Heimskringla - 12.03.1930, Page 6

Heimskringla - 12.03.1930, Page 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MARZ, 1930 HHk ”*8í3SSá?rÆ *****££: > - V .v - Peningana til baka ábyrgðiní hverjum poka Robln oo PI/OUR Notið þetta yandaðra mjöl brauð, kökur og bakelsi. Hann gekk fram um fet, og tók í hönd Haraldur Guðinason SÖguleg Skáldsaga ( ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON III. BÓK Nokkrum dögum eftir að þessu vandamáli þjóðarinnar hafði þannig verið ráðið til lykta og lögum og friði komið á um borg og bæ, hér- uð og skóga, stóð Hildur alein um sólarlag við altari Þóis. Sól gekk til viðar sem í reiðiroða meðal rosaskýja, pells og purparalitra. Engan mann var að eygja hvert sem litið var.nema þessu háu og tignarlegu konu, hjá Þórsaltarinu og Drúða- steinunum. Hún, studdist báðum höndum fram á töfrasprota sinn, eða tams-vönd, eins og hann var nefndur á máli norrænnar hjátrúar. og hallaði sér fram lítið eitt, eins og hún hiust- aði eða biði einhvers. Löngu áður en nokkur manneskja sást á veginum þar neðra, virtist hún skynja fótatak er færðist í áttina til henn- ar, enda hafa lífsvenjur hennar sennilega skerpt skynfæri hennar, því hún brosti og mælti lágt fyrir munni sér. “Áður en hún sezt;" skifti um stellingar, studdist öðrum arm- legg á altarið, og studdi hendi undir kinn. Loks komu tveir menn eftir veginum, og nálguðust. Gengu þeir upp hólinn, er þeir sáu hana. Annar var klæddur pílagrímsvað- málum. Hettunni hafðí hann varpað á bak aftur og var sem fegurð sú og þróttur, er and- litinu var eðlileg, hefði herjuð verið og lemstr- uð í ofsum mannlegra ástríðna. Sá er gekk með pílagrímnum og studdi hann, var íburðar- laust klæddur, og bar eigi sylgju þá, er tíðkað- ist með tíginbornum þegnum, en þó var há- tign í fasi hans og mildur drottnunarsvipur á andlitinu. Ólíkari menn gat eigi, þótt ættar- svip mætti með þeim sjá. Því þótt hryggð mætti nú lesa úr svip hins síðamefnda, og þótt að jafnaði kenndi sem angurblíðu í svip hans, þá fylgdi hinni svásu ró, er yfir andliti hans hvíldi, hinn göfugasti tignarþokki. Þar höfðu engin átumein ástríðunnar skilið eftir ský eða hrukku heldur blandaðist þar göfgi, vaxin af karlmannlegum franíkvæmdarvilja.við mjúkan yndisblæ æskutmar. Hárið var sítt og og mikið, ljósbrúnt svo að gullinni slikju sló á það í kvöldgeislunum. Var það kembt aftur frá augunum og féll í stórum bylgjum hálfa leiö til axla . Augabrýmar vom dekkri og fagurlega bogadregnar; andlitsdrættir beinir og engu síður karlmannlegir en Normann- anna, þótt .eigi væru þeir svo skýrt markaðir. Vangarnir voru veðurteknir af útivist og veðr- nm, og var þó sem æskublóminn hefði haldist undir sólbrunanum. Hann var hár vexti, en eigi tröllvaxinn og karlmannlegri fremur fyrir samræmi og þjálfun, en sökum gildleika og þrekvaxtar. Var hann persónugervingur sax- neskrar fegurðar í 'æðsta veldi. En það sem sérstaklega einkendi hann frá öðrum mönnum var hin einfalda göfgi, svo óbrotin og ósjálf- ráð, að ekkert vex í augum og við enga hættu bregður, er ef til vill stafar frá ömggu sjálfs- trausti í sambandi við sjálfsvirðingu — göfgi, sem algeng er með Indíánum og Aröbum, og sjaldgæf allstaðar nema í því samfélagi þar sem hver maður er sjálfum sér nógur hversdags- lega. Sorgljóðaskáldið latneska hefir vel kom- ist að orði um þetta í hinum ágætu línum “Rex est qui metuit nihil Hoc regnum sibi quisque dat.’’ (*-l) Þannig stóðu bræðurnir, útlaginn Sveinn og Haraldur jarl frammi fyrir hinni nafnfrægu spákonu. Hún horfði fast á báða, og var sem samúðar kenndi í svipnum, er augu hennar staðnæmdust að lokum á pílagrímnum. “Er þá svo komið,” sagði hún loks, “að ég sjái þannig staddan frumburð Guðina hins sigursæla, er ég hefi svo oft leitað véfrétta um í þrumugný og sólsetursskýjum, rist rúnar á álmbörk fyrir og kallað hátíðlegar fylgjur úr gröfum sínum? “Hildur,” sagði Sveinn, “eigi vil ég ásaka þig fyrir það sæði, er þú hefir sáð;; uppskeran er í hlöðu komin og sigðin brotin. Legg nið- ur svartagaldur þinn, og snú þér að hinu eina sanna ljósi, er lýsir ófarinn veg frá gröf son- arins helga.’* Spákonan drap höfði og mælti:— “Trúin kemur sem vindur af átt. Getur tréð sagt við vindinn: ‘Hvíl þig í greinum mín- um?’ eða maðurinn við trúna: ‘Tak þér bústað í hjarta mínu!’ Far þú þangað, erjþú finnur sál þinni frið, því í jarðnesku lífi mátt þú eigi til gagns verða framar. Og þegar ég vil örlög þín lesa, þá renna rúnimar í eitt, og ekki gár- ast vatnsflötur lindarínnar. Far þú þangað (»-l) SENECA, Thyest., II. þáttur: — “Sá er konungur, er ekkert óttast; það konungsríki gefur sérhver sjálfum sér.’’ er vísar þér veginn fylgja þín, er Alfaðir fær hverjum manni í vöggugjöf. Þú þráðir ást, er frá þér virtist stíað, og ég sagði fyrir að ást þín myndi rísa af þeirri grafhvelfingu, er trú sú, er steypt hefir af stóli trú feðra vorra, gref- ur í lifandi lífið í blóma æskunnar. Og þú girntist frægðarljóma jarls og víkinga og ég blessaði öxina í héndur þínar og óf seglvoðir þínar. Meðan maðurinn girnist eitthvað getur Hildur haft áhrif á örlög hans En þegar hjartað er til ösku brunnið, þá megna ég aðeins að kalla fram lík, er fellur >í gröf sína aftur jafn- ha,rðan sem seiðurinn er úti: Gakk þó nær, Sveinn, því þig söng ég til værðar í vöggu þinni.’’ Útlaginn leit til hliðar, en hlýddi þó. Húh varpaði öndinni, er hún tók hönd hans máttlausa í hönd sína og las línurnar í lófa hans. Allt í einu strauk hún af honum hettuna og kyssti hann á ennið, eins og knúð af skyndilegri kærleikshvöt og samúðar. “Spunninn er örlagaþráður þinn og ham ingjusamlegar en þeirra mörgu er fyrirlíta þig og þeirra fáu er syrgja þig, því þú munt vinna þar sem þeir tapa. Eigi skal stál granda þér; stormurinn mun vægja þér, og í þann á- fanga ná fætur þínir, er þú þráir. Nóttin varpar helgiblæ á rústimar — og friður sé með tvístruðum leifum hraustra drengja!” Svo var sem útlaginn hlustaði, án þess að hrærast. En er hann sneri sér .að Haraldi, er fól andlitið í höndum sér, en gat eigi dulið tárin er flóðu á milli fingra hans, þá döggvuð- ust hans eigin fránu, flóttalegu augu og hann sagði: — “Far nú vel, bróðir, því nú skalt þú eigi með mér ganga feti framar.’’ Haraldur hrökk við, breiddi út arma sína, ‘ og útlaginn varpaði sér í faðm hans. Aðeins ein, hálfkæfð stuna heyrðist en svo voru þeir fast bundnir örmum, að eigi mátti greína frá hvors brjósti hún leið. En síðan reif útlaginn sig lausan og mælti lágt, “Og — sonur minTi — móðurlaus, föðurlaus — gísl í ókunnu landi. Þú munt eigi gleyma — þú munt vera hans hlíf; gakk þú honum í föður og móður stað héðan í frá! Blessi þig allir heilagir!’’ Með þessum orðum hljóp hann ofan hólinn. Haraldur hljóp á eftir honum, en Sveinn nam staðar og mælti áhyggjufullur: “Gildir svo heit þitt? Er mér svo útskúfað, að þú getir eigi haldið eiða þína við bróður þinn?” Haraldur nam staðar við þessa hjartnæmu áminningu, og útlaginn hélt einn leiðar sinn- ar. Og um leið og hann hvarf með öllu sjón- um, þar sem vegurinn beygði, og þar sem Nor • mannahertoginn og saxneski konungurinn höfðu fyrst komið í ljós, annan maí, seig myrkrið að fullu yfir landið, og máninn reis á bak við skóginn í fjarska. Haraldur stóð sem jarðfastur í sömu spor- um og starði út í bláinn, er völvan lagði honum hendi á arm. “Sjá, eins og máninn rís í rorsahúmi, svo rís og hamingja Haralds, í sama svip og dauf- ur skuggi þessa manns, er skamma stund hvarflaði á landamærum ljóss og myrkurs, hvarf í náttsortann. Héðan af ert þú frum- burður ættar þinnar, er sameinar vonir Sax- anna við hamingju Dana.” “Hyggur þú,’’ kvað Haraldur, með alvöru- þrunginni ró, “að ég standi fagnandi og sigri hrósandi yfir útlegð og hörmum bróður míns?” “Eigi mun nú, og eigi enn um hríð, sér hljóðs kveðja rödd þíns sanna eðlis; en sólarhitinn getur af sér þrumuna og glæstur hamingjuvegur vekur storma í sálinni.” “Frændkona,” sagði Haraldur, og brá við grön lítið eitt, ég að minnsta kosti hefi látið spádóma þína, sem vind um eyrun þjóta. Ótt- • ast ég hvorki né trúi á seiðsöngva þína né töfrabrögð, og brosi jafnt að sálmaseið snoð- skerðinga, sem töfra kvæðum spákvenna. Hefi ég aldrei beðið þig að blessa exi mína né vefa sigluvoðir mínar. Engar rúnakviður eru á sverðsblað Haraldar ristar. Fel ég hamnigju mína styrkum armi mínum og stilltu viti. Okk- ur bindur engin taug, völva." Yfirlætisþros leið um varir spákonunnar. “Og hver örlög hygur þú, er á mátt þinn og megin trúir, að vit þitt og armur vinni þér?” “örlög hafa mér þegar af þeim skapast. Fram sé ég ekki. örlög þess manns, er svarið hefir að verja land sitt, elska réttlætið og breyta rétt.” Máninn stafaði fullri geisladýrð á hetju- andlit hins unga jarls, er hann mælti svo, og ekert var á svip hans að sjá, er eigi væri í fullu samræmi við mál hans. Þó mælti spá- konan lágri röddu, er hneit að hjarta Saxans, er frásneyddari var allri hjátrú en títt var um menn á þeim tímum: “Á bak við rósemd augna þinna sefur sál föður þíns, og á bak við þessa brá, tignarstolta og hreina, er að verki sú höfundsnilli, er krýndi til Danakonunga menn úr móðurætt þinni.” “Mæl eigi fleira!” sagði Haradur, því nær reiðilega, en bætti svo við, sem væri hann sjálfum sér gramur fyrir augnabliks vanstill- ingu, og brosti við lítið eitt: “Látum oss eigi fleira um þetta mæla nú, meðan ég er enn óglaðuir, og eigi með hugann við þenna heim, heldur í útlegð bróður míns. Er nú náttað, en vegir ótryggir, því í liði kon- ungs, er nýlega dreifðist, voru margir þeir, er ræningj- ar gerast á friðartímum. Aleinn og vopnlaus, fyrir utan atgeir minn, bið ég mér náttbóls undir þaki þínu, og’’ — hann hikaði, og skifti litum, sem smásveinn—“og ég vildi einnig gjarna sjá hvort dótturdóttir þín, er jafn fögur og síðast, er ég leit hin bláu augu hennar tárast yfir Har- aldi; áður en hann fór í út- legð.” “Eigi ræður hún tárum sín- um og eigi hlátri,” svaraði völvan, alvarleg á svip; “tár hennar spretta frá áhyggjum þínum, en bros hennar eru geislastafir frá gleði þinni. Skalt þú það vita, Haraldur, að Edith er þín jarðnesk fylgja, að eitt eru bennar ör- lög og þín. Og eigi getur nokkur sál slitið sig frá ann- ari, er Skuld hefir hana tengt, fremur en dauðlegur maður frá skugga sínum.” Haraldur svaraði eigi; en hann varð léttari í spori en venja hans var, því hann gekk jafnan seint, og fann enga ástæðu til þess að andmæla þessum spádómi völvunnar. V. KAPÍTULI Þegar Hildur kom inn í höllina voru flest- ir slápar þeir, er lifðu á gestrisni hennar um það að ganga til náða; sumir til heimkynna sinna í grendinni, en aðrir, er töldust heimilis- nienn, til svefnklefanna í þessu forna róm- verska stórhýsi. Það var eigi siður saxneskra tignar- manna, svo sem Normanna, að krefjast nokk- urs í aðra hönd fyrir gestrisni sína, á þann hátt að skylda skjólstæðinga sína til vopna- þjónustu. Þeir voru örlátir eins og Bretar, og létu öllum jafnt í té mat og gistingu af algjörð- ri ósíngirni, enda mátti segja, að hús þeirra er vel fjáðir voru stæði bókstaflega opið frá morgni til kvölds. Þegar Haraldur gekk með völvunni þvert yfir hinn mikla hallarsal, þar sem verið hafði atríum, báru allir kennsl á hann, og heilsuðu honum með háværum fagnaðarópum. Einu raddirnar, er eigi blönduðust í þann klið sátu í hálsi þriggja munka frá nálægu klaustri, er gjarna létu sem þeir hefðu enga hugmynd um orðróm þann er fór af athöfnum spákonunnar, sökum örlætis hennar við þá á öl og mjöð, og þess þakklætis er þeir báru til hennar fyrir ríkulegar gjafir klaustri þeirra til handa. “Einn hinna óguðlegu, bróðir, ” hvíslaði einn munkurinn. “Já, spottarar og óguðlegir eru þeir Guð- ini og hinir lostafullu synir l^ans,’ svaraði ann- ar munkurinn. • Allir munkarnir andvörpuðu og ygldu sig, er hurðin féll að stöfum á eftir spákonunni og hinum tigna gesti. Tveir háir og ekki óhaglega gerðir lamp- ar'báru birtu um herbergið þar sem lesandinn fyrst kynist Hildi. Þernur sátu þar enn með snældur sínar, og hinn hvíti vefur var fimlega sleginn, er húsfreyja gekk inn. Hún nam staðar og hleypti brúnum, er hún leit yfir verkið. “Skortir enn fjórðung til þess að fullgert sé?’ sagði hún. “Vefið skjótt, og vefið traust.” Haraldur, er eigi leit á þernurnar né verk þeirra, litaðist um forvitnislega. Allt í einu stökk Edith með fagnaðarópi fram úr vegg- skoti nálægt glugganum, og ljómaði andlit hennar af óvæntri gleði. Hún hljóp fram, sem hyggðist hún að varpa sér í arma ástfólgins bróður, en er hún átti eftir svo sem tvö skref að hinum tigna gesti ham hún skyndiilega staðar og leit til jarðar. Haraldur stóð orðlaus af aðdáun. Barnið, sem hann hafði elskað frá vöggu, stóð nú fyrir framan hann sem fúllþroska kona. Með hverjum degi frá því vér sáum hana fyrst um vorið og þangað til nú, er haust var komið, hafði æskublómi hennar þroskast, jöfnum höndum við ávexti jarðarinnar. Vangar henn- ar voru rjóðir, sem af himneskum roða og lík- ami hennar tekið á sig ávalar línur þess tak- markalausa yndisleiks, er vott þess ber að barnæskan sé nú liðin. henni, en í fyrsta sinni á æfinni mynntust þau eigi. “Þú ert af barnsaldri nú, Edith,” sagði hann ósjálfrátt; “en geymdu mér samt eitthvað af þeirri barnsást, er þú barst til Haralds.’’ Yndisbros leið um blómvarir hennar, hún leit upp, og í augu hans, og saklaus ást skein úr tárvotum augum beggja. Fá orð aðeins fóru þeim á milli, unz Har- aldi var vísað til rekkju í herbergi því, er skjótlega hafði verið honum til hvíldar búið. Hildur leiddi hann sjálf að óvandlega gerðum stiga, er gekk upp í svefnloftið, og auðsjáan- lega hefði gerður verið af einhverjum saxnesk- um eiganda hins forna, rómverska stórhýsis. Bar stíginn vott um það, að sá, er hann hafði gera látið, mundi eigi hafa ugglaus verið um líf sitt, því vinda var uppi í svefnloftinu og mátti með henni draga upp til sín stigann, og gein þá við hyldýpi mikið undir honum, alla leið niður á grundvöll hússins. Þrátt fynr þetta var herbergið búið öllu skrauti og þæg' indum þeirra tíma. Sængin var úr fágætum viði, haglega skorin, og veggir voru skjöldum skaraðir^ og æfagömlum vopnunr. Þar gaf að líta spjót og törg^ir forn-Saxa; hjálma þeirra, er hjálmgrímulausir voriui, og hinn stutta, íbjúga hníf, eða sax (*-2), er sumir fornfræðingar hyggja að Saxarnir hafi dregið af sitt alkunna nafn. Edith fylgdi á eftir Hildi, og bauð gestinúm. af gullskutli, kryddvín og sætindi, meðan Hild- ur gekk um, þögul og hljóðlega, veifaði tams- vendi sínum yfir sænginni, og studdi hendi á sængurstuðulinn. “Nei, mín fagra frændkona,” sagði Har- aldur brosandi, “eigi er þetta í gömlum siðum- Hygg ég að hér séu á ferðurn franskir siðir, lærðir við hirð Játvarðar konungs.’’ “Eigi er svo, Baraldur,” svaraði Hildur, svo var ætíð í siðum að fylgja til hvílu sax- neskum konungum, er þeir gistu þegna sína, áður en frændur vorir Danir, komu hér á ókonunglegum kvölddrykkjusetum, svo að hvorki konungur né þegnar hans fengu> bikar að vörum bórið né í hendi haldið, þá er menn gengu undan kvöldborði til þess að taka á sig náðir.” “Mjög sneiðir þú, Hildur, að stolti voru, Guðinasona, er þú býður syni hans þá gest- risni, er konungum einum hæfir. En eigi öf- unda ég konunga, fagra Edith, er mér er svo til sængur þjónað.” Hann tók bikarinn og bar hann að vörum sér, en er hann hafði drukkið og sett bikarinn á lítið borð er nær stóð, voru konurnar út gengnar. Hann stóð nokkra stund sem í draumi og runnu hugsanir hans eitthvað á þessa leið: — (*-2) Ágreiningur er um það hvort saX hinna fornu Saxa, er þeir unnu England, hafi verið langt vopn bjúgt, eða stutt — eða öllu heldur bjúgt eða beint;; en höfundurinn hall- ast á mál þeirra, er kveða það hafa verið stutt vopn, íbjúgt, er auðvelt var að fela milli klæða, eða því líkt, sem þau vopn eru, er merkt eru á gunnfána Austur-Saxa. — Höf.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.