Heimskringla - 21.05.1930, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1930.
--------------------------------——< ’
Haraldur Guðinason
Söguleg Skáldsaga
-----eftir---
SIR EDWARD BULWER LYTTON
IV. BÓK
Hinn aldni jarl og synir hans fjórir riða
samh\i<5a í broddi fylkingar, inn í hallargarð-
inn á Vindströnd. Þá er Játvarður konung-
ur heyrð hófdyninn og hávaðann frá mann-
fjöldanum, þar sem hann sat í einrúmi hjá
prestum sínum og múnkum, er dáðust með
mikium fjálgleik að þumalfingri hins heilaga
Júdasar, þá varð honum að spyrja:
"‘Hver mun fara með því líkan her að
hallardyrum voru í sjálfri páskahelginni?
Ábóti nokkur reis á fætur og leit út um
glugga, o gsvaraði þega rog stundi við:
“Víst er þetta her manns, herra — fjand-
menn vorir, og að yður stefna legíónir þess-
ar.’’
“Inprinis,’’ sagði hinn lærði ábóti, góð-
kunningi vor, “þar hygg eg að þú, sonur sæh,
eigir við hinn illa jarl og syni hans.”
Konungi brá. “Koma þeir,’’ sagði hann.
“með svo miklu liði? Virðist þetta fremur
benda til ofmetnaðar en hollustu; hégómlegt
— mjög hégómlegt.”
“Æ, herra,’’ sagði einn í hópnum, “eg ótt-
ast að þessir Belíalssynir séu hingað komnir
til þess að vinna os3 tjón; voldugur er armur
beiðingjanna, og —’’
“Óttist eigi,’’ sagði Játvarður með mildi-
Iegri tign, er hann sá að gæðingum sínum brá
mjög vá fyrir grön og skiftu margir litum.Tín
þótt hann væri sjálfur oft svo veikgeðja, að
barnaskap gekk næst, og ráð hans jafnan
mjög á reiki, þá var hann þó svo konunglega
boririn. að aldrei fann hann til ótta um líkam-
lega hættu. “Óttist eigi minna vegna, feður
góðir, því svo lítilmótlegur sem eg er, þá er
eg þó sterkur í trú minni á Paradís og alla
heilaga.”
Klerkar gutu hornaugum á milli sín í
laumi og skömmustulegir á svip, því ekki
höfðu þeir endilega mest um konunginn ótt-
ast.
Þá tók til máls Alráður, prelátinn góði og
friðsemjarinn mikli — eina og fegursta stoð
og stytta hinnar saxnesku kirkju. “Illa situr
á. yður, bræður, að færa svo á versta veg fyrir-
ætlanir þeirra, er hingað koma til þess að aug-
sýna hollustu konungi vorum, því á þessum
tímum ætti oss að vera hvað mestur aufúsu-
gestur sá höfðingi, er mestu liði og fríðustu
drottinhollra manna stýrir að konungsgarði.’’
“Með leyfi þínu, bróðir Alráður,” sagði
Stígandi, er of mikið hafði auðgast á yfir-
gangi og spillingu kirkjunnar, til þess að hon-
um væri bugleikinn málstaður Guðina, þótt
hann fyrir hagsmuna sakir hefði beðið konung
þess, að setja sig ekki á móti heimkomu Guð-
Ina úr útlegðinni. “Með þínu leyfi, bróðir Al-
ráður, jafnmargir gráðugir kjaftar munu þar
vera drottinholium hjörtum, og nú er fjárhirzla
kowungs því nær tæmd, við það fæða þessa ó-
velkomnu og hungruðu gesti. Ef eg dirfðist
ráð að leggja yður, herra konungur, þá myndi
svo um mæla, að þér reynduð að leika á
þenna slægvitra og drambsama jarl. Hann vill
helzt að konungur efni til mikillar veizlu fyrir
alxnenning, svo að hann megi ögra honum og
heflagri kirkju með ofurefli liðs síns.”
"‘Eg skil þig, faðir góður,” sagði Játvarð.
wr, snarráður venju fremur, “eg skil þig og
tel ráð þitt hið vænlegasta. Þessi ofmetnað-
arfiaffi jarl skal ekki eiga því að fagna, svo
nýlega úr útlegð kominn, að hann nái að
storka konungi sínum með drambi sínu yfir
veraldlegu ríkilæti. Heilsa vor er oss afsökun
næg til þess að vér tökum ekki þátt í veizlunni,
enda er það sannast að segja, að vér furðum
oss stórlega á því, að mönnum skuii þyhja
ástæða til þess að hafa veizlur stórar um sjálfa
páskahátíðina. Skal því Húgólin, féhirðir
minn, tilkynna jarlinum, að í dag munum vér
fastn til sólarlags, og þá einungis leggja oss
til munns óbrotna fæðu, svo sem egg, brauð
og Gsk, og þannig halda himum gamla Adam í
skefjum. Bið hann og syni hans að ganga á
vorn fund — þeir einir skulu vera gestir
vorir.” Að þessu mæltu hallaði Jávarður sér
aftur I sætið og gaf frá sér hljóð, er líktist
efnhverskonar hlátri, hálfkæfðum og kreist-
ingáegum. Klerkar fóru að dæmi hans, og
hló’gn dátt, en Húgólín gekk út úr herberginu,
heldur ánægður en hitt, að þurfa ekki að taka
þátt í veizlu, þar sem- ekkert var á boðstólum
annað en egg, brauð og fiskur.
Alráður varp mæðilega öndinni og sagði:
Nægur heiður er þetta jarli og sonum hans, en
mjög munu hinir aðrir jarlar og þegnar, sakna
konungs við veizluhöldin, er þeir vildu sitja
honum tll heiðurs og—
“Eg hefi talað,’’ sagði Játvarður þurlega,
og setti upp þreytusvip.'
“Og,” sagði klerkur einn illgirnislega,
“nokkur auðmýking er þetta að minnsta
kosti hinum ungu jörlum, því eigi sitja þeir
hér til borðs með föður sínum og konunginum,
eins og þeir mundu gera í höllinni, heldiur
verða þeir að þjóna konungi til borðs sem
skutilsveinar hans.”
“Inprinis,” sagði hinn lærði ábóti, “það
verður eklti óskemtilegt, og það vildi eg sjá;
en Guðini þessi er maður lævís og slægvitur.
og ættuð þér herra, að varast forlög Elfráðs
bróður yðar, þess er myrtur var.”
Konungur hrökk við, og setti hönd fyrir
augu sér.
“Furðu djarfur ert þú, ábóti frá Fat-
chere,” hrópaði Alráður stórhneykslaður.
“Hvernig dirfist þú að ýfa svo gömul sár, án
þess að geta grætt afbur, og vekja máls á
gömlum rógi, er þú eigi getur fært sönnur á?”
“Engar sönnur?” sagði Játvarður hásri
röddiu. “Sá sem myrt getur, mundi einnig
fúslega meinsæri fremja! Engar sönnur fyrir
mönnum, en gekk hann nokkru sinni lundir
Guðs dóm? Eigi gekk hann á glóandi plóg-
járnum, eða bar hann nokkru sinni járn? —
Sannlega, sannlega gerðir þú illa, að nefna
Elfráð bróður minn! Eg mun sjá augnatættur
hans, tómar og blóðugar, í andliti Guðina í
dag.”
Konungur reis á fætur í mikilli geðs-
hræringu, og er hann hafði nokkrum sinnum
gengið fram og aftur, herbergið á enda, án
þess að taka eftir þögn klerkanna og óttasleg-
nu augnaráði, gerði hann þeim bendingu með
hendi sinni að fara. Allir hlýddu af bragði,
nema Alráöur; hann beið, unz hinir vonu farn-
ir. Þá gekk hann til konungs, virðulega, en
með djúpum meðaumkvunarsvip. •
! “Hrind á braut úr huga yðar, hdtra, öllum
óviðurkvæmilegum hugsunum, er kunna að
gera öðrum rangt til! Allt það, er menn gátu
bezt vitað um sekt Guðina eða sakleysi—grun-
semd múgsins — sýki^n jafningja hans, viss-
uð þér, áður en þér leituðuð hjálpár hans til
þess að ná konungdómi, og dóttur hans tókuð
þér yður fyrir konu. Um seinan er nú að
gruna hann, bíðið þér með efasemdir yðar þess
dags, er nú er ekki langt undan landi og nálg-
ast óðum öldungihn, föður drottningar yðar.”
“Ha!” hrópaði konungur, er eigi virtist
heyra hvað biskup sagði, eða þá viljandi mis-
skilja orð hans. “Ha!” láta Guð um refsing-
una, — það mun eg víst gera!”
Hann sneri sér óþolinmóðlega á hæli, og
biskup gekk nauðugur út.
IV. KAPÍTULI
Tosti varð stórreiður við skilaboðin frá
konungi, og er Haraldur reyndi að sefa hann,
fylltist hann slíkri heiftarbræði, að hann varð
ekki stilltur fyr en faðir hans bauð honum
með köldum þjósti á sér að sitja, því slíku boði
fylgdi það vald, er engir eiga yfir að ráða aðrir
en þeir, er mjög hafa tamið ástríður sínar.
Hélt Tosti þá friðinn, en var þó þrútinn af
bræði. En ávítur þær, er Tosti fékk hjá
Haraldi voru þó hinum aldna jarli mikið á-
öyggjuefni, og var hann hryggur á svip og
þungbúinn, er hann gekk til hallar konungs.
Hann hafði þar skamma stund dvalið, er
Húgólín gekk fyrir konung, og vísaði veg til
borðs. Hafði frekar stutt orðið um kveðjur
með þeim koniungi og jarli.
Undir, tjaldhimninum yfir hásætinu voru
einungis tvö sæti sett, fyrir konung og tengda-
föður hans, en á bak við þá stóðu fjórir synir
jarls: Haraldur, Tosti, Hlöðvir og Gyrðir. Var
þetta forn siður tevtónskra konunga, og höfðu
Normannar aðeins hert á siðareglum ætt-
feðranna, þótt miklum mun væri meira í þá
borið, að æskan skyldl ellinni þjóna, og ráð-
gjafar ríkisins þeim, er þeir höfðu kosið til
foringja í friði og stríði.
Jarli hafði verið hin mesta skapraun að
deilu sona sinna, og espaðist nú enn meira
við kalt viðmót konungs, því það er hverjum
manni eðlilegt, hversu heimssinnaður sem
hann kann að vera, að finna til hollustu gagn-
vart þeim manni, ér hann hefir þjónað, og
vissulega hafði Guðini komið Játvarði til há-
sætis, og þrátt fyrir það, að hann kom sér
í sátt við konung aftur með valdi, þótt að vísu
gengi það af orustalaust, þá gat þó enginn
með sanni sagt, munkur eða Normanni, að
hann hefði nokkru sinni látið skorta á að auð-
sýna konungi fyllstu lotningu. Og þrátt fyrir
það að vald Guðina var meira en nokknum
konungsþegni hæfði með réttu, þá finnst þó
enginn sagnritari, er staðhæfa vildi, að ekki
hefði verið heillavænlegra fjnnr England, ef
konungur hefði haft Guðina meir í metum en
minna munka og Normanna.
Guðini sat því þarna í sárum og horfði
hryggum, en þó dulum, augum á hið kulda-
lega andlit Játvarðar.
Og Haraldur, er allra manna var ætt-
ræknastur, en sem þó virti föður sinn mest
allra manna, sá að hann var litverpur mjög.
En hinn ágæti hirðmaöur reyndi þó að hrista
af sér amann, brosa og gamna sér.
Komungur lét sig bros og gaman engu
skifta, en sneri sér við og bað um vín. Harald-
ur vildi til ganga með bikarinn, og hrasaði
öðrum fæti, en kom þó hinum jafnskjótt fyrir
“PENINGANA TIL BAKA”
Skilyrðislaus ábyrgð í hverjum poka.
RobinHood
sig. Tosti hló spottslega að
því hve ófimlega Haraldi
fórst.
Hinn aldni jarl sá bæði
er Haraldur lirasaði og Tosti
hló; vildi hann gjarna gefa
báðum sonum sínum nokkra
áminningu, og sagði, um leið
og hann hló glaðlega: ‘Sjá þú
Haraldur, hversu hinn vinst-
ri fóturinn veitir hinum hæg-
ri! þannig á jafnan annar
bróðirinn áð veita hinum?”
Játvarður konungur leit
upp skyndilega.
“Og þannig, Guðini,
hefði einnig Elfráður bróðir
minn veitt mér, ef hann hefðt
mátt þín vegna.”
Guðini, er nú þoldi varla
lengur mátið, horfði eitt
augnatílik á konung; hann
var rauður sem blóð á að líta,
og augun blóðhlaupin.
“Ó, Játvarður!” hrópaði
hann, “harðlega og óvin-
gjamlega mælir þú til mín
um Elfráð bróður þinn, og
oft hefir þú þannig látið á
þér skilja, að eg myndi vald-
ur að aauða hans.”
Konungur svaraði ekki.
“Megi mér þá svelgjast
á til bana af þessum brauð-
mola,” sagði jarlinn í mikilli
geðshræringu, “ef eg er sek-
ur um blóð bróður þíns!”-2)
En varla hefði hann snert brauðmolann
með vörum sínum, er það skeði, er útlit hans
hafði til bent. Hann hneig til jarðar, undir
borðið, mikið fall og þungt, lostinn slagi.
Haraldur og Gyrðir hlupu til, og hófu
föður sinn upp af gólfinu. Andlit hans, er enn
var blóðrautt, með purpuralitum rákum.
hvíldi við brjóst Haraldi, og hann mælti í
angist til föður síns. En hann heyrði ekki.
Þá sagði konungur, um leið og hann reis
á fætur:-
“Þetta er Guðs hönd: berið hann í burtu!”
og gekk út úr herberginu, sigri hrósandi.
V. KAPíTULI
í fimm sólarhringa lá Guðini mállaus, og
Haraldur vakti yfir honum nótit og dag. Og
læknamir vildu ekki taka honum blóð, af því
að illa stóð á árstíðum, og flóði og fjöru, og
tungl var nýtt. En þeir höðuðu gagnauga
hans með hveitimjöli, sioðnu í mjólk, sam-
kvæmt vitran, er engill hafði í draumi gefið
öðrum sjúklingi, og settu blýþynnu með fimm j
krossum á brjóst honum, og lásu faðirvor yfir |
hverjum krossi, og reyndu ýmis önnur læknis-
meðul við hann, er þá voru í mestu áliti.
En þrátt fyrir það lá Giuðini mállaus í fimm
daga og fimm nætur, og læknarnir óttuðust,
að öll mannleg vísindi kæmu fyrir ekkert.
Áhrif þau, er þetta hafði á liirðina, og þá
fullt eins mikið tildröigin að slaginu eins og
áfallið sjálft, verður ekki með orðum lýst. j
Hinir gömlu vinir og liðsmenn Guðina voru j
lostnir einlægum og sárum harmi, en allir þeir,
er klerkarnir höfðu eitthvert tangarhald á,
álitu þetta gagngerða rafsingu af himni senda.
Ummæli þau, er konungur hafði á uudan
veizlunni haft, við munka sína, flugu mann frá
manni, og fylgdu þeim æ meiri ýkjur. Var
hjátrú þeirra tíma þetta því afsakanlegra.
sem ummæli Giuðina gengu næst því að vera
ögrun gegn einni hinni merkustu skírslu, er
menn þá gátu gengið undir, þar sem brauð-
moli var gefinn sakborningi, Ef hann gleypti
molann sem auðveldlegast, var hann saklaus;
ef í honum stóð, eða hann kafnaði, já, ef hann
aðeins fölnaði eða titraði, var hann sekur.
Guðini virtist með orðum sínum hafa kallað
yfir sig þessa skírslu; Drottinn hafði heyrf
hann, og lostið tafarlaust meinsærismanninn'
Sem betur fór, vissi Haraldur ekkert um
þessar tilraunir til þess að sverta nafn föður
síns, er lá dauðvona. Undir morgunn hinn
fimmta sólarhring, þótti honum, sem hann
heyrði hreyfingu til föður síns. Hann dró tjald-
ið frá lokrekkjunni og laut yfir hann. Augu
jarls voru þá opin, og roðinn var horfinn af
andliti hans, svo að nú var hann fölur sem
nár.
“Hvernig líður þór, kæri faðir?” sagði
Haraldur.
Guðini brosti við honum innilega, og
reyndi að mæla, en kom ekki upp nema
hryglustunu. Hann reisti sig þó með hinum
mestu erfiðsmunum, og þrýsti innilega hönd-
ina, er hélt hans, hallaði höfðinu á brjóst
Haraldi og gaf iupp andann.
Þegar Haraldur varð þess loks var, að
allt var um garð gengið, lagði hann blíðlega
hið hæruskotna höfuð aftur á svæfilinn, lokaði
augunum, mynntist við hann, og féll síðan á
kné og baðst fyrir. Síðan settist hann nókkuð
þar frá, og huldi andlitið í skikkjulafi síojui.
í þenna mund kom Gyrðir, er mest hafði
skifst til þess að vaka með Haraldi, — því
2) Sannsögulegt. — Höf.
Tosti, er séð hafði fyrir úrslitin, lét sér annt
um það eiitt, að ganga í liðsbón til jarla og
þegna, til þess að tryggja sér riki það, er laust
varð eftir föður hans, og Hlöðver hafði daginn
áður farið til Lundúna til þess að sækja móður
sína, er nú var búist við á hverri stundu
kom Gyrðir, segi eg, hljóðlega inn í herbergiö.
og þóttist vita dauða föður síns, er hann sá
Harald í þessum stellingum. Hann gekk að
borðinu, tók lampann og horfði lengi á ásjónu
föður síns. Hið dularfulla bros, er lék um
varir hins framliðna og jafnt getur bent th
sektar og sýknu, var nú stirðnað, og sú breyt-
ing, er engu síður er dularfull, er breytir elli
í æsku, þegar hrukkurnar hverfa og andlits-
drættirnir verða aftur-sléttir og skýrir eins og
áliyggjur margra áratuga hefðu verið af þeini
stroknar, var þegar farin að gera vart við sig-
Svo var sem hinn aldraði jarl hvíldi þarna í
blóma æsku sinnar. Gyrðir mynntist við
föðuir sinn, eins og Hraldur hafði gert áður,
og tók sér síðan sæti við fætur bróður síns,
og hallaði höfðinu í kné hans. Ekki inælti
hann heldur fyr engeigur var kominn að hon-
um af hinni löngu þögn Haraldar. Þá dró hann
blíðlega skikkjuna frá andliti bróður síns, og
sá að höfug tár runniu niður kinnar Haraldar.
“Lát huggast bróðir," sagði Gyrðir, “faðir
okkar hefir getið sér ágætan orðstír, og hani-
ingja hans var mikil meðan hann lifði, og aldur
hans orðinn hærri en sálmaskáldið ætlar
manninum. Kom þú, og lít ásjónu hans,
Haraldur, mun ró hennar verða þér til hugaJ-
léttis.”
Haraldur hlýddi eins og barn, sem leitt
er, en er hann nálgaðist sængina, kom hann
auga á kistil þann, er Hildur hafði eftir skilið,
og var sem kaldur straumur færi um æðar
j lians.
“Gyrðir,” sagði 'hann “er þetta ekkj
I morgunn hins sjötta dags frá því að við koni-
um til hirðar konungs?”
“Þetta er morgunn hins sjötta dags."
Þá tók Haraldur fram lykil þann, er Hild'
ur hafði fengið honum, og lauk upp kistlinum-
Sá hann þar líkklæði hvít, og bókfell hjá.
Hann tók bókfellið, fletti því í sundur, og 1&S
við ljós lampans, er blandaðist við dagrenn-
inguna, þessi orð:
“Heill þér, Haraldur, erfingi Guðina hins
mikla og Gyðu hinnar konungbomu! ÞU
hefir farið að orðum Hildar, og veizt nú, að
augu hennar eru skygn á framtíðina og að
varir liennar mæla hinum dularfullu orðuW
sannleikans. Laðaðu hjarta þitt að völvunni,
og trúðu ekki á þann vísdóm einan, er ekki sér,
nema um hábjartan dag1. Kunnátta völvunnar
er sem hreysti hermannsins og drápur skáld-
sins. Hún er ekki líkamlegs eðlis, heldur sál,
búandi í sál; hún stjórnar viðburðum og
mönnum, eins og hreystin — hún líkamnar
loftið, "eins og skáldskapurinn. Laðaðu hjarta
þitt að völvunni. Blóm gróa á gröfum dauðra
manna. Og hinn mngi teinungur lyftir liml
sínu hátt, þegar konungur skógarins er að
velli hníginn!"
VI KAPÍTULI
Um sólarupprás var troðningur í stigum
og göngum; fjöldi manna, er forvitnast vildi
um sjúkdóm jarls. Dymar stóðu opnar á gátt,
og Gyrðir leiddi menn inn, til þess að líta í
síðasta sinni hetjuna úr ótal herferðum og
ráðstefnum, er með mannviti og harðri hendi
hafði aftur hafið ættlegg Siðreks í saxneska
hásætið. Við höfðalagið stóð Haraldur þög'