Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 1

Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 1
!• AuKablað Títi alda minning ^eítttékrtngla XLIV. árgangur. WINNIPEXj, MIÐVIKUDAGINN, 11. JÚNl, 1930. NÚMER 37 Fyrirbæn. Fimtudaginn 26. júní næstkom- andi, verður guðsþjónusta sett í Al- mannagjá norðan við öxarárfoss. Með þeirri athöfn hefst þjóðhátíð sú, sem nú hefir verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið, og hugir lands- manna allra hafa dvalið við með meiri eða minni tilhlökkun og gleði. Einhver andríkur kennimaður þjóð- arinnar stígur þar upp i ræðustól úr hraungrýti, sem er fágaður og til- högginn ' af náttúrunni, og vígður í vötnum og veðrum óteljandi alda. Umhverfis þenna klettastól er stand- andi rúm fyrir þrjátíu þúsundir manna. Eins og allsherjargoði til forna helgaði Þingvöll og hét á all- ar helgar vættir landsins til friðar og drengskapar og dáða, þannig mun þessi allsherjargoði, sem vafalaust verður einnig af ætt Ingólfs land- námsmanns, því að það eru allir Is- lendingar nú orðið, bera fram fyrir föður aldanna, fyrir ‘‘guð vors lands” máttugra og vonglaðara bænarmál, en líklegast hefir nokkru sinni hljóm- að frá þessum fornhelga stað, síðan klukknahringing hins nýja siðar var leidd í lög. Fyrir 56 árum, rétt í ljósaskiftunum milli gamallar og nýrrar aldar, var hér á þessum slóð- um sunginn lofsöngur Matthíasar, í brennandi andvörpum, titrandi af trega og harmi liðinna þjáninga og kúgunar: ‘‘Islands þúsund ár, voru morgunsins húmköldu hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól.” Og þar kenndi ennþá kvíðans og ör- væntingarinnar. Þrátt fyrir hátíðar- fögnuðinn, sem vissulega var þó einn- ig mikill þá, var ekki unnt að velta algerlega af huganum martröðinni, sem hvilt hafði yfir þjóðlífinu í marg- ar aldir: vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá; ó, vert þú hvern morgun vort ljúf- asta líf, vor leiðtogi í daganna þraut.” o.s.frv. Nú hljóma héðan Daviðssálmar hinir nýju með vonglaðari hreim og mýkri og léttari blæ, þótt ef til vill nái þeir ekki hinum brennandi fjálg- leik Matthíasar. En auðheyrt er að þar talar sál, sem vaxin er upp við betri lifsskilyrði og bjartari vonir. Skuggi og skýjasorti hörmunganna er liðinn hjá og heiður dagur á himni: ...Allt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm, þótt enginn skynji né skilji þinn skapandi leyndardóm. Við altari kristinnar kirkju, við blótstall hins heiðna hofs er elskað, óskað og sungið 'þér einum til lofs. Hver bæn er bergmál af einni tilfinning og trú. Allt lofsyngur lífið og lífið ert þú, mikli, eilífi andi, sem í öllu allstaðar býrð. Þinn er mátturinn, þitt er ríkið, . þín er öll himinsins dýrð.” I íslenzkri vormorgundýrðinni verða bænirnar fyrir hamingju Islands máttugar eins og hljómgrunnurinn, sem þær hefjast af. Börn landsins sameinast í einni ‘‘tilfinning og trú”, trúnni á framtíðina. Genglð til Lögbergs. Von bráðar safnast allur þingheim- ur saman á flötunum suður af Gróðr- arstöðinni og gengur í fylkingu til Lögbergs. Hvert hérað hefir sinn fána, og skipast landsmenn þannig í flokka, að hver fylgir sem fastast sínu merki. Um eiginlega skrúð- göngu getur ekki orðið að ræða, sök- um þess að til þess mundi ganga allt of mikill tími og fyrirhöfn. Þó stjórn- ar hundrað manna lögreglusveit göngunni. Lögberg það, sem nú verður gengið til er ekki hraunspöng- in milli Nikulásargjár og Flosagjár, sem hefir lengi nefnst því nafni, held- ur hæð nokkur eða klettur á vestara barmi Almannagjár, þaðan sem vel er hljóðbært um gjána. Hefir Egg- ert Briem fært mörg og sterk rök fyrir þvi, að þar muni vera Lögberg 330 1330 ÞINGVELLIR (Fyrir miðju hraunriminn, er kallaður var Lögberg, milli Flosa- og Nikulásargjár, og Hengillinn í baksýn.) hið forna. Hafi almenningur þá safn- ast þar í gjána, til að hlýða á lög- sögu og lýsing nýmæla, og muni gjá- in bera af því, nafn sitt. Er þar skýlt og gott að vera. Undir “lög- berginu” er pallur fyrir þingmenn. Þar skamt frá verður skáli eða tjald fyrir hljómsveit og söngmenn. Hátiðin sett. Klukkan 10.30 verður hátíðin sett. Þingvallakórið syngur “ó, guð vors lands”. Forsætisráðherra setur há- tíðina, og siðan verður fyrri hlutinn af hátíðaljóðum Davíðs Stefánsson- ar sunginn, með lögum Páls Isólfs- sonar. Kvæðið Davíðs er í þrettán þáttum, og sumt mælt fram en ekki sungið. AUt er kvæðið fallega ort, en misjafnlega tilþrifamikið. Víða mun það þó snerta hugi manna með undursamlegum nið fegurðarinnar, eins og skáldgáfan ein getur gert, þar sem hátíðarhelgin og staðarhelg- in hafa samstillt hugina til næmará ímyndunarafls:. “Sjá, liðnar aldir líða hjá og Ijóma slá á vellina við öxará, á hamraþil, á gjár og gil. Hér hefir steinninn mannamál, og moldin sál.” o.s.frv. Naumast er hægt að komast feg- urr að orði. Hátíðaljóðin hefjast með Alþingis- helgun í fornum anda: “Helgi lýsi eg í heyranda hljóði, lýsi þjóðhátið á Þingvöllum, lýsi friði og fullum griðum, lýsi löghelgi yfir land allt.” Svo kemur bænin fagra eða lof- söngurinn, sem í upphafi getur, því næst er minnst landnemanna, er stýrðu eftir stjarnanna skini og hlutu stormana, að vöggugjöf —

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.