Heimskringla - 02.10.1929, Síða 1

Heimskringla - 02.10.1929, Síða 1
FATALrrVV OO HRBlMSlTlf Slml 87244 — tvær llnnr Hnrtar hrelnaatSlr og endnrnýJaVlr. Betrl tarelnnun Jafnðdýr. A*»tustu nýtizku iitunar og fatahralnn- unarstofa i Kanada. Vark unntS 4 1 átL r cJVWti ,Rev. R- WtuiMon * I 45 Hom1^ and SIMCOB STR. Winnlpeg —*— Man. XLHL ARGANGUR -.777'.- HELZTU FRÉTTIR *-----------------------'* KANADA *—----------------------* í Brandon fóru fram almennar bæj- arkosningar á laugardaginn til þess, að ákveða, hvort bærinn skyldi kaupa raforku af rafvirkjun fylkisins, eða af einkafélögum. Fóru kosningarnar svo, að samþykkt var með 2,386 at- kvæðum gegn 921, að kaupa orkuna af fylkinu. Voru 402 atkvæði greidd með því fram yfir nauðsynlegan rneirihluta (þrjá fimmtunga atkvæða). Eru þessi úrslit í algerðu samræmi við almenna atkvæðagreiðslu í ágúst- mánuði 1925, þegar Brandonbúar vís- aðu á bug samningi við “Canada Gas and Electric Co.,” er hefði bundið bæinn við afskifti við það félag næstu tuttugu árin. Cater borgar- stjóri í Brandon hefir barist mjög fvrir því, að bærinn keypti orkuna af fylkinu, og hefir því í ]>essum kosn- ingum unnið glæsilegan sigur. Frá Saskatoon var símað á laugar- daginti var, að forsætisráðherrann nýi, dr. J. T. M. Anderson, hefði sagt í ræðu er hann flutti þar í mið- degisveizlu, að Sask.-fylki yrði nú mjög bráðlega að taka ákvörðun um það, hvort það ætlar að halla sér að fylkisrafvirkjun framvegis, eða hvort það ætlar að hjakka í sama farið og áður, nefnilega að leyfa einkafélögum að festa kaup á hverri raforkustöð bæja og héraða á fætur annari, að því er dr. Anderson sagði. Ef slíkt ætti að haldast einkafélög- unum uppi, kvað hann að ómögulegt myndi verða að koma nokkurri mynd á opinbera virkjun í fylkinu. Hefði átt að vera búið að ráða fram úr þessu fyrir ári síðan. Á föstudaginn var flutti A. J. Mc- Phail, forseti Hveitisamlagsins, er- indi í Regina, er víðvarpað var það- an, þess efnis, að aldrei hefði sam- lagið sýnt eins vel og í ár, hvers það væri megnugt. Fyrsta árið hafði Samlagið höndlað 81,000,000 hveiti- mæla; annað árið 187,000,000 mæla; þriðja árið 180,000,000; fjórða árið 210,000,000, og fimmta árið 245,000,- 000, og þar að auki 35,000,000 mæla af grófkorni. Arið 1925 hefði samlagið starfrækt 89 kornlyftur og ihöndlað um 20 pro cent. . af öllu hveiti í Sask.-fylki, er til markaðs hefði verið sent. En í ár starfrækti samlagið 1,028 kornlyftur og höndl- aði um 90 pro cent. af öllu markaðs- bæru hveiti innan fylkisins. “Fyrir hér um bil ári síðan,” sagði Mr. McPhail, “komust hveitisamlögin að þeirri niðurstöðu, að kornnefndar- fúlltrúarnir (board of grain commis- sioners) gegndu ekki svo starfi sinu, að til nokkurs gagns væri bændurn í Kanada. Öhætt er að fullyrða, að fyrir áhrif samlagsins var þessum mönnum vikið frá starfi innan átta til tíu mánaða og kornnefndin skip- uð, allt öðrum mönnum, er vestur- fylkjabændur gátu fýllilega treyst.” Mr. McPhail andmælti algerlega þeirri staðhæfingu, að Hveitisamlagið hefði ekki haft nein áhrif á verðlag liveitisins frá Kanada. Kvað hann órækar sannanir fyrir því, að sökum þess að samlagið hefði höndlað meir en helming alls hveitis, er til markaðar hefði komið frá Kanada síðustu fimm árin, þá hefði starfsemi þess borið þann árangur, að hærra meðalverð hefði fengist fyrir hveiti frá Kanada, en frá noklc uru öðru landi, er hveiti hefði flutt til útlanda á þessu tímabili. — “T. Eaton Co., Ltd.,” hefir efnarann- sóknarstbfu, þar sem að greindur er ýmiskonar varningur út í yztu æsar. Nýlega hefir þessi efnarannsóknar- stofa rannsakað Tyndall byggingar- steininn, sem svo mikið er af hér í Manitoba, og flestir kannast við, til dæmis frá þinghúsinu hér. Kom þessi rannsókn til af því, að fyrirhugað hafði verið, að nota þessa steinteg- und i hina miklu nýbyggingu Eaton féalgsins í Toronto, en þegar til átti að taka sætti þetta mótmælum úr ýmsum áttum, er fregnað höfðu að steintegund þessi væri eigi sem heppi- legust til bygginga. Var þvi rann- sóknarstofan látin skera úr. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að Tyndall steinninn myndi vera bezti og traust asti byggingarsteinn, sem völ væri á í veröldinni, en áferðarfegurð hans kannast allir hérlendir menn við, þar sem notkun hans til bygginga hefir far ið sívaxandi hafanna á milli undan- farin ár. Á skurðfleti þessarar stein tegundar kemur fram líkt og dregin væri mynd af neti, eða öllu heldur eins og horft væri á frumvef í gegnum smásjá. Eru æðar þær er sjást í steininum úr harðara grjóti en fyll- ingin á milli þeirra, en eru allar sam auhangandi, eins og frumveggir í jurtablaði, og gerir það steininn þvi nær svo traustan sem stálbent stein- lím væri. Hefir Eaton félagið af- ráðið að nota hann í hina nýju Tor- onto-byggingu, en til hennar þarf 1,- 000,000 teningsfet af steini. Á sunnudaginn varð Hon. George Casimir Desaulles, öldungaráðsmaður frá Rougemont í Quebec, 102 ára gamall. Er hann lang elzti maður þeirrar virðulegu stofnunar og flug ern ennþá. Karlinn fæddist að St. Hyacinth í Quebec 29. sept. 1829 og hefir búið í þeim bæ alla sína æfi. Hann var skipaður öldungaráðsmaður 1907. Á miðvikudaginn var gerði einhver tilraun til þess að kveikja í vall- hnattarskálanum í Kiklonan. Sá gæzlumaður garðsins eldinn svo snemma, að hann fékk slökkt. Er þetta án efa sami brennuvargurinn og sá er kveikti í vallhnattarskálanum í Windsor í sumar, og veitingaskálanum í bæjargarðinum í vor, er báðir brunnu til kaldra kola, sem menn muna. Ekki hefir lögreglunni tek- ist að hafa upp á bófanum. C h i c a go miljónamæringurinn Kresge opnaði á fimmtudaginn var eina af stórbúðum sínum hér í Win- nipeg. Er verð á öllum vörum sem þar eru á boðstólum, tuttugu og fimm cent og þaðan af minna. Búðin er á Portage Ave., milli Carlton og Ed- monton. Er það falleg bygging en ekki geypistór, og mun hafa kostað um $200,000. Forstjóri efnarannsóknarstofu korn nefndárinnar, dr. F. J. Birchard efna- fræðingur, segir að hveitið hér úr vesturfylkjunum sé í ár að miklum mun betra til brauðgerðar og mann- eldis yfirleitt, en verið hafi um mjög langt skeið undanfarið. Af mörgum vagnförmum hveitis er skoðaðir hafa verið til flokkunar, eru um 4 per cent. 1 allra fyrsta flokki, “No. 1 hard,” sem vart hefir sézt í niörg ár; 49 per cent. No. 1 Northern; 39 per cent. No. 2 Northern; 6 per cent. No. 3 Nor- thern, og afgangurinn þar fyrir neð- an. --------- Hockey snillingurinn góðkunni, Ef til vtll vita fæstir af lesendum Frank Frederickson, hefir tekið að vorum, að hið mikla verzlunarfélag, sér ráðsmennsku og fyrirliðastarf WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1929 Hockey-leikfélagsins Pittsburgh Pi- rates í vetur. Leggur hann bráðlega héðan bílleiðis til Pittsburgh, og mun fjölskylda hans flytja með honum þangað. Fylgja Frank beztu óskir allra landa hans um hamingju og framgang í þessu nýja og ábvrgðar- mikla starfi. Samkvæmt yfirlýsingu frá forseta og ritara framsóknarflokksins i Sas- katchewan, R. M. Johnson og Geo. W. Thorn, ætlar flokkurinn nú að hefja sem ötulasta fylgisöflun mnan fylkisins, sér til styrks. Ennfremur segja þeir að það sé einróma vilji flokksmanna, að styðja dr. J. T. M. Anderson og stjórn hans meðan hún gangist fyrir löggjöf og umbótum, sem framsóknarflokkurinn geti að- hvllst, og stjórni fylkinu óhiutdrægt, með tilliti til hæfileika manna fyrst og fremst en ekki til flokkstrúarjátn- ingar þeirra. Samkvæmt skýrsum frá Ontario- stjórninni hafa fundist gríðarmiklar lignite-námur við Abutibi fljótið, um 90 mílur norður af Cochrane. Lig- nite er linkolategund, sem þó má selja með góðum hagnaði fyrir $5—6 tonn- ið að frádregnu flutningsgjaldi, sé ekki of langt flutt. Geít er ráð fyrir að þarna sé um 7,000,000 — 10,000,- 000 tonn af lignite í jörðu. öldungaráðsins Clintön L. Bardo, for- seti “New York Shipbuilding Co.,” en það er ein grein “American Brown Boveri” félagsins, sem er eitt af þrem ur þeirra félaga, er Shearer stefndi um ógoldið kaup, eins og Heims- kringla skýrði frá um daginn. Ch. M. Schwab, stálkóngurinn mikli og Eugene Grace, formaður “Bethlehem Shipbuilding Corporation,” neita því gagnvart að þeir hafi nokkra hug- mynd haft um starfsemi Shearers í þágu félagsins, og er ekki talin ástæða að efa framhurð þeirra, þótt hitt sé víst, að félagið hefir ráðið Shearer til Genf-fararinnar, eða Samuel W. Wakeman, varaforseti, fyrir þess hönd, því hann kveður Mr. Shearer hafa “jazzað undan sér fæturna,” eða með öðrum orðunt komið sér í skiln- ing urn það, að Genf-förin væri fél- ögunum nauðsynleg! Einn fellibylurinn enn hefir geisað um norðurhluta Vestur-Indía og Floridaskagann. Hefir óveðrið víð- ast staðið yfir í tvo sólarhringa. Mest tjón varð í Bahamaeyjum, og er talið að urn 20 manns hafi farist þar, en skemmdir af stormi og sjó- gangi afar miklar þar og víða á Floridaskaganum kringum Miami, þó ekki hafi veður þetta verið nálægt því eins voðalegt og þau sem áður hafa komið, í fyrra og hittifyra. Sunnudaginn 8. sept. lögðu 2 flug- vélar nteð 8 mönnum innanborðs, frá stöðvum þeim við Chesterfield Inlet. norðarlega við Hudsonflóa, er þeir hafa dvalið á um tíma í sumar við landkönnunarferðir þar nyrðra. Síð- an hefir ekkert til flugvélanna né mannanna spurst, annað en það, að á sunnudagskveldið tóku þeir sér náttstað við Beverley vatn. I fyrstu voru menn alls óhræddir um þá, þótt þeir hefbu fyrir löngu átt að vera kontnir í áfanga, því talið er að þeir hafi verið vel búnir að vistum og klæðum. En upp úr miðjum rnánuð- inum fóru menn að verða órólegir um þá, og tóku að búa sig í leitarferðir á flugvélum. Siðan hafa æ fleiri flugnienn bætzt í hóp leitarmanna, en ekki hafa þeir fundið hina týndu. Hefir leitarveður heldur ekki verið hagstætt. Er nú farið að frvsta að þar nyrðra, og snjóa. En nú er sem ötulast gengið að því að koma flug- vélaskíðum norður til þeirra flug- véla, sem leita, svo að mögulegt verði að halda áfram leitinni til hins ítr- asta.— *------------------^-------* BANDARIKIN *--------------------------* Svo ntikið er þó komið á daginn við vfirhevrslu þeirra Shearers og frani- kvæmdarstjóra skipafélaganna, að fullsannað þykir, að starfsemi Shear- ers í Genf og aðstoð sú er ýmsir yf- liðssjóforingjar Bandaríkjanna veittu honum þar, hafi orðið til þess, öllu fremur, að gjörónýta allar samninga- tilraunir Breta og Bandarikjamanna í þá átt, að takmarka vígskipabygg- ingar árið 1927 og þaðan af. Enn- fremur hefir það komið í ljós, að auk þess, er skipasmíðafélögin borg- uðu Shearer og öðrum fyrir fylgis- öflun á móti vígskipatakmörkun, að þá hafa þau varið $143,000 til þess að tryggja sér samþykkt Jones-W]hite laganna um kaupskipabyggingar. (Jones-White lögin, er staðfest voru af Coolidge 22. maí, 1928, mæla svo fyrir, að létt skuli undir kaupskipa- byggingar með stofnun $250,000,000 sjóðs, er veiti prívat félögum lán, með löngum gjaldfresti og lágum vöxt um, til kaupskipabygginga, og má lána allt að þrem fjórðungum skipsverðs til byggingar skipa, er séu í hafför- urn, en allt að helmingi skipsverðs þeirra, er notuð skulu til strandsigl- inga). Þetta sagði rannsóknarnefnd Frá Sitka í Ahaska var símað á mánudaginn, að þangað væri kom- in yfir Kyrrahaf og Aleutaeyjar, ílugvélin “Sovjetland,” er fyrir skömmu lagði í hnattflug frá Moskva, yfir Síberíu. Fjórir flugmenn rúss- neskir eru innanborðs. Ætla þeir nú suður Kyrrahafsströnd, til Seattle, að minnsta kosti, og síðan austur yfir Ameríku þvera til New York. En þangað er 12,000 mílna flugferð frá Moskva. --------------------------* BRETAVELDI *--------------------------* Frá New York var símað 28. sept., að heimskautakönnuðurinn og flug- maðurinn frægi, Sir Hubert Wilkins ætli enn í leiðangur til Suður-íshafs- ins. Annar flugstjóri hans verður að þessu sinni flugmaðurinn Al. Cheeseman héðan frá Winnipeg. A- form Sir Huberts er að mæla og dráttmerkja um 2,000 mílna strand- lengju í Suðurheimskautslöndum. Svo miklir þurkar og hitar hafa gengið á Bretlandi í septembermánuði að dæmalaust hefir verið i meira en 70 ár. 29. september kom regn í London eftir að ekki hafði komið dropi úr lofti þar í 36 daga samfleytt, sem er í meira lagi óvenjulegt. Marg- ar ár á Englandi hafa þornað upp; búíénaður og gripir þjáðst mjög af vatnsskorti; því nær allt grænmeti á Austur-Englandi skrælnað; og mörg þorp og bæir svo illa stödd, að flytja hefir orðið vatn þangað á járnbraut- um. En hafi bændur og garðyrkju- menn tapað á þessari þurkatíð, þá liafa baðstaðir grætt því sem það svarar, því aldrei hefir í manna niinn- um fólk hrúgast svo að sjávarströnd- inni á Englandi sem í surnar og haust. Frá Höfðaborg (Cape Town) í Suður-Afríku er símað nú um mán- aðamótin, að samkvæmt yfirlýsingu frá “Ons Land,” blaði þjóðernissinna í Suður-Afriku, sé ákveðinn stjórn- málaflokkur að myndast uni þá kröfu þjóðernissinna, að Bretar sleppi yfir- ráðum í Suður-Afríku. Vilji leið- togarnir konta á lýðveldi í Suður-Af- ríku, er nái jafnt til brezkættaðra manna þar, sem Búa. Fyrsta spor- ið í þá átt vilja þeir stíga með þvi að krefjast af Bretum endurskoðunar á stöðulögunum, en vilja þó halda fullri vináttu við þá og ekki grípa til vopna NÚMER 1 gegn þeirn. En flokkur þessi telur þegnhollustu við Bretakonung "binda Suður-Afríku erlendu ríki þeim bönd- um, er valda innlendis ágreiningi meðal vor og þjóðaríg, svo að vér stöndum jafnan berskjaldaðir fyrir þeim háska er stafar af miður æski- legri afskiftasemi erlends valds.” Vill flokkur þessi ekki að Suður- Afríka sé háð brezkunt samveldis- böndum, er neyði landið til sameigin- legrar þátttöku í utanríkismálum Breía og stórveldisstefnu þeirra; enda sé slíkt Suður-Afríku ónauðsyn- legt til framtíðarþroska og öryggis. Svo er að skilja á blaðinu, að þessi hreyfing hafi Hertzog forsætis- ráðherra að bakhjalli, og séu flestir elztu og helztu flokksmenn hans, þjóðernissinnarnir, einna öflugustu stuðningsmenn þessarar hreyfingar. Er svo að sjá á blaðinu, að margir þeirra muni hafa litla trú á því, að nokkuð vinnist með samningstilraun- um við Bretastjórn i þessa átt, og því muni auðveidasta og sjálfsagðasta leiðin að markinu vera sú, að Hertzog yfirhershöfðingi, lýsi því yfir, hrein- skilnislega og afdráttarlaust, að Suð- ur-Afríka algerlega sjálfstætt riki, laust við öll samveldisbönd, þótt fyrst um sinn skilji það ekki að öllu leyti utanríkismálin frá utanríkismál- um Breta. En eitthvert spor verði að stiga í þessa áttina og það sem fyrst, því stjórnin sé óðum að missa hemiltökin á Búunum, svo að ef hún hefjist ekki bráðlega handa, þá sé hætt við þvi að þeir rísi allir upp sem einn maður og krefjist algerðs skiln- aðar skilyrðislaust. *------------:---------------------* Frá ýmsum löndum. * * Frá Tokio, höfuðborginni í Japan, er símað 30. sept., að þar hafi lát- ist af hjartaslagi daginn áður, Giichi Tanaka barón, forsætisráðherra Jap- an, 66 ára að aldri. Bar lát hans m að höndum mitt í pólitizkri orrahríð, Chicago, 111., 21. sept., 1929. Herra Ritstjóri Heimskringlu I Eg sendi yður hér með mynd af ungfrú Viola R. Barnes, ungri ís- lenzkri stúlku, dóttur hinna góðkunnu hjóna, Mr. og Mrs. Gudmund Barnes, 942 N. Fairfield Ave., Chi- cago. Þessi efnilega stúlka útskrif- aðist frá Tuley High School hér í borg í júní, þ. á. Var hún ein af fjórum nemendum, sena hæst stóðu í hóp af hér um bil 160 ungmennum, sem útskrifuðust með henni, og flutti Miss Barnes vjð útskrifunina sérlega snjalla ræðu. Auk þessa hefir Miss Barnes lagt sérlega rrtikla stund á músík, útskrifaðist einnig í vor frá Mendelsohn Conservatory of Music, og hlaut Bachelor of Music stig. I haust innritaðist hún í Crane Junior College og heldur víst ennþá áfram pianonámi. Foreldrar hennar eiga hrós og heiður skilið fyrir uppeldi hennar og tveggja bræðra, Sigurðar og Edwins, sem báðir hafa lokið háskólanámi. Yðar einlægur, J. S. Björnson. * * * er staðið hefir yfir í þinginu síðustu daga. Voru þungar sakir bornar á stjórnina fyrir stórkostlegan fjár- drátt. Ekki var þó Tanaka barón að minnsta leyti sakaður um f járdrátt- inn, heldur ýmsir ráðherrar hans og handgenglar þeirra, og er sagt að hér niuni vera um að ræða eitt hið mesta fjármálahneyksli er orðið hefir i Mr. Barnes er sonur merkishjón- anna Bjarna bónda Snæbjarnarsonar (af hinni kunnu SnæbjarnarættJ í Þórormstungu í Vatnsdal og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Gilhaga. En fyrri maður Guðrúnar var stjörnu- spekingurinn nafnkunni, Jón Bjarna- son i Þórormstungu.—Ristj. Hkr. Japan. Tanaka barón var, til þess að gera, nýlega tekinn að skifta sér af stjórn- málum. Var hann upprunalega her- maður; einn af nafnkenndustu her- foringjum Japana, og átti sæti í yfir- herforingjaráðinu í ófriðnum milli Rússa og Japana 1904 og 1905. Eft- ir ófriðinn fór hann að taka þátt í stjórnmálum og hafði verið hermála- ráðherra í þremur ráðuneytum, áður en hann varð forsætisráðherra. Mjög einráð þótti stjórn hans og íhaldssöm, svo, að hann var oft uppnefndur Mhissólíni Japana. — Hanaguchi bar- ón hefir tekið við forsætisráðherra- embættinu. Frá Berlín er nýlega símað, að þar sé verið að lögleiða nýja uppfynd- ingu, er ketnur í veg fyrir það, að ógætnir bílstjórar haldi leiðar sinn- ar eftir að hafa valdið slysum. Þessi uppfynding gerir það að verkunt, að ef bíllinn, sem ógætilega hefir verið ekið, rekst á eitthvað, annan 'bíl, eða fótganganda, þá lokast fyrir vélina.og unt leið er ljósi varpað á töluspjald bilsins og að auki hraði hans, þá er áreksturinn varð, prentaður á miða, svo að lögreglan hefir nægileg sönn- unargögn til þess að átta sig á, er hún kemur á vettvang. Svo er um þessi sönnunargögn búið í bílnum, að bílstjórinn getur ekki numið þau burtu og ekkert gert til þess að breyta þeim. Frá Vínarborg er símað nú um mánaðarmótin, að þrír frægir gerla- fræðingar, Edelmann, Schoenbauer og Schloss, hafi að nákvæmunt rannsókn- um loknum komist að þeirri niður- stöðu, að prófessor Eiselberger í Vínarborg muni hafa uppgötvað blóð- vatnstegund. (serum), sem mjög lik- leg sé til þess að geta að fullu lækn- að krabbamein. Samkvæmt tilraunaskýrslunum, er seyði af mjög þunnsneiddum og smámuldum (triturated) holdvef bland að í venjulegt kjötseyði, og látið standa unt vikutíma við útungarhita (hérumbil samsvarandi blóðhita). Myndast þá gerð, er leysir upp allar nýmyndaðar krabbameinsfrumur. Fylgir það fréttinni, að visindalega rétt ntuni vera að álíta að nota megi þetta efni með fullum árangri til þess að lækna krabbamein í mönnum, og muni þessir vísindamenn þegar hefja tilraunir í þá átt, en að þessu hafa tilraunirnar auðvitað allar verið gerðar á dýrunt. Takið eftir! Skcmtun á Gimli: Athygli Gimlibúa skal vakin á sam- kowiu, scm efnt vcrður til í samkomu húsinu á Gimli föstudaginn 4. okt. Aðstoð á skemtiskránni hcfir lofað úrvalsfólk bceði úr byggðarlaginu og •Bofiuui^ gaf

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.