðinu. “Enn mun dagurinn upp renna!” sagði hann við sjálfan sig og huggaði sig við fyrirheit Homers um leið og hann lagð- ist aftur í hvílu sína. Gunzo var í broddi lífsins meðalmaður á hæð og þrekinn, og þegar hann stóð á morgn- ana frammi fyrir vel fægðum málmspeglinum og lét augu sín dvelja lengur en nauðsynlegt var við sfna eigin mynd, þá strauk hann rauð- leitt skegg sitt á þann hátt, að það minnti á mann, sem var í þann vegin að ganga til or- ustu og hættulegra vígaferla. í æðum hans rann bæði Franka blóð og Kelta, og hið síðarnefnda olli því, að hann hafði mikið af því fjöri og þeim hvatleik, er þá skort- ir, sem eru af hreinum germönskum ættum. Fyrir þessa sök hafði hann agað og eyðilagt fleiri eintals-ræður en bróðr í þýzku klaustri hefði gert á jafnlöngum tíma. Þrátt fyrir það hafði hann fullkomið vald yfir óróleika holds síns, og h in hélt fótunum í skefjum undir al- þöktu skrifborðinu. % Það var blítt sumarkveld. Penni Gunzos, sem hafði hamast yfir þolinmótt bókfellið, tók að hægja á sér. Hann nam staðar, dró fáeina drætti í viðbót, og sveipaðist að lokum yfir bil- ið, sem eftir var, í stórum, voldugum sveigum, en blekiö flóði yfir bókfellið og skildi eftir stóra bletti, eins og svört stjörnumerki. Hann hafði ritað síöasta orðið, Endir! Hann reis upp frá stólnum og varpaði önd inni eins og maður, sem loksins hefir tekist að létta þungri byrði af sál sinni, leít snöggvast á það, sem lá skrifað fyrir framan hann og mælti í miklum alvöruróm: ‘‘Lof sé hinunx heilaga Amandusi! Oss er hefnt!” Hann hafði á þessari stundu hrifningar- innar lokið við ádeilurit, skammaritling, sem var tileinkaður bræðrafélaginu í Reichenau en ritaður gegn Ekkehard, dyraverðinum í St. Gall klaustrinu. Aldrei hefði hinum glóhærða túlk Virgils geta komið til hugar, er hann kvaddi klaustur sitt til þess að setjast að í Hohentwiel, þótt hann hefði rannsakað leynd- ustu skot hugar síns og endurminninga, að tií gæti verið maður, sem ætti það eitt markið og beitti öllu sínu námi að því einu, að fá hefnt sín á honum. Því Ekkehard var hjartagóður og skaðlaus eins og dúfa, og gerði ekki viljandi flugu mein. Og þó var því svo farið.. Mhrgt getur gerst milli himins og jarðar í huga lær- dómsmanns, sem skynbærum manni mætti virðast næsta fráleitt og fjarri öllum sanni. Dutlungar sögunnar koma fram í því, hvað varðveitist, engu síður en því, hvað glatast. Gömlu þýzku sagnirnar og hetjukvæðin, sem Karl keisari hafði látið safna og endurrita, með svo mikilli vandvirkni, áttu að hafa farist í ryki tímans. En verk bróður Gunzos, sem engum þeim varð að gagni, er lásu það, hefir varð- veizt eftirtímanum. Skal hér skýrt frá ódæði því, er olli hefnd hins lærða ítala, með hans eigi norðum. “Um all langan tíma,” þannig ritar hann vinum sínum í Reichenau, “hafði hinn mikils- virti og elskaði konungur Ottó, staðið í samn- ingum við hina ítölsku höfðingja um það að senda mætti mig til landa hans. En með því að ég var engum háður, og eigi af svo lágum stigum að unt væri að þröngva mér til þessarar breytingar á högum mínum, þá sendi hann mér sjálfur bónarbréf og afleiðing þess var sú, að ég hét að verða við tilmælum hans. Þannig stóð á því að er hann yfirgaf ítalíu, þá fór ég skömmu síöar á stað á eftir honum í þeirri trú, að konni mín myndi engum valda tjóni en ef til vill verða mörgum til góðs. Því hvert getur ekki ástin á náunganum og löngunin til þess að verða honum til hjálpar rekið mann? Þannig lagði ég af stað í ferð mína, ekki eins og Breti, vopnaður skeytum dómsýkinnar, heldur í frið- samri þjónustu kærleika og þekkingar. “Yfir há f jallaskörð,. gegnum þröng gil og djúpa dali hélt ég, þar til ég kom til klausturs ins St. Gall, og var ég svo yfirkominn af þreytu ér ég kom þangað, að ég fékk ekki notið handa minna, svo voru þær loppnar af fjallakulinu, og ég varð að biðja um hjálp til þess að komast af baki múlnum mínurn. “Sú hafði verið von ferðamannsins, að mætti finna friðsaman stað innan klaustur- veggjanna, og ég bjóst við að mér yrði að von minni, því að ég sá munkana standa í röðum, horfandi til jarðar og fámáluga. Eg var þess vegna óviðbúinn öllum óþægindum, þótt svo undarlega hafi viljað til, að setning Juvenals um falska spekinga sótti sífellt á hug minn: Þeir eru sparir á málið, en illgimin felur sig í þögninni! Og hver hefði getað trúað því að þesis heiðingi væri svo gæddur spámannlegu innsýni, að hann sæi fyrir spillingu manna, sem löngu síðar báru munkakufl?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.