Heimskringla - 24.12.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.12.1929, Blaðsíða 1
fatautun og hreinsun Klllce Ave. and Simcoe Str. Slml 37244 — tvær lfnur llnttar hreliiNntlir os: endurnýjaUlr. Betrl hrelnMun jafnddýr Ágætustu nýtízku litunar og fata- hreinsunarstofa í Kanada. Verk ELliICE AVE. and SIMCOE STR. NV In iiipeg —:— Man. Dept. H. XLIV. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. DES., 1929 NÚMER 13 JOL Ó komi nú himnesk Jól á jörð með Jesú anda til spiltra manna; nú hjarir kristnin við kjörin hörð því kúgarar andlegt frelsi banna, og ljósið í hatursins helhríðum deyr, og hræsnin er skurðgoð á almanna leiðum, en spillingar fárveðrið magnast æ meir á mannlífsins ísþöktu heiðum. Ó komi nú blessuð Jól á jörð með Jesú kraft og frelsis anda og lífsins strauma í hjörtum hörð og himneskan frið til allra landa. Ó gef þú oss alfaðir gleggvi á ný, og gjörðu heiminn að ljóssins veldi; lát himininn rofna með heilögum gný og hella’ á oss kærleikans eldi. —Vigfús J. Guttormsson. • ... \ lelztu Fréttir --------------------------* KANADA *-— -----------------------* Fiskimenn og fiskikaupmenn í Manitoba lögðu síðastliðinn fimmtu- dag álit sitt á hinum nýju lögum Sambandsstjórnarinnar um birtinga- veiði í Winnipegvatni, fyrir aðstoð- arráðherra fiskiveiða, W. A. Found, er staddur var hér vestra í vikunni. Benti S. Thorvaldson kaupmaður frá kiverton á það fyrir hönd fiskimanna, afr takmörkun veiðarinnar, sem gerð hefði verið svo seint, að fiskimönn- um hefði komið illa, þyrfti að vera tekin aftur til íhugunar af stjórninni. Þó auðvitað væri að stjórninni hefði verið annt um það eitt að vernda Þessa fiskitegpmd og veiði hennar framvegis, með því að miða upphæð hennar framvegis við 2,000,000 pund, hefði sú breyti’ng, fvrirvara lítið, kom- sér mjög illa fyrir fiskimenn. Kvaðst aðstoðarráðgjafinn skyldi taka málið upp við fiskimálaráðherr- ann er austur kæmi og láta fiski- uienn vita um hæl, hvað gerðist. Námaráðgjafi Manitoba, Hon. D. G. McKenzie, var á fundinum ásamt L Bancroft sambandsþingmanni, hapteini J. B. Skaptasyni, eftirlits- manni fiskiveiða i Manitoba; G. Fjeldsted og fleiri manna víðsvegar a8, er mál þetta snertir. Ferðamannastraumurinn rnilli Kan- ada og Bandaríkjanna er orðinn geysi- mikill og er ávalt að aukast. Sam- kvæmt skýrslum frá Washington hafa ferðamenn frá Bandartkjunum eytt 237 miljónum dala í Kanada á árinu 1928. A sama tíma hafa ferðamenn frá Kanada eytt 86 miljónum dala í Bandaríkjunum. Fára skýrslurnar sunnan að mörgum orðum um þetta og benda á, að engar tvær þjóðir heirnsæki hvor aðra svona mikið. Segja þær ennfremur, að Bandaríkin verji meira fé í iðnað í Kanada, en 1 nokkru öðru landi, sem auki sam- handið eðlilqga milli þjóðanna. Svo hætist við góðir vegir og greiðfærir niill landanna, sameiginlegt mál, svip- uðir atvinnuvegir, og ágætustu við- tókur beggja þjóðanna. Kanada segja þjóðskýrslurnar fagurt land og fjölbreytt að náttúru, sem enn'þá sé viða ósnert og óbreytt af mannshönd- mni, og sé þvi hið skemtilegasta land að heimsækja fyrir Bandaríkjamenn. Enn sem komið er, sé ferðafólks- straumurinn mestur til Austur-Kan- ada, en eftir því sem vegurn fjölgar inn í vesturlandið, aukist straumurinn einnig þangað, því ekki er það síöur aðlaðandi fyrir ferðamanninn, en austurfylkin. Hon. W. R. Motherwell akuryrkju- malaráðherra sambandsstjórnarinnar liggur, allþungt haldinn í lungnabólgu. Hann veiktist fyrst fyrir rúmri viku og þá af brjósthimnubólgu. Þegar henni létti igreip hann lungnabólga. Gera læknar sér þó vonir um að hann muni komast yfir hana. Fyrir helgina var maður að nafni William Herbert frá Montreal staddur í bænum. A föstudaginn var hann á gangi á Tache stræti úti í St. Boni- face, er tveir menn réðust á hann og rændu hann $2,665 er hann bar á sér. William þessi hafði verið um tíu vikna tíma hér í Vesturifvlkjunum að selja hluti i félagi í Montreal, er Wright Flexible Ax.le Motors, Ltd., heitir, og kom í vikunni vestan frá Saskatchewan. Annar ræninginn sýndi honum byssu, meðan hinn hirti vasaféð. Þeir þutu af stað með peningana upp í bíl, er þeir höfðu skil- ið eftir skammt frá, og er það hið síð- asta sem til þeirra hefir frétzt. Wil- liam gerði lögreglunni strax aðvart, en hún kom of seint til þess að hand- sama bófana. Skýrði William frá því, að helmingur fjársins hafi veriö ávísanir, er ekki væri hægt að koma í peninga. Átti félagið er hann vann fyrir alla fjárupphæðina, að undan- skildum $15, er hann sjálfur átti. Þegar William var spurður að því hví hann bæri svo mikið fé á sér, svaraði hann, að 'honum hefði ávalt hætt við þvi, og þó stærri upphæðir væru, en þetta. William var á líiSinni heim í gistihúsið sem hann dvaldi á um kl. 9.15 að kveldinu, er gestir þessir urðu á leið hans. Þeir buðu honum “gleðileg jól” að skilnaði. Um 300 atvinnulausra manna söfn- 1 uðust saman á Market stræti í Winni- peg síðastliðinn föstudag og ætluðu að hefja göngu um snræti borigarinn- ar til þess að draga athygli að kjör- um þeim, er þeir yrðu, vegna vinnu- leysis, að hlíta, en lögreglan kom í veg fyrir það, og kvað mennina ekki hafa rétt til sýningargöngunnar, nema þeir hefðu leyfi frá bænum til þess. Sýndu menn þessir lögreglunni eng- an mótþróa og hættu við göngtina en fóru í þess stað suður að þinghúsi og beiddust aS hafa tal af stjórninni. Þegar þangaö kom, hafði John Queen þingmaöur orð fyrir þeim. Benti hann stjórninni á hörmungar þær er menn þessir væru undirorpnir með áhrifamiklum orSum og harmaði um leið, aS slíkt ástand skyldi eiga sér staS innan þessa fylkis. John Brack- en forsætisráðherra tók á móti komu- mönnunum og lofaði þeim því, eftir að hafa talað nokkur orS um hví- líkt hryggðarefni sér væri, að hag þeirra væri svona komiö, aS gera hið fyrsta sitt ítrasta til að ráða bót á Viðurkenning og þakklæti Á síðastliðnu sumri varð ég 70 ára. (Eg er nefnilega fæddur 29. ágúst, 1859J. Tóku þá til nokkrir vinir mínir hér í Dakota og sömdu á- skorun til Islendinga i Bandaríkjunum að veita mér ofurlítinn árlegan við- urkenningarstyrk og leita almennra samskota í því skyni. Bar þetta þann árangur að ég fékk talsverða upphæð frá forgöngumönnunum síð- astliðið ár. Var megnið af því úr Noröur Dakota og Blaine, Wash. Þar sem ég hefi á undangengnum árum átt. við talsverSa vanheilsu aö búa og þar af leiðandi ekki góðan efnahag hefir þetta drengskaparbragð orðið mér kærkominn styrkur. Fyrstu hvatamennirnir að þessari nýung munu hafa veriö þeir nafn- arnir Arni Jóhannsson og Arni Magn- ússon á Hallson og GuSmundur dóm- ari Grímsson, Rugby. Nokkrir aðr- ir hafa einnig tekið þátt í fjársöfnun þessari, svo sem Gamalíel Thorleifs- son á Garðar, og séra H. E. Johnson, Blaine, Wash., og fleiri. Þessum forgöngumönnum og öllum þeim, er lagt hafa í þenna styrktar- sjóð (þó ég ekki nefni nöfn þeirra í þetta sinn) færi ég hér með mitt innilegasta þakklæti fyrir velvild sína og viðurkenningu til mín, með þeirri ósk að Vestur-Islendingar minnist hinna annara skálda sinna, sem ekki síður eiga viSurkenningu skiliS. Ennfretuur er mér skylt að geta þess hér, að á síðastliðnu hausti siendi H. C. Thordarson rafmagnsfræðingur i Chicago, mér sem afmælisgjöf $300. með vinhlýju bréfi, og þakka óg hlýtt og einlæglega þessum nafnfræga manni og alþekkta stórhöfðingja hina rausnarlegu gjöf. Að lokum skal þess og getiö, að ýmsir aðrir, gamlir og nýir . vinir mínir, hafa einnig sýnt mér margvís- legan velvildarvott og drengskap sem er ekki fullþakkaö. Þar á meðal er Chris. Johnson í Duluth, sem hefir reynst mér sem bezti bróSir, bæði í orði og verki. Ennfremur frændi hans Hjálmur Thorsteinson á Gimli. —alda vinur minn, sem hefir reynst mér hinn bezti drengur frá fyrstu kynntng.—Eru margir þeirra frænda : tryggir og veglyndir menn, sem Borgfirðingum möngnm er kunnugt. Eg mun ætíð minnast allra þeirra sem hér eiga hlut að máli með þakk- látssemi og hlýjum tilfinningum. —Þorskabítur. vandræðum þeirra. Sættu atvinnu- leysingjar sig viS það, en auöséö var ! á sumum þeirra, að betur kæmi sér, að löng bið yrði ekki á því. Hon. Albert Prefontaine, akuryrkju- málaráögjafi Manitoba hafði síðast- liðinn mánudag jólatréssamkomu á skrifstofu sinni. I henni tóku þátt urn 70 manns, er vinnur í þeirri stjórn- ardeild. Ráðgjafinn sjálfur var Sánti Klaus. Háskólann fyrirhugaða hefir fylk- isstjórnin í Manitaba ákveöiö að reisa í nánd við Búnaöarskólann, hér um bil tíu mílur út úr bænum. Hafa megn mótmæli veriS hafin gegn þessu. Er það talið afar óhentugt fyrir nem- endur, að þurfa aS sækja nám þang- að. Fyrir skömmu fæddist barn í loft- fari í Georgia-ríki í Bandaríkjunum. Móðirin heitir Mrs. T. W. Evans. Þegar barniö, sem var stúlka, fædd- ist, var loftfariö 1200 fet frá jörðu. Er þetta fyrsta barniö, sem fæðst hefir á loftskipi. Spádómur Heims- kringlu fyrir þremur árum er því komin fram. * Björn S. Magnússon Kaupmaður í Árnesi * ;|T, Hann andaðist að heimili sinu 7. ágúst síSastliðinn eftir langvarandi sjúkdóm. Björn heitinn var fæddur 8. febrúar 1885 að Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon, dáinn 1926, og Guðrún Jóhanna Signrðardóttir, sem er búsett að Gimli. Einn bróð- ur átti Bjöm sálugi, Magnús S. Magnússon til heimilis að Gimli hjá móður sinni. Vestur um haf flutt- ist Björn ásamt foreldrum sínum og bróður árið 1900, þá 15 ára gamall og réðist í vinnu til N. Dakota hjá hinum velþekkta sæmdarmanni Skapta Brynjólfssyni. Þar dvaldi hann í hálft annaö ár. AS því búnu fór hann til Gimli, iþar sem foreldrar hans og bróðir höfðu sezt að, og átti þar heima til 25 ára aldurs eða 1910 að hann gifti sig eftirlifandi konu sinni, Kristíönu Sigurðardóttur frá Arnesi. Það sama ár fluttist hann að Árnesi til tengdaforeldra sinna, Siguröar Sigurbjörnssonar og Snjó- laugar Jóhannesdóttur. Gerðist hann þá þegar starfsmaöur og meðeigandi verzlunarinnar er þeir ráku þar, og tók viS henni algerlega að tengda- föður sínum látnum, og starfrækti hana svo lengi sem kraftarnir leyfðu. 1 Árnesi eyddi hann 19 árum æf- inwar í ástríku hjónabandi. Þeim hjónum varð ekki barna auöið, en gagnkvæm ást og viröing auðkendi þeirra samlíf. Á heimili þeirra rikti ávalt hin víðfræga íslenzka gest- risni og höfðingslund, ásamt hress- andi glaöværS, alúð og hispursleysi í hvívetna. AS eðlisfari var Björn glaðlyndur og gamansamur, og þótti yndi að glað værum félagsskap. Hvarf það aldrei frá honum enda þótt margra ára heilsubilun drægi úr því og deyfði. Það fölnar flest og dofnar hjá þeim, sem um langt skeið taka aldrei á heilum sér. 1 æsku var hann hraust- ur, og gaf sig fyrir gleðisakir tals- vert að aflraunum og íþróttum og þótti ætíð á þvi sviði vel liötækur. Hann var fríöur sýnum, rúmlega með- almaður á hæð og sérlega vel vax- inn Hann var allatíö ágætur starfs- maður að hverju sem hann igekk, at- orkusamur og áhugamikill, ríkur af metnaði, og vildi ógjarna sjá sinn hlut minni en annara. Kom þar fram hjá honum hið íslenzka ættarbragS, því kappgirni er eitt af einkennum Is- lendinga, enda var Björn sannur og góður tslendingur, með drengskap og trvgglyndi langt yfir meðallag. Allt íslenzkt var honum kært, og Island þráði hann aS sjá áður en hann lyti aldurtilalögmáli tilverunnar,— haföi hann ákveSiö að gera það næsta sum- ar, ef til þess ynnist lif og þrek. Ó- efaö hefði hann gert það; því hann var ekki eitt i dag og annað á morg- un, hann var heill en ekki hálfur þar sem hann var og í áformum sín- um, fastur fyrir, — ekki flöktandi hvarflandi, þó eitthvað reyndi á, þótt Vonin Þó stormurinn æði og ógnandi ský Um algeiminn svífi, þá kemur á ný Hin vermandi gola, með sumar og sól, Að signa hvert blóm, sem að veturinn fól. Og þeir er þú treyst hefir, bróður sem bezt, Skulu bregðast í drengskap þá reynir á rnest, Þá samt er í hjarta þér helgast það mál, Sem hljómar: að bróðurþel eigi hver sál. Þó huga þinn erfiði og böl hafi beygt, Og baslið í hjarta þér gremju’ hafi kveikt; .... í fjarlægð er draumland, sem aleinn þú átt, í aflraunum lífsins, þar færðu þinn mátt. Hvert spor, sem þú fetar á framtíðar braut Er fylling á vonurn og sigur í þraut. Og vonin er máttur þinn, skjöldur og skjól, Unz skeiðið er runnið að eilífðarstól. Já vonina þökkum, þá gullfögru gjöf Sem greypt er í sál hverja’ um lönd og um höf. Hver draumur, sem rætist við andlegan yl, Er ímynd þess fegursta er sálin á til. —Bergthór Emil Johnson. móti blési og brekkan væri í fangið. Eg -get ekki hugsað nrér, út frá þeirri kynning, er ég hafði af hon- um, hin tvö síðastliSnu ár, að hann myndi nokkuru sinni ótilneyddur hafa gengið frá því sem hann ætlaði sér og áleit að væri rétt og sanngjarnt. Lundin var nokkuö stór og stíf, ef til vill á stundum um of, en hún var líka full af mannúð og dáðríkisþrá, ‘hann var ætíð reiðubúinn að hjálpa þeim að- þrengdu og ganga til liös við lítil- magnann og rétta hans hlut ef á hann var hallað. Fésýslumaður var Björn góður, enda var þaö hans aðalstarf, lagöi hann sig eftir því með kosígæfni, sem hverju öðru er hann fékkst við. Hann tók þátt í ýmsum málum sveitarinnar og gat sér þar góðan orÖstír. Hann var liðsmaS- ur góður hvar sem hann var, og eign- aðist líka marga góða vini og kunn- ingja, sem sakna hans'sárt, en igeyma jafnframt hans góðu minning. Eg hygg samt að Björn heitinn hafi verið meira vinavandur og vinfastur, heldur en óðfús, aS afla sér þeirra sem flestra. Eg held það eigi fjarri sanni, að það hafi tekiö æði oft nokk um tíma og fyrirhöfn að verða vin- ur hans, hann var ekki fljöttekinn. En ég lít einnig svo á, að það hafi verið erfitt, ef það var mögulegt að verða óvinur hans, þegar maður var búinn að ná vináttu hans, og olli því heillyndi hans, hreinskilni og ein- lægni. Frændrækni og umhyggja fyrir ástvinum var samfara þessum lyndiseinkunnum hans. Gáfur hans voru góðar, enda var hann kominn af ágætu og vel gefnu bændafólki úr einni beztu sveit Is- lands. Nákominn ættingi hans var Siguröur Jóhannesson skáld, sem marg ir kannast viS. Hin andlegu mál voru Birni heitnum hugleikin og hjartfólgin. Hann gaf sér tíma til að hugsa um þau, fylgjast með þeim og styöja þau, þrátt fyrir ann- ríki og áhyggjur. ÞaS er meira en maöur fær sagt aS nú á tímum sé almennt. Hann unni hinum frjáls- lynda kirkjufélagsskap og trúmálum. Hann eiröi engu þvi er honum fanst úrelt og dautt á því sviði. Kreddur voru honum óþolandi. fundinn væri samræmis gætt, og allt það sem spillti því og kúgaði skyn- semina væri látið hverfa. Hann leit svo á, að kirkjan ætti aS vera í lif- andi snertingu og samstillingu við þarf ir og þroska mannsandans.honum hvoru tveggja í senn — upplýsing, leiðarljós og áningarstaður á erfiðri og vand- farinni braut lífsins. Þessi var af- staða hans til kirkjunnar og kirkjunn- ar mála. Og þó hann metti mikils vitsmuni og þekkingu, og skipaði þeim öndvegi allstaöar, þá var trú hans á algóöan guð, föður allra, hrein og sterk, og lotning hans fyrir meistaranum frá Nazaret var 'talk- markalaus. Lífsskoðun hans og kenning taldi hann hina æðstu lífs- reglu, lífsmælikvarða og hugsjón. Og hann gat aldrei felt sig við annaS, en faðirinn algóði breiddi ávalt faðm móti hverju barni sínu, án friðþæg- ingar, milliliðalaust, hvenær sem það leitaöi til hans, og vildi koma, eins og svo vel er lýst í fallegustu dæmisög- dnni sem til er. I þesari trú dó Björn Magnússon, og ég er þess fullviss að honum hefir orðið að trú sinni. Hin frjálslynda trúmála- stefna, sem hann studdi með ráðum og dáð og baröist fyrir, hefir mist mikið við burtför hans, og vér, sem eftir lifum og að henni stöndum er- um í mikilli þakkarskuld við hann, fyrir það sem hann var málefninu og félagsskapnum. En þegar þannig stendur á, er það léttir, fróun, sú vissuvitund, að sá sem berst fyrir góðum málstað, uppsker þeim mun sannara, fyllra, dýrðlegra líf, þetta, sem er hið eina eftirsóknarverða, þegar allt kemur til alls. Það er ávalt þungt að sjá á eftir vinum og ættingjum út í húmskugga dauöans, en einkum þegar æfisólin er hækkandi eða í hádegisstaö, slíkt veld- ur sárum trega hjá þeim, sem næstir standa og mest hafa mist. En það mun vera dularfult ráSstöfun for- sjónarinnar aS líkn fýlgir hverri þraut og sorginni einhver huggun.sem græðir sárin, þerrar saknaðartárin og friðar. Björn S. Magnússon var jarðsung- inn 11. ágúst, að viðstöddu miklu fjölmenni, af þeim sem þetta skrifar. Hann gat meS engu móti gengið á mála með því, sem .gekk í bág við sannfæringu hans, og skynsemi. Allt hugsunarleysi i þá átt, öll óeinlægni og látalæti, þar sem annarsstaSar var honum andstyggS. Hann var ekki blindur fyrir þvi tjóni, sem slíkt veldur manndómi og manngöfgi. ÞaS var hans skoSun aS trúarbrögðin og þekking mannsandans ættu að haldast í hendur og fallast í faðma. Um leiS og sannleikans væri leitaö og hann —Þ. J. Mánudaginn 16. þ. m. lézt að heim- ili Jóhanns Guðmundssonar í Minn- eota öldungurinn FriSrik Guðmunds- son, 93 ára að aldri. Var hann fæddur i apríl 1836. Til Ameríku kom hann 1883. Hann kvæntist 1876, Guðnýju Þorláksdóttur, er lézt 11. september i haust. — Friörik heit- inn var talinn elztur maður í Minne- ota.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.