Heimskringla - 21.05.1930, Síða 4

Heimskringla - 21.05.1930, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEXJ, 21. MAÍ, 1930. i&eímskrittgla (StofnuB ltSt) Kemur út d hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. #53 otr S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: #6537 VerS WaSsins er $3.00 irgangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frfc Höfnum Ritstjórl. Utaniskri/t til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., #53 Sargent Ave., Winnipeg. Utaniskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA #53 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THB SERVICE PRINTING CO., LTD. líi-MSS Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 21. MAÍ, 1930. FISKISAMLAGIÐ í tilefni af greinum hr. Ármanns Björns- sonar, frá Winnipegosis, um Fiskisamlagið og starfsemi þess, getum vér ekki um það orða bundist, að æskilegast hefði verið, að stjórn samlagsins hefði frá hyrjun séð sér fært, að gera við og við opinberlega grein fyrir starfsemi sinni, líkt og t. d. Hveiti- og Gripasamlagið. Séu einhver vandkvæði á rekstrinum, þýðir ekki að draga von úr viti að skýra frá því, frem- ur en ef vel gengur, það hlýtur að koma á daginn, hvort sem er, og öll ástæða til að -ætla að menn skipi sér,. að öðru jöfnu, fastara um félagsskapinn, er menn vita ótvírætt við hvað hann á að stríða, en hlaupist ekki á brott, undan merkjum, við fyrstu eða aðra raun. En því miður verður þess oft vart með- al vor íslendinga, að menn álíti, að allt slíkt sé bezt komið í þagnargildi. í»að spilli fyrir fyrírtækinu, séu misfellurnar gagnrýndar. Þetta er árelðanlega ekki rétt athugað. Slæmur kvittur berst fljótt, og jafnan langbezt að mæta honum opin- beriega, því ekkert magnar hann eins og óvissan og getgáturnar og þær auka margfalt á tortryggnina við það, sem nokkur sannleiki getur gert, hvernig sem hann kann að vera. Getur þetta auðveld- lega leitt til þess, að fyrirtæki, er við hefði mátt bjarga, hefði glögg vitneskja um kröggurnar borist hlutaðeigendum nógu snemma, svo að ráð til styrktar hefði mátt í tíma taka, falli í rústir fyrir aldur fram, svo að ekki sé viðreisnar von. Vér íslendingar erum búnir að fá nóg af samtökum og stofnunum vor á meðal, er hruiyð hafa, og í rústunum grafið miklar eignir margra manna, án þess að nokkurntíma hafi fullvíst orðið almenn- ingi hvemig að hafi borið. Þarf ekki annað en að minna á Sláturfélagið ís- lenzka hér í Winnipeg og Brandsons bankann í Norður Dakota, þar sem fjöldi manna tapaði stórfé, að því er sagt var. Um slíka atburði myndast ótal kviksög- ur. Er næsta óskiljanlegt, að menn skiuli ekki með einbeittum vilja gera gangskör að því, að grafast algerlega fyrir um það, hvað hæft er í þeirra, eða sínum eigin grun. Sé um nokkuð glæpsamlegt að ræða, er slíkt hendir, þá á þjóðfélagið heimting á því, að þeir, er þar eiga hlut að máli, séu látnir sæta fuilri ábyrgð gerða sinna, samkvæmt tilverknaði, hverj- ir svo sem þeir kunna að vera, en sé pm ekkert giæpsamlegt að ræða, af hendi forstöðu- eða ábyrgðarmanna, þá er slíkt hendir, þá eiga þeir heimtingu á því, að þeir séu hreinsaðir af öllum kviksögum og öllum grun, og ættu sjálfir að láta sér mest annt um það allra manna, að ná fullkominni skírslui hjá aJmenningsálit- inu. En sífelld þögn, von úr viti, unz allt er um koll farið, eða eitthvert málamynd- ar yfirklór, þegar svo er komið, lamar og eitrar svo allt félagslíf, að svo getur far- ið, árum og jafnvel áratugum saman, að öll nauðsynleg og heilbrigð viðskiftasam- tök verði með öllu ómöguleg, af því að enginn veit hverjum trúa skal, og enginn þorir öðrum að trúa. Væri ekki sízt háskalegt fyr‘r oss íslendinga að láta þetta viðgangast átölu- og aðgerðalaust, í hvert skiftið á fætur öðru, ef nokkuð væri til í því, að vér séum öðrum mönnum ó- félagslyndari og einrænni, eða tregari til sameiginlegrar einbeitingar að einhverju marki. Vér vonum einlæglega að hamingja ís. lendinga gefi það að Fiskisamlagið komist heilt á húfi fram úr vandræðum sínum, sem um langt skeið hefir ekkert leyndar- mál verið að væru all alvarleg. Ef svo Eiftusamlega skipast, þá ætti að vera ein- sætt þaðan af, að nánari samvinna og gleggri skilningur þurfi að vera á milli félagsmanna og framkvæmdastjómar, en verið hefir að þessu. Islenzkt Bókasafn Fyrir nokkrum dögum síðan bauð skólastjóri Jóns Bjarnasonar skólans, sr. Rúnólfur Marteinsson, nokkrum mönn- um til þess að skoða bókasafn skólans, það er að segja íslpnzka hlutann af því. Hefir sr. Rúnólfur unnið að því í vetur, í tómstundum sínum, að koma skipulagi á það, tölusetja bækurnar og skrásetja þær. Fyrsti vísirinn til hinnar íslenzku deildar bókasafnsins var fenginn með því að festa kaup á bókasafni því, er séra Eggert heitinn Briem á Höskuldsstöðum á Skagaströnd hafði látið eftir sig. Var það að mörgu leyti verðmætt, því séra Eggert var bóka- og fræðimaður mikill, eins og þeir frændur fleiri, og mun hafa keypt flest íslenzk blöð og tímarit, er út höfðu verið gefin fyrir hans daga og á meðan hann lifði. Síðan hefir aukist við safnið á ýnisan hátt, aðallega verið keyptar til þess bækur, og svo ef til ein- hverjir gefið skólanum bækur við og við. Fróðleiksfúsir íslendingar hafa oft til þess fundið, að ekkert íslenzkt bókasafn hefir verið til hér í Winnipeg, aðgengilegt fyrir almenning. Að vísu hefir lengst af verið eitthvað af íslenzkum bókum til á alþýðubókasafni bæjarins, Carnegiesafn- inu, og mun um eitt skeið hafa verið til þess gefið töluvert af góðum bókum, en undanfarin ár hefir það verið í hinni mestiu óhirðu og niðurlægingu, ýmsum dýrmætum bókum stolið þaðan og aðrar eyðilagðar, án þess að mikið útlit sé til þess, að forstöðumenn bókasafnsins hafi látið sig það miklu skifta, eða haft nokk- urn verulegan skilning á því, hvílíkt v.erð- mæti hér var að fara forgörðum. Var og varla við því að búast, er litið er til þesss, hve gersneyddir þeir menn, er til skamms tíma að minnsta kosti veittu safninu forstöðu, virtust vera öllum nauð- synlegasta bókmentaskilningi, og þá þess einnig, hversu lélega var eftir þeim bók- um litið, er forstöðumennirnir þó voru læsir á, þar sem hver bókin á fætur ann- ari var þannig úlleikin, sem hefðu aðeins forvitnar óvitahendur um þær farið sér til dægrastyttingar.. Með fjölda sér- fræðibóka, er prýddar vom myndum, hafði t. d. verið þannig farið, að sumar prýðilegustu myndirnar höfðu verið með öllu rifnar upp úr bókinni, sennilega til þess að hengjast á veggi í bamastofum, en krassað ofan í aðrar með stýl eða blý- anti, til þess sð taka af þeim afrit, einnig sýnilega fyrir börn, sérstaklega þar sem um dýra- eða landsla&smyndir var að ræða. Er því gott til þess að vita, að opinber stofnun íslenzk, skuli hafa viðað að sér slíkiu bókasafni sem því, er Jóns Bjarna. sonar skólinn á nú í fórum sínum. Að vísu munu bækur þar sennilega eigi vera til útláns almenningi, en þó hyggjum vér, að vel þekktir íslenzkir fræðimenn kynnu að geta fengið einhvern aðgang að safn- inu, ef brýna nauðsyn bæri til, unz rætist hinn langþráði draumur þjóðræknis- manna, að félag þeirra komi sér upp byggingu, eða fái sér hentugt húsnæði fyrir bókasafn sitt, er árlega fer vaxandi. Er vonandi að sá draumur eigi ekki mjög langt í land héðanaf. * * * tV'i - Fróðlegast var að blaða í tímaritasafn- inu, og skulu hér talin nokkiu- hin elztu og helztu. Elzta tímaritiið í þessu ís- lenzka safni er “Islandske Maanedstiden- der”, “trykte udi det Kongelige allernaad- igst priviligerede Nye Bogtrykkerie”, í Hrappsey, 1774-1776. Fyrsta heftið byrjar á rltgerð um lausamenn: “Nu höres der mangfoldige Klager over Lösemæn- dene. — som oftest nogle friske, egen- raadige og uregjerlige Mennesker, som ikke ville tiene for den sedvanlige Kost og Lön om Aaret hos Bönderne, eller arbeide andet en at slaa Græs; og derfor leye sig eenest bort i Höeslætstiden og da betinge sig af Bonden viss betaling for hver Dag, og det ikkun i de allerbedste Varer, saasom Smör, Faar, Vadmel og andet, som de holde mest Fordeel ved; og neppe vil de tage Penge. Den ovrige Tiid roe de ud paa Söen og fisfee for sin egen Regning”. Hvar eð útleggst: “Nú er víða kvartað yfir lausamönnum. — sem oftast eru röskir, einþykkir og óstýri- látir náungar, sem ekki vilja vinna fyrir venjulegu fæði og árskaupi hjá bændum, eða ganga að annari vinnu en slætti, og leigja því aðeins vinnu sína um heyskap- artímann, og heimta þá viisst kaup af bóndanum á degi hverjum, og það ein- ungis í úrvalsvörum, t. d.. smjöri, sauðfé, vaðmáli og öðru, er þeir álíta sér hag- kvæmast; og varla vilja þeir líta við pen- ingum. Á öðrum tímum árs róa þeir út á sjóinn og fiska fyrir eigin reikning.” — Hafa lausamennirnir auðsjáanlega verið álitnir einskonar bolsjevikar þeirra tíma, og von að öllum heiðvirðum borgurum og borgaralegum ritstjórumi stæði stuggur af þvílíkum mönnum, er bæði vildu sjálf- ir ráða vinnu sinni og skrúfa upp kaup- ið, auk þess sem þeir voru þeir gikkir, að þeir vildu tæplega líta við peningum. Myndu flestir geta gizkað á, að sú vand- fýsni hafi af því stafað, að lausamenn hafi óttast nokkuð tíðar gengissveiflur pen- inga, og því heldur kosið “úrvalsvörur”, er skrokknum mátti bezt að haldi koma, útvortis sem innvortis. En svo mögnuð fyrirhyggja óbreyttra verkamanna hefir aldrei verið litin sérlega hýru auga á hærri stöðum. Þá eru þar og “Rit þess íslenzka Lær. dóms-Lista Félags”, prentuð í Kaup- mannahöfn, fimtán bindi, 1781—1797. “Minnisverð Tíðindi”, gefin út af Magn- úsi Stephensen, að Leirárgörðum við Leirá; 1.—3. bindi, 1795—1808, skrásett af Magnúsi sjálfum og Finni Magnússyni. Hefst fyrsta bindið á viðburðasögu þriggja inndanfarinna ára, er aðallega fjallaj; um frönsku stjórnarbyltinguna miklu. En í síðsta bindinu er fyrsta bókin af þýðingu Jóns Þorlákssonar, Bægisárskálds, á Paradísarmissi Miltons. Þá er nokkurt bil, unz vér komum að “íslenzkum Sagnablöðum” er útgefin voru að tilhlutan “Hins íslenzka Bókmennta- félags”, 1816—1826; prentuð í Kaup- mannahöfn, hjá Hartvig Friderich Popp. Þá er fomkunningi vor margra “Klaust- urpósturinn”, er Magnús Stephensen gaf út, fyrst að Beitistöðum, síðan að Við- eyjarklaustri, 1818—1824. Við hlið hans er annar gamall kunningi, elzta tímarit íslenzkt, er enn er við Jíði, og á Norður- löndum reyndar, ef rétt er munað: “Skírn- ir”. Á safnið fyrsta árgang hans, 1827. og óshtinn síðan til ársins 1864. Þá er all- mik>l glompa, en þó eru þar einnig ár- gangar fjölmargra undanfarinna ára, og mumu þar eiigar glompur á vera. Þá er “Ársrit Bessstaða- og Reykjavíkurskóla” (Solemnia Scholastica), óslitið frá 1829 —1851. Er þar margvíslegan fróðleik þeirra daga að finna, enda ágætir menn, kennarar Bessastaðaskóla er að því stóðu. Er í fyrsta ársritinu byrjun á þýðingu Odysseifskviðu, eftir Sveinbjörn Egilsen, og mun öll þýðingin smám saman hafa birzt í ritinu. Þá er “Ármann á Alþingi” gefinn út í Kaupmannahöfn af þeim .Þorgeiri Guð- mundssyni og Baldvin (Balduin) Einars- syni, 1829—1832. “Sunnanpósturinn” gefinn út að tilhlutan Árna Helgasonar, stiptprófasts í Görðugi, jan. 1835—nóv. 1838. “Fjölnir” er þar allur. “Ný Fé- lagsrit” Jóns Sigurðssonar, 22 árgangar, frá 1841—1862. Nú fer að fjölga tímaritum og blöð- um, og útgáfan að færast út um landið. Þar er “Reykjavíkurpósturinn,” er þeir gáfu út, Þ. Jónassen, assessor í yfirdómi og Páll Melsted yjigri, sagnfræðingur, í Reykjavík, okt. 1846 . ág. 1849. “Flat- eyar Framfara Stofnfélags Bróflega Fél- agi”, 1847—1855; Reykjavík og Kaup- mannahöfn. “Norðurfari” Gísla Bryn- jólfssonar og Jóns Þórðarssonar, gefinn út í Kaupmannahöfn, 1849. “Lanztíðindi” Péturs Péturssonar, síðar biskups, gefin út í Reykjavík, 1849 - 1851. Og nú hefur Þjóðólfur göngu sína, árið 1849, og fer harla myndarlega á stað. Þá kemur “Bóndi,” búnaðartímarit bænda, ritstjóri Jakob Guðmundsson, Reykjavík, 1851. “Ný Tíðindi” séra Magnúsar Grímssonar, 24. des. 1851—16. des. 1852, og áframhald þeirra, “Ingólfur”, er Sveinbjörn Hall- grímsson gaf út, 12. jan., 1853 - maí 1855. Fyrsta blað Norðlendinga, “Norðri”, er Björn Jónsson gefur út á Akureyri, 1853 - 1858, í árslok. Húnvetningur,” er safnað var til ritgerbum úr sveitablaði “Búnað- ar- og LestrarféJagsins í Svínavatns- oS Bólstaðarhlíðarhreppum,” gefin út á Akureyri, 1857. “Hirðir” þeirra Jóns Hjktalíns landlæknis og Halldórs Kr, Friðrikssonar kennraa er gefinn var út í Reykjavík, 1857 - 1859, og aðallega sner- ist um sauðfjárrækt og fjárkláðalækn- ingar. “lslendingur”, er þeir settu á stofn Benedikt Sveinsson, Einar Þórðar- son, Halldór Friðriksson, Jón HjaltaJín, Jón Pétursson háyfirdómari, er varð, Páll Melsted sagnfræðing'- ur og P. Guðmundsson, og gef- in var út í Reykjavík, 1861— 1865. Ber hann að vonum mjög merki Benedikts, en ann- ars rita í hann margir penna- færir menn. Er ekki ófróðlegt, meðal annars, að fletta upp á þeim úrhellis svívirðingum, er þar eru í té látnar Magnúsi Ei- ríkssyni, guðfræðing' og ritum hans. Eru þær ritaðar af svo æðiséngnu hatri og fólsku, að alveg gengur fram af manni, sérstaklega er til þess er litið hverjir eiga þar hlut að máli, sumir. — Tímarrita- lestina látum vér reka “Norð- anfara” Björns Jónssonar, er gefinn var út á Akureyri, 1862 - 1863. Því varla þarf að taka það fram, að flest tímarit ís- | lenzk frá síðari áratugum eru þarna í safnimui Bæta má þó hér við, að þar er 2. og 3. ár- gangur “Leifs,” er gefinn var út hér í Winnipeg, 1884 - 1886, og “Vínland”, gefið út í Minn- eota, 1902 - 1907, auk kirkju- leSu tímaritanna, að “Heilmi’’ þó líklega undanteknum. Af öðrum íslenzkum bók- um í safninu má nefna “Þor- Iáksbiblíu’’ biskups, elztu bók safnsins, er prentuð er á Hól- um, 1644. Er hún prýdd nokkr um myndum og fjölmörgum skrautskornum og forkunnar fögrum upphafsstöfum. Þar eru og “íslenzkir Annálar,” hin prýðilega útgáfa Árna Magnús- J sonar safnsins, frá 1847. Ná þeir yfir árin 803 - 1430, og er I önnur blaðsíðan á íslenzku, en I á hinni er latneska þýðingin i prentuð. Þá er þar oS hin stór- ] fagra útgáfa Gunnlaugs sögu Ormstungu og Hervarar sögu og Heiðreks, gefnar út af Árna Magnússonar safninu, 1775 og 1785, á íslenzku og í latneskri þýðingu, eins og Annálarntr, með steinprentuðum myndum í vandaðasta lagi og ítarlegum skýringum. Þar er og “Codex Regius”, (Konungabók Sæ. mundar Ekidu), útgáfa þeirra Ludvig Wimmers og Finns Jónssonar, 1891, með ljósmynd- um af öllu pergamentshandrit- inu. En annars er þarna fjöldi fræði- og skáldrita íslenzkra frá síðari tímum, sem ómöSu- legt er hér að telja. Af’bókum, sem eigi eru gefn- ar út á íslenzfeu, en snerta þó ísland mest, má nefna hina miklu “Ferðalýsingu Ólavíus- ar”, sem gefin var út í Kaup- 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og liinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjn* búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company. Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið bangað. mannahöfn, á dönsku, árið 1780. Útgáfu Peringskiölds af Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar, á latnesku og sænsku, prentaða í Stokkhólmi 1697, hið prýðilegasta rit. Er þar ágætt tækifæri fyrir yngri kynslóð- ina, að læra í einu sænsku o® lestur gotnesfes leturs, ef menn vilja þá ekki heldur nema það af íslenzkum bókum! Og að síðustu má minnast á hina “Sögulegu íslandslýsingu” P-E- Kristian Kaalunds, Kaupmanna- höfn, 1871. Væri fróðlegt fyrir þá er dönskulæsir eru, og til ís- lands ætla í sumar, að reyna ícf koma sér vel við skólastjór- ann, til þess að fá að kynna sér hana sem bezt, þar sem leið Elestra mun liggja um fleiri sögustaði en Þingvelli, heima á fcslndi. Menn mega sjá af þessu yfir- liti, að margra grasa kenn'r í þessu bókasafni fyrir þá, er námfúsir eru á íslenzkar bók- menntir. Og án þess að vér höfum leyfi til þess að herma nokkurt loforð upp á skólastjór- ann, séra Rúnólf Marteinsson í því efni, þá erum vér þess full- vissir, að þá, sem brýn nauðsyn rekur til að leita á náðir þessa safns, lætur hann ekki með öilu synjandi frá sér fara, svo framarlega, sem honum lízt nokkur kostur á því, að verða við tilmælum þeirra, séu þau í hófi fram borin. Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingaír.ir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum til neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir erui búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.