Heimskringla - 04.12.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.12.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. DES., 1929 "picimskringla (StofnuS 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrlríram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPOS HALLDÓRS írá Höínum Ritstjóri. Utanáskri/t til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. DES., 1929 Bæjarstjórnarkosning- arnar Þess var víst getið hér í blaðinu um daginn, að aldrei kæmi betur í ljós en við opinberar kosningar, hve margt væri skrítið í Harmoníu, eða, svo öllu líkinga- máli sé sleppt, í heilabúi töluverðs hluta svokallaðra “háttvirtra kjósenda.’’ Svo vel báru þessar kosningar þeirri staðhæfingu vitni, að segja hefði mátt að hún hefði verið spámannlega töluð, ef hún hefði verið nokkuð annað og meira en margreyndur sannleikur. Mr. Webb var auðvitað kosinn borg arstjóri. Það má lengi um það þrefa, hversu skrítin þau úrslit eru í raun og veru. En ýms atriði í sambandi við kosningu hans og ósigur Mr. Hymans, er næst flest atkvæði fékk, eru óneitanlega smáskrítileg, svona frá sjónarmiði al- mennrar, heilbrigðrar skynsemi. Persónulega er oss kunnugt um ýmsa brezk-fædda verkamannasinna, er þóttust sannfærðir um það, að Mr. Hyman myndi í raun og veru vera beztum hæfi- leikum búinn þeirra þriggja er um borg- arstjóraembættið sóttu. En þeir játuðu hreinskilnislega að þeir hefðu kosið ann- anhvorn hinna, flestir Mr. Webb, af því að Mr. Hyman væri Gyðingur. Og þeir vissu allir um ekki allfáa, er gert höfðu hið sama og þeir. Þeim finnst einhvern- veginn að Gyðingur ætti ekki að vera borgarstjóri meðal brezkra borgara, og það jafnvel þótt hann væri brezkur Gyð- ingur. Það var eins og þeir hefðu gleymt því, það er að segja þeir, sem hafa þá nokkurntíma vitað það, að einmitt tveir Gyðingar hafa á síðustu tveimur eða þremur mannsöldum hafist til æðstu met- orða, er Bretaveldi hefir að bjóða, hver í sinni stétt, enda sennilega veríð glæsileg- ustu menn þeirra stétta af öllum brezkum þegnum á síðari hluta nítjándu aidar og á tuttugustu öldinni. Það eru þeir Gyð- ingarnir Benjamín Disraeli; betur þekktur af nafnbót sinni: Beaconsfield jarl, er tvisvar varð forsætisráðherra Bretaveldis, og Rufus Daniel Isaacs, er var háyfirdóm- ari Bretaveldis (Lord Chief Justice) 1913 —1921, og vísikonungur á Indlandi 1921— 1926. Þegar Mr. Webb var borgarstjóri hér á árunum, hásællar minningar, þá voru allir jafnaðarmenn, og auðvitað sérstak- lega allir kommúnistar honum sá þyrnir í augum, að hann vildi lang helzt láta pokaleggja leiðtoga þeirra og drekkja þeim í Rauðánni. Það vakti því ekki smáræðis eftir tekt, er Mr. Webb gat þess í ræðu, tveim - ur dögum fyrir kosningar, að því er “Free Press” hafði eftir honum, að hann hefði fengið loforð fyrir atkvæðum kommún- ista, (skiljanlega hjá leiðtogum þeirra). Auðvitað lögðu menn engan trúnað á þetta. Það var ómögulegt að Mr. Webb hefði lotið svo lágt, að fara á fjörumar í atkvæðaleit til þessara gemsa, er hann svo nýiega vildi drekkja eins og ketling- um, og þá vitanlega enn óluigsan'egra, að þeir myndu fara að stuðla að kosningu þessa ákveðnasta mótstöðumanns síns. Menn álitu yfirleitt að Mr. Webb hefði í sigurvissu sinni verið að gera að gamni sínu; rétt svolítið að espa kommúnistana, svo að kosningin yrði eilítið fjörugri. En hvað kom á daginn? Jú, einmitt það, er allt virtist benda til þess, að Mr. Webb hefði haft rétt að mæla um þessi kommúnistaloforð. Kommúnistar eru langflestir Úkranjemenn, búsettir í þriðju kjördeild. Með ofur einföldum útreikn- ingi, sem annars er ekki hér tilgreindur sökum þess hve mikið rúm hann tekur, er auðséð, svo maður taki tvo kjörstaði til dæmis: Florence Nightingale skólann, og King Edward skólann, að á fyrri kjör staðnum hafa þeir Mr. Webb og Mr. Mc- Lean fengið 45 kommúnistaatkvæði, og á hinum síðari 145 kommúnistgatkvæði. Það er nú svo sem ekki nema mann- legt, þótt Mr. Webb þyki atkvæðin góð, hvaðan sem þau koma, því alt er hey í harðindum, jafnvel kommúnistarekjurnar frá Úkranje. Og þá heldur ekki nema mannlegt, að kommúnistarnir hati óháða verkamannaflokkinn (Independent Labor Party) svo innilega, að þeir kjósi heldur stækasta andstæðing sinn, I. P. L til bölvunar, heldur en að nota atkvæði sín til þess að þoka hlutunum svolítið í átt- ina til sín. Þá var það heldur ekki alveg óspaugi- legt í fyrstu kjördeild, að stuðningsmenn Leonard bæjarráðsmanns vissu vel, að Civic Progress Association ætlaði, hvað sem öðru liði, að leggja hann niður við trogið, eins og líka heppnaðist. Samt sem áður fóru svo að segja engin 2. atkvæði Leonards yfir til Mr. Farmer, sem flestum mönnum hefir verið vinsælli í borgarstjórn, heldur einmitt til þeirra manna, er ákveðið höfðu fall skjólstæð- ings þeirra, Mr. Leonards. Svona mætti lengi telja. * * * Töluvert er um það talað, að þessar bæjarstjórnarkosningar hafi ekki farið fram á sem löglegastan hátt. Þykir svo bersýnilegt, að ekki allfáir kjósendur hafi greitt atkvæði til borgarstjórakosningar í fleiri en einni kjördeild. Aðeins 224 atkvæðum færra var greitt til borgarstjóra kosningar en til bæjarráðsmannakosn- ingar í öllum þremur kjördeildum sam- tals. Atkvæði greidd til borgarstjóra- kosningar voru alls 43,896, en til bæjar- ráðsmannakosningar 44,120. Þetta þykir benda ótvírætt til þess, að margir hafi kosið borgarstjóra í fleiri en einni kjör- deild, eins og áður er sagt, ýmsir senni- lega í öllum þremur. Og það því frem- ur sem skólaráðsmannaatkvæðin urðu samtals 989 atkvæðum færri en borgar- stjóraatkvæðin í öllum þremur kjördeild- unum. En þannig skiftust atkvæðin eft- ir kjördeildum: 1 1. kjördeild voru 17,189 atkvæði greidd til borgarstjórakosningar; 16,865 til bæjarráðsmannakosningar; 16,378 til skólaráðsmannakosningar. í 2. kjördeild voru atkvæðin hlutfalislega 13,706; 14,- 510 og 14,066. í 3. kjördeild hlutfalls- lega 12,631; 12,745, og 12,463. Borgarstjóraatkvæðin voru því 324 fleiri en bæjarráðsmannaatkvæðin í fyrstu kjördeild, og 811 fleiri en skólaráðsmanna atkvæðin. í annari kjördeild voru borg- arstjóraatkvæðin 434 færri en bæjarráðs- mannaatkvæðin og 10 fleiri en skólaráðs- mannaatkvæðin. í þriðju kjördeild voru borgarstjóra • atkvæðin 114 færri en bæjarráðsmanna- atkvæðin og 168 færri en skólaráðs- mannaatkvæðin. Þetta þykir flestum, sérstaklega þeim, er um sárast eiga að binda eftir þessar kosningar, benda ótvírætt til þess, að margir kjósendur hafi greitt borgar- stjóraatkvæði í fleiri en einni kjördeild, jafnvel í öllum þremur, ef þeir áttu þar fasteignir, þótt þeir hafi hlotið að vita, að hver maður má aðeins greiða borgar- stjóraatkvæði á einum kjörstað, og því verið sér þess fyllilega meðvitandi, að þeir voru að fremja kosningalagabrot. Óháði verkamannaflokkurinn hefir krafist þess, að rannsókn yrði látin fram fara, tii þess að komast að vissu um það hversu mikil brögð hafi verið að þessum kosningalagabrotum svona hérumbil, svo að ráð megi finna til þess, að koma í veg fyrir þau framvegis. Telur flokkurinn, að þetta kosningafyrirkomulag sem nú tíðkast, sé með öllu úrelt og óhæ"t, og benöir á það, að á Bretlandi greiða menn ! ekki lengur atkvæði eftir því hversu mikl- ar eignir þeir eiga. Mun flokkurinn | einnig ætla sér að gera gangskör að því, j að nefnd borgara verði kosin, tii þess að beita sér fyrir það, að almenn atkvæða- l greiðsla fari fram um afnám núgildandi j kosningalaga, svo að mögulegt verði að leggja frumvarp fyrir næsta fyikisþing, um breytingu á þeim. Bœkur sendar Heimskringlu » MINNINGARRIT Um 50 ára landnám fslendinga í Norður Dakota. Hátíð að Mountain 1. og 2. júlí, 1928. Winnipeg; Columbia Press, Ltd. 1929. Bók þessi er 150 bls. í allstóru broti, í voð- felldri kápu, grænni; prentuð á sérlega vand- aðan pappír og frágangur allur hinn prýðileg- asti. Framan við bókina er heilsíðumynd af séra Páli heitnum Þorkelssyni, “föður Dakotabyggð- arinnar,” er svo hefir oftlega verið kallaður og það vafalaust með réttu. Stuttur formáli er fyrir henni eftir G. Th., (Gamalíel Thorleifsson ?), en þá er yfirlit yfir tildrög óg undirbúninig hátíð- arinnar, eftir séra Harald Sigmar. Þá er dag- skrá hátíðahaldanna og hátíðarnefndatal, en þá þættir um fyrstu landmenn Dakotabyggðanna, eftir Árna Mangússon, með æfiágripi 33 land- námsmanna, og “Manntal, Islendinga í N. Da- kota,” eftir sama. Telur hann að alls séu þar í ríki 2,598 íslendingar, og að auki 430 islenzkir í aðra ættina. Þá eru umgetningar ritstjóra Heimskringlu og Lögbergs um hátíðina. Næst eru stutt ávörp forseta framkvæmd- arnefndarinnar, séra H. Sigmar og forseta hátíð- ardagsins fyrsta júlí, séra N. S. Thorlákssonar, en síðan minni flutt þann dag: “Minni íslenzku bygðanna í Norður Dakota,” eftir séra K. K. Ólafsson; “Minni Islands,” eftir dr. Rögnvald Pétursson, og “Landnemar,” eftir séra Jónas A. Siigurðsson; öll flutt á íslenzku. Þá er ávarp forseta síðari hátíðardagsins, Guðmundar Grim- son dómara, og minni flutt þann dag; ‘“Our Pioneer Mothers,” eftir Mrs. J. K. Olafson; og “Iceland,” eftir dr. B. J. Brandson, bæði á ensku. Þá eru ávörp heiðursgesta: Hon O. B. Burtness, fulltrúa forseta Bandaríkjanna á hátíðinni, (er flutti kveðju frá Coolidge forseta og James J. Davis, atvinnumálaráðherra); Senator Frazier; W. J. Kneeshaw dómara; Mr. Jud LaMoure, jr., og Asmundar Benson, ríkis lögsóknara í Bot- tineau. Þá eru minni ljóðskáldanna: “Minni ís-1. landnema í N. Dakota” eftir Þorskabít; “Lesmál og ljóð,” eftir K. N.; “ísland,” eftir séra Jónas A. Sigurðsson; “Minni landnámskvenna,” eftir frú Jakobínu Johnson; “North Dakota—My State,” eftir1 ^Snorra M. Thorfinnsson, og “A Mountain 1. júlí, 1928,” eftir séra Jónas A. Sigurðsson; (“kveðið á heimleið og tileinkað vini mínum, Guðmundi dómara Grímson”). Oig að síðustu bréf og heillaóskaskeyti: ritstungið bréf frá Coolidge forseta, það er Mr. Burtness las; bréf frá Hon. A. G.- Sorlie, ríkisstjóra N. Dakota; dr. Vilhjálmi Stefánssyni; Barða G. Skúlasyni, lögmanni; J. S. Björnson, háskóla- kennara í Chicago, o. m. fl. — Mikið a{ ágætum myndum er dreift hér og þar um bókina eftir því sem við á. Eru þar myndir af Magnúsi Stefánssyni, og Sigurði Jósúa Björnssyni, “sem skoðuðu nýlendusvæðið í Pembina fyrst og settu þar rétt á lönd;” mynd af víkingaskipinu, er gerði G. B. Qlgeirson (á- samt mynd af honumj, þvi er var í skrúðakstrin- um, og gefur myndin eiigi glögga hugmynd um það, hve fallegt skipið var á að sjá, þótt skýrt sé hún tekin; mynd af bjálkakofa, er reistur var á hátíðarsvæðinu; mynd af 43 landnemum, er fylgja “þáttum” Árna Magnússonar; mynd af afmæliskökunni miklu og frægu, og myndir af forsetum hátiðarhaldanna, ýmsum hátíðarnefnd- um, o. fl. Vafalaust vérður þetta minningarrit aufúsu- gestur allra þeirra, er þessa eftirminnilegu hátíð sóttu, og reyndar fleiri. Hefir útgáfunefndin vandað vel til hennar að búningi, eins og áður er sagt og einnig að prófarkalestri, að þvi er séð verður í fljótu bragði. Þó hefir nefndinni láðst að benda Kneeshaw dómara á það, að geta dr. Rjögnvaldar Péturssonar í tölu þeirra prest- vigðra manná, er orðstir hafa getið sér, og Dakotabyggðirnar munu jafnan telja sér sæmd í að eiga, en þeirra verður ekki sv0 getið með góðu móti, aÍ5 nafn hans falli úr. TlMARIT I»essi tímarit liafa Heimskringlu siðast bor- ist: TSunn, XIII, 2, april—júní hefti 1929. Efni: Jakob Thorarcnscn: Svörtuloft (kvæði); Skúli Skulason: Leiðir loftsins, með 3 .myndum; Grétar Fells: List, með mynd; Jón Jöklari: Tarðabætur, (saga); Þórir Bcrgsson: Siggu (kvæði); Halldór Kiljan Laxness: Rabindra Nath Tagore í Vancouver; Arsœtl Arnason: Sauðnaut (3 myndir); Þorbergttr Þórffarson: Lifandi kristindómur Qg’ ég; Hákon J. Helgason: Heimskautafærsla; Dýri: Stökur; Úr hrg ir- heimum; Stefán Jónsson: Fé og frægð.—Lang eftirtektarverðastar eru greinar þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Haldlórs Kiljan Laxness. Kvæði Jakobs er sterkt, og vel komist frá efni hjá Þóri Bergssyni. Rjettur; XIV. árg., 2. hefti, 1929. j Efni: Sverrir Kristjánsson: Alþjóða- | sambönd verkalýðsins; mjög fróffleg grein, er allir Islendingar ættu að' lesa, hverjar skoðanir, sem þeir að- I hyllast í mannfélagsmálum, því mesta mein allrar alþýðu og reyndar ekki síður “höfðingja” nú orðið, er fáfricðin, um það, sem svo að segja er daglega að gerast í kringum mann í heiminum. íslendingar hafa, eftir aðstæðum, staðið öðrum þjóðum fram ar i þessu efni, en nú er mjög farið að bera á þvi meðal þeirra, hér og þar, að menn áliti bezt að forðast alla vitneskju um allt, sem þeim er andúðugt og hafa aðeins af því þær sögusagnir, sem fjandsamlegastar eru,! og þá auðvitað um leið oftast allar j úr lagi gengnar eða blátt áfram j lognar. Þá er Davíð Þorvaldsson: j Litli skóarinn (saga) ; er þar ótvíræð listgáfa á ferðinni, næm á mál þótt hroðalegar dönskuslettur séu á einum stað eða tveimur. Harald"r Björnsson: Moliere; einkarfróðleg grein um þetta stórskáld Frakka; Sverrir Kristjánsson: Baráttan um heimsyfirráðin ; Ölafur Friffriksson: Alþýðuflokkurinn gagnvart framsókn arflokknum; Viðsjá' og Ritsjá. Rjettur er jafnan hið læsilegasta tíma- rit, en að þessu sinni saknar maður nokkuð fjarveru ritstjórans, Einars Olgeirssonar. — Eimreiffin; XXXV. ár., 3—4 hefti, júlí—desember, 1929.— Efni: Guffm. Hannesson: Goðastjórn; athyglis- verð þjóðmálatillaga; þó tæpast muni hún fá mikinn byr, enda hæpið að fyr- irkomulagið myndi bæta verulega úr þeim ágöllum er skyldi; Gnffm. Kamb- an: Reykjavikurstúlkan; prýðilega flutt erindi; þarflegt á suma lund; Dr. Rurik Holm: Viktor Rydberg, sænsk-norræn aldarminning um helzta skáld Svia sinnar samtíðar; Sv. Sig- urffsson: Hvað skilur? (afstöðu stjórnmálafl. ísl. til sambandsins við Dani); Soffía Ingvarsdóttir: Frú Rut; ekki ólagleg, “gömul” smásaga um tvo ástamálagræningja; Eiffur S. Kvaran: Rasputin (með mynd) ; Jó- Itannes Friðlaugsson.: Grasaferðir; Sv. Sigurðsson: Þáttur úr sögu sál- rænna rannsókna (með 10 myndum) og mun mörgum þykja fróðlegt; Guðm. Einarsson, frá Míðdal: A fjöllum, prýðileg grein aflestrar; Ragnar E. Kvaran: Guðfræðingarnir og þjóðin, vel ritað og skorinort svar til prestanna Knúts Arngrimssonar og Páls Þorleifssonar; Böðvar frá Hnífsdal: Eiríkur gamli, kvæði, og er enginn efi á því, að Böð-var á eftir að geta sér orðstír fyrir ljóðagerð, þótt ýmislegt hafi hann betur ort en þetta kvæði, sem þó enganveginn er lélagt; Flóttinn úr kvennabúrinu; all- merkileg frásögn sænskrar konu, er giftist Afgana; Jóhannes Friðlaugs- son: Sonahefndin, lagleg saga; Radd- ir, ritsjá, o. fl.—Eimreiðin er gott tímarit í höndum Sveins Sigurðsson- ar. Hann er auðsjáanlega vakandi fyrir því sem gerist í umheiminum, til dæmis hér vestra, í þeirri grein, er hann gefur sig við, og virðist smíða sér hyggilega stakk eftir því. Fdodds 930—1930 Nú styttist óðum fram að Alþingis hátíðinni á Islandi. Margir Vestur- Islendingar hafa ráðið við sig að fara heim og vera viðstaddir á hinni merki- legu og einstæðu minningarhátið þjóð arinnar íslenzku. En sumir eru enn I óráðnir. Alla þá, er hugsa til að fara á veguni Heimfararnefndarinn- ar, ef þeir annars fara, vildi ég minna ! á að nú eru aðeins sex mánuðir tfl stefnu, og áð þeir liða fljótt, Oig nauð- ' synlegt fyrir Heimfararnefndina að vita um tölu allra þeirra, er á veg- [ um hennar fara, sem allra fyrst, fyrir ' næstkomandi áramót. Astæðurnar fyrir þvi að nefndinni er þetta nauðsynlegt eru margar og merkilegar. Fyrst: Hátíðarnefndin j i Reykjavík hefir beð'ð um að fá tð1u alira þ’irra er með Heimfanir- nefndinni koma ekki s'ðar en nm næstu áramót. Þarf hún að vita þetta til þess að geta úthlutað gestum nefndarinnar verusvæði á Þingvöll- um /)g tjöld; til þ:ss að sjá þeim fyrir fartækjum frá Reykjavik og til Þingvalla, og til þess að fá að vita Um heildar'ölu Vestur-Is’endínga sem heim korna, í sambandi vió ýmsar í fullan aldarfjórðung hafæ Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. aðrar ráðstafanir. Heimfararnefnd- in þarf líka að fá að vita um tölu allra þeirra sem með henni fara, sök- um undirbúnings þess, sem nefndiri verður að láta aera i Reykjavík í sambandi við verustað þeirra þar og viðtökur, því ekkert í því sambandi getur nefndin átt í óvisu. I öðru lagi er um mikinn undirbún- ing að ræða hér, áður en hópurinn getur farið, til dæmis á vegabréfum, því allir sem fara verða að hafa vega. bréf. I sambandi við vegabréf ísl. frá Kanada má segja að Heimfarar- nefndin hefir samið við sjórnina á Englandi um að í stað vegabréfs korni nafnalisti ferðamanná, ásamt spjaldi,. er á verður nafn, aldttr. uppruni og" heimilisfang farþega, mynd af liverj- um farþeja fyrir sig. Myndirnar leggja farþegarnir sjálfir til, en- spjöldin skaffar nefndin og útbýr. Verða því allir að senda mér mynd af sér í tæka tíð, svo að vegabréf þetta sé til er á stað er lagt. Allur kostnaðurinn sem er i sambandi við þetta vegabréf íslendinga sem heim fara, er því þessi mynd. sem þeir verða að senda mér ásamt nafni sínu, aldri, uppruna og heimilisfangi. Vega bréfið gildir hvar sem er á Bretlandi og einníg á rnilli Kanada og Islands. Nafnalistann verður að senda. til I stjórnarinnar á Bretlandi, einnig til hafnstaða þeirra (Leith), sem þeir er til Bretlands fara ætla sér að konta til. Allt þetta tekur tíma, qg verð- ur ekki gert á síðustu mínútunni en 1 vegabréfslaust getur enginn farið. Þeir sem vegabréf hafa sem í gildi i eru, þurfa ekki að gera þessar ráð- j stafanir. Þeir sem ætla sér að ferðast um í ! Evrópu utan Bretlands, verða að fá j sér algeng vegabréf og ættu menn 1 að vera sér úti um þau í tíma. 1 j Kanada kosta þau $5 og ‘ geta menn | sent beiðni sina um þau til mín, 34 ! C. P. R. Building, Winnipeg; eða til 1 C. W. Casey, General Steamship j Agent, Canadian Pacific Steamships, 372 Main St., Winnipag, ásamt $5 og verður þá séð um að þau verði til reiðu, er farið verður. Af því sem að framar er sagt, og enn fleiru, sem ótalið ei% er auðsætt hve afar þýðingarmikið það er að gefa sig frant strax og festa sér far með því að borga niður dálitla upp- hæð—$25.00 i fari sínu. Með þvi HUGSIÐ! Þér fáið meira fyrir PENINGANA HÉR Efni, snið, frágangur, sem þér krefjið, á því verði sem þér getið borgað. Sala af hlýjum, vetrar YFIRHOFNUM $29.50 Úr valinkunnu Barrymore og Blanket efnum. Vanalegt verð á þessum yfirhöfnum eru $37.50 til $40.00 Scanlan & McComb ‘Better Clothes for Men” 4T7j Portage Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.