Heimskringla - 12.03.1930, Síða 4

Heimskringla - 12.03.1930, Síða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MARZ, 1930 Hettnskringlei (StofnuO 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VTKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÖRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla" is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 12. MARZ, 1930 Barnaskapur Lögreglan í Toronto vakti á sér bros- lega eftirtekt í haust er hún réðist með oddi og egg á nokkra kommúnista, er annaðhvort stóðu á sykurkössum á götu- hornum og skröfuðu, eða ætluðu sér í skrúðgöngu eða fylgisöflunargöngu, eða höfðu eitthvað álíka merkilegt fyrir stafni, — vér höfum satt að segja gleymt því hvert tilefnið nákvæmlega var. En víðast hér vestra og nálega allstaðar á Englandi gerðu menn gys að þessari sefa- sýki Torontolögreglunnar, um leið og menn áfelldust hana fyrir þessa tilraun til þess að banna mönnum málfrelsi, er um langan aldur hefir þótt einhver sjálfsögð- ustu réttindi brezkra þegna, að minnsta kosti á Bretlandi sjálfu, en þangað er mönnum í nýlendunum jafnað vísað til fyrirmyndarinnar, sem eðlilegt er. , Yfirleitt mun mönnum hér í Winnipeg hafa fundist þessi kommúnistahræðsla lögreglunnar í Toronto. frekar barnaleg. Það hefir ekki borið sérlega á því, að þeir væru þar svo voldugir, að stórháski staf- aði af þeim. En nú er röðin komin að oss hér vestra. 1 vetur ætluðu þessir kommúnistar, sem / Winnipeg eru saman komnir, að efna til fylkingargöngu um aðalstræti borgarinn- ar, suður að þinghúsi, í atvinnuleit. Leyfi þarf að fá hjá lögreglunni til þess að ganga fylktu liði um göturnar. Kommúnistar sóttu um leyfið, en fengu ekki. Eigi varð þó kunnugt hvað lögreglan óttaðist; eigi kunnugt, að kommúnistatetrin ætluðu með stórskotahríð eftir götunum, eða neitt þvílíkt; eigi kunnugt, að hundi eða ketti gæti mein af þessari spásseringu stafað, hvað þá heldur æðri húsdýrum eða mönnum. Lögreglan vildi bara hreint ekki horfa á kommúnista æfa sig í göngu- lagi á götum Winnipegborgar. Og þar við sat. Þangað til á fimtudaginn. Þá fundu kommúnistar hér, er telja máske eitt eða tvö þúsund manns alls, af þrjú hundruð þúsund borgarbúum, hvöt hjá sér til þess að viðra sig í fylkingargöngu, í blessuðu vorloftinu, í minningu einhvers merkis- dags í sínu almanaki; frá ráðhússtorginu, þar sem þeir ætluðu fyrst að tala þeim til hita, sem yfiihafnarlausir eru; um aðal- stræti borgarinnar, eitthvað út í buskann. En nú var ekki sótt um leyfi til lögregl- unar, því álitið var, að hún hefði í vetur svarað þeim í eitt skifti fyrir öll. Það var eins og þeir vildu segja við lögregluna. Okkur langar til þess að sjá hvað barna- legir þið getið verið. Og ekki stóð á svarinu. Lögreglan fylkti liði á ráðhústorginu. Og það lið réðist á kommúnista, er þeir tóku að fylkja sér til göngunnar og tvístruðu þeim með bareflum. Nokkrir kommúnistar fengu blátt auga og kúlu á höfuðið,' og nokkrar konur æptu hátt, meðan stall- systur þeirra, þrjár eða fjórar klifruðu upp eftir tröllstórum lögreglumanni til þess að klóra hann svoh'tið í framan. Þá var sennan úti og lögreglan hélt heim við frægan sigur og hæfilegan orðstír. Þetta virðist satt að segja í meira lagi barnalegt. Kommúnistar eru hér ákaf- lega liðfáir, eins og áður er sagt, og nauða lítið útlit fyrir það, að þessi fylgis- öflungarganga þeirra hefði nokkurr; manneskju bætt í fylkinguna, eða svo að segja nokkur utanflokksmanneskja af henni vitað, ef lögreglan hefði ekki látið svo barnalega, sem hér væri hinn ógur- legasti háski á ferðum fyrir land og lýð. Englendingar hafa manna bezt skilið, að ekkert dregur fremur sprengimagn úr óánægju manna en að lofa þeim áð viðra hana sem bezt. Hér hafa yfirvöldin auð sjáanlega ekki slitið barnsskónum í því efni. Frá örófi ára hefir ekkert unnið óvinsælum málstað öflugra fylgi, en einmitt allar ofbeldistilraunir til þess að kefja umræður um hann. Að berja á mönnum og fangelsa þá fyrir það eitt, að þeir vilja þreyta raddböndin og labba svo sem mílu vegar málstað sínum og skoð uunm til dýrðar, hefir ætíð og allstaðar vakið töluverða samúð með formælend- um hans. Sé eitthvað lífseigt í honum, er kúgunin honurn hinn bráðvirkasti lífs- elixír; sé lítið lífrænt í honum er hún gjörsamlega óþörf; hann lognast þá út af sjálfu sér. Kúgunin getur meira að segja blásið nýju lífi í lélegt efni; því hún knýr óhjákvæmilega fram allt það bezta, sem í hverjum manni býr, er mannsblóð hefir í æðum, en fellir burtu það sem soramest er og ómerkilegast. Það á að heita svo, að menn læri mann- kynssögu í skólunum frá blautu baras- beini. En flestir virðast ekkert af henni læra. Og lögreglumenn þá auðvitað ekki frekar en aðrir. Kjánalegt siðleysi “Það mátti nú svo sem nærri geta, að “Lögberg’’ gæti ekki horft á eftir séra Rögnvaldi heim til íslands, svo að það þyrfti ekki að grípa báðum lúkum í skarn- ið, til þess að skvetta á eftir honum,’’ varð einum lesanda Lögbergs að orði um daginn. Hann átti auðvitað við grein- arpíslina, þar sem reynt var eftir vizku og viljamagni blaðsins, að sneiða að heim- ferð séra Rögnvaldar í sambandi við fyrir- hugða íslándsferð Heimfararnefndarinnar. “Mátti-----nærri geta,’’ sagði maður- inn. Oig er orð að sönnu. Því það er ekki ný bóla í “Lögbergi,’’ að geta helzt ekki minnst á það, að maður, andstæð- ingur þess í skoðunum, bregði sér bæjar- leiö, eða taki sér eitthvað fyrir hendur, án þess að um leið sé reynt að sneiða að honum, ófrægja hann eða tortryggja. Og þó liggur við, að maður “undrist slíka fúlmensku,’’ eins og Skarphéðinn sagði við Þorkel hák forðum, undrist jafnmikið í hvert skifti á ný, sem blaðið leitar útrásar þessari tilhneigingu sinni. Því þetta er svo einfeldningslegúr rudda- háttur, svo einstaklega kjánalegt sið- leysi. Það hefir að vísu nokkuð lengi þótt við brenna, meðal íslendinga, að sá héldi sig vinna sínum málstað mest gagn, er sem oftast gripi tækifærið til þess að varpa hnútum upp úr þurru til andstæðinga sinna, í tilefni af öllum sköpuðum hlut- um, eins þeim, er í raun og veru enginn ágreiningur væri um, né gæti verið um. eins og t. d. ferðalög, og þessháttar. En hafi þetta verið þjóðlöstur, þá er þó víst, að íslendingar eru ekki skynskroppnari en svo, að þeir hafa það numið af samvist- um sínum hér.við brezka menn, að slikt er í rauninni aðeins ósnotra manna hátt- ur og lítt siðaðra. Enginn almennilegur íslendingur mun sakna þess, né telja það lýti á ritstjórnargreinum eða almennum fréttum í “Free Press’’ og “Tribune,’’ þótt þar sé eigi sagt frá á þá leið, t. d. að “Mr. Woodsworth hafi í gær farið til Tor- onto, í því skyiji sennilega að ærlsast þar með Bolshevíkum,” og “Mr. Bennett í fyrradag til Calgary til þess að unga þar út nokkrum “konsum,” og “Mr. Mac- kenzie King komið til Winnipeg í dag, til þess að þvo af sér flokkssorann í hinu tiltölulega tæra vatni Rauðárinnar.” Því þessu líkur rithátur sver sig einmitt ná- skyldan þeim rithætti, er Mark Twain setti ódauðlega grafskrift með “Blaðamennska í Tennessee.” En ritstjóri “Lögbergs” heldur lífi í eina teinungnum, er enn mun vera til hér vestra af þeim stofni — nauða kyrkingslegum teinungi að vísu. En öllu mun mega finna einhverja afsökun. Ritstjóri Lögbergs fór nýlega lofsam- legum orðum um mann, er stendur hon- um aðeins örlítið framar í allri ritmennt, hr. Jóhannes Stefánsson, er nú mun vera ritstjóri “Framtíðarinnar,’’ og kallast J. S. Birkiland. Þessi maður nýtur hins mesta álits í herbúðum “Lögbergs,” gem teljaþáupp. En í Gimli kjördæmi er sjá má af því, að einhverjir hinir nafn- sá maöur fæddur, er sennilega er kunnustu afreksmenn í þeirri sveit vitn- nafnkunnastur allra Kanadamanna. uðu til ummæla hans, sem skyldi ríða á j Eg á viö Vilhjálm Stefánson, land- smiðshöggið, þá er þeir ætluðu sér að i könnuðinn og ritihöfundinn. ganga á milli bols og höfuðs á Heimfarar- nefndinni í fyrra. Þessi ritstjóri “Franitíðarinnar,” hefir nýlega látið blað sitt flytja hinn andstyggi- legasta óhróður um mjög mætan mann, er gisti ísland síðastliðið sumar, forseta kirkjufélagsins lúterska í Vesturheimi, haldanna fyrinhuguöu i tilefni af séra Kristinn K. Ólafsson, svo að fiesta | ^'“safmæli þess að Mamtoba.hlaut mun hafa furðað, er lesið hafa. En | nýja afstoSu á hinu furða menn sig minna, er litið er til þeirrar liðveizlu, er ágætir samherjar ]afc hvarfla lil baka ti! þeirrar ein ritstjóra Lögbergs sóttu nýlega til Jóhann-1stoku so?u- er Islendingar e.ga sér esar Stefánssonar í heimferðarmálinu, þótt ritstjórinn hafi í Jóhannesi séð sína fyrirmynd, og þá eðlilega að hans dæmi reynt að hrista úr klaufunum að heim- ferðarnefndinni og dr. Rögnvaldi Péturs- syni. Aftur á móti leikur töluverður vafi á því hvort nokkrum sæmilega siðuðum og viti bornum Vestur-íslending muni þykja noltkur prýði að “fyrirmyndinni” og “eft- irlíkingunni.’’ í Gin.li kjördaemi leggja menn stund j á ýmislegan landbúnað. En auk þess stunda menn 'þar skógarhögg og sérstaklega fiskiveiöar, sem íslend- ingar eru nafngetnir fyrir. En þegar vér hugsum til ihátíða- i ríkinu með fylkis- stjórnarskránni, þá hlýtur hugurinn Hásætisræðunni svarað fyrir hönd stjórnarflokksins á fylkisþingi Mani- toba, að settu þingi, 1930 af I. Ingjaldsson þingmanni Gitnlikjördœtnis Eftir að hafa borið fram tillögu um að samiþykkja hásætisræðuna, sem hún var lesin, og eftir að þingið hafði samlþykkt þá tillögu mœlti Mr. Ingjaldsson á þessa leið: Hæstvirti forseti, iháttvirtir þingmenn: — Síðan vér slitum þingi í fyrravor hafa ýms- ar 'breytingar orðið meðal vor. Vér óskum til hamingju Hon. W. .J. Major, en endurskipaður hefir verið dómsmálaráðherra, og Hbn. W. R. Clubb, er í einu íhljóði ihefir kos- inn verið ráðherra opinberra verka. Auikakosning hefir fram farið í Turtle Mbuntain kjördæmi, til þess að skipa það sæti er autt varð, þá er lézt R. G. Willis þingmaður. Bjoðum vér velkominn vor á meðal eftirmann hans, Mr. A. R. Welah frá Boissevain. Þá viljum vér votta aðstendendum hins ný- látna þingmanns Mountain kjördæmis, dr. Cleg- horns, dýpstu samúð vora. Á þar bráðlega fram að fara aukakosning til þess að fylla það skarð, er varð við fráfall hans. Og loks viljum vér óska til hamingju leið- toga liberala í Manitobafylki og fylkisþinginu, Mr. Robson, með dómarastöðuna, er ihann ný- lega ihefir verið skipaður til að gegna. -— Dcmantsafmæli verður hátiíðlegt haldið í höfuðborg vorri, 15. júlí 1930. Verða þetta ein- hver hin merkustu hátiðahöld í sögu fylkis vors. Verða þá liðin 60 ár frá því að fylkið gekk í ríkissamhandið. Og enn markverðari verður þessi Ihátiíðisdagur fyrir þá sök, að þá verða auðsuppsprettur Manitobafylkis opinberlega fylk- inu í hendur fengnar til fullra og æfinlegr* um- ráða. Á það við, að hér séu þakkir færðar fylkisstjórninni fyrir að hafa þetta afrekað t þágu Vor allra, eftir margra ára samfleyttar málaleitanir. / En meðan vér dveljum við demantsafmæli fylkisins, er á .hönd fer að sumwi þá á vel við að ég minnist á Gimli kjördænti, er sýnt hefir mér þann heiður að kjósa mig sem fulltrúa sinn. Gimli kjördæmi, eða hluti þess, er eitt elzta landnámið. Frumbýlismenn í því landnámi voru íslend- ingar. Þangað komu þeir 22. okt. 1875. En frá Islandi fluttu þeir 1874, og dvöldu eitt ár í Ont- ario, 60 mílur norður af Torontoborg. Þeir áttu langa leið og erfiða fyrir höndum. Á járnbraut fóru þeir til Sarnia; þaðan með gufuskipi til Duluth, og þaðan með járnbraut til “Fisher Landing” við Rauðá. stjórnarfarslega hér í fylkinu, þótt í hér verði aðeins drepið á örfá at- riði. Arið 1875 voru þeir utan landa- mæra Manitoba, þar sem ihét Kee- watin í þann mund. Stefndu íslendingar þá fyrst til allsherjarmóts, til þess að kjósa sér stjórn, og kusu fimm menn árið 1876 til bráðabirgða. En í janúar 1877 voru kosnir fimm menn til þess að annast stjórn landnámahéraðsins, er skift var í fjórar ibygðir. Voru 4 byiggðarstjórar, einn í hverri byggð, en hinn fimmti iþingráðsstjóri, en ö!I nefndin kallaðist þingráð. Voru í fyrsta þingráð kosnir: * Björn Jónson frá Viíðirnesbyggð (GimliJ. i Bjarni Bjarnason frá Árnesbyggt5. Jóhann Briem frá Fljótsbyggð. Jón Bergvinsson frá M'iklayjar- byggð. Var aíðan haldinn aðalfundur kos- irina fulltrúa 21. febrúar 1877, til þess að kjósa þingráðsstjóra, og hiaut kosningu Sigtryggur Jónasson, er síðar átti sæti á fylkisþingi Mani- toba sem liberal þingmaður. En áður en þingráðið væri kosið sömdu landnemar lög fyrir landnáms- héraðið, og kölluðu allt lögsagnar- umdæmið einu nafni Vatnsþing. Er löggjöf þessi harla merkileg fyrir þá tíma og svipar í mörgu til sveitarlaga þeirra er vér eigum nú við að búa. Voru 'þar lagafyrirmæli um sáttagerð; skýrslur um hjónabönd og fæðingar og dánarskýrslur; skipun forráða- roanna dánanbúa, og fastákveðin þókn un þeirra. Önnur grein lagabálks þessa fjallar um ákvæðisvinnu í þarf- ir hins opinbera, og fimmta greinin um styrk til ekkna og annara munað- arleysingja. Skýldi þar til leggja hver maður eftir því sem meiriíhluti hverrar bygðar var samþykkur um.” * * * En svo vér víkjum aftur að auðs- uppsprettum fylkisins og endurheimt þeirra, þá vitum vér allir, að í því sambandi, er þörf á margvíslegri lög- gjöf 'hér á þinginu. Er þess að vænta að þar leggi allir hv. þingmenn sig fram til þess að leggja fyrir þing- ið sem ítarlegastar tillögur í því efni. Að fylkisstjórnin fær nú í sínar hendur öll náttúrufríðindi fylkisins, leiðir til þess, að hún verður að koma sér niður á ákveðna stefnu um það hvernig hver auðsuppsprettan fyrir sig skuli fylkinu bezt nytjuð. Að rekja framþróun hverskonar námaiðnar í fylkinu yrði hér of langt, mál; en engum kunnugum getur ihu'g- ui m það iblandast, að þar er stórkost- leg þroskatíð fiyrir höndum. Þarf eigi því til sönnunar til annars að líta en þeirra náma, er þegar hafa uppfiyllt allar vonir, svo sem Flin Flon og Sherritt Gordon, norðurfrá; Central Manitoba og Gem Lake námurnar, og Sanantonia námurnar austan Winni- pegvatns. Um skóga skal það eitt sagt að sinni, að stjórninni er það ljóst, að áður en 'langt um líður verður að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að varðveita þá og nýtimgargagn þeirra í framtíðinni. Virðist nú vafalitið DODDS ty KIDNEYJ ’ti. PILLS iÆ L TRO<J JheumaTÍÍ 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —- Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Ofan Rauðá fóru þeir á flatbytnum niður i árósa, en þaðan dró þá eini gufuibáturinn er , að það verði frekar gert með því að til var á Winnipegvatni norður þangað sem nú J stillla til hófs með skógarhögg í þeim er Gimli þorp. I skógum sem enn eru lítt eða ekki Þar voru engar byggingar fyrir; urðu þeir , hogfínir’ hddur en meS heinn' sk°g' Fiskiveiðar í fylkinu stunda um fjögur til fimm þúsund manns. Til damis um veiðina í Manitobafylki ma nefna, að ,2000 manns fiskuðu árið 1921 — 18,147,540 pund. 2,200 manns fiskuðu árið 1922 — 16,542,780 pund. 4,000 manns fiskuðu árið 1927 — 32,291,600 pund. Árið 1927 var veiðin metin á $1, 979, 866. Er maður íihugar að ihelmingi meira var veitt 1927 en 1922, þá skilst manni nauðsynin á því að rannsaka sem ítar- legast ihvort hætta er á því að fisk— urinn muni ganga til þurðar í þessum veiðivötnum, og koma í lög nauðsyn- legustu ráðstöfunum til þess að sporna við því að svo fari. Borjð hefir á því síðustu áriri, að veiði í sumum Ontariovöinum hefir farið minkandi sökum þess hversu mjöig hefir aukist eftirspurn eftir birtingi úr Winnipegvatni. Lögleitt hefir verið að byrja snemma haustveiði á birtingi, og hefir þar af leitt að sjö miljón pund af honum hafa verið veidd á ári (1927 og 1928) í stað 3 miljón punda á ári áður. Hafa einnig verið lögleidd smáriðnari net, og veiðist því eðh- lega meir en áður af ungfiski og er ÍU'1'1 ástæða til þess að rannsaka sern ítarlegast, hvort eigi sé hugsanlegt að fiskiveiðunum s‘afi af því hætta. nokkur í framtíðinni. Um 90 % af öllum fiski veiddum i Manitolba er flutt út úr fylkinu tit íieyzlu, og eru því markaðsskilyrði all aivarlegt viðfangsefni. Hafa til skamms tíma engar tilraunir verið gjörðar til þess að útbúa fiskinn sem markaðsvöru, nema að flytja hann þegar út eins og hann kemur upp úr vatninu á vetrarvertíðinni. Er það mikilvægt viðfangsefni, að búa svoi um, að fiskurinn geti uppfyllt allar rr.arkaðskröfur hvar og hvenær sem er. (Frh.) V. Glæður (Frh.) Um tœki listarinnar. — Tungan. því að timlbra sér saman bjálkakofum. Næsta ár komu um 400 manns frá íslandi, ,og tóku sér bólfestu meðfram ströndum Winnipeg- vatns. Fyrsta veturinn geisaði bólusótt um ný lenduna, svo að hún var sjö mánuði í sóttkví. En nýlendan hóf sig örðugt upp úr afleið- græðslus’arfsemi Eins og kunnugt er, eru fiskiveiðar ekki líti'll þáttur í framleiðslustarfsemi fylkisbúa. Griðarstór fiskivötn eru um mið- bik fylkisins og í suðurhluta þess, og í þeim álítleg fiskigengd. Norðar ingum drepsóttarinnar og örbirgðfnni. Fjöldi eru fjölmöng fiskivötn, sæmilega stór. þekktra íslendinga, hinna mætustu manna, eiga Ekki hefir fiskigengd verið könnuð ætt sína aö rekja til Gimli kjördæmis, svo margir í þeim öllum, en þar sem kannað hefir að ég hirði eigi að tefja tímann með því að verið, ihefir hún reynst all álitleg. Lis‘amaður er skáldið þegar því tekst að flytja öðrum boðskap fegurð- arinnar; og getur hann gert það á tvennskonar 'hátt: með því að skapa Hstaverkið svo sem ritihöfundar, mál- arar, myndhöggvarar o. s. frv. eða með því að túlka verkið, eins og söng- menn, leikarar o.fl. Tæki skáldsins eru: tungan, litur, tónar og fornt. Með þessum má einnig telja hreyfing, t. d. fegurðardans 0g íslenzka glímu. Að sjálfsögðn er tungan notuð mest aí þessum tækjum; og mun ástæðan vera sú að allir læra að beita henni, þegar á barnsaldri; og er æfing hennar ósjálfráð að heita má fram í andlátið. Aftur á móti getur margt skáldefnið fæðst sem gætt er sérstökum með- fæddum hæfileikum til leikni í með- ferð á litum, tónum eða formi, þó uj-peldi hans og aðstæður synji allrar æfingar í að nota sLík tæki, svo hann r.eyðist til að beila tungunni, eða þtgja. Það er þó hvergi nærri sanni að tungan sé þægasta tæki listarinnar. Sá er hængur á, að sarna orðið rnerkir ekki nákvæmlega sama 'hugtak í allra

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.