Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 2
34. BLAÐSÍÐA WINNIPEG, 11. JtrNI, 1930. HEIMSKRINGLA “Þegar þú sérð háu hveitihlöðumar meðfnam brautinni, þá eigum við skamt eftir,” sagði faðir minn. NokKru eftir háuegið komum við til Hamilton, D. T., sem þá var, en þangað var járnbrautarferðinni heit- ið. Eg stóð á jámbrautarstöðinni hjá farangri okkar og horfði á eftir lestinni, þegar maður kemur til min, í meðallagi hár, fölleitur, bláeygur, kinnbeinahár, og tuggði tóbak. “Hvert ert þú að fara?” mælti hann. “Til Dakota” var svarið. “Þú ert nú kominn þangað.” Eg rak upp stór augu. Sú eina “Dakota” sem eg hafði hugmynd um, var islenzka nýlendan. Að það væri afarstór, farsæl og fönguleg, breiðleit og brosleit hjálenda (terri- tory), sem biði nú eftir að byggjast, en sem seinna ætti eftir að skiftast í tvennt, fyrir ásælni jámbrautar- kónga, í staðinn fyrir að verða eitt stærsta ríki Bandaríkjanna, hafði mér aldrei dottið í hug. Það og ó- talmargt annað átti eg eftir að læra. Faðir minn hafði reitt sig á, að islenzku bændurnir yrðu í Hamilton með tóma vagna, eftir að hafa selt hveiti sitt, og myndu því flytja okk- ur upp í byggðina. Það brást held- ur ekki. Þrír bændur voru þar “of- an af fjöllum”, sem kallað er (þ. e. hásléttunni, sem kallast Peinbinafjöll) hver með sitt uxapar og tóman vagn. Voru þeir gamlir Austfirðingar og vinir föður míns frá gamalli tíð. Þótti þeim vænt um að fá hann í hópinn og skiftu farangri hans á milli sín, en einn tók fólkið. Það var ólafur Einarsson, sem lengi bjó skamt frá Akrapósthúsi, sem var, en er nú dáinn fyrir nokkuð löngu, eins og líka langflestir þéirra manna, sem eg man eftir fullorðnum í þá daga. I ferðinni voru foreldrar mínir, Hall- dór bróðir minn, þá 7 ára og eg. Systur mínar tvær, þær yngri, höfðu orðið eftir í Winnipeg, og eins Björn bróðir, sem var í vist hjá canadisk- um bónda skamt frá Winnipeg, þeg- ar við fórum suður, en kom skömmu seinna. Munur var þá að horfa yfir sléttuna frá því sem nú er. Byggð- in var aðeins fárra ára gömul. Land- tökumennirnir nærri undantekningar- laust Canadamenn. Mjög margir ein- hleypir unglingar, sem höfðu drifið sig til Dakota til að afla sér fjár og frama, oft móti vilja ættmenna sinna. Aðrir komu með foreldrum sinum, en tóku sér svo “land” (160 ekrur mest), eitt eða fleiri í nánd við heimilið. En hvort sem var, voru hús þeirra aðeins svolitlir kumbaldar, ýmist úr “loggum” eða borðvið. En hvergi sást viðarteinn nema meðfram ám. En þó höfðu tveir menn skamt fyrir austan Cava- lier ræktað skógarbelti kringum hús sin, sem voru orðin nokkuð vaxin. Við fórum gegnum Cavalier eftir að dimmt var orðið. Sá bær, eða réttara sagt aðalstræti bæjarins, var þá tvö hús, sitt hvoru megin. Ann- að þeirra stendur held eg enn i dag og er á horninu á móti Jennings House, sem var. Hitt brann fyrir til- tölulega skömmu siðan, en það var gamla Pratt’s búðin. Nokkuð fyrir vestan Cavalier kom um við að litlu húsi og settumst þar að. Þar bjó maður, sem Jason hét, ekki veit eg hvers son. Eg kom inn og sá unga stúlku á ljósum kjól standa við stóna og steikja kartöflur í járnpotti. Finn eg enn ilminn af kartöflimum. Nærri má. geta að þéttskipað hafi verið um nóttina, þar sem sex eða fleiri voru aðkom- andi, í svo litlu húsi. En hver var að fást um það? Slíkt var alvana- legt, og allir komust einhvernveginn fyrir. Morguninn eftir var frost og hafði föl fallið um nóttina. Var snemma lagt af stað upp yfir sand- hæðimar. Þar sá eg fyrst þreski- vél, og er það í eina sinn, sem eg hefi séð “horsepower” vinna. Þótti mér það skrítin sjón. Atti þá vél Jóhann Hallsson og synir hans, og eg held eitthvað af nágrönnunum. Um miðdegisleytið komum við til Hallson. Þar hafði Jón Pétursson Skjöld byggt búð fyrir skömmu sið- an, og þar verið stofnað pósthús. Jón þótti fremur fár við alþýðu, en vildi öllum vel. Var hinn tryggasti vinur, vel lesinn og djúphygginn. Hann og faðir minn voru gajnlir vinir, og voru það meðan báðir lifðu. Þar stóðum við nokkuð við, en héldum til Magnúsar föðurbróður míns um kvöldið. Atti hann heima tvær mil- ur fyrir norðan Hallson. Hér mætti okkur glaumur og gleði. Þóroddur, bjartleitur, bláeygur, skrafhreifinn strákur, lítið jmgri en eg, sýndi mér alla búslóð úti og inni, uxa, kýr og kálfa. Fór með honum á héraveiðar daginn eftir og fannst mikið til um, hvílík skytta hann var. Sigríði systur hans hafði eg minna saman við að sælda, því ekki er siður fjórtán vetra pilta, að gefa sig að stúlkum sem yngri eru en þeir, en ekki hefir vinskapur okkar frændsystkinanna kólnað með aldrin- um. Þorviður þótti mér! skrítinn krakki, dökkur á brún og brá, með tinnuhvöss dökkbrún augu. Magnús yngri lá veikur og tók eg lítið eftir honum. Eftir dags hvíld var aftur lagt af stað, og komum við til Mountain seinni part dags. Þar hafði þá búð og pósthús Haraldur Þorláksson, bróðir séra Páls, stofnanda nýlend- unnar, sem dáinn var þá fyrir tveim árum. Var bygging Haraldar aust- anverðu við strætið, skamt fyrir norðan gilið, sem þar er enn. Ibúð var uppi á lofti, en búðin var vel birg af vörum. Tveir voru búðarmenn hjá Haraldi, báðir unglingspiltar. Annar. var stöðugt á bak við búðar- borðið og gegndi hverjum sem ein- hvers þurfti við. Það var Arni Þor- láksson Bjömssonar, sem nú um langt skeið hefir verið bankastjóri í New Ýork. Hinn kom ekki nærri búðar- störfum þann dag. Var á flakki úti við, með svör á reiðum höndum, við hvern sem hann talaði og með stór- an blaðastranga í treyjuvasa sínum. Það var Bjöm Stefán Brynjólfsson, sonur Brynjólfs Brynjólfssonar og bróðir Skapta, Magnúsar og þeirra bræðra. Var eg hissa á, hvað hann var laus við störf sín og skildi ekki í því þá; en orsökin var, að þenna dag höfðu komið fullnaðarfréttir um for- setakosningarnar, sem þá voru ný- afstaðnar, þegar demókratinn Grover Cleveland náði kosningu móti hin- um mikla stjórnmálamanni repú- blika, James G. Blaine. Var það í fyrsta sinn að demókratar höfðu náð kosningu frá þvi er Lincoln var kos- inn 1860. Bjöm var eldheitur demó- krati, eins og allir þeir bræður, svo það var ekki að furða þó hann hefði hugann við annað en búðarstörf þann dag. Er það freisting að segja meira um þessar afar merkilegu kosningar, sem Blaine tapaði að nokkm leyti fyr- ir málæði prests nokkurs, sem var að halda um hann lofræðu, en gat ekki setið á sér með að senda kaþólskunni hnútu um leið; en það er önnur saga. Það var búið að kveijtja í búðinni um kvöldið og stóð eg þar hjá föður mínum, þegar eg sé risavaxinn manu með grátt skegg og gletnisleg augu koma aftan að honum og taka utan um hann. Hann brást fljótt við og reyndi að snúa sér við, en þó hann væri bæði snar og sterkur, ætlaði það ekki að ganga greitt, þvi fast var að haldið. En loksins lukkaðist það, og horfði hann þá framan í andlitið á aldavini sínum Birni Péturssyni. Þeir höfðu ekki sést frá þvi að Bjöm kom til Islands árið 1880, en verið upp ald- ir svo að segja i nágrenni, og unnað hvor öðrum frá barnæsku. Enda hefi eg aldrei séð menn svo fegna að finn- ast aftur. Fór Björn með okkur suð- ur á Brekkuna, sem kallað var, til Nikulásar Jónssonar og Þórunnar syst Canadian Poultry Pool Ltd. Central Selling Agency FOR THE Manitoba Co-Operative Poultry Marketing Association Ltd. 185 Market Avenue East, Winnipeg Man. Saskatchevuan Co-Operative Poultry Producers Ltd. 1333 Smith Street, Regina, Sask. Alberta Poultry Pool Ltd. Edmonton, Alberta British Columbia Egg & Poultry Co-Operative Association 'New Westminster, B. C. Are You A Pool Member? If not, write the Head Office of your Provincial Association for full particulars about _— ■— ■ , Co-Operative Marketing of Poultry Products. Cö'Operatively *You Have Povuer 1 Individually You Are Powerless V- The National Breakfast Swift’s Premium HAMS or BACON é X ins PíÆMlUM r igs £ Umium 55* JS V*' y'’ Sr'’ V' *•' fc. % ™FTS $ [PREMIUM y'1 Hafið þér reynt National Breakfast “Swifts Premium.,, Ham eða Bacon hvort sem yður þóknast. Yður mun geðjast ágætlega að því. Bæði er það bragð gott og kraftmikil fæða, Að þekkja <<Premíurnar,, er einfalt af stimplinum. r PREMIUM Swift Canadian Co. Ltd. Butter-Nut Bragðbezta BRAUÐIÐ (The quality goes in before the Name goes on.) SÆTKÓKUR - 100 SORTIR Manstu söguna um Marie Antoniette, sem sagði: “Hvers vegna éta þeir ekki sætkökur?’ Hvað myndi hún hafa sagt, ef hún hefSi séð hinar óviðjafnanlegu sætkökur er vér gerum. Stöðvaðu Canada Brauð-mannin og láttu hann sýna þér þær. | 5j | | § i i i 3 I % | i 'J I i 55 Indælt ,þegar hið nærandi Butter.Nut Brauð er mulið upp og út á það látin mjólk og sykur, — bömin eru sólgin í það og stækka á því. Butter-Nut brauð ber í sér hið bezta úr canadisku hveitimjöli, nýmjólk og smjör feiti auk fleiri næringarefna. Það er vel bakað, ljúffengt til átu og fullt af nær- Aðrir góðir hlutir er Canada Brauð Býr til. E>r. Hall,s 100% alhveitibrauð; Hovis Brauð; Breadin’s aldina brauð; break- fast snúðar; Daintimaid Cake (7 teg- undir.) ingarefnum. Reynið það. Biðjið Can- ada Brauðsölumanninn sem færir ná- granna yðar brauð að koma við hjá yður og skilja eftir eitt brauð. Þér finnið strax bragðmuninn á því og öðru brauði. Ef þér viljið heldur síma, þá hringið til 39 017 eða 33 604. CANADA^BRMJD COMPANY Owned by 1873 Canadians. J. NICOLSON, Manager at Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.