Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. JÚNI, 1930. HEIMSKRINCLA 27. BLAÐSIÐA Gestur Pálsson. Upp úr áramótunum 1889—1890 fer “Prentfélag Heimskringlu” þess leit við skáldið Gest Pálsson, er þá var skrifari á skrifstofu landshöfð- ingja i Reykjavík, að hann kæmi vest ur og tækist á hendur ritistjóm hlaðsins. VarB þa|B úr, ap hann kom vestur 12 júlí 1890. Tók hann þegar við ritstjórninni, með Eggert Jóhannssyni fyrst, eða 'til ársloka; en í ársbyrjun 1891 tekst hann hana einn á hendur. En hans naut, því miður, ekki lengi við, því 19. ágúst 1891 andaðist hann á almenna sjúkra- húsrnu í Winnipeg. Um ritstjórn hans er hér óþarft að vera langorð- ur, þvi Gestur Pálsson var orðinn uppáhald íslenzku þjóðarinnar, og sérstaklega alþýðunnar, fyrir rit- störf sín, áður en hann kom að Heimskringlu. Hafði hann bæði birt sögur sínar og verið við ritstjórn “Þjóðólfs” og gefið út blaðið “Suðra” i 4 ár Einnig flutt hinn ógleyman- lega fyrirlestur sinn um Reykjavík- urlífið. Andinn, stefnan og snilldar- bragurinn var auðvitað sá sami og i hans fyrri ritverkum, á þvi er hann reit í Heimskringlu, og mun hún aetíð telja sér það lán óg sóma, að hafa notið hans miklu rithæfileika að. Menntvin sína fékk Gestur Pálsson á lærðaskólanum í Reykjavík, og heimspekispróf tók hann árið 1876 í Kaupmannahöfn. A guðfræSinámi byrjaði hann í Kaupmannahöfn, en hvarf þó frá þeirri stefnu. Hann var tæpra 39 ára gamall er hann dó. * • • Við byrjun 4. árgangs (1890) er Heimskringla stækkuð, svo að blað- síðan er einum dálki breiðari en áð- ur og dálkurinn um þumlungi hærri (þ. e. 19 þuml.), en verðið er enn sem áður $2.00. Skrifstofa er að 35 Lombard stræti um tímá, en er svo flutt að 151 á sama stræti. Eigendaskifti urðu um þetta leyti á blaðinu. Hefir þá nýtt hlutafélag verið myndað, er löggilt var 29. ágúst 1890, með tólf þúsund dollara höfuðstól. Heitir félagið “The Heims- kringla Printing and Publishing Co.” I stjórn félagsins fyrsta árið eru: Eggert Jóhannsson (forseti), Eyjólf- ur Eyjólfsson (vara-forseti), Jón V. Dalmann, Þorsteinn Pétursson, Þor- steinn Þórarinsson. Ekki stendur á blaðinu hver ritstjórinn sé eftir að Gestur dó, en sá er ritaði það að mestu leyti frá þeim tíma og upp til marzmánaðar 1892, var Jón Erlends- son Eldon, ramislenzkur í rithætti og þungorður á mótstöðumönnum sinum. Hcimskringla og öldin. Með 10. blaði 4. árgangsins verð- ur sú breyting á, að annað rit, öld- in, er út hafði komið 21 eintak af, var sameinað Heimskringlu. Var Jón ólafsson ritstjóri Aldarinnar, en útgqfendurnir: Kristinn Stefánsson skáld, Magnús Pétursson prentari, Eiríkur Gíslason, Arni Þórðarson og fleiri. Þótti sameining þessara blaða mjög hagkvæm og viðeigandi, því bæði blöðin störfuðu mjög í sömu átt í því er þjóðleg málefni Vestur-ls- lendinga snerti. Fyrsta blað Heims- kringlu og Aldarinnar kemur út 2. marz 1892, og ritstjórinn er Jón ól • afsson, hinn þjóðkunni rithöfundur og skáld. Við þessa sameiningu blað- anna er sú breyting á útkomunni, að Heimskringla kemur nú út tvisvar á viku í sama broti og stærð og áð- ur. Er hún nú langstærsta islenzka blaðið, sem út er gefið, árgangurinn jafnstór og Heimskringla er nú. Verð hennar er þó ekki hækkað. En ekki er það stærðin ein, sem Heimskring- lu gerir þá volduga. Ritstjórn hennar gerir það eigi síður. Sýndi Jón ól- afsson þar af sér þá röggsemi, er I öllum störfum hans voru samfara, enda var han vafalaust einn af þeim allra fjölhæfustu andans mönnum, sem íslenzka þjóðin hefir átt. Hann var skáld, rithöfundur, ritstjóri, al- þingismaður, og að minnsta kosti hvers eins manns maki, að hverju sem hann gekk. Hann .mun hafa fyrstur manna hér hafið i opinberu blaði alvarlega ádeilu á skoðana- þrengsli í trúmálum. Sál hans þoldi enga hlekki, hvorki í þeim efnum né öí^um. Mun flestum það kunnugt og minnisstætt, er hann 18 ára gam- all byrjar á að gefa út blað heima, er svo er vægðarlaust í orðum í garð Dana út af ófrelsisfjötrunum, er hon- um fannst þeir halda íslenzku þjóð- inni í, að hann verður að flýja land fyrir. Er það skoðun vor, að ekki aðeins Heimskringla, heldur og Vest- ur-Islendingar og íslenzka þjóðin öll, eigi ritstörfum Jóns ólafssonar óendanlega mikið að þakka. Heimskringla og öldin koma út eitt ár. Er þá öldin gerð aftur að mánaðarriti og kemur út í fjögur ár. En ritstjóri Heimskringlu er Jón, þar til 24. marz 1894, að hann fer alfarinn frá Winnipeg, fyrst til Chi- cago og síðan til Reyýjavíkur. Bruninn og afleiðingar hans. Þó Heimskringla virtist nú komin á þann rekspöl, að framtíð hennar væri ekki nein bráð hætta búin, var þó ekki því að heilsa, að erfiðleikar hennar væru alilr úr sögunni. A fimta ári hennar brennur byggingin, er hún legði þláss í og ferst allt í eldinum er inni var. Segir dr. Rögnvaldur Pétursson, í grein sinni “Þjóðræknis- samtök Islendinga i Vesturheimi”, er birtist í Tímariti Þjóðræknisfélagsins II. ár, frá brunanum á þessa leið: “Vorið 1893, hinn 22. maí, kom upp eldur í byggingu þeirri, þar sem prentsmiðja Heimskringlu vaý, og fórust öll prentáhöld blaðsins og eignir. 1 eldinum missti Jón ólafs- son mestallt upplagið af ljóðabók sinni, er þá var fyrir skömmu gefin út. Var þetta tilfinanlegur skaði fyrir alla hlutaðeigendur. Til prent- smiðjunnar var þó keypt að nýju, en meðan á því stóð, kom blaðið út í smærra broti. Við burtför Jóns tók Eggert Jóhannsson aftur við rit- stjórn og hélt henni til maímánaðar- loka árið 1897. En þá var lýst þrotabúi af ráðsmanni blaðsins, Ein- ari ólafssyni, og samkvæmt skipun dómsstólanna allar eignir prentfé- lagsins boðnar upp til kaups til lúkn- ingar áföllnum skuldum. Töpuðu nú hluthafar öllu, sem þeir höfðu lagt í félagið og ennfremur starfsmenn blaðsins stórupphæðum í ógoldnum launum. Þyngst kom þetta niður á ritstjóranum og prenturunum, er efna litlir voru og máttu eigi viið að missa bæði laun og atvinnu.” Heimskringla endurreist. Eftir rúma fjóra mánuði er blaðið endurreist. Gengust tveir menn fyr- ir þvi. Var annar Einar ólafsson frá Firði í Mjóafirði, en hinn Björn F. Walters frá Gili í Svartárdal. Keyptu þeir útgáfurétt og prentáhöld í fé- lagi, og kom fyrsta blaðið út 14. október 1897. Er Einar ölafsson rit- stjórinn, en Björn ráðsmaður blaðs- ins. Meðan blaðið kom ekki út, myndaðist hlutafélág í Dakota, með það fyrir augum að endurreisa það. Var búið að semja um skrifstofupláss í bænum Cavalier fyrir það. En er hljóðbært varð, að Einar og Bjöm væru komnir af stað, varð ekkert af því. Treystu þeir þessum tveimur mönnum vel fyrir fyrirtækinu, en það var þeim fyrir mestu að blaðinu yrði haldið úti. Svo djúptæk voru þá orðin áhrif blaðsins, að án þess máttj ekki vera. Er nú Einar ritstjóri blaðs- ins til vorsins (10. marz 1898). Var hann prýðisgóðum gáfum gæddur og þótti fara ritstjórnin vel úr hendi. Varð hann síðar ,ritstjóri blaðsins “Baldúr” á Gimli, en frá því starfi dó hann árið 1907, tregaður af öllum er kynnst höfðu honum og ritverk- um hans. Hann var maður djúp<- hygginn og einlægur og varði skoð- anir sínar með alvöru og sterkum rökum. Við burtför hans frá blaðinu, tekur Björn F. Walters við ritstjóra- inni og blaðinu sem eigandi þess og útgefandi, til árgangaloka blaðsins, I byrjun októbermánaðar 1898. En þá selur hann Baldvin L. Baldvins- syni Heimskringlu. Verður frekar á hans starf minnst i næsta kafla. Um starf Björns F. Walters við blaðið hefir verið farið góðum orðum. Var hann starfsmaður hinn mesti og sá bæði um ritstjórn og ráðsmennsku blaðsins einn, og sá því snilldarlega borgið. Verð Heimskringlu var að- eins $1.50 eftir endurreisn hennar, en stærðin var eins og áður. II. HEIMSKRINGLA A 20. ÖLDINNI B. L. Baldvinsson. Eins og minnst var á í síðasta kafla, verður Baldvin L. Baldvinsson eigandi, útgefandi og ritstjóri Heims- kringlu fyrir aldamótin. Heldur hann blaðinu úti til 24. apríl 1913, eða sem næst 10 ár. Er það lengri tími en nokkur einn maður hefir fyr eða síð- ar gert, enda ef til vill engum öðrum en þessum eljusama og sívinnandi manni hent. Með hve miklum efn- um hann byrjaði er oss ekki kunnugt. En hitt er vist, að með því að vinna nótt og nýtan dag að útgáfustarfinu einn, rita í blaðið að mestu leyti, halda bækur þess, senda það út, safna í það auglýsingum, og afla því þar á ofan fjárstyrks, var fjármálahlið- inni brátt borgið. Og þrátt fyrir það, að Baldvin væri fylkisþingmað- ur í sjö ár um þetta sama leyti, sinnti hann ritstjórn blaðsins sóma- samlega, og blaðið varð vinsælt i hans höndum. Birtist þá ef til vill meira frá mönnum út í frá af grein- um og kvæðum í blaðinu, en hjá nokkrum öðrum ritstjóra þess. Þótt sumt af því hefði nú ekki mikið bók- menötagildi, var eigi að síður margt af því frá hinum pennafærari mönn- um hér vestra, er hafði ávalt eitt- hvað til síns 'ágætis. Sjálfur ritaði Baldvin alþýðlegt mál, var einarður og hélt sinni skoðun fram, á hverju sem gekk. Minntist hann þess stundum í riti, að honum hefði ekki verið menntunar auðið, og ef hann bar nokkurn kala í brjósti til ætt- lands síns, sem sumir báru honum á brýn, mun það aðallega hafa verið í sambandi við það, er hann þóttist í því efni hafa orðið að fara á mis i æsku. En hvað sem um þetta hefir verið sagt, er hitt víst, að Baldvin er nægilega þjóðrækinn til þess, að vilja ekki« vamm Islendinga vita i neinu. Það sem hann hefir skoðað íslenzku þjóðinni til frama, hefir ekki skort stuðning hans. Og dæmi eru til þess, að hann hafi verið manna fyrstur til þess að bera af þeim ó- verðskuldað níð. A tið Baldvins við Heimskringlu, skrifaði Kristján Asgeir Benedikts- son, sagnaskáld og maður vel að sér i islenzkum fræðum, allmikið i Heimskringlu. Var talsvert tillit tekið til þess, er hann skrifaði, bæði vegna þeás hve hreint og íslenzkt mál hann skrifaði, og eins hitt, að hann sýndi að hann bar góða greind á efni það, er hann skrifaði um. Á seinni ritstjórnarárum Baldvins hafði hann Gunnlaug Tr. Jónsson sér til aðstoðar, og síðasta árið, áður en Baldvin seldi Heimskringlu, annaðist Gunnlaugur ritstjóm blaðsins einn. Var hann eyfirzkur að ætt og kom vestur árið 19081* Allt sem hann rit- aði, var lipurt og oft fjörugt. I aprílmánuði 1913 fékk Baldvin stöðu sem aðstoðar fylkisritari hjá Manitobastjórninni, og varð hann þá að láta af ritstjórn Heimskringlu og hætta þátttöltu í opinberum málum. Annaðist þá Gunnlaugur ritstjóm- ina unz Baldvin um haustið seldi Heimskringlu. Meðan B. L. Baldvinsson var eig- andi Heimskringlu, stækkaði hann blaðið tvisvar; árið 1908, svo að það var 6 blaðsíður, og var áskriftar- gjaldið þá einnig sett upp í $2.00 Árið 1911 bætti hann enn tveimur síðum við stærð þess, og varð blaðið þá jafnstórt og það nú er. En verði þess var ekki breytt. Viking Press Limited. Fyrsta október 1913 er stofnað hlutafélag og löggilt með $40,000 höfuðstól, er nefnist “Viking Press, Limited”. Eru menn í því úr mörg- um, ef ekki flestum byggðum Islend- inga hér vestra, og einnig margir f Winnipeg. Félag þetta kaupir Heimskringlu og prentáhöld hennar öll af B. L. Baldvinssyni, og tekur við útgáfu blaðsins að fullu og öllu með byrjun nóvembermánaðar 1913. Niu manna nefnd veitir félaginu forstöðu og skipa hana fyrsta árið þeir: Mar- ino H. Hannesson lögfræðingur (for- seti), Jóseph B. Skaptason (skrifari og féhirðir), Hannes Pétursson (vara- forseti). Meðráðamenn: Dr. G. J. Gíslason, Grand Forks, N. D., Sveinn Thorvaldson Icelandic River, Skúli Johnson prófessor, Paul Reykdal, Lundar, Man., Skúli Hanson, Winni- peg og Líndal J. Hallgrímsson, Win- nipeg. Skrifstofa blaðsins var í byggingu þeirri, er B. L. Baldvinsson hafði reist yfir það og flutt blaðið í með júníbyrjun 1904, og er að 727 Sherbrook stræti. Dr. R. Pétursson ritstjóri. Eftir þessi eigendaskifti, verður dr. Rögnvaldur Pétursson ritstjóri Heimskringlu. Er hann við það starf til októberloka 1914. Ritstjórnartíð hans varð skammærri en margur hefði á kosið, en bót er það í máli, að hann hefir siðan verið einn af allra beztu stuðningsmönnum blaðs- ins. Hefir hann ekki aðeins ritað meira og minna í blaðið síðan, held- ur jafnframt borið hita og þunga fjárhagsbyrðarinnar. — Með rit- stjórn sinni einkenndi dr. Rögn\ \ld- ur Pétursson sig á sama hátt og hann hefir einkennt sig með lífsstarfi sinu hér vestra. Enginn Islendingur, er vér minnumst hér vestra, hefir byrj- að að halda fram áhugamálum sínum og stefnu, undir eins erfiðum og, OS3 liggur við að segja, óhugsanlegum kringumstæðum, eins og hann. Það er eflaust aldrei með sældinni gert að boða mönnum nýjar skoðanir. En það reynir fyrst á kappann, er boða á mönnum nýja trú. Ungmenni, að nýloknu námi, tekur hann sér þetta fyrir hendur. Við andstæðinga á hann að etja, er hér hafa hlotið veg og virðingu og mannfylgi. Margur mætti ætla, að ungmennið stæðist ekki þá hólmgöngu til lengdar. En hér verður raunin önnur. Merki sitt ber hann hátt, á hverju sem geng- ur, og loks til frækilegs sigurs. Er hér efni í stóra bók að skrifa um, en ekki skal þó út i það farið hér. En hvað ritstjórn hans áhrærir, kemur það augljóst fram, er lífs- skoðanir hans hefir allar einkent, en það eru, samfara lærdómi, óviðjafnan- legar gáfur. En munurinn á mönn- um er nú ekki ósjaldan sá, að þetta hvorttveggja fer ekki saman. I öllu, sem hann ritar í blaðið, hvort sem það eru smáfréttir, eða greinir eða fyrirlestrar, er einkenni hans ávalt framúrskarandi glöggur skilningur á lífsstefnum og sönnu menningargildi þess, er um er að ræða. Framsetn- ihg hans er og með afbrigðum skörp og líkingar oft skáldlegar, svo að efnið verður hrífandi og skemtilegt, er hann skrifar um. Norrænn er hann í anda, og kemur það fram í máli því er hann ritar, þó menntun sína fengi hann alla hér. 1 ritstjómar- tíð hans birtust í Heimskringlu hin- ar bráðskemtilegu ferðalýsingar hans, er óhætt er að segja um, að almenningur hafi lesið sér til ómeng- aðrar ánægju og gleði. Að öllu at- huguðu, ætlum vér engan ritstjóra Heimskringlu hafa á borð borið fyrir lesendur sína veigameira efni en dr. Rögnvaldur Pétursson gerði þann tíma, er hann sá um ritstjómina. 4= i p§ M I i i M i i i S M B M M 1 M M m 1 ARNAÐAR-0SKIR Hhe Prairie Cities Oil Company, Limited, sendir heilla- og árnaðaróskir sínum mörgu íslenzku skiftavinum, á þús- und ára afmæli Alþingis, og langar til að segja um leið, að Electro-Gasoline og Buffalo Motor Oil séu eins þýðingarmikil fyrir mótoristana, eins og lýðfrelsis stjórnskiplagið 930 var fyrir mannkynið. Eftirfylgjandi stöðvar eru reiðubúnar að láta yður í té þjónustu sína nætur og daga: Crank Case Service Station, King & Rupert Station No. 1. Maryland & Portage Ave.; 34 259 “ “ 3. McDermot & Rorie;80 689 “ “ 4. Notre Dame & Maryland; 89 724 “ “ 5. Rupert & King; 88 666 “ “ 6. Stradbrook & Osborne; 44 200 “ “ 7. Main & Stella; 57 777 “ “ 8. ”Strathcona & Portage Ave.; 36 987 “ “ 9. Logan & Bushnell; 80 690 “ “ 10. Main & Alexander Ave.; 25 030 “ “ 11. Ellice & Arlington; 14 228 “ “ 12. Bannatyne Ave. East; 29 215 “ “ 13. Ingersoll & Portage Ave.; 38 312 “ “ 14. Donald & St. Mary’s Ave.; 87 414 “ “ 15. River & Main; 46 744 “ “ 16. Fort & Graham Ave.; 87116 > 17. Fort & Broadway; 87 096 Þessar stöðvar eru hinar fullkomnustu nýtízku “Service Stations’’ í Canada. ' PRAIRIE CITIES OIL COMPANY, LIMITED PHONE 26 341 Office: Valour Road and Notre Dame Ave. Phone 28 733 ÞUSUND AR :>< Á síðastliðnum þúsund árum hafa orðið miklar og merkilegar breytingar á nálega öllum sviðum, í list, mennt- un, stjórnarfari, viðskiftum, iðnaði, og hverju sem nöfn- um tjáir að nefna. Og öllum þessum breytingum hefir aukin þekking á skipulagi komið til leiðar. Enda eru allar mannlegar framfarir á henni byggðar. Af öllum iðngreinum manna, er akuryrkjan sú elzta og mesta, en jafnframt sú minnst ræktaða, að því er skipu- lag snertir. . Ef framfarir byggjast á skipulagi, þá þarf bóndinn þess einnig með. Kornbændur Saskatchewanfylkis hafa fyrir löngu séð, að þó akuryrkja sé undirstöðuiðnaður, þá veltur útkoma þess iðnaðar á markaðinum. Að koma skipulagi á hann fyrir bændur, þýðir sam- vinnu þeirra á milli, og bezta samvinnufyrirkomulagið, að því er markaðinn snertir, er pool-fyrirkomulagið. Sértu bóndi, er hjálpar þinnar þörf. Og þú getur bezt hjálpað með því að skrifa undir Wheat Pool samning. Saskatchewan Co-operative Wheat Producers Ltd. Head Office - Regina, Sask. SSMÍMÍÍÍWÍÍMwglgga f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.