Heimskringla - 26.03.1930, Page 4

Heimskringla - 26.03.1930, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ, 1930 H^ímskriitgla (Stofnuö 1886) Kemur út á hverjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. IS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrlrfram. Allar borganir sendist ( THE VIKING PRESS LTD. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaösins: Uanager THE VIKINO PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 26. MARZ, 1930 Arsfundur Alberta Co-operative Livestock Producers Limited. Framkvæmdarstjóri “Canadian Live- stock Co-operative Limited,” hr. I. Ingjaldsson, þingmaður Gimlikjördæmis, hefir góðfúslega látið Heimskringlu í té eftirfylgjandi greinargerð fyrir ársfundi “Alberta Co-operative Livestock Producers Limited,’’ er hann sat nýlega, eins og vér gátum um í síðasta blaði. Er hér ýmis- legt er Gripasamlagsmönnum hér í Mani- toba mun þykja fróðlegt til íhugunar. Ársfundur “Alberta Co-operative Livestock Producers Limited” var haldinn í Edmonton, 5. og 6. marz. Sátu ársfund- inn um sextíu fulltrúar og gestir. Samkvæmt skýrslum frá stjórnar- nefndinni, er Mr A. B. Claypool lagði fram og frá Mr. Young, framkvæmdarstjóra samlagsins hefir það höndlað í Edmonton Calgary og Lethbridge gripakvíunum 4, 447 vagnfarma af gripum síðastliðið ár. Er það 709 vagnförmum meira en í fyrra. Hafði félagið höndlað 43.2% af öllum gripum í þessum kvíum, og nam umsetn- ingin alls $7,419,855.00. Fimm ára samningstími félagsins var á enda 31. dezember 1929. Endurnýjaðir samningsskilmálar, er samdir voru á árs- fundi í marz 1929 voru í sumar lagðir fyrir héraðsdeildir. Sæmilegui^árangur hafði orðið af endurnýjunar umleitunum; hafa um 50% af gömlum aðilum endur- nýjað samningana. Heldur samlagið á- fram samningsumleitunum allstaðar. 1 hina nýju samninga var bætt á- kvæði er heimilar fylkissamlaginu að draga frá fyrir höfuðstól til þess að sam- lagið geti komið á fót sláturhúsum á ein- um stað, eða fleiri, í Albertafylki. í tveim eða þrem héraðsdeildum hefir orðið vart við töluverða mótspyrnu gegn slátur- hússhugmyndinni, og bendir ýmislegt til þess.að deildir þessar muni um stundarsak ir segja sig úr fylkissamlaginu. Mikill meiri hluti deildafulltrúanna er viðstaddir voru, lét á sér skilja, að þeir óskuðu eftir því að stjórnarnefndin héldi áfram að íhuga möguleikana fyrir því að koma upp slát- urhúsi og vildi fela henni alla ráðstöfun á því hvenær hafist skyldi handa í því skyni. Hegar til stjórnarnefndarinnar kom, sýndu fulltrúamir ótvírætt að þeir báru fyllsta traust til fráfarandi stjórnar- nefndar, með því að endurkjósa hana. Auðsætt var viðstöddum, að gripa- bændur í Alberta gera sér fulla grein fyrir því, að Gripasölusamlagið var ekki ein- göngu stofnað ti þess að annast gripasölu á markaði, og þessvegna eru þeir nú að velta fyrir sér að færa svo út kvíarnar, að framleiðsluafurðir þeirra nái sem bein- astan veg til neytenda, fyrir meðalgöngu félagsskapar, er framíeiðendur eiga og stjórna sjálfir. Framleiðendur í Saskatchewan hafa látið fylkisdeild Gripasamlagsins draga frá söluverðinu til höfuðstólssöfnunar. Fer sú upphæð sívaxandi og er nú orðin rúmlega $100,000. Sama markmið er með þessari höfuðstólssöfnun sem í Alberta; þeir ætla sér að koma sem fyrst upp sláturhúsum. Fulltrúarnir, er sátu síðasta ársfund, er haldinn var í júní, 1929, fólu stjórnarnefndinni að íhuga frekar möguleikana á þessu, og leggja ítarlega skýrslu fyrir næsta ársfund. Lítum nú til Manitoba. Hér hefir ekki verið rædd hugmyndin um sláturhús. Menn verða að minnast þess, að Mani- tobadeildin er yngst allra deildanna og að stjórnarnefndin hefir einbeitt sér að því, að efla sem mest félagsskapinn. Þar sem framleiðendur eiga sjálfir Gripasölu- samlagið og stjórna því, erum vér þess fullvissir, að griparæktarbændur í Mani- toba muni íhuga möguleikana á því að koma upp sláturhúsi í sem nánastri fram- tíð, þar eð ég er með sjálfum mér sann- færður um það, að þeir muni eigi lengi una því að staðnæmast sem umsvifamikið um- boðssölufélag. Hásætisræðunni svarað fyrir hönd stjórnarflokksins á fylkisþingi Mani- toba, að settu þingi, 1930 af I. Ingjaldsson þingmanni Gimlikjórdœniis Niðurlag. Jarðarafurðir Sökum þess, að akurjörð er nú eigi svo frjósöm sem áður, og einnig sökum ryðsýki, vilihafra og annars illgresis, hafa akuryrkjubændur reynt sem flestar hveiti- tegundir, allt að tuttugu. Sama máli gegnir um bygg og hafra. En þrátt fyrir það, fer hveitirækt stöðugt fninkandi. Er nú svo komið, að í fylkinu er því nær jafn mikið framleitt af byggi sem hveiti. Framleiðsluvöndun er auðveldust með því að velja algjörlega hreint eða skrásett útsæði. Á þeþta við um allar jarðaraf- urðir. • Að því er kvikfjárrækt snertir, er frameiðsluvöndun eitt fyrsta og helzta skilyrðið henni til viðgangs. Og megin- áherzluna verður þó að leggja á flokkkun til framleiðsluvöndunar. Svín hafa nú verið flokkuð í allmörg ár, og er því kom- in á allsherjar staðfesti um flokkun svína- kjöts. Er reykt svínsflesk kanadiskt nú viðurkennt sem fyrsta flokks verzlunar- vara. ítrustu tilraunir er nú verið að gera til þess að flokka nautakjöt á sama hátt. Hefir alveg nýlega verið hafist handa í því efni og því erfitt að segja fyrir hvenær því ínáli verði komið í æskilegt horf. En víst er um það að samvizkusamleg flokk- un allra afurða, er frumskilyrðið til þess að tryggja sér ábatasöm markaðsskilyrði hvernig sem slæst. Sauðfjárstofn fer vaxaiidi í fylkinu. Er framleiðsluvöndun þar jafn nauðsyn- leg sem annarstaðar. En á nautgriparæktinni veltur meira en á flestu öðru. Og þó er minna skeytt um framleiðsluvöndun þar, en á flestum öðrum afurðum, að minnsta kosti á sum- um stöðum í fylkinu. Er hin mesta nauðsyn á því, að menn sjái að sér í því efni. Ættu einmitt heil héruð að reyna að verða samtaka um gagngerðar kyn- bætur á nautgripum, með því að nota eingöngu naut af hreinræktuðu kyni til þess að auka stofn sinn. Rennur manni til rifja að sjá, er til markaðs kemur, hve margir bændur hafa notast við úrgangs- skepnur til þess að auka með nautgripa- stofn sinn. Rjómabúaafurðir Framleiðsla rjómabúasmjörs hefir verið vönduð svo í Manitoba síðustu sex til átta árin, að smjör héðan úr fylkinu er nú allstaðar í Kanada viðurkennt sem fyrsta flokks vara. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka einlæglega Mr. Gibson, yfirumsjón- armanni rjómabúa, og aðstoðarmönnum hans fyrih það ágæta verk, er hann og þeir hafa unnið, með því að koma fótun-. um undir rjómabúastarfsemina. Eg mætti ef til vill geta þess hvern skerf ég og sveitungar mínir höfum lagt til þess að koma rjómaflokkun í það horf sem hún er nú. Mun einhver fyrsta tillagan í þá átt hafa komið frá héraðsdeild “Unit- ed Farmers of Manitoba” í Árborg, og samþykkt þar. Var hún síðan lögð fyrir ársfund “U. F. M.,” og var þar einnig sam- þykkt. Varð þetta til þess, að ég vann að því í nánu samstarfi við rjómabúadeild landbúnaðarráðuneytisins, að héfjast handa til þess að koma á rjómaflokkun, eða rjómaskoðun, og af því leiddi aftur, að ég hefi unnið að sama marki, í nefnd- um með fuHtrúum frá Saskatchewan og Albertafylkjum. Virðist. því máli, sem betur fer, nú vera að öllu borgið. Alifuglarækt Hér er um að ræða álitlega aukatekju- grein fyrir bændur, svo áiitlega, að ein- mitt af alifuglarækt hafa einstaka bænd- ur meginið af tekjum sínum. Að svo er komið ber að þakka skipu- lagðri fylgisöflun og eggjaflokkun, er átt | hefir sér stað um nokkurt skeið að undan förnu, auk þess, sem kalkúnar (turkeys) eru nú einnig flokkaðir. Endurbætt markaðsskilyrði Þá kem ég að markaðsskilyrðunum. Er nú allstaðar vaknaður hinn mesti áhugi og skilningur á því hvílík lífsnauðsyn sé á því fyrir bændur að kynna þau sér sem bezt og endurbæta. Hafa framleiðendur vorir hér í fylkinu yfirleitt sannfærst um ! það, að heilbrigðasta aðferðin sé að; koma | betur fyrir sig samvinnuaðferðinni, til þess að koma afurðum sínum á markað með sem mestum ábata. Tel ég eigi nauðsynlegt hér, að rekja í æsar vegna hvers samvinnustefnan greiði mönnum auðveldastan veg að því marki. Nægir að segja það, að með þeirri aðferð fá menn endurgjald afurða sinna, að frádregnum aðeins beinum kosnaði við það að koma þeim á markaðinn, og spara sér því það fé, er annars gengur til milligöngumanna milii framTeiðanda og neytanda, sem ekki er neitt smáræði; eins og auðskilið er, er menn athuga hvílíkur fjöldi hefir haft uppeldi sitt af þessu milli- göngustarfi. Hér er um a8 ræöa eittihvert yngsta j samvinnufélagiö, er !hóf starfsemi sína fyrir réttum fjórum árum, og höndlar nú um 30% af öiluni gripum, er víðsveig'ar úr Mánitolbafyl!ki eru sendir til markaðs í gripakviarnar í St. Boniface. Þessum samtökum bundust félagsmenn i ,því skiyni að kcma gripum sínum til markaðs á samvinnuvísu, heldur en að selja Iþá heima hjá sér til umferða- kaupmanna og umboðsmanna einka- I félaga ,er mökuðu stórkostlega krók- inn á kostnað griparæktarbænda. Uiiuboðssölustarfsemi Gripasam- samlagsins nær nú um al.lt sambands- ríkið. Eru þessi félög í samtökun- um : Alberta Co-op. Livestock Producers Limited. Sask. Co-op. Livestock Producers Limited. Manitoba Co-op. Livestock Pro- I ducers Limited. United Farmers Co-operative Co. Oo-operative Federee de Quebec. Maritime Marketing Board Inc. Alifu glasamlagið Og hér langar mig þá til þess að minnast nokkuð á þann samvinnufélags- skap, sem nú er á fót kominn hér í fylkinu. Hveitisamlagið Fyrst skal þá talið Hveitisamfegið, sem umsvifamest og víðfeðmast er af öll- um samlagsfélögum í Kanada. iHéfir það með höndum, sem kunnugt er, alls- herjar samlagssölu á korntegundum fyrir Alberta, Saskatchewan og Manitoba fylki. Höndlar það um eða yfir 60% af öllu korni er til markaðs fer frá Kanada. Hér í Manitoba höndlar Hveitisam- lagið um 50% af öllu korni. Vinnur það að endurbótum á sáðkorni, í samvinnu við landbúnaðarháskólann og “Dominion Seed Branch.” Hafa “Drengja og stúlk- na klúbbar” gengist fyrir því að koma víða upp tilraunareinum fyrir sáðkorn árið 1929. Eru þessar tilraunastöðvar á víð og dreif út pm héruð. Þetta árið verður aðaláherzlan lögð á tilraunir með áburð, en einnig verða ýmsar markverðar tilraunir gerðar i þá átt að endurbæta búskaparlag á ýmsan hátt. Hið fjórða tel ég “Alifuglasamlag Mianitoba” (Manitoba Co-operative Poultry Producers Ltd.). Þetta er eitt elzta samvinnufélaigið í fylkinu. Það var stofnað í Lauder, Man., og hefir tekið stöðugum vexti og viðgangi frá því að það var stofn- að. Höndlar það nú um 75% af öll- um alifuglaafurðum í fylkinu. Þessi félagsskapur mun senn ná um allt sambandsr.íikið. Félagsskapurinn nær nú um British Columbia, Alberta Saskatchewan og Manitoba fylki, og er nú allt útlit fyrir að eystri fylkin muni sameinast félagsskapnum þegar á þessu ári. Áður en “Alifuglasamlag Manitoba- fylkis var sett á laggirnar, var allt t hinni niestu óvissu um alifuglarækt hér i fylkinu — hér var aldrei um vissan markað að ræða. Síðan sam- lagið var stofnað, ihefir geysimikil breyting- orðið á Iþessu ; er nú komin á allsherjar flokkun á eggjunt og ali- fuglum, er komið hefir alifuglarækt- inni í ákveðið, skipulagsbundið horf, svo að hún er nú orðin verulegur þáttur í árlegri framleiðslu bænda. r D.ODDS ' KIDNEY k PILLS í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hia viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. framleiðandinn hefir sjaldnast haft nokkra hugmynd um það hvert verð hann rrnyndi fá fyrir gripi sína, er þett eru sem bezt fallnir til sölu, eða a niarkað sendir. Fast skipulag á alifuglarækt ihefir að langmestu leyti fengist við sam- lagssölu aðferðina. Smjörgerðariðnaður er nú vel skipu- laigður, og þar hefir nokkurnveginn jafnt fram'boð fengist með rjóma- flokkun og fyrir áhrif samvinnufélag- anna. Höfum vér þá ekki, er á allt er litið. býsna gilda ás æðtt til þess að ætla. að það verði sanivinnufélögin, í sam- bandi við landbúnaðarráðuneyti vort. er einna lengst ntuni komast t þá átt. að vinna bug á Iþeint e’rfiðleikum, er framleiðendur vorir eiga við að etja ? * * * En áður en ég lýk máli mínu, vildv ég enn á eitt ntinnast, í áheyrn þings- ins. Siðtts'u dagana i júní i sumar fer fram einstök ihátíð á Islandi. Þa verða liðin þúsund ár frá því að lög- gjafarþin,g þjóðarinnar kom fyrst saman á íslandi. Allar iðngreinir fylgja með athygli starfsem; Hveitisamlaganna. Er ekki ó- sennilegt að eitthvað markvert gerist í s^mbandi við för þá, er 3 fulltrúar samlag- anna eru nú að takast á hendur til Bret- lands, til þess að ræða sameiginleg hags- munamál við viðskiftavini samlaganna á Bretlandseyjum. Auk þess éry á víð og dreif um fylkið um 1000 komlyftustjórar og farmstjórar í þjónustu samlagsins, er annast um viðskifti 153 korniyftufélaga. Þessir menn eiga fund með sér átta til tólf sinnum á ári, og ræða frá viðskiftalegu sjónarmiði um allt það er lýtur að mark- aðssölu á korni, og önnur þau mál, er landbúnaðinn varða mestu. Miðar öll þessi starfsemi að því að auka skilning manna á því hver viðfangsefni bændum nauðsynlegust til íhugunar. “Samlagsrjómabú Þá tel ég næst “Samlagsrjómabú Manitobafylkis” (Manitoba Co-operative Dairies). Er hér um að ræða annan samvinnufélagsskap, er gefur bændum í aðra hönd allt gjald fyrir afurðir sínar að frádregnum framleiðslu og sölukostn- aði. Þessum félagsskap hefir stöðugt vax- ið fiskur um hrygg síðan hann var stofn- aður fyrir hérumbil átta árum síðan. Hefir hann komið sér upp þremur verksmiðjum: í Winnipeg, í Brandon og í Dauphin. FYam- leiðir hann nú um 15% af öllu smjöri, er framleitt er í fylkinu. Gefur hann með- limum sínum í aðra hönd svo þúsundum dala skifti á ári hverju. í ár hefir það numið um l^ c. á hvert smjörfeitipund. eiga starfsmenn þessa félagsskapar hinar mestu þakkir skilið fyrir þann orðstír er framleiðsla samlagsrjómabúanna hefir getið þeim hvarvetna á sýningum hér og þar. Þegar litið er aftur í tímann og þess minnst, hvílíkar verðbreytingar voru þá sífellt á smjörfeiti, þá hlýtur maður að gleðjast yfir þeirri breytingu, sem nú er orðin á frá því að smjörfeiti var reiknuð um 3 til 5 centum lægra en smjör er nú á líku verði. • Gripasamlagið í þriðja lagi vil ég til nefna “Gripa- sölusamlag Manitoba,” (Manitoba Co-op. Livestock Producers Limited). * X X Sennilega eru þessi fjögur samlög, er nefnd hafa veriö, einna ákvæða- mest i bagsmunalegu tiJliti fyrir land- búnaöinn. Fn aúk þeirra eru enn ónefnd ýms félíög, ibyggö á samvinnuglrundvellli, svo sem “Wawanesa Mutual Fire In- surance Co.,; Manitoba Co-op. Wbole- sale” ; “Fiskisamlag Manitoba” (Mani- toiba Co-op. Fislheries Ltd..), log Mani- toba Co-op. Hay Growers Ltd.”, er öll ihafa þýðingarmikiÖ verk aö vinna, þótt eigi gefist mér hér tómi til þess aö drepa nánar á starfsemi þeirra. Og síöast, en eigi sízt, skal nefna “ManitobaCo--op. Conference.” Sá félagsskapur samanstendur af öllum samvinnufélögum í fylkinu, er senda fulltrúa á allsherjarmót einu sinni á hverjum tveimur mánuöum, til þess aö ræöa með sér hin ýmsu vandamál og viöfangsefni, er samvinnufélögin skiftir mestu. Og síöast en eigi sízt, skal nefna “Manitoba Co-op. Conference.” S4 félagsskapur samanstendur af öUum samvinnufélögum í fylkinu, er senda fulltrúa á allsherjarmót einu sinni á hverjum tveimur mánuöum, til þess aö ræða meö sér hin ýmsu vandamál Qg viðfangsefni, er samvinnufélögin skiftir mestu. Jafnara framboð Sem jafnast fram’boö afuröa vorra á heimsmarkaðinum er eitt aðal skil- yrðið fyrir slinjrulausri velgengni vorri. Kiorn vort verðum vér að skera og þreskja á sama tíma nákvæmlega ár hvert. En meö öflugum samvinnu- félagsskap getum vér svo í haginn búiö fyrir oss, aö vér þurfum ekki aö selja eftir hendinni, heldur getum haldið korninu um óákveöin tima og selt það sem jafnast á heimsmarkað- inti mestan hluta ársins, svo að síöur sé hætt viö snöggum og stórkostlegum veröibreytingum. Gripir eru til markaös sendir áriö urr kring, en s'öðugt framboð getum vér aöeins tryggt oss meö sæmtlegri* verðfestingu. Að þessu hefir kveð- iö svo ntikið að verðbreytingunni, aö í þúsund ár hefir ísland átt sér lög- gjafarþing ! Búist er við, aö allmargir Kanada- menn af íslenzkum ættum veröi viö- ^staddir þessa hátiö. Islenzka stjórnin hefir boöið Mani- tobastjórn að senda fulltrúa frá fylk— inu til hátíðarinnar. Er það í all» staöi viðeigandi, að slíku Jxtði sé tek- ið með þökikum, þegar litið er til þessr að í Manitobafylki eru fleiri íslend- ingar húsettir en i nokkru fylki í sam- bandsrikinu, eða í nokkru fylki eð» ríki á nteginlandi Ameríku. Sambandsstljórnin mun senda tvo fulltrúa á ihátíöina. Saskatchewatt stjórnin mun og senda þangað einn fulltrúa, og liefir veitt fé til stuðnings- Heimfararnefndinni, er samkvæint ósk hátíðarnefndarinnar íslenzku und- inbýr þátttöku Vestur-Islendinga í há- tiðinni. Og Bandarikin senda fulltrúa- nefnd er skipa finim menn, til hátíðar- ir.nar og færa íslenzku þjóðinni aö gjöf styttu af Leifi Firíkssyni, er af- hent verður á hátíðinni. Og Minne- sota og North Dakota ríki senda einn- ig sérstaka fulltrúatil hátiöarinnar. Lýk ég því máli mínu, herra forsetb í þeirri fullvfssu, aö stjórn vor og hið- háa Iþing muni hæfilegar ráðstafanir tii þess gera, að vér vottum opinber— lega samúð vora, er upprennur Iþessi merkisdagur í lifi íslenzku þjóðarinnar og í þingsögu hins menntaða heims. FJÆR OG NÆR Föstudaginn 7. marz lézt aö heimilí sinu við Churehlbridge, Fa.sk., öld- ungurinn Sigurður Jónsson, nær 78 ára að aldri. Hann var eyfirzkur að ætt og uppruna; fluttist til Ontario 1874; var einn í fyrsta hópnum, er fluttist til Nýja íslands, í vetrarbyrj- un 1875 og einnig i hóp fyrstu ís- kndinganna, er byggöu Þingvallaný- lenduna 1886. Hann var tvígiftur og lifir hann seinni. kona hans og sex börn, þrjú af hverju hjónaibandi. Hann var jarðsunginn þriðjudaginn 11 marz, af séra Jónasi A. Sigurðs- syni frá Selkirk, er kallaður var vestur í þeim erindagjörðum.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.