Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 2

Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 2
26. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JírNI, 1930. BREWED BY PELISSIERS LIHITED. WINNIPEC INCORPORATED 19» 5000 Islendingar í Vesturheimi. Ef gert er ráð fyrir, að 6 hafi í hverri fjölskyldu verið, sem ekki munu vera neinar öfgar, að verið hafi, því margt fullorðið fólk var oft í einni og sömu fjölskyldu, verða hér innan við 900 íslenzk heimili alls. Og sé nú þess- um lausareikningi haldið áfram og gert sé ráð fyrir að íslenzkt blað eigi innkvæmt á 600 heimili af þeim, var kaupendavon Heimskringlu, þegar hún var stofnuð, um það einn fimti af kaupendatölu hennar nú. Er þetta góð bending í þá átt, hvað stofnend- ur Heimskringlu færðust i fang. Söfnuðir voru hér nokkrir stofnaðir og starfandi um það leyti, og máttu þeir heita það eina, er einhverju sam- bandi hélt milli Islendinga. En eins og gefur að skilja, nægði það eitt ekki, því safnaðarlífið gat ekki orð- ið sá almenni tengiþráður, er þurfti með til þess að mynda óslitið íslenzkt þjóðlíf hér. Var tvisvar áður reynt til að bæta úr þessu með útgáfu blaða, en hvorugt þeirra, (Framfari 1877—1880, og Leifur 1883—6) átti langa naldur. Það sem innflytjend- umir urðu fyrst og fremst að sinna, var að afla sér viðurværis, og af því að allt var svo erfitt er að því laut á þessum árum, þa rsem viðskifti og samgöngur voru þá engar eða illar, urðu flestir nauðugir viljugir að láta allt annað, allan stuðning til menn- ingarstarfsemi, að sitja á hakanum. Stofnim Heimskringlu. Þannig var nú um að litast hér, er Heimskringla hóf göngu sina. Stofn- endur hennar voru þrír menn, er allir eru nú að meira eða minna leyti kunn- ir Islendingum bæði austan hafs og vestan. Frumkvöðul fyrirtækisins má þó telja Frfmann B. Anderson, son Bjama Arngrímssonar á Vöglum. — Kom Frímann árið 1884 til Winnipeg. Aður hafði hann dvalið í Toronto við nám. Sumarið 1885 tók hann próf (B. A. menntastigiðj frá Manitoba- háskólanum, og mun hann vera fyrsti Islendin^urinn er hér gekk mennta- veginn. Hafði hann brennandi áhuga fyrir mentnamálum, og mun manna fyrstur hafa vakið máls á stofnun almenns íslenzks unglingaskóla fyrir þá, er menntaveginn ætluðu að ganga, nokkurskonar menntaskóla. Einnig stofnaði hann, 1888, Hið íslenzka þjóðmenningarfélag hér. Bækling skrifaði hann fyrir Canadastjómina, er átti að koma út á ýmsum tungu- málum með upplýsingum um ónum- in lönd fyrir væntanlega innflytj- endur, og fékk fé nokkurt fyrir það starf. Fyrir það fé keypti hann prentáhöld til þess að prenta með Heimskringlu, er hann var þá ákveð- inn í að gefa út, því áhugi hans var óbilandi fyrir öllu, er Islendingum horfði til menntunar og framfara. Til liðveizlu við sig við stofnun blaðs- ins fékk hann aðra tvo menn. Var annar þeirra hið þjóðkunna sagna- skáld, ljóðskáld og rithöfundur, Ein- ar Hjörleifsson Kvaran. Kom hann vestur sumarið 1885 frá Kaupmanna- höfn, en dvaldi fyrst nokkra mánuði i Minneapolis. Til Winnipeg kom hann ekki fyr en undir jól það sama ár. Fyrirlestra flutti hann þann vet- ur í Winipeg um íslenzkan skáld- skap, af þeirri list frásagnar, er hon- um lætur flestum Islendingum bet- % ur. Hinn maðurinn var Eggert Jó- hannsson, er' um tima annaðist að mestu ritstjórn “Leifs”. Kom hann vestur árið 1876 frá Steinsstöðum í Skagafirði með foreldrum sínum. Var hann maður vel gefinn, lipur og gætinn og miklum bókmenntahæfi- leikum gæddur. Þetta voru nú mennimir, er Heims • kringlu hleyptu af stokkunum. Fyrsta blað Heimskringlu kemur út 9. september 1886. Sem Vænta má, undir ritstjórn þessara þriggja manna, er allir höfðu glögg- an skilning á því, sem hér þurfti að gera í menningárlegu tilliti, er blað- ið bæði fjölbreytt og veigamikið að innihaldi. Ber það að öllu leyti af blöðum þeim er hér höfðu áður ver- ið gefin út. Fyrst í ritstjómardálki blaðsins er kvæði eftir Einar H. Kvaran, og er þetta fyrsta erindið í því: Það er svo margt hér, svo ótal margt að, þó alhnargt sé betra en fyr var það, og margur sé maðurinn glaður, þá vantar oss mikið — ein ósköp — enn, ef við eigum að verða göfugir menn. Það sér þó hver heilvita maður. I þessu tölublaði byrjar einnig frumsamin saga eftir sama höfund, er nefnist: "Félagsskapurinn í Þor- brandsstaðahreppi”. Hefir sú saga hlotið að vekja eftirtekt lesendanna á skoðunum lslendinga á félagslífi og samtökum til framkvæmda þeim málum, er til heilla horfðu. Mun sagan hafa reynst orð í tíma talað. Ein ritgerðin í þessu blaði bendir einnig mjög vel á, hvaða mál það séu, sem Islendinga hér varði. Aðrar greinir eru um atvinnumál, verzlun- armál, bókmenntir o. fl. Þá er og viðtækt yfirlit yfir innlendar og út- lendar fréttir. Kvæði er þar eftir Frímann B. Anderson um Vínland, er endar með þessum kröftugu hvatn- ingarorðum: “Fram til sennu frelsis vinir, Framsókn nýja skulum heyja.” I ávarpi til lesendanna, er birt er á fjórðu síðu þessa tölublaðs, stendur, að útgefendunum sé annt um, að blaðið sé vandað og á alþýðlegu máli skrifað, og öll þau mál, er Is- lendinga hér varði, láti það sig miklu skifta. Segir þar ennfremur, að blaðið verði alls enginn “Vesturfar- ar agent”, en tali um útflutninga frá Islandi, og innflutninga hingað í land, sem hvert annað mál. Um sex mánaða tima hafði ekkert íslenzkt vikublað verið gefið út hér vestra. Má nærri geta að menn hafi verið farið að lengja eftir einhverj- um fréttum af samlöndum sinum, og að hið fyrsta blað Heimskringlu, eins efnisríkt og það var, hafi verið kærkominn gestur á íslenzkum heimilum hér. * * • I umsjá þessara þriggja manna koma út 14 tölublöð, og stendur blað- ið vel við “prógram” sitt, að því er efni og frágang snertir. Og til þess að gera Islendingum sem ljósasta afstöðu þeirra í þessu landi, er nú tekið að ræða og rita um þjóðrækn- ismálið frá öllum hliðum. I fimta toiubiaoinu er langur fyrirlestur birt- ur eftir Frímann B. Anderson, og lýkur honum með þessari ósviknu þjóðræknishvatningu: Islenzkt vort einkenni sé, verum íslenzkar hetjur í stríði. En þó að þessu væri nú öllu með fögnuði tekið af lesendunum, fór nú samt með útkomu 14. tölublaðsins að vandast málið fyrir útgefendun- um. Á þeim 14 vikum, er blaðið hafði verið gefið út, nam kostnaður- inn $850, en tekjurnar voru ekki nema $350. Verður nú dráttur á út- komu blaðsins, frá 9. des. 1886 til 7 april 1887, að 15. tölublaðið kemur út. Er þá Einar H. Kvaran hættur við meðritstjórn blaðsins. Skýrir Frímann B. Anderson frá drættinum á útkomunni og segir, sem satt var, að efnaskorti hafi verið um að kenna. Segist hann hafa afhent prentsmiðj- una um tíma samverkamönnum sín- um og verði þeir útgefendur blaðs- ins. Eini vegurinn sé að losa sig úr skuldunum og byrja svo á ný. Og til þess selur hann Eggert Jóhanns- syni, J. V. Dalmann og Þorsteini Pét- urssyni, eins og launum þeirra nem- ur, prentsmiðjuna, ásamt Eyjólfi Eyj- ólfssyni, er hann telur manna bezt hafa stutt fyrirtækið. Gerir hann og ráð fyrir að leysa inn prentsmiðj- pna síðar. örvæntir hann ekki um þetta fyrirtæki sitt, þó fátæktin hafi þannig þrengt að því. Segist hann treysta því, að stefnu þeirri, er blað- ið hafi fylgt, verði haldið áfram af drenglyndum og dugahdi mönnum. Crtgáfa blaðs sé sú eina íslenzka menntastofnun önnur en kirkjan, sem Islendingar hér í álfu séu megn- ugir að viðhalda. Lofuðu þessir nýju útgefendur blaðsins að halda því úti til loka ársins 1887, á hverju sem gengi, og efndu þeir það. Var Egg- ert Jóhannsson ritstjórinn. En með síðasta (52.) tölublaði fyrsta ár- gangsins, kaupir Frímann B. Ander- son blaðið aftur og tekur þá við rit- stjórn þess, en meðritstjóri hans er ennþá Eggert Jóhannsáon. The House of Banfield is fully equipped to take care of your every need in Home Furnishings. JABanfield 492 MAIN STREET PHONE 86 667 Þannig lýkur þá sögu Heimskringlu fyrsta árið. Þó ekki sé kostur’á að skýra erfiðleikana, er útgefendurnir urðu við að stríða, er það nokkurn- veginn ljóst, hvað þeir hafa orðið á sig að leggja. Heimskringla var þá stærsta íslenzka blaðið, er reynt hafði verið að halda hér úti, en var þó ekki dýrari en þau vikublöð, er áður höfðu verið hér og seld voru á sama verði, $2.00 um árjð. Nákvæmlega var stærðin 4 blaðsíður og hver síða 5 dálkar á breidd og um 18 þumlung- ar á hæð. En um það að árinu lýkur, hefir verið sigrast á erfiðleikunum. Mun engum hafa verið það meira fagnað- arefni, að blaðið losaðist úr skuld- unum og gat staðið í skilum við á- skrifendur sína, en hinum tiltölulega unga stofnanda þess, Frímann B. Anderson, er síðasta eyririnn af fyrstu vinnulaunum sínum, er nokkru námu, lagði í blaðafyrirtækið vegna hans einstaka áhuga fyrir viðhaldi íslenzkrar menningar. Skrifstofa og prentsmiðja blaðsins var fyrstu 14 vikurnar af árinu að 35—37 King stræti í Winnipeg, þar sem hin svonefnda “Olafsson Block” var síðar reist, en frá útkomu 15. tölublaðsins, er hinir nýju útgefend- ur tóku við og mynduðu “The Heims- kringla Printing Co.”, var bækistöð- in að 16 James stræti til ársloka 1887. Annað ár HcimsUringlu. Fyrsta blað annars árgangs Heims- kringlu er að ýmsu leyti eftirtektar- vert og merkilegt. Fyrst og fremst er það 12 blaðsíður að stærð. Eru 4 fyrstu síðurnar myndablað, og eru myndirnar af canadiskum, brezkum og evrópískum stórmennum, stjórn- málamönnum og þjóðstjórum, og svo nokkrar myndir af stöðum í .Canada, t. d. Winnipeg 1887, bændabýlum o. s. frv. En það sem sérstaklega má einkennilegt heita við þetta tölublað, er að það er skrifað á 7 tungumál- um, íslenzku, dönsku, sænsku, þýzku, hollenzku, ensku frönsku. Á ís- lenzku eru þjóðsöngvarnir íslenzku: “Eldgamla Isafold” og “ó guð vors lands”, og fyrsta erindi síðara kvæð- isins þýtt á ensku af E. Magnússyni. Einnig er þar grein um Canadaveldi, skipuleg lýsing á landi og lifnaðar- háttum. Greinirnar á útlendu mál- unum eru um sama efni, og fylgja þjóðsöngvar hverrar þjóðar um sig hverri útlendu greininni. Ekki er um það getið, hver allar þessar framandi tungur hafi skrifað, en sagt hefir oss verið, að ritstjórinn, Frímann B. Anderson, muni einn hafa um frá- ganginn á þeim séð. Að öðru leyti heldur blaðið áfram í sama formi og áður, bæði að frágangi, stærð og efni. En 15. nóvember þetta ár (1888) selur Frímann blaðið aftur sín- um fyrri samverkamönnum Fer hann nokkru seinna alfarinn frá Winnipeg, fyrst til Boston og stundar þa^rafmagnsfræði, síðan til Islands, þá til Frakklands og er þar nokkur ár, en hverfur svo aftur heim og hefir dvalið á Akureyri síð- ustu árin og gefið þar út tímaritið “Fylkir” Mun Heimskringla minn- ast hans með þakklæti meðan hún er við líði. En blaðið ritar nú Eggert Jóhanns- son einn upp að árinu 1890, eða til loka 3. árgansins. Um þetta leyti gerðust nokkrir menn í Norður Da- kota meðeigendur Heimskringlu og mun hafa komið til orða að flytja prentsmiðjuna suður og gefa blaðið þar út En ekki varð þó af því. Mason & Risch HENRY HERBERT STEINBACH PIANOS Victor Radio WITH ELECTBOLA Band Intruments Sheet Music ST. JAMES DAUPHIN Branches at TRANSCONA YORKTON BRANDON PORT ARTHUR . J.A.Banfield UMITED ESTABLISHED 1879 121 ALBEET STREET iSm * 492 MAIN ■ St f I ****J&m J.A.B ANFIELÐ > . OUR PLEB'F OP •3BMVKRY TRUí'! í pore it side by side wiih any other beer: pELISSIER'5 jgUNTRvgUB” SPECIAL Special Deliveries to all permittees. Phone 42 304~5~6

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.