Heimskringla - 24.12.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.12.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DES., 1929 I____________ Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga -----eftir- SIR EDWARD BULWER LYTTON I. BÓK konur, er almenningur tók með óttablandinni lotningu, jafnvel konungar og heilar þjóðir, er þær sögðu fyrir um óorðna hluti og réðu afbragðsmönnum heilræði. Er mikill fróð- leikur um þær til vor kominn úr norrænum sögum. Voru þær oft konur tiginbornar og stórauðugar, og fóru um með þjónustuliði fjöl- mennu. Leiddu konungar þær til öndvegis, er þeir leituðu spásagna þeirra. Var á þeim helgi mikil, sem á hofgoðum. Eigi þarf því að undrast þótt Hildur, svo tiginborin kona, er taldi ætt sína til Óðins, hefði mikinn hluta æfi sinnar lagt stund á þessa fræði. Töfrabrögð þau, er hlutskifti almennings varða til heilla eða miska, og seið- konur tömdu sér, hafði hún í fyrirlitningu. Snérist öil hennar ástundun um örlög konung- manna og þjóðlanda, og stóð öll þrá hennar til þess að vera forsjón þjóðkonungsætta, er falin skyldu yfirráð óborinna kynslóða. 1 æsku hafði hún verið dramblát og metorðagjöm — en það var skaplöstur margra þjóðsystra henn- ar — end flutti hún með sér hleypidóma og ástríður margar úr þeim Ijósheimum er þá lifði hún í, inn í þá dvalarstaði dulheima, er hún nú í mörg ár hafði búið sálu sinni. Allt það ástríki, sem hún mátti mannlegum • verum í té láta, beindist nú að Edith dóttur- dóttur hennar, er var síðasti afspringur kon- ungmanna í báðar ættir. Hafði henni borið það í sýnir, að líf og dauði þessa fagra barns væri samtvinnað örlögum konungs nokkurs, og bentu véfréttir allar á dularfullt og órjúfanlegt sambands miili ættleggs hennar sjálfrar, er nú stóð mjög á enda, og ættlegg Guðina jarls, er nú stóð með sem mestum blóma, bónda Gyðu, frændkonu hennar, og tengdi því hjátrú henn- ar hana jafn fast við þá ætt og blóðtengdirn- ar. Hafði hún í fyrstu lagt mesta elsku og rækt við Svein, elzta son Guðina jarls, og hændist hann því fúslegar að henni, sem hann var draumlyndastur og auðsveigjanlegastur allra þeirra bræðra. En svo ógiftusamlegur og illslysinn hafði ferill Sveins orðið, eins og síðar mun sagt verða, að enginn maður bað honum blessunar, þótt samúð allrar þjóðarinn- ar og gremja yfir hlutskifti þeirra feðga, fylgdi óskift í útlegð Guðina jarli og sonum hans. En eftir því sem þroskaðist Haraldur, ann- ar son Guðina jarls, óx umhyggja Hildar fyrir honum, svo að slík hafði aldrei fallið Sveini í hlut. Höfðu stjörnur og rúnir sannfært hana um þá tign og ríki er hans biði, enda staðfestu hæfileikar og skaphöfn hins unga jarls alla þá spádóma. Því annara varð henni og um Harald, sem allar véfréttir um framtíð dótturdóttur hennar bundu hana við örlög Har. alds, og þá h'ka fyrir þá sök að öll kunnátta hennar hrökk ekki til þess að hún mætti til fulls sjá fyrir þau örlög, er þeim voru sameigin- lega ásköpuð, og var hún því jafnan milli vonar og ótta um það hversu úr þeim myndi rætast. Þó hafði hún allt að þessum tíma engan bilbug unnið á hinni þróttmiklu og sjálfstæðu lund hins unga jarls. Hafði hann að vísu gert sér tíðkvæmt í hús hennar áður en hann hlaut í útlegð að fara, en jafnan brosað með nokkrum þótta, að óljósum spásögnum hennar og látið þær sem vind um eyrun þjóta, enda vísað á bug öllum boðum um aðstoð ó- sýnilegra máttarvalda, og jafnan svarað með stillingu: “Æðrulaus maður þarf eigi töfra- bragða að leita til þess að rækja skyldur sín- ar, og góður maður metur að engu þau ráð, er vildu hindra hann í því!” Það var og sannast að segja, að þótt eigi væri kunnátta Hildar byggð á svartagaldri, og þótt hún leitaði aðeins véfrétta goða en eigi illr- a anda.þá var það eftirtektarvert að allir þeir.er áhrifum hennar höfðu verið ofurseldir, höfðu fengið snöggan dauðdaga, og fyrir aldur fram, eigi aðeins bóndi hennar og dótturmaður, er báðir höfðu verið sem vax í höndum hennar, heldur aðrir höfðingjar og stórmenni er tign og metorögirnd höfðu komið til að leita ráða hjá hennú Naut hún mikillar virðingar, sökum ætternis síns, af öllum höfðingjum Dana, er fúslega vildu veita henni þjónustu sína, af ræktarsemi við forndanska konungaætt og ekkju hinnar ástsælustu hetju. Gestrisin var hún, umburðarlynd og velgerðarsöm við fá- tæka og hin mildasta húsmóðir þrælum sínum, og hefði öll alþýða aðstoð og vernd viljað henni veitt hafa þótt menn að vísu óttuðust hana eigi all lítið. Erfiðlega myndi hafa geng- ið að sanna á hana kunnáttu hennar, því allir myndu svarið hafa af sér vitneskju um hana, og þótt henni hefði verið dæmdur járnburð- ur,6> hafði hún gnægt gulls til þess að múta prestum þeim, er nóg ráð vissu til þess að firra hana meiðslum af þeirri skýrslu. Enda hafði hún.með því heimshyggjuviti, er sjaldan skortir snilligáfað fólk, hversu veraldarfjarlægt sem það annars kann að vera daglega, til orða og athafna, séð sér farborða undan öllum ofsókn- um kirkjunnar, með því að gefa stórgjafir öll- um klaustrum í nágrenni sínu. Hildur var, í stuttu máli, gædd háleitum þrám, og stórfenglegum gáfum, en var þó sem mótstöðulaust verkfæri í höndum þeirra skapa, er hún sjálf ákalláði, og blés mönnurn í brjóst lotningu, blandinni ótta, og dulrænni meðaumkvun. Hún var enginn miskunnar- laus kvendjöfull, magnaður illsku, heldur þvert á móti mannlynd út í æsar, jafnvel er hún seildist lengst eftir leyndarmálum guð- anna. Setjum svo, að mögulegt kunni að vera manneskjum með yfrið mögnuðu ímynd- unarafli, og sérkennilegar tilfýsingar tauga og skaphafnar, að ná einhverjum dularfullum sam böndum á einhverjum yfirskilvitlegum til- verusviðum, svo að erfitt sé að afneita með öllu töfrabrögðum og huliðsmætti fornaldar- innar, þá er það þó víst að kyngiskuggar þeirra valda hjúfruðu sig ekki um neinn fúlan né þrástækan stöðupoll í sál Hildar, glætulausan um daga, girtan banvænú náttjurtastóði, heldur svifu þeir þar yfir lifandi straumi, laufkringd- um, í titrandi stjörnuljósi. Þannig lifði Hildur í öryggi, undir ægis- hjálmi. Og í skjóli hennar rann upp dóttur dóttfr hennar Edith, guðdóttir Englandsdrottn. ingar, eins og rós undir sedrusviði í kirkju- garði. Það hafði verið innileg ósk Játvarðar og meydrottningar hans, er engu síður guðhrædd var en hann, að forða þessu foreldralausa barni frá spillingu þessa húss, er meira en lítill grunur lék á að fylgdi heiðnum sið, og skjóta klausturskjóli yfir hana, þegar á bams- aldri. En þetta varð ekki að lögum gert á móti samþykki lögráðanda hennar, enda hefði hún þá líka sjálf orðið að æskja þess. En að þessu hafði Edith aldrei látið í ljós minnstu löngun til þess að brjóta í bág við vilja ömmu sinnar, er virti algerlega að vettugi hugmynd- ina um klausturvist hennar. Þannig óx þessi fagra mær upp undir á- hrifum tveggja togstreitandi trúarbragða. Hún var því harla reikul í þeim efnum. En geðslag hennar var svo tállaust, milt, blátt áfram, við- kvæmt og auðsveipið, að allar hugkvæmdir þessarar síleitandi sálar miðuðu upp á við í enn bjartara ljós, í enn hreinna andrúmsloft. í háttum og hugsunum og að skapþroska var hún ennþá sem barn, en í hjarta hennar hafði þegar búið um sig æðsta þrá konuhjartans. er beindi öllum geðþótta hennar, án þess að hún sjálf að vísu vissi, til sterkari andúðar gegn æfilöngum eiðum og ófrjóu klausturlífi, heldur en jafnvel beiskasta spott og óvirðingar orð Hildar voru um megnug. III. KAPÍTULI Meðan Játvarður konungur rakti fyrir her- toganum allt um æfi Hildar er hann vissi, eða hélt sig vita, riðu þeir áfram leiðar sinnar um skóglendi svo mikilfenglegt sem lægi höfuð- borg Englands í liundrað mílna fjarlægð. Má enn þann dag í dag sjá þess merki á stöku stað nálægt Norwood, hvílíkur stórskógur, full- ur'af villibráð, hefir á þeim dögum legið heim undir úthverfi Lundúnaborgar; hin ákjósan- legustu veiðilönd konunga og frjálsborinna manna. Enda var svo um búið, jafnvel á dög um Játvarðar hins góða, að skógar þessir, veiðilönd konungs, voru svo gersamlega frið- lýstir fyrir öllum, er óæðri voru þegnum eða ábótum, að kallast máttu jafnvel friðaðir og verið höfðu helgilundar Drúðanna, enda skyldu veiðimenn óæðri stétta engu fyrir týna nema lífinu, ef þeir brutu þá friðun. Veraldlegar skemtanir, aðrar en veiðiferð- ir rækti Játvarður konungur ekki. En sjaldan leið svo dagur til enda, að ekki færi hann, að sungnum tíðum, út með hauka og hunda Reið hann þá jafnan með ungan hauk á armi til tamningar, þótt haukaveiðar byrjuðu eigi fyr en með októbermánuði, eða tók með sér einn af eldri haukum sínum til viðrunar. Og rpí bar svo til, einmitt er Vilhjálmur var tekinn að þreytast á málalengingum konungs, að hundar konungs gullu, og flaug upp stjörnu- hegri, af sefkringdri tjörn rétt við veginn. “Heilagur sánkti Pétur!” hrópaði konung- ur, keyrði hest sinn sporum og leysti hinn fræga pílagrímsfálka sinn sér af armi. Vil- hjálmur gerði slíkt hið sama og reið nú allur flokkurinn þétting í gegnum skóginn, yfir stokka og steina og horfðu eftir bráðinni og fálkunum er hnituðu hvem hringinn á fætur öðrum til þess að komast í færi. Uggði kon- ungur því eigi að sér og hafði hestur hans því nærri varpað honum til jarðar er hann 6> Að sanna sakleysi sitt með því að bera hvít- glóandi járn tiltekinn veg; nokkur skref; án þess að særast.—Þýð. stakk snögglega við fótum og staðnæmdist fyrir framan hátt hlið, er var rambyggi- lega gert á garði úr ótil- höggnu grjóti og tígulstein- um, er nú var nokkuð af sér genginn. Á liliðinu sat liús- karl einn, mikill vexti og lét sér hvergi bregða, en fyrir innan grindurnar stóðu aðrir húskarlar, í bláum stökkum. Hölluöust þeir fram á orf sín og þusta,7> og horfðu forvitn- isaugum, en þó all þrjósku- legir og þungbúnir á nor- mönnsku riddarana. Voru húskarlar þessir engu síður búnir að klæðum en stéttar- bræður þeirra eru á vorum dögum. Voru þeir þrekvaxn- ir og rjóðir yfirlitum svo að vel mátti sjá að matur myndi ekki við þá sparaður. Voru verkamenn á þeim dögum, að ánauðugustu þýjum og þræl- um kannske undanteknum, ef til vill betur að sér líkam- lega en nokkurntíma síðar á Englandi, að minnsta kosti þeir, er voru á vist með auð- ugum þegnum af óblönduðum saxneskum kynstofni, enda ber titill sá er þegnar fengu .lá varður, það með sér, að þeir voru brauðveitendur8> al- þýðu manna. Höfðu þessir menn verið húskarlar Haralds Guðinasonar, er nú var útlægur af Englandi. “Opnið hliðið, opnið fljótt, góðir drengir,” sagði hinn mildi Játvarður,—og mælti nú á saxneska tungu, og þó með mjög útlendum hreim — eftir að hann hafði rétt sig í söðlin- um. Gerði hann krossmark fyrir sér þrisvar sinnum og muldraði um leið nokkur blessunar- orð. Hreyfði sig þó enginn af húskörlum. “Engir hestar skulu traðka akra þá er vér höfum sána til uppskeru Haraldi jarli,” sagði húskarlinn einþykknislega, og hreyfði sig hvergi af hliðinu. Gerðu húskarlar góðan róm að máli hans. Þykknaði nú meira í Játvarði konungi en hann áður mitndi til; keyrði hann hest sinn sporurn fram að húskarli og lyfti hendi sinni. Að því merki gefnu blikuðu þegar tuttugu sverð á lofti á bak við hann, um leið og hinir normönnsku riddarar sporuðu hesta sína fram til konungs. Bandaði konungur við þeim annari hendi, en ógnaði Saxanum með hinni. “Þræll, þræll,” hrópaði hann, ég skyldi meiða þig ef ég gæti!’’ Það var eitthvað i þessum orðum, er lifa skyldu í sögunni, bæði hlægilegt og hjartnæmt í senn. Normannarnir komu einungis auga á hið fyrra, en snéru sér undan til þess að dylja hlátur sinn; Saxanum rann hið síðara til rifja og auðmýktist þegar. Hinn voldugi kon- ungur, er hann nú bar kennsl á, með öll þessi sverð á lofti að baki sér, gat ekki meitt hann; þessi konungur hafði ekki brjóst í sér til þess. Húskarlinn hljóp ofan af hliðinu, opnaði það, og laut konungi djúpt um leið. “Ríði fyrst Vilhjálmur greifi, frændi vor,’’ sagði konungur stillilega. Saxneski húskarlinn horfði leiftrandi aug- um á riddarann, er hann heyrði nafn hans nefnt á normannska tungu, en hann hélt opnu liliðinu, unz allir voru inn riðnir. Játvarður konungur fór síðastur, stöðvaði hest sinn og mælti lágt: “Þú ert all djarfur, er þú talar um Har- ald jarl og kornakra hans, eða veizt þú eigi, að bú hans hafa verið af honum tekin, en hann sjálfur í útlegð, og að eigi munu húskarlar hans skera honum korn í hlöður?’’ “Með yðar leyfi herra minn og konungur,’ sagði húskarlinn blátt áfram, “akra þessa, er átti Haraldur jarl, á nú Klápur frelsingi hans, og skutum vér, húskarlar og þrælar jarlsins, saman því lausafé er hann skorti til þess að greiða kaupverðið. Höfum vér nú þegar í dag drukkið kaupölið. Heldur því Klápur þessum löndum, ásamt oss, ef Guð og hin heilaga mey lofar. Getur Haraldur jarl þá hér að minnsta kosti gengið að sínu er hann kemur aftur, sem víst mun verða.’’ Játvarður konungur var alls eigi sljó- skyggn, þá er tekist hafði að vekja athygli hans, þótt hann væri svo barnslegur í lund, að stundum virtist halda nærri óviti. Andlitið skifti um svip við þenna óbreytta og hreinskiln- islega vott um drottinhollustu manna þessara við jarlinn, mág hans, í útlegðinni. Hann sat nokkra stund í djúpum hugleiðingum og sagði svo góðlátlega: “Eigi ámæli ég þér fyrir hollustu þína við þinn lánardrottinn, en þó myndu þeir finnast, BEZT því það er ofn-þurkað Þegar þér hafið fundið ofnþurkunar bragðið af Robin Hood haframéli þá verður þá aldrei ánægður með aðra teg md. 7> þustur—þreskistöng, eða þreskitól.—ÞýS. 8> Hlaf (engil-saxneska), hleifur, brauöhieifur)— Hlaford (lávarðurý, brauðgefandi; Hleafdian (lafði) kona, er gefur (veitir) brauð.—IHöf. er það gerðu. Vil ég í bróðerni trúa þér fyrir því að þú hættir bæði nefi og eyrum, ef þú mælir svo opinskátt við marga.’’ “Stál gegn stáli, og hönd gegn hendi,” mælti Saxinn djarflega, “og skal sá, er hönd leggur á Saxúlf Álfhjálmsson komast að full- keyptu áður en lýkur nösum.” “Varað hefi ég þig fávís maður, og far þú með friði,” sagði konungur, hristi höfuðið og keyrði hestinn sporum til Normannanna, er stanzað höfðu á nýsprottnum akri og hverfðu hestum sínum til og frá, eins og þeir væru að skemta sér við að trampa niður kornbrodd- inn, meðan þeir horfðu á leik fálkanna við stjörnuhegrann. “Veðja vil ég um við yður, herra konung- ur,” sagði preláti einn í hópnum, er svo var líkur Vilhjálmi hertoga að svip og tígulegu yfirlæti, að þar mátti glöggt kenna hinn hrausta og drembiláta bróður hans, ódó,* biskup frá Bayeux; “veðja vil ég fáki mínum gegn herfálki yðar, herra, og fálki hertogans slær fyrst hegrann.” “Heilagi faðir,’’ sagði Játvarður, og breytt- ist röddin það lítið, að merkja mátti að honum var misboðið, veðjanir þessar eru leifar heið- indóms.og eru í kirkjulögum vorum bannaðar klerki sem múnki. Hirðum eigi um slíka markleysu.” Biskup tók engar ávítur, jafnvel eigi frá bróður sínum hertoganum þótt ægilegur væri. Hleypti hann nú brúnum og bjóst til þess að greiða óblítt svar, er Vilhjálmur, er aldrei drap r.iður árverkni sinni, greip fram í, svo að eigi skyldu fylgjendur hans móðga konunginn og sagði: “Réttilega ávítar þú oss herra konungur. Hneigjumst vér Normannar um of til slíkrar léttúðar. Og sjá! Þarna fer efstur fálki yð- ar herra, í flýti og hugprýði. Sjá, hvernig hann svifur yfir stjörnuhegrann! Við bein hins heilaga Valdemars, þetta er í sannleika ágætur fugl!” “Já, með helstungið brjóst af hegranef- inu,” sagði biskup. Var það og orð að sönnu; því hegrinn og fálkinn byltust nú til jarðar í hendingskasti, og voru ýmsir ofan á; en hinn norski fálki Vilhjálms, er var smávaxnari kon- ungsfálkanum hnitaði á meðan hringa yfir þeim í loftinu. Báðir voru dauðir, er niður kom. “Þetta skal vera mér jarteikn,” muldraði hertoginn, “innbyrðis skulu þeir vegast á!” Hann bar blístru sína að vörum sér og fálki hans flaug aftur á hönd honum. “Nú skal konungur. heim halda,” mælti Játvarður *Arlotta rnóðir Vilhjálms giftist aftur eftir dauöa Róberts hertoga, Herluin de Conteville og bar honum tvo syni. Robert, greifa af Mortain og Odó, biskup frá Bayeux.—Höf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.