Heimskringla - 24.12.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24. DES., 1929
Um kvcðskap Jónasar
Hallgrímssonar
Eftir Einar Ol. Sveinsson
I.
Líf listamannsins er fegurst, þegar
þaíS er skammvint. Þegar honum
hefir orSiS þess auðið aS opinbera
anda sinn, og þaS er enn mitt sumar,
er hann gengur inn um dyrnar, sem
enginn kemur út um aftur. Þá sér
enginn hiS daprasta af öllu döpru,
hnignun hans og afturför. Þá þarf
hann ekki sjálfur aS reyna hiS
þyngsta af öllu þungu, ófrjósemi og
andlega trénun. Og jafnvel þótt ör-
Sannleikurinn
Vor andi fer gandreið um víðbláins völlu
og vegleysur hingað og þangað.
Að sannleika leitar um allt og í öllu,
en aldrei þó getur hann fangað.
Svo hátt fer ’ann stundum að hreimana kennir
frá himneskum englanna söngum;
en stundum svo látt að hann loftfarið brennir
í Lúsífers eldskálagöngum.
Svo vítt fer hann stundum um strjálbyggða rúmið
að stærðfræðis tölurnar þrjóta,
en aftur svo djúpt inn í örsmæða húmið
að ódeilin reynir að brjóta.
Þó finnur ei sannleikan heilan né hálfan
í heimssmíðis leyndardóms kerfi.
Og loksins að rannsaka sig fer hann sjálfan
—þann sálheim í einstaklingsgerfi.
Þá tekur ei betra við, tvíllaust því sannar
oss, tilraun sú fremur en áður:
1 hyldýpi sálar er alheimur annar
sem ókunnu lögmáli er háður.
Þar afl leynist margþætt í hugkyrðar húml,
þess hreyfi-öldur furðuverk aia;
Það takmarkað hvorki er af tíma eða rúmi
—sem töfravald máttugt í dvala.
Þó svifið um ósýnis höfin vér höfum
ei hygnari en áður — því miður.
Vér klífum og fljúgum og köfum og gröfum
allt kemur í sama stað niður.
Hið eina, sem getum að síðustu sannað
frá sálarlífs dulskyggðum álfum:
þó skygnumst svo djúpt, sem að skyn vort fær
kannað
vér skiljum neitt í oss sjálfum.
Hið mesta í heimi
Hið æðsta af sálaröflum manns
er ástin,—gyðja kærleikans
því allt sem fagurt er og gott
um áhrif hennar ber oss vott.
Hvert hlýlegt orð að hrumum rétt,
Hver hluttekning er sorg fær létt,
Hver líkn þeim sýnd er líða má
er lífmagn hennar geislum frá.
Hvar sundrung býr, hún semur frið,
hún sættir þreyttan lífið við,
og ástríðanna umrót trylt
hún ein fær lægt með brosið milt.
Hún hjartans kulda eins fær eytt
því atlot hennar stenzt ei neitt.
Hvar engin tegund ástar grær
þar ekkert göfugt þroskast fær.
Hún Jyftir upp til hæða hug
svo himinvonir taka flug,
því hún er með sinn unaðsyl
hið eina vitni að guð sé til.
Og henni er lífsins frjómagn frá
það fyrsta er sálin nærist á
og ef því glatar heimsins hjörð
er horfinn andi guðs af jörð.
Haustkvöld
Sígur blessuð sólin skær.
Sumarið er að deyja.
Helfró þess er hæg og vær;
höfuð allir beygja.
Hismið blænum heygt er af,
hér þess endar skeiðið.
Nóttin svöl með segulstaf
signir yfir leiðið.
Dægramót
Hægt sér yptir allt er svaf
í því skiftist hagur,
húmi svift í einu er af
upp nú lyftist dagur.
Sól úr hæðum sendir koss
sér af slæðu dregur;
Ijómi flæðir yfir oss
óumræðilegur.
—Þorskabítur.
lög surríra manna séu svo fágætlega
björt, aö þeir þroskist fram á elliár,
geta þeir þó ekki átt voriö nema einu
sinni, gróandann, lifandi safann, töfra
angandi vornætur. Haustiö á sina
miklu fegurð til, en haustið er þó aldr-
ei nema haust.
Skáldf erill Jónasar Haljgrimsson-
ar var jafn fagur og hann var skamm-
ur. Sem skáld var Jónas frábær-
lega hamingjusamur. Honum varö I
þess auðið að fylla kvæði sín þeirri
fegurð, sem hann sá i veröldinni, og
hann dýrkaði af öllu hjarta sínu.
Hann var einhver mesti listamaður
allra islenzkra skálda, einhver mesti
meistari formsins. Honum varð þess
auðið að berjast ti lsigurs fyrir þeirri
stefnu, sem Bjarni Thorarensen hafði
hafið — það var ekki einungis róm-
antíkin/heldur endurfæðing íslenzkrar
ljóðalistar.
Þegar Jónas kemur fyrst fram, yrk-
ir sín fyrstu kvæði, sem varðveitt
eru, virðist hann fullþroska í ljóða-
gerð. Siðan yrkir hann hátt á annan
áratug, þá deyr hann. Hefir skáld-
skapur hans þróast á þessum stutta
tíma, hefir hann breytzt? Eða hefir
þetta árabil verið eitt langt augna-
blik, óbreytanlegt og fullkomið, án
þess að tannhjól tímans þokaði þvi
“annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið?”
Þetta mál mun ég ræða nokkuð í lín-
um þeim, sem á eftir fara, og mun
■ég ekki síst líta á það, sem stöðugast
virðist hjá Jónasi: formið.
II.
Þrent virðist hafa haft mest áhrif
á Jónas Hallgrimsson á yngri árum
hans: klassicismi Bessastaðamanna,
kvæði Bjarna Thorarensen, Ossían.
Klassicismi Bessastaðamanna snert-
ir einkum form Jónasar og mál —
gott dæmi til þess er, að hann þýðir
kvæði eftir Horatíus á indælt íslenzkt
mál undir fornum háttum (ljóðahætti
og fornyrðislagij, likt og Sveinbjörn
Egilsson gerði. Má ekki óliklegt
þykja, að frá Bessastöðum sé Jónasi
kominn hinn klassiski blær á ýmsum
hinum síðari kvæðum, er vikið verð-
ur að seinna. Bjarni hefir líka á-
hrif á form hans, bæði hjá honum
og Bessastaðamönnum Iærir Jónas að
beita fornháttunum, en hjá Bjarna að
fara meg nýrri háttu, og verður hon-
um brátt miklu fremri i því. Hjá
Bjarna er enn nokkur átjándualdar-
keimu.r í meðferð þeirra, óeðlilegar
áherzlur, mislipur kveðandi, gamalt
skáldskaparmál (kenningar) —en hjá
Jónasi er þetta allt horfið. Málið
er hreint, einfalt, fagurt og fellur
nákvæmlega að bragarhættinuni.
Með kvæðum Bjarna drekkur Jón-
as í ,sig hinn nýja anda: rómantikina.
I huga hans verðttr vorleysing, ótal
öfl losna úr læðingi og fá að njóta
sín; hann má nú gefa sig á vald
flugi hugans, ólgandi litbliki tilfinn-
inganna, þyrstri fegurðardýrkun.
Og með hetjunum úr Ossían reik-
ar hann í þunglyndi hins unga manns
um einmanalega, dapurlega heiðina,
og það er sem hinn rökkurmildi, kelt-
neski tregi veiti honum svölun.
En þetta er allt að mestu orðinn
hlutur, þegar Jónas yrkir hin fegurstu
kvæði sín. I þeim hefir hann þegar
alla aðaldrættina í svip sínum. En
nokkuð virðist mér skera sig úr
kvæði þau, sem ort eru fyrir 1832,
þegar hann fer utan í fyrsta sinn, sén
þau borin saman við síðari kveðskap
hans.
III.
Litum fyrst á formið. Að háttum er
hann ekki ýkjaauðugur á þessum tima.
Langmest ber á fornháttunum, forn-
yrðislagi og ljóðahætti; dróttkvætt
(óreglulegt) og hrynhenda koma fyrir.
Frá Sveinbirni Egilssyni hefir hann
háttinn — og ekki svo litið í anda
kvæðisins með — í kvæðinu “Nótt og
morgun;” það er sá sami og er á
kvæði Sveinbjarnar: “Fósturjörðin
fyrsta sumardegi.” Frá Bjarna er
bragurinn á “Skraddaraþönkum um
kaupmanninn” (sbr. Freyjuketti
Bjarna), og kvæðið um sumardaigs-
morguninn fyrsta er ort undir sama
lagi og “Lofsöngur” Claus Frimanns.
sem Jónas þýðir á þessum árum
(“Lífi ég um loftin blá”ý. Þegar
við er bætt nokkrum rímnaháttum og
fáeinum öðrum háttum á háðkvæðum
Jónasar, þá er upp talið! Fleiri
hættir koma ekki fyrir i islenzkum
kveðskap Jónasar á þessum tima.
Annað, sem vert er að athuga, er
meðferð hans á hinum fornu hátt-
um, fornyrðislagi og ljóðahætti. Eins
og þeir Konráð og Brynjólfur benda
á í fyrstu útgáfu ljóðanna, blandar
Jónas þessum háttum oft saman i
einni vísu; til dæmis hefst visan á
fornyrðislagi:
Hví und úfnum
öldubakka
sjónir indælar
seinkar þú að fela —
Svo hefst ljóðahátturinn:
bliða ljós,
að bylgju skauti
hnigið hæðum frá?
Kvæðið Galdraveiðin er undir
ljóðahætti, nema fyrsta erindið:
Hvað mun það undra,
er ég úti sé, —
þrúðgan þrætudraug
um þveran dal
skyndilega
skýi ríða ? ■
Hér ber nú svo kynlega við, að
hik kemur á lesandann í lok þriðju
braglínu: hann veit ekki, hvort þar
á að koma þögn ljóðaháttarins, sem
gerir línuna að kjarnyrði, eða hann
á að hlýta leiðslu fornyrðislagsins, er
gerir erindið allt að óslitinni frásögn
og lýsing. I þessu hviki milli hátt-
anna, þesari óvissu, þessum skorti á
hreinum stíl, birtist æska skáldsins:
hann hefir enn ekki öðlast allt það
vandlæti og þann stílþroska, sem
kemur siðar fram í hverju kvæði
hans.
í sömu andránni og taldir eru
fram gallar á formi Jónasar á þess-
um árum, hæfir vel að geta annara
vísna, sem að þessu leyti eru full-
komnar. Jónas lætur dalabóndann
kveða í óþurkum:
Hví svo þrúðgu þú
þokuhlassi,
súldanorn,
um sveitir ekur?
Þér mun ég offra
til árbóta
kú og konu
og kristindómi.
Þessi vísa er meitluð og köld, eins
og mörg kvæði frá síðari árum Jón-
asar. — Þetta kveður hann um nætur-
vindinn:
Þegi þú, vindur!
þú kunnir ^ldregi
hóf á hvers manns hag;
langar eru nætur,
er þú, hinn leiðsvali,
þýtur i þakstráum.
Þegar til efnisins kemur finnum
vér meðal kvæða Jónasar frá þessum
tíma allmikið af tækifæriskvæðum —
og oss kemur í hug kveðskapur
Bjarna Thorarensens, hve sjaldan
andinn kom yfir hann, nema sérstak-
ar ástæður væru til (en þá líka oft
duglega, þvi skal ekki neitað). Vér
sjáum fram á það, að ef Jónas hefði
verið í Reykjavík alla æfi, hefði hann
orðið skáld smáþorpsins, ort fyrst og
fremst erfiljóð, samsætisljóð og háð-
kvæði um menn (“Skraddaraþankar
um kaupmanninn”J og viðburði í þorp
inu. Vafalaust hefði margt fallegt
verið í því, en þau kvæði, sem oss
eru nú kærust, væru þá ekki til. —
Sjóndeildarhringur hans hefði þá aldr
ei orðið svo víður sem hann varð.
Hann hefði ef til vill orðið sælli —
en hann hefði varla orðið betra skáld
við að verða makindalegur borgari.
En æfi hans varð önnur — hann
lenti í flokki litt þokkaðra nýjunga
manna, Fjölnismanna,' og hann varð
að þola harma og eymd — en þvi
meiri sem harmar hans voru, þvi feg
urri urðu kvæði hans.
MIJSIC
Ideal Xmas Gift
PORTABLE VICTROLA
$35.00 - $1.50 Weekly
ELECTRIC RADIOLA
$111.50 - $1.90 Weekly
Installed Camplata
E. NESBITT LTD.
Sargent at Sherbrooke
Lew*«t Térmt In Canada
IV.
Frá fyrsta tímabilinu í kveðskap
Jónasar er kvæðið "Söknuður” —
fegursta eða næstfegursta ástakvæði
hans. Kvæði þetta er vottur ógæfu-
samlegrar ástar, sem fyrir Jónas kom
á þessum árum og fylgdi honum út
yfir hafið 1832 og lengi síðan. Svo
leiðinlegur hlutur sem ógæfusöm ást
er, einkum sé hún langsöm, þá tjáir
ekki að neita þeirri staðreynd, að á-
hrif hennar á bókmenntanir hafa ver-
ið geysimiklar. Þarf ekki annað en
að nefna dæmi eins og Petrarca og
Goethe (Wertherý til að sanna það.—
Hugmyndina í kvæðið (Söknuð) hef-
ir Jónas sótt til Goethes (“Eg minnist
þín”), svo sem alkunnugt er, en hitt
er ekki síður kunnugt, hve snilldarlega
hann fer með hana, enda er kvæðið
ritað með blóði.
1 hirfffi nýju útgáfu af ritum Jón-
asar er annað ástakvæði, “Ferðalok,”
sett í flokk með kvæðum frá þessum
tíma, og Indriði Einarsson (Iðunn
1928, bls. 279) telur það ort rétt eft-
ii norðurför Jónasar úr skóla 1828.
En aliir hinir fyrri útgefendur hafa
skipað því miklu siðar í ljóð hans.
Hefði þeim Konráði og Brynjólfi átt
að vera manna bezt kunnugt um þetta.
Eg sé ekki ástæðu til að víkja frá
hinni eldri skoðun, nema ný rök komi
fram, sem afsanni hana. Hannes
Hafstein getur þess til, að kvæðið sé
ort í raunum Jónasar á síðari árum
hans: “Gamlar og gleymdar ástir frá
skólatíð hans vöknuðu og komu fram
i hinu indæla kvæði “Ferðalok.”
Myndi það ekki vera sama konan
sem Jónas hefir í huga í stökunum.
“Enginn grætur Islending:”
“Mér var þetta mátulegt!
mátti vel til haga,
hefði ég betur hana þekt,
sem harma ég alla daga.
Lifðu sæl við glaum og glys
gangi þér allt i haginn !
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemsta daginn.
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju;
ó, að óg væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju.”
Ef þessi skoðun er rétt, væri það ást
Jónasar til Þóru Gunnarsdóttur, æsku-
ást hans, sem hefði skotið upp í huga
hans löngu síðar, mögnuð af þung-
um hörmum, “eins og heillastjarna t
sjávarháska” (Baudelaire).
CANADIAN
PACIFIC
Ó D Ý R
SKEMTIFERÐA
Fargjftld
AUSTUR CANADA í
Farbrtf tll nöIu daitfleftra
1. DES. til 5. JAN.
Frft öllam stööum 1 Manltobn (Winnlpejc
ok ventur), Sank. ok Alberta
Fararlldl 3 mftnublr
KYRRAHAFSSTRÖND
VICTORIA - VANCOUVEIl
NEW WESTMINSTER
Farbrftf tll nölu
1. Des. og ft hverjum þrlöjudesl ok flmi
degl upp nö 6. febrðnr.
Fnrsrlldl tll 15. aprfl, 1930
TIL GAMLA LANDSINS
TII Atlanshafa hafna, St. John, Halifax
1. DES. til 5. JAN.
Gllda aöelna 5 mftnuöl
Leatlr belnt 1 feKn nb aklpahliö
UmboSsmaSur mun góSfúslega gefa allar upplýsingar
um fargjöld og ráSstafa ferS ySar. SpyrjiS—
City Ticket Office, Cor. Portage & Main, Phone 843211—12—13
Depot Ticket Office, Phone 843216—17.
A. Calder and Co., 663 Main Street, Phone 26313.
H. D’Eschambault, 133 Masson St., St. Boniface, Phone 201481.
Canadian Pacific
NotiS ávalt Canadian Pacific TraveUer’s ázrisanir
þér sem
notiS
TIMBUR
KA UPIÐ
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
Stofnað 1882
Löggilt 1914
Hitað hafa heimili í Winnipeg
síðan “82”
D. D.Wood& Sons, Ltd.
VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E WOOD
Presldent Treasurer Secretary
(Plltarnlr aem öllum reynn ati þAknant)
KOLogKÓK
Talsími: 87 308 Þrjár símalínur