Heimskringla - 12.03.1930, Page 2

Heimskringla - 12.03.1930, Page 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 12. MARZ, 1930 Landsýning á Heimilis- iðnaði í Reykjavík 1930. Þar sem hentugt húsníeði er nú fengiö fyrir sýningu (Mentaskólinn) hefir Heimilisiönaðarfélag íslands á- kveðið að gangast fyrir heimilisiðn- aðarsýningu í Reykjavík á komandi sumri. Menn gera sér von ufn, að þátt- taka verði almenn i sýningu þessari, þar eð mörg héruð hafa búið sig undir landssýningu árum saman. Síð- astliðin 15 ár hafa fjölmargar stærri og smærri sýningar verið haldnar víðs- vegar um land og þátttaka verið sæmi- lega góð. Rvenfélaga- og ungmenna- félaga samtónd hafa mestmegnis gengist fyrir sýningum þessum, en sumstaðar nefndir þær, sem árið 1927 voru kosnar til að undir.búa þetta mál í hreppum landsins. Fyrsta héraðssýningin á öldinni var heimilisiðnaðarsýningin á Breiðumýri í S.-Þingeyjarsýslu 1915. Síðan hafa héraðssýningar verið haldnar á möng- um stöðum, og ber öllum saman um, að þær hafi, ásamt hreppsýningunum, stórum aukið áhuga á heimilisiðnaði í landinu. Af sýningum má margt læra. Þær eiga að bæta smekk manna og marka stefnuna í vinnu- brögðum. Landsýningar á heimilis- iðnaði þarf að halda á 10 ára fresti, og er árið 1930 því sjálfkjörið, enda vel við eigandi á þessum tímamótum að athuga hvar við stöndum í þessu efni. Þjóðin þarf að sjá þarna sem skýr- asta og glegsta mynd af vinnubrögð- um sinum, svo að hún geti áttað sig á 'hvernig ástandið er og út frá því séð, 'hvað gera iþarf í framtíðinni. En aðkomumenn eiga að geta fengið hug- mynd um íslenzk heimili með því að skoða fjölbreytt hand- bragð heimilismanna. Sýningin þarf að leiða í ljós alt sem fyr og siðar hefir einkent gott islenzkt heim- ili og gefið því sinn sérkennilega blæ, og hún þarf að gera það svo, að ís- lendingar finni, að henni lokinni, hvöt hjá sér til að gera heimili sín þjóð- i legri — íslenzkari i útliti, og að þeir | sj'ái, að heimavinna magnar að gera heimilin hlýleg og vistleg. Sem allra fjölbreyttust þarf sýningin að vera og engu síffur karla en kvenna vinna. Alt sem nöfnum tjáir að nefna til fatnaðar, rúmfatnaðar og híibýlabúnað ar, verfæri, á'höld og amiboð, leikföng og skartgripir. Eniginn má skorast undan að láta þann hlut á sýninguna sem þeir, er skyn bera á þessa hluti, telji sýningarhæfan. Þótt hluturinn sé algengur að gerð og útliti, getur hann engu að síður verið ágætur sýn ingargripur. Það þarf að sýna fleira en það, sem er hárfínt og margbrotið að gerð. Ef á að sýna vinnubrögð landsmanna eins og þau koma fyrir í daglegu lifi þjóðarinnar,' og öllum ber saman um að svo eigi að vera, þá vit- um við öll, að þar er ekki alt smá- gert og if-ínt. Við þurfum í þessu sem öðru að köma til dyranna sem við erum klæddir, og þykjá engin skömm að. Til þess að fá fjölbreyttasta og bezta vinnu þurfa þær nefndir, sem vinna fyrir þetta mál í sveitum og bæjum landsins beinlinis að biffja þá sem vinna bezt, að gera hluti til sýn- ingarinnar. Treystum vér því að allir góðir menn, karlar og konur, bregðist vel við þeirri beiðni, leggi máli þessu lið í orði og verki, láti ekki á sér standa, en hefjist handa nú þegar um skipulegan og stefnufastan undirbúning, svo sýningin verði lands- mönnum til sóma á allan hátt. — Ef sýningin tekst vel.'þá styður hún að því, að heimvinnunni eykst álit, heima- gerðir hlutir verða meira notaðir til klæðnaðar og heimilisþarfa eftir en áður. — Allar þjóðir leggja nú hið mesta kapp á að búa að sínu, þurfa sem minst að sækja til annara þjóða. Það markmið þurfum við líka að setja okkur, íslendinigar. “Notið innlendar vörur” hljómar nú landshornanna á milli um víða ver- öld. Menn nota innlendu vöruna 'hí þjóðrækni, iþótt hún sé ekki jafngóð ihinni erlendu, en að sjálfsögðu er allt kapp lagt á að standast samkeppni með því að vanda vöruna sem bezt. Landssýningin 1930 á að sýna hvað gera ntá með islenzkum höndum úr innlendu efni. Við þurfum ekki að kvíða því, ef við leggjum okkur fram, að íslenzk handavinna standi að baki handavinnu annara þjóða, hún stendur að mörgu leyti framar. Aðalatriðið er, að þeir, sem hlut eiga að máli, séu samtaka, að nefndirnar innan hverrar sýslu vinni vel saman. Nokkur sýslu félög hafa sýnt þann skilning á mál- inu að ætla nokkurt fé til þess að létta nefnðunum starfið. Þá hafa önnur gert ráðstafanir um að láta mann fylgja sýslusýningarmununum til Reykjaví'kur á sinn kostnað, og er það mjöig vel fallið, óskandi að sem flest sýslufélög eða félagssambönd sjái sér fært áð gera iþetta.—Ef ein handa vinna einkennir héraðið sérstaklega, væri vel við eigandi að það kæmi skýrt fram á landsýningunni. Til þess að sýningin verði ekki of umfangsmikil er gert ráð fiyrir, að 12 munir verði til jafnaðar sendir úr hverjum hreppi. ef um samstæður er að ræða, t. d. karla-, kvenna- 'eða barnaiklæðnað, þá telst það sem eitt númer. Kaupstað irnir hafa sérdeildir ef þeir óska. Munina ber að senda sameiginlega frá öllum hreppum 'hverrar sýslu fyrir milligöngu nefnda þeirra, sem kosn- ar eru í sýslunni til að annast um þetta mál, en ekki beint til landssýningar innar. Á sýningona verður ekki tekið: 1. Kunstsaumaðar landlagsmyndir. 2. maskínuflos, 3. nýtisku sil'ki- og flau- elsmálning. Búast má við mikilli sölu á ýmsum smærri munum á sýningunni, og mun- um við rita yður n'ánar um það síðar. í Landssýningarnefndinni: Halldóra Bjarnadóttir, formaffur M. Júl. Magnús, ritari. Sigríffur Björndóífir, gjaAikeri. Guffrún Pétursdóttir, Kristín V. Jacobson, Júlíana Sveinsdóttir, Þorbjórg Bergmann. * * * Heimskringlu er ánægja að því að verða við þeirri beiðni hlutaðeigenda, að birta þessa áskorun hér vestra. Islandsbanka lokað Rvík., 5. febr. 3. febrúar, barst sú fregn út um bæinn, að íslandsbanka væri ldkað þann dag vegna fjárkreppuvandræða. En saga málsins er, í fáum dráttum sögð, svohljóðandi: Sunnudaginn 2. iþ. m. hafði 'banka- ráð íslandsbanka sent (jánmálatáð- herra bréf og skýrt honum frá, að vegna seðlainndráttar (sem er lögum samkv. 1 milljón á áriý og skuldaaf- borgana á síðastliðnu ári, skorti bank- ann, sem stendur, laust starfsfé, en hin vegar hafi orðið vart nú á síð- kastið nokkurrar hræðslu hjá inn- stæðueigendum ibankans og sé hann ekki fær um að standast óeðlilegar út- tektir af innlánum og öðrum innstæð- um. Fer bankaráðið þess á leit við landstjórnina, að hún leiti heimildar Alþingis til iþess að takast á hendur samskonar ábyrgð á skuldbindingum íslandsbanka og hún hafi áður, með lögum frá 15. apríl 1928, tekið á skuldbindingum Landsbankans, og að hún þar að auki fái heimild til þess að álbyrgjast fyrir bankann reksturs- lán, alt að lyí miljón kr. En til vara fer bankaráðið fram á, að land- stjórnin fái iheimild til að ábyrgjast greiðslu á innlánsfé ibankans og öðru innstæðufé í hlaupandi viðskiftum, eins og það sé á hverjum tíma, og auk þess heimild til að ábyrgjast reksturlán alt að \l/ miljón kr. En Þá má geta þess/ fái bankinn ekki þessa hjálp, segist bankaráðið enga leið sjá til þess að komast hjá, að bankanum Verði lokað iþegar næsta dag. Áþyrgðin, sem bankinn biður um, nemur 35 miljón- um kr., ef hún nær til allra skuldbind- inga hans, en varauppástungan, um ábyrgð á instæðufénu 10 milj. kr. Fjármálaráðherrann kvaddi þá þing- menn til fundar í sameinuðu þingi á sunnudagskvöldið. Var sá fundur haldinn fyrir luktum dyrum og stóð til kl. 5l/i um nóttina. Var gengið. þar til atkvæða um svolhljóðandi till. frá Jóni Þorlákssyni: “Alþingi á- lyktar að skora á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að starfsejni íslandsbanka stöðvist ekki.” 18 þingmenn greiddu tillögunni at- kvæði, en 22 igreiddu ekki atkvæði. Var hún þá faljin. Það voru þing- menn Sjálfstæðisflokksins og einhverj- ir úr Framsóknarflokknum, sem greiddu tillögunni atkvæði, en flestir þingmenn Framsóknarflokksins og þingmenn Alþýðuflokksins greiddu ekki atkvæði. Töldu þeir upplýsing- ar þær, sem fyrir lágu um hag bank- ans, ekki svo góðar, að á þeim mætti Vinur þinn illa staddur Þegar erfiðir tímar, veik- indi eða vinnuleysi ber að garði, er þá nokkur sem býður þér aðstoð sína? Ef til vill Býður hann þér hjálp peningalega? Stund- um. En ekki oft En hafirðu verið sparsam- ur og eigir dálítið inni á banka er alt öðru máli að gegna. Þú getur þá dreg- ið fé þitt út og þannig kom- ið fótum fyrir þig af sjálfs- dáðum. Eigið ekkert á hættu Sjáið sjálfum yður farborða með því að byrja reikning við bankann í dag. Province of Manitoba S^vings Office Donald og Ellice Ave. og WINNIPEG, MAN. byggja, þegar um svo stórfengilega ábyrgð væri að ræða. En forsætis- ráðherra hafði tveimur dögum áður en þetta gerðist, falið tveim mönnum, Jak. Möller bankaeftirlitsmanni og Pétri Magnússyni bankastjóra, að kynna sér hag bankans og segja álit sitt á honum. Lá það álitsskjal fyrir þingfundinum og segir í því, að þeim virðist “láta mjög nærri, að bankinn eigi fyrir öllum skuldum að frátöldu hlutafé.” Kl. 8yí á mánud'agskvöldið var boðaður fundur í Neðri deild til 'þess að ræða bankamálið. Lágu iþá fynr tvö frumvörp, annað flutt að tilihlut- un landsstjórnarinnar og eru þeir Hannes Jónsson og Sveinn Ólafsson flutningsmenn þess. Það mælir svo fyrir, að bú íslandsbanka skuli tekið I»etta er merkl “BLUE BAR” l?ip«a VÖRUGÆÐI Fyrst og fremst BLLft BAR á togleðurs skótaui þýðir sérstök gæði. Betra togleður og gerð, betra verk, með auka fóðri um öklana, iljarnar, tærnar og hælana. Alt sem hin elzta og stærsta togleðursverksmiðja í Canada veit um gildi togleðurs skó- fatnaðar kemur fram í gerð Blue Bar skótausins. Til þess að þér séuð vissir um hvað þér kaupið, höfum vér sett borða úr hláu togleðri með nafninu “Dominion” á þessa ágætu vöru. Það sannar þér að skórnir endist þér lengi, fari vel, og séu ódýrari en nokkuð annað skótau. Búnir til af DOMINION RUBBER CO., LIMITED Winnipeg Electric Hér er Leiðin að Lækna Kviðslit UndurnamleKT HeimnlækniiiK Sem Hver Matiur Getur Nolaii vlt5 Hverskynn KviTSmllt, Melra Kila Minna AUÐREYNT ÓKEYPIS Þúsundir kviðslitinna manna og kvenna munu fagna því, at5 ná- kvæm lýsing á því hvernig Collings kapteinn læknat5i sig sjálfur af kvit5sliti bát5umegin, sem hafbi haldit5 honum rúmföstum árum sam an, vertSur send ókeypis öllum er eftir henni skrifa. SenditS at5eins nafn yt5ar og heim- ilisfang til Capt. W. A. Collings, Inc., Box 100-C, Watertown, N. Y. í»at5 kostar yt5ur ekki eyrisvirt5i og getur verit5 virt5i stórfjár. Hundrut5 manna hafa þegar vottatS lækningu sína einmitt met5 þessari ókeypis tilraun. Skrifit5 tafarlaust — NtJ— át5ur en þér leggitS þetta blat5 frá ytSur. YÐUR MEST I HAG Stofnað 1882 Löggilt 1914 > \ Betra En Innflutt Coke Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” , | D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD Presldent Tre*surer Secretary < Plltaralr a.n Allnm reyaa atl pnkaaat) KOLogKÓK Talsími: 87 308 Þrjár símaiínur STYÐJIÐ HEIMAIBNAÐ FORT WILLIAM COAL DOCK CO., LTD. \ Tals. 27606 400 Winnipeg Electric Chambers f

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.