Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 3

Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 3
WINNIPEG, 11. JONÍ, 1930. HEIMSKRINGLA 35. BLAÐSÍÐA ur sinnar, sem bjuggu þar þá í fyrsta húsi Haraldar Þorlákssonar, og vor- um við þar um nóttina i góðu yfirlæti. Sagði Pétur sonur Nikulásar mér ttargt, sem mér þótti tíðindum sæta, °g fannst mér mikið til um, hvað hann var orðinn fróður um allt, sem Ame- ríku varðaði. En mest fannst mér um, hvað hann var orðinn “góður í ensku”. Var það lengi vel að eg öf- undaði pilta, sem fyr höfðu komið til Ameriku og töluðu ensku betur en eg, því eg var bæði málstirður og tregur að læra. Man eg eftir í hvaða vandræðum eg var með að ná g-hljóðinu enska, einnig “j” og “h” hljóðinu, býst eg við að líkt hafi farið fyrir öðrum. En á endanum tókst það, og fór svo, að enskan varð baér tamari en íslenzkan. Morguninn eftir bjö eg mig til ferðar og sagðist ætla út í Vík. Þórunn húsfreyja leiðrétti mig, og sagði að eg hefði átt að segja Moun- tain. Eg var hálf hissa. Eg hafði heyrt talað um Vík og Víkina, jafn- vel norður í Winnipeg, sem aðalstöð hýlendunnar í Dakota. Ferðinni dag- inn áður hafði verið heitið suður í Vík frá Hallson. Byggðin var nefnd Víkurbyggð, en nafnið Mountain hafði eg varla heyrt nefnt. Stóð svo á því, að byggðin fékk nafn af slétt- unni fyrir neðan Mountain-brekkuna og sem vel mátti kallast “Vík”, því þá var sinn skógartanginn hvoru megin að norðan og sunnan, þó sá syðri sé nú að mestu eyðilagður. En þegar pósthús var þar stofnað, var það nefnt Mountain, og náði það nafn smám saman yfirhöndinni, svo Víkurnafnið heyrist nú vist mjög sjaldan. A Mountain voru þá þessar bygg- ingar: / Stórt bjálkahús aftan við búðina rétt á brekkubrúninni, kent við séra Pál, en þar bjó nú séra Hans Thor- grimsen, prestur byggðarinnar. Myndastofa Sigurðar Jósúa Bjarna- sonar, í fornlegu bjálkahúsi austan- verðu við strætið, skamt fyrir norð- an búðina. Smiðja Baldvins Helgasonar vest- anverðu við strætið, rétt norðan við gilið. Kirkjan, sem enn stendur, byggð | þá um sumarið. Ibúðarhús Þorláks Jónssonar aust- anverðu við strætið sunnarlega. Allt í kring var þá risavaxinn eik- arskógur, sem lítið var byrjað að ( höggva, nema hvað járnbrautarstæði ^ hafði verið rutt í gegnum hann skamt fyrir vestan þorpið. Ætlaði Noiithern Pacific járnbrautarfélag- | ið að leggja járnbraut norður í gegn-, um byggðina, og alla leið til Wal- halla; en það fórst þvi miður fyrir. Þennan dag hitti eg á Mountain Sigurjón Gestsson og Kristlaugar móðursystur minnar. Kom hann og kona hans, Þóra Jóhannesdóttir, Torfasonar, með son sinn, Jóhann, fárra mánaða gamlan, til að láta taka mynd af honum. Mynd sú varð hálfgerð ómynd hjá Sigga Jósúa, þykkt loft og tæki slæm. En niyndin, sem eg fékk af þeim hjón- um þann dag varð góð og er ómáð enn. Enda hafa þau bæði verið mér ástúðlegir vinir ætíð síðan. Þessum degi lauk þannig, að eg réðist sem vinnumaður eða vika- drengur, til Jóns Þorlákssonar, bróð- Ur Haraldar kaupmanns, fram að jólum. Fór eg heim með honum um kvöldið, en foreldrar mínir og Hall- dór bróðir héldu áfram suður á Park, sem Garðarbyggðin þá var kölluð, til Grims móðurbróður míns, og voru þar um veturinn. Nú skyldi Mangi drýgja dáð og læra bændavinnuna amerísku. Fyrst var að gefa hestum. Það gekk vel. Þá að moka hesthúsið. Not so good. En út yfir tók, þegar eg átti að leggja á hestana. Eg dró aktygin ofan af uglunni, breiddi þau út á gólfinu og settist á fötugarm á hvolfi, til þess að reyna að reikna út, hvernig eg ætti að fara að þessu; og á hestana voru aktýgin komin, þegar Jón kom út til þess að sjá hvemig mér gengi. Jörð var frosin, þegar hér var komið, svo ekki var um plægingu að tala, en eftir að flytja hveiti til markaðar. Næsta járnbrautarstöð var St. Thomas, um 22 mílur svo að segja beint i austur. Var nú lagt af stað í eina slíka ferð nokkrum dög- um eftir að eg kom, með tvö vagn- hlöss. Var Jón með annað, en eg með hitt. Um kl. 12 um nóttina fór- um við af stað og vorum komnir til St. Thomas nokkru eftir sólarupp- komu. Nú, það gekk nokkurnveg- inn slysalaust fyrir mér, en syfjað- ur var eg þá nótt, og bjart skein sól- in i augunum á mér, þegar hún kom upp um morguninn. Fymin öll af hveiti voru flutt til St. Thomas og allra annara bæja meðfram járnbrautinni þetta haust. Engin jámbraut var þá vestar, og komu menn því svo langt að, sem byggðin náði vestur, en það voru 40 mílur eða meira. Það voru þrjár kornhlöður (elevators), sem keyptu hveiti, og var strax um sólarupp- komu breiðan af vögnum í kringum hverja þeirra. Voru vagnamir núm- eraðir, svo reglu mætti hafa við söl- una, og vorum við númer 37 og 33 þennan morgun. Seint gekk líka að afferma, því allt hveitið var í pok- um. Voru þeir tæmdir í “hopper”, sem svo var vigtaður, í staðinn fyr- ir að vigta vagninn með öllu sam- an eins og nú er gert. Það var því '■ komið hádegi, þegar við loksins vor- um búnir að afferma, en þó kom- umst við heim um kvöldið, og varð eg feginn að komast í rúmið. Nokkrar fleiri ferðir fórum við með hveiti, og voru þær allar hver annari líkar. Þá fómm við loks eina og höfðum aðeins einn vagn, en uxa-ok höfðum við með í förinni, og vissi eg ekki til hvers það var. Þetta var seint í nóvember, en veður var enn bæði milt og stillt. Vorum við nóttina í St. Thomas hjá norskum gestgjafa, sem Eriksen hét. Kynntist eg þá fyrst Gísla Goodman, sem lengi var í Hensel og Edinburgh, en nú í Sask- atchewan, og systur hans, Mrs. Magnús Snowfield, er síðar varð; og fleira var þar íslenzkra drengja, sem eg hafði ekki áður séð. I Um morguninn fékk eg að vita, hvernig á okinu stóð. Voru þá fram- leiddir uxar tveir, sem canadiskur einbúi átti og hafði beðið Jón fyrir meðan hann skryppi heim til for- eldra sinna í Ontario um jólaleytið. Var vist gjald fyrir þá ferð $40 á þeim dögum, en það myndi þykja ó- dýrt nú. Var okið látið á uxana og þeir svo spentir fyrir gamla sáðvél, og eg svo sendur á stað með þetta heimleiðis. Þótti mér þetta ekki mikið afreks- vark og var hinn sperrtasti. Slæmt þótti mér samt, að keyrið var mjög lélegt, en, eins og allir eldri menn munu muna, var góður pískur hin mesta nauðsyn, ef við uxa var að eiga. Það leið og ekki á löngu, þar til eg var tómhentur orðinn, og fór þá ferð- inni heldur að seinka. Þó bætti það úr um tíma, að Jón náði mér og færði mér annað keyri; en það var lítið Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF The Empire Sash<sDoor Co. Limited Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ ANÆGJA. GÆBI betra en hitt, og var eg svo stórhögg- ur, að eftir stutta stund var það líka brotið upp til agna; og efir það réðu uxamir ferðinni, en eg gerði ýmist að rorra á sáðvélinni eða að rölta á eftir henni. Allt ggkk nú samt vel meðan bjart var; en dagur var orðinn stuttur, svo eg var lítið meira en kom- miðja vega, þegar tók að dimma. Þá blossuðu upp strástakkabál í öllum áttum; þau voru hver öðru lík, og áður en minnst varði, fannst mér eg vera að fara í norður í staðinn fyrir vestur. Eg mundi nú ekki eftir því að hafa breytt um stefnu, en það hlaut að vera, því endilega fannst mér eg vera að fara í norður. Eg vissi ekki, hvað eg skyldi taka til bragðs, því eg vissi að hvergi var Is- lendinga að finna nema i vestri. En þó eg færi fram hjá húsi þá og þá, var það ekki til neins, því ekki kunni eg orð í ensku, og var þar að auki óframfærinn, þar sem eg var ókunn- ugur. Og nú tók ekki betra við. Mér fannst eg vera að fara í austur, og fór að hugsa um, hvert eg myndi vera kominn, þegar loksins birti af degi. En eg sá ekki til neins að snúa aftur, því eg væri jafn viltur fyrir því. En allt í einu lötruðu uxarnir upp dálitla brekku, og þar þekkti eg inig. Voru nú aðeins tvær mílur eftir, og hefi eg aldrei orðið öðru fegnari en því um dagana. Allt mitt hugar- angur hafði stafað af þvi, að eg vissi ekki að þó eg villtist, þá rötuðu ux- arnir og fóru aldrei fótmál út af réttu brautinni. Eg kom heim um klukkan tólf um nóttina, eftir 15 klukkutíma “practical” lexiu í þeirri list að keyra uxa. Eftir þetta var eg ekki í ferðalög- um, enda þess þá ekki langt að bíða, að mikil frost kæmu og snjóar. Var þá ekki annað aðhafst en að afla eldiviðar og hirða hesta. Bar þá og fátt til tiðinda, nema eg man eftir því, að einn dag kom maður og sagði þær fréttir, að Björn Brynjólfsson hefði vaðið upp á “Thoroddsen”* með voða skömmum, og þótti það meira en litil ofdirfska. Var talað um þetta í hálfum hljóðum eins og mannsmorð, og talið sjálfsagt að Björn yrði ekki lengur á Mountain. Enda varð það. Björn fór þá til St. Thomas, og átti ekki eftir það heima í íslénzku byggðinni. Annað, sem varð til tíðinda um þetta leyti, var bruni búðar Eiríks Bergmanns á Garðar. Þóttu það miklar fréttir, því sú verzlun var tal- in stærst, af þeim, er Islendingar áttu í þá daga. Var mikið talað um, hvort hann myndi byggja aðra og halda á- fram, og var mönnum það töluvert mikið spursmál, því ekki var í annað hús að venda með að fá nauðþurftir. Það varð og úr, að Eiríkur byggði aðra búð, en seldi hana sumarið 1886, að mig minnir, Guðmundi Davíðssyni og Gunnlaugi Péturssyni. Hefir Guð- mundur haft verzlun á Garðar síðan. Komu nú jól, og fór eg heim á að- fangadaginn. Kalt var þann dag og hriðarveður, enda kólu á mér stóru- tærnar. Það skeytingarleysi gekk al- veg fram af móður minni, að “láta krakkann fara út í þetta veður svo illa útbúinn til fótanna, að hann kæli”. Aftur lá mér við að þykjast góður af meiðslinu, enda var það aðeins skinn- kal. Grímur frændi tók mér tveim hönd- um og skoðaði mig í krók og kring, til að sjá hverjum eg væri líkur — sýndist ánægður með systursoninn. Auk heimilismanna, níu alls, og mín, var þar þá kominn frændi okk- ar, Hjörleifur Stefánsson, með konu sína Guðrúnu, frá Grafton, og voru þau fram yfir hátíðarnar. Má nærri geta, að áskipað hafi þar verið í litlu húsi; en engan heyrði eg kvarta um þrengsli. Á jóladaginn komu þrír menn, ungir og gervilegir. Kallaði Grímur þá Melstaðarmenn, og hældi mikið dugnaði þeirra og mannskap. Reynd- ist hann líka sannorður í því, sem fleiru — þeijr voru á leið til kirkju. Líka kom þangað þann dag Jónas Hall. Var þá strax orðinn góður kunningi föður míns. Reyndust lika þau ágætishjón, Jónas og Sigríður, honum hinir tryggustu og beztu vin- ir, svo lengi sem hann lifði. Ekki var farið til kirkju þenna dag, en faðir minn las jólalesturinn í Helga postillu, og var sunginn jóla- sálmur á undan og eftir. Voru sunnudaga húslestrar stöðugur siður á heimili foreldra minna frá því að eg fyrst man eftir. Hældi faðir minn mikið þessum lestri, en þó meira nýárslestrinum. Hann hélt mikið upp á þá biskupana, Helga og Pétur Pét- *) Harald Thorson frá Elbow Lake, Minnesota, sem var hesta- prangari og peningaokrari meðal Is- lendinga í Dákota á fyrstu árum byggðarinnar. Var hann hinn mesti brjótur og hrappur, og áttu margir iim sárt að binda fyrir hans aðgerð- ir. Hann hélt til á Mountain, og var sagt að Haraldur Þorláksson væri lonum mjög skuldugur, eins og fleiri. Kom svo síðast, að hann varð svo llla þokkaður, að hann fór að verða hræddur um líf sitt á Mountain, og setti hann þá mann fyrir sig, og kom ekki oftar. Hvernig á þvi stóð, að íslendingar yfirleitt kölluðu hann Thoroddsen ,hefi eg aldrei fengið að rita. ursson, fyrir mannúð þeirra og um- burðarlyndi. Heyrði eg hann segja frá því, þegar Pétur biskup, þrátt fyrir mjög ólíkar trúarskoðanir, bauð Magnúsi Eiríkssyni móðurbróður hans eitthvert bezta branð Islands (Hólmar minnir mig það væru). En Magnús gat ekki þegið vegna skoð- ana sinna. Dáðist hann að báðum fyrir framkomu sína í þvi máli. Enda stingur það mjög í stúf við fram- komu sumra þeirra manna, er miklir þykjast vera nú á dögum. Eftir hátíðirnar fór eg til Jakobs Lindals og konu hans Helgu Bald- vinsdóttur, Helgasonar. Bjuggu þau þá “í Króknum”, sem kallað var, neðst í fjallabrekkunni, þar sem Ás- mundur Eiríksson bjó lengi siðan. Hafði Björn bróðir minn, sem kom- ið hafði frá Winnipeg fyrir nokkrum vikum, verið hjá þeim einhvern stutt an tíma fyrir jólin, en af einhverjum ástæðum skifti eg við hann og var þar það sem eftir var vetrarins og fram eftir vorinu. Hjá þessum hjónum undi eg mér vel, enda hafði eg eigi mikið að gera, aðeins nokkra nautgripi að hirða og sjá um að eitthvað væri til í eld- inn. Var eg snemma búinn að þessu á degi hverjum, og sat þá inni og hlustaði á það sem talað var. Þar bar líka margt á góma, en mest þó um pólitík, skáldskap og trúarbrögð. Stephan G. Stephansson var næsti nágranni, rétt uppi á fjallabrekku- brúninni, og Kristinn mágur hans Kristinsson skamt fyrir norðan neð- an við brekkuna. Voru þeir dag- legir gestir og enn fleiri nágrannar, og var þá setið og skrafað. Lengi vel átti eg bágt með að áttst mig á pólitíkinni. Þó vissi eg snemma, að forsetinn hét Cleveland og að hann var demókrat. Hann gifti sig um þetta leyti og hafði eg lesið um það í “Decorah Posten”, sem faðir minn hélt, og var þá mikil fræðilind margra Islendinga. Mér þótti de- mókrat-nafnið fallegt og gat fljótt nefnt það, en bágra átti eg með að nefna Republican, en það var faðir minn þá þegar ,og ætíð síðan meðan hann lifði. 73 ára hélt hann hvatn- ingarræðu um að kjósa Roosevelt; og á nítugasta árinu, fáum dögum áður en hann dó, þá fyrir löngu blindur og nærri heyrnarlaus, vissi hann að nú fóru kosningar í hönd, og hvíslaði því að mér, að hann dæi ánægður, ef hann aðeins vissi að Republican yrði kosinn! Eg verð að geta þessa þó það sé útúrdúr, bví það sýnir, eins og margt annað, hvernig í þá var spunnið, landnemana í Da- kota. En mikil ráðgáta var mér pólitík- in veturinn 1885, og þá ekki síður leiðtogarnir. Hver var Blaine? Jud La Mare? Kneeshaw? Eða Maguire? Svörin fékk eg smám saman, eftir þvi sem eg kynntist meiru. Stephan G. orti ekki mikið um þetta leyti, og ekki Helga Baldvins- dóttir heldur, en hún var líka skáld, eins og seinna kom á daginn, og er Vlst ennþá, þó ekkert hafi eg séð eftir hana í seinni tíð. En oft var um skáldskap talað. Voru þeir Jónas og Steingrímur uppáhald Helgu, en Matt- hías síður. Félst eg ekki á það, hvað Matthías snerti, en sagði lítið. Helga kenndi mér fyrstu v'tsurnar, sem eg lærði á ensku og lögin við þær, og er eg henni þakklátur fyrir það. Þau hjón, Jakob og Helga, voru að lesa “Vanity Fair” eftir Thackeray þenna vetur, og töluðu svo mikið saman um söguna, að þcgar eg nokkuð löngu seinna las hana sjálfur, voru Becky Sharp og Jos. Sedley, og aðrir helztu persónurnar, eins og gamlir kunningj- ar. Þá er nú að minnast á kirkjumálin. Islenzka kirkiufélagið var stofnað á Mountain i jar.úar þenna vetur, og þá var eins og einhver hefði rekið íótinn í býflugnabú, svo komst allt í upp- nám. Ekki, að þráttað væri um neitt trúaratriði. Nei, blessuð verið þið! Allir voru lútherskir, hver upp á sinn hátt, eins og íslendingar voru, þeg- ar þeir komu að heiman. og engum aatt í hug að vera neitt annað. Það var rifist um hvort konur mættu hafa málfrelsi og atkvæðisrétt á fundum eða ekki. Aldrei hefi eg séð neinni guðs skepnu eins þvælt fram og aftur eins og Sankti Páli var í sambandi við þetta atriði. Honum var tvímennt og þrímennt, berbakt, i hnakk eða í þófa. beizlislaust, með beizli eða hnýtt upp í hann, og allt stóð í sama farinu. Enti þetta með því, að Park-söfnuður, sem þá var söfnuður norðurbyggðarinnar. klofnaði út af þessu og Garðarsöfnuð - ur var stofnaður um vorið. Varð töluverður flokkadráttur út af þessu sem von var, og tóku þá fljótt önnur atriði að stinga upp höfðinu og verða til ágreinings. Var þá oft djarflega tekið til orða, þegar í hart var kom- ið. Þannig man eg eftir því þá um vorið, að eg kom inn I búðina á Garð- ar, og var Grímur frændi þar í stæl- um um trúmál við einn af nágrönnum sínum, sem var ágætismaður í alla staði, og sagði hann þá: “Þú getur djarft talað núna, Grim- ur, en annað muntu segja, þegar þú ert kominn til helvítis.” 'IIIMIIIIIIIIIIIIIIIIHUHIIIIIII iiiimiiiiiiiiiiiiniiim Clock-Like Service and Best Quality Work Constantly add new customers to our ever growing list in both Laundry and Dry Cleaning Plants Are you among them? MODERN LAUNDRY and Dye Works Company, Ltd. Phones: 26 361-2, 22 029 (u^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ PALM ICE CREAM Manufactured from the very finest of cream and fruit procurable. ! PALM DAIRIES LTD. | Logan and Brighton I PHONE 25 838 - 25 839 U The Cream of them AIV9 BEER An Old Chatnpion Bows io a New Onel KIEWEÍ 1

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.