Heimskringla


Heimskringla - 02.10.1929, Qupperneq 7

Heimskringla - 02.10.1929, Qupperneq 7
WINNIPEG, 2. OKTÓBER, 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLlAÐSÍÐA Störf Höffdings hafa einkum verið J andi meðan verið er að sigrast á Skólasetning Á miðvikudaginn í fyrri viku (18. þ. m.) fór fram skrásetning nem- enda í Jóns Bjarnasonar skóla. Inn- rituðust þann dag 26 nemendur, og er það stærri hópur en nokkurntíma áður hefir komist á skrá skólans fyrsta daginn. Næsta morgun var skólinn settur með venjulegri guðræknisathöfn, á- samt ræðum, er ýmsir fluttu. Þar var kominn, eftir boði skóla- stjóra, Prof. L. W. Moench, kennari við St. Paul Luther College, i St. Paul, Minn. Sökum heilsubrests hefir hann fengið fjarveruleyfi frá embætti sínu um eins árs tíma, og býst við að eiga heima í Winnipeg meðan svo stendur á, og vinna lífs- ábyrgðarstarf fyrir The Lutheran Brótherhood. Hann hefir sterka trú á kirkjuskólunum og sýnir þá trú í verki með þvi, að senda son sinn í skóla vorn, þegar hingað kemur. Hann ávarpaði skólann og aðra saman- komna með alvöruþrunginni og nyt- samri ræðu. Lagði hann sterka á- 'herzlu á það, sem mestu varðar í lifi manna, kristindóminn. Næst talaði hr. Sveinbjörn Ölafs- son. Var hann sérstaklega kærkom- inn gestur. Hann er einn af fyrver- andi nemendum skólans, — fór síðan til Valparaiso University i Indiana- riki, útskrifaðist þaðan B. A., og hef- ir síðan stundað guðfræðanám við Garret Biblical Institute i Northwest- ern University í Evanston, í Illinois- riki. Er hann að búa sig undir prestsstöðu i Meþódistakirkjunni i Bandarikjunum. Hefir hann lokið tveggja ára námi af þremur og tekur nú að sér prestakall í norðurhluta Minnesotaríkis um eins árs skeið, áður en hann hverfur aftur að skólanum og lýkur námi. Sveinbjörn hefir unnið sig áfram á menntabrautinni með stökum dugnaði og er sjálfum sér og öálum, sem að honum standa, til sóma í hvjvetna. Hann var stadd ur í bænum er samkoma vor stóð, og kom, eins og fleiri hefðu mátt koma, af tryggð til skólans og löngun til að vera við, þegar skólinn tæki til starfa á ný. — Skólastjórinn greip tækifærið og bað hann að ávarpa skól- ann. Þáð gerði hann með glöðu geði og talaði af einlægum hlýleik um nytsemi þá, sem hann hafði haft af skólanum. Talaði hann margt upp örfandi til nemenda og gagnlegt. Benti þeim á alvöruna, sem þyrfti að vera í starfi nemendans og starfi prestsins.—Guð leiði þenna unga mann og blessi. Hr. Sigurður Melsted, gjaldkeri skólans og meðlimur stjórnarráðs líans, var þar einnig viðstaddur og ávarpaði skólann lipurt og fallega. Flutti hann honum hugheilar árnað- aróskir skólaráðsins á þessu nýbyrj- aða starfsári. Bæði yfirkennari, Miss Salome Hall dórsson, og skólastjóri, séra Rúnólfur Marteinsson, ávörpuðu nemendur, buðu þá velkomna og fluttu þeim nauðsynlegar ráðleggingar og leið- beiningar. Eitt hið allra ánægjulegasta, er 1 skeði við skólasetning þessa, var hrað skeyti það, er hér fer á eftir, frá séra Carli J. Olson í Wynyard. Barst það skólastjóra í hendur, meðan sung inn var fyrsti sálmurinn. Var það öllum viðstöddum fagnaðarefni, Séra Carl er, eins og kunnugt ex, einn af meðlimum skólaráðsins. Hann hefir sterka sannfæring fyrir þörf skól- ans. Wynyard, Sask., Sept. 18, 1929. Jóp Bjarnason Academy, c-o Rev. R. Marteinsson, 652 Home St., Winnipeg, Man. “This is to wish the faculty and students high success during the year, and God’s richest blessings. The mission of the school is the loftiest, its opportunities boundless, and the necessity for it paramount. Nothing on this earth is so great as a truly educated Christian life. Heartiest greetings.—Carl J. Olson.” Með þessu er þá 17. starfsár skól- ans liafið. Skipið er levst úr höfn. Má ég vænta þess, að mikill hluti Vestur-íslendinga óski þvi fararheilla? Sérstaklega vil ég mælast til þess, að menn sýni kærleika sinn í verki með því að senda skólanum þá nemendur, sem ekki geta gert betur annarsstað- ar. R. M. Minningabók Haralds Hoffdings Verðmœti lífsins og vonin uvi ódauðleikan Harald Höfding var um eitt skeið sá erlendur fræðimaður, sem hvað mest áhrif hafði á íslenzka mennta- menn. Ýmsir þeirra, sem nám stund uðu við Hafnarháskóla, hafa verið lærisveinar hans, og ýms höfuðrit hans eru hér nokkuð kunn. Höff- ding er nú háaldraður (fæddur L. marz, 1843) og hættur kennslustörf- um og lifir kyrlátu lífi í heiðursbú- stað sínum. Hann kvæntist öðru sinni þegar hann var 81 árs. Síðasta bók, sem frá honum hefir komið eru endurminningai» hans (Erindringer), stór bók og læsileg fyrir þá, sem kynnast vilja manninum og kenn- ingum hans, einkum ef þeir eru áður kunnugir helztu ritum hans. fólgin í ritmennsku hans og kennslu. Höfuðrit hans eru sálarfræði, sem komið hefir út tíu sinnum, Siðfræði, sem komið hefir út fimm sinnum, Trúarheimspeki sem komið hefir út þrisvar og vakið einna mesta athygli af ritum hans út um heim, og bók Um hugsun mannsins. Hann hefir einnig skrifað Sögu hinnar nýju heimspeki, sem mikið hefir verið lesin og margt fleira (til dæmis Den store Humor). Höffding segir i minn- ingabók sinni, að háskólakennslan hafi orðið sér til mikillar gæfu, þó að hann hafi átt við ýmsa erfiðleika að stríða sem ræðumaður. Vegna háskólakennslunnar segist hann hafa verið í stöðugu sambandi við ungt fólk og hafi það verið sér til mikils- gagns og mikillar gleði. Ritstörfin komu Höffding í samband við ýmsa fræðimenn víða um lönd, þeir heim- sóttu hann eða hann þá, eða þeir skrifuðust á. Heimspeki hans var talsvert mikill gaumur gefinn út um heim, hann var víða boðinn til fyrir- lestrahalds, rit hans voru mikið þýdd, hann varð heiðursdoktor á einum sex stöðum og þjár doktorsritgerðit segj- ist hann sjálfur þekkja, sem um sig hafi verið skrifaðar — en hinsvegar segist hann ekki ávalt þekkja sjálf- an sig í þessum ritgerðum. Stundum hefir Höffding einnig lent í all snörpum deilum við samtíðarmenn sína. Á sínum tíma var til dæmis mjög umtöluð deila þeirra Höffdings og Brandesar út af þýzka heimspek- ingnum Nietzsche, sem Brandes varð fyrstur til að vekja verulega athygli á. Þeir hafa reyndar báðir sagt svo í minningum sínum, að þessar deilur hafi verið óþarflega harðorð- ar og þeir voru að fullu sáttir fyrir löngu, og Höffding er í sínum minn- ingum (og áður reyndar í fyrirlestr- um) kominn að þeirri niðurstöðu, að þeir Brandes hafi báðir misskilið Nietzsche, enda hafi ekki verið að- gengilegt nema lítið eitt af ritum hans þegar þeir deildu. Eg reyndi að sýna fram á það, segir Höffding um Nietzsche fyrirlestra sína 1902, að, það sem mest hafði borið á frá bók- menntasjónarmiði, kenningin um drottnara og þrælasiðferðið, um tví- veldiskenninguna í þjóðfélaginu og fyrirlitningin fyrir múgnum, væri alls ekki grurudvallaratriði í kenning- um Nietzsches, heldur aukaatriði. Af öðrum viðskiftum Höffdings við samtíðarfræðimenn er hvað skemtilegast að kynnast skoðunum hans á Wililam James og Bergson. Um heimspeki Bergsons hefir hann skrifað vingjarnlegan bækling, en andmælir ýmsu í kenningum hans. Þeir James og Höffding urðu góðir vinir og heimsótti Höffding hinn í Ameríku. Fór vel á með þeim, þótt ekki væru þeit einlægt sammála. James var einn af merkustu sálar- fræðingum síðari tíma og ágætismað- ur. Ýmsar skrítnar smásögur segir Höffding um samvistir sínar við suma merka menn, sem hann kyntist. Einu sinni þegar hann var á fræðimanna- fundi í Ameríku var hann og fleiri fundarmenn boðnir til fundarforset- ans í Washington. En þar var ekki aðrar hressingar að fá en appelsín- ur og límonaði, en það þótti Þjóð- verjum og Norðurlandabúum svo lé- legt, að þeir fóru á eftir inn á öl- knæpu til að hressa sig. Einn af þeim var guðfræðingurinn Harnack og hafði mörg heiðursmerki á brjóst- inu. Hann hikaði við að fara inn á knæpuna og bað félaga sína að doka við meðan hann reitti af sér allar orðurnar og stakk þeim í vasann og settist svo að sumbli og gerðu allir karlarnir sér glaðan dag og stríddu hver öðrum. I bókarlok segir Höffding, að menn eigi hugsunum heimspekinganna meira að þakka en menn geri sér hversdags- lega grein fyrir, þó að áhrif heim- spekinganna séu að mestu leyti óbein áhrif. Hver maður á sína lífsspeki, hvort sem hann veit af því eða ekki. Enginn getur verið án þess, hvaða trú eða vantrú sem hann aðhyllist, að hafa einhverjar hugsanir, sem ráða reynslu hans, stjórna athöfnum hans °S eggja til nýrra. Það er í raun og veru erfitt að lifa. I okkur og um- hverfis okkur er margt svo þungt og þrautakent, segir Höffding, og það [er ekki unnt að vera sífellt syngj- á því. En samt eru.önnur efni, en þau beisku, í þeim drykk, sem lífið skeinkir mönnum og ég lofa lífið af því, að þeim hefir einnig verið skeinkt fyrir mig. Þegar allt kemur til alls er það styrkjandi drykkur, sem okkur er réttur, einmitt vegna þessarar samsetningar. En ef til vill eru líka í drykknum efni, sem við höfum enn ekki lært að greina. Um sína persónulegu trú segir Höff- ding það, að allar hugmyndir um guði og aðra tilveru en þá, sem við þekkjum af reynslunni, séu aðeins í- myndir þeirrar vissu, að verðmætis- uppsprettur (Værdikilder) tilverunn- ar muni aldrei þorna. “Eg er ekki einmana í þessari trú, en í innilegu sambandi við allar alvarlegar qg inni- legar sálir, þó að margar þeirra geti ekki fundið kennisetningar sínar hjá mér.” Höffding segist vel skilja það að margur geti ekki hallað höfði | sínu að öðru en hinum gömlu trú- arhugmyndum. Vegirnir eru marg- ir og einlægt sálarlíf á alltaf samúð mína, og ég vek aldrei efann, segir Höffding, nema það sé í heilaga þjón- ustu sannleikans. “Það hefir ekki vantað að ungir menn hafi komið með nærgöngular áskoranir um það, að ég hæfi ákafa árás á kirkju og guðfræði.” En þann veg kveðst Höffding ekki vilja fara, einmitt af því, að hann trúi á persónuleikann, á það, að hverjum einstaklingi eigi að lærast það, á sóktratiska vísu, að hugsa á eigin hönd. Samt 'bendir ýmislegt á það, að áliti Höffdings, að þörf sé á spámanni, sem geti kennt okkur hugrekki og heiðarleik og ráð- vendni í hugsunum okkar um lifið. Höffding segist aldrei hafa talið sjálfan sig neinn spámann, aðeins vesalings kennara, og stór orð eru hlægileg í lítilla manna munni. Hann er nú gamall maður og segist bíða næturinnar og hvíldarinnar. En hann segist aldrei hafa fundið til þarfa eða þráar eftir ódauðleika og þykir ódauðleika trú nútímans, í kirkjunni og utan hennar, fremur þunnmeti. . Þá segist hann skilja betur sýnir frumkristninnar um dóm um heimsendi. Hann segir að sig hafi heldur ekki langað til að sjá aftur vini sína, sem á undan sér hafi dáið. Um slíkan missi tjáir ekki að sakast. Lífið er svona sorglegt. Tjónið og tómleikinn verður ekki með öðru bættur en starfi og ástundun þess að komast lengra á leið. Eg þakka lífinu fyrir það, segir Höff- ding í bókarlok, að það hefir leyft mér að starfa i þjónustu hugsunar- ipnar.—Lögrétta. Þak heimsins. Rannsóknir Osborn’s og Andrews um forneskju dýra og manna Lögrétta hefir áður sagt nokkuð frá hinum merku amerísku rannsókn- um í Gobi í Asíu, sem orðið ’hafa til þess að opinbera hina æfintýraleg- ustu hluti um frumsögu dýralífsins í forneskju jarðarinnar. Sá heitir Roy Chapman Andrews, sem stjórn- að hefir rannsóknum þessum en fröni uður þeirra hefir að ýmsu leyti verið Henry Fairfield Osborn, einn af helztu mönnum forndýrafræðinnar (palæontologíunnar). Hann setti fyr- ir aldarfjórðungi fram þá skoðun, að ýmsar forndýraleifar, — sem fræði mennsku þátímans vantaði tilfinnan- lega i kerfi sitt, til þess að lína þró- unarinnar yrði sem ljósust, — hlyti að mega finna i Norður-Asíu, helzt í Mongólíu. Hann dró þetta af legu þeirra leifa, sem þá höfðu fund- ist og af þeirri stefnu, sem ætla mætti af þeim, að útbreiðsla dýranna hefði haft. A grundvelli þessara athugana gerðu Ameríkumenn svo út mikinn leiðangur með ærnum kostn- aði til þess að leita að steingerðum dýraleifum í Mongólíu. Ferðin tók labgan tíma, en árangurinn varð einn ig ágætur, einn af mestu sigrum þess ara fræða. Leiðangursmenn fundu leifar 8 af 13 dýrum, sem Osborn hafði gert ráð fyérir að finna mætti, á Göbíauðninni suður af Urga. Þeir fundu til dæmis leifar af svonefndum Baluchiterium, sem talið er stærsta spendýr, sem fundist hafi i jörðu. Eitt þeirra fanst með þeim ummerkj um, að talið er að það hafi lent i (Frh. á 8. síðu). bllDFIIM ftn MFMN Vér borgum 50c á klukkutímann i yíir- vinnu, 50 mönnum sem næstir vertia til ati innritast vi« Tractor, Electrical Ignition, Vulcanizing, Járnsu«u, Kakara, Múrara, Batterí og Plastur stofnanir vorar. Þetta tilboö grjör- um vib mönnum sem framsæknir eru og vinna vilja fyrir háu kaupi. Skýrslur gefins. Skrifiti eba símiti strax eftir upplýsingum. DOMINION TRADE SCHOOLS ASK FOR DryGincer Ale . OR SODA Brewers Of COU NTRY 'C LU B* BEER GOLDEN GLOW AL’E BANQUET ALE XXX STOUT BREWEItV OSBORN E 6l M U LVEY- Wl N NIPEG PHONES 41-111 4930456 PROMPT.DELIVERY TO PERMIT HOLDERff HANDA YÐUR TIL VETRARINS Issala til Vetrar Þarfa Byrjar Október i. I>ér þurfib öllu fremur ís atS vetrinum en sumrinu því inniloftib er þá þyngra og rykmeira svo matur skemmist afar fljótt ef ekki er geymdur í góíum kæliskáp. Is er áreióanlega þess virtii sem hann kostar — og fyrir hve lítitS hann fæst ef samió er um nú fyrir veturinn, getitS þér dæmt um af eftir- fylgjandi verbskrá. 1. október 1929 til 1. apríl 1930 Heimfluttur þrisvar á viku Yfir missirib mánutSinn 75 pd. á viku $15.00 $3.75 100 pd. á viku (25-25-50) 18.50 4.50 Aukreitis ef látinn er í kæliskápinn 2.50 .50 150 pd. á viku látinn í kæliskápinn 22.50 5.00 SÖLUSKILMÁLAR Ef borgab er fyrir 15. október, fyrirfram fyrir all- an tímann 10 per cent. afsláttur, annars nafnvert5 met5 þremur afborgunum á vetrinum sem fylgir: OKT. 15., \OV. 1., OG 15. \OV. Mftnaiiarlegn (50c afsláttur ef borgaö er innan 5. dags hvers mánaöar.) ÁVÍSANIR Hefti (1S—25 pd. AvíNanir S5.50 út 1 hönd ÞEGAR ÞJER SÍMIÐ Eftir In þA N|iyrjhi eftir ver5i A kolum og vlb — Reztu Hldivlbarkaup ! Winnipeg; Haföu iNniaiiiiinn fyrlr kolnmann ARCTIC ICEsFUEL CO.LTD. 439 PORTACE AVE Opposite Hudsoris Bay PHONE 42321 o O Þegar þú ert þreyttur eða taugaslappu*' —þá hitaðu þér bolla af B/ue Ribbon Tea Enginn betri hressing er til né hollari. VERULEGT TÆKIFÆRI! HINN NÝJI ROYAL PRINCESS RAFMAGNSSÓPUR ásamt gólfvaxi og gljáólíu fyrir $4950 eða með $1.00 niðurborgun og $1.00 afborgun á viku (Má borgast mánaðarlega ef vill) Lítið álag fyrir vöxtum. HREINSUNARTÆKI $8.50 AUKREITIS Skoðið þessa furðulegu vél í Hydro Sýningarskálanum, 55 Princess Str. Wúinípeö.Hijclro. jmmmammmmmmmmm ■■■ i i U 65-59 lif PRINCESSSI Phone 24 669 for Demonstration

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.