Heimskringla - 18.12.1929, Qupperneq 7
WINNIPEG, 18. DES., 1929
HEIMSKRINGLA
15. BLAÐSÍÐA
Kafli úr Gösta Berlings
sögu
Frh. írá 13. síðu
Sjálf gekk hún næst á eftir Önnu
Stjernhök vig hlið manns síns. Hefði
hún átt skínandi fagran guövefjar-
kyrtil myndi hún vafalaust hafa búist
honum. Hefði hún átt skartgripi
°g veglegt höfuðdjásn myndi hún hafa
borið það nú á heiðursdegi sonar
sins. En httn átti ekki annað, en
þenna svarta silkikjól meö þessum
upplituðu knipplingum, sem hún hafði
búist við svo mörg tækifæri ,enda var
hún nú klædd honum.
Þó að gestirnir kæmi til greftrun-
arinnar með slikri viðhöfn, gat þó
enginn tára bundist, þegar klukkurn-
»r tóku ,að hringja og þeir gengu út
að gröfinni. Menn og konur igrétu,
en þau grétu engu síður yfir sjálfum
ser, en yfir þeim, sem dáinn var.
Sjá, þarna gekk brúðurin, og þarna
báru þeir brúðgumann, og hérna
gengu þeir sjálfir i hátíðaklæðum, og
hvar finnst sá maður á guðs grænni
jórð, sem ekki veit, að hann er ofur-
seldur sorg og áhyggjum, óhamingju
og dauða. Og þeir táruðust af þeirri
hugsun, að gegn •þessu ættu þeir ekk-
ert athvarf.
Móöirin grét ekki, en hún var sú
eina, sem gat tára bundist.
Legar búið var að lesa bænina og
•wokað var yíir gröfina, snéru allir
til vagnanna, nema frúin á Berga og
Anna Stjernhök. Þær urðu eftir við
gröfina til þess að kveðja hinn látna
enn einu sinni, hinsta sinni. Settist
gamla konan ofan á kumblið, en
ttnga stúlkan við hlið hennar.
“Taktu nú eftir,” mælti frúin á
Berga. “Eg hefi sagt við guð: “Lát
þú lausnarengilinn, dauðann, koma og
s*kja son minn. Láttu hann fara
tneð hann, sem mér er hjartfólgnast-
ur, á brott með sér i frið hinna kyrlátu
heimkynna og gleðitár ein skulu koma
í augu min. — Með brúðkaupsvið-
höfn mun ég fylgja honum til graf-
Sömu
Kolakaup
Beztu hitunarkolin
fyrir miðstöðvarvélina
samfara tilsögn við
hitunina, fljót og á-
byggileg afgreiðsla —
alt í höndum sérfræð
inga. — Það er Arctic
viðskiftin. — Reynið
þetta.
S^ARCTIC J
ICEsFUEL CO.LTU
499 PORTAGE AVE.
Ofrtmtt Hudson'a B*y
PHONE
42321
ar og síðan ætla ég að láta flytja
fallega rósarunnann minn, scm er
utan við svefnherbergisgluggann, út
i kirkjugarðinn til hans.
Og nú er þessu framgengt, að
sonur minn er dáinn. Eg hefi heilsað
dauðanum sem aldavini, nefnt hann
gælunöfnum og grátið gleðitárum yf-
ir helför sonar míns. Og í haust,
þegar laufið fellur, ætla ég að flytja
rauða rósarunnann minn hingað út.
En þú, sem situr hér við hlið mér,
veiztu hvers vegna ég hefi beðið guð
slíkra bæna?”
Hún leit spurnaraugum á Önnu
Stjernhök, en unga stúlkan sat föl og
gneip við hlið .hennar og bærði ekki
á sér. Ef til vill barðist hún nú
við að þagga niður þær raddir í sál
sinni sem strax þarna á nýorpinni
gröf hins dána létu til sin heyra og
hrópuðu til hennar að nú væri hún
loksins frjáls.—
• “Þin er sökin,” mælti frúin á
Berga.
Þá glúpnaði unga stúlkan eins o,g
hún hefði verið lostin kylfuhöggi og
gegndi engu orði.
“Anna Stjernhök. þú varst einu
sinni dramblát og óbilgjörn. Þá tál-
drógst þú son minn, játaðist honum,
en vildir siðan ekkert af honum
vita. En hvað tjáði að tala um
það. Hann varð að gera sér það að
góðu eins og aðrir. Ef til vill hefir
hann líka og við öll elskað auðæfi
þin ekki minna en sjálfa þig. — En
þú komst aftur. Og þú fluttir
• blessun með þér inn á heimilið okk-
ar. Þú varst svo hæg og blíðlynd,
; svo góð og kjarkmikil, er þú komkt
| aftur. Þú breyttir ástsamlega við
| okkitr og gerðir okkur svo hamingju-
söm Anna Stjernhök — og við ves-
lingarnir'elskuðuin þig út af lifinu.
En samt sem áður óskaði ég að þú
hefðir ekki komið. Þvi að þá hefði
ég ekki þurft að biðja guð að stytta
iif sonar míns. Utn jólin í fyrra
hefði hann megnað að sjá þér á bak,
en eftir það að hann fór að kynnast
! þér eins og þú nú ert orðin hefði
hann ekki orkað því.
Vita skalt þú Anna Stjernhök, sem
í dag hefir klæðst brúðarskarti til
að fylgja syni mínum, að ef hann
hefði lifað, þá mvndir þú aldrei hafa
fyLgt honum í þeitn búningi til kirkj-
unnar að Brú, vegna þess að þú elsk-
aðir hann ekki.
Eg vissi það alltaf að þú komst
einungis af miskunnsenti, til þess að
gera okkur Hfið léttara. En þú elsk-
aðir hann ekki. Heldur þú ekki
að ég þekki ástina, þar sem hún er
og viti hvar ltana vantar? Þá hugs-
aði égy Betur að guð svifti son
minn lífi, áður en augu ltans opnast!
Ö, ihefðir þú aðeins getað elskað
hann, Anna Stjernhök! Betur að þú,
hefðir aldrei komið. fyrst þú gazt ekki
elskað ltann! Eg vissi mína skyldtt.
jHefði hann ekki dáið, þá hefði ég
orðið að segja honum þetta, að þú
elskaðir hann ekki, en ætlaðir þó að
giftast honurn af því að þú ert misk-
unnin sjálf. Eg hefði orðið að
neyða hann til að segja skilið við
ASK FOR-
DrvGingerAlc
ORSODA
Brewers Of
COU NTRY “C LU B*
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BREWER.V
OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG
PHONES 4I-III 42-304-5-6
PROMPT.DELIVERY
TO PERMIT HOLDCRS
þig og hann hefði ekki aíborið það.
Það hefði orðið honum æfilangur
harmur.
Þess vegna, skal ég segja þér, bað
ég guð að leyfa honum að deyja,
svo að ég neyddist ekki til að eyði-
leggja sálarfrið hans. Og ég hefi
glaðst yfir innsognum kinnum hans
og erfiðum andardrætti og óttast það
eitt að dauðinn myndi ekki megna
að fullkomna verk sitt.”
Hún þagnaði og beið svars, en
Anna Stjernhök mátti ekki mæla.
Hú'n heyrði ótal kvnjaraddir mælast
við í djúpi sálar sinnar.
Þá hrópaði móðirin í sárri örvænt-
ing:
“0, sælir eru þeir sem geta grátið
yfir sinum dauða, sem geta grátið
táralækjum. Eg ein verð að standa
með ógrátin augu yfir gröf sonar
míns. En hvað ég er óhamingju-
söm !”
Þá þrýsti Anna Stjernhök höndum
fast að brjósti sér og minntist skjálf-
andi þeirrar vetrarnætur, þegar hún
hafði svarið við sína ungu ást, að
vera skjól og skjöldur þessa fátæka
fólks. Hafði þá þetta allt verið ár-
angurslaust ? Var fórn hennar ein
af þeim, setn guð vildi ekki þekkjast?
Átti bölvun að leiða af öllu santan?
En ef hún fórnaði nú ölltt, myndi
guð þá ekki leggja blessun sína yfir
tað verk, myndi gttð þá ekki leyfa
henni að verða hamingjuengill þessa
fólks ?
“Hvers er vant til þess að þú fáir
syrgt son þinn'?” spurði hún.
“Þess, að ég trúi ekki framar
sjálfri ntér og minum eigin augum.
Ef ég héldi að þú elskaðir son minn,
myndi é,g harma dattða hans.”
Þá reis unga stúlkan á fætur og
augu hennar ljómuðu í hrifningu.
Hún svifti af sér brúðartrafinu og
breiddi það yfir gröfina. Hún tók
Itöfuðdjásnið og sveiginn og lagði of-
an á.
“Sjáðu nú, hverstt mjög ég ann
honutn!” hrópaði hún. “Eg gef
honunt brúðarsveig minn og traf. Nú
vígist ég honum að eilífu og niun
aldrei tilheyra neinum öðrum manni.”
Þá reis móðirin einnig á fætur.
Hún stóð þögul stundarkorn og skalf
eins og espilauf. Stðan fóru að koma
kippir í andlit hennar og loks komtt
tárin — tár sorgarinnar.
En þaö fór hrollur *ttm *hinn föla
viri minn, lausnarengilinn. dauðann.
>egar hann sá þessi tár. Honum
hafði þá heldttr ekki hér verið heils-
aö með gleði, hér hafði enginn glaðst
af einlægni yfir komu hans.
Hann dró hettuna langt niður yfir
andlitið, læddist hljóðlega niður af
kirkjugarðsveggnum og hvarf milli
kornstakkanna úti á akrinum.
Benjamín Kristjánsson þýddi.
Stökur
Islenzkar jarðabætur
Hálf önnur miljón dagsverka
Ef þú skyldir eiga báigt,—
enga glaða strengi,
reyndu þá að hlægja hátt,
hlægjá dátt og lengi.
Gleðin öllutn eykur þrótt,
yljar kalið hjarta;
gleðin eyðir angurs nótt:
aldrei máttu kvarta.
Lífsins takmark ekki er
eilífur harmagrátur.
Hugann ekkert hærra ber
en hvellur skellihlátur.
Vonir funa. Birtir brátt.
Með jarðræktarlögunum frá 1923
var, eins og kunnugt er, tekið upp
nýtt skipulag á styrkveitingum ríkis-
sjóðs til jarðabóta, og hækkaði styrk-
urinn mjög mikið. Þetta hefir orðið
til þess, ásamt vaxandi skilningi á
nauðsvn ræktunarinnar, að jarðbætur
hafa farið mjög í vöxt. A fimm ár-
unum frá 1923—1927 hafa samkvæmt
skýrslum Búnaðarfélagsins verið unn-
in á landinu alls hálf önnttr miljón
jarðabótadagsverka og af þeint voru
900 þúsund dagsverk styrkhæf lögum
samkvæmt. Fyrir þessar jarðbætur
hafa bændur fengið nálægt 1 miljón
kr. styrk í eigin vasa úr rikissjóði,
auk þess, sem farið hefir til hreppa-
búnaðarfélaga og í verkfærakattpa-
sjóð En í þann sjóð greiddi ríkis-
sjóðttr síðastliðið ár alls um 70 þús.
kr. Dagsverka tala að jarðabótum
fer sívaxandi. Árið 1925 voru alls
talin í haigskýrslum 238 þúsund dags
verk, unnin af 1.584 styrkþegum, 176
félögum, og fyrir það af dagsverk-
um þessum, sem styrkt er samkvæmt
II. kaflá jarðræktarlaganna voru
greiddar nærri 133 þús. kr. Síðast-
liðið ár, 1928, voru dagsverkin komin
í nærri 500 þúsund, styrkþegarnir
orðnir 3,641 og greiddur styrkur líka
kominn upp í 355 þúsund kr. A
siðastliðnu ári töldust flestir jarðbóta
menn i Rangárvallasýslu (340), þá
t Eyjafjarðarsýslu (325), þá í Ar-
nessýslu (322), þá í Skagafjarðar-
sýslu (305), þá i Gullbringu- og
Kjósarasýslu og Reykjavík (295), í
Suður-Þingeyjarsýslu 233, í Húna-
vatnssýslu 232, o. s. frv., einnig all-
háar tölur í ýmsum fleiri sýslum.
Fæstir jarðbótamenn eru taldir i
Vestur-Skaftafellssýslu (71) og í
Norður-Þingeyjarsýslu (91),auk Vest
mannaeyja,sem venjulega eruiekki talin
með landbúnaðafplássum, þó að þar
sé reyndar mikill ræktunaráhugi og
dugnaður og taldir 48 jarðbótamenn,
sem unnu á sjötta þúsund dagsverk.
Dagsverkatalan fer annars ekki éftir
fjölda jarðabótamanna. — Hún er
hæst i Gullbringu- og Kjósarasýslu
og Reykjavík, nærri 50 þúsund dags-
verk. Næst kemur Rangárvallasýsla
með nærri 40 þúsund dagsverk, og
Arnessýsla með rúmlega 38 þús dags-
verk, en þá Skagafjarðar- og Eyja-
fjarðarsýslur með 30—31 þús. dags-
verk hvor og þá Isafjarðarsýsla með
nærri 23 þúsund dagsverk og Húna-
vatnssýsla með rúmlega 18 þúsund
hvor. Fæst dagsverk eru talin fram
í Austur-Skaftafellssýslu (4179) og t
Dalasýslu (5953). Styrkurinn fer
svo eftir þessu, fór mestur til jarð-
yrkjumanna í Gullbringu- og Kjósara
sýslu og Reykjavík)<srúmlega 50 þús-
und krónur, og rúmlega 42 þúsund
kr. í Rangárvallasýslu, en minnstur
í Austur-Skaftafellsýslu (c. 4500 kr.).
Það er nokkuð misjafnt hvaða verk
hafa verið unnin á hverjtim stað.
Mest ber á túnrækt Oig garðrækt. c.
272 þúsund dagsverk á öllu landinu,
þar af c. 34 þúsund dagverk í ná-
grenni Reykjavikur, um 30. þúsund
í Rangárvallasýslu, yfir 28 þúsund í
Skagafirði og nærri 25 þúsund í Ar-
nessýslu. Að áburðarhúsum hafa
verið unnin 65 þús. dagsverk og að
votheyshlöðum ca. 8800 dagsverk,
flest í Gullbringu- og Kjósarsýslu
og í Árnessýslu. A þjóðjörðum og
kirkjugöröum voru árið 1928 unnin
8235 dagsverk, flest í Árnessýslu og
þá í Skatgafirði.
Þessar tölur ertt fróðlegar, þó þurr-
ar séu, og sýna sívaxandi ræktunar-
áhttga íslenzkra bænda og fjárveit-
ingavaldsins. Mörg þakkarverð
handtök og fögur trú á íslenzka fram-
tið er fólgin í þeirri hálfri annari
miljón dagsverka, sem islenzkir jarða-
bótamenn hafa unnið á þeim fáu árum,
sem hér hefir verið sagt frá.—Lögr.
Ak. 5. nóv.
Mokafli er á Siglufirði þessa dag-
ana. I gær fengu bátar þeir, sem
réru, frá 7,000—10,000 pund af góð-
um fiski. Og undanfarna daga hef-
ir verið þar góður afli, þó mest væri
í gær. ,
Burtu stunur trega.
Hjarta og muna dreymir dátt
drauma unaðslega.
—M. A. A.
Stakan
Þó þaö ei minn auki veg,
alla lifsins vöku
meðan enn ég andan dreg
yrkja skal ég stöku.,
Tímans alda þér mun þung,
þó þú móti streytist.
lin stakan—hún er ávak ung
anna.ð þó að breytist.
Hún hefir margoft hlegið mig
hún hefir tárum vætt mig;
hún hefir bætt og huggað mig;
hún hefir oftast kætt mig.
Þjóðar vorrar sýnir sál
svikalausum rökum.
Meðan islenzkt mælt er mál
mæla skal í stökum.
Við skulum þinga’ um þjóðarbrag,
þróttugan klingja rammaslag,
við skúlum yngja vonarhag,
við skulum syngja Islands lag.
—.1/. A. A.
Steve Johannsson
óskar öllum sínum viðskiftamönnum
og íslendingum
GLEÐILEG JÓL og FARSÆLT NÝTT ÁR!
Hann hefir sína vönduðu Hnattleikastofu í byggingu
Royal Bankans, Sargent og Arlington
Býður hann alla ætíð velkomna
West End Food Market
690 Sargent Ave.
Sími 30 494
islenzka matvörubúðin góökunna sem allir islendingar
kannast viö, verzlar nú um'Jólin og HátíÖa'rnar, meö alls-
konar matvöru, Kryddmeti, HarÖfisk, Rullupylsu og
Hangikjöt, o. fl.
Verzlunin óskar öllum viöskiftavinum sínum
Gleðilegrar Jólahátíðar og
Hagsæls Nýárs
STÉINDÓR JAKOBSSON
eigandi
Winnipeg,
Man.
>
þér setn
notiS
TIMBUR
KA UPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
CAPITAL COAL CO„ LTD.
STÓRSALAR OG SMÁSALAR
210 Curry Bldg., móti Pósthúsinu
Sérstakt kolaverð íyrir hátíðarnar
Koppers Kók..................$15.50
Foot Hills Lump ........... 13.25
McLeod Lump ................. 13.25
Elgin Lump .................. 12.00
Elgin Nut .................... 8.50
Dominion Lump .............. 7.00
Öll vestan kol geymum vér í luktum skúrum, svo snjór
og bleyta kemst ekki að þeim
Capital Coal Co. Ltd.
24 512
210 Curry Building, móti Pósthúsinu
----------- SfMAR ----------------
24151
The G. McLean Co., Limited
i í \ \ í i í I Matvöru Heildsalar ? i
Winnipeg :: Manitoba i i í í i
Ráðvendni, greiða afgreiðslu og sanngirni, mega allir reiða sig á af vorri hendi. — Vér njótum góðs trausts kaupmanna í Vestur-Canada og erum hinir einu sem ekki höfum dagprísa á söluvarn- ingi vorum. í í i