Heimskringla - 11.06.1930, Side 5

Heimskringla - 11.06.1930, Side 5
WINNIPEG, 11. JÚNl, 1930. HEIMSKRINGLA 29. BLAÐSIÐA Vandasöm ritstjórn. 1 byrjun nóvembermánaðar 1911 tekur séra Magnús J. Skaptason við ritstjórn Heimskringlu. Var þá stríðið mikla nýskollið á og hugir manna talsvert æstir, og fyrst í stað skiftir í sambandi við stríðsmálin. Menn vissu eiginlega ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Og afleiðingarnar og eftirköst stríðsins sáu þá mjög fáir, eða engir. Er það allt nú orðið ljós- ara. Alls þessa vegna var ritstjórn- arstaðan mjög vandasöm á þessum &rum. Annars vegar alþýða manna oneð hálfgerðan ýmugust á stríðinu, en hins vegar landsstjórnin, er stríðs- lögum landsins varð að fylgja. En séra Magnús Skaftason sá brátt, hvað orðið var. 1 hans augum var aðeins ein hlið á stríðsmálunum. Og þeirri hlið fylgdi hann djarft og einarðlega. Hvað sem sagt verður um lýsingar hans á ‘‘þýzku menningunni”, er hitt víst, að stríðsfréttir munu fá blöð á stærð við Heimskringlu, hafa flutt ítarlegri, en hún gerði, með séra Magnúsi sem ritstjóra. Séra Magn- ús er fróður maður um margt og rit- ar mjög liðugt mál og íslenzkt, enda er hann all máifróður. Hann var einnig mikill afkstamaður, þegar til ritstarfa kom, og gaf út ritið "Próða”, á sama tíma og hann var ritstjóri Heimskringlu, er þótti hið oýtilegasta rit. Hann mun hafa ver- ið elzti ritstjóri, er við Heimskringlu hefir verið, þó margt af því, er hann reit, væri líkara því að vera eftir bráðfjörugasta ungmenni. Af rit- stjórn lét hann í lok febrúarmánað- ar 1917. Innfæddur Vestur-Islendingur rit- stjóri. I marzbyrjun 1917 verður ólafur Tryggvi Jónsson ritstjóri Heims- kringlu. Var hann fæddur í Norður Dakota í Bandaríkjunum 12. marz 1882. Fékk hann nokkra menntun á Wesley College í Winnipeg, en ís- lenzkuna segist hann hafa lært af afa sínum og ömmu Jóni Péturssyni og Ingunni ólafsdóttur, en þangað var honum komið til uppfósturs af foreldrum sínum, Jóni Jónssyni frá Kolgröf í Skagafirði og Sigurbjörgu Benediktsdóttur konu hans. Má um fósturforeldri hans segja, að þau hafi flestum betri kennarar verið, því á Heimskringlu ber ekki á öðru en að ólafur kunni sína íslenzku vel. Eru greinar hans í blaðinu af gætni og góðri greind skrifaðar. Mátti Heimskringla í hans ritstjórnartíð heita prýðis vel úr garði gerð. Skrif- aði þá einnig séra Friðrik J. Berg- naann í hana hverja ágætisgreinina af annari. Væri mörgu öðruvísi farið í þjóðræknismálum vorum hér vestra, ef fleiri innfæddir Islendingar færu að dæmi O. T. Jónssonar og næmu mál afa og ömmu sinnar eins og hann hefir gert. Þegar O. T. Jónsson lagði niður rit- stjórnarpennann, 13. ágúst 1919, tók G. T. Jónsson við ritstjórn Heims- kringlu í annað sinn, og gegnir starf- >nu til 8. júní 1921. Fer hann þá al- farinn úr Winnipeg og heim til Ak- ureyrar og verður þar ritstjóri blaðs- ins Islendingur. Hefir hann það starf enn með höndum. Um þetta leyti, eða við byrjun 35. árgangsins (i október 1920), er verð blaðsins hækk- að upp í $3.00. Hefir engin breýting á. því verið gerð síðan. Björn Pétursson. Þegar Gunnlaugur Tr. Jónsson fer til Islands, verður Björn Pétursson ritstjóri Heimskringlu. Hafði hann áður verið ráðsmaður blaðsins og heldur hann því áfram, jafnframt ritstjóminni. En með því að þetta hvorttveggja var æði mikið verk, var Stefán Einarsson ráðinn með- ritstjóri hans. Er blaðið í umsjá Björns til 10 janúar 1923. Sem rit- stjóri var Bj.örn Pétursson glögg- skyggn, og mun ekki oft hafa skeik- að í skoðunum sínum á gildi hinna og þessara lífsskoðana og stefna. Hann kom og ágætlega orðum að því sem hann vildi segja og var smellinn í orðasennum sínum við andstæðingana. Sem bræður hans fleiri, er hann prýðisvel greindur. Á yngri árum sínum var hann barna- kennari í Dakota og Minnesota, og er oss tjáð að honum hafi látið það starf einkar vel. Eftir að hann flutti til Winnipeg, tók hann til ó- spiltra mála á starfsviði viðskiftalífs- ins, með þeim árangri, að nú er hann öllum Vestur-Islendingum kunnur sem einn af fremstu kaupsýslumönnum þjóðflokks sins. Á hans ritstjórnar- tíð réðist Viking Press félagið í að reisa byggingu yfir blaðið, á horn- inu á Sargent og Banning strætum. 40x50 fet á stærð, allgóða íbúð og miklu þægilegri en þær, er það hafði áður haft, þar s'em nægilegt pláss var bæði fyrir prentsmiðjuna og skrif- stofur blaðsins á einu og sama gólfi. I Þennan nýja bústað sinn flutti blaðið 21. sept. 1921 og hefir verið þar til þessa dags. Heimskringla News & Publishing Company. I byrjun febrúarmánaðar 1923 verður það að samningi milli eigenda Heimskringlu, og þriggja starfs- manna blaðsins, að blaðið er leigt þeim síðarnefndu til eins árs með prentáhöldum ojj’íbúð. Þeir sem við blaðinu tóku, voru Jón Tómasson prentari, Stefán Einarsson og Ing- ólfur Guðmundsson prentari. Attu þeir inni kaup nokkurt hjá blaðinu, og var það ein helzta ástæðan fyrir því, að þessir samningar voru gerð- ir. Félagsskap sinn nefndu þre- menningarnir Heimskringla News & Publishing Co. Héldu þeir blaðinu úti í eitt ár, en þá tekur Viking Press aftur við því. Ritstjórinn var Stefán Einarsson, en eigi skal um ritstjórn hans hér orðlengt. Núverandi ritstjóri. Er nú sögu þessari þar komið, er siðasti og núverandi ritstjóri, Sig- iús Halldórs frá Höfnum, sezt við stýrið. Síðasti, segjum vér, en ekki sá sízti. Við ritstjórninni tekur hann með blaþinu, sem dagsett er 5. maí 1924. Er styzt frá að segja, að á þeim sex árum, sem hann hefir haft ritstjórn Heimskringlu með höndum, hefir hann áunnið sér óskift álit les- endanna, sem einn af færari ritstjór- um blaðsins. A öllu, sem hann skrif- ar, er menntablær, og á það jafnt við um hinar harðsnúnustu ádeilu- greinar hans og önnur efni, er hann skrifar um. Stíll hans er allajafna þróttmikill og oft efldur, og með svo góðu valdi, sem hann hefir á íslenzku máli, verður frásögnin sterk og hríf- andi, svo að því skeikar varla. I greinum, er hann hefir ritað um all- erfið viðfangsefni, kennir óvanalega glöggs skilnings. Allir þessir rit- hæfileikar hafa nú orðið til þess, að fæstir neita sér um að lesa nokkuð af því, er hann skrifar. Oss er næst að halda, að fram hjá færra sé geng- ið að tiltölu af því, sem hann ritar, en nokkur annar hér vestra. Sigfús Halldórs er fæddur á Þing- eyrum í Húnaþingi 27. des. 1891. For- eldri hans eru Halldór Árnason frá Höfnum í Húnavatnssýslu og fyrri kona hans Þuríður, dóttir séra Sig- fúsar á Tjörn i Húnavatnssýslu. Hann útskrifast úr menntaskólanum í Reykjavík 1913 og siglir það ár til Kauplnannahafnar. Tók hann þar hið venjulega heimspekispróf við há- skólann, og las um tíma eftir það tii stjórnfræðisprófs, en bauðst um þaf leyti atvinna hjá Austur-Asíufélag- inu danska. En til þess að takast störf á hendur fyrir félagið, varð hann að taka sérstakan hluta skóg- ræktárprófs o. fl. við sérstaka deild Búnaðarskólans í Kaupmannahöfn, er stofnuð var að undirlagi þessa fé- lags og í þess þágu. Að því námi loknu gekk hann I þjónustu félags- ins, og var á Austur-Indlandi frá 1918 til 1922, að hann kom aftur til Kaupmannahafnar. Gegndi hann þar störfum á konungsritarastofunni ís- lenzku, unz hann flutti vestur um haf. Kom til Winnipeg í júní 1923. Síðan náminu lauk hefir hann ekki vísað öllum lærdómi á bug, eins og svo margir gera. I þess stað hefir hann öllum stundum varið til þess, að kynna sér jafnt mannfélagsmál og fagurfræðilegar bókmenntir ýmsra þjóða. Munu færri honum tungu- málafróðari. Aðrir starfsmenn. Þá hefir nú verið minnst á rit- stjóra Heimskringlu. En ráðsmenh hennar hafa ekki allir verið taldir enn. Má þar til nefna S. D. B. Ste- phanson, nú kaupmann að Eriks- dale, H. B. Skaptason, bónda að Ar- gyle, Pál S. Pálsson, er skrifstofu- störfum gegnir í Winipeg, Jakob F. Kristjánsson skrifstofu deildarstjóra hjá-C. N. R. félaginu og Þorvald Pét- ursson, M.A. Auk þessara manna hafa auðvitað ávalt verið nokkrir aðrir starfsmenn blaðsins, bæði prent- arar, auglýsinga-aumboðsmenn, skrif- stofuþjónar o. s. frv., er hér eru ó- íaftir. Þá hinir mörgu innköllunar- menn, er góðfúslega og með ráði og dáð hafa unnið að hag 'blaðsins. öll- um þessum mönnum á Heimskringla mjög mikið upp*að unna. What’s in a Name? Orðið Heimskringla hefir syo oft orðið fyrir augum lesarans, í því er nú hefir verið sagt, að ekki er ólík- legt að hann spyrji, hvemig á nafn- gift blaðsins standi. Bezta svarið við þessari spurningu ætlum vér það, er í Heimskringlu stendur 20. des. 1917, eftir séra Friðrik J. Bergmann, en um það fer hann svofelldum orð- um: “Hann (Frímann B. Anderson) lét sér hugkvæmast eitt hið smellnasta blaðanafn íslenzkt, sem til hefir orð- ið með þjóð vorri. Hann nefndi hið nýja blað sitt Heimskringlu, eftir hinu ódauðlega ritverki Snorra Sturlusonar. En um leið jafngildir það eftir þýðingu sinni dagblaðsheit- inu algenga í enskum heimi: Globe, sem bæði er einfalt og yfirgrips- mikið. I nafninu Heimskringla er eitthvað af metnaði hinar nýju bókmennta- aldar, sem Snorri fann að var að renna upp með hinni ungu íslenzku þjóð, er hann reit hið fagra sögu- verk sitt. Þegar' svo Frímanni B. Anderson hugkvæmist að gefa sínu nýja blað- fyrirtæki þetta nafn, verður vart einhvers af sama lofsverða metnað- inum. Það er eins og honum finnist, að þessir fáu Islendingar, sem hingað eru komnir, séu ekki aðeins hingað komnir til þess að ná í örlítinn landblett, til að hefja búhokur á, í gömlum íslenzkum stíl, heldur til að nema ailan heiminn — í andlegum skilningi, vitaskuld.” Stefna og starf. Hvert heflr nú starf og stefna Heimskringlu verið í hinum helztu málum hér vestra? Vér búumst við ,að flestir vænti fyrst að sjá l[)ul>£mtyT3an (Lumpuntt. INCORPORATEO 2?° MAY 1670 H B C . “Special” bezta fáanlegt SCOTCH WHISKY Ábyrgst af Hudson’s Bay félaginu að vera ekki yngra en 15 ára. ^Govebnoramig, ^Jnenhirm of * ^OING INT0 HU0S0NS &AV m v 8est procurab^ 0(D Highlanp^hiíI(1í Hh,fouaranttfinv n,J(lson'5 Biö' ComP^ löson’sm EJemerara- &wtt H B C ROMM er orð, sem á hvers manns vörum hefir verið í Vestur- Canada í meira en 100 ár. " (imi IHUM " Gott orð, sem fengist hefir af 260 ára reynslu og stöðugu eftirliti á að bæta hverja þá tegund, er ber nafnið iNConpoRATto ar? may teza aitthvað um viðhorfið í stjórnmál- um og trúmálum, þessum brennandi áhugamálum Vestur-Islendinga — og stundum einu áhugamálum þeirra. I stjórnmálum í Canada hefir Heims- kringla lengst af verið með íhalds- stefnunni, en í Bandaríkjunum með Þjóðveldissinnum (Democrats). Hafa eigendur hennar og stuðningsmenn í hvoru landinu um sig aðallega fylgt þessum flokkum að málum. Annars gætir stjórnmála vanalega lítið í is- lenzkum blöðum hér, nema um kosn- ingar. En jafnvel þó svo hafi stað- ið á ,hefir öllum jafnt staðið orðið til boða í Heimskringlu. Hafa hinir yngri stjómmálaflokkar, bæði verka- manna og hænda, ekki einungis haft þar málfrelsi heldur hlotið stuðn- ing frá hendi ritstjöranna sjálfra. Hafa ritstjórunum í því efni verið gefnar mjög frjálsar hendur. Þetta rit- og skoðanafrelsi útgefendanna, hvað sem þeim skoðunum leið, er þeir aðhylltust, hefir áunnið Heims- kringlu það álit, ekki aðeins meðal Vestur-Islendinga, heldur einnig Is- lendinga heima á ættjörðinni, að hún sé eitt af frjálslyndustu blöðum, sem út séu gefin á islenzku. Gestur Páls ■ son birtir skoðanir Henry George, Jón ólafsson skoðanir Robert Inger- solls, sem nægja ætti að benda á, til sönnunar því, að Heimskringla hafi ekki verið blint flokksblað. Er þetta hinn mesti kostur hvers blaðs, því hvað sem t. d. skoðunum þessara á- minnstu manna líður, voru þeir báðir miklir rithöfundar, sem íslenzk al- þýða, menntaðasta alþýðan í heimi, gat eigi síður borið eitthvað úr být- um við að kynnast, en lærðu menn- irnir, er hvern útlendan höfund lesa, hvað sem sérskoðunum hans liður. I trúmálum hefir Heimskringla frá upphafi verið mál§;agn frjálslyndis og víðsýnis og er það enn. Með þeim trúflokki manna, er 'Crnítarar nefn- ast, og minnisstæðir munu ýmsum, að minnsta kosti, af óttanum, ev vaknaði í brjóstum þeirra við þá fyrrum, hefir Heimskringla barist gegn þröngsýni og afturhaldi á sviði trúmálanna. Að nokkuð syndsam- legt væri við það að ræða trúmál frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi, eins og hvert annað mál, hefir hún aldrei getað séð. Enda hefir það með ault- inni þekkingu og menningu orðið mönnum æ ljósara og gleggra, að hver önnur stefna en sú i trúmálum sé í sjálfu sér kyrstöðu- eða uppi- dögunarstefna, vegna þess að “mönn- unum munar---------” En jafnvel að þessum stærri mái- um slepptum, er ekki lokið við að lýsa stefnu og starfi Heimskringlu. Þá meira að segja kemur fyrst til sögunnar eitt hennar þýðingarmesta starf í sambandi við sérmál vor Is- lendinga. Frá því að Heimskringla var stofn- uð, hefir hún flutt svo ítarlegar fréttir af högum og háttum Vestur- íslendinga, að yfir fátt eða ekkert, sem hefir nokkra sögulega þýðingu, hefir henni sést. Hún hefir skýrt frá öllum framkvæmdum þeirra, er orðið hafa þeim til gagns og sóma. Og hún hefir haldið uppi minningu þeirra að loknu dagsverki. Hefir hinn mikli fræðimaður, dr. R. Pétursson, lagt fram heiiladrjúgan skerf til menning- ingarsögu vorrar, með þvi sem hann hefir um þessi efni ritað í Heims- kringlu og víðar. Annars er það fleira ep eitt, sem Vestur-Islendingar eiga honum að þakka á sviði is- lenzkrar menningarstarfsemi. Af öllu þessu er það Ijóst, að blaðið er frá fyrstu tíð hið merkasta heimildarrit öllum þeim, er á vestur-íslenzka sögu- ritun, ættvísi eða bókmenntir leggja stund síðar. I félagsmálum Vestur-Islendinga hefir blaðið ávalt tekið öflugan þátt Heimskringla hefir meira að segja oft orðið til þess að hefja máls á þeim og þannig komið mönnum af stað fil framkvæmda. Stofnendur hennar (eins og bent er á í Hkr. ár- ið 1928) voru frumkvöðlar þess, að Islendingar hér stofnuðu með sér fyrsta og eina óháða verkamannafé- lagið í tíð Gests Pálssonar. Hún vekur máls á því að taka upp Is- lendingadag í Winipeg í tíð Eggerts Jóhannssonar. Hún hvatti öfluglega til stofnunar Þjóðræknisfélagsins og hefir stutt það af alefli siðan, stund- um á móti háskalegustu árásum. — Mætti þannig halda áfram í hið óend- anlega. I dálkum Heimskringlu hefir birzt mest af þvi, sem djarfast og fegurst og frjálsast hefir verið ritað hér vestan hafs í bundnu og óbundnu máli. Mikið af kvæðum beztu ís- lenzku skáldanna vestra, hafa birzt fyrst í Heimskringlu. öllum þeim Islendingum, er þannig hafa með ljóðum og, ritgerðum stutt hana, á hún mikið vinsældir sínar og gengi að þakka. Það hefir stundum verið að því fundið, að ofmikið birtist í íslenzku vikublöðunum úr blöðum og ritum að heiman. Fyrir nauðsyninni á þeim gerði núverandi ritstjóri Heims- kringlu grein, í blaðinu 3. október 1928, á þessa leið: “Hún (Hkr.) trúir því, að óhugs- andi sé fyrir oss, meðan vér kennum nokkum íslenzkan blóðdropa í seð- um vorum, að ganga alls ófróðir á svig við það, sem bezt er hugsaS, unnið og sagt á Islandi, þótt vér að visu eigum hér nóg sérmál. Því I»1 land er sá segulpóll, sem úr fjarlægð- inni magnar oss til meðvitundar um sérkenni vor og til miðhvarfs að því samstarfi, er á þeirri meðvitund byggist og út frá henni, í nútíð og framtíð meðan íslenzk tunga er hér við líði og vonandi mikið lengur. Þessvegna gerir Heimskringla meira. að því en nokkurt annað blað, eða tímarit, utan Islands, að flytja eftir því sem kostur er á, auk staðarfrétta. af Islandi, úrval af því sem þar er bezt ritað af einstökum mönnum allra stétta og flokka, og sömuleiðis sem ítarlegastar fréttir af öllum verk- legum framförum, sem öllum er til þekkja og sanngjarnlega vilja á líta, hlýtur að finnast fádæma mikið um.” Undir þetta munu flestir Islend- ingar ótilneyddir geta skrifað. Vild- um vér bæta því við, er oss virðist nú vera að koma á daginn, en það er, að eftir því sem dvölin lengist hér vestra, eftir því fyrnist íslenzk tunga hér æ meir. Það er meira að segja. nú orðið sjáanlegur munur á Is- lenzkunni heima og hér, jafnvel þ6 við höldum í sama horfi, og er vér komum að heiman. Þó ekki værl nema sakir' þessa, er nauðsynin ljÓ3 á sambandinu við Island. Af þessu, sem nú hefir verið tek- ið fram, er það ljóst, að Heimskringlu hefir ekki förlast mjög sýn, þrátt fyrir sinn háa aldur, á því hvert hið sanna hlutverk íslenzkra blaða sé hér vestra. Hún hefir oftast skipað öndvegi blaðanna að því er íslenzkt menningarstarf snertir, og hún ger- ir það rækilega enn, og ekki af neitt skomum skamti, í umsjá hins ágæta. ritstjóra er hún nú hefir. Verðum vér þessa ekki einungis varir í tali manna og í bréfum frá mörgum hér vestra, heldur hefir einn af fremstu rithöfundum íslenzku þjóðarinnar, látið þau orð á prenti frá sér fara, að blaðið Heimsltringla í Winnipeg; vapri, að sinni skoðun, bezta islenzka blaðið, sem væri gefið út. trtgefendur Heimskringlu hafa þvl ekki, með því að halda blaðinu úti, verið að bjástra við neitt þarfleysu- verk. Og auðvitað er viðurkenning- in fyrir því einu launin fyrir allt þeirra umstang. Hafa þeir þó ekkl legið á liði sinu. T. d. hefir dr. R. ■1.11111111111111111111 Nokkur hluti Piteyþorps séð frá járnbrautarstöðinni. Pineysveitin er í suðaustur hluta Manitobafylkis meðfram landamerkjalínu Minnesota og Manitoba, um 70 mílur suðaustur frá Winnipeg. Islendingar settust þar fyrst að um árið 1900. Helzt sú byggð þeirra þar enn. Aðrir þjóðflokkar, sem þar búa, eru: Svíar, Norðmenn, Englendingar og Frakkar. Tvær C. N. R. járnbraut- ir liggja í gegnum sveitina, önnur frá austri til vesturs, hin frá norðvestri til suð- austurs. Fáir bændur þurfa að sækja til jámbrautarstöðvar yfir 6 mílur. Aðalpart- ar byggðarinnar eru tveir dalir, Piney Valley, þar sem Islendingar búa, sameinast Roseau River bygðinni í Minnesota, og Spurgrave láglendið, þar sem Rat River dal- urinn hefir upptök sín. A milli þessara dala eru hæðir, víða allmiklar, og er þar sum- staðar fagurt útsýni. öll var þessi sveit skógi vaxin, og er svo enn að nokkm leyti;; þó hefir nú allur stórskógur verið felldur. Fyrir utan skógartekju er kvikfjárræktin arðsömust atvinnugrein bænda. Korn- rækt gefst misjafnlega sökum ofmikils úrfellis, en góðir em landkostir víða, og við- unanleg kornuppskera í hæfilega þurrum árum. Ræktað hey (timothy) og allar “clover”-tegundir þrífast mjög vel og gefa góða uppskem. A síðustu ámm hafa nokkrir bændur lagt stund á ræktun á “Red Clover” fræi. Hafa þeir fengið há og stundum hæstu verðlaun á sýningum þessa lands og Bandaríkjanna fyrir fræ sitt. Flóðbmnnar (Artesian Wells) eru víða í Furudalnum (Pine Valley). Þykir það vatn eitt hið bezta, sem fæst í Manitobafylki. Pineysveitin var löggilt árið 1909, þá sem partur af Sprague Municipality, en ár- ið 1922 með núverandi landamerkjum. Síðari árin, sérstaklega, hafa margar umbæt- ur orðið, skurðir grafnir og brautir byggðar, svo að víðasthvar em nú viðunanlegir vegir. Búist er við að Provincial Trunk Highway (fylkisþjóðbraut) verði byggð frá suðaustri til norður í gegnum sveitina á næsta ári. Verður það ein helzta þjóðbraut frá Minnesotafylki til Winnipeg. Á síðari ámm hefir sveitin eignast allmargar bújarðir, fyrrum skógarlönd, sem eigendumir yfirgáfu, þegar þeir höfðu fellt stórskóginn. Er tiltölulega létt verk að ryðja margar þeirra og landkostir víða allgóðir. Þessar jarðir selur sveitarstjómin ódýrt og með kostakjörum, þeim sem æskja. Sérstaklega æskir hún eftir islenzkum búendum. Skóli er í Pineyþorpi, er kennir allar námsgreinar till ellefta bekkjar. Læknir er og nýseztur að 1 þorpinu. Tvö greiðasöluhús eru þar, og gistihús; tvær verzlunar- búðir og tvær bílstöðvar. Ibúar bæjarins munu vera eitthvað á annað hundrað. Rural Municipality of Piney Oddvnti: EINAR E. EINARSSON Ritari: STEFÁN ÁRNASON Sveitarráðsmenn: Sigurður S. Anderson; Theodor G. Thompson; John Chobotar; Knut Aarhus; John K. Aune; Walter Henry Jones. Lögmaðnr: Björn Stefánsson. 1u-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.