Heimskringla - 15.01.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.01.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15 JAN., 1930 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA Allur kristinn heimur stendur á önd mni, aö minnsta kosti í oröi kveðnu út af atburöi, sem óteljandi aragrúi af mönnum hefir haft atvinu viö í 19 aldir að brjála hugi manna meö. Atburðurinn er hugnæmur sækir fjar- lægðar. Óteljandi aragrúi af mönn- um hefir atvinnu við það um þessar hátíðir að brjála hugi manna enn á ný, breyta athyglinni að því fjar- Isga en stinga nútiðaratburðum und- svæfilinn og sofa á þeim. I fjórtánda sinni hljómar sálmur- inn: “Ó þá náö að eiga Jesúm” frá musterum guðs niður í dimman fanga klefa í St. Quentin fangelsinu í Cali- íorníu, þar sem tveir saklausir menn eru lifandi grafnir og hafa verið í nærfelt 14 ár. Ekkert hlé er á sálmasöngnum og bóseanna hrópunum, því í dag er kristnum lýð frelsari fæddur. En Tom Mooney er orðinn þreyttur á aö taka undir ómana sem berast til hans frá kirkjunni. I>eir eru Iéttir á metunum móti rangsleitni þeirri «em hann hefir verið beittur. Neyðar- óp kviksettra sökudólga — scm ekki cru sckir — heyrist ekki gegnum hávaðann af hallelújah-hrópunum. Því ættu þeir, sem svo langt eru komnir aÖ hafa lyft sjálfum sér á skóþvengj • um sinum upp í hæðirnar, að veita eftirtekt svo smámunalagum atburði eins og þaö er þó tveir verkamenn sitji í fangelsi ? Við getum ekki látið alla okkar fanga lausa, ekki einu sinni á þeirri hátíð sem haldin er í minning um frelsara mannkyns- ins. Frelsið hefir aldrei verið nið- ingslegar fótum troðið en nú. Kirkjurnar eru einskonar guðsríkis- bankar, sem lána óspart út náöarmeð- ól til þeirra sem ekki eru i neinni náðarþröng.* Það er sláandi hversu sammerkt þær eiga við aðra banka. sem lána fé aðeins til þeirra sem nóg íé hafa fyrir. En nokkurir menn standa fyrir ut- an kauphöll náðarinnar og hafa heyrt neyðaróp þeirra Mooney og Billings. Þeir hafa ekki einungis heyrt þau héldur og líka skilið þau. Þeir hafa þó komið því til leiðar aö sanna ótví- Tæðlega sakleysi þesasra fórnardýra á altari auðvaldsins. En þó drengi- lega hafi verið barist af hálfu þess- ara sjálfboða er þó ennþá óyfirstig- inn síðasti þrepskjöldurinn og skír- skotar nú Mooney máli sínu til al- niennings bg væntir þess að almenn- ingsálitið verði >vo einróma aö eng- in yfirvöld treystist til að daufheyr- ast vfir því. Ávarp Miooneys er á Parti til á þessa leið: “Vanþekking er undirrót óréttlæt- is. Allur fjöldinn af þegnum Cali- forníu er alls ókunnugur sönnunar- gögnum í máli Mooney og Billings. Eg hefi samið og látið prenta bækling, sem ég nefni :“Pardon Tom Mooney— Innocent,” sem ég hef í hyggju að útbýta rtteðal þegna Californiuríkis. Það er aðeins eitt sem vantar, og það eru peningar. Viljið þið hjálpa mér til að leggja fram féð? Eg bið ykkur innilega; ég grát- bæni ykkur um aö gleyma okkur ekki þegar þið hafið lesið þetta bænará- varp. Þið getið á enigan annan hátt gert okkur jólin bærilegri meðan við Mr. Sparsamur er vel stæðar og kvíðir engu framtíðinni. Hann á sitt eigið ‘heimili; sér fyrir öllum þörfum sjálfur; er farsæll og ánægður, og sam- félaginu stoð í velgengni sinni. Ekkert leyndarmál er það hvern- ig hann hefir áorkað þessu. Hann sparaði reglulega og stað- fastlega. Þú getur orðið jafn vel stæður, ef þú 'ferð að dænii hans. ByrjaSu Strax aS Spara Province of Manitoba Savings Office Donald og Ellice Ave. og WINNIPEG, MAN. sitjum fangar, heldur en með þvi aö hjálpa okkur til að koma greinargerð allra málanna til allra atkvæðisbærra manna í Californíu. Það er sú dýr- mætasta jólagjöf sem þið getið látið af hendi rakna að hjálpa okkur til að verða frjálsir menn. Hver einstaklingur sem les þetta ætti að láta eitthvað af hendi rakna — hvað lítið sem er. Berið þessa orð- sending ti'l vina yðar og biðjið þá að bera hana til vina sinna. Eg leyfi mér að votta yður mitt innilegasta þakklæti fyrir aö veita mér aðstoð við aö rétta hið hróplega ranglæti, sem ekki á sinn lika í rétt arfari Californíu. Þrettán ára níð- ingslega óréttlát fangelsisvíst.” Yðar einlægur samfélagsbróðir, Tom Moon- ey.” Mér skilst að til þess að koma þessu áformi í framkvæmd þurfi fjárupp- hæð, sem nemur um $50,000.00. Aline Barnsdale hefir lofað $10,- 000.00 í þenna sjóð, svo fremi að $40,000.00 safnist úr öðrum áttum. Væri það ekki einmitt í góðu sam- ræmi við réttar meðvitund Islendinga og sómi íslendiniga yfirleitt að taka öflugan þátt í þessari fjársöfn- un að gefa þessum óhappamönnum svolitla jólagjöf. ^éhirðir þessa sjóðs er Mary E. Gallagher, sec.-treas. Tom Mooney Molder Defence Com- mittee, 1475 N., San Francisco, Cal. Öllum fjölda Islendinga munu ó- kunnir málavexti þeirra Mooney og Billings. Man ég ekki til að þess hafi verið getið að neinu verulagu leyti í íslenzku blöðunum. Þaö greini legasta og ég hygg að öllu hið á- bygiglegasta er ég hefi séð um málið er ritað í “The Nation, af blaða- manni í San Francisco, er heitir Free- mont Older, og set ég það hér i þýð- ingu. “Tveir fangar eru að taka út hegn- inigu i fangelsi rikisins Californtú. Þeir eru í lífstíðar fangelsi, ákærð- ir og fundnir sekir um að hafa kast- aö sprengfikúlu á Stuart Street San- Francisco, 22. júlí, 1916, þegar vig- búnaðarskrúðganga fór um strætiö. Tiu menn biöu bana. Þessir menn, Thomas Mooney og Warren Billings hafa verið í fangelsi síöan er dómur féll og eru það rúm 10 ár. Væri það í sjálfu sér ekki svo umtalsvert ef þeir væru sekir um þennan glæp. En þeir voru ekki frekar. riðnir við hann heldur en þú og ég. Ef til vill veröur aldrei grafist fyrir það til fulls hvernig þessum gífurlega ó- rétti hefir verið beitt gagnvart þeim. Meiri óré‘ti hefir naumast verið beitt svo að sagan geti um. Áður en þetta atvikaðist hafði Mooney verið mjög áberandi í verka- mannahreyfingu og hafði áunnið sér óvild auðfélaga og hærri stéttar manna yfirleitt. Það var þess vegna létt verk að tengja Mooney við glæpinn. Leynilögreglumaður, sem var í þjón- ustu tveggja auðfélaga, en er nú lát- inn, var orsök í því að héraðsumboðs- maður (AttorneyJ lét tilleiðast að taka þá fasta Mooney og Billings, og sökum hinnar afar háu upphæðar sem lögð var til höfuðs sökudólgunum var ekki fyrirstaða á því að finna næg an fjölda ljúgvitna. Hér yrði of langt mál að fara ítar- lega út i það hvernig hin mismunandi vitni voru keypt og nörruð. Hitt nægir að Mooney og Billinigs voru fundnir sekir, fyrir vitnisburð tveggja mæðgna undir nafninu Ed- eau, sem voru saumakonur í Oak- land, John McDonald veitingaþjóns og F. C. Oxman ríks gripabónda frá Oregon. Oxman bar fyrir réttinum að hann hefði staðið á horni Stuart og Mar- ket stræta og séð bil keyra upp að gangstéttinni og að fimm hefðu verið í honum, Mooney-hjónin, Billings, Weinberg og einn enn, sem Oxman lýsti á þá leið að hann hefði haft yfirvaraskegghýung. Oxnian sór enfremur að þeir M. og B. hefðu tekið ferðatösku með sér úr bílnum og farið með hana yfir á Stuart stræti. I þessari tösku áttu sprengi- kúlurnar að hafa verið. Nú er það fullsannað að þessi bíll kom ekki á Stuart stræti þennan dag. Það er einnig fullsannað að þau Mooney- hjónin sátu uppi á þaki á Eilers- byggingunni á Market stræti hér um bil mílu vegar í burtu og voru að horfa á skrúögönguna. Yfir þrjátiu vitni hafa nú fundist sem eru viljug að sverja að Miooney-hjónin voru uppi á Eilers-byggingunni fyrir, um og eftir skrúðgönguna. Billings hef- ir einnig fullkomnar sannanir fyrir fjarveru sinni frá staðnum um þetta bil. Það heíir verið mörgum erf- iðleikum bundið og tekið langan tíma að færa sönnur á þetta og var ekki sannað fvr en löngu eftir að dómur féll og Mrs. Moonev hafði verið sýknuð. Mooney var dæmdur til lifláts. Billings var dæmdur til lífstiðar fangelsis vagna þess að hér- aðslögmaður James Brennan sem saksóknari, neitaði að sækja málið nema með því móti að lionuui yrði leyft að biðja kviðdóminn um lífstíð- ar fangelsi i stað dauðadóms. Hann hafði sterkan grun um að fratnburð- ur vitnanna væri tilbúningur. Nokkr- um mánuðum eftir að dómur hafði fallið í má'linu, komust lögmenn sak- borninga yfir bréf, setn Oxman hafði skrifað manni nokkrum Riggall að' nafni, og beðið hann að koma til San Francisco og staðfesta vitnisburð sinn. Oxman, sem hafði boðið sak- sóknaravitnisburð sinn, var ekki í San Francisco þegar glæpurinn var framinn, og þegar hann var spurður af héraðslögmanni, hvern hann igæti fengið til að vitna með sér að hann hefði verið þar, nefndi hann Riggall og sagðist hafa talað við hantt þar um kveldið. Eftir ósk héraðslög manns skrifaði Oxman hið áminnstá bréf til Riggall og bað hann að koma. Riggall fór til San Francisco eftir ósk Oxmans en neitaði að verða við bón hans um að bera ijúgvitni. Samt sem áður var vitnisburður Ojcrnan tekinn gildur án staðfestingar vitnis- burðar Riggalls. Eftir að þessir menn höfðu gengið burtu frá bíluni, sagði Oxman enn- fremur, gekk hann aftur fyrir hann og skrifaði númerið af honum á gam- alt símskeyti, sem hann hafði á sér og framvísaði síðar í réttinum. Hann kvaðst hafa haldið að þetta væru þjófar. Þesi vitnisburður Oxntans var svo fullvissandi að verjendu." voru blátt áfram vfirbugaðir, þar sem þeim gafst heldur ekki svigrúm til að rannsaka hann frekar. Eftir að verjendur höfðu fengið í hendur bréf Oxmans komust þeir að þvi með frekari rannsókn að Oxman var í Woodland um þetta leyti sem sprengingin átti sér stað. Hann kom til Wood'Iand þá um morguninn og skráseöi siig á Woodland Hotel. Hann var þar í þeim erinduni að kaupa gripi af manni, Hatcher að nafni. Hann fór út á land með þessum manni og keypti eitthvað af honum og síðan borðuðu þeir saman og Hatchers-hjónin keyrðu hann á járnbrautarstöðina til að fara með lest inni 2.10 og var hann þessvegna á stöð- inni í Woodland þegar sprengingin varð, en al'ls ekki í San Francisco. Áður en þetta vitnaðist hafði Wil- son foijseti skipað rannsóknarnefnd undir forystu prófessors Felix Frank- furter til að rannsaka þetta mál, og leiddi skýrsla þeirra til þess að for- setinn gaf Stephens ríkisstjóra skip- un um að breyta dauðadóm Mooneys í lífstíðar fangelsi. Það var ekki fyr en eftir margra ára tilraunir og eftirganigsmuni að Hatchet-hjónin létu undan og bárú vitni um að Oxman hefði verið í j Woodland þegar sprengingin varð. 'Loksins létu þau þó undan og hafa nú borið það fyrir rannsóknarkvið San Francisco hvar Oxman var. Skömmu síðar játaði einnig John McDonald að hann hefði logið fyrir réttinum er hann bar það að hann hefði séð Miooney og Billings bera ferðatöskuna eftir gangstéttinní og setja hana niður þar sem síðar varð sprenging. Edau-mæðgurnar urðu tvísaga og vitnisburður þeirra þar af leiðandi ónýtur. Öll sönnunargögn unt sekt Mooneys voru þannig að engu gerð. Hið sama á sér stað um Billings að sönnunargögnin eru jafn ófullnægjandi. Ekki einn einasti vitnisburður er á móti þeim sem ekki hefir verið meinsæri. Þrátt fyrir það þó fullsannað sé að báðir þessir menn séu saklausir af þessari ákæru eru þeir samt enn i fangelsi og enginn möguleiki sjáán- legur að fá þá fríaða að svo stöddu. Margir málsmetandi menn hafa farið þess á leit, að Mooney væri náð- aður. Má þar telja Griffin dóm- ara, sem stýrði réttarhöldum, Captain Matheson, yfirmann leynilögreglu- stöðvanna, Captain Goff úr lögreglu- liðinu og MacNavin, forseta kvið- dómsins, sem dæmdi Mooney sekan. (Frh. á 7. bls). Færeyjapistill (Frá íslenzkum sjómanni) Alþýðufræðsla er á góðu stigi í Færeyjum, þegar litið er á ýmsar ástæður eyjabúa. Börn eru skóla- skyld 8—14 ára. Skólatíminn er 10—11 mánuðir árlega. Er það talsvert langur skólatími og vafasamt hvort betra er að láta börnin stunda 11 mánaða nám eða 7—8, eins og hér mun tíðkast víða í kauptúnum. Leik- fimi er eiigi kend þar almennt við skólana og sömuleiðis var mér tjáð. að söngkennsla í barnaskólum væri ekki almenn. Víða eru skólakenn- arar danskir, a. m. k. yfirkennararnir, en hinir færeyskir. Prestar eru þar flestir danskir og fara allar messur fram á dönsku. Virtist mér sem flestir, er ég kyntist, Létu sér það vel líka og sögðu mér jafnvel sumir, að þeir myndu ekki láta sér betur líka, þótt messað væri á færeysku. Guð- ræknir eru Færeyingar mjög og virt- ist mér þeir trúa nokkuð bókstaflega “skriftinni,” eins og þeir kalla biblí- una. Hafa sjómenn flestir biblíur eða nýja testamentið með sér á skút- urnar og ýmsar guðsorðabækur að auki. Eigi fiska þeir á helgum dög- uni og halda hvíldardaginn vel heil- agan heima. Kirkjur þeirra hafa verið smáar og lélegar, en nú er óð- um verið að koma upp nýjum kirkj- um. Er fyrir nokkru byggð stór og falleg kirkja í Trangisvaag og stór kirkja og fögur var byiggð í vor í Vaag. Eru þeir Vogar báðir í Suðurey. I Kirkjubæ, þar sem Jó- annes Paturson býr, er gömul kirkja, nýlega uppbyggð, nefnd Ölafskirkja, kend við Ölaf helga. Minnir miig, að Paturson segði mér, að kirkjan sjálf væri 600—800 ára gömúl. Var gat á veggnum rétt við prédikunar- stólinn, og er sagt, að til forna hafi líkþráir menn verið látnir standa ú'i og hlýða messu gegnum þetta op á veggnum. Þar á Kirkjubæ er kirkjutóft, kölluð á færeysku “kirkju- múrurinn.” Mun hún vera 600 ára götnul. Var hún nefnd Magnúsar- kirkja og var dómkirkja Færeyinga um langt skeið. I kirkjutóftinni er innmúraður steinn, holur innan. Eru geymdir í honum þrír belgidómar, meðal annars, að því er sumir trúa, hluti úr serk Maríu meyjar. I Kirkjubæ var prestaskóli til forna. Stendur húsið ennþá og er mörg hundruð ára gamalt. Á ofan- verðri 18. öld kom snjóflóð og braut hluta úr byggingunni. Hefir Pat- urson byggt þetta allt upp og haldið öllu við með líku sniði og áður var. Undir byggingunni er upphlaðinn kjallari. I einum hluta hans er klefi. mjög óvistlegur og gluggalaus. Var hann áður fyrr hafður fyrir fanga- klefa. Var mér sagt, að fyrir nokkru hafi klefinn verið mokaður upp og hefðu þá fundist þar mannabein. Uppi yfir ‘hinni fornu skólastofu er nú skrifstofa Patursons og var það biskupsstofa til forna. Er hún enn, að því er virðist, með sama sniði og fyrr á tímum. Hefir Paturson sýnt réttan skilning á að geyma þetta forna setur sem bezt og halda hinum forna stíl sem bezt við, þó lagfært sé að nýju. Sjúkrahús hafa þegar verið reist nokkuð víða um eyjarnar. Stærst er “Dronning Alexandrine”-spítalinn í Þórshöfn. Ennfremur er berkla- veikrahæli rétt utanvert við Þórs- höfn. Hafa Danir styrkt ríflega þessar stofnanir í orði og á borði. Berklaveiki er talsvert útbreidd um eyjarnar. Er mér saigt, að hún færist i vöxt. Almennar sjúkratryggingar eru þar og borga til dæmis hjón visst gjald á ári, hvort sem þau eiga mörg börn eða fá, og eru börnin styrkt, ef þau veikjast innan 16 ára aldurs. Borga sjúkrasamlögin sjúkrahússvist og læknishjálp alla. Eru Færeying- ar í þessu okkur íslendingum langt- um frernri. Margir sjúklinigar fara til Kaupmanna'hafnar í Rikisspítalann danska, því að samgöngur eru greiðar á milli Kaupmannahafnar o<r Fær- eyja, eigi sízt siðan Færeyingar eign- i uðust sitt góða og mvndarlega skip, sem heitir “Tjaldur.” Verzlun Færeyinga virðist óhag- stæð. Samvinnufélög eru þar eng- in að heita má og kaupmenn ráða ein- ir vöruverði. Verð er hátt á allri erlendri vöru. Nú eru þó að kom- ast á beinar ferðir til Hull og Grims- by. Færeyskir sjómenn hafa sagt mér, að betri kaup verði gerð á vefn- aðarvöru, sjóklæðum o. fl. í Reykja- vík heldur en í Færeyjum. Segjast þeir fá meira fyrir 10 krónur islenzk- ar í Reykjavík en 10 krónur danskar í F.æreyjum.—Alþbl. Frá Islandi tslcnzk vikivakalög og önnur íslenzk þjóðlög (úrvalj hefir séra Bjarni Þorsteinsson gefið út og er bókin nýkomin í bókaverzlanir. Er útgáfan að öllu hin vandaðasta. I formála segir höfundur svo: “Is- lenzk þjóðlög eru bæði mörg og merkileg, og þau eru með eldra sniði og fornlegri blæ, en þjóðlög nágranna þjóðanna, og miklu líkari því, sem þjóðlög tíðkuðust á miðöldunum; ; á það benda bæði tóntegundir þjóð- laganua og gangur raddanna, ef um fleiri raddir er að gera en eina. Þær tóntegundir,, sem eru lang almenn- astar í íslenkum þjóðlögum (að und- anteknum rimnalögunum), eru hvorki dúr né mo'll, heldur hinar svokölluðu kirkjutóntegundir, sem algengar voru á miðöldunum, bæði í kirkjusöng og öðrum söng, lýdisk tóntegund, dórisk, mixolýdisk o. fl. Þá er ekki síður miðaldarblær yfir gangi og sambandi raddanna, þar sem um tvær eða fleiri raddir er að igera. Sú tegund söngs, sem mest hefir verið tíðkuð hér, að undanskildum hinum einraddaða söng, er hinn tvíraddaði kvintsöngur eða hinn íslenzki tvísöngur. Er slíkur söngur horfinn úr öllum öðrum lönd- um álfu vorrar fyrir mörgum hundr- uðum ára; en úti á íslandi hefir hann varðveitzt og verið um hönd hafður al'lt fram á þennan dag.” — Efni bókarinnar skiftist í fimm kafla: íslenzk vikivakalög; íslenzk þjóð- lög, einrödduð; íslenzk rímnalög; íslenzk tvísöngslög og íslenzk þjóð- lög fyrir fjórar raddir.—Mlbl. Sigurður Magnússon prófessor, yf- irlæknir á Vifilsstöðum, varð sextug- ur 24. þ. m. Hann er einn af vin- sælustu og merkustu mönnum lækna- stéttarinnar hér og hefir veitt Vífis- staðahælinu forstöðu frá því það var stofnað, hausíið 1910, eða í nærri 20 ár og undir hans stjórn hefir hæliö orðið fyrirmyndarstofnun, sem stend- ur jafnfætis beztu heilsuhæluni er- lendis og hafa verið þar nærri 2800 sjúklingar, þar af yfir 270 börn, en sérstök barnadeild var opnuð 1921. Próf. S. M. var einnig vel undir starf sitt búinn. Eftir að hann lauk prófí við Hafnarháskóla 1901, dvaldi hann 5 ár erlendis við framhaldsnám i berklaveikisfræðum, var kvo praktis-. erandi læknir í Reykjavik í 2 ár, ert hafði áður um skeið verið lækna- skólakennari fyrir Guðm. Magnússon. Seinna fór hann aftur utan til að kynna sér heilsuhæli á Norðurlönd- um, í Þýzkalandi og Austurríki og eftir að hælið var stofnað hefir hann einnig farið nokkrum sinnum utan til þess að kynnast berklavarnarmálum og á vísindafundi. Hann hefir skrif að ýmsar ritgerðir um berklaveiki á dönsku, þýzku og á íslenzku, til dæm- is bókina: Um berklaveiki. —Lögr. Fb., 4. des. Frá Borgarnesi er símað: I of- veðrinu fauk hlaða á Arnarstapa í Álftaneshreppi. Einnig fauk hlaða á Snorrastöðum og hey í Syðstu- görðum. . Víðar í Hnappadalssýslu urðu hey- og hússkaðar. Á Litlu- þúfu oig Stóruþúfu i Miklaholts- hreppi fuku hey. I Miklaholtsseli, sem stendur undir Hafursfelli, fletti af öllum þökum, baðstofu og úti- húsum. Einnig varð þar einhver hevskaði. Þar er byljótt mjög undir fellinu. Bráðapest er engin í hérað- inu, að því er vitað er hér.—Heilsu- far manna er gott og vellíðan.— Alþbl. SPARIÐ $50.00 á vefrar eldiviðarkaupum yðar með því að kaupa Koppers Kók Vfr verrlum tiftúiiis m «“D bifi <*ktn amerinkn hnrbkoln kók — viiiNielaMtl eldivlíinrinn f Winnl- POK. Eldivitiur þessi er búin til úr tvennskonar kolum, er hafa mest hitunarmagn, og er því bezt lag- atiur fyrir alla miðstö'ðvarhitun. Sótlaus, gjalllaus og öskulítil. Kostar frá $4.00 til $5.00 minna tonniö en harökol. MetS þessu er sameinaö sparnaíur og þæg- indi. Fylgiö herskörunum sem þetta nota og þér muniö aldrei skifta um. Vér ábyrgjumst þenna eldivið Stove og \’iit Mtn*rKIr 915.50 tonniA HALLIDAY BR0S. ( 37722—41751 Simar: ) 25337—27165 342 PORTAGE AVE. i',öo®S6®0005800000iSC006e600&í600C0006609BiS00099S00009í. NEALS STORES “WHERE ECONOMY RULES” BLUE RIBBON TE, 1 pd. pakki ... -..........................5Bc PEAS, Glenrose Brand, Ontario Pack, No. 3 sieve, No. 2 size tin, 2 tins .. 25c CORN, Glenrose Brand, White Ontario Pack, No. 2 size tin, 2 tins ................... 25c BUTTER, Fancy Creamery, 1-lb. brick ............................. 42C POTATOES, Green Mountain, Canada No. 1, 7 lbs..-.....................................23c SHRIMP, Fancy Wet or Dry Pack, , No- 1 ,in............................... 17C BLUE RIBBON BAKINC POWDER 1 pd. baukur ........... MILK, St. Charles Evaporated, Tall, 3 tins ................. MUSTARD, Libby’s Prepared, 9-oz. jar..................... 20c 29c 9c BEANS, (1c SALE) Ontario Hand Picked, 2 Ibs. 18c; 3 Ibs...19c AND LOTS OF OTHERS 733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave. 759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.) «®o®öoooeoooooooooBocooooosoeooooooooí

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.